Tíminn - 18.10.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.10.1930, Blaðsíða 2
212 TlMINN Hinsvegar telur rétturinn, að Jóh. Jóh. hafi með óhæfilegum drætti á skiftum búa orðið brotlegur við 144 gr. hegningarlaganna, sem f jallar lim vanrækslu*) í embættis- rekstri. Á þeim grundvelli dæmir hæstiréttur Jóh. Jóh. í sektir en ekki fangelsi. Dómur hæstaréttar. Það er ekki ofmælt, þó að full- yrt sé, að dómur hæstaréttar í sakamálinu gegn Jóh Jóh. hafi vakið almenna eftirtekt og undr- un. Ekki svo að skilja, að nokkur maður furði sig á því, að ákærði hefir verið dæmdur í 800 kr. sekt fyrir drátt á búaskiptum, heldur hinu, að æðsti dómstóll þjóðarinn- ar skuli líta svo á, að trúnaðar- manni almennings hafi verið heimilt að leggja fé annara manna á vöxtu, og eiga sjálfur vextina. Almenningur hefir * jafnan litið svo á, að vextir af peningum séu ætíð eign þeirra, sem peningana eiga. Ástæðumar til þeirrar miklu eftirtektar, sem dómurinn hefir vakið, eru aðallega tvær: Að dómurinn fer í bága við það almenningsálit, sem myndast hef- ir í sambandi við upptök og rekst- ur málsins og Að forseti hæstaréttar sjálfs lýsti yfir því í heyranda hljóði, um leið og dómur var upp kveð- inn, að dómendurnir héfðu ekki verið sammála um úrslit málsins. Það mun vera nokkuð almennt álit, að það hafi einmitt verið sjálfui' forseti hæstaréttar, Lárus H. Bjamason, sem ágreininginn gjörði um dómsúrslitin, þó að engin opinber yfirlýsing liggi fyrir um það efni frá hans hálfu eða réttarins. Það er eðlilegt og óhjákvæmi- legt, að almenningur finni ástæðu til að gagnrýna þann dóm, sem sætt hefir mótmælum innan rétt- arins sjálfs, sem kvaö hann upp. Kétturinn hefir ekkert látið uppi um það, hvað ágreiningnum hafi vaidið. En, að svo komnu máli, er full ástæða til að ætla, að af- staða þess dómarans, sem ágrein- inginn gjörði, hafi verið í meira samræmi við álit almennings en dómurinn sjálfur eins og endan- lega var frá honum gengið. Skulu hér 1 eftirfarandi köflum gjörð að umtalsefni þau atriði í forsendum hæstaréttardómsins, sem ríkast tilefni gefa til athug- unar. Ákærði greiðir málskostnað. Það er ákveðið í dómnum, að ákærði, Jóh. Jóh., „greiði allan kostnað sakarinnar, bæði í héraði og hæstarétti“. Með því að dæma ákærða til að greiða allan máls- kostnaðinn, felst skýlaus viður- kenning réttarins á því, að full ástæða hafi verið til málshöfðun- ar af réttvísinnar hálfu. Eins og kunnugt er, var því haldið fram af flokksblöðum Jóh. Jóh., að málshöfðunin væri pólitisk ofsókn gegn honum og annað ekki. Þessi staðhæfing er nú ómerkt með dómi hæstaréttar. Kjósi blöð íhaldsflokksins að halda henni til streitu, felst í því ásökun til hæstaréttar um það, að hann telji pólitiskar ofsóknir réttmæt- ar og álíti að þeir, sem ofsóttir *) Allar leturbreytingar gjörðar hér. Úr því að dómur fyrir van- rækslu hefir nú verið kveðinn upp yíir fyrveranda bæjarfógeta, er ekki úr vegi að geta þess, að i embættis- rekstri þeim, sem Jóh. Jóh. bar á- byrgð á, hefir sennilega fallizt til efni í fleiri svipaða hæstaréttardóma. Rannsóknin út af morði Guðjóns Finnssonar, sem vanrækt var á herfi- legasta hátt, vegna oreglu fulltrúans, sem hafði hana með höndum, er mörg- urn enn í fersku minni. Hitt vita færri, sem n,ú er fram komið, að rannsókn hefir verið þögguð niður í sumum afbrotamálum, og að afbrota- menn þeir, sem í hlut áttu, léku sér að því að hæða lögregluna, í skjóli „réttvísinnar". Vinnst sennilega tími til þess síðar, að nefna ýms minnis- verð dæmi í þessu sambandi. eru, eigi sjálfir að bera kostnað- inn, sem „ofsóknin“ hefir í för með sér. Hvað sem öðru líður felst í málskostnaðardómnum viðurkenn- ing hæstaréttar sjálfs á því, að það hafi að minnsta kosti verið álitamál, hvort Jóh. Jóh. sé sekur eða ekki sekur um brot gegn 142. gr. hegningarlaganna frá 1869. „Ekki hagkvæm stjóm á fé búanna“! 1 forsendum dómsins segir svo: „Ákærði hefir viðurkeimt, að hann almennt hafi fylgt þeirri reglu að ávaxta eigi fé búa, þeim til hagnaðar, á meðan þau vóru undir skiptum, og verður þetta að vísu eigi talin góð eða hag- kvæm(!) stjóm á fé búanna, þar sem um verulegar fjárhæðir var að ræða og búskiftin tóku svo langan tíma, að ávöxtur fjárins hefði verið verulegt fjárhagsat- riði fyrir þau“. Þrátt fyrir þessa miður „hag- kvæmu stjórn á fé búai«na“ kemst hæstiréttur að þeirri níðurstöðu, að þar sem hvorki skiftalögin né önnur lög eða reglugjörðir „skylda skiftaráðendur til að á- vaxta búafé meðan á skiftuin stendur, þá verður vanræksla í þessum efnum eigi ta'.'n refsiverð fyrir ákærða“. Skiftalögin íslenzku eru frá ár- inu 1878 eða rúmlega hálfrar ald- ar gömul. Þegar þau lög voru sett, var enginn banki til í land- inu og því skiljanlegt, að löggjöf- unum sæist yfir þann möguleika, að einn stærsti liðurinn í því að gæta hagsmuna ekkna og mun- aðarleysingja yrði einmitt sá að koma fjármunum þeirra á vöxtu í banka. Með almennum rökum virðist sjálfsagt að álykta að breyting viðskiftalífsins hlyti að hafa slíka skyldu í för með sér. Og í sjálfu sér er ákaflega erfitt að sætta sig við þá tilhugsun, að bæjarfógetinn í Reykjavík hafi haft gaman af að geyma peninga ávaxtalausa í kistuhand- raðanum, og myndi í slíkum fjár- reiðum koma fram meiri óvizka en óheiðarleiki. Ákærði játar, að hafa sjálfur tekið vextina. Hæstiréttur segir í forsendun- um: „Ákærði hefir viðurkennt, að vextir af því fé, er hér ræðir um, og geymt var í bönkum, hafi runnið til sín sem embættistekj- ur, til reksturs embættisins, en eigi til búanna, og telur þetta vera réttmætt — — enda telur ákærði þetta eðlilegt, þegar um skiftafé sé að ræða, því mikil peningaábyrgð og kostnaður sé samfara skiftameðferð búanna. Því til sönnunar hefir hann skýrt frá því, að hann í eitt skifti hafi orðið að greiða af eigin fé 4000 kr. fyrir mistök við búaskifti, og síðan hafi það komið fyrir, að hann hafi síðustu 4 árin (okt. 1924—des. 1928) haft mann í J jónustu sinni, aðallega sér til aðstoðar við búskiftin og greitt honum 200 kr. í laun á mánuði af eigin fé, er líann hafi eigi fengið endurgreitt sem embættiskostnað, og muni vextir, er til hans hafi runnið af geymslufé búa í bönk- um, eigi gjöra betur en hrökkva fyrir töpum og kostnaði sínum við búskiftin“. Þessar afsakanir bæjarfógetans tekur hæstiréttur góðar og gild- ar. Eftir því virðist rétturinn líta svo á, að fé búanna hafi átt að standa í einskonar samábyrgð fyrir mistökum ákærða sjálfs við skifti búanna. Um það er ekkert sannað, hvort tap af slíkum „mistökum“ hafi verið mikið eða lítið, en í þessu sambandi virðist það engu máli skifta. Það, sem máli skiftir er, hvort ákærða hafi verið heimilt að láta búin í sam- einingu (einnig þau, sem ekkert „tapaðist“ á) bera hallann af „mistökunum“. Hæstiréttur felst á, að honum hafi verið það heim- ilt, en almenningur mun álíta, að akærði hafi sjálfur átt að bera ábyrgðina á því sem aflaga fór í hans eigin embættisrekstri. Flokksbróðir ákærða, Magnús Guðmundsson fyrverandi dóms- málaráðherra, hefir á Alþingi 1928 látið greinilega í ljós álit sitt í þessu efni. „Vextir af geymslufé búa eiga að ganga til þeii*ra, sem féð eiga“ segir Magnús Guðmundsson í Al- þingistíðindunum B-deild 1928. Magnús Guðmundsson vai* þá ekki þeirrar skoðunar, að þessir sömu vextir ættu að ganga til þess að bæta bæjarfógetanum upp tjón af mistökum í embætt- isrekstrinum. Það er raunar eftirtektarvert, að þessi sami Magnús Guðmunds- son, varð til þess á árunum 1929 30, að verja fyrir hæstarétti þessa ráðstöfun vaxtanna, sem hann áður taldi fráleita. En það atriði skiptir engu máli. Almenn- ingur er þeirrar skoðunar, að al- þingismaðurinn Magnús Guð- mundsson hafi haft réttara fyrir sér árið 1928 en hæstaréttar- raálaflutningsmaðurinn Magnús Guðmundsson, þegar hann var að verja vaxtatökuna frammi fyrir dómstólunum 1—2 árum síðar. Ekki „í ávinningsskyni*'! i dómsforsendum hæstaréttar segir svo: „Þá er það sannað, að ákærði hefir haft þá venju, að hefja úm- stæður, er bú hafa átt í bönkum og sparisjóðuin og leggja þær í sjóð embættisins. Hefir ákærði neitað því eindregið og afdráttar- laust, að hann hafi gjört þetta í ávinningsskyni, en kveðst hafa hagað þessu þannig, til þess að vera ætíð undir það búinn, að geta borgað útgjöld búanna með peningum eða ávísunum á banka, en hitt hafi verið ógjörlegt með þeim starfskröftum, er hann hafi haft á að skipa, að hafa banka eða sparisjóðskontó fyrir hvert einstakt bú, enda hafi það verið ætlun sín, að skifta búunum þá þegar eða mjög fljótt eftir að innistæðan var* hafin, þótt þessu á stundum hafi ekki orðið fram- gengt. Hafi reglan verið sú, að búunum hafi verið gjörð grein fyrir vöxtum til þess dags, er innstæðan var tekin út, en þar á móti hafi búunum ekkí verið reiknaðii' neinir vextir, eftir að féð vai* komið inn í sjóð embætt- isins. Hefir í allflestum eða öllum tilfellum verið lögð fram á skifta- fundi skilagrein fyrir innistæð- um og vöxtum til þess dags, er innistæðan var tekin út. Hefir skrifstofa lögmannsins í Reykja- vík tekið þessar skilagreinir út úr búskjölunum og þær verið lagðar fram af nýju í hæsta- rétti“. Eftir að hafa lesið framanritað- an kafla í forsendum hæstarétt- ar liggur framferði ákærða svo ljóst fyrir, að ekki verður um það villst. Það er sannað, segir sjálfur hæstiréttur, að ákærði hefir tekið peninga, sem búin áttu inni í bönkum og sparisjóð- um og lagt þá inn í sinn reikn- ing. Ákærði játar sjálfur, að frá því að innistæðumar voru hafnar, hafi búin ekki fengið þá vexti, sem þau auðvitað hefðu fengið, ef innistæðurnar hefðu legið kyrrar. Allan þann tíma, sem skiftin drógust, eftir að pening- arnir voru fluttir til, lágu inni- stæðurnar í „sjóði embættisins". Og vextina fékk „sjóðui* embætt- isins“ en ekki eigendur búanna. En „sjóður embættisins“ var ekk- ert annað en bankareikningur Jó- hannesar Jóhannessonar. En hversvegna voru innistæð- urnar fluttar úr bankareikning- um búanna yfir í bankareikning Jóhannesar Jóhannessonar? Ákærði neitar því eindregið og afdráttarlaust, að hann hafi gjört það í „ávinningsskyni“. En hversvegna gjörði hann það Ákærði segist hafa gjört það í þeirri trú, að hann myndi „skifta búunum þá þegar eða mjög fljótt eftir að innistæðan var hafin“. En 'hversvegna skifti hann ekki búunum? Hæstiréttur segir sjálfur, að sá dráttur sé ekki réttlætanlegur. Og hann segir meira. Hann segir að drátturinn sé „hegningarverður“ og dæmir ákærða í 800 kr. sekt' fyrir það, að þessi dráttur skyldi eiga sér stað. En hvað er þá réttlætanlegt í þessu framferði ákærða?*) Enginn lifandi maður í þessu landi hefir komið auga á þá rétt- lætingu. Hæstiréttur bendir held- ur ekki á þessa réttlætingu. Og samt kemst rétturinn að þeirri niðurstöðu, að verknaðurinn sé réttlætanlegur og ekki sé hægt að dæma ákærða eftir 142. gr. hegningarlaganna. Hæstiréttur er svo elskulegur að taka trúan- lega staðhæfingu ákærða, að hann hafi ekki gjört þetta „í ávinn- ingsskyni“. Samþykktu eigendumir vaxtatök- una? Meðal þeirra ástæðna, sem hæstiréttur færir fram fyrir því að sýkna beri ákærða af broti á 142. gr. hegningarlaganna eru þessar: „Bera skiftabækurnar það með sér, að í flestum þeim búum, þar sem verulegar sparisjóðsinn- stæður hafa verið hafnar, hafa erfingjar eða umboðsmenn þeirra mætt í skiftalok, samþykkt skift- in og gefið skilyrðislausa kvittun fyrir arfinum“. Hæstiréttur virðist með öðrum orðum líta svo á, að erfingjar dánarbúa hafi, með því að hreyfa ekki mótmælum, samþykkt ráð- stafanir ákærða, þ. e. gefið hon- um vextina af frjálsum vilja, og af þeirri ástæðu verði að skoða þá sem lögmæta eign hans. Slík á- lvktun virðist, vægast sagt, mjög hæpin. Þegar litið er á það, að hér eiga í hlut í mörgum tilfell- um ekkjur og munaðarlaus börn, sýnist nokkuð langt gengið, að ætlast til þess, að slíkir aðilar hieyfi mótmælum gegn aðferð skiptaráðanda, þótt vafasamar kunni að vera. Ástæðan til þess að hið opinbera hlutast til um skifting erfðafjár, er ekki síst sú, að þörf þykir á að vernda sérstaklega rétt þess, sem minna máttar er. Hlutverk skiftaráð- andans er og á að vera að gjör- ast verndari munaðarleysingj- anna. Hvar er þá réttlæti og mannúð í þessu þjóðfélagi, ef hæstiréttur Islands heimtar, að ekkjur og böm séu á verði gegn verndurunum, sem ríkisvaldið sjálft hefir sett til þess að gæta réttar lítilmagnanna ? Það kemur au^vitað stundum fyrir, að málafærslumenn mæta við búskifti af hálfu erfingja. En af ástæðum, sem síðar verða tilgreindar, er það ljóst, að jafn- vel málafærslumönnum hefir sést yfir framferði ákærða gagnvart búunum. Til þess liggja einmitt góðar og gildar ástæður, sem fram hafa komið við rannsókn málsins. I forsendum undirréttardóms- ins stendur m. a.: „Stundum er bókun á skifta- gjörðum þannig, að eðlilegt er, að menn veiti því eigi athygli, að vextir séu eigi reiknaðir af inni- eign hjá skiftaráðanda. Má í því sambandi nefna sem dæmi skifta- gjörð í búi önnu Stephensen. Fullnaðarskifti í því búi fara fram 30/4 1928. Einn eignaliður- *) Sú skýring ákærða, að hann hafi hafið innistæðurnar til þess, að spara vinnukraft á skrifstofunni, er jafn erfið til skilnings og niðurstaða hæstaréttar. Var það erfiðara að gefa út. jafnmargar ávísanir á marg- ai innistæður en eina? Aftur á móti hlýtur tilfærsla innistæðanna að hafa haft talsverða vinnu í för með sérl inn er nefndur: „Vextir og arð- ur meðan stóð á skiftum“. Við athugun á aðalreikningsbók sést, að hér er aðeins átt við vexti og arð, sem greiðst hefir inn til skiftaráðanda af ríkisskuldabréf- um, veðdeildarbréfum og öðrum arðbréfum búsins, en ekki vexti af innieigninni hjá skiftaráð- anda“. Og ennfremur: „Þegjandi samþykki hlutaðeig- enda getur tæplega verið um að ræða í þessu tilfelli, því að í út- hlutunargjörðimar er venjulega bókað, þegar svona stendur á, meðal eignaliða: „Hafin spari- sjóðsinnistæða með vöxtum“ eða „hafið innlánsskírteini með vöxt- um“, eða bara „sparisjóðsinni- stæða með vöxtum“. Er eðlilegt, að aðilar hafi skilið þessar bók- anir þannig, að vextir væi*u reiknaðir til skiftadags og inni- stæðan nýhafin. Sem dæmi má nefna: Dánarbú Mortens Hans- ens. Sparisjóðsinnistæður og vextir, samtals kr. 43130,28, var hafið af skiftaráðanda 24. sept. 1923. Á lokaskiftafundinum 15. júlí 1925 er bókað sem eignaliður 3: „Hafin sparisjóðsinnistæða með vöxtum“ kr. 43130,28“. Það er auðvitað alveg óskiljan- legt, hversvegna ákærði notar þetta orðalag „sparisjóðsinnistæða með vöxtum“, þegar einungis er um þá vexti að ræða, sem fallizt höfðu til, áður en hann flntti inn- stæðurnar í reikning sinn. Á þeim tima, sem féð var tekið, voru vextirnir, þeir sem smámsaman liöfðu bætzt við, auðvitað sem hver önnur sparisjóðsinnstæða og óþarfi að aðgreina þá frá því, sem lagt hafði verið inn í bókina. Hinsvegai* er skiljanlegt, að aðil- ar eða umboðsmenn þeirra hafi álitið, að átt væri við vexti, sem skiptaráðandi sjálfur hefði greitt af fénu eftir að hann flutti það í sinn eigin reikning. Þetta vill- anda orðalag hefir vafalaust í mörgum tilfellum komið í veg fyr- ir mótmæli, þegar aðilar á annað borð voru viðstaddir á skipta- fundum, en oft er enginn mættur af hálfu erfingja og því engin skilyrði til mótmæla. Lagabreytingin 1928. í forsendum hæstaréttar stend- ur: „Ennfremur er það ljóst, að ákvæði síðara hluta 8. gr. í lög- um nr. 67/1928 um að embættis- menn þeir í Reykjavík, er ræðir um í lögunum, þar með talinn skiptaráðandi, skuh ávaxta fé það, er þeir hafa undir höndum vegna embættis síns, til hagnað- ar fyrir eigendur þess, hvílir á þeirri forsendu, að hér sé um nýmæli*) að ræða“. Er hér átt við lögin um „dóms- málastarfa, lögreglustjóm o. fl. í Reykjavík“, sem samþykkt voru á þinginu 1928. Erfitt er að skilja, hvaðan dómurum hæstaréttar kemur sú speki, að yfirlýsing löggjafanna um það, að einhver verknaður sé rangur, sé viðurkenning á því, að hann hafi áður verið réttmætur! Þvert á móti kemur það fram í umræðum, einmitt um þessi lög, að fyrverandi dómsmálaráðherra landsins, Magnús Guðmundsson, hefir staðið í þeirri góðu trú, að bæjarfógetinn í Reykjavík hafi greitt vexti af búafé. Magnús Guðmundsson segir af- dráttarlaust: „Ég hefi verið viðriðinn nokk- ur skipti hér í bænum, og alltaf, þegar um verulegar peningaupp- liæðir hefir verið að ræða, hafa búinu verið færðir vextir til tekna cg komið til skipta“ (Alþt. B. 4753). Það er að vísu leiðinlegt, að fyi*verandi dómsmálaráðherra (M. *) Umrætt ákvæði var þvert á móti sett til þess að taka af öll tvímæli um, að samskonar skiptameðferð ætti að v.era í Rvík og annarsstaðar, þó að lögin væru út af fyrir sig. Ritstj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.