Tíminn - 03.02.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.02.1931, Blaðsíða 2
22 TlMINN allir að fullyrðingar hans væru staðlausir stafir, en þetta sýndi mætavel vopnaburð íhaldsm. í fjármálaumræðunum. Sæti það illa á >eim, ekki sízt M. G. og J. Þ. að tala um þá aukningu ríkis- skulda, sem stafaði af þessari lántöku, þar sem þeir hefðu lát- ið ríkissjóð taka hvert stórlánið á fætur öðru, en þó ekki tahð þau með skuldum ríkissjóðs á landsreikningum. Þannig hefði M. G. tekið enska lánið illræmda 1921, áð upphæð 500 þús. pund sterl. (eða nærri jafnstórt og lánið frá síðastl. hausti, sem er 540 þús. pund. sterl.), en sá hluti lánsins frá 1921, sem geng- ið hefði til bankanna — aðallega Islandsbanka — um V5 hlutar, hefði aldrei verið talið með skuld- um ríkissjóðs á landsr. Sama væri að segja um lánin sem J. Þ. hefði tekið handa veðdeild- inni, þau væru nál. 8 milj. kr., og ekki talin með skuldum ríkis- sjóðs. — Samtals væru það um 16 milj. kr., sem þessir fyrv. í járm.ráöh. hefðu látið ríkissjóð taka að láni erlendis, en þó aldrei talið með ríkisskuldum. — Á þenna hátt væri líka hægt að látast minnka ríkisskuldir, þegar ný láh væru tekin, en þó ekki færð á landsreikningi. — H. J. sagði ennfremur, að þessa ófull- komnu og rangfærðu landsreikn- inga vildu íhaldsmenn nú not- færa sér. Þegar Islandsbanki varð að loka í f yrra, keypti rík- issjóður hlutabréf í bankanum fyrir 3 milj. kr. af enska láninu, sem M G. tók og lánaði Islandsb. 1921. Þessar 3 milj. kr. vilja í- haldsm. telja skuldaaukningu hjá núverandi stjórn! — H. J. sagði að þessi dæmi mundu nægja til þess að sannfæra fundarmenn um bardagaaðferðir íhaldsm. Hinsvegar gætu fundarmenn bráðlega fengið fullkomnar upp- lýsingar um upphæð ríkisskuld- anna, þar sem nýlega hefði ver- ið tilkynnt í útvarpinu, að Hag- stofan ætti að reikna þær út frá árinu 1921 til 1929. Benti H. J. fundarmönnum á að bera saman væntanlegar niðurstöðutölur Hag- stofunnar og útreikninga sína í Tímanum síðasthðið vor og sjá svo hvor færi með sannara mál, hann eða íhaldsblöðin. — % M. G. reyndi ekki að bera það af sér á fundinum að hann hefði sagt ósatt um upphæð ríkisskuld- anna, og ekki reyndu þeír félag- ar M. G. og Ó. Th. heldur að mæla bót ósannindum J. Þ. um greiðslu á afborgunum og vöxt- um af nýja láninu. — En M. G. reyndi að sannfæra fundarmenn um að rétt hef ði verið af sér og J. Þ. að tíunda ekki í lands- reikningum þær 16 milj. kr. sem þeir tóku að lána, og uppgafst þó furðu fljótt við hinar fáránlegu skýringar, þar sem fundarmenn voru sýnilega of þroskaðir og réttsýnir til þess að viðurkenna nokkur sérréttindi til handa M G. og J. Þ. til þessháttar tíund- arsvika. Af innanhéraðsmönnum töluðu ólafur Bjarnason í Brautarholti og Framsóknarmennirnir Björn yngri í Grafarholti, Jónas í Gufu- nesi og Sigurður Helgason skóla- stjóri. Lýstu þeir ánægju sinni yfir fundinum, og voru fundar- menn yfirieitt mjög þakklátir fyrir þær skýringar á þjóðmála- baráttunni, sem ræðumenn Fram- sóknarflokksins fluttu. Duldist það ekki að fundarmenn voru langþreyttir orðnir á málaflutn- ingi íhaldsmanna og einkum virt- ust þeir hafa mikla andúð gegn M. Guðm. og rökþrotum hans. ólafur í Brauitarholti lýsti þakk- læti sínu og trausti til stjórnar- innar, sérstaklega á sviði land- búnaðarinB og vænti þess, að hún mundi leysa raforkumál sveit- anna á hagfelldasta hátt. Hins- vegar lýsti hann því yfir, að íhaldsflokkurinn hefði lagt raf- orkufrumv. sitt óheppilega fyrir þingið og illa undirbúið, þar sem því var laumað inn í Efri deild lítt hugsuðu; slíkt stórmál yrði að leysa með samvinnu allra flokka, og undirbúa það á líkan hátt og stjórnin hefði nú gert, með því að láta undirbúnings- nefnd sérfræðinga og stjórnmála- manna úr öllum flokkum fjalla um það áður en þingið tekur sín- ar ákvarðanir. Þingmenn íhalds- flokksins sátu álútir undir ræðu Ólafs og þótti hann vera óþarf- lega hreinskilinn! Það kom greinilegast í ljós á þessum Kjalarnesfundi, að bænd- ur eru yfirleitt fúsastir til þess að tileinka sér stefnu Framsókn- arflokkksins og vænta mestra umbóta frá núverandi stjórn; þessvegna hlíta þeir skýringum hennar á málunum og fylgjast af alhug með framtíðaráformum hennar. 1 þeim kjördæmum, þar sem íhaldið hefir átt sterkust vígi, eru kjósendur búnir að fá megnustu andúð á rógsmálum og moldviðrisblekkingum ísafoldar í garð núverandi stjórnar. Fundarmaður. Best að auglýsa í T í M A N U M Ávarp til Hvítbekkinga Á síðastliðnu ári hefir alþýðuskól- inn á Hvítárbakka starfað í aldar- fjórðung. Á vori komanda hœttir skólinn starfsemi á Hvítárbakka og flyzt í ný húsakynni í Reykholti. Stofnfundur sambands gamalla nem- enda skólans, sem haldinn var á pingvöllum þ. 26. júni s. 1., akvað að beita sér fyrir því, að gefið yrði út rit til minningar um skólann. Stjórn sambandsins hefir nú ákveðið, að gefa ritið út, ef nægileg þátttaka fœst. Er ætlað að ritið verði um 5 arkir i stóru broti og prýtt mörgum myndum. Verðið er áætlað kr. 5,00. Gert er ráð fyrir, að fyrv. og núv. kennarar skólans og aðrir aðstand- endur hans riti nál. tvær arkir minningarritsins; aðrai' tvær arkir eru ætlaðar nemendum skólans, gömlum og núverandi; myndir frá Hvítárbakka og skólalifinu þar munu fylla eina örk. Nú eru það vinsamleg tilmæli vor til nemenda skólans og kennara frá upphafi vega hans, að þeir sendi oss til birtingar í ritinu stuttar greinir, endurminningar eða kveðju í bundnu máli eða óbundnu. Er nauð- synlegt, að handritin séu komin til núveranda skólastjóra, Lúðvigs Guð- mundssonar, eigi síðar en síðasta vetrardag, þ. 22. april, en þann dag verður skólanum siitið að fullu að Hvítárbakka og iafnframt haldinn aðalfundur í sambandi gamalla nem- enda. Vegna skólaslitanna og fundarins er í ráði að taka skip á leigu og fari það frá Reykjavík að morgni dags þ. 22. apríl og bíði fundarmanna í Borgarnesi og haldi þaðan til Rvík- ur næsta morgun. Allir þeir, er óska að eignast minn- ingarrit skólans, Hvítbekkingar og aðrir ,eru vinsamlega beðnir að til- kynna skólastjóranum það fyrir lok þessa skólaárs, því að endanlega ákvörðun um ritið er eigi hægt að taka fyr en ljóst er oi'ðið, hve þátt- takan verður almenn., Ennfremur er æskilegt, að þeir, er hafa í hyggju að koma til skólasbt- anna og sækja sambandsfundinn, til- kynni skólastjóranum það með nokkrum fyrirvara og geti þess þa um leið, hvort þeir komi um Reykja- vík. Hvitárbakka, 13. janúar 1931. F. h. Nemendasambands alþýðuskóla Borgarfjaröar. Lúðvíg Guðmundsson skólastjóri. Eiiíkur Albertsson prestur að Hesti. Friðrik porvaldsson hafnarvörður í Borgarnesi. „Ólagið hjá íhaldinu" Eftir karl f koti. Ritstjóri: Gítdi Guðmundsson. Ásvallagötu 27. Slml 1245. Prentsmiðjan Acta. n. Blöð og blaðamemu Erlendis er það mjög títt að íhaldsblöðin eru í senn stór og vel rituð, þó að málstaðurinn sé hæpinn. Þannig eru t. d. bæði í Englandi og Frakklandi stærstu og þekktustu blöðin íhaldssöm í anda og stefnu, svo sem Le Temps og The Times og frétta- burður þessara blaða er yfirleitt mjög áreiðanlegur og við slík blöð vinna hámenntaðir menn. Sá maður í Englandi sem mest álit hefir af öllum er rita um utanríkismál og heimspólitík, Mr. Garwin í The Observer, hallast að fiialdssamri stjórn- arstefnu, en ritar með þeirri víð- sýni, menningu, sanngirni og dómgreind, sem er óþekkt hjá þeim Islendingum, sem hafa í- haldssamt lífssjónarmið. Það er höfð eftir Árna Páls- syni sú fyndni, að ef hann ætli sér að skrifa grein í MbL, þá verði hann svo heimskur, að hann komi engri ritsmíð saman. Þannig er án undantekningar um þá menn, sem vinna að íhalds- blöðunum hér, að þeir myndu í öðrum löndum ekki taldir hæfir nema við skrílblöð. Stofnandi Mbl., Vilhj. Finsen, var ekki sendibréfsfær á íslenzku, og einn- ig áhugalaus, fávís og óáreiðan- legur sem blaðamaður. Eftir- menn hans í Rvík, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Akureyri og Isafirði, hafa fetað í sömu slóð. Ihaldsmenn hafa fengið einn vel gefinn og menntaðan mann að blöðum sínum, en ráku hann eftir stutta stund. Ihaldið íslenzka hefir sýnt að það þolir ekki í þjónustu sinní við að útbreiða stefnu flokksins nema þá sem eru sérlega illa gefnir, óhæfir til annara starfa, einskonar skip- brotsmenn í þjóðfélaginu. Aðalbl. flokksins er frægt að endemum fyrir mállýti, dönskuslettur, am- bögur, vísvitandi rangan frétta- burð og allsherjar heimsku og fávísi, sem gjörir það að sér- stöku aðhlátursefni, jafnvel hjá fylgismönnunum. Blaðamenn íhaldsins eru aí þessu tægi. Fáeinir þeirra eru, gereyðilagðir drykkjuræflar, sem ekki þykja í húsum hæfir. Einn er geðbilaður vesalingur, flæk- ingur í tuttugu ár og sníkjudyr í tveim heimsálfum. Tveir eða þrír eru afdankaðir starfsmenn landsins, sem hafa hröklast úr starfi frá sjóðþurð og óreglu. Einn er lögfræðingur, sem ná- lega alltaf er sektaður fyrir dónaskap í framkomu, ef hann flytur mál. Jafnvel hann er of heiðarlegur fyrir flialdsmálstað- inn og vill heldur vinna brauð sitt með hverjum öðrum hætti, heldur en að vera ritstjóri hjá í- haldinu. Af hverju kemur þessi eyrad hjá íhaldinu? Hversvegna vilja gáfaðir menn ekki vinna fyrir málstað þess? Hversvegna eru ritandi menn þess óhæfir til að rita? Hversvegna verða gáfaðir menn nokkurskonar bjánar um leið og þeir ætla að skrifa grein í Mbl. Svarið er auðfundið. Málstaður íhaldsmanna er þannig, að í þeim víngarði hafa ekki geð til að vinna aðrir menn en Valtýr, Jón Kjartansson, Guðm. Eggerz, Árni í Múla, Páll Jónsson, Þor- leifur í Hafnarfirði og Magnús Valtýsæta. I engu landi í heim- inum er slíkt samsafn af and- legum ófullkomleika samansafn- að við blöð nokkurs flokks. verður haldið í Laugarvatnsskóla frá 1. maí itál 15. júní n. k. Kennt verður Matreiðsla (jafnframt gerð grein fyrir nær- ingargildi fæðunnar), lþróttir(sund og leikfimi). Heilsufræði. Matreiðslukennari verður ungfrú Helga Sigurðardóttir (bún- aðarmálastjóra). Kennslugjald er kr. 2.00 á viku fyrir hverja stúlku, húsa- leiga kr. 10—15 fyrir allan tímann og fæði sennilega ekki yfir kr. 1.50 á dag. — Stúlkum er ætlað að hirða herbergi sín og þjóna sér sjálfar. — Rúmföt geta þær, sem óska, fengið lánuð gegn þóknun. Umsóknir sendist undirrituðum, og er vissara að senda þær sem fyrst. Laugarvatni 30. janúar 1931. BJARNI BJARNASON. Þóroddur E. Jónsson Hafnarstræti 15 — Reykjavík Heildsala — Umboðssala — Sími 2036 — Símnefni Geschaefte. Eaupmenn og kaupfélög! ¦> Allsk. vefnaðarvörur! Útvega beztu og ódyrustu vefnaðarvörurnar beint frá beztu verzlunar- húsum í Tékóslovakiu, Frakklandi, Sviss, Þýzkalandi og víðar. Hefl einnig fyrirliggjandi í heildsölu mjög ódýra sokka karla og kvenna, veggteppi, silkitrefla, handsápur, rakblöð o. fl. Fyrirspurnum svarað um hæl. Synishorn send þeim sem óska. Jal É V Þann 20. f. m. kl. 5 að morgni lagði fiskflutningaskipið Ulv frá Siglufirði á leið til Súganda- fjarðar; sem er um sólarhrings- sigling. Þar eð skipið var ekki komið fram á þeim tíma sem vænta mátti, sneri norski kon- súllinn sér til dómsmálaráðuneyt- isins, og bað um að varðskipin væru látin grenslast eftir Ulv og íól það Pálma Loftssyni forstj. að sjá fyrir því. Blaðið hefir talað við forstjóra skipaútgerðar ríkisins, og fengið þessar upplýs- ingar: Norski konsúllinn hafði beðið skip sem voru á þessum slóðum, að grennslast um skip- ið. Forstjórinn fékk skýrslu frá veðurstofunni um veðurútlit þann dag, sem skipið lagði frá Siglufirði, og síðari hluta dags þ. 20. f. m. skall á norðaustau dimmviðrishríð; samkvæmt því reiknaði hann út, að skipið hefði þá verið út af Strandaskerjum, og hefði farið grunnt fyrir Skag- ann og stefnt nálægt Horni, til þess að glöggva vitann. En skip- verjar munu eigi hafa varast hinn stöðuga innstraum með- fram Ströndum. Forstjórinn þótt- ist því viss um hvar ætti að leita skipsins, og óskaði eftir samþykki dómsmálaráðuneytis- dns til þess að láta Ægi leita á þessum slóðum. — Að því fengnu sendi forstjórinn Ægi svolátandi símskeyti 27. f. m.: „Farið og leitið Ulvs með- fram Ströndum, sérstaklega á svæðinu milh Horns og Ingólfs- fjarðar". Eftir miðjan dag 28. f. m., kom svohljóðandi skeyti frá Ægi: „Við „Gjögur" kl. 3,55 e. h.d. Veður: logn, vel bjart. Höfum leitað meðfram öllum Ströndum, en einskis orðið varir". Sendi forstjórinn þá Ægi svo- hljóðandi svarskeyti: „Leitið frétta Norðurfirði. Haldið síðan leitinni áfram með morgni". Þvínæst bað forstjórinn út- varpsstöðina fyrir orðsendingu til þeirra búenda, sem næstir eru sjávarströndinni, um að leita með sjónum, að reka úr skipinu. Að morgni 29. f. m. kom skeyti frá Ægi, sem þá hafði átt tal við menn í landi: „Guðjón Valgeirsson Seljanesf við Ingólfsfjörð segir frá að rek- ið sé á Reykjarfirði norðan við Geirólfsgnúp úr skipi með stuttu nafni frá Haugasundi. Þilfars- hús, yfirsængur, stálar, smur- olíutunna og ýmislegt fleira timbur". Forstjórinn bað Ægi að kynna sér þetta nánar og 29. f. m. kl. 10 sd. kom svohljóðandi skeyti frá Ægi: „Bátur settur í land á Reykj- arfirði á Ströndum. Jakob Krist- jánsson bóndi skýrir frá, að á fimmtudagsmorgun 22. f. m. byrjaði að reka í land úr skip- inu Ulv frá Haugasundi, sem mun hafa farist á Þaraláturs- skerjum. Hyldýpi er utan við skerin; ekkert sézt eftir af skip- inu, rekaldið rekur í land báðu- megin við Þaralátursnes; engin lík eru ennþá fundin". Hér er í fáum dráttum gerð grein fyrir leitinni, að hinu týnda skipi, og þátttöku Ægis í hemii, vegna þess að í Morgunbl. frá 30. f. m., er í flestum atrið- um skýrt algerlega rangt frá því sem gerðist. Gegnir það furðu, hvað blaðið er óvandað að heim- ildum, hirðulaust og ósannsögult um málefni, sem þó eru algerlega ópólitísk, eins og þetta, sem að- eins fjallar um hörmulegar slys- farir. 9 \ það er ekki víða tekið eftir" því þó að bóndi úr fremur afskekktri sveit á íslandi falli í valinn á miðjum starfsaldri, en þó er þar oft mann- skaði mikill og ein af traustustu stoðunum fallin undan framtíðar- byggingu hins isl. þjóðfélags. Guðmundur Pálsson bóndi á Bjarnastöðum í Hvítársíðu, sem nú er nýlega látinn á Vífilsstaðahæli eftir margra ára þunga baráttu við „hvíta dauða", var einn af þessum ágœtisdrengjum, sem ekki sízt finn- ast upp til dala á íslandi. Hann var sonur Páls heit. Helgasonar bónda á Bjarnastöðum og porbjargar Páls- dóttur konu hans, sem aður var ekkja eftir sr. Hjört á Gilsbakka. Er hún liklega erni núlifandi Borg- firðingurinn, sem sótti þjóðhátíðina 1874 á þingvöllum. Lifir hún nú há- öldruð að áratölu en síung og fram- sœkin i anda, sem tvítug væri. Kvæntur var Guðmundur Maríu Guðmundsdóttur, hinni geðugustu og beztu konu, er lifir mann sinn á- samt einni dóttur. Guðmundur var gestrisinn og vel- viljaður, bókhneigður og mjög elsk- ur að hljómlist, enda spilaði hann vel & hljóðfæri. Hann var eitt af þessum ísl. dalabörnum með útþrá, er honum auðnaðist ekki að svala í jarðlífinu. En þrátt fyrir erfið veik- indi og hina hörðu lífsbaráttu fjall- búans íslenzka, varöveitti hann samt vorhugann opinn og bjartan mót framtíðarlandinu, þar sem „víðsýnið skín". V. G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.