Tíminn - 25.10.1930, Blaðsíða 2
21S
TIMINN
Lántðkuheimild ríkisstjórnarinnar
Athugasemdir fjái-málaráðherra við rangfærslur Morgunblaðsins.
Út af skrifum Mbl. viðvíkjandi
lántökuheimild ríkisstjórnannnar,
hefir fjármálaráðherra beðið Tím-
ann fyrir athugasemdir hær. er
hér fara á eftir:
í Morgunblaöinu i gær scendui
eftirfarandi klausa:
„Snemma á síðasta þingi skýrði
fjármálaráðherrann frá, að stjórnin
hefði á síðastliðnu hausti tekið 5%
milj. kr. bráðabirgðalán í London.
Eftir annað stjórnarár núverandi
valdhafa voru skuldirnar því orðnar
18,5 milj. kr.
En skuldasúpan er ekki öll talin
ennþá.
A síðasta þingi fékk stjórnin heim-
ild til að taka I6V2 milj. kr. lán fþar
af 4y2 milj. til íslandsbanka og LJt-
vegsbankans). þarf ekki að efa að
stjórnin tekur lán þetta, svo framar-
lega, sem hún fær það með við-
unandi kjörum“.
Ummæli þessi verða ekki skilin
á annan veg en þann, að ríkis-
sjóður sé að sumu leyti búinn, og
að nokkru leyti ætli sér á næst-
unni að taka alls 22 milj. kr. lán.
Þessi frásögn er bæði röng, og
villandi.
I lögunum um lántöku fyrir
ríkissjóð, frá síðasta Alþingi er
ríkisstjórninni heimilað að taka
allt að 12 milj. kr. lán, og jafn-
framt er það ákveðið í lögunum,
að 5Ví milj. kr. bráðabirgðalánið,
sem gerður var um samningur
seint á árinu 1929, skuli teljast
hluti af því. Hér er því ekki um
tvær upphæðir að ræða, heldur
eina, sem aldrei getur farið fram
úr 12 milj. kr. ,
Viðvíkjanda bráðabirgðaláninu
skal það tekið fram að ekki var
notaður nema minni hluti þess á
árinu 1929 þrátt fyrir það, að þá
var greitt allmiklu meira af eldri
skuldum ríkissjóðs en lög stóðu
til; og enn hefir lánið ekki verið
notað að fullu.
Um þær 4i/2 milj. kr., sem blað-
ið segir að teknar verði að láni,
handa Utvegsbankanum, er það
að segja, að í lögum Utvegsbank-
ans er stjórninni heimilað að taka
H/2 milj. kr. lán til þess að leggja
fram sem hlutafé í bankann.
Auk þess er í* sömu lögum
ákveðið að ríkissjóður leggi fram
sem hlutafé 8 milj. kr. af því fé,
sem hann átti inni í íslandsbanka.
Þar er því ekki um neina nýja
lántöku að ræða, heldur er þetta
fé, sem Magnús Guðmundson tók
að láni 1921, og lánaði Islands-
banka.
Þegar til þess kemur að 12
milj. kr. lánsheimildin verður not-
uð, hefir ríkisstjómin ákveðið að
meginhluti lánsins fari til Búnað-
arbankans, Landsbankans og síld-
arbræðsluverksmiðjunnar. Búnað-
arbankinn greiðir að miklu leyti
vexti og afborganir af því fjár-
magni, sem til hans rennur. 1
Landsbankalögunum er gjört ráð
fyrir því að ríkissjóður leggi
bankanum stofnfé að upphæð 3
milj. kr. þetta verður frambúðar-
eign, sem ætlast er til að bankinn
greiði ríkissjóði vexti af. Stofn-
kostnað síldarverksmiðjunnar,
sem verður sennilega yfir 1 milj.
kr,. ber verksmiðjan sjálf uppi,
bæði með vexti og afborganir.
í tilefni af skrifum Morgun-
blaðsins, fyr og síðar, um láns-
traustsspjöll ríkisins erlendis,
vegna Islandsbankamálsms o. fl.
skal það tekið fram, að þeirra
hefir hvergi orðið vart við neitt
tækifæri. Þvert á móti hefir ís-
land nú hvervetna mætt velvild og
trausti. Allt tal Morgunblaðsins
og fylgiblaða þess, um þetta efni,
eru því staðlausir stafir.
Reykjavík, 23. okt. 1930.
Einar Árnason.
----o-----
pýzkur botnvörpungur hitti nýlega
ílutningaskip sem heitir „Ameta“ og
var á leið til Hornafjarðar, illa statt,
úti á rúmsjó sunnan við land. Hafði
komið leki að skipinu. Bjargaði
botnvörpungurinn skipshöfninni, en
setti þrjá af sínum mönnum um borð
í skipið og ætlaði að draga það til
Vestmannaeyja. En af því að ofviðri
var við eyjarnar, var áfram haldið
til Reykjavíkur. En svo hörmulega
vildi til, að taugin milli skipanna
slitnaði í ofveðrirui og hefir ekki
sézt til „Ameta" síðan eða þjóðverj-
anna þriggja, sem á skipinu voru.
Sænsk tunga liefir í liaust verið
tekin upp sem námsgrein við
menntaskólann á Akureyri.
Nokkur ord
til Valtýs Stefánssonar.
Enginn maður gæti orðið
greinilegar rekinn upp í hom en
þú ert í svari þínu til mín í Mbl.
síðastl. sunnudag. Eins og þín er
venja, hleypur þú frá öllum til
raunum til þess að rökræða þann
djúptæka þjóðmálaágreining, sem
hér var til umræðu. I stað rök-
ræðna leitast þú við að víkja mál-
inu inn á persónulegan grundvöll,
cg ferð með dylgjur um það, að
ég muni hafa aflað mér fjár á
annan hátt en þann, sem ég tel
heiðarlegan. Slíkt er vitanlega úr
lausu lofti grípið og hefir ekki við
flugufót að styðjast. — Kemur
vitanlega ekki til mála að eyða
tíma né rúmi blaðsins til þess að
elta þig lengra út í rökþrot þitt
og andlega eymd. En ekki skyldir
þú hrapa svo til eigin óhappa að
gefa á þér slíkt höggfæri, sem þú
gefur með dylgjum þínum. Vita
það allir, að þú hefir vegna fjár-
öflunar brugðist ætt þinni, upp-
eldi og hugsjónum, hafi ræktun-
armálin verið þér hugarhaldin,
eins og þú lézt í veðri vaka. Sam-
vinnustefnunni 'hefir þú ekki ein-
ungis brugðizt, heldur hefir þú
leitast við að ofsækja hana og
svívirða eftir litlum mætti þínum.
Ekki skal um það sagt, hversu
hefir verið háttað fjáröflun þinni
í sambandi við Mbl. En mælt er
að þar hafir þú illa hrekkjað
andlegan sifjabróður þinn, Láras
Jóhannesson. Telja sumir, að það
hafi „komið vel á vondan“. — Er
dirfska þín furðuleg, er þú kýst,
með tilefnislausri illkvitni og
dylgjum, að leggja þig undir
gagnrýni ekki einungis sem blaða-
mann heldur sem persónu. —
Vona ég að þessi orðaskipti okkar
kenni þér að hugsa þig tvisvar
um, áður en þú næsta skipti
bekkist að fyrra bragði til við
samvinnumenn. J. Þ.
-----o----
Hæsta ílug, sem farijð hefir verið
a Islandi, er 11 þús. fet og var fanð
í Súlunni fyrir nokkrum dögum.
Var flugvélin þá með 4 menn innan-
borðs. par, sem flugvélin kom hæst,
var 12 stiga frost en 4 stiga hiti á
sama tíma niðri við jörð. Flugvélin
var 35 mínútur upp en 15 mín. nið
ur aftur.
Fréttlr
Einar Árnason fjármálaráðherra og
.Tónas þorbergsson útvarpsstjóri eru
nýkomnir norðan úr landi.
Brúarvígsla. þann 12. þ. m. var vígð
hin nýja steinsteypubrú á Hafralónsá
1 Norður-þingeyjarsýslu, að viðstöddu
fjölmenni. Athöfnin liófst með ræðu
sr. þórðar Oddgeirssonar á Sauðanesi.
þá talaði þingmaður kjördæmisins,
Benedikt sveinsson, og lýsti yfir því,
að brúin væri opin til umfcrðar.
Kvæði höfðu orkt Jóhannes Jóhannes-
son áður bóndi á Ytra-Lóni, Jón Guð-
mundsson hreppstjóri í Garði og Jón
Jónsson brúarsmiður. Ennfremur
skemmti söngflokkur undir stjórn Ara
Jóhannessonar kennara í þórshöfn.
Auk þeirra, sem fyr voru nefndir,
tóku til máls af hálfu héraðsbúa
Guðmundur Vilhjálmsson kaupfélags-
stjóri á þórshöfn, Jóhannes Árnason
bóndi á Gunnarsstöðum, Jóhannes Jó-
hannesson frá Ytra-Lóni, Jón Björns-
son kaupm. i þórshöfn og Jón Guð-
mundsson hreppstjóri í Garði. Enn-
fremur Guðm. Kristjánsson póstur og
Jón Jónsson brúarsmiður. Var góður
rómur gjörður að söngnum og máli
ræðumanna, en mestur varð fögnuður
áheyrenda, er Guðmundur kaupfé-
iagsstjóri, í lok ræðu sinnar mælti
fyrir minni ríkisstjórnarinnar. Og er
iæðumaður lauk máli sínu með svo-
felldri árnaðarósk:
„Lengi lifi hin framtakssamasta og
bezta stjórn, er verið hefir á landi
hér!“
tók mannfjöldinn undir með marg-
földum „húrra“-hrópum.
Sr. Sveinbjöm Högnason er orðinn
skólastjóri við Flensborgarskólann í
Hafnarfirði. Lárus Bjarnason kenn-
ari, sem í 12 ár hefir starfað við
Gagnfræðaskólann á Akureyri, er
fluttur til Hafnarfjarðar og tekur
eftir ósk skólastjóra við kennslu í
Flensborgarskóla, en þar var hann
kennari áður en hann fór til Akur-
evrar. Steindór Steindórsson verður
náttúrufræðikennari við menntaskól-
ann á Akureyri. , •
Prestsvígsla. Einar Sturlaugsson
cand. theol. var síðastliðinn sunnu-
dag vígður aðstoðarprestur til Eyrar-
prestakalls í Barðastrandarsýslu.
Að gefnu tilefni skal það tekiö
fram, að Snæbjörn Kaldalóns var
ekki skipstjóri á togaranum „Agli
Skallagrímssyni", þegar sá togari var
kærður fyrir landhelgisveiðar í Garð-
sjó.
Brezka parlamentið hefir se.nt AL
I'ingi að gjöf silfurblekbyttu áletraða,
ágætan grip, ásamt skrautrituðu a-
varpi, undirrituðu at forsetum beggja
Jólin
nálgast
Skrifið með næstu
ferð eftir plötulistum
okkar yfirlíslenzkar og
útlendar grammófón-
plötur.
Af pöntunum, sem
komnar eru í okkar
hendur fyrir 1. nóvem-
ber, gefum við 10% af-
slátt!
Sent gegn eftirkröfu.
Hljóðfæraliúsið
Sími 656.
Símnefni: Hljóðfærahús
t
Vigdís Marteinsdóttir
Hinn 20. þ. m. andaðist á Landakots-
spítaia Vigdís Marteinsdóttir frá
Yztafelli.
Vigdís var fædd og uppalin að
Bjarnarstöðum í Bárðardal. En á
þroskaárum sínum dvaldi hún lengst
með systur sinni, frú Kristbjörgu að
Yztafelli. Hér í Reykjavík hefir hún
dvaiið siðan 1917, og nú siðast á heim-
ili systurdóttur sinnar og fóstru, frú
Kristínar Sigurðardóttur, og manns
hennar Hallgríms Sigtryggssonar.
Vigdís var fríð kona og gerfileg.
Hún átti þær gáfur og skapferli, er
vakti ást og virðing allra, er hana
þekktu.
Hún var 55 ára er hún andaðist.
deilda parlamentisins. þakka forset
arnir Viðtökur þær, er fulltrúar
Breta hlutu hér á Alþingishátíðinni.
Nemendur í Menntaskóla Norður-
lands eru nú um 180.
Kosningaúrslit í Noregi: Jafnaðar-
menn 47, íhaldsemnn 45,, Vinstri-
menn 31, Bændaflolcksmenn 26.
Tillögur Fascista um endurskoðun
Young-samningsins, stöðvun skaða-
bótagreiðslna og endurskoðun friðar-
samninganna hafa verið felldar í
þýzka þinginu með 323 atkv. gegn
236.
Um ull og gærur
Garðar Gíslason heildsali hefir
skrifað greinabálk mikinn í Morg-
unblaðið, sem hann kallar „Vöru-
vöndun og mat“.
Æðimikið af ritgjörð þessari
eru almennar hugleiðingar um
verðsveiflur á heimsmarkaðnum
og þó mér finnist full ástæða til
að minnast nokkuð á þennan lið
í grein höfundarins, þá hefi ég
ekki tíma til þess í þetta sinn.
Skal aðeins geta þess, að ég átti
alveg nýskeð tal við bónda ofan
úr sveit, sem hafði lesið grein
Garðars og spurði mig hvort svo
mikil brögð hefðu verið að vigtar-
svikum á gærum undanfarin ár,
að verðið væri nú meira en helm-
ingi lægra en í fyrra. Ummæli G.
G. um vigtarsvik á íslenzkum
gærum eru þannig, að tæplega
verður öðruvísi skilið, en að hið
almenna og stórkostlega verðfall
á húðum og skinnum á heims-
markaðnum, stafi af vigtarsvik-
um nokkurra íslenzkra kaup-
manna.
I niðurlagi ritgjörðarinnar fjöl-
yrðir höfundurinn mjög um það,
hvað landbúnaðarvörumar sé illa
verkaðar og flokkun þeirra 0g
frágangur aliur lélegur og óá-
reiðanlegur. Kennir hann tveim-
ur aðilum aðallega um þetta:
bændum og matsmönnum var-
anna. Kaupmennina virðist hann
vilja undanskilja, því að hann seg-
ú um bænduma: „Þeir styðja til
valda þá, sem ofsækja verzlunar-
stéttina og hossa í hæsta sess
þeim mönnum, sem bezt hafa
gengið fram í því, að ófrægja og
skaða þá, er viðleitni sýna til
þess að bæta afurðirnar og finna
þeim markað“. Með „verzlunar-
stétt“ á G. G. jafnan aðeins við
,,kaupmannastéttina“, en svo ein-
kennilega bregður við, þegar
hann fer að draga fram dæmi til
sönnunar máli sínu um vörusvik,
þá eru það eingöngu kaupmenn,
sem virðast hafa fallið fyrir
l'reistingunni og sagt ósatt til um
vigtina á vörum sínum í fjár-
gróðaskyni fyrir sjálfa sig, en
þjóð sinni til hneysu og skaða.
Það er fjarri mér, að vilja á
nokkui-n hátt draga úr því, að
bændur vandi framleiðsluvörur
sínar, og matsmenn ræki skyldu
sína um eftirlit og mat á vörun-
um. En ég sé enga ástæðu til
þess, að láta því ómótmælt, þeg-
ar ráðist er á heilar stéttir
manna með ásökunum, sem eru
ósannar, eða svo málum blandað-
ar, að undantekningamar eru
gerðar að aðalreglu, eins og ber-
lega kemur fram í ritgerð G. G.
Og svo mikið gjörir hann úr und-
antekningunum, að hann segir:
,.Úr því sem komið er, virðist nú
um annað tveggja að velja: að
hætta við opinbert mat og vog
á landafurðum“ 0. s. frv.
Svona er ástandið illt að dómi
G. G. Hann leggur til að eyðilagt
sé áratugalangt starf í þarfir
vöruvöndunar, af því hvað bænd-
ur og matsmenn séu svikulir í
starfi sínu, en vantar svo rök til
sönnunar þessari staðhæfingu.
Þær vörutegundir, sem íslenzk-
ir bændur helzt framleiða til út-
flutnings, eru: kjöt, ull og gær-
ur. Um aðrar vörur er ekki rætt
hér. Tvær af þessum vörutegund-
um, ullin og kjötið, eru mats-
skyldar. Garðar heldur að gærur
séu líka matsskyldar, en það er
misskilningur.
Því ber ekki að neita, að mikið
skortir á að ullarmat sé í svo
góðu lagi, sem æskilegt væri, en
þó ber þess að geta, að meðferð
ullar hefir stórum batnað síðan
bændafélögin (kaupfélögin) tóku
ullarverzlunina að mestu í sínar
hendur. Það var líka Kaupfélag
Þingeyinga, sem byrjaði á ullar-
mati á félagssvæði sínu, um ald-
arfjórðungi áður en lög vóru sett
um almennt ullarmat. Það er al-
kunnugt, að það sem mest stóð í
vegi fyrir bættri meðferð á ull
vóru kaupmenn þeir, sem létu
ríkisbúrum og stórbokkum hald-
ast uppi að koma með ull sína
blauta og óhreina í kaupstaðinn
og borga þeim jafnhátt eða
hærra verð fyrir, en fátæklingun-
um, sem þorðu ekki að bjóða
fram slíka vöru. Og enn þann
dag í dag vinna margir kaup-
menn á móti bættri ullarverkun,
með því að þeir kaupa ull bænda
ómetna. Þetta hefir G. G. gjört
sjálfur til skamms tíma. Hefir
það oft borið við, að bændur
hafa farið með ull sína til þess-
ara kaupmanna, þó þeir annars
hafi skift við kaupfélög, af því
þeir hafa ekki viljað hlíta hinu
opinbera mati á ullinni, sem
kaupfélögin jafnan láta fara
fi’am um leið og ullinni er veitt
móttaka, svo hver maður njóti
þess, eða gjaldi, hvemig hann
hefir verkað ullina.
Margir ullarmatsmenn hafa
haft það við orð við mig, að
nauðsyn bæri til að fyrirskipað
væri mat á ull áður en verzlan-
irnar veita henni móttöku. Svo
mikið hefir þeim virzt það spilla
ullarverkuninni, að kaupmenn
taki ullina ómetna af bændum.
Eins og áður er getið, skortir
enn mikið á, að ullarmatið sé
komið í svo gott horf sem æski-
legt væri, en matið hefir stórbæxt
ullarverkunina og greitt mjög
fyrir sölu ullarinnar erlendis. Því
til sönnunar má geta þess, að
íslenzk ull hefir um mörg ár
verið seld eftir íslenzkum mats-
vottorðum, og þó það beri við,
að kaupendur þykist hafa ástæðu
til umkvartana, þá skeður það
sem betur fer fremur sjaldan.
Fyrir rúmum áratug var ó-
mögulegt að selja íslenzka ull
eftir mats- og vigtarvottorðunum,
heldur áskyldi kaupandi sér jafn-
an rétt til að skoða ullina og láta
vega hana á ný, þegar hann veitti
henni móttöku. Og ég fullyrði al-
veg óhikað, að það eru kaupfé-
lögin, sem með vöruvöndun og
samtökum hafa komið því til
ieiðar, að útlendir kaupendur láta
sér nægja að sjá aðeins vottorð
um mat og þyngd ullarinnar,
þegar þeir kappa ullina, og þó
tiðkast þetta sölufyrirkomulag
ekki annarsstaðar. Þessu til sönn-
unar skulu tilfærð ummæli úr
fyrirlestri, sem Mr. William
Hunter hélt 17. febrúar 1930 fyr-
ir „The Bradford Textile socie-
ty“. Mr. W. H. er framkvæmdar-
stjóri eins af stærstu ullarfirm-
unum í Bradford og varaforseti
brezka ullarbandalagsins (The
British Wool Federation).
í einum stað í fyrirlestrinum
íarast honum orð á þessa leið:
„Another Type of wool which
finds its way, in the main, to
American manufacturers is that
grown in lceland, which in spite
of the climate of the country in
which it is grown, is the softest
of the Jong wools which are pro-
duced in any country. There is
a feature in connection with this
Iceland wool which is not gener-
ally known, and that is that it,
is the only wool in the world
which is sold on Government
Grading Certificates. ... America
seems to be making an attempt
to emulate this system“.
Þýðing:
„önnur tegund ullar, sem aðal-
lo.ga er seld til amerískra verk-
smiðja, er íslenzka ullin, sem
þrátt fyrir veðráttufar lands-
ins, er mýkri en nokkur önnur
langull, sem framleidd er í heim-
inum. Eitt atriði í sambandi við
íslenzku ullina er mönnum yfir-
leitt ókunnugt, nefnilega það, að
hún er eina ullin á heimsmarkað-
inum, sem hægt er að selja eftir
matsvottorðum stjómarvalda. ...
Ameríka virðist vera í þann veg-
inn að taka upp sama fyrir-
komulag“.
Garðar segir um matsmennina