Tíminn - 01.09.1930, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.09.1930, Blaðsíða 3
TlMINN 8 Sýnínáin I Stokkhólmi Það er auðséð, að eitthvað óvenjuleg't er um að vera. Spor- vagnarnir eru fullir af fólki, fólksstraumurinn á götunum er héttari en nokkuru sinni, og bíl- arnir virðast allir aka með óleyfi- legum hraða. Bláguli fáninn blakt- ir á hverri flaggstöng, og á hverj- um bíl, það er líf og fjör í öllu og hátíðarhugur er í öllum. — Hvað er um að vera? spyr eðli- lega sá sem ekki veit. — Jú, það er sá 16. maí, dagurinn, sem hin margumtalaða Stokkhólmssýning á að opnast. Undánfarnar vikur hefir sýningin verið aðalumræðu- efni blaðanna, hvernig hún muni verða, og hvort hun muni verða tilbúin á réttum tíma. Sýningin er tilbúin á ákveðn- um degi. Og nú streymir fólkið úteftir flöggum prýddum Strand- veginum á þessum yndislega vor- degi, út til sýningarinnar, sem er á eyrum og hæðum á báða vegu Dj urgárdsbrunnsvíkurinnar, rétt utan við borgina, á einum hinum fegursta stað sem hægt er að óska sér. Lauftrén standa í full- um blóma á ströndunum og hæð- unum um kring, og léttur vor- blær dreifir skógar- og blóma- ylminum yfir sýningarsvæðið. Fólkið stendur í þéttum röðum meðfram vatninu og bíður með óþreyju eftir kónginum, sem von er á til þess að opna sýninguna. Þaraa kemur hann, á hvítu skipi, með fylgdarliði sínu, og stígur á land eftir áætlun á slaginu þrjú. Ríkiserfinginn stígur fyrstur í ræðustólinn og flytur snjalla og skörulega ræðu, um sænska menningu, um ætlunarverk þess- arar sýningar og þýðingu. Því- næst lýsir kóngurinn yfir að sýn- ingin sé opnuð. Fallbyssuskotin duna, flugeldarnir glitra í loftinu og gosbrunnurinn þeytir vatninu hátt í loft upp. Dagurinn líður fljótt við allskonar gleðskap. Myrkrið fellur á. Ljósin eru kveikt. Og nú ljómar sýningin í hinni fjölbreyttustu ljósadýrð og allt endurspeglast í vatninu. Það er ógleymanleg sjón. Sýningin er nú eins og einhver. konungaborg í austurlenzku æfintýri. Seinustu tónar hljómsveitarinnar berast út yfir víkina. Sýninginhliðin lokast þennan daginn. Klukkan en 12. Töluvélarnar sýna, að nær því 80 þús. manns hafa komið inn á sýningarsvæðið þennán dag. Hvað er nú að sjá á þessari sýningu ? Það er auðvitað alveg ómögu- legt, í stuttri blaðagrein, að gefa glögga hugmynd um hvernig sýningin lítur út. „Den kan ej beskrivas, den máste ses“. Stokk- hólmssýningin er eftir nýjustu tísku og öll í samskonar hag- kvæmnis (funktionarlistisk-) stíl. Hið mest áberandi við þessi hag- kvæmnisstílshús er að gluggamir eru afar stórir, með mjög stór- um rúðum og margir gluggar saman, og svo koma stór glugga- laus svæði á milli. Húsin eru björt en nokkuð þröng, annars er herbergj askipun yfirleitt góð og mörg herbergi eru óvenju vistleg. Húsgög-nin, lögun þeirra og litur, og allt fyrirkomulag í herbergj- unum var sérstaklega smekklegt. Aftur á móti sáust líka herbergi með nýtízku stálhúsgögnum, sem frekar líta út fyrir að vera fangaklefar en venjulegir bústað- ir. Annars eru þessi stálhús- gögn sjálfsagt hentug, t. d. á skrifstofum, þau eru þægileg og ódýr, en ekki eru þau falleg. Mest ber á stáli og gleri, aðalveitinga- húsið er varla gert af öðru efni en gleri og stáli. Gler- og krystals- iðnaðurinn er mjög langt kominn í Svíþjóð. Glerverksmiðjan Örre- fors er ein sú þekktasta og' eru það listamennirnir Gate og Hald, sem gert hafa þessa verksmiðju fræga út um allan heim. Þar voru alveg sjerstaklega vel lagaðir vas- ar og ker af tærum krystal, sem fagi’ar myndir voru grafar á. En örrefors gler er dýrt. S’ænskur heimilisiðnaður hefir lengi haft gott orð á sér og eðli- lega var mikið af heimilisiðnaðar- vörum á sýningunni. Sérstaklega fannst mér vefnaðurinn fallegur, dyratjöld, gólfmottur, vegg- og rúmteppi, Allir þessir munir eða flestir voru prýðilegir að gerð og litasamsetningu. Það er gaman að sjá mismuninn, sjerstaklega á lit- unum, á munum frá Suður-Sví- þjóð, með mjúka og daufa liti, og frá Dölunum, og Norður-Sví- þjóð með sína sterku og skæru liti, en samræmið er alltaf gott. Margt fleira er á sýningunni að sjá, sem meira er til fróðleiks og gamans en til þess að sýna sænsk- an iðnað eða list. T. d. hús mikið, að lögun eins og hálfur hnöttur. í lofti hússins gaf að líta stjöi-n- ur himinsins í allri sinni dýrð, breytingar þeirra og gang reiki- stjamanna. Maðurinn, sem stýrði sýningarvélinni gaf ýmsar upp- lýsingar um stjörnugeiminn, og þar fékk maður að vita, að jörð- in væri 2 miljarða ára gömul, að lífið hér á jörðinni væri 300 milj. ára, og um breytingar liimin- geymsins frá því nokkur þús. ár f. Kr. og fram á árið 27930 fræddi hann áheyrendur sína um. Loks verð ég að geta um „Svea Rike“. Það er stórhýsi mikið, og á veggi þess að innan er saga Svíþjóðar í stónim og skýrum dráttum skrifuð og máluð. Af myndahagskýrslunum sér maður glöggt ýmsar breytingar. T. d. hvað bai-nafæðingum hefir fækk- að, efnahagurinn batnar, iðnað- urinn aukizt, skólunum fjölgað o. s. frv. Þar þutu dvergsmáar járn- brautarlestir, knúðar af rafmagni. Auk sýningarskálanna voru þar ótal veitingahús, og allskonar skemmtanir voru á boðstólum. Guðl. Rosenkransson. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Ásvallagötu 27. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta. Verðlaunauppdráttur af dómkirkju í Reykjavik, gjörður af Ágúst Pálssyni frá Hermundarfelfi í Ncrður-pingeyj arsýslu. Cíi 3$ían^ ©30 Úr kvæði. Hefjist þinn fáni, vor frjálsa móðir, friðarins máttur þér yfir vaki íögur þú steudur með frægð að baki, ]>in framtíð er óráðinn draumur. pitt hjarta slær, það á heilagar glóðir þitt höfuð signir aldanna straumur. Hefjum úr iæðing hvern hulinn þátt þíns hjarta, sem hefir guða mátt. Harpa þín syngur, vor heilaga móðir um hetjanna frægðarslóðir. Sólin roðar þín sögunnar fjöll, svanirnir kveða í glæstri höll, dísir braga þér búa ljóðin. Bíður og hlustar þjóðin. ísland, ísland, þú blessar þín böm, þú biður þeim fyrir í sókn og vöm. pinn fortíðarljómi skal frægð þeim skapa » framtið, svo reisi þau verk, sem ei hrapa. Sitt kall skulu þínir fuUtrúar finna. Að frelsismálum þörfustu vinna, og vera þar samtaka allir sem einn i ættjarðarmálum skal hugur hreinn. Takmarkið háa er traust að binda tryggð við sitt land, og i framkvæmdir hrinda þeim málum, sem byggð em á grundvelli góðum, i guðstrú hjá siðuðum þjóðum. Lát feðranna minning of vöggunum vaka og völvurnar almættis boðskapinn kvaka; volduga cilífa alheimsins sál um aldirnar verndi þitt göfuga mál. pú hefir barizt í þúsund ár, þrekmikla, svipgöfga móðir. pú hefir sigrað þraut og tár, þinn máttur er dýr og óður hár. Við bíðum og hlustum hljóðir. Alþingishátíð þú heldur í dag. Himnarnir syngja þyr dýrðlegan brag. -Leiftrandi bláhvelfing logandi stjama lýsa veg þinna bama, svo hækki þín menning um ár og aldlr. Eilifðardagarnir verða ekki taldir. Hefjist þinn fáni, vor frjálsa móðir, friðarins máttur þér yfir vakL Fögur þú stendur með frægð að baki, þín framtíð er óráðinn draumur. pitt hjarta slær, það á heilagar glóðir þitt höfuð signir aldanna straumur. Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum. Jítið upp í kostnaðinn; þá var tekið lán út á sparifötin: kápuna lians og sjalið hennar. Þegar það var búið skutu samverkamenn hans og nágrannar saman nokkru fé. Loks kom ofurlítill styrkur úr „atvinnuleysissjóði". — Um nýja atvinnu var ekki að ræða, þar sem það var hægri höndin, er hann misti. III. Rúmum 40 dögum eftir slysið kom kona Gasparóns inn í út- borganastofu verksmiðjunnar. Það var lítið lierbergi með skil- rúmi úr viði eftir miðju gólfi og ofan á því málmþynnur upp á rönd með afgreiðsluopum. Bak við þær sat gamall maður, vel klædd- ur, með hreint um hálsinn, studd- ist upp við peningaskápinn og las í dagblaði. Veitti hann nákvæm- ar gætur tveim ungum mönnum, sem stóðu álútir við skrifpúlt úr furu í hinum enda skrifstof- unnar og voru að skrifa í stórar bækur. — Til hvers kemur þú hingað? spurði annar sla'ifarinn, er kon- an færði sig nær. — Hvemig fór það með Gas- parón ? spurði hinn. — Hvemig átti það svo sem að fara? Hann misti höndina. — Og hvað er þá erindið hing- að? — Að fá útborgað. Annar skrifaraima tók fram vinnubók og fór að blaða í henni um leið og hann tautaði: — Gaspar ... Gaspar ... — Eftirnafnið er Santigos. Hann vann í borasalnum, deild no. 2. — Rétt er það. Gaspar Santi- gos. Það nafn stendur hér. — Það er hann, sagði konan og varpaði öndinni mæðilega. Skrifarinn fór að reikna eitt- hvað út á pappírsblaði og spurði svo án þess að líta upp: — Fékk hann útborgað fyrir vikuna á undan? — Já, senor. — Nú þá er ... þá hlýtur það að vera ... I þessu lagði maðurinn með Jireina hálslínið blaðið frá sér og spurði án þess að líta við hinni ungu konu: — Hvaða dag var það? — Þann 20. síðastliðinn, mið- vikudaginn, kl. 2 — svaraði hún döpur í bragði. — Nú þá er ekki um að vill- ast, mælti hann þóttalega; mánu- dagur, einn, þriðjudagur, tveir, miðvikudagur ... 2\^ dagur, 4,50 pesetar á dag, — það gerir 11 pe- seta og 25 céntimos. Síðan snéri hann batónu við henni og sökkti sér niður í lestur dagblaðsins. Skrifarinn tók peningana fram úr skúffu í peningaskápnum, taldi þá og fékk henni án þess að mæla orð. Konan fór kjökrandi út og fótatak hennar var ekki að fullu hljóðnað, þegar maðurinn með hreina hálslínið mælti hörku- lega. — Þið munið það, að Gasparón er búinn að fá sitt. Stritóð hann út! ^ IV. Þegar verkamennimir fréttu, að Gasparón hafði ekki verið borgað nema rétt og slétt fyrir þá daga, sem hann hafði unnið, var sem skyndilegt óveður dyndi yfir þá og hreysi þeirra. Þessi ósann- gjarna harðneskja magnaði hatr- ið í brjóstum þeirra. Fulltrúar verkalýðsfélaganna söfnuðust saman og héldu fund eitt kvöld í afhýsi veitingasfóT- unnar „Fransmaðurinn", og til þess að fá fullkomna skýrslu um málið var hinum fátæka, ein- lienta manni stefnt á fundinn. Gasparón sagði frá slysinu með einföldum orðum og sýndi mönn- um handleggsstúfinn vafinn inn í gróft léreft. Hann hafði ekki enn vanizt á að nota vinstri Jiöndina; þessvegna þurfti hann oft, meðan á fundinum stóð, að fá aðstoð kunningja sinna til þess að vefja fyrir sig vindlinga, I afhýsinu týrði á óhreinum olíulampa, sem lýsti svo illa, að andlit viðstaddra sáust með naum- indum. Raddir þeirra virtust koma úr myrkrinu fyrir utan eins og mótmæli og liótanir frá ósýni- legum verum. — Ég er nú búinn að vera 52 ár á verkstæði, mælti sá, er fyrst- ur talaði; og veit því betur en þið, hver úrræði eru bezt. Ég hefi verið í mörgum verksmiðjum. Tólf ára gamall byrjaði ég ... Alltaf hefir mér fundist, að bezt væri að neyða þá til að sjá fyrir þeim, sem ekki geta lengur unn- ið, einhverra hluta vegna. Ef þeir gera það ekki, hvað bíður manns þá, nema örkuml og hungur? — Þó að ég hafi ekki unnið eins lengi og þú, mælti annar; þá er mín reynzla betri. Bezt af öllu er að vera á eitt sáttir, allir sam- an, og halda öllu leyndu, eýði- leggja fyrir þeim sem mest, verk- ið, efnið, allt, sem mögulegt er; vinna lítið og vinna allt illa. Eftir eitt ár væri engin verksmiðja í gangi. ; — Og enginn verkamaður, sem ætti mat handa sér og sínum. — Átta stunda vinnu! hrópuðu margir samtímis. — Það væri lítið unnið við það. Maður væri þræll þeix-ra eftir sem áður. — Kauphækkun! — Um leið myndu þeir hækka verðið á fatnaði, matvælum, húsa- leigu, ... ef þeir gætu, myndu þeir ekki svífast þess að skatta loftið, sem við öndum að okkur. Nú heyrðist rödd, sem enn hafði ekki lagt orð í belg, veiga- lítil röddy mjóróma, en einbeit.t, sem læsti sig inn í eyru allra: — Hingað komum við ekki til að þrefa. Við komum til að hefna okkar. Hafið þið hug til þess? Já eða nei. Ég veit af þrem dýna- míthylkjum, sem hvert er 2Vá kg. á þyngd: eitt fyrir birgða- geymsluna — hún er verðmætust, — annað fyrir hús eigandans, bakdyramegin, því að þar sefur fjölskyldan hans, og hið þriðja, — ja, það getum við geymt, þangað til við þörfnumst þess síðar. Vörpum nú þegar hlutkesti, og sá, sem fær hæst upp, skal koma sprengjunum fyrir. Þessari hræðilegu uppástungu var tetóð með langri, kvíðvænlegri þögn. Sumum óaði við að hugsa um eyðilegginguna, öðrum blöskr- aði svo grimmileg hefnd; flestir hofðu þó löngun til að þetta gæti komist í framkvæmd, þótt enginn vildi gerast tilræðismaðurinn. Allt í einu kvaddi Gasparón sér hljóðs, fékk sér tvo teiga úr vindlingnum og gekk að lampan- um eins og til þess að allir gætu séð á andlitsdráttum hans, að honum væri alvara með það, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.