Tíminn - 01.10.1930, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.10.1930, Blaðsíða 3
TIMINN 8 helzt í kaupstöðum. Þetta þarf að breytast. öllum skólum ætti að gjöra það að skyldu, að veita nemöndum sínum einhverja fræðslu í hagnýtum vinnubrögð- um. Stúlkurnar ættu að fá tilsögn í ýmsum kvenlegum hannyrðum og drengir í trésmíði og ef til vill steinsteypu, þar sem því yrði við komið. Nú sem stendur er verið að skipuleggja ungmennafræðsl- una með Héraðsskólunum í sveitum og Gagnfræðaskólunum í kaupstöðum og má búast við, að þar verði tekin upp handavinnu- kensla. En þá eru barnaskólarnir og hinir smærri unglinga eftir. Mér virðist, að það væri tími til þess kominn, að Samband ís- lenzkra bamakennara léti þetta mál sig einhverju skifta. Fyrst er þá að fá um það sam- þykkt, að handavinna skuli vera skvldunámsgrein í skólunum, sem gefnar séu einkunnir fyrir við próf, og komi inn á aðaleinkunna- gjafir skólans. Því næst er að sjá fyrir kennslukröftum. Þyrfti að hafa í því efni sjerstök námskeið bæði fyrir kennslukonur og kenn- ara. — Stefna þarf að því að fá fólk að þeirri kennslu, sem hefir uppeldisfræðilega þekkingu til að bera, og kann að haga kennslunni, svo hún komi að sem mesturn not- um. Danir eru langt á undan okkur í þessu efni. Nú er smíðakennsla fyrir drengi föst námsgrein í flestum bamaskólum. Og fyrst, á meðan þeir voru að fá sér kennslukrafta til að kexma drengj- um trésmíðar, héldu þeir nám- skeið í skólasmíðum (Slöjd) á hverju sumri fyrir kennara. Nám- skeið þessi voru styrkt af því opinbera. Fór svo einn kennari frá hverjum skóla og tók þátt í þessum námskeiðum í sumarleyf- inu nokkrum sinnum, uns hann hafði sér fullkominnar þekkingar og æfingar á þessu sviði. Þannig ættum við íslendingar einnig að fara að. Samband ísl. barnakennara ætti að gangast fyrir því, að fá fjárstyrk til að halda slík námskeið hér á landi. Þyrfti annað þeirra að veita kennslukonum uppeldisfræðilega þekkingu í kvenlegum hannyrðum og æfingu í að kenna. Hitt nám- skeiðið þyrfti að veita kennurum æfingu í trésmíðum ásamt upp- eldisfræðilegri tilsögn og kennslu- æfingum. Þannig þyrfti handiðn- Hj örsey, skipskrokkur stendur þar í fjöru. Súlan hækkar flugið, nú sér inn til jökla. 11.5 svifum við yfir staðnum, þar sem Skalla- grímur lét „hafa sæði ok kallaði at ökrum“. — Mun hann ekki mestur bóndi á íslandi til forna, hann Skallagrímur ? Nú snarhækkar Súlan flugið, nú er íagurt að sjá yfir landið. Framundan, til vinstri, er Jökull- inn, tignarlegri að sjá en nokkru sinni áður. Árósarnir og Eldborg- in, og þarna rýkur úr hverunum i Reykholtsdal. Þegar klukkan er 11.14 erum við komnir yfir Faxa- flóa og stefrium beint á Kerling- arskarð, eins og bílarniv, en óneit- anlega á talsvert annan hátt. Ilækkar enn og hækkar, og nú nálgumst við óðfluga hina mosa- vöxnu fjallatinda Snæfellsness. Mosagrái liturinn er víðast yfir- gnæfandi, en þarna hefir hraun- flóð fossað niður úr eldrauðum gíg. Hve undurglöggt er allt að sjá og tilvalið hlýtur það að vera vera fyrir jarðfræðinga að gera athuganir viðvíkjandi jarðfræðis- sögu landsins úr loftinu; afla sér vitneskju um óbyggðir o. s. frv. Enn hækkai’ Súlan. Nú sér á Breiðafjörð með eyjum öllum, hrikalegur gígur er beint fyrir neðan, og fjær okkur, en nær ströndinni sér á Helgafell. En til vmstri er Baulárvallavatri og Bjarnarhöfn. Nú stöðvar flugmað- urinn vélina. Súlan lækkar flugið og svífur meðfram fjallahlíðunum niður í áttina til Stykkishólms. Bækur Morgunn, XI. ár, 2. hefti. í þessu hefti er m. a. fyrirlestur sá, er prófessor Haraldur Nielsson flutti á allsherjarþingi sálarrannsókna- manna, sem háð var i Póllandi árið 1923. Skýrði próf. Haraldur þar frá Indriða Indriðasyni miðli og fyrir- iirigðum þeim, sem gjörðust í sam- handi við hann veturinn 1907—08, og vakti erindið sérstaka eftirtekt á þinginu,. Var það flutt þar á ensku, en sr. Kristinn Daníelsson hefir nú snúið þvi á íslenzku. — Sig. H. Kvar- an ritar um frú d’Esperance, einn hinn frægasta miðil, sem uppi hefir verið, þeirra, er kunnir eru. Frú d’Esperance var ensk að ætt, fædd 1849. Bar snemma á skygnishæfileik- um hjá henni, sem læknar töldu fyrirhoða brjálsemi, en síðar varð liún einkum kunn fyrir iíkamninga fyrirbrigði og ósjálfráða skrift. Sjálf í itaði hún bók um reynslu sína, sein hún nefndi „Land skugganna” (Sha- dow land). — Emília Borg birtir er- indi um líkamningafyrirbrigði hjá Einari Nielsen i Khöfn, þar sem hún og systir hennar, leikkonan Anna Borg, töldu sig liafa séð móður sína framliðna. — ísleifur Jónsson segir frá ýmsum dularfullum fyrirbrigðum, og eru sumar frásagnirnar góður fcngur þjóðsagnasafnendum. Enn- fremur eru í heftinu kvæði og rit- gjörð eftir Jakob Jóli. Smára og „rit- sljórarabb” um heima og geima. Morgunn á erindi til allra, sem áhuga hafa á „andlegum” málum, hvort sem þeir eru spirititstar eða ekki. Saga Snæbjarnar í Hergilsey. Útgefandi porst. M. Jónsson. Akureyri 1930. Snæbjörn í Hergilsey hefir sjálfur fært æfisögu sína i l.etur eins og ýms- ii aðrir hafa gjört nú á síðustu ár- um. Ekki verður það með réttu sagt, að hann hafi þar lofað sig á kostnað annara, eða að óþörfu kastað hnútum að samferðamönnum sinum. Bókin er ekki „spennandi”, því að Snæbjörn er ekki „æfintýramaður” í nútímaskiln- ingi. Æfisagan er reynsla kjarkmikils aöur að komast inn í hvern skóla landsins. Vænti ég þess að stjórn Sambands ísl. bamakennara taki þetta mál til rækilegrar íhugun- ar og framkvæmda. Það er óvið- eiganda að íslenzka þjóðin láti þetta velferðarmál lengur sitja á hakanum. Norðfirði, 20. sept. 1930. Eiríkur Sigurðsson. Þrýsting loftsins reynir á hvem málmvöðva vélarinnar og hverja taug. Nú lækkar óðum. Við höf- um póstsendingu meðferðis til Stykkishólms, nú hallar Súlan sér á annan vænginn og svífur í hring yfir þorpinu og þegar hún er næst húsaþökunum hendir vélamaður- inn póstpokanum útbyrðis, vélin er aftur í hreyfingu og þremur mínútum síðar erum við staddir uppi yfir Dímonarklökkum, kl. 11.33. Öteljandi eyjar og grænir varphólmar allt í kring. Eiríks- vogur sést skemmtilega skýrt. Þar bjó Eiríkur rauði skip sitt til hafs þegar hann fór að leita Grænlands — og fann það. Þarna hefur skipið verið í leyni milh klettanna og dýpi virðist ærið í voginum. Áfram þýtur Súlan ylir eyjarnar og Dagverðarnesið, meðfram Klofningnum og jafn- hátt honum og inn eftir Skarðs- ströndinni. Svo hækkar hún sig og við sjáum inn á Kaldadal. 11.52 erum við yfir botni Gilsfjarðar. í’oka er yfir Barðaströnd allri og vesturfjöllum flestum, enn er stýrt snögglega upp á við og nú sér norður til Stranda, við svíf- um yfir í Bitruna og klukkan 12 erum við fyrir miðjum Hrútafirði, sem teygir sig langt inn í land; 12.6 erum við komnir að Vatns- nesi og erum í 4000 feta hæð. Húnavatnssýslan öll breiðir sig út fyrir neðan, fögur á að líta. Þúsund smárennsli seytla niður hallann og glitra í sólskninu utan við Illugastaði, Hópið, Húnavatn, alþýðumanns í baráttunni við óblíða náttúru. Frásögnin er skýr og kjarn- mikil. þeir sem ekki trúa því, að „íslendingasögur” geti orðið til á 20. öldinni, ættu að lesa þessa bók! Ósjálfrátt fær maður við lestur æfisögunnar hugboð um, að yfir Breiðafjarðareyjum vaki ennþá eitt- hvað af anda víkingaaldarinn'ar. Jónas Rafnar: Staksteinar. Útgefandi: porst. M. Jónsson. Akureyri 1930. þetta er skáldsaga — raunasaga, af tveim umkomulausum manneskjum, sem ganga í hjónaband í óþökk ann- ara og lenda síðan á sveitinni, kom- ast hja lireppaflutningi fyrir tilstilli hiálpsamra manna, en eyða æfinni í basli og láta syni sínum — einka- harninu — fátæktina og lítilsvirðingu almenningsálitsins í arf. Drengurinn erfir veikleika föður síns, er m. a. ófrómur í bernsku en örlögin taka á honum mýkri höndum en foreldrun- um. þannig endar hann æfi sína sem vel metinn bóndi, og eignast góða konu, sem reynist honum vinur og verndari, jafnvel þegar hann bregst trausti hennar. Ekki hefir höf. með hók þessari, brotið neinar nýjar leiðir til skilnings á mannlegri baráttu eða íyndiseinkunum íslenzkrar alþýðu, þó saga olnbogabamanna, sem hún fjall- ar um, sé að ýmsu leyti vel sögð. Beztar eru lýsingamar af sýslu- mannsfrúnni og fátæku konunni í Nausti, og yfirleitt er fyrri hluti bók- arinnar betur ritaður en sá síðari. Einkum stinga liinar heimspekilegu hugleiðingar Jóns Daðasonar i sögu- lok mjög í stúf við stíl bókarinuar að öðru leyti, eins og höf. hafi verið búinn að fá nóg af efninu og hespað söguna af í skyndi. En skortur á þol- inmæði við úrlausnii’, er einmitt mesta mein ýmsra skáldsagnahöf- unda. Höf. virðist hafa tekið áf erfðum frá föður sínum rika samúð með þeim, sem örlögin sltipa skuggamegir. í lífinu. „Staksteinar” minna óneit- anlega á ýmislegt í „blöðum Jóns halta”, sem sr. Jónas birti í Nýjum kvöldvökum á sinum tíma. En ekki kennir ádeilna í sögunni, og telja sjálfsagt sumir kost, en aðrir löst. En jafnaðarlega mun þó liggja nærri að álykta, að rithöfundur, sem horít getur á þyngstu krossgöngur lífsins án þess að honum hrjóti beizkjuyrði af munni, sé of rólyndur til að verða spámaður i heimi listarinnar. Davíð Stefánsson: Kvæðasafn I—II. Rvík 1930. Bók þessi er safn kvæða þeirra, sem áður hafa út komið eftir Davið frá Fagraskógi, og útgefanrdinn er þorst. M. Jónsson á Akureyri. Kvæða- flokkarnir Svartar fjaðrir, Kvæði, Svínavatn og Flóðið í Vatnsdal — en Langjökull, Kerlingarfjöll og Ilofsjökulsbungan mynda bak- grunninn á þessari dýrðlegu landslagsmynd Drottins. 12.14 er- um við beint yfir Blönduósi. Fall- egt þar að sjá niður á græna teig- ana, gamla og nýja ræktun þorps- búa. Jökulgráa vatnið Blöndu heldur lit sínum langt út í flóa. Öryggistilfinningin er svo rík í þessu farartæki, að manni dettur engin hætta í hug; heldur finnst manni þetta ferðalag sjálfsagðast af öllu ferðalagi. Áður en varir erum við langt fyrir austan Blönduós og yfir Kolugafjalli. Skörðóttir kambar og hrím á há- fjollum, eftir frostið um nóttina. Aftur rennir Súlan sér á svifflugi niður með fjöllunum að Sauðár- króki, svífur þar örlágt í hring yfir húsaþökum — 12.27 er fleygt út pósti — 13 mínútur eru liðnir síðan við kvöddum Blönduós — og svo er hún þotin samstundis í burtu, en Sauðkræklingamir standa eftir fyrir utan húsin lágu og horfa beint upp í áttina til okkar, eins og allir aðrir, þegar flugvél er í nánd; þetta furðuverk 20. aldarinnar. Eftir 6 mínútur erum við komn- ir yfir Skagafjörð, að Hofsósi. Fagurt var að sjá Drangey, Málm- ey og Þórðarhöfða. En við vomm nú svo lágt í lofti, að ekki sá sér- lega vel fram í sveitimar, þó heiðskírt væri. Nú fljúgum við meðfram Höfðaströndinni og sjá- um inn í dalina. Stórþýfið í smá- Kveðjur og Ný kvæði birtast þarna i einni heild. það er víst ekki ofmælt, þó að full- yrt sé, að Davíð Stefánsson sé nú sem stendur ástsælastur íslenzkra skálda núlifandi, þegar Einar Benediklsson er frátalinn. En ólíkur er svipurinn yfir ljóðum þeirra þjóðskáldanna tveggja. Einar er myrkui’ í máli og tormeltur. Ljóð- in hans eru eins og íslendings-eðlið sjúlft, þur á manninn, en heit um hjartað, og drýpur mannvit af hverri ljóðlínu. Ljóð Davíðs eru eins og vor- blærinn, eða haustnæðingurinn, sem koma viðkvæmum mannabömum til að fagna sumrinu eða gráta það, án þess að gjöra sér grein fyrir, hvers- vegna það kemur eða fer. Ljóð Davíðs eru svo kunn, að óþarft er að fylgja þeim úr hlaði með löngu máli nú, þegar þau koma fram í ann- að sinn. En skylt er að vekja at- hygli á „Kvæðasafninu”. Á þessu ári hefir ekki borizt á markaðinn önnur bók eigulegri eða vænlegri til vin- sælda. Davíð porvaldsson: Kalvlðir. Smásögur. Rvík 1930. Höfundur þessara smásagna er ung- ur maður, stúdent frá menntaskól- anum hér, en hefir síðar stundað há- skólanám í Frakklandi. Og þaðan vel ur hann yrkisefni sín. þó að sumar sögurnar séu látnar gjörast á fslandi, er yfir þeim öllum framandi blær. Fólkið, sem þar er lýst, á ekkert það í fari sinu, sem sérstaklega minnir á, að það sé islenzkt. Eigi er þetta sagt höf. til lasts, því að það er mikil) misskilningur, að list beri ekki nafn með rentu, nema hún sé þjóðleg. Al- þjóðalist er eitt af eðlilegum fyrir- bærum nútímans, óhjákvæmileg af- leiðing af vaxanda samræmi í lífs- skoðun og lífskjörum þjóðanna. Fyrsta sagan heitir „Rússneskir flóttamenn", óbrotin lýsing úr hvers- dagslífi manna, sem hönd örlaganna hefir snortið á áberanda hátt í Frakklandi dvelur eins og kunnugt er fjöldi rússneskra aðalsmanna, sem áður réðu yfir lífi og limum mörg þúsund ánauðugra manna, en inna nú af hendi óbrotna daglaunavinnu. Næsta saga heitir „Einmana sálir’’ og gjörist hér heima, lýsir tveimur systr- um, sem eru einstæðingar, og deyja i kyrþey. Söguefnið er lítið og lausa- tök á framsetningunni, einkum i sögulok. þá kemur örstutt sagu, sem heitir „Blómasalinn” og er það beztu sagan í bókinni. „Hans bókhaldaii” er líka snotur saga og sömuleiðis „Ekkert”. Lélegastar eru „Pólski mál- arinn” og „Léttfeti”. Framsetningin í báðum óviðfeldin, bæði fyrirlestur læknisins yfir líki málarans og sam- tal borgarinnar og hestsins. Senni- lega lætur höf. bezt að skrifa mjög túnunum sézt skýrt ofan frá. I lilíðunum eru blóðrauðir haust- litir. Það er bláberjalyngið, blöðin orðin rauð af kulda, litadýrðin í lilíðunum minnir mig á erlenda skóga í haustskrúða, en þá þykja skógar jafnvel fegurri en ný- laufgaðir á vorin. Nú erum við yfir Fljótunum, þar rýkur úr hver eða laugum, víða er jarð- hitinn á landi hér og mikið gagn- ið sem af honum mætti hafa. En skammur er tíminn til að skoða Fljótin, því nú erum við komnir í námunda við Sódóma Norður- lands, Siglufjörðinn, og kl. 12.52 tyllir Súlan sér léttilega á höfn- ina þar. Tvær stundir og tólf mínútur höfum við verið í lofti, á leiðinni frá höfuðstaðnum til Siglufjarðar. Afgreiðslan er nokk- uð sein á sér, við höfum senni- lega komið nokkuð að óvörum. Þegar búið er að afgreiða póst- inn og einn farþegi er kominn um borð, kveðjum við Siglufjörð. Engra óþæginda verður vart þeg- ar Súlan hefur sig til flugs og eigi heldur þegar hún lendir. Sama góða veðrið er enn, þó verð- ur undiraldan meiri þegar aust- ar dregur. Við sjáum Grímsey glöggt og alla leið norður á Mel- rakkasléttu. Við fljúgum fast við hamrana alla leið inn að Ólafs- firði, lagskiftingin í Hvanndals- björgum er dásamlega fögur, víst ein 15 eða 20 lög hvert ofan á öðru. Við svífum framhjá Hálf- dánarhurðunum í Múlanum. Þangað sótti Hálfdán prestur í stuttar sögur eða æfintýri. Lýsingar eru yfirleitt góðar en samhengi slitr- ótt og endanleg lausn viðíangsefn- anna í molum. Prestafélagsritið. Timarit fyrir kristindóms- og kirkjumál. Ritstj.: Sigurður P. Sivertsen. Tólfta ár, 1930. Prestafélagritið er pýlega komið út, og er að þessu sinni stærra og fjöl- breyttara en áður, og hefir þó jafnan verið vel til þess vandað. Hér er ekki rúm til að rekja efni þess ítarlega, eða gera einstakar ritgerðir að um- ræðuefni, þótt það að vísu hefði ver- ið mjög œskilegt. En efnisyfirlitið er á þessa leið: Frá Alþingishátíðinni. Með mynd. — Sálmur úr hátíðarljóðum Davíðs Stefánssonar. — Sálmur úr hátiðar- ljóðum Jóhannesar úr Kötlum. — Há- tiðarljóð 1930. Lag eftir Sigvalda S. Kaldalóns tónskáld. — Bjartsýni á sigur hins góða. Eftir Sigurð P. Sí- vertsen. — Trú framtiðarinnar. Eftir Sir Francis Young husband. — Kirkj- an og þjóðfélagsvandamálin. Eftir cand. theol. Kristinn F. Stefánsson. — Eining kirkjunnar. Eftir séra Uelga Konráðsson. — Vígslubiskup dr. Valdemar Briem og séra Ólafur Briem. Eftir dr. theol. Jón Helgason biskup. Með tveimur myndum. — Róinversk-katólska kirkjan á 19. öld. Eftir dr. theol. Jón Helgason biskup. -- Framtíð þjóðkirkjunnar. Eftir séra Ásmund Guðmundsson docent —Trú- bragðafræðsla í skólum. Eftir séra Sigurð Einarsson. — Aðfangadags- kvöld. Lag eftir Björgvin Guðmunds- son tónskáld. — þjóðin og kirkjan. Eftir séra Friðrik Hallgrímsson. Séra Eiríkur Briem prófessor. Eftir séra þorstein Briem. Með mynd. — Krist ur. Sálmur eftir Jón Magnússon skáld. — Altaristöflur. Eftir Ásmund Gisla- son prófast — Bænarstef. Eftir séra Gunnar Árnason. — Kirkjulegt starf meðal sjómanna. Eftir Jóhannes Sig- urðsson formann Sjómannastofunnar í Reykjavík. — Ólafshátiðin í Noregi. Eftir docent Ásmund Guðmundsson. — Að hverju beindist æfistarf Jesú? Eftir Sigurð P. Sivei-tsen. — Evangel- isk helgisiðabók. Sálmalag, samið af Björgvini Guðmundssyni tónskáldi. — Tvö bréf írá dögum Jesú. Séra Árni Sigurðsson þýddi. — Frumvörp kirkjumálanefndar. Eftir S. P. S. — Norrænn stúdentafundur um kristni- boðsmál. Eftir cand. theol. þorgrím V. Sigurðsson. — Kirkjueiningin í Skotlandi. Eftir séra Helga Konráðs- son. — Prestafélagið. Eftir S. P. S. — íslenzkar bækur. Eftir docent Á. G. og S. P. S. — Erlendar bækur sendar til umsagnar. Eftir dómkirkju- prest Bjama Jónsson og ritstjórann. — Yfú'lit yfir nokkur merk erlend guðfræðirit frá siðustu árum. — Ým- Felli konuna, sem tröll höfðu numið til sín. Skiljanlegt er að tröllasaga skuli verða til í þessu umhverfi, sem er býsna trölla- legt. Hvei-gi sér ský á lofti og hefir ekki sézt alla leiðina. Súlan liggur notalega á fluginu og loft- kviku hefir ekki orðið vart. Nú fljúgum við opna dah Eyjafjarð- ar, Hríseyjarbátar liggja við stjóra sunnan eyjarinnar, skemmtilegir að sjá eins og allt annað á þessum degi. Hjalteyri, Hörgárdalur, Svalbarðseyri, — allt er þettað horfið á bak við stálgráan væng Súlunnar, áður en maður veit af. Svo rennir hún sér ofurlágt innyfir Oddeyrina og sezt á Pollinn við Akureyri eftir 38 mínútna flug frá Siglufirði. Höfðum við haft fádæma stillt og bjart veður alla leið að sunn- an. Ekkert farartæki jafnast á við Súluna í slíku flugfæri. Dvöhn á Akureyri varð lengri en við bjuggumst við. Fregnir komu um versnandi veður á Aust- urlandi og undiralda var vaxandi. Þá getur farið illa, þurfi að setj- ast á sjó. En gætni og varúð í öllu er hið fyrsta boðorð þeirra flugmanna, sem flytja farþegá. Því ákvað Sigurðrir Jónsson „hæstkommanerandi“ á Súlunni að halda ekki lengra þennan dag, heldur bíða þar til útlit batnaði. En það er nú einusiimi svö, þó kóngur vilji sigla, hlýtur byr að iáða og þettá fór á þá leið að veður versnaði í staðinn fyrir að batna. Funvindar komu sunnan,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.