Tíminn - 01.10.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.10.1930, Blaðsíða 2
2 TIMINN Blönduóssskólinn Fátt hefir verið hægt að lesa uni Blönduósskólann, en margt hefir þar gerst, sem vert hefði var kennt hálfan veturinn hverj- um flokki. Kennslustundir eru frá kl. 8—5. Herbergjaræsting og matreiðsla byrjar fyr og endar nokkru síðar. Fæði var á dag í vetur kr. 1,30, verið að minnast og býst ég við að það verði gert bráðlega, því og var þó fæðan ágæt og kraft- góð og fínni matreiðsla stundum jafnframt daglegri matreiðslu. nú hefir Blönduósskólinn starfað | Kvöldin frá kl. 8—10 voru not- í 50 ár og er búinn að eignast | uð þannig: Málfundafélag skólans talsverða sögu. Þeim árum get ég | hélt fund eitt kvöld í viku, voru ekki lýst, en minnast vildi ég á i þar rædd ýms áhugamál og lesið síðastliðið skólaár 1929—30. I upp blað félagsins. Þrjú kvöld Skólinn setur sér fyrir að veita | vikunnar voru íslendingasögur námsmeyjum sem notadrýgsta | lesnar upp hátt af kennslukonum, þekkingu í húshaldi, að vera yl- gjafi og kraftur heimilunum til heilla og hamingju. Starfi skólans er skipt í þrent: Matreiðslu, vefnað og saum. Sam- eiginlegir tímar fyrir allar náms- meyjar í íslenzku, uppeldisfræði (frjáls efni) og söng. Reikning- ur, heilsufræði, leikfimi og danska stöku sinnum af námsmeyjum. Sat þá hver við sína vinnu. Þótti þetta hin bezta skemtun. Eitt kvöld vikunnar var leikið smá- leikrit, eftir því, sem föng voru á, dansað eða farið í leiki. Jók það mjög fjör og gleði námsmeyja. Þrjár opinberar skemtanir voru haldnar í skólanum til ágóða fyr- ir orgelkaup. Héldu þar fyrirlestra Björn Sigfússon frá Komsá, Þór- arinn Jónsson fyrv. alþingismaður og séra Gunnar Ámason. Náms- meyjar léku, sýndu þjóðdansa og sungu. Bókasafn skólans er fremur lít- ið, en nokkur blöð voru send þangað, voru þau með þakklæti þegin og lesið í þeim sem tími vanst til. Útivistartími var rúmur hálf- tími á dag og var það eini tím- inn, sem námsmeyjar töldu eftir að sækja, en þar sem námsmeyj- ar voru mjög vakandi fyrir því að brjóta ekki í bága við skóla- reglur, fóru þær út alla daga þegar fært var, enda var heilsa hin bezta og námið gekk prýðis vel, mun og flestum í minni, sem í sáu handavinnusýninguna í vor, hvað mikið var þar ofið, hve : mikið var af fatasaum, línsaum, ! útsaum, útskornum, máluðum og brenndum munum. Yfirleitt var lögð eins mikil á- herzla og hægt var á að náms- meyjar gætu lært að inna af hendi öll algeng störf, vakin löng- un hjá þeim til að prýða heimil- in, ganga ódýrt en sómasamlega til fara, reynt að láta þær viba og geta. Mest af öllu var þó rætt um skapgerðarlistina og lítilsvirt úfið og grett andlit eða óheppi- leg orð í hversdagslífinu. Konurnar þurfa að læra, skíra og móta alt sem bezt — það eru þær, sem sitja við uppsprettulind ! þjóðarinnar. I Myndiraar eru af handavinnu námsmeyja í Blönduóssskólanum. N. n i j ! I Brezlca alríkisráðsteinan. í byrjun þcssa mánaðar komu suman í Loml- on fulltrúar Englands og nýlendn- anna brezku, til þess að rœða um snmcwginleg hagsmunamál brezka heimsveldisins. Hefir því verið fylgt fram, einkum heima fyrir í Eng- landi, að framleiðsla einstakra landa innan alríkisins eigi að vera toll- fi'jáls í hinum, til þess að útiloka samkeppni frá öðrum ríkjuin. Ekki er sú tillaga iikleg til framgangs, en sennilega verða gjörðir samning- ar um afslátt af toilum innan alrík- isins. í sambandi við umræðurnar hefir forsætisráðherra Ástraliu látið i ljós undrun yfir því, að Englend- ingar kaupi minna af landbúnaðar- afurðum frá Astralíu en löndum ut- an brezka rikisins, t. d. Danmörku og Argentínu. Handíðnaður í skólum I. Mestu vandamál hverrar kyn- slóðar eru uppeldismálin. Fram- tíð þjóðanna byggist mikið á því, hvemig úrlausn þeirra tekst. Og þegar ræða skal um það, hversu íslenzka þjóðin leysi þetta hlut- verk af 'hendi, vakna eftirfarandi spurningar: , 1. Er skólafræðsla vor við hæfi nútímans — er hún það lífræn, að hún hjálpi íslenzkri æsku til starfs og dáða? 2. Eða — er þar þörf ein- hverra umbóta, til þess að skól- arnir dragist ekki aftur úr, en fylgist með hinum nýju lífsvið- horfum og atvinnuháttum? Ég skal þegar taka það fram, að í þessari smágrein verður jöfnum höndum rætt um barna- skóla og ungmennaskóla, sem ætl- ast er til að gefi almenna, hag- nýta mentun — með öðrum orð- um: alþýðufræðslu vora, en ekki seilst inn á svið sjerskóla. Þegar ræða skal um það, hvort skólarnir sjeu við hæfi nútímans, verður að taka tillit til atvinnu- byltingar þeirrar, er orðið hefir í íslenzku þjóðlífi síðasta aldar- fjórðung. Breytingar þær í at- vinnulífi þjóðarinnar krefjast miklu meiri menntunar af hverj- um einstaklingi, en áður. Þar af leiðir, að skólafræðsla hefir ver- ið aukin að miklum mun, og ég hygg, að flestir munu sammála um það, að þess hafi verið full þörf. — En eftir er að athuga, hvort þessi mikla skólafræðsla iiafi ekki verið of mikið miðuð við ólífrænar fræðsluaðferðir hinna gömlu latínuskóla, en of lít- ið við hagnýta, lífræna þekkingu. Ég er þeirrar skoðunar, og að þess vegna hafi þekking sú, sem æska landsins hefir fengið í skól- unum, ekki verið eins tiltækileg og hagkvæm, þegar nota átti hana í daglegu lífi, eins og æski- legt hefði verið. í 1. hefti „Iðunnar" þ. á. er grein um sjerhætti 1 skólamálum Islendinga eftir Sigurð Einarsson. Ber hún vott um skilning höf. og skarpskyggni á þessum málum, eins og flest það, er hann ritar. — Hann kemur þar einkum fram með tvær umbótatillögur, eftir því sem mjer skilst. önnur er sú, að komið sé upp leikvöllum fyrir böm, þar sem þau geti dvalið undir umsjá uppeldisfræðilega menntaðra manna. Hin er sú, að Kennaraskólinn verji ekki öllum sínum tíma til að keima mönnum undirstöðuatriði gagnfræðamennt- unar, heldur „kenni þeim uppeld- isvísindi, — kenni þeim starfs- aðferðir, kenni þeim leikni, kenni þeim skilning á bömum“. — Og mig langar í eftirfarandi hnum að bæta þriðju umbótatillögunni við, og hún er sú, að skólarnir kenni meira af hagnýtum vinnu- brögðum, en nú á sér stað. — Og vil ég fara um það at.riði nokkr- um orðum. — II. Einn af merkustu rithöfundum og skólamönnum íslendinga hefir á einum stað í ritgjörð um Jón Thoroddsen skáld, leitað að snilli þeirri í ætt hans, er fram kom hjá skáldinu. Og hann bendir á það, að föðurfrændur skáldsins hafi flestir verið smiðir. — Ilon- um farast svo orð: „Mér virðist þessi smíðahneigð og og smiðs- hendur föðurfrænda skáldsins eftirtektarverðar, bera vitni um hugkvæmni í ættinni, því að það er öndin sem stýrir hendinni. Hvað getur höndin án höfuðs- ins?“ — Á þessari staðreynd byggist það, að handiðnaður á fullt eins mikinn rétt á sér í skól- um, eins og sumar bóklegar námsgreinir. Handiðnaðurinn hef- ir tvennskonar gildi. Fyrst og fremst hagkvæm not, sem nem- andinn hefir af að læra verkið, og í öðru lagi þroskandi, sálræn áhrif, af því að hugurinn starfar altaf með hendinni. Þetta sam- starf huga og handar virðast skólar vorir hafa veitt alt of litla athygli, og þar af leiðandi dæmt árangur handiðnaðarins eftir því verki, sem af hendi er leyst í skólanum, en gleymt þeim uppeldisfræðilegu áhrifum, sem það hefir í sér fólgið. Er þetta næsta merkilegt atriði, og því undarlegra, að oss íslendingum skuli hafa sézt yfir það, þar sem að á umliðnum öldum hefir vinn- an reynst þjóðinni hinn dýrmæt- asti menningargjafi til þroska og dáða. Nú er svo háttað hér í þessu efni, að handiðnaður er aðeins kenndur við fáa bamaskóla, Loftleiðis Það eru liðnir óratímar síðan mennina fór að dreyma um að fljúga ofar allri jörð. í þúsundir ára hafa þeir horft á fuglana svífa yfir höfði sér frjálsa og ó- staðbundna og fundið til vanmátt- ar síns. Margar eru þær sagnirn- ar, að fomu og nýju, í bundnu og óbundnu máli um flugið skýj- um ofar — fiughami, hamfarir — og þess háttar; og hjá okkur Islendingum gandreiðarbeizlið, sem leggja mátti við hvað sem var og þeisa um víða veröld. Við, sem lifum nú, lifum á æf- intýratímum — eða máske öllu heldur á tímum þegar æfintýrið er orðið að veruleika, æfintýrið, sem á bamsárum okkai’ ungu mannanna var álitið fjarstæðan mesta. Ég minnist þess einkum frá fyrstu árum mínum í Dan- mörku, þegar flogið var í fyrsta sinn yfir Eyrarsund, hvílíka að- dáun það vakti, þó flugmennirn- ir hefðu beðið eftir hagstæðu veðri mánuðum saman. Ennfrem- ur minnist ég eins sólríks sunnu- dags 1910, þegar Frakkinn Pau- lain kom fljúgandi til Hróars- keldu, frá Kaupmannahöfn. Þá var ég í Hróarskeldu, en þetta var bið fyrsta flug milli borga í Dan- mörku. Nokkrum vikum síðar hrapaði hann til dauðs í flugvjel sinni suður í Frakklandi. Þá var fluglistin á bernskuskeiði og flug- slysin tíð. Sumardag einn 1912 var ég staddur uppi á vatnstumi i Sölvarjóðri — Sölleröd —, skammt frá Kaupmannahöfn og horfði þaðan á loftskipið „Hansa“, sem Zeppelín greifi stjórnaði, kom frá Þýskalandi og hélt þangað aftur. Svo skall styrjöldin mikla á, með öllum þeim ógnum, sem henni fylgdu. Þá fleygði fluglist- inni áfram með ofsahraða, því stórveldin sáu hve mikið gagn — og ógagn mátti gera með flugvél- um. Og reynslan sem þá fékkst og tilraunir, sem þá voru gjörðar, hafa borið svo glæsilegan árang- ur, að fáa óraði fyrir. Nú hafa menn flogið, að kalla, yfir öll lönd og höf, heimsskautin bæði, hvað þá heldur annað; og nú eru flugvélar og loftskip einhver þau aðdáanlegsutu farartæki, sem til eru. Með feiknahraða svífa vélarn- ar áfram og fjarlægðirnar verða stórum minni en áður. Við Is- lendingar höfum orðið varir við kappílugin yfir lengri leiðimar. Öllum sem sáu, eru enn í minni flugvélarnar frá Vesturheimi, sem lentu hér á leið sinni kringum hnöttinn, og ítalinn glæsilegi, Locatelli, sem varð þeim samferða og missti vél sína við Grænland. Hinn yfirlætislausi flugmaður von Gronau er nýkominn og farinn héðan og fór það, sem hann ætlaði sér, vestur til Vínlandsins góða. Zeppelin greifi sveif hér yfir landi í sumar og stærsti flugbátur Eng- lendinga flaug yfir Þingvöllum á hátíðinni miklu. Allir störðu hug fangnir upp í loftið, sem vonlegt var; því flugið er ein heitasta ósk mannkynsins, sem nú er orðin að veruleika. Vélar flugvélagsins hafa fyrir löngu flogið leiðina kringum allt landið. Skyldi nokkur sá maður vera til, sem ekki hefur litið með undrun upp til þessara tveggja málmfugla, Súlunnar og Veiði- bjöllunnar, svífandi yfir byggðum. Undanfaríð hafa þær verið far- fuglar hér, verið sendar til Þýzka- lands á haustin, að afioknu sum- arfluginu hér, en nú eru þær stað- fuglar, eiga að vera hér allt árið og fljúga þegar fært þykir, einn- ig á vetrum. Margir hafa beðið þessara fugla með óþreyju á vor- in og þótt tómlegra á haustin þegar þeir sáust ekki lengur. Og hinn ötuli formaður flugfélagsins, Alexander Jóhannesson prófessor, á þakkir skilið fyrír alla sína fyrirhöfn í þágu flugmannanna á landi hér, og ekki síður lands- stjómin, sem hefir veitt flugfé- laginu þá stoð, sem hefir dugað. Ég er einn af þeim mörgu, sem lengi hefir langað til að koma í loft upp í flugvél, og um daginn kom tækifærið. Ég átti erindi austur í Fljótsdal og þar sem Súl- an átti að fljúga til Austfjarða, þá ákvað ég að fara með henni. Flugprófessorinn var svo elsku- legur að leyfa að Súlan mætti lenda með mig á Lagarfljóti, við Ilallormsstað — en upp á Hérað hefir hún aldrei komið áður. Ilugði ég gott til þess ferðalags, enda þótt haust væri komið og veðrátta orðin óstöðug. „Ætlarðu að fljúga norður“! sögðu sumir kunningjamir, sem halda að það sé öruggara að hend- ast á bílum á holóttum, mjóum vegum og vegleysum, eða ferðast á sjó heldur en að fljúga. Svona er vanafestan á öllum sviðum, allt á að vera eins og það var, jafnvel þó eitthvað nýtt og gott komi fram í stað þess gamla og úrelta. Og reynslan sýnir erlendis, að hættuminna er að ferðast í lofti en t. d. á jámbrautum eða i bíl- um. Fimmtudagsmorguninn 25. þ. m. var flugfært austur og kl. 10^4 vorum við komnir irin í búk „Súl- unnar“, ég og annar maður til, sem ætlaði til Siglufjarðar. Tíu mínútum síðar lyftir Súlan sér upp af ytri höfninni — kl. 11.40. Hvílíkt undur að fljúga í fyrsta sinn! Að vísu fylgir vélinni npkk- ur hávaði, en smellirnir eru svo þéttir að hljóðið er eiginlega ekki óþægilegt, þó betra værí vita- skuld að vera laus við það. Og ekki eru holurnar í veginum eða hlykkimir á honum, heldur tekur stýrimaður undireins stefnuna á Snæfellsnes. Sjórinn undir er spegilsléttur, máfamir sitja graf- kyrrir, þeir eru orðmr vanir þess- ari sjón, þeir, sem halda sig dag- lega við höfnina. Súlan hælckar flugið smátt og smátt, en þó ekki mjög, Hvalfjörður opnar sig, Hvalfell og Botnsúlur, og kl. 10.50 erum við beint yfir Akranesi. Eitt andartak og sólin glitrai’ á húsin í Borgamesi; við erum á móts við Melabakka. Þann stað hefi ég séð einna óskemmtilegastan, er ég reið einu sinni fram á bakkann og sá kirkjugarðinn gamla, sem nú er að hrynja í sjó. Morknar fjal- ir, hálfar og heilar kistur standa útúr rofinu, en fyrir neðan í flæðannálinu hauskúpur, hvít- skúraðar af sjó og sandi og ann- að beinarusl. — En ekkei’t af þessu sést úr Súlunni. Kl. 10.55 erum við yfir Álftanesi á Mýrun- um. Landnám Skallagríms allt, biasir við; „hérað allt svá yítt sem vatnsföll deila til sjávar“. 10.56 erum við yfir Kói’unesi, og 10.58 yfir íbúðarhúsinu í Knarrar- nesi, þar sem þau góðu hjón Ásgeir Bjamason og Ragnheiður bjuggu allan sinn búskap, með sæmd og í’ausn. Frá Knarramesi Skallagríms og að Álftanesi er æði langur vegur og oft erf- iðui’, yfir sjó og fen og flóa, en Súlan fer þetta á 3 mínútum. Hvílíkur ofsahraði; og þó er eins og víð, sem í flugvélinni sitjum, vitum naumast af honum, þar sem við situm og höllum okkur letilega aftur á bak í hægindastól- unum. En eyjaklasamir og sker- in verða aftur úr, stórír haustlóu- hópar flögra yfir sundum á milli eyjanna, æfa sig undir langferða- lagið til suðrænna landa. 11.1 erum við yfir bænum í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.