Tíminn - 01.10.1930, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.10.1930, Blaðsíða 1
(S)aíbf’eri Csj afyrct&siumaður Címatts cr Kaunucig þorstcinsbóttir, íccfjargotu 6 a. Kcyfjauíf. I. ár. Oy //y ''Sj ''//y JluftaBCað Reykjavík í október 1930. ^fgreiböía Címans cr í Ca:fjarijötu 6 a. ©pin öaglega fl. 9—6 Sími 2353 7. blaS. Kt>c5ja bte$fa parlamcntisirts til ^ílþingis 'Sslcmbinga THE LORD HIGH CHANCELLOR AND THE SPEAKER OF THE HOUSE OF COMMONS THE TWO HOUSES OF PAHblAMENT OF THE UNITEP tClNGPOM OF GR.EAT BR-tTAtN ANP NOKTBERN tREbANP WtTH THE DUTY AND HONOUR. OF CONVEYING TO THE PR.ES1PENT ANP MEMBEK.S OF THB ALTHING- OF THE tClNGPOTyt OF ICELANP Ihclz •covu)xatu£atúm.:> cn i&c miflcmiUmv af thc (ílftfetng anO Xfoevi -QQot> xviofoco foz. ito ftituvc, rofevdb Xfocy fcc£ yuxe voiíí foiooc, ovs if£tv»tUavu> <xo ito tonq gjtö fooncuxcb |jaot. — t occayicnv, od uatatjfe úvtfoc foiotO'ci\ oftfoe txvcíiix- incatOÆU úvodUvtuyivo of- Xfoc, toorXb, io úv vtgcCf o. txvtunfjfe fov ,tfeat fovovof--fTCc^omtttnaU lo tofoicfe tfec pcopCco ofo tíbe ásCanÖ gCut^bonvJ af 3cc£oixb anb gvcot cffútaiu foavc cocx. vonaiitcb f-oitfefuC. —~———————————— 3&mocov£ paxfúunctvt bcoi-ic to taJíc thi: Qpþoztunity to pCa.cc oiv tÆcovb tfeciv a)3f?tgciatú>u of tfoc aou.vtcci| ofetntnt to tfociv zcfoicscntativcs ot tfoc titi£CÆ»taxtf ccZc&zQtxOYiO; gtvb , g£oo ta |jvcjg.itt to tfoc £l£tfoiitq, aJ a inciitovtaC gf-tljcaccaaíait gitb tofee.iv gf tfecix fvúmbofeip. tfoc gccantfDaitytitg tnivstaitb, g ■tcpCica, of~ qitc tnfovcfo tbcLO foz ovez. toe> lctutbrcö t(ÆOÆ0 6cc»t uscb cit tibc £&ocuit> 9voanv of-Xfoc &ozt>s €om>niooionaxt> gf 3Cvs c&xúaititú e>Xtcýc9tujs‘Síea.oi\.xi\. fffecii tvtvJt tfjatX&ú tafícn iuay ovvoc a? o. Caotútq vcntiitbcv of- tfoc fxmt>o vtnttinrf tíic txoo Gcocutóilcj gitb tfoc couittvú-J tofoicfz tfecy zcptaoant. Parlamen';ð treystir því, að slíkt tákn muni framvegis styrkj a þau bönd sem tengja saman þessi tvö löggjafarþing og þær þjóðir, sem | þau hafa umboð fyrir“. Á íslenzku: „Kanzlara lávarðadeildar og for- seta neðri málstofunnar er af báðum deildum hins sameinaða konungsríkis, Stóra-Bretlands og Norður-lrlands það veglega hlut- verk á hendur falið, að flytja forseta Alþingis og Alþingis- mönnum konungsríkisins Islands hamingjuóskir i tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis, ásamt ósk um framtíðargæfu og gengi. Er það sannfæring parlamentisins að framtíð Alþingis muni reynast jafn glæsileg og hin langa virðu- lega fortíð. Þessi merkisviðburður í sögu löggjafarþinga, er í sjálfu sér tal- anda tákn um yfirburði þess frjálslega stjórnskipulags, sem ey- ríkin Island og Stóra-Bretland jafnan hafa trúlega varðveitt. Parlamentið óskar þess, nú við þetta tækifæri, að bera fram þakkir sínar fyrir þær virðulegu viðtökur, sem fulltrúar þess hlutu á þúsund ára hátíðinni, og jafn- framt að afhenda Alþingi, til minningar um hátíðina, og sem tákn vináttu sinnar, blekhús það er hér fylgir. Er það eftirlíking af samskonar hlut, sem í rúmar tvær aldir hefir staðið í fundaherbergi fjárlaganefndar parlamentisins. Ávarpið er, eins og á mynd- inni sézt, undirritað með eigin- hendi af forsetum beggja deilda parlamentisins. Myndin neðst á bókfellinu er af parlamentshúsinu í Lundúnum. Brezka parlamentið er þriðja ! elzta löggjafarþing Norðurálf- unnar, stofnað á 13. öld. Eldri eru aðeins þingið á ikón og Al- þingi Islendinga. Parlamentið skiftist í tvær deildir, efri mál- stofuna (The House of Lords) og neðri málstofuna (The House of Commons). I efri málstofunm sitja lávarðarnir, og gengur sú : tign í erfðir í hinum fomu að- alsættum Breta, þannig, að elzti sonurinn hlýtur jafnan lávarðs- nafnbót, að föður sínum látnum. I lávarðadeildinni sitja einnig biskupar þjóðkirkjunnar og nokkrir aðrir, útnefndir af ríkis- stjóminni. Auk þess er það al- títt, að kunnir stjórnmálamenn séu sæmdir lávarðsnafnbót og taka þá sæti í efri málstofunni. I neðri málstofunni sitja fulltrú- ar þjóðarinnar, kjömir á sama hátt og í öðrum þingræðislönd- um. Er sú deildin fjölmennari og ræður úrslitum mála, ef ágrein- ingur verður milíi deilda. For- seti efri málstofunnar nefnist á ensku „Lord Ch.ancellor“ (kanzl- ari) en forseti neðri málstofunnar „Speaker“. Á Alþingistátíðinni síðastliðið sumar, mættu fimm fulltrúar frá brezka parlamentinu: Lávarðarnir Marks, Lamington og Newton fyr- ir hönd efri málstofunnar, en fyrir hönd neðri málstofunnar Sir Ro- bert Hamilton og Mr. Rhys J. Davies. Fórust þeim vel orð í garð íslendinga bæði að Lögbergi og við önnur tækifæri hér og sömuleiðis eftir heimkomuna — í enskum blöðum. Koma hinna brezku fulltrúa ti’. Þingvalla — og ekki sízt hin virðulega kveðja parlamentisins nú, að hátíðinni lokinni, eru dýr- mæt viðurkenning til handa smá- j þjóðinni íslenzku, frá voldugasta ! ríki veraldarinnar. Myndin hér að neðan er af blekhúsinu, sem talað er um í ávarpinu, og er gjöf brezka parlamentis- ins til Alþingis. Blekhúsið er úr silfri. Ákveðið hefir verið að senda parlamentinu þakb.- j arávarp, undirritað af for- sætisráðherra Islands og j forseta sameinaðs Alþing- j is. Myndin hér að ofan er af hinum virðulega og vinsæla öld- ungi og læriföður Vestfirðinga, sr. Sigtryggi Guðlaugssyni fyrv. skólastjóra við héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði. Höfundur mynd- arinnar er Kristinn Pétursson myndhöggvari, sem sjálfur var um skeið nemandi sr. Sigtryggs. — Eftir dvöldina á Núpi og að loknu prófi í Kennaraskólanum í Reykjavík, fór Kristinn utan og lagði stund á myndhöggvaralist í Noregi í 4 ár. En námsfé hafði hann af skomum skamti og vaxm fyrir sér með skrifstofustörfum. Á síðari árum hefir hann ferðast um Norðurlönd, Þýzkaland og Frakkland og dvaldi um tíma í París til að kynna sér frakkneska list. Hann hefir ein'kum lagt fyrir sig mótun mannamynda, en á síðari árum þó lagt stund á dráttlist, teikning og svartkrítar- myndir. Beztar þykja myndir hans af Einari Benediktssyni skáldi og Ólafíu Jóhannesdóttur. 1 norskum blöðum hafa verk hans hlot- ið hlýlega dóma. Jkonuttgsmvnö ikjarvafs Mynd þessi er af málverki því, er íslendingar gáfu Krist- jáni konungi X. á 60 ára afmæli hans 26. sept. síðastl. Hún sýnir vesturhluta Almannagjár, en Ármannsfell og Skjaldbreið í bak- sýn. Myndin er máluð skömmu eftir AJþingishátíðina. Allir þeir, sem hana sáu, voru á einu máli um það, að fegurra málverk hefðu þeir ekki áður séð af íslenzkri náttúru. Koma Kristjáns konungs X. til hátíðarinnar er þriðja heimsólui hans á Islandi. Afi hans, Krist- ján konungur IX., kom hingað fyrstur þeirra manna, sem konungs- nafn hafa borið á Islandi. Kom hann á Þingvöll þjóðhátíðarárið 1874, og færði þá íslendingum stjórnarski'ána, sem veitti Alþingi löggjafarvald og fjái'forræði. Sonur Ki'istjáns IX., Fi'iðrik konung- ur VIII., kom út hingað ái'ið 1906, en eftir þá heimsókn hófust samningatilraunimar milli íslendinga og Dana, sem enduðu með fullri viðui'kenningu á sjálfstæði íslands 1. des. 1918.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.