Tíminn - 15.11.1930, Blaðsíða 2
TlMINN
kosti eins hár og hjá íslenzka
ríkinu. Samanburður vaxtakjar-
anna raskast því ekki, þó að sölu-
gengi lánanna sé borið saman
eins og hér er gert, en ekki út-
borgunargengi, þar sem engar
skýrslur liggja fyrir um það, enda
hefir Magnús Jónsson ekki gert
slíkan samanburð um það í grein
sinni. Þetta verður látið nægja
að sinni. En síðar mun „enska lán-
ið“ frá 1921 athugað til saman-
burðar við þessa síðustu lántöku
íslenzku stjórnarinnar.
----o---
Fréttlr
Framsóknarfélag Reykjavíkur hélt
íund i Samhandshúsinu í gœrkveldi.
Einar Arnason fjármálaráðherra hóf
umrœður. Talaði hann um lántókur
ríkisins fyr og síðar og fjárhag þess
yfirleitt. Dvaldi ráðherrann einkum
við landbúnaðarlánið nýja og gaf
fundinum nákvœma skýrslu um
lánskjörin, sem hvarvetna i erlend-
um blöðum eru talin mjög hagkvœm.
Var ræðu ráðherrans tekið með mikl-
um fögnuði. Á eftir ráðherranum
tóku tíl máls bankaráðsmennirnir
Jón Árnason og Svavar Guðmunds-
son, ennfremur Halldór Stefánsson
aiþm., Hannes Jónsson dýralæknir
og Guðbrandur Magnússon forstjóri.
Fundurinn var fjölmennur og vöktu
umrœðurnar almenna ánægju.
Félag ungra Framsóknarmanna í
I-ieykjavik hélt fund í Sambands-
iiúsinu siðastl. þriðjudagskvöld. Hófst
fundurinn með kosningu nýrrar fé-
lagsstjómar. Formaður var kosinn
Tryggvi Guðmundsson, en meðstjórn-
endur Eysteinn Jónsson, Helgi þór-
arinsson, Sigurður Ólason og þór-
hallur Björnsson. Að lokinni stjórn-
arkosningu hófust umræður um „ald-
urstakmark við þingkosningar". Sam-
þykkti fundurinn áskorun til Alþing-
is um að færa aldurstalanark við
kjördæmakosningar og landskjör nið-
ur í 21 ár. Mun það vera fyrsta á-
skorun þessa efnis, sem borin er
fram af pólitísku félagi. Fjölda nýrra
félaga var veitt inntaka í fundar-
byrjun.
Hannes Jónsson dýralæknir er ný-
kominn austan úr Rangárvallasýslu.
1 þeirri för bólusetti hann sauð-
nautin í Gunnarsholti. í fyrra fór-
ust sauðnautin úr bráðafári, eins og
lcunnugt er.
Runólíur Björnsson bóndi á Kornsá
og sr. Jón Guðnason á Prestsbakka
eru staddir hér i bænum, til þátt-
töku í störfum kirkjumálanefndar.
En i nefndinni eiga sæti, auk þeirra,
Jónas þorbergsson útvarpsstjóri, sr.
þorsteinn Briem á Akranesi og sr.
Sveinbjörn Högnason skólastjóri i
Flensborg.
Sr. Einar Guðnason i Reykholti er
nýkominn til bæjarins.
Vigfús Guðmundsson bóndi og gest-
gjafi í Borgarnesi er staddur hér í
bænum.
Lárus H. Bjarnason hæstaréttar-
dómari hefir verið mikið veikur und-
nnfarið en er nú á batavegi.
Tvo fyrirlestra flutti frú Aðalbjörg
Sigurðardóttir í Nýja Bíó á sunnudag
og mánudag. Fyrri fyrirlesturinn
fjallaði um „gamla og nýja tímann"
en sá seinni um Krishnamurti. Voru
báðir merkilegir og þó . einkum sá
fyrri. Skýrði frúin frá ýmsum end-
urminningum frá bernsku og æsku-
árum sínum norður í Eyjafirði og
bar þær saman við lífskjör og hugs-
unarhátt uppvaxandi kynslóðar, i
skauti „nýja tímans". Sagðist henni
svo frá, að gleggsta endurminningin
frá bemskuárunum væri kuldinn i
sveitabæjunum. Vafalaust hefir margt
sveitabámið svipaða sögu að segja.
lrar fyrirlesturinn yfirleitt vel sam-
inn með afbrigðum, og kenndi þar
óvenju glöggs skilnings á árekstrar-
efnum tveggja kynslóða, sem hvor
um sig er þess vanmegnug að brúa
það regindjúp, sem milli þeirra or
orðið, fyrir áhrif breyttra lífskjara.
Vonandi birtir frú Aðalbjörg þetta
stórmerka erindi á prenti innan
skamms. En óneitanlega ber það
sorglegan vott um menningu höfuð-
staðarins, að ekki skuli vera meiri
aðsókn að slíkum fyrirlestrum en
barrnonikuskvaldri og flökkudönsur-
um, sem hingað em fengnir, til að
spilla smekk almennings, á opinber-
um stöðum.
Á kaffihúsi einu hér í bænum, þar
sem á boðstólum er ýmsar annars-
flokks daigrastyttingar, hefir nú und-
anfarið tíðkast sá siður, að tilkynna
á dönsku þegar skift er um atriði á
skemmtiskránni. f sambandi við
þetta er vert að minna á það, að
hin svokallaða „íslandsmynd", sem
liér var sýnd í Nýja Bió fyrir
skemmstu, hófst með sýningum úr
götulífi í Kaupmannahöfn! það þarf
ekkert Dana-hatur, til þess að ís-
lenzkir áhorfendur roðni af slíkum
tiltektum.
Óviðkunnanlegt er það i meira lagi,
2S4
lífsskilyrði þjóðarinnar voru lát-
in óleyst.
En af láni núverandi stjómar
verður hverjum einasta eyri varið
til þess að bæta landið ogr lífs-
skilyrði þjóðarinnar. 1 höndum
Framsóknarflokksins hefir ekki
myndast neinn tekjuhalli, sem
þarf að fylla með erlendu lánsfé.
Allan- þann tíma, sem bænda-
stjómin hefir setið við völd, hefir
veiið tekjuafgangur í ríkissjóðn-
um.
Samkeppnisprófið
og dómnefndin
Eftirfai’andi kæru hefir Barði
Guðmundsson settur prófessor
sent háskólaráðinu og jafnframt
beðið Tímann að birta. I því sam-
bandi hefir hann tekið það fram
í tilefni af fyrirspum frá rit-
stjóra blaðsins, að þótt hann
telji efnisval' dómnefndarinnar
hlutdrægt, sé það enganveginn
ætlun sín, að umrætt efni hafi
verið valið með vitund eða vilja
Þorkels Jóhannessonar mag. art.
eða að hans tiihlutun á nokkum
hátt.
Svo sem hinu virðulega háskóla-
ráði er kunnugt, varð prófessors-
embættið í sagnfræði við Háskóla
íslands laust um síðustu áramót
við fráför dr. Páls E. Óiasonar.
Eftir tillögu heimspekisdeildar há-
skólans setti kennslumálaráðherr-
ann mig undirritaðan til þess að
gegna embætti þessu um óákveð-
inn tíma og hefi ég gegnt því
síðan. Hinn 7. marz s. 1. lagði
heimspekisdeild til, að embættið
yrði auglýst til umsóknar og var
það gert með auglýsingu kennslu-
málaráðherrans dags. 10. apríl s.
1. Umsóknarfrestur var ákveðinn
til 25. júnímánaðar sama ár og
eftir ósk heimspekisdeildar þess
jafnframt getið, að umsækjendur
mættu vera við því bunir, að
samkeppnispróf yrði látið fara
fram.
Að liðnum umsóknarfresti
Þessvegna er nú hægt að verja
nýja láninu öllu og óskiptu til
nýrra framkvæmda, til að byggja
upp sveitabæina, til að stækka
túnin, til að auka bústofn bænd-
anna.
Landbúnaðarláninu verður ekki
varið til þess að borga skuldir
vanskilamannanna. Því verður
varið til þess að auka ai’ðinn af
vinnu skilamannanna og skapa
þeim viðimandi lífsskilyröi.
ákvað svo heimspekisdeild, að
samkeppnispróf skyldi fara fram
milli þeirra, er sótt höfðu um em-
bættið og skipaði nefnd til þess
að velja viðfangsefni til sam-
keppnisprófsins og dæma um úr-
lausnir keppendanna. Fyrir valinu
í þá nefnd urðu þeir prófessor
juris Einar Amórsson, prófesssor
juris Ólafur Lárusson, prófessor
theol. Magnús Jónsson, prófessor
dr. Sigurður Nordal og fyrverandi
prófessor dr. Páll E. ólason.
Þann 20. september tilkynnti
dómnefndin umsækjendum að úr-
lausnarefnið væri: Frjálst verka-
fólk á Islandi til siðaskipta.
Skyldu keppendur hafa skilað rit-
gerðum sínum fyrir 1. desember
1930. Sökum megnrar óánægju
sumra umsækjandanna, skoruðu
fjórir þeirra bréflega á dóm-
nefndina að veita lengri tíma til
úrlausnarinnar og ákvað nefndin
þá, að eigi þyrfti að skila ritgerð-
unum fyr enn 1. jan. 1931.
Aðalástæðan til þeirrar óánægju
úmsækjendanna, sem fyr getur,
var sú, að þeim þótti liggja í aug-
um uppi, að með vali úrlausnar-
efnisins væri einum umsækjend-
anna, Þorkeli Jóhannessyni mag-
ister, stóriega ívilnað. Álitu sumir
þeirra á hinn bóginn, að nokkra
bót mætti á því ráða með fram-
lengingu tímans. Við nánari at-
hugun hefir undirrituðum orðið
það fyllilega ljóst, að smávægileg
framlenging tímans er í þessu
sambandi einskis virði, því sam-
kvæmt gögnum, er mér hafa síð-
ar borizt í hendur er það bersýni-
legt, að dómnefndin hefir með
vali viðfangsefnisins gert sig seka
í hinni róttækustu hlutdrægni.
Þá bætir guðfræðingurinn enn
við: í fyrra tók danska stjómin
lán, $ 55.000.000.00, vextir éV^%,
útboðsgengi 95%. — Þetta er
rangt hjá guðfræðingnum. Lán
þetta er tekið 1928.
Til samanburðar við lántöku
íslenzka ríkisins tekur gi'einarhöf.
aðeins lántökur Norðmanna í
sumar og tvær danskar lántökur,
annað ríkislán Dana frá 1928 og
hitt innanríkislán, sem tekið var í
fyrra. Dönsku lánin eru hagstæð-
ari en það íslenzka, en norsku
lánin svipuð. Nú mun það ekki
orka tvímælis að danska og
norska ríkið njóta meira trausts á
peningamarkaði heimsins. En eins
og sést á samanburðinum hér að
framan, hefir íslenzku stjóminni
tekizt að fá lán með svipuðum
kjörum og Norðmenn, sem lán
tóku um líkt leyti. Samanburður
við Danmörku kemur síður til
greina, þar sem dönsku lánin em
ekki tekin á sama tíma.
Nú skulu að lokum nefndar
nokkrar lántökur frá þessu ári.
Lánin era ölli tekin í London.
Finnskt bankalán tekið í apríl.
Fjárhæð £ 1.000.000. Vextir. 6%.
Sölugengi 95%. Lánstími 25 ár.
Raunverulegir vextir, miðað við
sölugengi 6.65%. — íslenzka lán-
ið eins reiknað 5.7%.
Japanskt ríkislán tekið í maí.
P'járhæð £ 12.500.000. Vextir
5%i/2. Sölugengi 90%. Lánstími
35 ár. Raunvemlegir vextir, mið-
að við sölugengi 6.7%. — íslenzka
lánið eins reiknað 5.7%.
Þýzkt ríkislán tekið í júni.
Fjárhæð £ 12.000.000. Vextir
5y%%. iSölugengi 90%. Lánstími
35 ár. Raunverulegir vextir, mið-
að við sölugengi. 6.5%. — ís-
lenzka lánið eins reiknað 5.7%.
Austurrískt ríkislán tekið í júlí.
Fjárhæð £ 3.000.000. Vextir 7%.
Sölugengi 95%. Lánstími 27 ár.
Raunverulegir vextir miðað við
sölugengi 7.6%. íslenzka lánið
eins reiknað 5.7%.
Eins og áður er getið eru raun-
verulegir vextir af íslenzka lán-
inu, þegar tekið er tillit til lán-
tökukostnaðar, 6.18%. — 1 skýrsl-
um þeim, sem fyrir liggja um
lántökur annara ríkja, er lántöku-
kostnaðar hvergi getið, en það má
fullyrða, að hann er að minnsta
Mun ég nú með skírskotun og til-
vísunum til órækra gagna finna
þessum orðum mínum stað.
1. Sérgrein Þorkels Jóhannes-
sonar við nám norrænna fræða
við háskólann var: „Atvinnuhætt-
ir á Islandi til siðaskipta“. Að
vísu mun ekkert um þetta standa
í bókum heimspekisdeildarinnar,
en fyrverandi prófessor, dr. Páll
E. Ólason viðurkennir að svo hafi
verið.
2. Samkvæmt Árbók háskólans
1926—1927, bls. 32, var efni í
sexmánaða prófritgjörð Þorkels
Jóhannessonar til meistaraprófs
í norrænum fræðum: „Höfuðþætt-
ir í búnaðarsögu og búskaparhátt-
um Islendinga frá upphafi og
fram um siðaskipti. í umsókn
sinni um prófessorsembættið orð-
ar Þorkell þetta svo: „Höfuðrit-
gjörð mín til meistaraprófs fjall-
aði um atvinnusögu Islendinga frá
upphafi fram um miðja 16. öld“.
3. I erindi Þorkels Jóhannes-
sonar til fjárveitingamefndar
neðri deildar Alþingis 1928 (ódag-
sett) segir m. a.: „Allmörg und-
anfarin ár, hefi ég, sem þessar
línur rita, fengist við það, að
rannsaka sögu atvinnuvega vorra
og þar með hagsögu þjóðarinnar
frá upphafi. Er það ætlun mín, ef
mér endist líf og heilsa, og aðrar
ástæður leyfa, að halda þeim
rannsóknum áfram og rita sam-
fellda sögu atvinnuveganna með
stoð þeirra heimilda, sem frekast
er kostur á“. Með nefndu erindi
fylgja meðmæli tveggja dóm-
nefndarmanna, þeirra próf. Sig-
urðar Nordals og próf. Ólafs Lár-
ussonar.
4. 1 tilefni af greindu erindi til
fjárveitinganefndar Alþingis seg-
ir m. a. í Alþingistíðindum 1928
B. bls. 839—840: „Þá leggur
nefndin til að veita 1200 kr. til
Þorkels Jóhannessonar. Þorkell er
að undirbúa rit mikið um atvinnu-
sögu íslendinga. I hana vantar
ennþá mikilsverðan kafla, en
heimildum til hans hefir Þorkell
hugsað sér að safna fyrir þetta
fé. Þess skal getið að samkvæmt
16. lið 15. gr. fjárlaga fyrir 1929,
1930 og 1931 hefir Þorkeli Jó-
hannessyni verið veittur 1200 kr.
árlegur styrkur úr ríkissjóði til
þess „að safna drögum að at-
vinnusögu íslands, gegn 800 króna
framlagi annarstaðar að“. Hefir
það íramlag komið frá Sáttmála-
sjóði háskólans. Á þeim tíma er
Þorkell hefir verið þessa styrks
aðnjótandi af háskólafé, hafa all-
ir dómnefndarmennimir átt sæti
í háskólaráðinu.
Með framanrituðu er það sýnt
og sannað að magister Þorkell Jó-
hannesson hefir eigi aðeins valið
sér, sem sérgrein á háskólanáms-
árunum, atvinnusögu íslaids til
siðaskipta, heldur hefir hann, frá
því er hann lauk prófi og til þessa
dags haldið áfram rannsóknum
sínum í nefndri grein íslenzkrar
sögu, með það markmið fyrir
augum, „að rita samfellda sögu
atvinnuveganna, og notið til þess
að safna gögnum til þessa verks
opinbers styirks, kr. 2000,00 ár-
lega. Nú er það vitanlegt, að saga
frjáls verkafólks á íslandi, er ekki
aðeins einn af höfuðþáttum at-
vinnusögunnar heldur og órúfan-
lega samtengt öllum öðrum grein-
um hennar. Saga verkafólksins
verður eigi rituð, hagur þess, rétt-
indi og önnur kjör eigi skýrð,
nema með ítarlegum rannsóknum
á atvinnugreinum þeim er það
vinnur við. Þarf þetta eigi frek-
ari skýringar.
Þannig er það ómótmælanlegt,
að úrlausnarefni það, er dóm-
nefndin hefir valið til samkeppnis-
jirófsins, er tekið úr sérgrein eins
umsækjandans og fellur saman
við sögurannsóknir hans á undan-
förnum árum. Meira að segja hef-
ir dómnefndin ekki kinokað sér
við, að binda viðfangsefnið við
sama tíma og þann er sémáms-
rannsóknir umrædds manns náðu
vfir við háskólann, svo ekki skeik-
ar áratug. Er þetta því furðu-
legra sem upplýsingar hér um
voru gefnar í sjálfri umsókn Þor-
kels Jóhannessonar um prófessor*-
embættið.
Vegna virðingar háskólans, sem
verandi embættismaður við þá
stofnun, og vegna þeirrar rétt-
lætiskröfu um óhlutdræga dóm-
nefnd, er ég sem umsækjandi um
embættið á tilkall til, sé ég mér
ekki annað fært að vel athuguðu
máli en að kæra greinda dóm-
nefnd fyrir hinu virðulega há-
skólaráði, fyrir framanskráða óaf-
sakanlegu hlutdrægni og krefjast
þess, að háskólaráðið hlutist til
um það, að nefndinni verði vikið
frá þegar í stað og gerðir hennar
í þessu efni ómerktar.
Reykjavík, 10. nóvember 1930.
Allravirðingarfyllst
Barði Guðmundsson
settur prófessor.
Til háskólaráðs Islands,
Reykjavík.
Samanburður á lánskjörum
Islands og annara rikja
Svar til Magnúsar Jónssonar
Um all-langt skeið hefir mönn- J
um ekki orðið um annað tíðrædd-
ara en lántöku stjómarinnar.
„Sjálfstæðismennirnir" gerðu það
lítið sem þeir gátu, til að spilla
fyrir lántökunni, með rógburði j
og upplognum frásögnum af fjár- '
hagsástandi íslenzka ríkisins. En |
þegar lánið var tekið, lluku allir
upp einum munni um það, að
lánskjörin séu mjög góð. Hinir
raunverulegu vextir eru um 6%
(nánar tiltekið 6.18).
Maður skyldi nú ætla, að í-
haldsflokkurinn, sem á alla sök
á því að ríkið þurfti yfir höfuð
að taka lán í þetta sinn, mundi
kunna sig avo, að blöð þess létu
ríkisstjómina njóta sannmælis
um lántökuna, eða þegðu að öðr-
um kosti. Og svo leit út um
tíma, sem blöðin ætluðu að sitja
á strák sínum, en dýrðin sú stóð
ekki lengi. I dag skrifar Magnús
Jónsson guðfræðingur um lántök-
una í Morgunblaðið og byrjar
grein sina á því, að lánið sem
stjómin tók nú, „sé lakasta lán,
sem enn hefir verið tekið í Eng-
landi“.
Fer greinarhöf. hér með raka-
laus ósannindi.
Yfirleitt er grein M. J. 1 alla
staði hin ómerkilegasta, og sýn-
ir, að höf. veit í raun og vera
hvorki upp sé niður í því, sem
hann fer með um lántökur er-
lendra ríkja. Jafnvel ártöl eru
rangt tilfærð. 1 frásögninni um
þær fáu lántökur, sem nefndar
eru, vaða uppi blekkingar hver
um aðra þvera.
Skal nú stuttlega athugaður
samanburður hans á lántöku ís-
lenzka ríkisins nú, og þeim lán-
um, sem hann tekur til saman-
burðar, og til að raska ekki sam-
ræmi í samanburðinum, verður
útboðs- eða sölugengi lánanna
lagt til gnmdvallar eins og hann
gerir.
Nýja lánið íslenzka er með
5/2% vöxtum, sölugengi 96V£,
lánstími 40 ár. Raunverulegir
vextir miðaðir við sölugengið
5.7%.
„Nákvæmlega hliðstætt lán“,
segir M. J., „sem bærinn Bergen
tekur í Bandaríkjunum $ 2.680.
000, vextir 5%, útboðsgengi 96V2-
Bergenslánið er * l 2 3 4/z % lægra. ...
„Rétt á eftir tekur sami bær lán
enn betra. Það er $ 1.600.000*),
vextir og útboðsgengi 97“ (!!).
Hér sleppir guðfræðingurinn sýni-
lega með vilja, að geta þess, að
lánið sem Bergen tekur er 20
ára lán og verða þá raunveru-
legir vextir, miðað við útboðs-
eða sölugengi, 5.5%, eða því nær
sömu vextir og á íslenzka láninu.
*) Lán þetta er $ 1.900.000.00, svo
guðíræðingurinn fer hér rangt með.