Tíminn - 11.10.1930, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.10.1930, Blaðsíða 3
TlMINN 207 Fréttlr Pálmi Hannessön hefir verið skip- aður í rektorsembættið við Mennta- skólann í Reykjavík. Mjólkurbúin austanfjalls og í .Eyja- firði hafa sýningu á framleiðsluvör- um sínum, hér í höfuðstaðnum, þessa dagana. Er sýningin í Búnaðarfé- lagshúsinu og hefir vakið mikla eftirtekt. v Sérstaklega lýst mönnum vel á mysuostinn frá Ölfusbúinu, sem soðinn er við hvérahita. Til sýn- is eru á sama stað töflur og línurit um jarðræktarframkvæmdir, bú- stofnsaukningu, næringargildi fæðu- tegunda í hlutfalli við verð og fleira viðkomanda íslenzkum landbúnaði. Hefir Búnaðarfélagið látið gjöra töflur þessar. — Útsala á ostum stendur yfir í sambandi við sýning- una. Heiðurslaun úr sjóði Kristjáns kön- ungs níunda, fyrir framúrskarandi dugnað i búskap hafa hlotið að þessu sinni. Jón H. Fjalldal á Melgraseyri i Norður-ísafjarðarsýslu og Ólafur Eggertsson á Króksfjarðarnesi í Barðastrandarsýslu. Sauðnautakaup. Sauðkvígan í Gunn arsholti lifir við beztu heilsu, feit og sælleg. — Atvinnumálaráðuneytinu hafa undanfarið borizt alimörg tilboð um kaup á sauðnautum; flest frá Noregi, en einnig frá þýzkalandi. Vildi einn seljendanna fá um þrjú þúsund krónur fyrir hvert dýr, en flestir hátt á annað þúsund og auk þess átti sala að fara fram ytra og við þannig að bera áhættuna og kostnað af flutningi dýranna hingað til lands. Loks kom tilhoð um sölu á sauðnautum, sem atvinnumálaráð- herra gekk að. Var það Ársæll Áma- son bóksali, sém bar fram tilboöið af hálfu norskra manna. Hvert dýr er keypt á 950 norskar krónur, komið til Reykjavíkur, enda liggi fyrir vott- orð frá dýralækninum í Reykjavík um heilbrigði dýranna, er þau eru hingað komin. Fest eru kaup á fimm dýrum, þrem kvendýrum og tveim karldýrum. Verða þaú, þegar þau koma bólusett gegn bráðapest og svo á að flytja þau austur að Gunnars- holti til vetrardvalar. — Auk þessa munu þeir Ársæll og félagar hans fá eitt karldýr og eitt kvendýr með sömu ferðinni. Fljótvirk vegagerð. Bóndi einn í Landeyjum gjörði sér akfæran engja- veg um þýfða og sandborna rima með þeim hætti að plægja fyrst þýiið fyrir handvömm dómaranna, aS dæma saklausan mann til dauða, og bætir það sízt úr, að ekki varð vart við mistökin fyrri en hinn saklausi maður var orðinn höfði styttri (Jakubowskimálið). Yfir höfuð er það leiðinlegur ó- siður erlendra yfirvalda að blanda sér inn í dómsstörf annara landa. Iiefir oft illt af hlotizt og mætti sérstaklega Þjóðverjum vera það minnisstætt, því að ófriðurinn mikli hlauzt af því, að banda- nienn þeirra, Austurríkismenn, vildu sletta sér fram í dómsstörf serbneskra dómstóla. En hinu ættu Islendingar sízt að una, að eitthvert Ingjaldsfíflið ljúgi því upp, að erlend yfirvöld og erlendir dómstólar hafi dóm- stóla vora að skotspónum, eða að íslenzkir dómarar eigi að láta út- lendinga segja sér fyrir verkum eins og skín út um alla vitleysu Morgunblaðsins um þetta mál. Hið fyrra er blóðug móðgun við hið erlenda ríki, og getur komið hverri landsstjórn sem er í bobba, ef hið erlenda ríki tæki nokkuð mark á Morgunblaðinu, sem það auðvitað ekki gjörir. Hið síðara er þó hvað verst, því að það gæti gefið erlendum ríkjum óþarflega undir fótinn, og venjur sem myndast í alþjóðaviðskiftum, hvort sem góðar eru eða illar, eru jafn ríkar lögum. Og hvað yrði um sjálfstæðið 1943, sem Morgunblaðið þráir svo heitt, ef slík venja myndaðist? Nú er ekki annað að sjá á Morgunbl., heldur en að þýzka stjómin hafi komið ummælum sjódómsins í Bremenhaven á fram- færi við Hæstarétt. Auðvitað er það líka rangt hjá blaðinu. Tog- araskipstjórixm fékk eér hér trú- og herfa síðan. Er vegur þessi 3500 metrar að lengd, og tók verkið ótrú- lega skamman tima. Er frá þessu sagt til þess að aðrir, sem við líka aðstöðu eiga að búa, viti um úrræði þetta. Eldur kom upp í heyhlöðu kúabús Siglfirðinga 6. okt. s. 1. Brunnu um 300 hestar af töðu og skemmdir urðu miklar á hlöðunni. Elduiinn kom af hita í töðunni. Landhelgisbrot. Ægir tók rétt fyrir siðustu helgi færeyska fiskiskútu, sem var að veiða með botnvörpu fyr- ir Austfjörðum, og fór með hana til Seyðisfjarðar. Skipstjórinn fékk 12300 kr. sekt í undirrétti. Grein um nýju mjólkurbúin eftir Sig. Sigurðsson búnaðarmálastjóra kemur í næsta blaði. í íinnsku kosningunum mistu Kom- múnistar öll sín þingsæti (23), en jafnaðai'menn unnu 6. Enska loftskipið R 101 fórst d leið yfir Frakkland á sunnudaginn var. Skipið átti að fara til Indlands og vera 6 daga á leiðinni, með viðkomu í á einum stað í Egyptalandi. 8 menn komust lífs af en 46 biðu bana, þar á meðal flugmálaráðherra Bretlands. pýzka stjórnin hefir ekki sagt af sér enn, þrátt fyrir ósigur í kosning- unum. Búizt við, að þingið muni ekki verða kallað sáman fyrst um sinn, bvað sem af því lcann að leiða. Stjórnin hefir á prjónunum almenna lækkun á launum opinberra starfs- manna og mun ætla að framkvæma hana upp á sitt einsdæmi. Óvenju hörmulegt slys varð á Seyðisfirði 23. f. m. Maður að nafni Sigfinnur Mikaelsson var að flytja hey á mótorbát með ströndum fram ásamt dætrum sínum þrem og þrem ungum piltum, en báturinn sökk, og drukknuðu allir sem í honum voru, sjö alls, rétt undan landstein- um. Dettifoss, hið nýja skip Eimskipa- félagsins kom hingað í gær. Var skip- ið fullfermt að vörum og farþegum. Skipið hefir rúm fyrir 22 farþega á 1 farrými og 14 á 2. farrými, og rúmar 2000 smálestir, Ganghraði er 14 mílur. Vélin 1700 hestafla. Lengd skipsins er 235 fet, breidd 36 fet og dýpt 23,9 fet. Skipstjóri er Einar Stefánsson, áður á Goðafossi. Franisóknarfélagið lieldur fund á miðvikudagskvöld (sbr. augl.). Sænsk-íslenzkt félag var stofnað hér i bænum í gærkvöldi, í því skyni að vinna að kynningu og andlegu sam- starfi milli Svía og íslendinga. an málfærzlumann fyrir Hæzta- rétti, sem samvizkusamlega týndi allt til, sem honum kynni að ein- hverju liði að verða, og meðal annars lagði hann fram ummæli þýzka sjódómsins. Á því sézt bezt, að ekki er um utanríkismál að ræða. Þýzka 'stjómin hefir ekki séð ástæðu til þess að aðhaf- ast neitt. Ef svo hefði verið, hefði plaggið komið öðruvísi fram. U tanrí kisstj óm Þ j óð verj a hef ði sent erindi sitt til dönsk-íslenzku utanríkisstjórnarinnar í Kaup- mannahöfn, en hún aftur sent það utanríkisráðherra íslands í Reyikjavík (forsætisráðherra) rétta boðleið, en hana þekkir Morgunblaðið auðvitað ekki frek- ar en annað. Blaðið lætur allt að því í veðri vaka,, að Hæstiréttur hafi dæmt dóm sinn af hræðslu við hinn er- lenda dómstól. Hingað til hefir varla mátt hnerra í námunda við Hæstarétt, svo að Morgunblaðið hrykki ekki í kút og segði, að rétturinn væri svívirtur, og hon- um væri niðrað í augum útlanda, og hver veit hvað. Blaðið hefir aldrei getað skilið, að það er sitt hvað, að finnast dómur ekki rétt- ur að efni til, og að halda því fram, að upp hafi veriðJ kveðinn vísvitandi rangur dómur. Hið fyrra er skoðanamunur, hið síð- ara móðgun. En nú er spum, hvað getur verið gífurlegri móðg- un en að gefa í skyn, að réttur- inn felli dóm af ótta við erlend völd? Morgunblaðið notar tækifærið til þess að narta með illgimi í lögreglustj órann í Rvík. Það kveður verjanda hafa farið fram á framhaldsrannsókn og hún ver- Tnngur tvær Morgunblaðið segir: „Hér er nú félaus þjóð, sem fyrir óstjórn og ráðdeildarleysi valdhafanna hefir í bili glatað lánstrausti sínu og má búast við að sæta afarkostum“. (Mbl. 20. sept.). Jón Þorláksson segir: „Ég heyri á sumum mönnum hér heima, að lánstraust landsins sé svo bilað, að landsstjómin rnuni ekki geta fengið neitt lán. Slíkt nær ekki nokkurri átt. ... Og enginn Islendingur ... má cska eftir,; því, að lánstraust landsins sé svo bilað, að stjómin, hver, sem hún er, geti ekki fengið Ián“. (Mbl. 7. okt.). Hvað á Jón Þorláksson við? Hver hefir „óskað eftir því“ að „stjórnin gæti ekki fengið lán“? Og hver ber ábyrgð á Morgun- blaðinu og fregnum, sem eftir því era hafðar í erlendum fjármála- ritum? „Vér brosum“! Á víðavangi. Frá austri til vesturs! Síðan Valtýr uppgötvaði hinn nýja snúning jarðarinnar frá austri til vesturs hefir verið tals- vert rugl á Mbl. Fyrir fáum dög- um fann Mbl. ástæðu til þess, að taka það fram sérstaklega, að Jón Þorláksson hefði farið utan „algjörlega í einkaerindum“ (en ekki til að spilla lánstraustinu!) Nokkra næstu dagana keppist blaðið við eins og það ætti lífið að leysa, að gjöra þjóðinni kunn- ugt, að Pétur Magnússon hefði tapað tveim hæstaréttarmálum. En Pétur þessi var eins og kunn- ugt er efsti frambjóðandi íhalds- listans og átt þá að vera maður í liðtækara lagi. I dag heldur blaðið því fram, að „Dettifoss" hinn nýi sé 236 feta djúpur eða að dýptin sé einu feti meiri en lengdin. Væri ið látin í té.*) Það er talað um }.<að rétt eins og það væri ein- hver spánný uppgötvun, en þetta hefir í mörg ár verið al- gengt. Það hefir þráfaldlega kom- ið fyrir, t. d. í máli franska tog- amas „Cap Fagnet“, sem rekið var fyrir Hæstarétti 1922, í máll gegn Worthington skipstjóra 1925, og mjög mörg fleiri mætti dæmin telja. En svo bætir Morg- unblaðið við: „Kom þá skýrt í ljós, hve ófulkomin rannsókri lógreglustjói’ans hafði verið“. Hvernig kom það í ljós? Það er föst venja Hæstaréttar að átelja slíkt, ef það hefir átt sér stað, annaðhvort með ávítunum í for- sendum dómsins eða með sektum, og má nefna mörg dæmi þessa, en í þessum dómi er ekki að því vikið einu orði, að neinu hafi verið áfátt í raxmsókninni. Þetta mun því vera yfirhæstaréttardóm- ur Morgunblaðsins sjálfs, er bein- ast liggur við að skilja sem sneið til Hæstaréttar um van- rækslu. Það er vitanlegt, að komið geta fyrir smáskekkjur í öllum mæl- ingum, bæði á varðskipum og annarsstaðar, og þykir ekki til- tökumál. Það hefir að minnsta kosti komið fyrir menn sem voru meiri vinir Morgunblaðsins en skipherrann á „Ægir“, án þess að því yrði flökurt. 27. apríl 1926 tók „Fylla“ tvo þýzka togara, „Barmbeck" og „Hamm“, og var *) Auðvitað þegir blaðið alveg yfir því, að framhaldsrannsóknin var giörð vegna nýrra gagna, sem fram komu í málinu, eftir að undirréttar- dómur var kveðinn upp og að lög- reglurétturinn sjálfur framkvæmdi hana. ekki úr vegi að senda Magnús Guðmundsson til að leita að „þyngdarpunStinum" í þessum furðulega farkosti, úr því að hann er hættur að verja enska lánið og veðsetningu tolltekn- anna! Tugthússökin. Síðan snemma á þessu sumri hefir Morgunbl. með furðulegri kostgæfni haldið á lofti þeim ó- hróðri um íslenzka ríkið, að láns- traust þess sé nú með öllu þrotið 0°" að hvergi fáist lán. Enda þótt að fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, M. Guðm., sé höfundur flestra þessara róggreina um land og þjóð, bera aular þeir, sem teljast ritstjórar blaðsins, á- byrgð á þessum landráðum. •— Jóni Þorlákssyni er nú farið að skiljast, hvílíkar afleiðingar þessi traustsspjöll geta haft fyrir landið og þarnæst fyrir flokk lians við næstu kosningar. Hann ihefir því nýlega tekið sig til og troðið margra mánaða óhróðri ofan í blaðið aftui'. Mega þeir teljast kokvíðii’ Mbl.-ritstjórarn- ir. En of seint kemur þessi yfir- bót íhaldsins og flótti frá svívirð- ingunni. Óhróðursummæh Mbl. hafa þegar verið þýdd og birt í erlendum fjármálablöðum, eins og fyr hefir verið getið hér í blaðinu. Landráðin hafa því verið unnin til fulls samkvæmt tilgangi M. Guðm. og Mbl.-ritstjóranna. En hver verður svo refsingin? Landi'áð teljast jafnan einhver hin þyngsta sök. Er ekki vafi á því, að ef lög væru látin ganga yfir slíka menn og þeim refsað samkvæmt tilefnum, að þeir fengju vist á Litlahrauni um nokkur ár. vw Eftir 24 klukkustundir byrjaði Mbl. að éta ofan í sig skætinginn um landhelgisgæzluna og lögreglustjórann í sambandi við þýzka togaramálið. Ofaníátið hefst á þessa leið: „Það er að vísu ekkert við því að segja, þótt Hæstiréttur hafi ekki komizt að sömu niðurstöðu í málinu og undirréttardómarinn; slíkt kemur oft fyrir“. Ennfremur viðurkenn- ir blaðið að landhelgisbrotamál samskonar ónákvæmni í reikning- um varðskipsins þá og nú, en þá þótti Hæstarétti ekkert varhuga- vert að dæma, og Morgunblaðið var harðánægt, enda var íhald- ið þá ekki búið að finna upp sjálfstæðið, og Morgunblaðið var því enn í fullu ástarsambandi við Dani. Við útreikninga á stað togarans „La Provence“, sem „Óðinn“ tók 1928 var og talsvert að athuga, og fyrir „Óðinn“ kom það einu sinni, að hann kom með reikn- inga, sem voru rangir, vegna þess að þegar mælingin var skrifuð, hafði orðið einhver hausavíxl á tölum. Við þessu er ekkert að segja, slíkt hlýtur við og við að henda; varðskipaforingjar eru líka menn, en Morgunblaðið tek- ur slíku mjög misjafnt. En þvaður Mbl. gefur tilefni til alvarlegrar spurningar: Eiga skipin að draga togara í höfn, ef efi er á sekt þeirra eða eiga þau ekki að gjöra það? Því er auð- svarað játandi, því ef ekki ætti að rannsaka málin nema alveg vafalaus væri, væri rannsókn ó- þörf; þá mætti láta varðskipa- foringjana anna öllu á sjó. Það er einmitt vafinn, sem þarf að taka af með rannsókn fyrir dómi*). Aðal-„rúsína“ Morgunblaðsgrein- arinnar er bréf frá samgöngu- *) Eitt dæmi þessu til sönnunar úr landhelgisgæzlu Breta skal hér nefnt. þann 11. sept. 1928 tók enska varðskipið „Garry“, sem annast strandgæzlu við austurströnd Eng- lands, franskt mótorskip með botn- vörpu við Dungeness og fór með það til Dover. Á þriðja degi eftir að skip- ið kom í höfn, var dómur kveðinn upp og franski skipstjórinn sýknaður. Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund í Sambandshúsinu miðvikudaginn 15. þ. m. kl. 8V2 síðdegis. Flokksmál og félagsmál til umræðu. Félagsstjórnin. séu „stórmál og oft mjög flókin og vandasöm“, en daginn áður lét blaðið á sér skilja, að varðskipin mættu ekki taka togara ef minnsti vafi léki á um sekt þeirra. En þá væri rannsóknin ekki sérlega „flókin“ eða „vandasöm". Mbl. og löggæzlan. Svo sem kunnugt er, hefir nú- verandi stjórn tekist að koma á nokkra eftirliti með drykkjuskap á almannafæri og tollsvikum, með því að hafa í þjónustu landsins nokkra löggæzlumenn, er ráðnir hafa verið með lausum samningi um skemmri eða lengri tíraa. Starfssamningurinn hefir verið á- líka bindandi til langframa, eins og ráðning togaraháseta hjá Kveldúlfi. Þegar útgerðin þarf ekki lengur á manni að halda, þá lætur hún haxm fara. Yfirleitt hefir starf löggæzlu- mannanna bæði í toll- og áfengis- málum, borið hinn bezta árangur, enda valist til starfsins, þegar frá er tekin ein imdantekning, séx-stakir reglumexm, er gætt hafa vel starfs síns. En þessa menn, góðu, nýtu og reglusömu iöggæzluxnennina hefir MbL sví- virt, og uppnefnt. Fyrir það að löggæzlumennirnir veittu drykk- juröftunum aðhald, kallaði Mbl. þá „þefara“, og sízt í virðingar- skyni. En eixrn maxm úr hópi lög- gæzlumaxmanna hefir MbL tekið undir vemd sína. Stjórnin hafði neyðst til að segja honum upp, vegna réttmætrar óánægju með fxamkomu hans, bæði um vín- nautn og fleira. „Löggæzlumað- ur“ landsins hafði þar að auki tekið þátt í leynilegum sam- blæstri, sem var opinberlega mið- aður við að gjöra einskonar upp- reist móti lögum landsins. Þexm- an maxm tekur íhaldið að sér. Það hefir óvirt og uppnefnt góðu löggæzlumennina, reglumenniha, málai’áðhei'ranum í Berlín til „ut- anríkisráðuneytisins“, og er ekki annað að sjá en að átt sé við ut- anríkisráðuneyti vort, en svo mun umbúið af lævísi, sem alltaf er heimskunni fylgispök. Bréfið er til þýzka utamíkisi’áðimeytis- ins, og er ókuxmugt, að það hafi þessu máli nokkuð sixmt við ís- lenzku stjórnina, enda er bréfið um ofurómerkilegt1 formsatriði, efni togaramálsins alveg óviðkom- andi. Morgunblaðið kveður það fjalla um álit Þjóðverja á því, sem á Morgunbleðsku heitir „snattferðir varðskipanna“. Ekk- ert er að þessu vikið beint og ó- beint í bréfinu, sem lagt hefir verið fram í Hæstarétti af mál- færslumanni kærða. Ur því að Mbl. þykir úrskurður sjódómsins í Bremenhaven svo merkilegur, að ástæða sé til að gjöra hann að árásarefni á ís- lenzka landhelgisgæzlu er rétt að taka það fram, að þessi úrskurður er ekkert einsdæmi. A. m. k. þrír slíkir úrskurðir hafa verið kveðn- ir upp í málum þýzkra togara- skipstjóra, sem þrátt fyrir það hafa verið sekir fundnir af ís- lenzkum dómstólum. Þess má einnig geta, að blöð þýzkra út- gjörðarmanna hafa þrásinnis flutt árásir á íslenzkt réttarfar í sam- bandi við landhelgisgæzluna. En engum hefir dottið í hug að birta. slíkt með feitum fyrirsögnum í íslenzkum blöðum. Mbl. hefir hér sem oftar verið fundvíst á hlut- verk, sem aðrir telja sér ósam- boðin. ** -©■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.