Tíminn - 24.01.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.01.1931, Blaðsíða 3
TÍMINN 18 Athugið þessa mótorsláttuvél, sem fæst með tveggja mánaða fyrirvara Þrjár gerðir, þar á meðal ein sem slær alveg við rót. Afl vélarinnar má einnig nota til allrar garðyrkju. Auðveld í notkun. Nánari upplýsingar gefur. Ha.ra.lci'Lii? Sveinbjarnaison Hafnarstræti 19. Pósthólf 301. Reykjavík Þóroddur E. Jónsson Hafnarstræti 15 — Reykjarík Heildsala — Umboðssaia — Sími 2036 — Símnefni Geschaefte. Kaupmenn og kaupfélög! Allsk. vefnaðarvörur! Útvega beztu og ódýrustu vefnaðarvörurnar beint frá beztu verzlunar- húsum í Tékóslovakiu, Frakklandi, Sviss, Þýzkalandi og víðar. Hefl einnig fyrirliggjandi í heildsölu mjög ódýra sokka karla og kvenna, veggteppi, silkitrefla, handsápur, rakblöð o. fl. Fyrirspurnum svarað um hæl. Sýnishom send þeim sem óska. þessum bandamönnum sínum, kommúnistum. Þeir gera sér vissa von um það, íhaldsmenn, að í þeim kjör- dæmum þar sem kommúnistar liafi ekki sína eigin sprengi- frambjóðendur í kjöri, þar muni kommúnistar fremur kjósa fram- bjóðendur íhaldsins, en fram- bjóðendur Framsóknar eða hinna hægfara jafnaðarmanna. Við fyrstu athugun virðast þetta vera hin mestu ólíkindi. En athugum málið nánar. Eina von kommúnista til þess að geta náð sterkri aðstöðu og völdum í landinu er sú, að meðal verkalýðsins ríki neyð og erfið- leikar, og að verkamönnum sé af hálfu hins opinbera svo illa bú- ið, að meðal þeirra ríki hin magn- aðasta óánægja. Slíkur jarðvegur skapar möguleikana fyrir öfga- kenningar kommúnista. Slíkan jarðveg skapar harð- snúin íhaldsstjóm, ósanngjöm í garð hinnar vinnandi stéttar, starblind á skyldu þjóðfélagsins við smælingjana. Hafa kommún- istar hið talanda dæmi fyrir sér um þetta,sem er Rússland. Það er eina landið í heiminum, sem kommúnistar eru einráðir í nú, enda ríkti í því landi áður hin róttækasta íhaldsstjórn, öldum saman. Aftur á móti er frjálslynd stjóm Framsóknarmanna hinn versti Þrándur í Götu fyrir kommúnistana. Slík stjórn keppir að því að skapa réttlæti fyrir þjóðarheildina, og ekki sízt fyrir hinar vinnandi stéttir til sjávar og sveitar. Framsóknarstjórn beitir ríkisvaldinu þannig, að fækka tilefnum til óánægju og óeirða meðal hinna vinnandi stétta; hún keppir að því að sá jarðvegur geti ekki skapast, sem er hinn ákjósanlegasti fyrir kommúnismann. Þessa vegna er það að frjáls- lynd Framsóknarstjóm, er sú stjóm, sem kommúnistar í öllum löndum, og eins hér á íslandi, sýna mestan fjandskap. Og þó að þeir séu hinir mestu fjandmenn íhaldsmanna, þá fer svo, er kom- múnistar eiga að velja á milli Framsóknarmanna og ' íhalds- manna, þá kjósa þeir heldur íhaldsmennina, í von um að þá Síldarmagiið er líkt og síldar- gæðin líka það, sem gerir aðstöð- una ólíka eru ólíkir sölumögu- leikar. Fyrir norðan er hægt að selja nær ótakmarkaða veiði. Fyrir austan er ekki hægt að selja eða hagnýta nema lítinn hluta þess, sem veiðist og örlítinn hluta þess, sem menn gætu veitt án þess að auka utgerðina svo teljandi sé. Fyrir norðan og vestan eru margar stórar síldaibræðslur. Fyrir austan engin. Fyrir norðan eru gerð út nýtísku skip með dýrum veiðarfærum. Það getur borið sig þar. Fyrir austan verða menn að skera allt við neglur sér til síldarútgerðar. Á Norðurlandi er fjöldi fólks í landi tilbúið að taka á móti veið- inni og verka hana. Það hefir góða atvinnu og þar hafa menn ekki ráð á að sleppa síldveiðun- um. Á Austurlandi hafa útgerðar- menn eltki ráði á að hafa fasc- ráðið fólk til síldveiða. Lausa- fólk getur því síður hangið yfir síldverkun þar sem svo lítið er um að vera. Þar hafa menn ekki ráð á að stunda síldveiðar, þótt hafið sé þykkt af síld. Það er gagnslaust að veiða síld, þar sem ekki er hægt að koma henni í verð. Staðar fyrir verksmiðju. Aust- firðingar eru sammála um það að þeim sé nauðsynlegt að fá síldar- bræðslu; þeir þykjast vissir um að síldarverksmiðjan muni verða til þess að bæta útgerðarmögu- skapist fremur, undir stjórn íhaldsins, jarðvegur hæfur kom- múnismanum. Þessi von íhaldsmanna, að þeir ósjaldan fái atkvæði kommúnist- anna við næstu kosningar mun áreiðanlega rætast. En hversu farsæll mun slíkur bandamaður reynast íhaldinu? Hversu sigurvænlegt er það fyrir íhaldið að ganga til kosn- inga með þessum tveim banda- mönnum: kreppunni og kommún- ismanum. * ---o---- Á víðavangi. Melkólfur íhaldsins. Valtýr hefir orðið ofsalega hræddur og reiður, er upp komst um launmakk hans við kommún- istana. Hefir hann undanfarna daga gengið grátklökkur um bæ- inn, eftir að sekt hans sann- aðist og verið jafnvel að kvarta við suma helstu leiðtoga Fram- sóknarmanna um ólán sitt. Hefii- hann verið jafnaumur og fyrir- rennari hans, Melkólfur, eftir að upp komst um ostaþjófnaðinn. Valtýr hefir nú í dag sýnt hví- lík gersemi hann er í heimsku, með því að birta útdrátt úr rann- sóknum kommúnistauppþotsins, sem sanna miklu meira um sekt' hans, heldur en áður var drepið á í Tímanum. Eftir játningu Valtýs og yfirheyrslunum er sannað, að hann veit um uppreist kommún- ista fyrirfram, því að hann hælir sér af kjark sínum að þora að koma á fundinn. Iiann gat ekki vitað um hið svívirðilega áform kommúnistanna, nema frá þeim sjálfum, einmitt af því þeir skoða hann sem félaga sinn. T. d. er íullvíst, að Zimsen borgarstjóri vissi ekkert um að kommúnistar ætluðu að velta honum og bæjar- stjóm úr völdum, því að þá hefði hann vitanlega beðið um lögreglu- vernd fyrirfram. Valtýr segist hafa vitað um uppreistina, en segir ekki bæjar- fulltrúunum frá tih’æðinu.Á fund- inum hlífa kommúnistar honum sem félagsbróður og samsekum. Kjarkraunin var lítil þá, meiri nú, er hann á að standa reikn- leika þeirra og fjárhag. En þeir eru ekki sammála um það hvar verksmiðjan eigi að standa. Menn í öðrum landsfjórðung- um, helzt þeir, sem lítið hafa gert sér far um að kynnast ástæðun- um fyrir þessu ásigkomulagi, álíta, að þetta sé aðeins nábúa- kritur eða hreppapóhtík. En það er ekki rétt. Orsökin er allt önn- ur. Sannleikurixm er sá, að það væri alveg óeðhlegt ef menn gætu orðið sammála um hentugan stað fyrir eina verksmiðju á öllu Aust- uiiandi, því staðhættir eru þann- ig eystra, að ein verksmiðja kemui' ekki að fuhum notum. Verksmiðjurnar þurfa að vera tvær. Ég veit ekki th að Aust- firðingar eða aðrir hafi hreift þessu fyr opinberlega. Þó er hug- myndin gömul og ættuð að aust- an. Mér heyrðist á þeim þar í sumar, að þeim hefði fundizt fyrri reynsla sín af afskiptum annara landsmanna eða „hins cpinbera“ gefa htla von um bæn- heyrslu, þótt þeir færu fram á að fá einungis eina hvað þá held- ur tvær verksmiðjur. Rök Austfirðinga sjálfra. Þeg- ar ég í sumar spurði Eskfirðinga og Reyðfirðinga að því, hvar þeim fyndist mest þörf á bræðslu- verksmiðju; þá svöruðu þeir: „Auðvitað á Reyðarfirði eða Eskifirði. Þetta var veiðisælasti fjörðurinn í gamla daga, og svo mun enn, Síldin kemur hér ár eftir ár. Við þurfum ekki að sækja síldina lengra en héma fram í fjörðinn. Og við getum ekki sótt hana lengra. Við eigum ingsskap á svikuin MelkÓlfs frammi fyrir íhaldinu. Eftir því, sem Valtýr segir nú sjálfur úr yfirheyrslunum, er það sannað, að Guðjón var orðinn „kexmdur" inni hjá honum, og al- þekktur æsinga- og óreglumaður í íhaldsliðinu, maður að nafni Einar. Varð Einar þessi sér til minnkunar á Alþingishátíðinni í vor fyrir Hneykslanlega ölvun, og mátti heita einsdæmi á þeim stað. Valtýr segir, að vitnið hafi ekki séð vín á sér, en þeir, sem þekkja reynslu Valtýs í þessu efni, munu leggja þá sögu þann- ig út, að hann hafi ekki verið farinn að reika á þeim tíma kvöldsins. En samneyti hans við kommustistann, inni á skrifstof- unni og ölvun þar, er fuUsönnuð. X. Valtýr og whisky. Alþýðublaðið spyr í gær, hvem- ig dómsmálaráðherra færi að láta Valtý fá samskonar áfengi í hin umtöluðu verðiaun, eins og það sem sem örvaði íhaldsmenn og kommúnista á skrifstofu Valtýs, þegar hann var að makka við forkólf árásanna á bæjarstjóm- ina, ef í ljós kæmi að þeir hefðu verið ölvaðir af whisky, sem vit- aniega er baimvara. Ef í Ijós kæmi, að Valtýr hefði whisky á skrifstoíunni yrði auð- vitað að di’aga hann fyrir lög og dóm fyrir afbrot sitt. títúdentafélag Reykjavíkur hélt aðalíund x gæi’kveldi, og í'ór þar fram stjómarkosning. I kjöri við forxrannskosningu voru Þórður Eyjólísson lögfræðingur, Einar B. Guðmundsson lögfræð- ingur, Guðni Jónsson mag. art. og Helgi Tómasson frá Kleppi. Kosningunni lauk svo, að Einar H. Guðmundsson fékk 70 atkv. og var kjöx’iim formaður, Þórður Eyjólfsson hlaut 41, Guðni Jónsson 3 en Helgi Tómasson ekkert atkvæði. Var þó mættur á fundinum fjöldi lækna, sem set- ið hafði á fundi annarstaðar, en mætti í tæka tíð til að láta uppi áht sitt á hinum hrellda stéttarbróður. Hinir frjálslyndari stúdentai’ hafa að líkindum flestir kosið Þórð Eyjólfsson, og gegnir furðu, að þeir skuli engin skip til síldveiða á hafi og það §r hæpið að það borgi sig að farga þeim skipastól, sem við höfum til þess að kaupa stærri skip með tilliti til hafveiða. Enda álitið illhægt vegna sti’auma að veiða í snyrpinót hér úti fyrir eða fyrir suxman Gerpir, annar- staðar en innfjarða. Ef síldin kemur hér í fjörðinn, þá höfum við nóg skip og tæki til að fiska tugi þusunda tunna, með htlum kostnaði, en góðum ágóða aðeins ef við gætum losn- að við alla veiðina fyrir eitthvað sæmilegt verð. Við myndum hafa lítil eða eng- in not af verksmiðju á Norðfirði eða Seyðisfirði. Við höfum engin skip til að flytja síldina á þang- að. Þetta er löng leið og oft vond. Stundum jafnvel ófær hlöðnum smáskipum, þó um sum- ar sé, t. d. í Gerpisröst. Flutn- ingurinn myndi verða allt of dýr á leiguskipum og taka ofmikið af tíma veiðiskipanna, ef reynt væri að mjatla síldinni norður á þeim. Ef við hefðum bræðslu hér, gætum við átt ahskosta við síld- ina. Við gæturn t. d. núna fyllt næturnar af síld, mai’gar nætur á dag, dregið þær að landi og sett í „lás“ eða tæmt jafnóðum í verksmiðjuna. Þá verður saltsíld- in okkar úrvalsvara, „Austfjarða- síld“, eins og „Austfjarðafiskur". Þa ðer svo mikil þörf fyrir verksmiðju héma, að þangað til hún kemur, er í raun og veru heimska að vera að veiða síld„ það ber sig ekki, ef eitthvað út af ber með verð. Þó erum við tilneyddir að leggja kapp á, og svo margir fyrirfinnast, sem raun varð á, í öðru eins íhalds- hreiðri og Stúdentafélag Reykja- víkur hefir verið nú um skeið. ----o----- Gestir í bænum: Björn þorkelsson lireppstjóri Hnefilsdal N.-Múlasýslu, .Takob Líndal bóndi Lækjannóti, Jón Hannesson fcóndi Deildartungu, þor- steinn Jónsson bóksali Akureyri, þorvaldur Jónsson bóndi Hjarðar- liolti Mýrasýslu, Steindór Kristjáns- son hreppsnefndaroddviti, Syðri-Vik Vopnafirði. Frásfign af landsmálafundinum á Kjalarnesi síðastl. laugardag bíður næsta blaðs vegna rúmleysis. Ægir tók í fyrradag 9 erlenda botnvörpunga með ólöglegan um- búnað veiðarfæra við Vestfjörðu, og fór með þá til Patreksfjarðar, alla. nema einn, sem sigldi til hafs, með tvo menn af skipshöfn Ægis. Dómur undirréttar er fallinn Fékk einn skipstjórinn 500 kr. sekt, tveir 800 talsvert í kostnað við sfldveiðar vegna þorskveiða okkar. Annars yrðum við að kaupa rándýra beitu annarestðar að. En því meir sem við leggjum í sölurnar, því brýnni þörf er okkur á síldarbræðslu“. Á Seyðisfirði halda íbúamir því jafnákveðið fram, að verk- smiðjan eigi að vera þar. Þeir segja: „Hér er ágæt höfn, nóg land- rýrni, nóg vatnsafl til verksmiðju- reksturs. Kola-, olíu- og vista- birgðir fyrir skip, sem myndu leggja hér upp aflann, ágætt vélaverkstæði o. fl., sem nauð- synlegt er í hverri fiskihöfn. Og svo það, sem mest á ríður, nóg síld. Seyðisfjörður liggur bezt alh*a Austfjarða við hafsíldar- veiði, en síldin er árviss einhvers- staðar á svæðinu Langanes — Gerpir. Líklega vissust frá Vopnafirði til Langaness. Það kemur þráfaldlega fyrir, að sfld er við Langanes þótt engin veiði sé við Norðurland. Það er miklu styttra hingað frá Langanesi en þaðan til Siglufjarðar og auk þess er venjulega betra að kom- ast hingað á hlöðnum skipum frá Langanesi, en þaðan til Siglu- fjarðar, veðurs vegna. Við erum ekkert hræddir við að verksmiðj- an fái ekki nóg að starfa, ef hún kemur einhverntíma, jafnvel þótt við sleppum að reikna með síld- arhlaupunum, sem eins og núna koma hér og á næstu firði“. Þetta er álit Austfirðinga sjálfra og virðist nægilega sann- að af því að firðirnir sunnan og norðan Gerpis hafa alveg ólíka aðstöðu til síldveiða. Suðurfjarða- Fundur verður haldinn í Félagi ungra Framsóknarmanna þriðjud. 27. þ. m. á venjulegum stað og tíma. Umræðuefni: Atvinnuvegirnir o. fl. Félagsstjómin. kr. sekt en .hinir sluppu með áminn- ingu. Kommúnistar á Akureyri hafa tek- ið blað Alþýðuflokksins þar, „Verkamanninn", i sinar hendur. Af þeim ástæðum er flokkurinn byrj- aður að gefa út nýtt blað á Akur- eyri. þetta nýja blað heitir „Alþýðu- maðurinn" og ábyrgðarmaður þess er Erlingur Friðjónsson alþm. LeiSrétting. í fvrsta tölublaði þ. á. hefir misprentast nafnið: Óskar Gunnlaugsson, átti að vera Gunnars- son. menn ætla að veiða sfldina heima hjá sér og hvergi annarsstaðar. Iíversvegna skyldu þeir þurfa að flytja hana á fjarlæga staði til vinnslu. Norðurfjarðamenn búast við að stunda síldveiðar á hafi og þurfa oftast að sækja norðureftir. Þeir geta ekki sætt sig við að flytja síldina langan og óþarfan krók suður eftir. Syðri verksmiðjan. Fyrir sunn- an Gerpir eru tveir firðir, sem von er um mikla síldveiði, þ. e. Fáskrúðsfjörður og Reyðarfjörð- ur. Hinn síðamefndi mun þó hafa á sér meira orð sem „síldarfjörð- ur“ og verður því syðri verk- smiðjan bezt sett þar. I eða ná- lægt kauptúnunum, Eskifirði eða Reyðarfirði. Þessi verksmiðja þyrfti ekki að vera stór, en ætti að miðast við að geta tekið við bræðslusíldarafla þessara tveggja fjarða skynsamlega áætlaðan. Myndi líklega duga að miða af- köst hennar við 2—400 mál á dag. Þó það kunni satt að vera að litlar verksmiðjur skili minni vinnugróða en þær stóru, þá ætti í þessu falli — þar sem hægt er að fiska við landsteinana með litlum kostnaði — ódýrara hrá- efni að bæta upp mismuninn. Það gæti orðið verksmiðjunni þama styrkur, að mestan hluta ársins fellur til talsvert af beinum frá þorskveiðinni og gæti verksmiðj- an unnið úr þeim. Ennfremur segja Eskfirðingar, að þar hafist við um haust og vetur, ógrynni af smáufsa, og muni hægt að veiða hann í stórum stíl. tír ufsa er hægt að vinna gott fóðurmjöl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.