Tíminn - 17.01.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.01.1931, Blaðsíða 3
flHINN 9 A víðavanði- Kveldúlfur og föðurlandíð. Ól. Th. er sannur að sök um landhelgisveiðar, og að vilja hjálpa togurum í landhelgina. Hann er orðinn þjóðkuiinur fyrir að hafa leikið skrípi á fundi á Hvammstanga og gert sig þar lík- legan til að klæða sig úr öllum fötunum framan í fullu húsi af áhorfendum. En Ól. Th. gerir- fleiri sæmdarstrik en þetta. Hann selur landinu gamalt og ryð- brunnið slcip, Borg. Kveldúlfur færir það upp um 300 þús. kr. auk fríðinda í flutningum. Og öll fyrirhöfn Kveldúlfs er að hafa eignarhald á skipinu fáeina daga. Páhni Loftsson hefir keypt tvö skip, hvort um sig betra en Borg, fyrir þá féfú'lgu, sem Ól. Th. lét landinu blæða að óþörfu í sam- bandi við Borgarkaupin. Sig. Eggerz var þá fjármála- ráðheira, en J. M. forsætisráð- herra. Landið var að sökkva í skuldir. Sum ái*in var tekjuhall- inn yfir tvær miljónir. En hjarta Öl. Th. hrærðist ekki. Fátæka landið, sem var að kaupa skip út úr neyð, til að flytja lífsnauð- synjar handa börnum sínum, það varð að borga tvö skipaverð alveg að óþörfu til Ól. Th. og félaga hans. Ekki bætir það aðstöðu Ól- afs, að hann gefur í skyn, að tveir úr firma hans, hafi verið erlendis við Borgarkaupin á þeim tíma, er þeir munu hafa mátt með nokkrum hætti teljast starfsmenn hins íslenzka ríkis. En ólafi finnst víst vansæmdin sjaldan nógu mikil honum sjálf- um til handa. Borgarkaupin eru nógu mikill smánarblettur á land- inu, þó að umboðsmönnum ríkis- ins væri ekki dreift við undir- búning málsins. z. Valtýr og rauðálfarnir. V. St. hefir brugðið illa við að upp komst makk hans við for- ingja þeirra kommúnista, sem ætluðu að taka völdin af bæjar- stjóm og borgarstjóra fyrir ára- mótin. Ræður hann sér ekki fyr- ir vonzku og fúkyrðum, enda hef- ir hann átt bágt síðan Tíminn kom út og ljóstraði upp atferli hans. Hann hefir nú sjálfur við- urkexmt samdrykkjuna við Guð- jón Benediktsson inni á skrif- stofu sinni, daginn eftir fyrra uppþotið, og sama kvöldið og kommúnistar voru að velta bílum og berja á fólki á götum bæjar- ins. En það hefir vitnast meira um gera neinar tilraunir í þá átt; hins vildi ég freista, að bera fram óskir nokkrar, ef vera kynni að Siglufjörður ætti sér hollvætt, sem stilti svo til, að ég hitti á óskastundina: Samhjálp er grundvallarhugsunin fyrir stofnun þessarar verksmiðju. Fyrirkomulag hennar er byggt á samvinnugrundvelli. Það er fyrsta ósk mín, og sú, sem ég legg mesta áherzluna á, að samhjálpin og samvinnuhug- urinn megi ætíð ríkja innan vé- banda verksmiðjunnar, meðal stjómar, starfsmanna og allra aðstandenda, sterkur og óbrot- gjam. Þá er það önnur ósk mín, að það megi takast að gera verk- smiðjuna að stofnun, sem verði öllum starfsmönnunum kær, þrátt fyrir svækju og grútarlykt, kær og varanlegur atvinnustaður árið um kring og að í sam- bandi við hana takist að koma upp einhverju því menningar- tæki, sem göfgi og auðgi andann, hressi starfsmennina eftir líkam- lega stritið. Þá er þriðja óskin sú, að við berumv gæfu til að láta þann draum rætast, að hér getum við ætíð sýnt gestum, sem að garði bera, bæði stritandi vélar og líka starfsmenn glaða og prúða. Valtý í þessu sambandi. Hann sat innan um komnfúnistana kvöldið sern þeir unnu fólskuverk sín í bæjarþingssalnum. Hann sat hjá Guðjóni Benediktssyni og að því er virtist undir sérstakri vemd hans og ofbeldisforkólfanna. Þrátt fyrir það að Valtýr og blað hans hefir ætíð og allt af gert verkamönnum og sjómönnum allt það illt, sem hinir vesölu kraftar hans leyfa, þá sögðu upphlaups- menn ekki styggðaryrði við hann, heldur þvert á móti vemduðu hann eins og brotið egg. Og meira en það. Eftir að upp- hlaupsmenn höfðu ráðist inn fyr- ir grindur, og á lögregluna og gerðu sig líklega til að lúberja bæjarfulltrúana, þá hverfur Val- týi’ alt í einu úr hættunni; þar sem bai'izt var, og er kominn á bak Við bæjarfulltrúana, inst inn í horn í fundarsalnum og var þar á bak við eina kvenmanninn í bæj arstj óminni. Lögreglan seg- ist ekki hafa flutt hann. Bæjar- fulltrúarnir segjast ekkert hafa gert fyrir Valtý, enda haft nóg með sig. Lítur helzt út fyrir, að kommúnistar hafi borið þennan nýja vin sinn í skjólið á bak við kvenmanninn. — Ennfremur þykir nú sannað að beint sam- band hafi verið milli Einars 01- geirssoriar og Valtýs, og líka milli Svíans og Valtýs. Svíinn hafði einskonar kennslu í of- beldisathöfnum, og gat Valtýr um þennan mann og iðju hans í blaði sínu. Samhengið er þá það, að Valtýr æsir kommúnistana upp og ei’ með í laum'áðum þeirra. Hann veit um atlöguna, sem á að gera í bæjarstjóm, og hann kemur á fundinn til að sjá hversu flokksbræðrum hans, Knúti og Guðm. Ásbj., bregði við að sjá tilraun gerða til að her- taka bæinn. En að iaunum veita kommúnistar honum vernd með- an aðrir íhaldsmenn verða fyrir höggum og ln-indingum. Daginn eftir að Valtýr er búinn að falsa frásögnina í Mbl. og leyna alger- lega því að kommúnistar einir stóðu að fólskuverkunum, þá liælir Guðjón Benediktsson V. St. fyrir hve frásögnin í Mbl. sé rétt! Falsið fann náð í augum hins seka. Síðan er sezt að drykkju og nýjum launráðum. Þá vill slysið til, að upp komast launráðin. En íhaldinu þykir það hart, að Valtýr skuli sitja að ' sumbli ineð forsprökkum þeirra ólánspilta, sem ætluðu að setja Knút og íhaldsmeirahlutann í, bæjarstjórn frá völdum með of- beldi og hermdarverkum. IhaJdið veit nú að Valtýr er engu síður svikull en heimskur. Og það hafa verið ómjúkar kveðjur, sem Valtýs-tetur hefir fengið hjá samherjum sínum síð- ustu daga. En eina bótin er, að honum bregður ekki við. Hann fær sjaldan að heyra annað en ásakanir, spott og spé fyrir fram- komu sína, hvar sem hann fer. F. S. . / Skilaboð. Dómsmálaráðherrann biður Tím- ann að skila því til V. St., að ef takist innan hálfs mánaðar frá útkomu þessa blaðs, að sanna með ófölsuðum vottorðum lærisveina ráðherrans úr Kenn- ara- og Samvinnuskólanum, að hann hafi þar misnotað stöðu sína eins og V. St. fullyrðir í Mbl., til að kenna nemendum sínum að fylgja einhverjum á- kveðnum pólitískum flokki, þá ætli ráðherrann að gefa Valtý eina flösku að þeirri tegund, sem Valtýr og Guðjón Benediktsson hófu samdrykkju í, fyrir hverja sönnun af þessu tægi sem Valtý takist að bera fram. Að þeim tíma liðnum ætli ráðherrann að framkvæma á Valtý þá árlegu úttekt á hæfileikum fjólupabb- ans, sem ritstjóra-skinnið kvíði fyrir allt árið. -----o---- Utvarpstski viðgerðir, breytingar Jón Alexandersson rafv. Þórsgötu 26, Reykjavík Fréttlr Sigvaldi Kaldalóns læknir, tón- skáldið góðkunna, átti fimmtugsaf- mæli 14. þ. m, Tíðin hefir verið fremur mild síð- astliðna viku, en nokkuð óstöðugt og rosasamt, einkum vestan lands og sunnan. Fyrir síðustu helgi var stilla og talsvert frost um allt land, en á sunnudag brá til S-áttar og hlánaði suðvestan lands. Á mánudag varð þíðviðri um allt land. Á briðjudag varð SV-stormur og bleytuhriö á Vestfj., en gekk fljótt niður. Hélst svo V-kaldi með nokkrum snjóéljum. þar til í gær að aftur gekk í S-átt og liláku. Snjór mun vera Htill i lág- sveitum, hvar, sem er á landinu og ' sumstaðar er talið alautt. - í Reykja- vik var mestur hiti 6 st., en lægstur -j- 9.6 st. (aðfaranótt sunnudags). Vr- koma um 39 millimetra. Gestir í bænum: Ámi J. Hafstað bóndi í Vík í Skagafirði, Björn Jónsson bóndi í Snotrunesi í Borgar- firði eystra, Helgi Benonýsson bú- fræðingur í Vestmannaeyjum, þor- steinn Hálfdánarson bóndi og út- gjörðarmaður í Vattamesi í Suður- Múlasýslu. Jörundur Brynjólfsson alþm. er nýkominn hingað til bæjarins. Guðmundur Björnson landlæknir fékk í síðastliðinni viku aðkenningu af slagi og liggur rúmfastur ennþá, cn er á góðum batavegi. Dómar, leikrit í 4 þáttum, eftir Andrés G. þormar, var sýnt hér í fyrsta sinn á fimmtudagskvöldið var. Leikurinn er saminn fyrir 10 árum og var þá sýndur á Akureyri, en nú hefir höf. breytt honum tals- vert, og farið þar að dæmi Matthí- asar og Indriða Einarssonar, eftir því sem hann sjálfur segir í for- mála. Leikurinn gjórist i Skagafirði á galdrabrennuöldinni og á lítið er- indi til vorra tíma, nema um hann væri farið snillingshöndum. Aðalper- sónur eru: Bóndinn á Núpi og dæi ur lians tvær, Regina og Erla, þór- ólfur unnusti Regínu, Ólafur sýslu- inannssonur, durgur og ribbaldi, en að öðru leyti fremur óskiljanleg persóna, sem lætur dæma þórólf á bálið fyrir upploginn galdraáburð, vegna samkeppni í ástamálum. Tvær persónur koma enn allmikið við sögu: Agla, roskin kona á Nupi, trúnaðarvinur systranna, og Jón gamli vinnumaður, sem lætur ógna sér til að bera út sögusagnir um galdra þórólfs. þegar að því kemur, að handtaka þórólf, stekkur hann ú hestbak með unnustu sina í farig- inu og hleypir beint í Héraðsvötnin — hvorugt sézt raunar á leiksvið- inu. Jón gamli verður brjálaður og líður yfir sýslumannssoninn, en syst- ir Regínu segir upp biskupssynin- um á Hólinn, sem hún var heitin, af því að hann vill ekki hjálpa til að frelsa þórólf frá bálinu. — Ung og áður óþekkt leikkona, Sólveig Eyjólfsdóttir, kemur þarna fram á sjónarsviðið, leikúr Reginu, og er það eitt aðal hlutverkið. þóra Borg leikur Erlu, og hlaut mikið lófa- klapp í 3. þætti, enda hlutverkið vin- sælt. Haraldur Björnsson leikur ÓI- af, og hefir oft tekizt betur og sama er að segja um Gest Pálsson, sem lék þórólf, enda hlutverkin miður heppileg fyrir báða. Gunnþórunn Halldórsdóttir lék Öglu og Friðfinn- ur Guðjónsson Jón gamla, og leystu bæði vel af hendi. Brynjólfur Jó- hannesson leikur bóndann á Núpi, Marta Kalman húsfreyjuna á Núpi og Guðlaugur Guðmundsson bisk- upssoninn. — Freymóður Jóhanns- son hefir málað leiktjöldin, og eru þau prýðileg, einkum útsýn yfir Hólminn og vötnin þar sem eyjarn ar ber í fjarska yfir Hegranesið. — Nánari gagnrýni á leikritinu og meðferð hlutverkanna birtist á öðr- um stað í Klaðinu. Reykholtsskólinn. Jónas Jónsson kennslumálaráðherra og Ásgeir Ás- geirsson fræðslumálástjóri fóru um næstsíðustu helgi upp í Borgarfjörð til þess að athuga hið nýja skólahús í Reykholti. Var húsameistari ríkis- Auglýsing Með því að skattalögin frá 1921 hafa nú verið það lengi í gildi, að framtölin ættu að geta farið að vera nákvæm úr þessu, þá tilkynnist hérmeð, að ákveðið hefir verið, að allir þeir, sem nú telja rétt fram innieigm sína í bönkum og sparisjóðum (sbr. reglugjörð 4. jan. 1931), þó undanfellt hafi eitthvað af henni áð- ur, skuli ekki sæta sektum samkv. 45. gr. 1. nr. 74, 1921 fyrir það undanskot. Hinsvegar mega þeir, er ekki telja rétt fram nú, búast við því, að ékvæðum laganna verði beitt að fullu. Fj ármálaráðuneytið, 17. jan. 1931. Einar Árnason Gísli ísleifsson. Bæniiníiisskeil verður haldið við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal frá 16. til 21. marz n. k., að báðum dögum meðtöldum. Þar verða fyrir- lesarar frá Búnaðarfélagi Islands, ásamt ýmsum öðrum er fyrir- lestra flytja. Umsóknir sendist skólastjóra fyrir febrúarlok, sem gefur nánari upplýsingar, ef óskast. I sambandi við námsskeiðið, verður fundur haldinn fimmtu- dag 19. marz fyrir alla nemendur Hólaskóla — eldri sem yngri — er þar verða mættir. Þar verður rætt um- 50 ára minningarhá- tíð Hólaskóla 1932, og væntanlega kosin undirbúningsnefnd í það mál. Einnig verður þar til umræðu erndi frá „Hvanneyringum" um samvinnu skólafélaganna um útgáfu búnaðarblaðs. Þá verður og rætt um að endurreisa „Hólamannafélagið". Skorað er á sem flesta Hólamenn að sækja fund þennan. Æskilegt er að þeir, sem ekki geta mætt, skrifi skólastjóra um álit sitt á þessum málum. Hólum í Hjaltadal, 30. des. 1930. STEINGR. STEINÞÓRSSON, skólastjóri. Heidrndu húsmæður! Biðjið kaupmenn eða kaupfjelag yðar um hina óviðjafnanlegu, viðurkenndu bökunai'dropa og aðrar smekkbætis-(krydd)vörur til kökugerðar og til mat- argerðar, sem gerir það inndæla, bragðið rjetta og yinsæla. — Þá er það þess vert, að leggja á minnið þetta: Keynslan talar og segir það satt, að ]þillu- ger- eggjaduftið er þjóðfrægt. Ennfremur minnist ávalt þess, að pjallkonugljávörurnar, skósverta, brúna, gula, fægilögur og gljávaxið góða, gagna mest og fegra best.--bær húsmæður, sem hafa þekkingu á yörugæðum, biðja einungis um það bezta, en það bezta er frá EC.f" Hjfixag-erð ins, próf. Guðjón Samúelsson, með í förinni, en hann hefir eins og kunn- ugt er, gjört teikningu að húsinu og haft eftirlit með framkvæmd verks- ins. Byggingin er nú komin vel á veg, liúsið fokhelt, búið að koma fyrir miðstöð fyrir hitaleiðslu úr hvemum. Er og langt komið sléttun veggja að innanverðu. Verður skóla- hús þetta hið glæsilegasta og á- nægjulegur samastaður borgfirzkri æsku. Alls em nú komnar í bygg- inguna um 100 þús. kr. frá ríki og liéraði. Ríkisafmæli pýzkalands. Á morg- un, sunnudaginn 18. p. m. eru 60 ár liðin síðan þýzka rikið var stofn- að að nýju undir forustu Prúsaa og með Berlín sem höfuðborg. Sú athöfn fór fram í höllinni miklu í Versölum á Frakklandi, um það leyti, sem lokið var ófriðnum milli Frakka og þjóðverja (1870—71). f tilefni dagsins á að fara fram há- tiðarathöfn í ríkisþingshúsinu i Ber- iin. Alþýðuskólinn á Reykjum í Hnita- firði var vígður miðvikudaginn 7. þ. m. og fór sú athöfn fram með nokkuð óvenjulegum hætti og áður óþekktum hér á landi. í Reykja- skóla var þennan dag saman kom- inn fjöldi héraðsmanna, en vigslu- athöfnin hófst í Reykjavík og hlýddu samkomugestirnir á gegnum útvarp- ið. Fyrst lék Páll ísólfsson á hljóð- færi, þá fluttu ræður kennslumála- ráðherra og fræðslumálastjóri og þvínæst söng Kristján Kristjánsson. Að þessu loknu hófst sá þáttur sam- lcomunnar, sem fram fór í skólanum' sjálfum. Sr. Jón Guðnason á Prests- bakka, sem er settur skólastjóri, setti skólann, og eftir það töluðu þorsteinn Einarsson bóndi á Reykj- um og Eggert Levy bóndi á Ósi, sem báðir eiga sæti í skólanefnd. Var þetta ágætur mannfagnaður og bjart- 1 sýni ríkjandi um framtíð skólans og héraðsins. — Um það leyti, sem út- varpsstöðin verður afhent ríkis- stjórninni, er í ráði að þingmenn þeirra þriggja héraða, — Stranda- sýslu, Vestur-Húnavatnssýslu og Austur-Húnavatnssýslu, — sem að skólanum standa, ávarpi héraðsbúa í tilefni af opnun skólans, og verði þær ræður fluttar í útvarpið. — Vert er að geta þess, að Mbl. var beðið að tilkynna vígsluathöfn skólans, en það sá sér ekki fært að verða við þeirri beiðni. Tvö' bókaforlög í Kaupmannahöfn, Gyldendals- og Hasselbachs-forlag, eru komin i hár saman út af síð- ustu ritum Gunnars Gunnarssonar og Guðmundar Kambans. Hefir Gyldendal gefið út bók Gunnars um Jón Arason en Hasselbach bók Kambans um Ragnheiði Brynjólfs- dóttur. Vildi nú Hasselbach auglýsa „Jómfrú Ragnheiði" rækilega fyrir jólin og gjörði það á þann hátt að iáta prenta upp í blöðunum kafla úr ritdómi sem birtst hafði í „Afholds- dagbladet". Var þar gjörður saman- hurður á þessum tveim bókum og Kamban hrósað mjög á kostnað Gunnars. Forlag Gyldendals tók þessa auglýsingaaðferð mjög óstinnt upp, og tilkynnti Hasselbach, að bóka- verzlanir þess myndu eigi greiða fyrir sölu á bókum hans framvegis, en Gyldendals-forlag er nú sem stendur eitt voldugasta útgáfufyrir- tæki á Norðurlöndum og hefir um 400 búðir í Danmörku. Hasselbach ritaði þá afsökunarbréf, kvað um at- hugaleysi að ræða og bar við jóla- annríki. En stjóm Gyldendals for- lags hefir ekki tekið þá afsökun til greina, eftir því sem Hafnu.blöðin segja, og vekur málið mikið umtal. Ritdómurinn, sem er tilefnið til deilu þessarar, var eftir frú Larsen- Ledet, en maður hennar er ritstjóri „Afholdsdagbladet", kunnur hér á landi af fyrirlestrum sínum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.