Tíminn - 10.01.1931, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.01.1931, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Aðalfnudnr| H.f. Eimskipafélags Suðurlands i Ferðamenn, sem koma til Reykjavíkur, geta fengið ódýrasta gistingu á Hverf- isgötu 32. verður haldinn laugardaginn 28. febrúar 1931 á skrifstofu hæstaréttarmálaflutnings manns Lárusar Féldsted, Hafnarstræti 19. Reykjavík og hefst kl. 4 eftir hádegi. Sjálfs er hðndin hollust Kaupið innlenda framleiÖBln, þegar hún er jafngóð nrlendri og ekki dýrari. Dagskrá samkvæmt 14. gr. félagslag^ anna. , ReykjaVík 23. des. 1930 Félagsstjórnín Ritstjóri: Gíali Guðmundauon, Ásvallagötu 27. Sími 1246. Preutamiðjan Acta. Best að auglýsa í TÍMANUM Kristalsápu, grœnsápu, stanga- sápu, handsápu, raksápu, þvotta- efni (Hreins hvítt), kerti ahs- lconar, skósvertu, skógulu, leður- feiti, gólfáburð, vagnábupð, fœgi- lög og kreólínsbaðlyf. KaupiQ H R EIN S vörur. Þær eru löngu þjóðkunnar og fást í flestum verzlunum landsins. H. £. Hreínn Skúlagötu. Reykjavík. Sími 1826. Þjóðvinafélags Aimanakið óskast til kaups. Árgangamir 1880, 1884, 1890 og 1891. Vil greiða þrefalt verð. * Óskar Gunnlaugsson, Pósthólf 792. Reykjavík. H. f. Eimskipafélag íslands Aðalfundur Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands verð- ur haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, langardaginn 27. júní 1931 og hefst kl. 1. e.h. I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstand- andi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úr- skurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember * 1930 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoð- anda. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fér, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og um- boðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 25. og- 26, júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félags- ins í Reykjavík. Stjórnin Afgreiðsla Tímans er í Lækjargötu 6A. Sími 2353. Opin alla virka daga kl. 9—6. Ritstjóri blaðsins venjulega til viðtals á sama stað kl. 1—8 e. h. virka daga. Síðastliðið haust var mér dreg- inn lambhrútur; mark hans er: Stýft hægra og standfj. framan, sýlt vinstra og standfj. framan, sem er mitt mark. Lamb þetta á ég ekki og óska að réttur eig- andi gefi sig fram hið fyrsta. Selfossi, 10. des. 1930. Sigurgeir Ambjarnarson. @ Anglýsingar í Tímanmn fara víðast og em mest lesnarí og aukningu skipastólsins, gera þeir með öllu ómögulegt að halda kaupgjaldinu í skefjum, þó þeír séu símöglandi um, hvað það sé hátt. Væri ef til vill ekkert að segja við þessari öru aukningu skipastólsins, ef allt væri sæmi- lega tryggt fjárhagslega. En það er öðru nær en svo sé. En hvað sem öðru leið, þoldu sveitirnar ekki þessa kauphækkun. Það mun ckki of í lagt, að hækkun á laun- um kaupafólks hafi numið um 20% frá því sem var sumarið’29. • En afurðir bænda almennt lækk- uðu í verði um 25—30%. Ég hefi rekið mig á, að sumir kaupstaðar- búar, sem þó eru bændum mjög velviljaðir, álíta, " að kaupgjaldið skipti litlu máli fyrii' bændur, af því þeir kaupi svo litla vinnu. En þetta er misskilningur. Bóndi, sem hefir 100 fjár, 3 kýr og 6— 8 hross getur ekki heyjað fyrir þessum peningi, nema hann taki um sláttinn kaupamann og tvær kaupakonur. Þessu fólki þurfti bóndinn að borga í sumar sem leið um 200 kr. meira kaup en sumarið 1929. Sölutekjur bónda a;f svona búi eru um 1400 krón- ur. Með þessum peningum verður hann að borga alla aðkeypta vinnu, alla vöruúttekt og opinber gjöld og getur þá hver sagt sér sjálfur, að 200 kr. kauphækkun sem greiðast verður af svonfx litlum tekjum, er mjög tilfinnan- leg. Samvinnumenn hér á landi hafa talsvert rætt um nauðsyn þess að koma á fót iðnaði í þeim tvenna tilgangi, að bæta og um- breyta framleiðsluvörum lands- manna, svo þær verði verðmeiri og seljanlegri utanlands og inn- an, og til að afla vetrai-vinnu fyirir fólk, sem annars hefir lítið að gera um þann tíma árs. Lítið hefir orðið um framkvæmdir og veldur því bemska félagsskapar- ins og féleysi. En dálitla viðleitni liafa þó félögin sýnt. Auk þess sem einstök félög hafa komið á stofn nokkrum iðnaði, eins og Kaupfélag Eyfirðinga og Slátur- félag Suðurlands, hefir Samband- ið rekið gæruverksmiðju öðru hvoru undanfarin ár á Akureyri og garnahreinsun hér í Reykja- vík. 1 sumar sté Sambandið stævsta sporið í þessum efnum, þegar það keypti klæðaverk- smiðjuna Gefjun á Akureyri. Eins og atvinnuháttum hagar enn hér á landi, er sá iðnaður hag- feldastur þjóðinni, sem veitir vetrarvinnu, en getur hvílt sig að sumrinum, þegar allar hendur hafa nóg að staria hvort sem er. Sá iðnaður, sem ekki er stund- aður nema hluta af árinu, má ekki vera unninn með dýrum vél- um, því dýrar vélai' mega ekki vera löngum tímum ónotaðar. Klæðaverksmiðja eins og Gefjun verður að starfa allt árið, ef vel á að fara. Mætti þó ef til vill auka starfsemina nokkuð um vetrarmánuðma. Vinna í gæru- vcrksmiðju Sambandsins og garnaverksmiðjunni er eingöngu vetrarvinna. Sama máli mundi einnig gegna um niðursuðu kjöts og annara matvæla, ef Samband- ið ræðst í framkvæmdir á því sviði, eins og margir samvinnu- menn telja æskilegt. Hér er að- eins nefnt fátt eitt, sem sam- vinnufélögin geta látið stunda sem vetrarvinnu. En það er svo með allan iðnað, sem að mestu er unninn með mannaflinu, að vinnulaunin verða að vera hófleg, ef iðnaðurinn á að borga sig. Það er alveg bersýnilegt, að ef samvinnufélögin hér á landi eiga að koma upp iðnaði, sem ber sig, þá verða þau að velja sér bæki- stöðvar einhversstaðar utan Reykjavikur. Bærinn er of dýr fyrir flestan iðnað, sem byggist á því, að hann sé rekinn með sæmilegum fjárhagslegum á- rangri Alþýðublaðið telur þessi um- mæli sennilega bera vott um „káupkúgunar" hugsunarhátt. Blaðinu fórust svo orð nýlega, „að samvinnufélag, sem stjórnað er í samræmi við stefnuna, kæri sig ekki um að hafa fé af starfs- mönnum sínum með því að borga þeim lægra en aðrir borga“. Nokkru síðar stendur, „að þeir menn, sem slíku stjóma (þ. e. að borga lægri laun en aðrir) eru engir samvinnumenn, heldur al- mennir launakúgarar“. Þetta er nú eins og hvert annað fleypur. Það stafar ekki af neinni kúgun- arlöngun, þó samvinnumenn telji sig ekki geta orðið við öllum kaupkröfum verkamanna. Og mér finnst útlitið. ekki svo álitlegt, að samvinnumöpnum sé það láanda, þó þeii' stingi við fótum og reyni | í lengstu lög að komast hjá að í greiða meira kaup en samningar standa til. Það sem samvinnu- menn og trúnaðarmenn þeirra j verða að hafa hugfast, þegar þeir I i'áðast í iðnaðarfyrirtæki, er að í sjá þeim fjárhagslega farborða. ! Allt annað eru svik og prettir, í bæði við lánsstofnanirnar, sem I | lána félögunum fé og líka við fé- lagsmenn samvinnufélaganna, sém súpa seyðið af ráðsmennsku trúnaðarmanna sinna. En þó nú samvinnumenn velji sér samastað fyrír iðnaðarfyrirtæki sín, þar sem laun verkafólks eru lægri en í Reykjavik, er ekki þar með sagt, að verkafólkið þurfi að hafa lakari kjör, eða eins léleg, og á sér stað, um þorra verkamanna í Reykjavík, þrátt fyrir hið háa kaup, íem hér er greitt. Á Akur- eyri er talið að vera muni um V3 ódýrara að framfleyta meðal- fjölskyldu en í Reykjavík og væntanlega tekst, að forða bæn- um frá þeirri ógæfu að lenda í sama dýrtíðaröngþveitinu og Reykjavík. Á einhverjum slíkum stað, sem- Akureyri, verða sam- vinnufélögin að stofna til þeirra fyrirtækja, sem ekki þola dýr- tíðina í Reykjavík. Bráðabirgðasigur eins og sá, sem formaður Dagsbrúnar vanu um daginn, þegar S. í. S. varð að hækka kaupið, hlýtur að leiða til þess, sem ég hefi bent á hér að framan, að samvinnufélögin flýi dýitíðina í Éeykjavík með iðnaðarfyrirtæki sín. Þá hefir sig- urinn þær afleiðingar, að um 40 manns, sem hafa haft atvinnu hjá S. 1. S. mörg undanfarin ár í 5—6 mánuði á vetri, verði að leita sér annarar atvinnu. Sam- vinnui'élögin ætla að borga lán- ardrottnum sínum það, sem þau skulda. Til þess að það geti tek- izt verður ekki hægt að hækka viimulaun um 14—15% jafnhliða því að afurðir samvinnumanna falla í verði um 30%. Og þó ég tali hér um samvinnufélögin ein, þá get ég trúað því, að þeir at- vinnurekendur aðrir, sem hugsa sér að standa í skilum og sjá fyrirtækjum sínum fai'borða, verði líka áður en varir, að fai'a að athuga hvað þeirra bíður með atvinnufyrirtæki sín hér í Rvík. Geta þá orðið fleiri viðfangsefni, sem bíða úrlausnar heldur en það eitt, hvort verkafólk fær 10— 15% hærri eða lægri laun. Ættu foringjar helstu stjórnmálaflokk- hér í bænum að athuga það fyr en seinna. Og ekki ætti það að vera úr vegi, áður en ráðist er í virkjun Sogsins, að athuga upp á hvaða kjör Reykjavíkurbær býður þeim, sem líklegir eru til að nota afl stöðvarinnar til iðn- aðar. Því aðeins getur Sogsstöð- in komið að notum fyrir Reykja- vík, að hægt sé að reka hér iðn- fyrirtæki með sæmilegum árangri. Eins og getið hefir verið um áður, urðu talsverðar skemmdir og tjón af völdum vinnustöðvun- arinnar í garnastöðinni. Um þetta hefir ekkert verið samið enn, þar sem hvorugur aðili vildi binda hendur sínar um meðferð þessa máls. En aðfarir þeirra, sem stjórnuðu vinnustöðvuninni verð- skulda, að á þær sé minnst. Það mun vera háttur foringja verkamanna hér í nágrannalönd- unum, þegar vinna er stöðvuð, að, hafa svo góða stjórn á liði sínu, að engar skemmdir séu framdar á eignum vinnuveitandans og honum sé leyft að ganga svo frá í vinnustöð sinni, að sem minnst tjón hljótist af við vinnustöðvun- ina. Víða eru til lög, sem ákveða hvernig aðilar skuli haga sér í vinnudeilum. Slík löggjöf þarf að koma hér. Það er alveg óviðun- anda, að framhleypnir æsinga- menn geti með ofbeldi hindrað vinnu, þegar þeim býður svo við að horfa, hvað "sem öllum samn- ingum líður, alveg á sama hátt eins og það ekki nær neinni átt, að vinnuveitendur hagi sér ó- sæmilega gegn verkamönnum.Hér þarf hvorki ríkislögreglu né gerðardóm, liejdur löggjöf, sem kveði á um það, hvernig aðilar eiga að haga sér í vinnudeilum. Á meðan núveranda skipulag rík- ir í atvinnulífi þjóðarinnar, verð- ur að líkindum ekki komizt hjá vinnudeilum og vafasamt hvort það er æskilegt. En þá kröfu verður að gera, að stríðið sé háð að háttum siðaðra manna og það er hægt að ákveða með lögum. 31. des. 1930. Jón Ámason. ----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.