Tíminn - 30.12.1930, Page 3
TlMINN
265
Á víðavangi.
Hvar eru railjónirnar?
Morgunblaðinu þykir núver-
andi stjóm hafa haldið ósparlega
á tekjum góðærisins 1929. Þó að
ritstjóramir séu ógreindir, ætti
þeim þó að vera það ljóst, að ef
eitthvað á að framkvæma í land-
inu, þarf til þess peninga, og að
sjálfsagt er að taka þá peninga
á góðu árunum, þegar tekjuaf-
gangur er í ríkissjóði, en kunna
sér því betur hóf á vondu ár-
unum. Ef Magnús Guðmundsson
hefði borið skyn á slíka hluti um
1920, og haft sinnu á að draga
úr gjöldum ríkissjóðs þegar
kreppan dundi yíir, hefðu „fjár-
aukalögin miklu“ aldrei orðið til.
— Hér í blaðinu hefir áður verið
gjörður samanburður á afleiðing-
um góðæranna 1925 og 1929. Sá
samanburður sýnir, að góðærið
1929 hefir verið notað til fram-
kvæmda, en að góðæríð 1925 var
aftur á móti notað til að koma
fram fávíslegri og stórhættu-
legri gengishækkun. Árapgurinn
af glæsilegri afkomu þjóðarbús-
ins árið 1929 er áð finna í brúm
og vegum í sveitum landsins,
stóraukinni ræktun landsins,
bættu símasambandi og strand-
ferðum, nýjum alþýðuskólum í
sveitum og kauptúnum o. m. fl.
Milj ónirnar, sem farið hafa til
þessara framkvæmda, eru sýni-
legar og munu bera ávöxt á ó-
komnum tíma. En hvar eru mil-
jónirnar, sem íslenzkir framleið-
endur urðu að greiða í gengis-
hækkunarskatt á stjórnarárum
íhaldsins, til þess að fullnægja
metnaði þess misvitra fjáimála-
ráðherra, sem, hvað sem öðru
leið, vildi vera „heih heilanna"?
Snjóbílarnir og Mbl.
Nú hafa komið til landsins
þrír snjóbílar, í viðbót við þann
sem áðui' var til. Mbl. segir svo
frá þessum málum, að vegamála-
stjóri G. T. Zoéga hafi pantað
þessa bíla. Sama sagði blaðið í
fyrra um bíi þann er þá kom til
landsins. Það er móðgun við Zo-
éga, að minna landslýð allan á
vankunnáttu vegamálastjóra og
íhaldsins í þessu máh. Á þingi
1926 flutti eirm Framsóknar-
þingmaður tihögu um að stjórn-
in keypti snjóbíl frá verksmiðju
þeirri, er býr þá til í París. Þá
reis M. G. og íhaldsmenn á þingi
móti þessu og báru fyrir sig
vegamálastjóra. Sannleikurinn
rnun hafa verið sá, að hvorki J.
Þ. eða G. Zoéga vissu neitt um
bílinn og afrek þau, er hann
hafði þá gjört á söndum Sahara
og snjó í Svisslandi, en þótti
skömm að láta leikmenn verða
sér snjallari. Eyddu íhaldsmenn
þessu máli, en í stað snjóbíls,
sem flaut ofan á snjónum, keypti
G. Zoéga ferlíkisbíl, sem átti að
moka snjó af vegum. En það
misheppnaðist algerlega. Var sá
bíll með öUu ónýtur hér, og
gjörði veginn ófæran fyrir aðra
bíla. Varð tilraun verkfræðinga
Mbl. að athlægi um land aUt.
Eftir stjómarskiptin bauð S. 1.
S. landsstjóminni kaup á snjó-
bíl þessum, því að það hafði ver-
ið umboðsmaður verksmiðjunnar.
Tók forsætisráðherra þá málið í
sínar hendur og lét panta hinn
fyrsta bíl. Reyndist hann svo vel
að þingmenn Framsóknar af
Austur- og Norðurlandi beittu
sér fyrir fjárveitingu á fjárlög-
um 1931 til notkunar snjóbíls á
Fagradal og Iioltavörðuheiði.
Fól forsætisráðherra S. 1. S. að
kaupa bíla þessa og eru þeir nú
komnir. Framsókn. hefir því
haft alla forgöngu í þessu máli,
•en vegtcmálastjó.Yi alls enga,
nema ef hann sér um smíði
á skúrum þeirn, eftir skipun
landsstjómarinnar, sem bílar
þessir eru geymdir .í. í>að er jafn
aðdáanlegt, að ver kfræðingur í-
haldsins skyldi ekl ;ert vita um
afrek snjóbílsins, U926, eins og
9?
Nýja Útvarpsstöðin er bráðlega fullreynd
"8
Ekkert heimili
ætti að fara á mis
við það gagn og þá
gleði, sem útvarpið
heflr að bjóða. Hvar
sem þér eruð stödd
á landinu, færir út-
varpstækið yður það,
sem þér að öðrum
kosti yrðuð að sækja
til höfuðstaðarins.
Ííi
Simi 823.
Víðtækjaverzlun ríkisins
Eignist víðtæki
svo að þér fáið allar
þér fréttir, sem út-
varpið færir, heyrið
fræðandi fyrirlestra,
söng og hljóðfæraslátt
og verðið aðnjótaúdi
kenslu í tungumálum
o. fl. er hafið verður
með útvarpinu.
Lækjargötu iOB, Reykjavík.
Símnefni: Viðtæki.
sS
að Mbl. skuli nú vilja eigna sín-
um mönnum það, sem aðrir
gjöra til gagns í þessu máli.
Z.
Öllu má ofbjóða.
Nýlega hefir heyrst að stjóm
læknafélagsins hafi hirt 2 með-
limi stéttarinnar fyrir lítt sæmi-
lega, opinbera framkomu. Hirt-
ingin kom fram í bréflegri á-
minningu og alvarlegri brýningu
um að verða ekki stétt sinni aft-
ur til almennrar vansæmdar.
Þessir tveir píslarvottar afglapa-
sinna kváðu vera þeir Kjartan
Ólafsson og Páll Kolka, embætt-
islaus læknir í Vestmannaeyjum.
— Fyrir all-skömmu síðan reit
Kjartan klausu í Mbl., sem hét:
„Dómsmálaráðherrann og tungl-
ið“. Hefir Tíminn birt hana, sem
sýnishom af rithætti manns, er
íhaldið vildi fela trúnaðarstarf.
En þótt Guðm. Hannessyni, form.
iæknafélagsins, sé þungt í skapi
til dómsmálaráðherrans, eftir ó-
,sigra læknanna í öllum viðskipt-
um við hann, hefir honum þótt
þetta „innlegg“ starfsbróður síns
svo gjörsneytt öllu viti og blæ
siðaðra manna, að hann hefir
rétt að honum hirtingarvöndinn.
Aftur á móti hefir Páll Kolka
nýlega skrífað svo strákslega og
ógætilega um spítalamál þeiira
Vestmannaeyinga og héraðslækn-
inn þar, að læknastjórninni hefir
eínnig ofboðið og sent honum
umvöndun. Hefir Kolka þessi
sýnt hinum vinsæla héraðslækni
Eyjanna óvenjulega ágengni og
lítilmennsku, — reynt með bein-
um og óbeinum dylgjum að rýra
læknisálit hans um leið og hann
hefir raupað nær gegndarlaust
um sitt ágæti og læknisdóma,
auk sjálfhælni hans á öllum öðr-
um sviðum. Hefir karlagrobb
Kolku gengið svo úr hófi', að
íhaldsmönnum þar hefir ofboðið,.
og liggur Kolka undir hinni
háðulegustu ádeilu Guimars Ól-
afssonar kaupmanns, eftir því,
sem sjá má á íhaldsblaði þeirra
Eyjamanna. Hlýtur það að hafa
verið þungt hlutskipti form.
læknafél., að þurfa að aga þessa
óvita, einkum þegar Klepps-
hneykslið er haft í huga og all-
ur sá hróður, sem Kolka vann
sér og stétt sinni með ,„fyrir-
lestri“ sínum og aurasöfnun s. 1.
vor. Er naumast hægt að ætla,
að nokkur læknisnefna á öllu Is-
landi hefði lagst jafnlágt. Lítur
nú út fyrir, að hann hafi fengið
„skell fyrir skildinga". En ef til
viU getur honum og þeiin kum-
pánum verið það raunaléttir, að
formaður þeirra „elskar þá sem
hann agar“.
Þórir þögli.
----o—i---
Frétttr
Hinrik Erlendsson héraðslæknir í
Hornafirði andaðist á Landakotsspít-
ala 27. þ. m. Hann var maður vin-
sæll og vel látinn i embætti. Síðast-
liðið ár varð hann fyrir alvarlegu
slysi, byltu af hestbaki, og beið þess
aldrei bætur.
GuSlaugur Nikulásson bóndi í Hall-
geirsey lézt hinn 28. þ. m. í hárri
elli eftir langa og þunga. sjúkdóms-
legu. Var Guðlaugur nafnkunnur
formaður á sinni tíð, gestrisinn,
greiðvildnn og einn hinn bezti
drongur.
pórunn Sigurhjartardóttir, kona
Péturs bónda Jónssonar að Brúna-
stöðum i Fljótum lézt hinn 17. des-
ember s. 1. Var hún fædd 5. maí
1890. Reistu þau hjón bú að Eyhild,
arholti í Skagafirði árið 1913, eign-
uðust 10 börn, og eru 8 þeirra á lífi.
Er þungur harmur kveðinn að
heimili Péturs við fráfall þetta.
Áætlun fvrir strandferðaskip ríkis-
ins 1931 er nú tilbúin. Fer Esja 32
hringferðir á árinu og Súðin 12. Við-
komustaðir eru 57 og viðkomur alls
1221. Árið 1929 voru viðkomurnar
aðeins 676 og sézt af því, hve mjög
strandferðirnar hafa batnað tvö síð-
ustu árin. Næsta ár er fyrsta árið,
sem tvö skip halda uppi stöðugum
strandferðum allt árið. — í eftirfar-
andi töflu eru taldar allar hafnir á
landinu, sem strandferðaskipin koma
við á næsta ár og jafnframt gjörður
samanburður á viðkomufjölda við
árið 1929, en það ár var strandferða-
skipið aðeins eitt. Síðastliðið ár
voru skipin eins og kunnugt er, tvö
nokkurn hluta ársins.
Samtals
1931 1929
Arnarstapi................ 9 6
Hjallasandur............... 25 13
Ólafsvík................... 20 13
Grafarnes (Grundarf.) .. 4 6
Stykkishólmur............. 31 16
Staðarfell................ 11 engin
Búðardalur................ 16 9
Gilsfjörður .. .'........ 10 engin
Flatey.................... 27 14
Patreksfjörður............ 32 10
Tálknafjörður.............. 14 13
Bíldudalur................. 23 15
þingeyri, Dýrafjörður ... 30 16
Flateyri, Önund.f.......... 31 14
Suðureyri, Súgandaf....... 18 li
Bolungarvík................ 11 10
ísafjörðui'................ 32 16
Ingólfsfjörður................ 7 3
Norðurfjörður.............. 14 12
Gjögur, Reykjarf........... 12 ongin
Kúvíkur, Reykjarf.............12 13
Aðalvík.................... 4 engin
Kaldrananes................ 5 engin
Hólmavík................... 32 16
Bitrufjörður............... 10 11
Borðeyri................... 29 14
Hvammstangi................ 31 15
Blönduós................... 30 16
Skagaströnd................ 29 14
Kálfshamarsvík............. 9 7
Sauðárkrókur............... 32 16
Kolkuós.................... 7 10
Hofsós ..'................. 16 13
Haganesvik................. 13 12
Siglufjörður...............32 16
Akureyri...................32 16
Grímsey.................... 4 4
F’latey á Skjálfanda .... 8 4
1-Iúsavík.................. 32 16
Kópaskeri.................. 31 16
Raufarhöfn................. 25 9
þórshöfn................... 30 16
Skálar..................... 14 7
Bakkafjörður............... 14 11
Vopnafjörður............... 32 16
Borgarfjörður.............. 25 16
Seyðisfjörður.............. 32 16
Mjóifjörður................ 18 16
Norðfjörður................ 31 16
Reyðarfjörður.............. 32 17
Fáskrúðsfjörður............32 17
Stöðvarfjörður............. 17 13
Breiðdalsvík............... 16 9
Djúpivogur................. 32 17
Hornafjörður............... 32 12
Vestmannaeyjar.............32 18
Reykjavík .. .............. 32 18
Tilbúinn áburður. Tíminn vill vekja
athygli á auglýsingu S. í. S. um
pantanir á tilbúnum áburði, á öðr-
um stað í blaðinu. Er áríðanda fyrir S.
l. S., að fá ákveðnar áburðarpant-
anir svo snemma vetrar, að hægt sé
í tæka tíð, að fá fullt yfirlit yfir á-
burðarþörfina á komanda vori.
Á Spáni geysar uppreisn og borg-
arastyi’jöld. Uppreisnarmenn heimta
afnám konungsvaldsins og stofnun
lýðveldis. Stjómin hefir lýst yfir
hernaðarástandi um allt landið.
. Næsta blað kemur út laugardaginn
10. jan.
I. C. Christensen, hinn alkunni
danski stjórnmálamaður, andaðist
19. þ. m., 74 ára gamali. Hann var
einn af aðalforingjum Vinstrimanna
og um eitt skeið ráðherra. Hann var
einn nefndarmannanna, er um sam-
handslögin fjölluðu, 1918.
Hópur kommúnista gjörði í gær
hark nokkurt úti fyrir stjórnarráðs-
húsinu, á meðan fulltrúanefnd frá
verkamönnum átti tal við atvinnu-
málaráðherra. Höfðu kommúnistarnir
talsverða háreysti í frammi og sungu
m. a. niðvísur um Jónas Jónsson ráð-
lierra, en ráðherrann hefir eins og
kunnugt er, tekið talsvert ómjúkum
höndum á æsingalýð þessum í skru-
um sínum nú undanfanð. Engin
spellvirki framdi þó hópur þessi, og
hypjaði sig burt, eftir litla stund,
enda skipti enginn sér af honum.
Mbl. í dag virðist mjög ánægt yfir
strákskap þeim, er þama var í
frammi hafður, og er það að vonum.
Leiðrétting. Jón Árnason frkvstj.
biður þess getið, að það hafi verið
frú Jóhanna Egilsdóttir, en ekki frú
þuríður Friðriksdóttir, sem átti tal
við hann um kauphækkun verka-
kvennanna í garnahreinsunarstöð-
inni, og hafi hann í grein sinni 14.
þ. m. í ógáti blandað nöfnum.
Skarlatssótt kom upp á Akureyri
rétt fyrir hátíðamar og var öllum
skólum þar lokað. í menntaskólan-
iézt einn nemandi.
Jólagleði Samvinnuskólans er i
kvöld i K.-R.-húsinu.
Stjóm síldareinkasölunnar hefir
sagt Einari Olgeirssyni upp fram-
kvæmdastjórastarfi hans við einka-
söluna.
Atvinnuleysi. Samkvæmt skýrslum,
sem United Press hefir fengið frá
þjóðabandalaginu og sent Frétta-
stofunni, hefir tala atvinnulausra
manna i heiminum siðastliðið haust
verið sem hér segir (íbúatölu land-
anna er jafnframt getið):
Atvinnu-
lausir íbúatala
Austurríki .. .. 156.000 6.326.661
Belgia........ 64.000 7.923.077
C’.anada...... 20.000 9.896.800
Tékkóslóvakía .. 37.000 14.323.186
Danmörk....... 25.000 3.434.333
Danzig........ 15.000 386.000
Finnland.......... 4.000 3.582.406
Frakkland .. .. 1.000 40.745.674
Stóra Bretland .. 2.100.000 44.173.704
Ungverjaland . .. 2.000 8.368.373
Ílalía....... 400.000 40.796.000
Holland....... 25.000 7.625.938
Noregur....... 20.000 2.649.773
Pólland...... 340.000 30.212.902
Palestina......... 5.000 832.000
Rúmenía....... 23.000 17.393.149
Rússland.... 1.130.000 150.000.000
Saar.............. 7.000 770.000
Svíþjóð ............. 26.000 6.087.923
Bandaríkin .. .. 4.000.000 122.000.000
Jugoslavía .. .. 7.000 12.017.323
Kolanámueigendur í Rínarbyggð-
um og Westpfalen hafa sagt upp
launasamningum frá 1. jan. 1931 í
þeim tilgangi að koma fram launa-
lækkunarkröfu. Talið er, að hér sé á
uppsiglingu ákaflega alvarleg kaup-
deila. Kolanámumenn i Ruhrhérað-
inu einu eru ca. þrjú hundruð þús-
undir.
Frá Finnlandi. Fyrstu úrslit bæjar-
stjórnarkosninganna í Finnlandi
benda til þess, að vinstri flokkurinn
hafi mist fylgi. Næstum því þrjú
hundruð kommúnistalistar voru úr-
skurðaðir ógildir, samkvæmt hinum
nýju lagaákvæðum um útilokun
kommúnista.
Rannsókn á því, hverjar orsakir
lágu til þess, að flugskipið R—101
fórst 1 Frakklandi þann 4. okt, er
lokið. Forseti rannsóknamefndarinn-
ar, Sir John Simon, hefir tilkynnt,
að hann geti eigi að svo stöddu sagt
hvenær skýrslur nefndarinnar verði
tilbúnar, en kvað nefndina sann-
færða um, að yfirforingjar á R—101
ættu í engu sök á slysinu.