Tíminn - 18.10.1930, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.10.1930, Blaðsíða 3
TÍMINN 213 Jardir til sölu. Tvær samliggjandi jarðir, Hlíðarendi og Litla-Land í Ölfusi, eru til sölu, og lausar til ábúðar nú þegar. Jarðir þessar eru einhverjar beztu beitarjarðir í Árnessýslu. Væntanlegur kaupandi snúi sér til Kristins Jónssonar vagna- smiðs, Reykjavík, sem gefur allar nánari upplýsingar. Félag ungra Framsóknarmanna heldur fund í Sambandshúsinu þriðjudaginn 21. þ. m. kl. 8V2 síðd. Dagskrá: Framtíðarstarf félagsins. Nýjum félögum veitt viðtaka í fundarbyrjun. FÉLAGSSTJÓRNIN. Afgreíðsla Tímans er í Lækjargötu 6A. Sími 2353. Opin alla virka daga kl. 9—6. Ritstjóri blaðsins venjulega til viðtals á sama stað kl. 1—3 e. h. virka daga. G.) skyldi ekki fylgjast betur en þetta með embættisrekstri undir- manns síns. En ef til vill hefir orðalagið um „sparisjóðsinnstæð- ur með vöxtum“, sem áður var getið, villt honum, sem öðrum, sýn í þessu efni. Við rannsókn málsins hefir það komið í ljós ennfremur, að fyrir- rennari Jóh. Jóh. í bæjarfógeta- embættinu, Jón heitinn Magnús- son, fylgdi þeirri reglu að ávaxta fé dánarbúa. Hér er því um full- komna nýbreytni að ræða hjá Jó- hannesi Jóhannessyni. Síðasta orðið. Viðvíkjanda flutningi sparisjóðs- innstæðanna hefir hæstiréttur gjört þá uppgötvun, að „í nokkr- um af búum þeim, er vextirnir hafi numið hærri upphæð, er það sjáanlegt, að ástæða hefir verið til að taka upphæðina út að ollu eða nokkru leyti“. En niðurstaða hæstaréttar af ítarlegri athugun — og enginn skyldi efast um, að vel hafi verið leitað — er samt sem áður sú: „að ákærði hefir í mörgum bú- um hafið innistæður búsins úr sparisjóði án þess, að séð verði af aðalreikningsbókum eða skiptabók- um embættisins, að úttektin hafi veríð nauðsynleg vegna útborgana úr búinu“. En ályktunin af þessari niður- stöðu er það undarlegasta í þess- um undarlega dómi: „en engu að síður verður það þó ekki álitið, að ákærði hafi gjört þetta í þeim tilgangi að afla sér óréttmæts ávinnings, og brestur því heimild til að dæma hann eftir 142. gr. hegningarlag- anna“. Svo mörg eru þau orð. Hæstiréttur segir sjálfur, að ákærði hafi tekið til sín spari- sjóðsfé, án þess að unnt sé að sjá, að nokkur minnsta ástæða hafi verið til þess. Ákærði sjálfur hefir ekki getað komið með neina ástæðu, sem rétturinn telur frambærilega. En vextirnir af öllu þessu fé hafa runnið í „sjóð embættisins“ þ. e. til Jóhannesar Jóhannes- sonar. Eru þessir vextir þá ekki „ó- réttmætur ávinningur“ fyrir Jó- hannes Jóhaimesson? „Engu að síður verður það þó ekki álitið, að ákærði hafi gjört þetta í þeim tilgangi ag afla sér „óréttmæts ávinnings", segir hæstiréttur Islands. Af hverju verður það „ekki á- litið“? Og er nokkur frambærileg ástæða til þess að álykta annað en að hann hafi einmitt gjört það í þeim tilgangi? Hæstiréttur getur enga skýr- ingu gefið á því, hversvegna Jóh. Jóh. fann upp á því að taka að ástæðulausu vexti af annara manna fé, án þess að ætla sér að hafa ávinning af þvL En Jóhannes hefir sjálfur neit- að að hafa gjört þetta í „ávinn- ingsskyni“. En ef hann hefði játað? ... Það þarf áreiðanlega enga hæsta- réttarskarpskyggni til að renna grun í, að sá maður muni vera sekur, sem sjálfur játar á sig sektina! Hver er sökin? Jóhannes er dæmdur. Hæstiréttur hefir dæmt hann til að greiða 800 kr. sekt og málskostnað fyrir báðum réttum. En fyrir hvað? Hann er dæmdur fyrir það að hafa ekki aðvarað menn um, að þeir ættu möguleika til þess að fá vexti af fé sínu. En hann er ekki dæmdur fyrir það að leggja sjálfm- þessa pen- inga á vöxtu og hirða sjálfur vextina af því, sem var lögmæt eign annara manna. Eftir því, sem hæstiréttur sjálfur segir, hefir Jóhannesi orð- ið tvennt hliðstætt á í meðferð dánarbúa. Hann hefir dregið að skila pen- ingum, en skilað þeim samt. Fyrir það er hann dæmdur í 800 kr. sekt og málskostnað sam - kvæmt 144. gr. hegningarlaganna. Hann hefir haft aðra peninga undir höndum — vexti af fé annara manna — og þessum pen- ingum hefir hanri ekki skilað. Fyrir það er hann sýkn saka, að dómi hæstaréttar! ólöglærður almenningur getur ekki skilið þessa niðurstöðu nema á einn veg — þennan: Það er refsivert að taka til sín fjáimuni, sem aðrir eiga og skila þeim seint. En það er ekki refsivert að taka til sín fjármuni, sem aðrir eiga og skila þeim aldrei! „I sjóði embættisins“. Frá leikmanns sjónarmiði hvílir engin hula yfir rökum þessa máls. Þau eru svo skýr, sem framast má verða. Eigendur dánar- og þrotabúa, sem bæjarfógetinn í Reykjavík hafði til meðferðar, hafa í em- bættistíð Jóh. Jóhannessonar tap- að vöxtum, sem nema rúmlega 60 þús. kr., ef reiknað er með 33/4% vaxtafæti. Ákærði hefir játað, að allir vextirnir af þessum peningum hafi runnið til sín. Hér er ekki hirðuleysi til að dreifa, því að ákærði hefir vitandi vits tekið peninga út úr spari- sjóðsbókum búanna, og fært inn í reikning sjálfs sín. Hæstiréttur segir sjálfur, að í „mörgum tilfellum“ sé ómögulegt, að finna neiria skýringu á flutn- ingi peninganna. Undirréttur sá ekki nema eina skýringu, og almenningur hefir heldur ekki séð nema eina skýr- ir.gu á þessari ráðabreytni. Hún er sú, að ákærði hafi hafið ' ijmistæðumar í ávinningsskyni. Er önnur skýring hugsanleg? Hæstiréttur hefir ekki getað bent á neina aðra skýringu. En hæstiréttur telur það ósann- að, að verknaðurinn hafi verið framinn „í þeim tilgangi að afla sér óréttmæts ávinnings“. Er þá ekki von, að ólöglærður almenningur verði undrandi og spyrji: Hvernig ætlar hæstaréttur að sanna það, að innbrotsþjófnaður sé framinn „í þeim tilgangi að afla sér óréttmæts ávinnings" — ef ákærði neitar að sá hafi verið tilgangurinn? Eða — er tilgangurinn ósann- anlegur, svo framarlega, sem ákærði neitar? Það er eftirtektarvert, hvað orðatiltækið „sjóður embættisins“ kemur oft fyrir í dómsforsendum hæstaréttar. Og því verður ekki neitað, að það sýnist í fljótu bragði ofboð sakleysislegt, þó að bæjarfógetinn í Reykjavík hafi látið sér svona ákaflega annt um „sjóð embættis- ins“ eins og rannsókn málsins ber vott um. Einhverjir, sem lítið vita um þetta mál, álíta kannske, að þessi „sjóður embættisins" hafi verið notaður til þess að létta fjárhags- byrðum af í’íkissjóði. En skrifstofukostnaður bæjar- fógetans í Reykjavík var ávalt greiddur úr ríkissjóði, samkvæmt reikningi frá bæjarfógetanum sjálfum. Það væri vissulega athugunar- efni hvað af því myndi leiða, ef starfsmenn hins opinbera yfir- leitt, færu að ávaxta peninga „í sjóði embættisins“ á sama hátt og Jóhannes Jóhannesson. Vegamálastjóri, vitamálastjóri, forstjóri áfengisverzlunai' ríkisins, forstjóri skipaútgjörðarinnar — allir þessir opinberu starfsmenn og margir fleiri gætu ósköp vc-1 fundið upp á því að fara að ávaxta peninga „í sjóði embættis- ins“ alveg eins og Jóhannes Jó- hannesson. Og það er enginn vafi á því, að „embættissjóður“ gæti dafnað prýðilega í höndum þessara starfsmanna, ef þeir færu að eins og Jóhannes Jóhannesson. Og það er ekki heldur loku fyr- ir það skotið, að þessum opinberu starfsmönnum gæti fallizt til ein- hver „mistök“ í embættisfærslu, svo að ástæða væri til þess, að dómi Jóh. Jóh. að leggja ríflega í „embættissjóð“. Forlögin höguðu svo til, að Jó- hannes Jóhannesson var skipta- ráðandi í smábæ, sem ekki taldi nema 25 þús. manns. Gjörum ráð fyrir, að sami Jóh. Jóh. hefði verið skiptaráðandi i stórborg, þar sem heima áttu miljónir manna og dánardægrin námu hundruðum þúsunda. I slíku tilfelli myndi varla vera annar atvinnuvegur álitlegri í heiminum en að hafa umráð „em- bættissjóðs“ með hæstarétt ls- lendinga í baksýn. Slíkar og þvílíkar hugleiðingar vakna við lestur hæstaréttardóms- ins í sakamálinu gegn Jóh. Jó- hannessyni. Og spumingar eins og þessi: Má öryggi almennings í hinu ís- lenzka þjóðfélagi við því, að kveðnir verði upp fleiri hæsta- réttardómar, eins og dómurinn í máli Jóh. Jóhannessonar? Samkvæmt íslenzkum lögum liggur æðsta dómsvaldið í höndum hæstaréttar. Dómum hæstaréttar verður ekki breytt. En dómar hæstaréttar verða að þola sinn dóm, alveg eins og önn- ur mannaverk. Réttarmeðvitund þjóðariimar er voldugri en nokkurt dómsatkvæðl. Það er þjóðin, sem veitir völd og- tekur þau aftur. Og þjóðin, sem völdin veitir, heimtar að handhafar valdsins gjöri grein fyrir verkum sínum. Gráar hær- ur eða embættistign veita þar enga undanþágu. ----o----- Fréttir eru í öðru tbl., sem út kem- ur í dag. Tilkynning • til útvarpsnotenda á Islandi Undirritaður hefir fyrir hönd PHILIPS RADIO A/S Köben- havn, opnað hér í Reykjavík, eftirlits- og viðgerðastöð, með nafninu: PHILIPS RADIO gegningarstöð á Islandi, Snorri P. B. Amar, Reykjavík. er tekur að sér allskonar eftirlit og viðgerðir á PHILIPS-tækjum. Ennfremur lætur gegningarstöðin í té leiðbeiningar og upplýsing- ar viðvíkjandi PHILIPS RADIO og tækjum þeirra. Á öllum PHILIPS-tækjum er eins árs ábyrgð gegn verksmiðju- göllum, þannig að þau stykki, er á fyrsta ári kunna að bila, verða endumýjuð ókeypis, þó verður vinna við að setja ný stykki 1 reiknuð. Útvarpsnotendum er þessvegna bent á að verði eitthvaö að PHILIPS-tækjum þeirra, að snúa sér til gegningarstöðvarinnar, sem mun veita þeim þá aðstoð, er með þarf. Gegningarstöðin hefir bækistöð sína í Lækjargötu 2 uppi, og utanáskrift hennar er, pósthólf 354. Virðingarfyllst, Snorri P. B. Anuu'. Phílips er nafn, sem allir útvarpsnotendur kannast við. Tæki þeirra eru landkunn fyrir gæði, enda hefir stefnuskrá PHILIPS verið að smíða eingöngu það bezta sem á hverjum tíma er hægt. Verðið hafa þeir fengið niður með gífurlegri framleiðslu. Þrátt fyrii' hin viðurkenndu gæði, er verðið á PHILIPS tsekj- um, miðað við önnur tæki af svipuðum gæðum, lágt, og til þess að stuðla að útbreiðslu útvarpsins hér á landi, hefir félagið sett sérstakt verð á tæki sín fyrir íslenzka útvarpsnotendur, sem er lægra en nokkursstaðar annarsstaðar. Þessutan er eins-árs ábyrgð á öllum PHILIPS tækjum, gegn verksmiðjugöllum, og til þess að gera þá ábyrgð verulega gagn- lega, hefir félagið stofnsett hér í Reykjavík, gegningarstöð, sem hefir með höndum eftirlit og viðgerðir á öllum þeirra tækjum. Útvarpsnotendur, þegar þér kaupið útvarpstæki yðar, þá biðj- ið um PHILIFIS tæki, og þér getið verið vissir um að fá það bezta sem á hverjum tíma fæst. Þér fáið eins árs ábyrgð með tækjunum, og verði eitthvað að, þá snúið yður til gegningarstöðv- arinnar, sem mun aðstoða yður. PHILIPS hafa tæki af öllum gerðum, 2-lampa, 8-lampa og 4- lampa. Þau fást fyrir rið-straum, rak-straum eða fyrir rafvaka, þar sem ekkert rafmagn er fyrir hendi, Útvarpsstöðin fer nú að hefja starfsemi sína, þá vilja allir eignast útvarpstæki. Kaupið þá eingöngu tæki af beztu gerð. Kaupið tæki með ábyrgð, Kaupið PHILIPS tæki Hálf jörðin Vatnsdalur í Fljótshlíð fæst til ábúðar á næsta vori. Kaup getá komið til greina. Jörðin gefur af sér um 600 hesta af heyi í meðalári. Allmikið af túnum og engjum er vél- slægt. Tún afgirt og engjar að miklu leyti. Landrými geysimikið. Skógarítak. Menn snúi sér til eiganda jarðarinnar, Guðjóns Jónssonar í Vatnsdal, eða Jóns Árnasonar, Njálsgötu 78, Reykjavík, er veitdr allar nánari upplýsingar. Kaupum vel verkaðar garnir hæsta verði Samband Isl. samvinnufélaga Kjöttunnur, L. Jacobsen, KÖBENHAVN Símn.: Cooperage V A L B Y allt til beykisiðnar, smjörkvartel o. s. frv. frá stsrstu beykissmiðj- um í Danmörku. Höfum 1 mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaupmanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.