Tíminn - 11.10.1930, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.10.1930, Blaðsíða 4
208 TlMINN Lakjargtftu 10 B. Reykjavik Sími 823 hefir nú fyrirliggjandi birgðir af nýjustu gerðum viðtækja frá tveim þekktustu verksmiðjum í Evrópu: Telefunken og Philips. Útsölu verzlunarínnar hafa: I Reykjavík: Raftækjaverzlun Islands h.f., Laugav. 6. Sími 1510. I Hafnarfirði: Valdimar Long, kaupmaður. í Árnessýslu: Kristinn Jónsson, rafstöðvarstjóii, Eyrarbakka og Ágúst Pálsson bóndi, Skúfsdal, Villingaholtshreppi. I Vestmannaeyjum: Haraldur Eiríksson rafvirki. í Vík í Mýrdal: Kaupfélag Skafefellinga. I Austur-Skaftafellssýslu: Kaupfél. Austur-Skaftfellinga, Homafirði Á Djúpavogi: Kaupfélag Berufjarðar. Á Fáskrúðsfirði: Gissur Erassmusson rafstöðvarstjóri. A Reyðarfirði: Kaupfélag Héraðsbúa. Á Norðíirði: Páll Þormar kaupmaður. Á Seyðisfirði: Kaupfélag Austfjarða. A Borgarfirði: Kaupfélag Boi’garfjarðar. A Vopnafirði eystra: Kaupfélag Vopnafjarðar. Á Þórshöfn: Kaupfélag Langnesmga. Á Raufarhöfn: Einar B. Jónsson kaupmaður. A Kópaskeri: Kaupfélag Norður-Þingeyinga. Á Húsavík: Kaupfélag Þingeyinga. A Akureyri: Kaupfélag Eyfirðinga. Á Siglufirði: Andrés Hafliðason kaupmaður. Á Sauðárkróki: Kaupfélag Skagfirðinga. A Blönduósi: Kaupfélag Austur-Húnvetninga. Á Hvammstanga: Kaupfélag Vestur-Húnvetninga. Á Borðeyri: Sigurður Dahlmann stöðvarstjóri. Á Hólmavík: Hjálmar Halldórsson stöðvarstjóri. Á Isafirði: Kaupfélag Isfirðinga. I Bolungavík: Gísli Sigurðsson stöðvarstjóri. Á Bíldudal: Ágúst Sigurðsson kaupmaður. Á Patreksfirði: Aðalsteinn Ólafsson kaupmaður. I Búðardal: Kaupfélag Hvammsfjarðar. I Stykkishólmi: Kaupfélag Stykkishólms og W. Th. Möller stöðvar- stjóri. Á Sandi og í Ólafsvík: Magnús Guðmundsson, prestur. í Borgamesi: Kaupfélag Borgfirðinga. á Akranesi: Þjóðleifur Gunnlaugsson rafstöðvarstjóri. Ennfremur era óráðnir útsölumenn á nokkrum stöðum, en þeir verða auglýstir síðar, þegar búið er að fá þá. sem hafa þurkað vínstrauminn við strendur landsins, og gjört heiðarlegu fólki mögulegt að vera á almennum samkomum, þar sem drykkjuræflar íhaldsins annars vaða uppi. En þann eina lög- gæzlumann sem ekki gætir skyldu sinnai’, sem beinlínis æsir til ó- friðar í landinu og fyrirlitningar á lögum og rétti, þann mann tek- ur Mbl. og skrifstofa Lárasar Jó- hannessonar að sér. Reglusama löggæzlumenn skoðar Mbl. og lið þess sem andstæðinga sína, og býr þannig að þeim, en falli mað- ur í þeirri stétt, byrji að nota vín sjálfur o. s. frv., þá er slíkur maður um 1 eið búinn að öðlast inngangsmerki í samfélag Mbl.- . rnanna. B. S. Reikningsskil Dungais. Mbl. síðastl. sunnudag hefir tekið upp vopn fyrir Dungal lækni. Tilefnið er það, að stjórn- in ákvað fyrir ári síðan nýja skipun á launakjörum hans. Áður var það mjög óljóst og óákveðið, hvað hann hafði að launum fyrir störf sín, því að atvikin ein, með aðstoð hans sjálfs, skömtuðu honum launin*). — Tíminn hefir gjört sér far um að kynna sér reikninga rannsóknarstofu Há- skólans, til þess að komast fyrir hið sanna í þessu efni. En það hefir ekki reynst áhlaupaverk, með því að reikningsskil Dungals munu hafa verið með nokkuð öðr- um hætti en títt er um starfs- menn ríkisins. Er það vel farið, að Mbl. hefir vakið máls á þessu. lærður væntanlega fróðlegt að kynnast nánar reikningsskilum Dungals læknis: xxx. *) Laun Dungals eiga nú eftir því sem Mbl. sjálft segii-, að verða 000 kr. á mánuði. Blaðið telur víst,, að Dungal muni verða hungurmorða á þessum launum! j A ugnlækningakennslan ! í Jtiáskólanum. lhaldsblöðin gera veður mikið út af bréfi, sem heilbrigðismála- i'áðherrann ritaði læknadeild Há- skóians og sem var svo hljóðandi: „Dóms- og kirkjumálardðuneytið. Reykjavik, 30. september 1930. Með þvi að augnlæknir sá, hr. Kjartan Ólafsson, sem nokkur liluti læknadeildar Háskólans mælti með til kennslustarfa i augniækningum við Háskólann, heí'ir um nokkur undanfarin missiri vanrækt læknis- störf sin á mjög áberanda hátt, þá hefir stjórnin lagt fyrir rikisféhirði, aö hætta að greiða hr. Kjartani 01-, afssyni iaun fyrir kennslu viö Há- skólann frá 1. október næstkomanda. Hins vegar mun styrkur þessi verða greiddur hæfum lækni, ef tiilögur koma um það frá læknadeild Há- skólans. Jónas Jónsson. /Gissur Bergsteinssorri. I fjárlögunum eru veittar 1000 kr. til augnlæknis í Reykjavík og er fjárveitingin bundin því skil- yrði, að augnlæknirinn kenni 1 tíma á viku í Háskólanum. — Um skipun manns til þessa starfa fer með sama hætti og um aðra kennara Háskólans, að hann er skipaður af heilbrigðismálaráð- herra, að fengnum tillögum læknadeildar Háskólans. Úrskurð- arvaldið um val mannsins er því hjá ráðherra og skilyrði fyrir skipun hans til starfans hlýtur að vera það, að ráðherra álíti hann hæfan, ekki einungis sem lækni, heldur sem dugandi mann. Nú er ráðherann á annari skoðun um nefndan augnlækni og mun ekki verða skotaskuld úr því, að rökstyðja málstað sinn, ef lækna- deildin kýs að halda þessu máli til streitu. Mun og auðvelt að benda á, að læknadeildinni era í fleiri efnum mislagðar hendur um val þeirra manna, er hún kýs að fela Háskólakennslu í mikils- verðum og vaxandi vísindagrein- um. Þakkarorð. Innilegt hjartans þakklæti votta ég undirrituð öllum þeim, nær og fjær, er á margvíslegan hátt ha.fa sýnt mér samúð, styrkt mig fjárhags- lega og á ýmsan veg ljett mér byrð- ina við fráfall míns elskulega eigin- manns, Guðna Alberts Guðnasonar. Óska óg þess og bið af alhug, að heill og hamingja sé með öllum þess- um velgerðamönnum mínum og að algóður guð blessi þá og störf þeirra öll í bráð og lengd. Vatnsdal Súgandafirði 30. sept. 1930 Krístín Jósefsdóttir Jörð til sölu. Jörðin Sel í Skaftafelli í ’ör- æfum, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum (1931). Heyfeng- ur á jörðinni er: 240 hestar taða, 160 hestar úthey (valllendi). Engjamar út úr túninu. Ágætur útigangur fyrir sauðfé. Túnið I girt og mestallar engjar. Fjárgirð- I ing fyrir lambfé á vorin. Iley- jj hlöður, er taka 450 hesta. Fjós fyrir 7 nautgripi, hesthús fyrir 8 hross, fjárhús fyrir 400 fjár. Nægilegt hrís til eldiviðar. Mat- jurtagarðar ágætir. Ibúðarhús í góðu standi, í fomum stíl. Vatn leitt í íbúðarhús og fjós. Sími er á staðnum. Jörðin fæst með ágætum kjör- um. Semjið við undirritaðan. Þórhallur Jónsson Skaftafelli. Auglýsing. Tapast hafa frá Amarstapa á Snæfellsnesi, kringum 20. sept- ember, 2 hestar. Rauður skeið- hestur, 10 vetra gamall, mark: tveir bitar aftan hægra og heil- rifað vinstra og jarpur klárgeng- ur 6 vetra, mark: lögg aftan? (Báðir með miklu faxi). Hestarn- ir eru ættaðir úr Rangárvalla- sýslu, undan Eyjafjöllum og úr Fljótshlíð. Sá, er kynni að verða var við téða hesta, er vinsamlega beðinn að gera aðvart í síma til kaupmanns Guðlaugs Halldórsson- ar, Amarstapa á Snæfellsnesi, gegn góðri þóknun. íslenzku Columbia-plötumar, sem voru hljóðritaðar í Reykjavík í suraar, eru komnar í verzlunina. Athugið. Flest fallegustu ís- lenzku sálmalögin eru nú til á plötum, sungin á islenzku af beztu söngmönnum landsins. — Sendið pantanir sem fyrst, svo plötumar komist til ykkar fyrir jól. Biðjið um plötuskrá. Vörur sendar gegn eftirkröfu út um allt land. Katrín Viðar Hljóðfæraverzlun. Lækjargötu 2. Tapast hefir arpur hestur 8—10 vetra, klár- jengur, með litla stjömu í enni, nark: sneitt hægra og hamrað /instra. — Eigandi Ámi Magnús- son, Sandgerði, Miðnesi. Ferðamenn, sem koma til Reykjavíkur, geta fengið ódýrasta gistingu á Hverf- isgötu 32. Þar sem Búnaðarbanki Islands hefir tekið við Viðlagasjóði Islands, ber skuldunautum sjóðsins hér eftir að snúa sér til bankans, en ekki ríkisféhirðis, með allt, sem sjóðnum viðkemur. Fjármálaráðuneytið anki islands li.l. Ávaxtið sparifé yðar í Útvegs- banka íslands h.f. Vextir á innlánsbók 4Vá% P- a. Vextir gegn 6 mánaða viðtökuskírteini 5% p.a. Vextir era lagðir við höfuðstólinn tvisvar á ári og þess vegna iaun- verulega hærri en annarsstaðar. HAVNEMBUEN KAUPMANIAHOFN mselir m*6 sínu aJviðurkemida RÚGMJÖLI ©g H YIITL Meiri vöruéæðí öfáanleg S.I.S. «Tg-i ftí-p eingöngri ■v±<3 olsnkrtxx Seljum og mörgum öðrum íslenzkum verzlunum. P.WJacobssn&Sön Timburvorslun. Símnefni: Granfuru. Stofnað 1824. Carl Lundagade Köbenhavn. Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfairna frá Svíþjóð. Sís og umboðssalar annast pantanir. :: :: :: EIK OG EFNI í ÞILFAR TIL SKIPA. :: :: :: SÍMASKRÁm 1931 Breytingar og leiðréttingar við símaskrána óskast sendar til símastjórans í Reykjavík sem allra fyrst, í síðasta lagi fyrir 1. nóvember næstkomandi. Augiysið í Tímanum Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Ásvallagötu 27. 'Sími 1245. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.