Tíminn - 01.09.1930, Blaðsíða 4
4
TlMINN
Sigurbjörn í Sikkera
Hveiti á 0,51 kilo
Sykur á 0,71 kilo
Kaffi á 3,11 kilo.
Verzlunin Sikkem.
1 þessu húsi
verzlar „heilagur“ maður,
og hann er sæll
og sífelt glaður.
Hann rabbar og ræðir,
sefur og snæðir,
snuðar og græðir.
Hann á enga áhyggju,
enga sorg. —
Hann á föðurland, konu
og fallegt hús
í fallegri borg.
Sál hans er frelsuð
frá synd og dauða,
hann græðir, hann græðir
gullið rauða —
og ræflunum blæðir.
Hann nælir og nælir.
Selur vörur,
vegur og mælir.
Leggur fram góssið
lokkar og tælir,
lýgur og skrumar
og hælir.
Og fingumir iða
af ákefð í maura
og meiri aura,
meiri aura.
Hann geldur drottni
hvað drottins er. —
En öllum öðrum
örlítið minna,
sem maklegt er.
Og einungis þó,
ef enginn sér.
Annars miðlar hann vörum
mælir og vegur,
fagurklæddur
og fagurmæltur
og feitur og pattaralegur.
Sigurður Einarsson.
-----o-----
Skýrsla um Alþýðuskólann á
Eiöum 1928—29 0)} 1929—30
hefir Tímanum borizt. þessi tvö ár
liefir sr. Jakob Kristinsson haft. á
hendi stjórn skólans. Tók hann við
því starfi, er sr. Ásmundur Guð-
mundsson fluttist hingað að háskól-
anum. Fyrra árið voru nemendur 38,
en seinna árið 45. Skólinn starfar í
tveim deildum, eins og aðrir héraðs-
skólar. Eins og menn muna var upp-
haflega bændaskóli á Eiðum, en síð-
ar var honum breytt í almennan al-
þýðuskóla.
hann ætlaði að segja. Hann
mælti:
— Allt er þetta illa ráðið, ým-
ist gagnslaust eða þá óheiðarlegt.
Ætlið þið svo að lifa á peningum
frá veðlánsstofnunum eða at-
vinnuleysissjóðum ? ‘Verkfall?
Hvað ætli það bæti úr skák? Ætl-
ið þið að lifa á loftinu, þegar
brauðið þrýtur á heimilinu, veð-
setja allt, og að því búnu fara
aftur að vinna? Hvað snertir
dýnamítina, þá er það villidýrs-
æði og löðurmennska. Fyrir mín-
ar sakir verður enginn myrtur.
Látið mig sjálfan annast hefnd-
ina, hún skal verða rækileg, seig-
drepandi ...
Sumir mölduðu í móinn, aðrir
tóku þessu vel, og svo fór, að
allir sættu sig við þessa úrlausn
málsins, ýmist af hræðslu eða af
því að þeir þóttust lesa út úr
svip Gasparóns, að þessi dular-
fulla hefnd yrði eins hræðileg og
eftirminnileg og þeir gætu kosið.
Fundinum var þvínæst slitið, og
skundaði hver heim til sín.
V.
Næsta dag sáu menn, hvar
Gasparón stóð fyrir framan hið
fagra stórhýsi, þar sem verk-
smiðjueigandinn átti heima og
beiddist ölmusu af þeim, sem áttu
þar leið um. — Mánuðir eru liðn-
ir og enn kemur hann þangað
Bækur
Friðrik Hallgrímsson:
Kristin fræði. Bók
handa fermingarbörnum.
Enginn kennir nú tungumál með
sama hætti og latína var kennd
liyrjöndum fyrir 50 árum, eða stærð-
fræði eftir Tölvísi Bjöms-Gunnlaugs-
sonar, þó að sú bók þætti merkisrit
á sinum tíma.
Kennsluaðferðir hafa breytzt og í
bverri fræðigrein semja menn nýjar
og nýjar kennslubækur, til þess að
þær fái orðið sem bezt við hæfi
nemenda, eftir aldri þeirra og )>roska
og samkvæmt þeim kennsluaðferðum,
er á hverjum tíma þykja beztar.
þó liafa breytingarnar orðið hvað
mestar á bókum þeim, sem börnum
eru ætlaðar til náms, og má þar t.
d. minna á mismuninn á Erslevs
minni kennslubók í landafræði og
þeim kennslubókum, sem nú eru ætl-
aðar liörnum í þeirri fræðigrein.
Ein er sú námsgrein þar sem sama
kennslubókin hefir þó víðast verið
notuð, nú í meira en hálfa öld. það
ei hinn kristilegi barnalærdómur,
eða „kverið", sem svo er nefnt.
Kver séra Helga Hálfdánarsonar
þótti meistaralega samið á sinni tið,
einkum að því leyti hve þar er miklu
efni fyrir komið i stuttu máli, hin
fræðilegu hugtök vel sundurliðuð og
skilgreind og efnið rækilega bundið í
keríi, að lærðra manna hætti.
En börn hugsa ekki yfirleitt á lær-
dómsmannahátt. þau munu vart fá
tileinkað sér þau fræði, sem sett eru
fram í sundurliðuðum og skilgreind-
um hugtökum, eins og æfðir hugs-
unarfræðingar. Og þau skilja yfirleitt
ekki fræðiorð. eða rökfræðilegar út
listanir á lærðra manna vísu. Fleiri
eru að því leyti „börnum líkir". Má
það m. a. marka af því, live lítt gæt-
ir fræðiorðanna lijá þeim predikur-
um, bæði hér og erlendis, er bezt ná
til fólksins.
Meðal annars þess vegna liafa
margir látið í ljósi ósk sina um að
samin yrði ný bók lianda fermingar-
börnum, þar sem höfuðatriði krist-
innar trúar væru fram sett á ijósan
liátt og einfaldan og við barna hæfi.
Sá, sem fyrstur hefir orðið við ósk
manna í þessu efni, er séra Friðrik
Hallgrímsson dómkirkjuprestur.
Hann hefir áður samið nýjar bib-
líusögur, er gefnar voru út vestan
hafs. Hafa þær náð mikilli hylli þar
vestra, en hér munu þær eigi liafa
verið fáanlegar í bókabúðum til
þessa. Nú hefir hann samið nýja bók
l'anda fermingarbörnum og er hún
nýkomin á bókamarkað.
Ekki vil ég nefna bók þessa „kver“.
ílún gæti kallast Heilræðabókin.
„Bókin er samin með það í liuga,
að hún eigi að vera leiðbeining fyrir
kennara og nemendur til aö tala
saman um sannindi kristinnar trú-
daglega og styðst upp við giröing-
una skammt frá glugga einum,
sem þung silkitjöld hanga fyrir
að innanverðu. Þar sést hann
myrkranna á milli með reifaðan
handarstúfinn, og skugginn af
hinum tötralega en stórvaxna lík-
ama lendir á marmaraframhlið
hússins. Á brjóstinu ber hann allt-
af spjald, sem þessi orð eru rituð
á: „Örkumlaðist í verksmiðju
don Martíns Penalva".
Þrábeiðni, hótanir, peningalof-
orð, allt hefir reynzt árangurs-
laust til að fá hann þaðan. Þama
er hann, þegar hinn ríki iðjuhöld-
ur fer til vinnu sinnar, á skemmt-
anir eða stefnur, þegar konan
hans kemur úr kirkju og þegar
dætur hans fara á kvöldskemmt-
anir klæddar dýrindis kjólum.
Þarna stendur hann með útrétta
höndina, og hver ölmusa, sem að
honum er rétt, er spor í áttina til
að fullkomna verk hefndarinnar.
(La Amenaza).
Þórhallur Þorgilsson
þýddi.
----o----
„Súðin“
Aldrei flúði öldufang,
eimi knúð í gjósti,
skeiðar „Súðin“ síldar-vang,
svalar Úður brjósti.
Austfirðingur.
ar“, segir í formálanum. Höfundur-
inn ætlast því ckki til þess, að bók-
in sé lærð utan að, heldur hefir hann
reynt að haga efnisvali og meðferð
efnisins þannig, að ungmennin fái
skilið það og tileinkað sér og fái
jafnframt hvöt til sjálfstæðrar um-
hugsunar um þau efni, er um ræðir.
Mörg fegurstu orð Krists og læri-
sveina lians eiga bö.rnin hins vegar
að íesta sér svo í minni, að þau geti
farið rétt með þau og er meðferð
einisins þann veg hagað, að ef börnin
l.afa fest sér þau í liuga, munu þau
og hafa allt meginefnið á valdi sínu.
Víða er vísað til frásagna í Nýja-
testamentinu og er ætlast til þess,
að það sé haft við höndina við
kennslu og undirbúning, enda eiga
börnin að hafa lesið áður barnabib-
líu, eða numið biblíusögur. þá eru
og víða tekin upp fögur vers úr
sálmabókinni, Passíusálmunum og
heilræðum Hallgríms. Allvíða er og
vitnað til sálma, bæði í sálmabók-
inni og Hallgrímssálmum og geta
prestar, kennarar og foreldrar haft
þær tilvitnanir til hliðsjónar, en eru
vitaniega ekki bundnir við val höf-
undar, cf þeim virðast aðrir sálmar
betur við bariia hæfi, eða enn feg-
urri.
Bókinni er skift i 14 leskafla eftir
etni: 1. Kristin trú. 2. Maðurinn. 3.
Jesús Kristur. 4. Kenning Jesú. 5.
Vilji Guðs. 6. Syndih. 7. Iðrun og fyr-
irgefning. 8. Bænin. 9. Faðir vor. 10.
Safnaðarguðsþjónustan. 11. Kirkjan.
12. Skírnin og fermingin. 13. Kvöld-
máltíðin. 14. Eilíft líf. Loks er við-
bætir, er ræðir um kirkjuárið, ís-
lenzku kirkjuna, biblíuna og sáhna-
bókina, en síðast eru upphafsorð
Fjallræðunnar.
Hjá fræðiorðum hefir höf. sneitt
eftir megni og leitast við að tala ljóst
og einfalt barnamál. Hann gefur
hoil ráð og bendingar um ínargt,
sem máli skiftir í daglegu lífi og tab
ar þar sem vinur við vin. Sumstaöar
befir höfundur náð þeim blæ á fran
setningu efnisins, er svipar til þess
er góð og vitur móðir talar við barn
sitt, t. d. í 2. og 5. leskafla og víðar,
og er þá vel.
Vart trúi ég öðru, en að trúuðum
foreldrum vei'ði það ánægja að fylgj-
ast með börnum sínum í lestri þess-
arar bókar, en það skiftir eigi
minnstu um tileinkun efnisins og á-
vöxtu námsins.
Eigi verður að fullu dæmt um
kennslubækur fyr en reynslan sker
ur. En það get ég fullyrt, að þótt ég
sem ungur sveinn bæri lotningu fyr-
i]- þeim innileik trúarinnar, er ég
fann að bjó á bak við hjá höfundi
kversins míns gamla, þá hefði þessi
bók náð meiri tökum á bamshugan-
um og búið mig betur undir gelgjuár
lífsins.
Eg gef því barni mínu bókina og
þakka höfundinum fyrir vel unnið
\erk.
þorsteinn Briem.
Kalksaltpétur I. G. og
Nitrophoska I. G.
beitii' bæklingur sem Stickstoff-Syndi-
katið í Berlin gaf út á islenzku í
vor og samið hefir Árni G. Eylands
ráðunautur.
])að var einmitt brýn þörf á bækl-
ingi sem þessum fyrir bændur liér og
aðra sem áburð þurfa að nota, og
eiga útgefendur og liöfundur þökk
skilið fyrir að hafa leyst úr henni.
Bæði að innri og ytra frágangi er
liókin prýðileg, beinlinis skemmti-
leg aflestrar fyrir þá, sem á fræðslu
þurfa að halda um notkun tilbúna
áburðarins, og prýdd góðum mynd-
um til skýringar.
Segir þar frá framleiðslu kalksalt-
péturs og Nitroposka og góðar til-
lögur og ráð eru þar viðvíkjandi not-
kuninni. Ilversu skuli með áburðinn
fara, hvérnig sé borið í garða, á tún
og þar sem nýrækt er höfð með
liöndum.
Leiðai’vísir þessi á erindi á hvert
heimili í landi — jafnvel enn írek-
ar en guðsorðabækurnar — því sú
guðs blessun sem leiðir af vel rækt-
uðum garði eða góðu túni, verður
varla minni en hin sem af húslestr-
um stafar.
Og þó að guðsorðabækurnar séu
venjulega ódýrar, borið saman við
aðrar ba-kur, enda þótt þær gangi
löngum ver út — þá er þó áburðar-
bækiingurinn enn ódýrari, því hann
kostar ekki grænan túskilding, hver
sem vill getur fengið hann fyrir ekki
neitt, — lijá kaupfélögum um land
alt, lijá S. í. S. og Búnaðarfélagi
lslands.
Enginn bóndi, sem skilur að nauð-
synin mesta er það að rækta jörð-
ina, og liætta rányrkjunni, ætti að
setja sig úr færi um að eignast pés-
ann. pó að mörgum sé svo illa við
orðið „bylting", að þeir mega varla
heyra það nefnt, þá verður ekki um
það deilt, að tilbúni áburðurinn er
að koma á stað róttækri og nauð-
synlegri byltingu í íslenzkum búnað-
arháttum.
Og þess vegna ríður íslenzkum
bændum mest af öllu á að vita satt
og rétt um tilbúna áburðinn, svo að
þeir geti haft af honum full not. því
ber og að þakka þeim sem veita al-
menningi góðar og glöggar upplýs-
ingai' í þessu máli. R. Á.
Guðmundur Kamban: Jóm-
írú Ragnheiður, sögulegt
skáldrit, Rvík 1930.
Sögulegir „rómanar" eru sjaldséðir
í íslenzkum nútíðarbókmenntum.
„Góðir stofnar" og „Sögur frá Skaftár-
eldum" eftir Jón Trausta og sög-
ur Torfhildar Hólm eru svo að segja
það eina, sem til er af því tæi.
Nú ríður Guðm. Kamban á vaðið
með vænni skáldsögu um ástir Ragn-
lieiðar og Daða. En sú saga er aðeins
einn þátturinn í skáldsagnabálld, sem
í vændum er frá höf. undir heildar-
naíninu „Skálholt".
Síðan á söguöld hefir ekki gjörst á
Islandi nema eitt ástaræfintýri, sem
hefir hlotið þá upphefð að vera um-
talsefni þjóðarinnar í margar aldir,
og það er æfintýrið um ástir þeirra
Ragnlieiðar Brynjólfsdóttur og Daða
llalldói'ssonar. Meinsæriskonan Ragn-
héiður, iilaut vægan dóm jafnvel lijá
hinni strangtrúuðustu kynslóð 17. ald-
arinnar, því að fögur kona, sem deyr
ung, fær æfinlega fyrirgefningu
þeirra, sem eftir lifa. Daði Halldórs-
son varð aftur á móti bitbein hjá
umtalsillu fólki, löngu eftir að hann
var kominn undir græna torfu, og
ekki síst eftir að Torfhildur Holm
gaf út skáldsögu sína um þetta efni,
sem gjarnan mætti vera óskrifuö.
En elskendurnir fengu sárabætur,
því að þorsteinn Erlingsson gjörði
æfintýrið frá Skálholti að ódauðlegu
listaverki. Kynslóð eftir kynsióð munu
ljóðelskir Islendingar minnast þeirra
Ragnheiðar og Daða með viðkvæmni,
af því að þau gáfu porsteini efnið í
Eiðinn.
jlorsteinn tók á æfintýrinu gamla
ems og listamaður eingöngu. Guð-
mundur Kamban tekur á því bæði
sem skáld og vísindamaður.
Hann hefír tekið að sér að vera
verjandi Ragnheiðar Brynjólfsdóttur.
Ilann telur sig hafa sannað þaö
með sögulegum rökum, að Ragnheið-
ur hafi ekki unnið rangan
e i ð í dómkirkjunni í Skálliolti. Út
frá þeim rökum er skáldsagan rituð.
Til þess að eiga hægra með að leiða
lesandann inn í hugsunarhátt 17. ald-
ar, freistar liöfundur að rita samtöl
óll á þann hátt, að sem mesí líkist
máli þeirra tíma. Hefir þetta tiltæki
vafalaust bakað honum ærna fyrir-
höfn, en er til engra bóta.
Viða er sagan vel rituð, og skýrar
myndir dregnar af höfuðpersónum,
einkum Ragnlieiði sjálfri, sem sýni-
lega er lögð mest alúð við. Vafalaust
verður hún mikið lesin og er þess
fyllilega verð.
En listaverk eiga „meinleg“ örlög
eins og mennirnir.
„Lyga-Mörður“ Jóhanns Sigurjóns-
sonar verður aldrei frægur á Islandi,
af því að Njála var til áður.
Og það er erfiðara að gjöra sögu
Daða og Ragnheiðar að nýju lista-
verki, síðan porsteinn orti „Eiðinn".
Eiinreíðin, XXXVI. ár, 3. hefti.
I þetta liefti ritar Kristinn Andrés-
son mag art. einkar glögga grein um
þýzka skáldið Thomas Mann, sem
lilaut bókmenntáverðlaun Nobels síð-
astliðið ar. Thomas Mann er fæddur
i Lúbeck 1875, en hefir lengstaf átt
heima i Múnchen í Suður-pýzkah I
Suðurlöndum hefir harin dvalið öðru
hverju, og frægustu sl.áldsögu sina,
Buddenbrooks samdi hann í Róma-
borg. Skáldskaparstefnu hans lýsir
höf. greinarinnar á þessa leið:
„Thomas Mann gat ekki tekið undir
með þeim, sem réðust á menningu
borgaranna. ... Fyrir Nietzsche höfðu
mikilmennin, snillingamir, skáldin,
verið fulltrúar hins sanna lífs. Fyrir
J’homas Mann verða það eftur á
móti borgararnir: hinir lífsglöðu,
hamingjusömu, einföldu, hraustu og
heilbrigðu. þeirra er lífsmagnið, fjör-
ið. pað eru þeir, sem í raun og veru
lifa lifinu. Með augum Schopen-
hauers leit hann á listamanninn sem
viljalausan, hlutlausan áhorfanda lifs-
ins. En slíkan mann gat hann ekki
tilbeðið. ... Skáldin og listamennirnir
verða í verkum hans ímynd hnign-
unar, sjúkdóins og dauða. Að áliti
Thomas Manns er borgaramenningin
ekki lífinu fjandsamleg, þvert á móti:
par vaxa menn og þroskast eðlilega,
þar lifa menn. I-Inignun borgara-
menningarinnar táknar upplausn
hamingjunnar, upplausn lífsins".
Oddur Oddsson, fræðaþulur á Eyr-
arbakka, ritar um flakkara á Suður-
landi. M. Júl. Magnús um fram-
farir og horfur, einskonar
manntal framtíðarinnar á íslandi, en
eftir því eiga íslendingar að verða
279 þúsundir árið 2000 og 1 milj. 120
þús. árið 2100. Stefán Einarsson ritar
um ameríska skáldið Eugene O'Neill.
Auk þessa er i ritinu kvæði eftir
Guðmund á Sandi og Guðm. Böðvars-
son, grein um Rússland eftir danska
rithöfundinn Martin Andersen-Nexö,
þýdd af Sigui-ði Skúlasyni, N u n n-
a n, einkar fagurt æfintýri eftir
Keller, framhald af „Rauðu dans-
meynni", ritsjá o. fl.
Tímarit þjóðræknisfélags ís-
lendinga. Ellefti árgangur.
Ritstjóri: dr. Rögnvaldur
Pétursson. — Winnipeg 1929.
Efni: Dr. Sigfús Blöndal: Áhrif
islenzkra bókmennta erlendis, ísland
og Alþingishátíðin (inngangur að
ritgjörðum), Einar Ólafur Sveinsson
mag. art.: íslenzkar bókmenntir efl-
ir siðaskiftin, Dr. Guðm. Fumboga-
son; Lífsskoðanir íslendinga til
forna, Prof. Ágúst Bjarna-on: Nýja
Atlantis eða ísland nútímans, Pétur
Sigurðsson mag. art.: Sagnaritun ís-
lendinga, Jón Heigason Iiisk'jji: Siða-
skiftin á íslandi, Próf. Ólafur Lárns-
son: Stjórnarskipun og lóg lýðveldis-
ins íslenzka, Tíunda ársþing þjóð-
ræknisfélagsins, dr. Páll Eggert óla-
son: Um endurvakning íslenzkra
fræða í Norðurálfunni, séra Jónas A.
Si gu rð s son: V estu r-í sl en din ga r.
Greinar þessar, eða meginhluti
þeirra, eru upphaf að ritgjörðasafni
um ísland, sem samið er að ti’dduc-
un hcimferðarnefndar Vestur-íslend-
inga, í tilefni af Alþingishátíðir.ni.
Um ritgjörðir þessar segir svo í
innganginum:
„F.itt meðal þeirra verka, er heii.i-
fararnefndin setti sér í öndverðu að
gjöra, vai’ að nota tímamót þéssi til
þess að kynna íslenzku þjóðina
þjóðum þessarar álfu (þ. e. Vestur-
heims) á þann hátt er helzt rnætti
verða henni að notum í framtiöinni
Hugsaði nefndin sér, að fá samantekn-
ar ritgjörðir, er lýstu þjóðinni og
starfi hennar frá ýmsum hliðum allt
frá landnámstið og láta þær siðan
birtast í helztu tímaritum áifunnar.
Með þvi voru tryggðir lesendur nð
þeim úr flokki þeirra manna, er
helztir standa að málum í þjóðfe-
lögunum báðum og vissá fengin l'yr-
ir þvi, að þær kæmu að einhverjum
notum. Síðan var svo ætlast til, að
þeim yrði safnað saman og síðar
gefnar út í sérstöku riti. Ilitgjörð-
irnar vildi nefndin hafa þannig, að
þær rektu sögu þeirra álirifa, er
bókaiðn og fræðimennska íslelidinga
á fyrri og siðari öldum hefðu liaft á
bokmenntir og skoðanalif vestrænna
þjóða og segðu þó jafnframt sögu
þjóÖarinnar frá öndverðu í nokkurn-
vegin samhengi, svo að lesandinn
kynntist hvorutveggja ... Byrjaði
hún svo á þessu verki haustið 1928
... Sem við var að búast varð rit-
gjörðum þessum ekki fljótt safnað.
Enginn verulegur skriður kornst á
vcrkið, fyr en síðastliðinn velur, er
fulltrúar heimferðarnefndarinnar, er
þá voru staddir í Reykjavíli, báru
þetta mál upp við háskólaráð ís-
iands, er tók það að sér að mestu
leyti og skipaði i það nefnd, til að
safna og hafa eftirlit með ritgjörð-
unum“.
Ætlar heimfararnefndin nú að láta
ritgjörðirnar koma út á ensku í ame-
riskum tímaritum og birta þær síðar
allar saman í sérstakri bók. Eigi hef-
ir sá, er þetta ritar, kynnt sér til
hlítar það af ritgjörðunum, sem nú
liirtast í tímaritinu, en ekki munu
þrer vera nema að litlu leyti frumleg-
nr, enda ekki til þess ætlast, en hins-
vegar þar saman kominn mjög mik-
ill fróðleikur, og er þetta fyrirtæki
landa vorra vestra stórlega þakkar-
vert.
Ritið er 220 bls. að stærð, auk aug-
lýsinga. Frágangur er góður, að próf-
arkalestri undanteknum, en prent-
villur eru óþarflega margar.
-----0-----