Tíminn - 11.10.1930, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.10.1930, Blaðsíða 1
V innufx'iðux'ixiii.. Öllum munu enn í fersku minni þeir hinir skelfilegu atburðir, er yfir þessa þjóð dundu í ársbvrj- un 1929, er vinna stöðvaðist um ófyrirsjáanlegan tíma á öllum íslenzka fiskiflotanum og skipum Eimskipafélags Islands. Munu ekki önnur tíðindi hafa borizt úr höfuðstaðnum, er meira felmtri hafa slegið á landsfólkið en fregn- in um þessa ægilegu vinnustöðv- un. Útlitið í upphafi vinnudeil- unnar var svo ískyggilegt, sem framast mátti verða. Svo átakan- legt var vonleysið um samkomu- lag sjómannanna og útgjörðar- mannanna fyrstu vikumar eftir áramótin, að nokkrum hluta Al- þingis datt í hug að löggjafar- valdið yrði að neyðast til að hefta samningafrelsi manna með lögþvinguðijm vinnudómi. Togar- amir, nærri 50 að tölu, lágu þá bundnir í höfn um hávertíðina. Tjtgjörðarfélögin svöraðu út dag- lega þúsundum króna í vexti og afborganir af miljónunum, sem stóðu arðlausar í hinum dýrmæta veiðiskipaflota, og yfir Eimskipa- félagi Islands vofði svo alvaðeg hætta, að ástæða var til að ef- ast um framtíð þess. Og í landi gengu þúsundir atvinnulausra manna, sem eiga líf og afkomu sína og sinna undir hinum gjöf- ulu islenzku fiskimiðum. Þá var það, er útlitið var sem ískyggilegast og örvæntingin mest, að Tryggvi Þórhallsson for- sætisráðherra greip inn í deil- una. Aliar samkomulagstilraunir voru strandaðar, og hvor aðilinn um sig hafði vísað kröfum hins ó bug. Sáttasemjari ríkisins, Ejöm Þórðarson lögmaður, hafði gjört allt, sem í hans valdi stóð til að leiða deiluna til friðsam- legra lykta. En fulltrúar samn- ingsaðila voru ósveigjanlegir og allt sat við hið sama. Á Alþingi stóðu umræður nótt eftir nótt, og ibarátta var þar háð til hins ítrasta milli verkamannafulltrú- anna annarsvegar og útgjörðar- mannanna hinsvegar. Bærinn all- ur var í nokkurskonar hemaðar- ástandi út af neyðinni yfirvof- andi og átökunum á Alþingi. En skyndilega, síðasta dag febrú- armánaðar, með morgunsárinu, bárust þau tíðindi út um bæinn, að deilunni væri lokið, að samn- ingunum hefði verið ráðið til lykta þá um nóttina á heimili for- sætisráðherrans. Daginn áður hafði það gjörst, að Tryggva Þórhallssyni forsæt- isráðherra hafði tekizt að koma því til leíðar, að sjómennimir fengu stjórn félags síns og út- gjörðarmennirnir einum úr sínum hópi fullt og ótakmarkað umboð til að gjöra út um samningana. Um miðnætti, á heimili for- sætisráðheiTa, Tryggva Þórhalls- sonar, voru síðustu átökin háð. Báðir aðilar voru þar mættir, en forsætisráðherrann gekk á milli og miðlaði málum. Og sættimar tókust fyri'r hans milligöngu og á þeim grundvelli, sem lagður hafði verið af sáttasemjara rík- isins. Sjaldan mun nokkur íslending- ur hafa hlotið fleiri hljóðar þakk- ir frá bágstöddum heimilum en Tryggvi Þórhallsson forsætisráð- herra hlaut daginn eftir að sætt- imar tókust. Samningamir, sem gjörðir voru ]’ann 28. febr. 1929 voru bundnir við áramót, og þ'eim mátti ekki segja upp síðar en þrem mánuð- um áður en samningstíminn var útrunninn. Síðan hefir verft vinnufriður á togaraflotanum. Þann 1. okt. síðastliðinn vai* uppsagnarfresturinn útrunninn á þessu ári. En samningum togarasj ómanna hefir ekki verið sagt upp. Og það, að samningunum er ekki sagt upp nú, þýðir það, að vinnufriður , er tryggður allt næsta ár. Hvað sem fyrir kemur er nú tryggður vinnufriður á öllum ís- lenzka togai'aflotanum fram til 1. jan. 1932. Og vonandi helzt hann þá einn- ig áfram. Vinnufriður á togaraflotanum er eitt af aðallífsskilyrðum þjóð- arinnar eins og nú standa sakir. Árið 1928 nam útfluttur afli þeirra 47 togara, er þá voru í landinu, ca. 20 miljónum og 200 þúsundum króna, að síldaraflan- um meðtöldum. Síðan hefir togurunum fjölgað. En þó ekki sé gjört ráð fyrir fleiri togurum nú en árið 1928 ætti meðalframleiðsla hvers mán- aðar að vera ca. 1 milj. 600 þús. kr. virði. Mánaðarvinnustöðvun á togara- flotanum kostar íslenzku þjóðina 1 milj. og 600 þús. kr. í útflutt- um afurðum. Vinnudeilan í ársbyrjun 1929 stóð yfir í tvo mánuði, frá 31. des. til 28. febr. Og enginn veit, hve lengi sú vinnudeila hefði staðið, ef forsætisráðherrann hefði ekki borið gæfu til að stilla til friðar. Hver mánuður, sem vinnufrið- urinn helzt, færir Islendingum að meðaltali 1 milj. 600 þús. kr. heim í þjóðarbúið. Á hverjum þeim tímamótum, þegar heils árs vinnufriður er framundan, má þjóðin draga and- ann léttara. Þjóðin öll hefir þá, eins og að morgni sáttadagsins fyrir hálfu öðru ári, ástæðu til að færa hljóðar þakkir þeirri landsstjórn, sem gæfuna átti til að semja friðinn. Á slíkum tímamótum er ástæða til þess fyrir kjósendur í þessu landi, að hugleiða, hvort ekki muni farsælast að styðja þann landsmálaflokk, sem málunum miðlar, þegar atvinnulíf þjóðar- innar er í voða. Hæstaréttardómur í Vaxtatökumáli Jóhannesar Jó- hannessonar fyrv. bæjarfógeta var kveðinn upp í gær. Ákærði var dæmdur til að greiða 800 kr. sekt og- málskostnað fyrir báðum réttum. Dómsforsetinn lýsti yfir því, að ágreiningur hefði orðið innan réttarins, um úrslit máls- ins. Úrslitanna í þessu umtalaða og eftirtektarverða máli verður nán- ar minnst í næsta blaði. ---o---- „Fj alldalask ólarnir1 og Morgunblaðið. I. Mbl.ritstjóramir hafa síðastlið- inn sunnudag, aldrei þessu vant, xundið hvöt hjá sér til að skrifa um skólamál. Er það raunar bros- legt og óviðkunnanlegt, þegar menn, sem ekki hafa haft mann- dóm til að tileinka sér einfóld- ustu atriði móðurmálsins, eftir tíu ára nám í æðri skólum, ætla sér að leiðbeina þjóð sinm í menntamálum. En þó að þessi sunnudagshugvekja þeirra Jóns og Valtýs sé bæði klaufaiega orð- uð og þó enn ver hugsuð, geíur hún talsvei*t tilefni til íhugunar. Orð óvituma manna eru oft speg- ill ijótra lífsskoðana, og svo er í þetta sinn. Mbl. hedur því fram, að „nú- verandi landsstjóm sýi.i vísind-- um og sérfi’æði allri fullnn fjand- skap“, að hún vilji halda háskól- anum í -sem mestri niðurníðslu og „gefa stúdentunum á gaddinn“. Hið fátæka íslenzka þjóðfélag hefir þó í vanmætti sínum orðið að gefa mörgum manninum á gaddinn, sem betra eldi hefðu verðskuldað en „fjólupabbar“ Mbl. Það er ærið undarlegt, að Mbl. skuli nú fyrst uppgötva það, að háskólinn sé húsnæðislaus. Eins og allir vita hefir hann verið það i 19 ár eða síðan hann var stofn- aðui’, árið 1911. Þegar íslenzka þjóðin réðst í það að stofna há- skóla, var það öllum ljóst, að þar var meira færst í fang en gjört hefir verið í nokkru öðru landi með tilliti til fólksfjölda. Danir, sem eru nokkuð á fjórðu miljón, hafa allt fram á síðustu ár ekki átt nema einn háskóla. Norðmenn eiga heldur ekki nema einn liá- skóla. Svíar, sem eru 6 miljónir, eiga tvo. Svipað er að segja urn Þjóðverja. Þar lætur nærri, áð einn háskóli sé fyrir hverjar þrjár miljónir íbúa. Norðurlanda- búar og Þjóðverjar eru þó bezt menntar þjóðir í heimi og fram- arlega á sviði vísindanna. Islend- ingar hafa því með stofnun liá- skóla, gjört meira fyrir vísindi og sérfræði en nokkur önnur þjóð í heimi með tilliti til fólksfjölda. Hvar kemur svo fram „fjand- skapur“ núverandi stjóraar , í garð vísindanna?. Hann kemur gleggst fram í því, að stjórnin flutti á síðasta þingi frumvarp um, að ríkið skyldi láta reisa nýja og vandaða háskólabygg- ingu, sem stæði á sporði hlið- stæðum byggingum erlendis. Hann kemur fram í því, að st.jórnin hlutaðist til um það, að Beykjavíkurbær léti háskólanum í té lóð nægilega stóra um ófyrir- sjáanlegan tírna á bezta stað í bænum. Stjórnin leit svo á, að úr því að smáþjóðin íslenzka teldi sér það lífsskilyrði, að halda uppi vísindalegri menntastofnun, þá vrði að búa svo að henni, sem máttur þjóðarinnar frekast leyfði. Þó að stjórnin hefði ekki gjört annað fyrir skólann en að tryggja honum landi'ými, myndi það eitt nægja til að reisa henni minnis- varða í sögu háskólans. En þetta ætti stjómin að hafa gjört af óbeit á vísindum og sérfræði eftir því sem Mbl. segir, Kennslumálaráðherrar íhalds- IJtan ár heimi. I. I áliti Indlandsmálanefndarinn- ar brezku, eru margvíslegar og ítarlegar skýrslur um indverskt þjóðlíf, og framkvæmd löggjafar- starfs og umboðsstjórnar í Ind- landi. Indverska þjóðfélagið er að rnjög litlu leyti sambæijlegrt við þjóðfélög Norðurálfunnar. Landið er álíka stórt og þriðjungur Ev- rópu og íbúatalan svipuð og í Evrópu allri, að Rússlandi xmdan- teknu. Löggjafai-þingið, sem í rauninni hefir mjög takmarkað vald, er tiltölulega fámennt og sum kjördæmin eru enn á stærð við Italíu eða Bretlandseyjar. Kemur þetta af því, að kjördæm- in eru ekki eingöngu bundin við ákveðin héröð, heldur velja ein- stakir trúarflokkar og stéttir þingmenn hver fyrir sig, innan livers kjördæmis. Stærsti þröskuldurinn í vegi indverskrar sjálfstæðisbaráttu er sundurlyndi þjóðarinnar sjálfrar. I þessu risavaxna þjóðfélagi, sem er tíu sinnum stærra en enska þjóðin, er hver höndin upp á rnóti annari. Stór hluti þjóðar- innar er Múhameðstrúar og milli Múhameðstrúannanna og Brahma trúarmanna er sífeld óvild. Trú- arsetningar hlaða múr milli sjálfra landsins bama. Brahma- trúarmenn telja kúna t. d. heil- agt dýr, og í þeirra landeignum á hún öruggan griðastað nema þegar ljón eða tígrisdýr verða henni að bana. En hjá Múham- eðstrúarmönnum er kýrin aftur á móti fóraardýr. Stéttaskiftingin er annað höf- uðmein indversku þjóðarinnar. Hver stétt er mannfélag út af fyrir sig, og ber að halda þeim stranglega aðskildum, enda njóta þær mjög misjafnra virðinga. En utan og neðan við stéttirnar, eru „úrhrökin“ svonefndu (paria), sem ekki eiga heima í neinni flokksins sátu hjá og horfðu á það aðgjörðalausir, að beztu lóðir bæjai'ins voru byggðar upp og hreyfðu hvorki hönd né fót til þess að tryggja háskólanum samastað inni í höfuðstaðnum. Sarna var að segja um mennta- skólann, næstæðstu menntastofn- un þjóðarinnar. Ekkert var gjört til að tryggja þeim skóla land- rými. Sjálft skólahúsið var látið hröma ár frá ári og kennslumála- ráðherramir, sem Mbl. lagði blessun sína yfir, stigu þar aldrei fæti inn fyrir dyr. Þegax núvei'- andi kennslumálaráðherra kom í heimsókn þangað, nokkrum dög- um eftir stjórnarskiptin, ætlaði sá aldurhnigni heiðursmaður, sem þá veitti skólanum forstöðu, varla að trúa sínum eigin augun. Svo mikilli samúð hafði hann ekki átt að venjast frá „vinum séi'fræð- innar“ í tíð íhaldsins. En þegar stjórain, að þeim manni látnum, setti í í’ektorsembættið ungan og efnilegan vísindamann í miklu áliti, ætlaði Mbl. alveg að ganga að göflunum út af því, að rektor- inn skyldi ekki hafa verið valinn úr hópi þeirra, sem sofið höfðu á verðinum. Slík var umhyggjan fyrir vísindunum í þeim herbúð- um fyrir einu ári síðan. Á Akureyri hefir verið, fyrir atbeina núverandi stjórnar, kom- stétt, og eru fyrirlitnir eins og líkþráir menn eða bersyndugir hjá Gyðingum. „Deildu og drotnaðu“ var orð- tak Rómverja, í viðskiftunum við fjölmennar, undirokaðar þjóðir. Það er engin furða, þó að Ind- verjum veiti erfiðlega í barátt- unni við brezku yfirvöldin — og hungrið. II. Þýzku kosningamar eru stærsti viðburður Norðurálfunnar í síð- astliðnum mánuði. Eftirtektar- verðastur er sigur National-Social- istanna, sem varla voru til fyrir þrem árum, en eru nú næst- stærsti flokkur þingsins. Stefna þessa flokks er óljós, en fylgi sitt fékk hann mest úr hópi ungra kjósenda. Kosningabaráttan var ákaflega hörð, svo að víða hlut- ust ryskingar og meiðsl af og sumstaðar manntjón. Jafnaðamjenn eru ennþá stærsti flokkur þingsins, en hafa þó minna fylgi en áður. Höfðu áður 31,2% þingsætanna en nú 24,8%. Aftur á móti jókst þingfylgi Kommúnista úr 11% upp í 13,2%. En milli Jafnaðarmanna og Kommúnista var mjög hörð barátta í kosningunum, eins óg nú er víðast hvar í heiminum. Þjóðernissinnar Hugenbergs, urðu mjög hart úti í kosningun- um og misstu helming þess þing- fylgis, er þeir höfðu áður. 1924 voru þeir annar stærsti flokkur þingsins, og fengu þá rúmar 6 milj. atkv. 1928 var atkvæðatal- an ekki nema 4,3 milj. og nú að- eins 2,4 milj. og þó meiri þátt- taka í kosningunum en nokkru sinni áður. Sá gamli íhaldsflokk- ur virðist því hafa lifað sitt feg- ursta. Stærsta spurningin eftir kosn- ingaraar er um afstöðu National- Socialistanna. Verða þeir Fas- cistaflokkur eftir ítalskri fyrir- rnynd eða klofna þeir yfir í fylk- ingar öfgamannanna til hægri og vinstri. ið úpp nýjum menntaskóla, sem býr kjamann úr norðlenzkum menntamönnum undir vísindanám í háskóla. Mbl. og íhaldsflokkur- inn allur bai'ðist á móti þessari ráðstöfun í þágu sérfræðinnar. Og þó vai' stofnun norðlenzka menntaskólans ekkert annað en tilraun til að auðga íslenzka vís- indastarfsemi árlega að kröftum nokkui'ra gáfumanna, sem að öðr- um kosti höfðu ekki tök á að búa sig undir sérfræðinám vegna fjar- lægðar frá höfuðstaðnum og dýr- tíðarinnar, sem þar er ríkjandi. Það er hverjum manni ljóst af því, sem hér er sagt, að því fer ákaflega fjarri að núverandi stjórn hafi sýnt af sér fjandskap í garð þess hluta námsmanna,sem stefnir til sérfræðimenntunar. Nú- verandi stjóm hefir þvert á móti gjört miklu meira fyrir þessa menn en nokkur önnur stjórn á undan henni. Staðhæfing Mbl. 1 þessu efni getur því aðeins verið af tveim ástæðum, fávizku eða yfirdrepskap nema hvorttveggja sé. Það er líka auðsætt, af framan- nefndi'i gi'ein í Mbl., að blaðinu er annað ríkara í huga en umhyggj- an fyrir vísindunum. Engum, sem einhver kennsl ber á þann mann- söfnuð, sem stendur að Mbl. og fjólunum, dettur heldur í hug, að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.