Tíminn - 10.12.1930, Page 1
(Sjaíbferi
ocj afijiciðsluma&ur íimans er
Xannueig þorsteiusðóttir,
Scefjargötu 6 a. XeyfjaDtf.
^ýgxrifcsía
C t m a n s er t €œfjargötu 6 a.
©pin ðaglega fl. 9—6
Stmi 2353
xnr. ár.
Reykjavík, 10. desember 1930.
70. blað.
Björgunarskipið nýja.
Síðasta Alþingi lagði mikla á-
herzlu á að kaupa eða byggja
nýtt skip til björgxmarstarfsemi
við landið sunnan- og vestanvert.
Eftrr að Þór strandaði hafði
stjómin mannað vitaskipið Her-
móð til gæzlu við Vestmannaeyj-
ar og leysti hann það starf við-
unanlega af hendi. Stjómin vildi
af fjárhagsástæðum fara hægt
í málið. En þeir tveir flokkar
sem sjaldan eiga samleið í þing-
inu, socialistar og Mbl.-menn,
voru sammála um að nýtt skip
væri fengið í staðinn. Kostnaðar-
hliðin var lítt rannsökuð. Reynsl-
an sýndi, að varðskipin tvö, Óð-
inn og Ægir, kosta yfir 500
þús. kr. í rekstri yfir árið. Og
vegna hinnar góðu gæzlu þeirra
fækkar togaratökum ár frá ári.
óbeini hagnaðurinn af strand-
gæzlunni vex að vísu, en beinu
tekjumar minka, og baggi rík-
issjóðs við útgerðina verður
þjrngri. Ef bætt er 200 þús. kr.
reksturshalla við vegna björgun-
arskipsins, er kostnaður ríkis-
sjóðs við útgerð skipanna allra
orðinn um eða yfir 700 þús. kr.
árlega. Aðeins einn af þeim þing-
mönnum, sem fastast mæltu með
skipakaupum, Erlingur Friðjóns-
son, leit líka á kostnaðarhliðina
fyrir ríkissjóð og taldi sann-
gjamt að sjá fyrir þeirri þörf
líka með breyttri löggjöf. Von-
andi skilja fleiri af meðmælend-
um skipákaupanna þá hlið á mál-
inu líka, er á reynir.
Stjómin áleit fjarstæðu að
hugsa til að láta byggja nýtt
skip til þessarar starfsemi, en
taldi bezt henta, að fá tiltölulega
lítið notaðan, kolasparan togara,
sem yrði eins ódýr í rekstri og
unnt er um skip af þeirri stærð,
og mætti nota jöfnum höndum
til björgunarstarfsemi og veiða.
Var Pálma Loftssyni útgerðar-
stjóra falið að leita fyrir sér
með heppilegt skip. Pálma hafði
tekist að gjöra Jón Kjartansson
og ýmsa af hans nótum grá-
hærða fyrir aldur fram með því
að útvega landinu myndarlegt
kæliskip, til strandferða, fyrir
minna en fjórðung þess verðs,
sem Mbl.-menn höfðu viljað að
gengi til slíks skips. Haustið
1928 hafði hinn gáfnaríki hjálp-
armaður Valtýs Stefánssonar,
Jón Kjartansson, fullyrt á fundi
á Sauðhúsvelli í Rangárvalla-
sýslu, að nýtt strandferðaskip
myndi kosta 800 þúsund krón-
ur. Tók einn af Framsóknar-
mönnum er á fundinum töluðu,
vitni að þessu og var þetta skjal-
fest í Tímanum litlu eftir fund-
inn. Höfðu Mbl.-menn notað hina
háu upphæð sem rógsefni móti
málinu. En er Pálmi Loftsson
hafði keypt Súðina fyrir örlítið
brot af þessari upphæð, gramd-
ist Mbl.-mönnum, að hann skyldi
hafa ósannað svo greinilega
rógmælgi þeirra. Ekki batnaði
þvi fólki, er það kom í ljós, að
skipið var sterkara og ,betra í
sjó að leggja heldur en skútur
hins málóða Ólafs Thors, nægi-
lega hraðskreið, fyrir strandferð-
ir, með ágætu, stóru kælirúmi og
góðu farþegarúmi, fyrir þá tölu
farþega, sem myndi nota slíkt
skip, er annast vöruflutninga
milli allra smáhafna.
Afrek Pálma verður skiljan-
legt, er menn vissu að maðurinn
var ágætlega gefinn og hug-
kvæmur í bezta lagi, að hann
hafði ungur en þó fullþroska
orðið yfinnaður á skipum Eim-
skipafélagsins og fengið í þjón-
ustu félagsins hinn bezta skóla
og kunnugleika á siglingum við
ísland. Þótti Emil Nielsen mik-
ill missii’ að því, er Pálmi fór úr
þjónustu félagsins og mun sá
vitnisburður þyngri á metunum
en rógmælgi Valtýs Stefánsson-
ar og Gísla vélstjóra.
Pálmi Loftsson stóð nú í vor
og sumar í sambandi við skipafé-
lög um öll Norðurlönd, Þýzka-
land og England. Hér heima var
umtal um einn togara, en hann
var mjög gamall, og þurfti mik-
illar viðgjörðar með. Var og vit-
að, að hann myndi reynast ærið
kolafrekur. Landsstjómin og
ráðunautur hennar í þessu máli
- Pálmi Loftsson forstjóri Skipa-
útgjörðar ríkisins er kunnur af
margra ára starfi við siglingar
á skipum Eimskipafélagsins og
víðar. Hann er fæddur 17. sept.
1894, lauk stýrimannsprófi vorið
1913 og var stýrimaður á fiski-
'skipum á vetrarvertíð og um
sumarið 1914. I árslok 1914 fór
Pálmi utan, og tvö næstu árin
var hann í siglingum erlendis,
mest við England og Frakkland,
en þó einnig suður til Madeira
við vesturströnd Afríku og yfir
Atlantzhaf, til Mexico og Vest-
ur-India. Á þeim árum geysaði
heimsstyrjöldin og voru sjóleiðir
þá hættulegar vegna kafbáta og
tundurdufla, einkum í grennd við
ófríðarlöndin.
Árið 1917 varð Pálmi 1. stýri-
maður á „Sterling“, en það skip
var sem kunnugt er, eign ríkis-
ins. Eftir það var hann í þjón-
ustu Eimskipafélagsins, ýmist
sem 1. stýrimaður eða skipstjóri
fram til ársins 1929, lengst á
„Goðafossi“ (8 ár). Um vorið
1929, er Þórólfur Beck lézt, tók
Pálmi vdð skipstjórn Esju og
hélt henni þangað til í október-
mánuði sama ár. En um það leyti
var sameinuð útgjörð ríkisskip-
anna (Esju, varðskipanna, vita-
skipsins o. fl.), sem áður hafði
verið á ýmsra höndum, og var
Pálmi ráðinn forstjóri hennar.
Hefir hann gegnt því starfi síð-
an. Hefir með þeirri ráðstöfun
sparazt stói’um kostnaður við
ríkisútgjörðina.
I forstjórastaxfinu hefir Pálmi
reynst hinn nýtasti maður, öt-
ull, gætinn og samvizkusamur.
Kemur reynsla hans fi’á fyrri
árum sér þar í góðar þarfir,
enda munu fáir Islendingar hafa
til brunns að bera meiri þekk-
ingu en hann á öllu því, er að
siglingum lýtur.
Björgunarskipið „Þór“, hinn nýi.
voru samhuga um að fá hið
bezta skip með sem beztu verði,
og sem yrði landinu sem ódýrast
í rekstri er itil lengdar léti, án
tillits til hver yrði seljandi.
Um vetumætur brá Pálmi sér
utan. Taldi hann sig þá hafa
undirbúið málið eftir því sem
unnt var með bréfum og skeyt-
um. Hafði hann ekki átt heiman-
gengt um sumar- og haustmán-
uðina, því að auk hins sívaxanda
istarfssviðs, að koma skipulagi á
útgerð strandferðaskipanna og
varðskipanna, var hann formað-
ur í smiðju landssjóðs, sem leg-
ið hafði í niðumíðslu um mörg
ár í tíð íhaldsins, en nú verið
■endurreist, til þess að leysa af
hendi þá vinnu, sem ríkið hefði
annars þurft að kaupa í rán-
dýrum vinnustofum einstakra
manna. Að lokum hafði flugfé-
lagið beðið Pálma að vera fram-
kvæmdarstjóra þess, er Þjóðverji
sá er stýrt hafði þeim málum,
fór heim síðara hluta sumars.
Hafði hann ráðlagt stjóm flug-
félagsins að fela Pálma það
starf. Hafði Pálmi verið trúnað-
armaður landsstjórnarixmar hjá
Flugfélaginu nú í sumar, og hinn
þýzki flugstjóri lært að meta
kosti hans, eins og þeir komu
fram í nánu samstarfi. Er þessa
getið af því að hinum þýzka
flugforingja myndi seint hafa
ikomið til hugar að benda á Ölaf
Thors, Valtý ritstjóra eða hinn
afdankaða vélstjóra Gísla Jóns-
son, til slíks starfs — og það af
eðlilegum og skiljanlegum ástæð-
um.
Pálmi Loftsson fór fyrst til
Björgvdnjar og þaðan til margra
hafnarborga á Norðurlöndum og
Þýzkalandi, til að athuga sjálfur,
og með tilfengnum skipafræðing-
um, fjölmörg skip er komið
höfðu til athugunar. 1 Englandi
var líka leitað fyrir um hæfileg-
an togara. Að lokum varð niður-
staðan sú, að athuga sérstaklega
skip það, er að lokum var keypt.
Fékk útgerðarstjórinn þá skipa-
fræðing frá firma því í Kaup-
mannahöfn, er verið hefir í ráð-
um með um byggingu flestra
■eða allra skipa Eimskipafélagsins
og varðskipanna beggja. Nafn.
þess finna og reynsla þess í
skipagerð er nægileg trygging
fyrir því, að trúa megi dómi eins
af þekktustu starfsmönnum þess.
Um slíkan mann gildir fullkomið
hlutleysi. Engar af þeim lágu og
ómannlegu hvötum, sem hafa
lokkað Ölaf Thors til að senda
hjú sitt af stað í árangurslausa
óhróðursherferð um hið nýja
skip, gátu svert starfsmenn hins
trausta og áreiðanlega firma, er
lét skoða „Þór“ í Þýzkalandi áð-
ur en kaupin voru afráðin.
Skipafræðingur sá er hér um
ræðir, hitti mig í Khöfn, eftir að
hann hafði nýskoðað skipið, og
sagði hið sama og jafnvel nokkru
fyllra um álit sitt á hinu nýja
skipi eins og kemur fram í vott-
orði hans annarsstaðar hér í blað-
inu. Taldi hann skipið myndi vera
óvenjugott sjóskip, eins og raun
ber vitni um, sterkt, kolaspart i
bezta máta og bæði ketill og vél
að öllu leyti í bezta lagi.
Þegar litið var á það, að full
trygging var fyrir gæðum skips-
ins, að það var tiltölulega lítið
notað, en á hinn bóginn meir en
helmingi ódýrara en nýtt skip af
sömu gerð, voru kaup fest á
skipinu. Pálmi Loftsson ákvað að
sigla því sjálfur heim. Fékk hann
lánaða fáeina menn af íslenzkum
skipum er stödd voru ytra og
bætti við einhverju af Þjóðverj-
um. Minnti sú aðferð á siglingar
hinna fornu íslendinga, er þeir
fóim utan, keyptu sjálfir skip sín,
og sigldu þeim heim fil thafnar
á Islandi. Mun það síðar mælt, að
nokkur gæfumunur sé á þeirri
stjóm, er fengið hefir í þjónustu
sína slíkan mann sem Pálmi út-
gerðarstjóri er, eða Ólafi Thors,
sem fengið hefir til sinna trún-
aðarstarfa Gísla vélstjóra.
Pálmi Loftsson lenti á Þór í
hinu mikla aftökuveðri, er einna
mest hefir verið hér við land hin
síðustu missirin. I því fárviðri
lítur út fyrir að orðið hafi eitt
af sorglegustu slysum síðustu
ára, að eitt af þekktustu skip-
um íslenzka flotans hafi sokkið
úti á reginhafi. Var það skip vá-
tryggt fyrir helmingi hærri upp-
hæð en Þór var keyptur fyrir.
Lyra brotnaði og lá nærri stór-
slysi, og jafnvel eyðileggingu
skipsins. Flest þau skip, sem voru
á óveðurssvæðinu sunnan við
land og frétt er af urðu fyrir
meiri eða minni skemmdum nema
Þór. Hann kom heill til hafnar og
hafði þá staðizt próf veruleik-
ans sjálfs. Eftir atburði þeirra
daga var þýðingarlaust fyrir ólaf
Thors að senda menn eins og
Gísla, fyrv. vélstjóra, Magnús eða
Áma frá Höfðahólum út af örk-
Skipherra á „Þór“ verður Ei-
ríkur Kristófei’sson, sem áður
var 1. stýrimaður og síðar skip-
stjóri á gamla „Þór“. Eii’íkur
hefir starfað að landhelgisgæzlu
síðan 1924. Það ár annaðist hann
strandgæzlu á mótorbát ýið Vest-
fjörðu, og lenti þar í talsverðum
svaðilfjörðum. Hitti Eiríkur
enskan togara í landhelgi inni á
Aðalvík og hugðist að fara með
hann til hafnai’. Fór hann í því
skyni um borð í togarann við
þriðja mann, en skipstjórinn neit-
aði að hlýða og lét í haf með
Eirík og félaga hans. Félagar Ei-
ríks voru stuttu síðar settir um
borð í fiskiskip, sem togarinn
hitti á leiðinni, en Eiríkur neitaði
að fara af togaranum fyr en
aðstaða væri til að koma fram
ábyrgð á hendur skipstjóranum
og fór togarinn með Eirík til
Englands. Var Eiríki þó, að sjálfs
hans sögn, boðið fé til að fara
af togaranum, en hann hélt fast
við áform sitt. En þegar til Eng-
lands kom gekk útgjörðarfélagið
inn á að greiða sekt og sá Eiríki
fyrir fari heim. Mun að vísu
slælega hafa verið eftir sektinni
gengið af hálfu íhaldsstjórnarinn-
ar, er þá sat, en ekki var það Ei-
í'íks sök. 1926 vaxð Eiríkur 1.
stýrimaður á gamla „Þór“ og í
ársbyrjun 11929' varð haxrn 1;
stýximaður á Óðni. Haustið 1929
(í fyrrahaust) tók hann við skip-
stjórn á gamla „Þór“, en gegndi
henni skamma stund, því að Þór
fórst í fyrravetur sem kunnugt
er. Eiríkur er drengilegur maður
og vasklegur að vallarsýn. Hann
er fæddur 5. ágúst 1892.
inni til að telja landsfólkinu tni
um að Þór væri lélegt skip.
En Ólafur Thors gexði þetta
samt. Ekki var Þór fyr orðinn
landfastur hér í Reykjavík en Ól-
afur hafði látið eitt af hjúum
sínum laumast út í skipið, til að
geta hrúgað saman ósaiinindum
og vitleysum um skipið í Mbl.
næsta morgun. Svo mjög truflaði
viss tegund af húshollnustu dóm-
greind manns þessa, að hann
/þekkti ekki sundur kopar ag stál
eða eik og furu í skipshlutum
þeim er hann vildi lýsa. Er nú
svo komið, að Þór er jafnfrægur
orðinn fyrir að hafa staðizt fár-
'viðrið sunnan við land og hina
illkynjuðustu, ódrengilegustu og
andstyggilegustu rógburðarher-
ferð, sem hafin hefir verið út af
nokkru íslenzku skipi. Mun mörg-
um sýnast sem það sé nokkurt
gæfumerki fyrir hið nýja skip að
þola svo vel bæði ósjó og róg-
mælgi.
íhaldsmenn höfðu heimtað að
keypt væri nýtt skip og Hermóð-
Frh. á 4. síðu.