Tíminn - 24.01.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.01.1931, Blaðsíða 1
©jaífcferi 09 afgreiöslumafcur Címans er Hanrtpeia, þorsteinsbóttir, £a?fjargötu 6 a. S.e^í\avít. ^fðteibsía Ctmans er í Cœfjargötu 6 a. (Dpin 6aaiea.a fl. 9—6 Sirnt 2353 XV. ár. Reykjavfk, 24. janúar 1931. 4. blað. Erlent veitufé á Islandi 1. Árið 1874 fékk íslenzka þjóðin löggjafarvald og fjárforræði. Hún fékk umráð síns eigin lands og frelsi til að búa um sig í landinu eftir eigin geðþótta og möguleikum, Margar undan- gengnar aldir hafði hún búið við leiguliðakjör á óðali feðra sinna. Útlendingamir, sem töldu sig hafa umráðarétt landsins, höfðu farið með það eins og fégjarn en fyrirhyggjulítill jarðeigandi fer með jörð sína. Landið var nið- Urnítt, illa byggt og illa hagnýtt. Auðsuppsprettur jarðar og sjáv- ar lágu ónotaðar fyrir fótum í- búanna. Og þannig hafði ástand- ið verið að mestu leyti síðan á þjóðveldistímanum. Islenzka þjóðin hafði aldrei verið auðug og því fátækari sem lengra leið. Hún átti hvorki peninga eða varanleg verðmæti, sem neinu næmi, annað en landið sjálft, ó- ræktað og lítt notað. Þrátt fyrir vinnusemi og ítr- nstu sparsemi, hafði almenningi á Islandi ekki tekizt að safna fé til framkvæmda. 1 upphafi sjálf- stæðisins stóð þjóðin því uppi með tvær hendur tómar, og gat ekki hagnýtt sér landið. Fram- leiðsluvörum hennar var mjög á- bótavant og því eigi samkeppnis- færar á erlendum markaði. Verzl- unin var almenningi óhagstæð. Ef þjóðin hefði átt að búa við þau lífsskilyrði, sem þá voru fyrir hendi, hefði sjálfstæðið ver- ið hefndargjöf og orðið sjálfu sér að bana. En við þessi lífs- skilyrði eða svipuð bjó hún þó næstu tvo áratugina. Reynsla þessara áratuga sýndi það á- þreifanlega, hver framtíð beið hennar, að lífsskilyrðum ó- breyttum. Þegar harðindin miklu skullu yfir landið laust eftir 1880, flykktist fólkið úr landi, þúsundum saman, líklega nál. V5 hluti þjóðarinnar, og hóf nýja lífsbaráttu í nýrri heimsálfu. Þegar svo var ástatt, var um tvo möguleika að ræða fyrir íslenzku þjóðina. Að sætta sig við lífs- skilyrðin eins og þau voru, og bíða átekta, láta framkvæmdir og frekari hagnýting landsins bíða eftir því, að þjóðinni sjálfri tækist að draga saman fé og láta svo skeika að sköpuðu, hvort fljótar gengi, söfnun veltufjár innanlands eða tortíming þjóðar- innar í óbyggilegu landi. Hinn möguleikinn var sá, að útvega þjóðinni erlent fé að láni, og verja því til að bæta lífsskilyrð- in^á skömmum tíma, í von um að slík breyting myndi hér eins og annarsstaðar auka framleiðsl- una nægilega til þess að standa straum að vöxtum og afborgun- um lánanna. Síðari kosturinn var tekinn. Erlenda fénu var veitt inn í landið, með stofnun íslands- banka stuttu eftir aldamótin. Og hvað, sem um þær ráðstafanir má segja, þá er þó óhrekjanleg sú staðreynd, að aldrei hefir það hent síðan, að fólk hafi flúið land vegna harðinda. Þegar að því kom að taka að láni erlent fé og nota til umbdta og^framleiðslu á íslandi, var um tvær leiðir að velja. Hin fyrri var sú, að þjóðin sjálf tæki féð a» láni gegn ríkisábyrgð og hefði yfir því umráðarétt. Síðari kost- urinn var sá að leyfa erlendum mönnum að flytja fé inn í land- ið, veita því íslenzka lagavernd, en leyfa útlendingunum sjálfum að hafa umráð fjárins. Þessi kosturinn var tekinn, þegar fs- landsbanki var stofnaður. Islands- banki var algjörlega útlent fyrir- tæki undir yfirráðum erlendra manna. En Alþingi veitti bank- anum mikilsverð hlunnindi, m. a. rétt til seðlaútgáfu, sem tekin var af þjóðbankanum. Jafnframt gjörði þingið það óheyrilega glappaskot að ganga inn á það, að sjálfur ráðherra landsins (síð- ar forsætisráðherra) skyldi vera formaður í bankaráðinu. Með því, og nafninu, sem bankinn illu heilli fékk að taka upp, var þessu útlenda fyrirtæki gefin aðstaða til að skáka í skjóli íslenzka rík- isins út á við. Stofnun Islandsbanka er tal- andi vottur um það, hvernig sú þjóð getur stundum farið að ráði sínu, sem fákunnandi er og óreynd í fjármálum. Sennilegt er, að þessi aðferð til að útvega er- lent vðeltufé hafi verið betri en að útvega ekkert, en hún var versta aðferðin, af þeim, sem fyr- ir hendj voru. Vegna þess eins, að sú aðferðin var tekin, hefir landið orðið að taka á sig mil- jónabyrðar síðasta áratuginn. Hjá ýmsum þessum óþægindum hefði að vísu verið hægt að kom- ast, ef þjóðin hefði ekki goldið óviturlegrar fjármalastjórnar. Á óframsýni íslenzku löggjafanna, sem þessu óheillaráði fylgdu, hafa íslendingar miklu tapað og mikið lært. II. Eftir að heimsófriðurinn skall á, varð það þegar ljóst, að hver hefði nóg með sjálfan sig. Danir höfðu ekki aðstóðu nema að mjög takmörkuðu leyti til þess að birgja ísland að vörum eða að annast samgöngur landsins. Af- leiðingih af þessu verður sú, að íslenzka ríkið verður að miklu leyti að annast um verzlun og samgöngur. Landsverzlunin er stofnuð og ríkisskipaútgerðin. Auðvitað hefir þjóðin ekkert handbært fé til þess að kaupa fyrir vörur eða skip. 1917 og ár- in þar á eftir er hvert lánið tek- ið af öðru til skipakaupa og handa Landsverzluninni. Það varð að lána þetta fé, að öðrum kosti fullkomin einangrun og sultur. Hér skal ekki dæmt um lands- verzlunina eða skipaútgerð ríkis- ins á þeim árum. Aðeins skal á það bent, að á þessum fyrirtækj- um mun það hafa sannast á stundum, „að neyðin er enginn kaupmaður". Landsverzlunin gat ekki að öllu leyti sneitt hjá verzl- un við heiíclsala og aðra verzlun- armenn í Reykjavík og varð því að sætta sig við að greiða milli- liðagjald, sem stundum var ríf- legt mjög og ríkið varð að kaupa skip eins og Borg af milliliðum (Kveldúlfi), sem hækkuðu það í verði um 300 þús. kr. eftir að hafa átt það í nokkrar vikur. En hið alvarlegasta óhapp í öllu þessu máli var hin afar- slæma fjánnálastjórn. Á þessum árum voru þeir Björn Kristjáns- son, Sig. Eggerz og síðast og lengst Magnús Guðm. fjármála- ráðherrar. Fóru þessir menn með fjármál landsins frá 1916 til síð- ast á þingi 1922. öll þessi ár nema eitt árið, 1919, var stór- felldur tekjuhalli 2—2V^ miljón árs árlega. Til þess að greiða þennan tekjuhalla var svo notað það fé, sem landsvezlunin endur- borgaði ríkissjóði af þeim lánum, sem upphaflega voru stofnuð til verzlunarreksturs, en sem smátt og smátt losnaði úr veltunni. Hin- ar upprunalegu skuldir ríkisins — vegna landsverzlunarinnar urðu því að föstum skuldum ríkissjóðs og á þennan hátt safnaði ríkis- sjóður nýjum skuldum á árunum frá 1917 til 1923, sem námu frek- lega 16 milj. Þetta var eyðslufé — algjörlega tapað fé — engin varanleg verðmæti höfðu verið sköpuð fyrir það, sem í framtíð gætu létt Hfsbaráttu þjóðarinnar. M. G. og fyrirrennarar hans í fjármálaráðherrasessi höfðu sum- part eytt of mjklu fé og sum- part látið undir höfuð leggjast að sjá ríkisssjóði fyrir nægilegum tekjum í góðærinu frá 1916— 1920. Með fyrirhyggjuleysi sínu hafa þeir M. G. og félagar hans því alið upp heila hjörð af mögr- um, kúm, sem væru tilbúnar til þess að éta feitu kýrnar í góðær- um seinni tíma. Þetta er sagan um fyrsta verulega erienda veltuféð sem ríkið tók að láni. Hún er sorgleg en lærdómsrík. IH. 1 annað skipti er ríkinu aflað veltufjár 1921. Lánið var að upp- hæð 500 þús. pund sterling eða nálægt 11 milj'. kr. eftir núver- anda gengi. Lan þetta tók M. G. sem þá var enn fjármálaráð- herra. Var það hið mesta „ó- skapalán" eins og Jakob Möller komst að orði um lántökuna, þótt tvennt bæri af um ósköpin: veðsetning tollteknanna og með- ferð lánsins. Hinir erlendu eigendur og um- ráðamenn Islandsbanka voru á stríðsárunum og eftir stríð haldnir af sömu gróðasýkinni og gripið hafði marga einstaklinga og þjóðir um þær mundir. A þessum tíma starfaði seðlapressa bankans svo að segja nótt með degi. Bankinn hafði traustan meira hluta í þinginu og veittist því létt að fá leyfi þingsins til stöðugt aukinnar seðlaútgáfu. Lánsféð jókst, ný og fjarvana fyrirtæki voru sett á stofn og dýrtíðin náði hámarki sínu, en 1920—21 kom verðfallið. Dýrtíð- in velti um hverju glæfrafyrir- tækinu á fætur öðru og Islands- banki gat ekki fengið endur- greitt fé frá sæmilegum skuldu- nautum sínum og sumpart hrundu þau fyrirtæki er hann hafði lánað fé til, til grunna. Af- leiðingin af verðfallinu og greiðslutregðunni varð sú, að bankinn gat ekki staðið í skilum við lánardrottna sína erlendis. Annaðhvort varð því Islands- banki að fara á höfuðið eða að ríkið varð að hlaupa undir bagga með honum og hinum erlendu eigendum hans. Þingmeirihlutinn með M. G. í broddi fylkingar á- kvað svo að hjálpa bankanum og taka enska lánið. Meira en hehning af þessu 11 miljóna láni lártaði svo M. G. Utan ur heimi. Hverjar eru orsakir kreppunnar? Það er ekki ætlun mín með lín- um þessum, að gefa neitt tæm- anda svar við þessari spurningu. En mér datt ýmislegt í hug útfrá orðum, sem maður nokkur sagði við mig um daginn, er við hitt- umst á götunni. „Þetta er ljóta bölvuð kreppan, sem við eruta komnir í hér", segir hann, „nú er stjórnin að fara með allt á hausinn". Nánari skýringar fékk ég ekki. En það er gott að vera fljótur að finna skýringar á hlut- unum og ennþá betra að hafa ein- hvern, sem hægt er að kenna um það, sem aflaga fer í landinu eða í heiminum. Hver er þá úrlausn- in? „Ég fer bara úr landi, ég er „cívilseraður" maður og kemst áfram hvar sem er", heldur kunn- ingi vor áfram. Þetta er úrlausn sem dugir! Og þvílíkar úrlausnir eru ekki óvenjulegar hjá mönn- iim, sem óánægðir eru með allt, sem aðrir gera, en geta ekkert sjálfir. En sá góði maður getur farið úr landi í land og hann mun víðasthvar reka sig á það sama, deyfð yfir öllum framkvæmdum, atvinnuleysi, — kreppu. En hvern- ig stendur á þessari kreppu? Ekki hefir verið misæri, uppskeru- brestur eða fiskleysi, þvert á móti ágæt uppskera og afli góð- ur. Framleiðsla einstaka vöruteg- unda hefir verið óvenjumikil, eins og t. d. hveitis. Undanfarin ár hefir eftirspurn eftir hveiti aukizt mjög mikið, fólk minnk- aði rúgbrauðsnotkun sína og jók í stað þess hveitineyzluna. Verð hveitis varð hátt samanborið við rúgmjölsverð, þá hættu bændur auðvitað við rúgræktun og fóru að framleiða hveiti í stærra stíl og aðallega að leggja stund á hana. Með margra ára ýtarlegum tilraunum hefir líka tekizt að fá harðgerðari hveititegund, sem hægt er að rækta í norðlægari löndum en hægt var áður. Breyfc- ingar þessar hafa því valdið því, að hveitiframleiðslan héfir orðið svo mikil að framboðið hefir orð- ið miklu meira en eftirspurnin, bændur sitja með nokkuð af sínu hveiti óseldu, og það sem þeir geta selt af því, borgar ekki framleiðslukostnaðinn. Það sem mestum erfiðleikum veldur fyrir Evrópubændurna er hið ódýra ameríska hveiti, sem flæðir yfir Evrópu.' Evrópubændurnir geta ekki framleitt jafnódýrt og þeir amerísku, sem hafa miklu meira landrými hver um sig, sem ekki liefir heldur verið jafnlengi ræktað og þar af leiðanda feit- ara og ríkara af þeim efnum, sem jurtirnar þurfa, og þarf þá ekki eins mikinn áburð. Þar sem akrarnir eru miklu stærri borgar sig líka að hafa dýrari, stærri og fljótvirkari vélar. Flutningurinn yfir til Evrópu er tiltölulega ó- dýr með hinum feikna stóru flutningaskipum, svo verðið get- ur orðið mun lægra en Evrðpu- bændur standast við að selja sitt hveiti. Bændurnir vilja leggja innflutningstoll á ameríska hveit- ið, en neytendurnir neita því, þeir vilja ekki borga meira fyrir vöruna en þeir þurfa. Stefnan f heiminum er sú, að hvert land framleiði þá vörutegund, sem það er bezt' fallið til og getur framleitt ódýrast, og þá verður útkoman bezt fyrir heildina. Og þá ætti að vera ástæðulaust að amast við þessu ódýra ameríska hveiti. En margir spá því, að þessi ódýra framleiðsla Ameríku sé ekki til frambúðar. Þegar jörðin sé útsogin af frjóefnum, þurfi að bæta henni þau með dýr- um áburði, og altaf verða fleiri og fleiri um hvern akurblett, og þetta hljóti smámsaman að auka framleiðslukostnaðinn. Ef Ev- rópubændur t. d. hættu nú við hveitirækt og færu að framleiða smjör og kjöt í stórum stíl, yrði ef til vill ekki langt að bíða að skortur yrði aftur á hveiti eða það hækkaði í verði, svo að þeir þyrftu aftur að breyta um. En það eru breytingarnar, sem valda kreppunum eða þessi offram- leiðsla á einstökum vörutegund- um. Það er skiljanlegt, að það fé sem lagt hefir verið í tæki til framleiðslu einnar vörutegundar, getur ekki komið að notum við framleiðslu annarar. Ef ég hefi lagt mikið fé í bátaútgerð og hún allt í einu borgar sig ekki af því að það er litið verð á fisk- inum, fer auðvitað mikið af þessu fé til ónýtis og ég hefi ekkert gagn af því við rekstur á sveitajörð, sem ég fer að búa á. — Þessi offramleiðsla á hveiti veldur þó sjálfsagt ekki einsöm- ul kreppu þeirri sem nú er. Allir muna sjálfsagt að eftir Kstríðslokin voru Þjóðverjar skyld- aðir til-ijess að greiða banda- mönnum háar skaðabætur. Eftir Dawes-sanmingnum, sem kendur er við mann þann, er mest vann að þessum samningi, áttu Þjóð- verjar að borga rúmlega 1000 til 1250 milj. króna á ári fyrstu 4 árin, og úr því 2500 milj. króna á ári, þar til skaðabæturnar væru að fullu greiddar. Fé þetta var svo mikið, að Þjóðverjar gátu ekki staðið í skilum og var skaðabótasamningi þessum breytt 1929 og kom þá hinn svokallaði Youngsamningur í staðinn, sem einnig er kenndur við þann mann, sem formaður var í nefnd þeirri, sem útbjó samninginn. Eftir samningi þessum eiga Þjóð- verjar að borga rúml. 2000 milj- cnir króna á ári þangað til 1988. Þessi samningur er því nokkuð betri en sá fyrri, en eigi að síður er það gífurleg upphæð, sem Þjóðverjar verða að borga og er miklum erfiðleikum bundið fyrir þá að standa við samninginn. Getur kreppa sú, er nú gengur yfir, að nokkru leyti stafað af þessum skaðabótagreiðslum Þjóð- verja? Hinn þekkti hagfræðing- Frh. á 4. síðu. Islandsbanka. Afgangurinn fór til Landsbankans og til þess að greiða með tekjuhalla ríkissjóðs. Enska lánið fór því sömu leið- ina og fé það, sem ríkissjóður tók að láni til Landsverzlunar- innar — það fór til þess að greiða með töp bankanna og tekjuhallann — engin nf verð- mæti gköpuð. Aðstaða þjóðarinn- ai- í lífsbaráttunni versnaði að sama skapi og skuldirnar jukust. Og þegar Islandsbanki fór á höfuðið í fyrra komst ríkið að raun um, að bankinn mundi aldrei geta greitt 3 milj. af þessu lánaða fé. Ríkissjóður tók því hluti fyrir þetta tapaða fé.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.