Tíminn - 30.12.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.12.1930, Blaðsíða 2
264 TIMXNN En hér skilja leiðir þeirra M. G. og E. A. — M. G. lætur um- boðsmann sinn 1921 bæta við nýrri tryggingu, veði í tolltekj- um landsins, meðan nokkuð sé eftir af skuldinni. Á hverju ein- asta skuldabréfi og auðvitað í sjálfum samningnum, stendur skýrum stöfum, að tolltekjurnar séu sérstök trygging fyrir láninu — í ofanálag á hina almennu rík- isábyrgð. Og Mbl. 1921 gat ekki verið í neinum vafa um að þetta var ramma alvara, því að í bréfi því, sem Sv. Bj. ritar Jóni' Magnús- syni rétt eftir að hann hefir und- irritað lánssamninginn í London, segir sendiherrann, að hann láti fylgja með próförk af skuldabráf unum. Stjómin geti gert athuga- semdir við textann, en einu meg'i ekki breyta. Þar verði að standa að tolltekjui-nar séu sérstök trygging fyrir láninu. Alveg eins og skaparinn bauð Adam og Evu aðeins vamað á því að þau mættu ekki eta af skilningstrénu, þann- ig var J. M. og M. G. gefið leyfi til að stinga upp á athuga- semdum við allt í Paradís skuld- anna, nema það eitt að toll- tekjurnar áttu að vera veðbundu- ar hjá Helbert Wagg meðan eitt skuldabréf var eftir af láninu. Setjum svo að í mikiu hallæri yrði ómögulegt fyrir einhverja landstjóm á íslandi að standa í skilum með afborganir og vexti af láninu frá 1921. Hvað gerir lánveitandi þá? Hversvegna hef- ir hann sett í samninginn að hann hafi auk almennrar ríkis- ábyrgðar sérstaka tryggingu í tollunum ? Því er auðsvarað. Helbert Wagg veit að meiginhlutinn af íslenzk- um ríkistekjum eru tollar. Und- ir venjulegum kringumstæðum ganga þessir tollar til að borga embættismönnum laun sín, og til að kosta ýmiskonar framkvæmd- ir, byggja vegi, hafnir síma, skóla sjúkrahús o. s. frv. En nú borgast ekki vextir og afborganir eitthvert ár fyllilega í réttum tíma til hr. Wagg. Þá er lítill vafi á, að sá góði gyðing- ur sendir umboðsmann sinn til Reykjavíkur. Hann sýnir land- stjóminni ákvæðin um sérstaka tryggingu í samningnum. Hann gengur nú að þessari tryggingu. Tollstjórinn í Reykjavík og sýslu- me'nn úti á landi fengju tilkynn- ingu um að láta tollana renna beint til veðhafans, þ. e. hins út- lenda umboðsmanns lánveitanda, þar til skuldsamningnum væri fullnægt. Meginhlutinn af embættismönn- um landsins og eftirlaunafólki Rvíkur em fylgismenn M. Guð- mundssonar og trúa sjálfsagt mikið á fjármálavizku hans. En undir þessum kringumstæðum mjmdi margt af þesu fólki ekki senda honum blíð hugskeyti, þeg- ar það fengi ekki laun sín né eftirlaun af því að Bretinn gleypti tollana upp í töp íslandsbanHa á glæframönnum íhaldsins. Þetta er veruleikinn. Þetta er innihald samningsins frá 1921. En í samningnum frá 1930 er ekkert um sérstaka tryggingu. IJin almenna yfirlýsing ríkisins um að þjóðin standi í ábyrgð fyr- ir láninu er látin nægja, alveg eins og þegar aðrar frjálsai' þjóð- ir taka lán sín. En því má ekki gleyma, að ís- land hefir gefið sértryggingu í aðaltekjum ríkisins 1921. Þetta vita fjármálamenn í öllum heimi. Og það sem hefir komið fyrir einu sinni getur komið fyrir aft- ur. Ef ísland verður svo óheppið að fá Mbl.-stjórn aftur, getur hún fundið upp á að veðsetja að nýju, veðsetja tekju- og eigna- skattinn, vitagjöldin o. s. frv. Hvemig stendur þá Hambro að vígi, sem 1930 hefir útvegað Is- landi 12 miljónir til að rétta við atvinnulífið, og ekki fengið neina tryggingu nema hina almennu ríkisábyrgð. Aðstaða hans væri ekki sérlega góð. Annarsvegar hefði Wagg sértryggingu frá M. G. 1921 í öllum tollum landsins og gæti gengið að þeim. Á hinn bóginn hefði J. Þ. eða einhver hans „nóti“ gefið sértryggingu í öðrum handbærum tekjum ríkiS- sjóðs. Ef M. G. hefði ekki stigið það óhappaspor 1921 að gefa sér- tryggingu í tollunum, myndi nú hafa dugað hin almenna ábyrgð ríkissjóðs, og þannig mun það verða í framtíðinni; þegar hlekk- imir frá 1921 hafa verið höggnir af þjóðinni. En það sem hefir komið fyrir einu sinni getur kom- ið fyrir aftur. Og eftir því sem mér er kunnugt hefir enginn lán- veitandi viljað veita íslandi stór- lán, meðan samningurinn frá 1921 er í gildi án þess að tryggja sig gegn nýrri veðsetningu. Síðari meinloka J. Þ. að með samningum við Hambro sé fyrir- byggt að ísland geti veðsett tekj- ur eða eignir, er engu síður kjánaleg heldur en áðurnefnd al- systir hennar. Svo fjarri fer því, að Islandi sé bannað að veðsetja, að Ham- bro hefir aðeins hina almennu ríkisábyrgð fyrir láni sínu. En ef J. Þ. kemst einhvemtíma í meiri- hluta á þingi, og fær samþykki fyrir að taka nýtt lán — væntan- lega eins og framhald af láninu 1921 til að hjálpa svindlurum landsins — þá getur hann veð- sett allt, sem var óveðsett, þegar hann skildi við í stjómarráðinu 1927. Hann og þingið geta veð- sett allt laust og fast fyrir nýju láni. En um leið og farið er út á þá braut, að gefa sértryggingar íyrir nýjum lánum, þá verður sú trygging um leið trygging fyrir Hambrosláninu. Jóni Þorl. og félögum hans er þannig opin leið til að veðsetja,ef þingið leyfir. En þeir geta ekki hlaupið með þær sértryggingar til nýrra iánardrottna. Ef sér- tryggingar verða einhverntíma gefnar, þá gilda þær um leið fyr- ir Hambros-láninu. Vonandi festir æska fslands þau heit að veðsetja ekki ættjörð sína. En það lítur ekki skemmtilega út, að leiðtogar íhaldsmanna skuli enn langa út á þessa háska- braut. Ut af þeirri ljótu löngun var það sagt, að J. Þ. réði úc í opna vök. Mér er ekki kunnugt um nokk- urn mann utan íhaldsflokksins, sem myndi leggja lið sitt nýrri veðsetningu. f Framsóknar- flokknum mun ekki hægt að finna nokkurn mann, sem vill hlekkja land sitt á þann hátt. En Jón Þorl. vill nalda opinni leið. Hann langar til að vetsetja. Og honum finnst það einhvemveginn alveg óbærileg tilhugsun, að ef hann eða félagar hans fara á annað borð að vetsetja fyrir lýium lán- um, að þá nái sú hin sama trygg- ing urn leið líka til umbótalánsins frá 1930. Að lokinni greiðslu setti J. Þ. eina af sínum prúðu fjármála- fjólum í Mbl. Hann hugsar sér að einhver landshluti setji upp stóra raforkustöð og leiðslur. og að það vildi taka lán og veðsetja þessa eign fyrir hinum aðfengna höfuðstól. J. Þ. segir að nú sé það ekki hægt. Þekkir maðurinn ekki mun á héraði í landt og heilu landi? Heldur hann að Ham- bro fengi viðbótartryggingu í rafstöð sem Borgfirðingar byggðu, ef héraðsbúar settu lán- veitanda veð í stöðinni? Eða hugsar Jón annað? Er hann að ganga á hönd Einari 01- geirssyni og ætla þeir félagar að hafa ríkisrekstur á stórum raf- stöðvum? Og er J. Þ. svo trúlaus á framtíð kommúnista og svart- liða, að þeir gætu ekki fengið fjármagn í rafstöðvar út á al- menna ábyrgð þjóðarinnar’ Munurinn á stiérnarstefnu flokkanna í fjármálum ut á við virðist vera þessi: Mbl.-menn hafa fest tolltekjumar sem sér- staka tryggingu fyrir ríkisláni 1921. Þeir virðast vera ánægðir með þessa ráðstöfun, þó þeir kjósi heldur að halda henni leyndri. J. Þ. lýsir blessun sinni yfir aðferð M. G. í Mbl. nú rétt fyrir jólin. Og honum þykir mein- bagalegt, ef ekki verði hægt að veðsetja í framtíðinni, þó að það væri aldrei nema til að koma á stað ríkisrekstri á rafmagns- framleiðslu. Aftur á móti hafa Frámsóknar- menn alltaf fordæmt og fyrirlitið veðsetningu M. G. frá 1921. Þrir óska einkis fremur en að geta afmáð hana 1932. Þeir hafa með öllu þvertekið að gefa nokkurt veð eða sérstaka tryggingU fyrir láninu 1930. Og þeir munu ein- huga standa á móti að nokkurn- tíma verði lagt veðband á texjur ríkisins. J. Þorl. hafa nú verið gerð sömu skil um fjármálaafskipti hans eins og félaga hans M. G. — Sumir ókunnir málavöxtum hafa haldið, að J. Þ. væri ekki annar eins frámunalegur einfeldn- ingur í fjármálum og M. G., en reynslan sýnir, að þar er enginn munur, nema ef helzt væri í þá átt, að Jón væri öllu lítilfjörlegri. Menn hafa fram að þessu álitið, að saga enska lánsins 1921 væri aumasta fi'ásögnin um fjármála- viðleitni stjórnar í frjálsu landi. En ef athuguð eru lán J. Þ. 1926 og 1927, þá eru þau að öllu sam- töldu síst betri. Jón er jafn ósjálfbjarga og M. G. Hann virð- ist ekki einu sinni geta bjargað sér í Danmörku, þar sem hann hefir þó að nafni til lært til prófs. Hann getur hvorki útveg- að landinu eða sjálfum sér lán, nema með umboðsmanni. Og hann lætur á allan hátt fara eins gá- lauslega og heimskulega með þessa dýrkeyptu peninga, sem ríkið hafði orðið hans vegna að taka að láni, til þess að hlífðar- laust prang með hús gæti hik- laust haldið áfram við sjávarsíð- una. M. G. talar eins lítið um sína veðsetningu og hann getur, og þrætir fyrir hana allsstaðar þar, sem hann þorir. Þetta ber ekki góðan vitnisburð um kjark og sannleiksást M. G. — En það bendir á, að hann hafi samvizku- bit út af láninu frá 1921, út af sérstöku tryggingunni, út af kaupinu til Eúlu-Andersen og fé- laga hans, út af nærri 10% í vöxtu o. s. frv. Synd M. G. er mikil. En iðran hans væri rétt spor í áttina. En engin slík merki sjást á J. Þ. Hann lýsir blessun yfir láni og lánskjörum 1921. Honum leiðist auðsjáanlega að engin veðsetning fylgir láninu 1930, og hann virð- ist hlakka til að þjóðin taki í framtíðinni lán með sama smán- armerkinu og flokkur hans setti á landið 1921. J. J. ----o----- Viflfús Bergsteinsson bóndi á Brún- um undir Eyjafjöllum lézt á jóla- dagskvöld eftir sólarhringslegu. Verður hans nánar minnst hér í blaðinu síðar. Tveir bsejarbrunar urðu seint i fyrra mánuði, annar í Jtmgeyjar- sýslu og hinn í Eyjafirði. Bærinn Fagraneskot i Aðaldal brann til kaldra kola að næturlagi. Eldurinn kom upp í timburhúsi óföstu við bæinn. Heimilisfólkið, þrír menn, sváfu í baðstofu. Vaknaði faðir bónda við reykinn. Var þá timbur- húsið alelda og komst fólkið með naumindum út.. Nálega engu var bjargað. Ein kýr og tvær kindur brunnu inni. Matvæli, áhöld, fatnað- ur, allt óvátryggt. — Rétt um sama leyti brann bærinn Syðrihóli i Kaup- angssveit. Var það nýbyggt steinhús, en innan þiljur loft og gólf úr tré. Nokkru var bjargað af innanstokks- munum og litlu af matvælum. Kviknaði út frá pípu. Tilfinnanlegt tjón hefir orðið á báðum stöðunum. Til þess að hægt verði að haga flutningi tilbúins áburðar til landsins næsta vor á sem hagkvæmastan og ódýrastan hátt, verðum vér ákveðið að mælast til þess að allar áburðar-pantanir séu komnar í vor- ar hendur fyrír febrúarlok 1931 Eins og undanfarið tökum vér á móti pöntunnm frá kaupfélögum, kaupmönnum, búnaðarfélögum og hreppsfélögum en alls ekki frá einstökum mönnum. r pr. Abmöareinkasala ríkisins Tílkynníng Það tilkynnist hermeð viðskiftamönnum mínum að eg hefi selt Kaupfélagi Árnesinga verzlun mína í Sigtúnum frá 1. jan. n.k. Uin leið og eg þakka góða samvinnu að undanförnu er það ósk mín að þér látið Kaupfélagið njóta viðskifta yðar og velvildar á kom- andi árum. Virðingarfylst Egíll Gr. Thorarensen Aðalf undur Búnaðarsambands Suðurlands. Ár 1930, íöstudaginn 5. desember var haldinn aukafundur aí Búnað- arsambandi Suðuriands, að þjórsár- túni. Á fundinum var mætt stjórn sam- bandsins og 12 fulltrúar frá búnaðar- félögum, frá 4 félögum úr Rangár- vallasýslu og 8 félögum úr Árnes- sýslu. þá voru mættir formenn iieggja mjólkurbúanna, Flóamanna og Ölfusinga. — Auk þess voru mættir nokkrir æfifélagar og fleirra mætra manna. Fundurinn tók tii ineðferðar: 1. Vegamál. í því máli kom fram svohljóðandi tillaga: „Fundurinn felur stjórn Búnaðar- sambands Suðuriands að skora á landsstjórnina, að hún láti halda þjóðvegunum írá Reykjavík um sam- bandssvæðið færum til bílflutninga yfir veturinn". Samþ. i einu hljóði. 2. Ræktunarmál. Tillaga í því máli borin fram: „Fundurinn felur stjórn Búnaðar- sambands Suðurlands að beita sér fyrrí því, við húnaðarþing og Al- þing, að styrkur sá, sem veittur er i.il landflutninga á útlendum áburði, verði dréginn frá verði áburðarins, þegar greiðsla fer fram. Ennfremur að frestur sá, sem hændum er veittur til pöntunar á kjarnfóðri frá síldarbræðsiu ríkisins verði lengdur til 1. september a. m. k. ár hvertV Samþykkt í einu hljóði. 3. Fjárbaðanir. Svoliljóðandi tillaga í því máli borin fram: „Fundurinn skorar á búnaðar- félögin og hreppsnefndirnar á sam- bandssvæðinu, að tryggja betur e,n nú er gagnsemi af sauðfjárböðunum, með hættu eftiriiti við böðunina sjálfa, og ennfremui" að sjá um að í liverri sveit séu til nægilega mörg sundbaðker vel útbúin". Samþykkt í einu hljóði. 4. Tilraunir með burðartíma á ám og íitun nautgripa til slátrunar. í því máli kom fram svoliljóðandi tillaga: „Fundurinn skorar á Búnaðar- félögin á sambandssvæðinu að vinna að því að tveir eða fleiri bændur í hverju búnaðarfélagi gjöri tilraunir með burðartíma á ám, og einnig fit- un geldra nautgripa'1. Samþykkt með 12 atkv. gegn 2. 5. Dýralæknar: Komu fram svo- hljóðandi tillögur: a. „Fundurinn skorar á stjóm Bún- aðarsambands Suðurlands að vinna að því við þing og stjórn, að sem fyrst verði stofnað sérstakt dýra- læknisembætti hér á Suðurlands- undirlendinu" og b. „Fundurinn felur búnaðarsam- bandinu að beita sér fyrir því, að dýralæknanámskeið verði haldin; helst tvö fyrir sömu nemendur og að þeir sem sveitadýralæknar geti átt lcost á opinberum styrk fyrir meðöl og verkfæri". Samþykkt i einu hljóði. 6. Bilflutningar. í því máli kom fram svohljóðandi tiliaga: „Með því að bílflutningar hér á Suðui'landsundirlendinu eru tilfinn- anlega dýrir, sem ætla má að stafi af óhentugu skipulagi á flutningumim, skorar aukafundur Búnaðarsam- bands Suðurlands á öll samvinnu- iélög og sveitastjórnir á umræddu svæði að taka þetta mál til ræki- legrar yfirvegunar, og hrinda því i hetra horí". Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. 7. Tilraunabú. í því máli kom fram svohljóðandi tillaga: „Aukafundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að þjórsártúni 5. desember 1930 skorar á stjórn sam- bandsins aö vinna að því við liún- aðarþing og landsstjóm, að sem allra fyrst verði stofnað tilraunabú á Suðurlandsundirlendinu". Samþykkt i einu hljóði. 8. Útlent verkalólk. í því máli kom fram svoliljóðandi tillaga: „Fundurinn felur stjórn Búnðar- sambands Suðurlands að kynna sér möguleika til útvegunar á erlendu verkafólki handa bændum, og hjálpa þeim er þess óska til útvegunar á því". Samþykkt í einu hljóði. 8. Tollamál. í því máli lcom fram svohljóðandi tillaga: „Fundurinn æskir þess að stjórn Búnaðarsambands Suðurlands fari þess á leit við þingmenn Sunnlend- ingafjórðungs, að þeir beiti sér fyrir því á næsta Alþingi, að lagðir verði verndartollar á allar innfluttar landbúnaðarafurðir". Samþykkt í einu hljóði. Auk þessa voru rædd fleiri mál, en ekki teknar ákvarðanir. Fundargerðin lesin og samþykkt.. Guðm. porbjarnarson. Danur Brynjólfssou. -----O-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.