Tíminn - 24.02.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.02.1931, Blaðsíða 1
(2>jaíbferi og afgrciösluma&ur tT f m a n s et Kannuetg joorsteinsöóttir, €<rfjargötu 6 a. HeYÍjaDtf. ^fgteifcsía C f m a n s er t Ccefjargötu 6 a. ©ptn óaglega fl. 9—6 Sími 2353 XV. árg. Reykjavík, 24. febrúar 1931. 12. blaS. Fjárlagaræða Einars Árnasonar. Ræðan, sem Einar Ámason fjár- málaráðherra flutti á laugardag- inn var, um leið og fjárlagafrum- varpið 1932 var tekið til 1. umr. í neðri deild, mun vera einhver sú ítarlegasta og fróðlegasta fjár- lagaræða, sem nokkurntíma hefir verið flutt á Alþingi. Ráðherrann talaði um eina og hálfa klukku- stund. Enginn fjármálaráðherra á Islandi hefir haft eins marga áheyrendur og í þetta sinn. Sam- kvæmt ákvörðun útvarpsráðsins, og í samráði við forseta þingsins, var löngu ráðið, að ræðunni yrði útvarpað, og var það kunnugt öll- um almenningi, enda tilkynnt fyrirfram í útvarpinu. Hátölurum hafði verið komið fyrir framan á svölum Alþingishússins, og heyrðist til þeirra langan veg á svipaðan hátt og í Almannagjá á þjóðhátíðinni í sumar. Það er enginn vafi á því, að íjármálaræðan vakti mjög mikla athygli og að hennar hafði verið beðið með óþreyju. Fjármálaráð- herrann sjálfur hefir lítið lagt til þeirra deilna, sem staðið hafa um fjármálin á síðastliðnu ári. Eigi hefir hann tekið neinn þátt í blaðadeilum, að undantekinni stuttri leiðréttingu, sem hann birti hér í blaðinu seint á árinu 1930. Einar Árnason hefir látið sig það litlu skipta, þó að í blöðum stjórnarandstæðinga hafi verið varpað að honum ómjúkum hnút- um og fjármálastjórn hans harð- lega átalin. En því gleggri er sú greinargjörð um fjárhagsástand ríkisins, sem haxm nú hefir látið þingi og þjóð í té. I fyrsta sinn, síðan íslendingar fengu sjálfstæði er nú í einu lagi gjörð nákvæm grein fyrir öllum lántökum og skuldum ríkisins, og til hvers lánin hafi verið tekin. Eyðsla ríkissjóðsins sjálfs er þar sér í flokki, en í öðrum flokki eru þau lán, sem ríkið hefir tek- ið handa bönkunum. Til þess að eigi yrði deilt um áreiðanleik þeirra talna, sem hér er um að ræða, hefir ráðherraxm látið Hag- stofuna annast útreikninginn. Skuldaskýrslan nær yfir tímabilið 1921—1930. Jafnframt er gjörð sundurliðun ríkisútgjaldanna á árunum 1924 —1930, þaxmig að sjá má glögg- lega hve miklu fé hefir á hverj- um tíma vexið varið til verklegra framkvæmda, til skuidaafborgana, uppeldismála o. s. frv. Ber yfirlit- ið ótvírætt með sér, að útgjalda- aukning síðustu ára stafar af því svo að segja eingöngu, að fram- lög til varanlegra umbóta hafa á þeim tíma verið miklu meiri en nokkurn tíma fyr. Þá er í ræðunni rækilega gjörð grein fyrir rekstri hiima nýju ríkisstofnana, sem mjög hefir verið deilt um í blöðunum: Skipa- útgjörðar ríkisins, Ríkisprent- smiðjuxmar og Landssmiðjunnar. Af öllum þessum stofnunum hefir útkoman orðið hin glæsilegasta. Fjárlagaræðan kom út hér í blaðinu sama dag og hún var flutt á Alþingi. Með því gefst öll- um almexmingi kostur á að rann- Frh, á 4. dálki. „Ottesenarnir>c og Morgunblaðið Eftirstöðvarnar af skuldasöfnun ihaldsmanna voru við árslok 1929 nærri 24 miljónir króna. i. Hagstofan hefir, samkvæmt yfirliti, sem birtist í fjárlagaræð- unni, skipt ríkisskuldum Islands í tvo flokka. 1. Skuldir, sem stofnaðar hafa verið til að annast lögbundnar greiðslur ríkissjóðsins sjálfs. 2. Skuldir ríkisins vegna bankanna og annara sjálfstæðra fyrirtækja, sem lánsfé hafa fengið með aðstoð ríkisins (sbr. síldar- verksmiðjuna). Skuldir í 1. flokki eru í árslok 1929 taldar kr. 11,642,222. Hverj- ir hafa stofnað til þessara skulda? Samkvæmt skýrslu hagstofunnar er það sem hér segir: íhaldsmaðurinn, Bjöm Kiistjánsson, hefir stofnað þessar skuldir: 1. Skuld við Mikla norræna ritsímafélagið (stofnuð 1917), eftir- stöðvar 31. desember 1929 ............................ 455,923 2. Skuld við Handelsbanken, (stofnuð 1917), eftirstöðvar 121,770 Þessar skuldir hefir íhaldsmaðurinn, Sigurðui' Eggerz, stofnað: 1. Háskólalánið (1918), eftirstöðvar 31. des. 1929 ........ 1,000,000 2. Skuld við Landsb. (1918), eftirstöðvar.................. 42,200 Eftirtaldar skuldir hafa orðið til í fjármálaráðherratíð íhaldsmannsins Magnúsar Guðmundssonar: 1. Innanríkislánið 1920, eftirstöðvar 31. des. 1929 ....... 1,722,300 2. Skuld við danska banka (1919), eftirstöðvar............. 2,739,825 3. Hluti ríkissjóðs af enska láninu 1921, eftirstöðvar . . . . 2,599,124 Skuldir stofnaðar af fjármálaráðherrum íhaldsmanna, samtals eftirstöðvar 8,681,142 Af skuldabyrði þeirri, sem ríkissjóður átti að standa straum af 81. des 1929 — alls kr. 11,642,222 — eru krónur 8,681,142 til orðnar í stjómartíð fjármálaráðherra, sem nú eru allir í íhaldsflokknum, Bjöms Kristjánssonar, Sig. Eggerz og Magnúsar Guðmundssonar. Eftir eru þá skuldir, kr. 2,961,080, sem ekki hafa verið stofnaðar af fjármálaráðherra íhaldsins, þar af kr. 1,069,404 í tíð núverandi stjórnar. Hitt eru gamlar skuldir, stofnaðar fyrir 1917. II. I síðara flokknum eru lán, sem ríkissjóður hefh' tekið vegna banka og annara sjálfstæðra stofnana: Eftirfarandi skuldir em stofnaðar af íhaldsmanninum Magnúsi Guðmundssyni: 1. Hluti Islandsbanka af enska láninu 1921, eftirstöðvar . . 5,605,949 2. Hluti Landsbankans af enska láninu 1921, eftirstöðvar 1,772,395 Þessar skuldir em stofnaðar af íhaldsmanninum Jóni Þorlákssyni: 1. Skuld við Statsanst. for Livsforsikring (1926), eftir- stöðvar................................................. 2,396,017 2. Skuld við lífsábyrgðarfélagið Hafnia(1926), eftirstöðvar 598,157 3. Skuld við sama félag (1927), eftirstöðvar....... 2,417,492 4. Skuld við Dansk Folkeforsikring (1927), eftirstöðvar . . 2,417,492 Samtals kr. 15,207,502 Þegar ég var barn hjá foreldr- um mínum, er bjuggu bjargálna- búi uppi í heiðardal með okkur 5 systkinin, öll ung, verður mér eitt minnisstæðasta atvikið úr bemsk- unni, þegar á foreldra mína féll ábyrgð, er faðir minn hafði geng- ið í fyrir Ottesen*) kaupmann á Akranesi, föðurbróður núveranda þingmanns æskuvina minna. Kaupmaðurinn hafði með ísmeygi- legum Ottesens-fagurgala tælt föður minn og marga aðra bænd- ur um Borgarfjörð til að skrifa upp á ábyrgðir fyrir sig og lam- aði með því afkomu margra heið- arlegra manna. Þó að foreldrar mínir kæmust viðunanlega af, voru það þungar búsifjar að neyðast nú til að láta í þessa kaupmannshít meira en helminginn af verði eigna sinna. Ég man þá, að við börnin grétum oft yfir því að fá ekki meira að borða, meiri hlýju á vetrum og betri föt. Því þó að foreldrar okk- ar reyndu eins og þau frekast gátu að láta okkur ekki líða skort, þá verð ég að segja það, að þau reyndu að spara allt, sem fært var, til að kljúfa að standa í skil- um, og það tókst. Við bömin á 5—10 ára aldrinum reyndum að hjálpa til að bjargast eftir því, sem við frekast gátum. — Ennþá átakanlegra var þó á næsta bæ við okkur. Þar bjó blásnauður bóndi nýbúinn að missa konu sína eftir að hún var búin að fæða áttunda bamið. Voru bömin öll svo að segja sitt á hverju árinu. Ottesen kaupmanni á Akranesi hafði tekist að tæla þenna bónda í ábyrgð eins og föður minn, er féll á hann. Ennþá er ég ekki far- inn að sjá meiri sjálfsafneitun, spamað og vinnuþrek en þessi bóndi sýndi í mörg ár meðan hann var að kljúfa fram úr að standast straum af „spekúlanta“- bragði Ottesens. Árin liðu og „Ottesenunum" eða Bjömum Gíslasonum eða hvað þeir nú hétu fjölgaði, er fóru um landið og tældu bændur til að skrifa upp á víxla eða ábyrgðir og gerðu þá eignalausa. Þessir menn náðu með öllum mögulegum ráðum stórfé úr bönk- unum og létu ýmist þeim eða sak- lausum einstaklingum blæða. Eng- Alls er þessi skuldaflokkur í árslok 1929 talinn, samkv. skýrsl- um hagstofunnar, kr. 18,207,502. Þar af hafa fjármálaráðherrar íhaldsflokksins, Magnús Guð- mundsson og Jón Þorláksson, stofnað til rúml. 15 miljóna, Fram- sóknarflokkurinn til 3 miljóna, sem er framlagið til Landsbankans. III. Allar skuldir ríkisins, 1. og 2. flokkur, eru samkv. skýrslu Hag- stofunnar, taldar í árslok 1929, kr. 29,849,524. *) Ég nefni ekki Ottesen kaupmann á Akranesi af því að ég álíti, að hann hafi verið lakari maöur en al- mennt gjörist eða farið ver að ráði sínu en ýmsir aðrir, sem beittu sömu aðferðum í fjármálum, heldur af því að framangreindur atburður er, af skiljanlegum ástæðum, gleggsta dæm- ið, sem ég man um þá þjóðarplágu, sem ég gjöri hér að umtalsefni. V. O. I stjómartíð fjármálaráðherra úr íhaldsflokknum, hafa orðið til: Skuldir, sem hvíla beint á ríkissjóði (eftirstöðvar) . . .. 8,681,142 Skuldir vegna banka og annara sjálfstæðra stofnana .... 15,207,502 Samtals kr. 23,888,644 Samkvæmt opinberri skýrslu Hagstofunnar, eru þannig fullir þrír fjórðu hlutar af rikisskuldunum í árslok 1929, eftirstöðvar skulda, sem urðu til þegar ráðhen'ar úr íhaldsflokknum höfðu fjármála- stjórnina. Þessi upphæð, eftirstöðvamar af skuldasöfnun íhaldsmanna, eins og þær voru í árslok 1929, er helmingi hærri en ríkislánið hjá Hambro’s Bank. 1930 . Frh. af 1. dálki. saka með eigin augum þá beztu heimild, sem til er um fjárhags- ástand og fjárstjóm ríkisins fyr og nú. Slík yfirlit, byggð á frumheim- ildum, eru óhjákvæmileg skilyrði þess, að almenningur geti mynd- að sér skoðun á fjármálastjóm- inni nú og áhrifum hennar í þjóð- lífinu. -...o ■ ' í ar háværar raddir heyrðust á móti þessu opinberlega. Þetta var að verða að þjóðarplágu. Islendingar eru oftast viðkvæm- ari þegar þeir dvelja í öðrum löndum fyrir því sem gerist á ættlandinu. Ég man hvað ég var innilega feginn og hrifinn, er sú fregn barst til mín í fjarlægu landi, að nú væri öflug stefna að hefjast heima á Fróni móti „Ottesenunum“, og þá um leið að alhliða viðreisn sveitanna og landsmanna yfirleitt. Skinfaxi, málgagn æskunnar, nefndi nú þessa afturþróunarmenn, sem voru í fararbroddi spillingarinn- ar, „Filistea“. Brátt varð ég var við að í fylkingarbrjósti endur- bótahreyfingarinnar var óvana- lega duglegur og hæfileikamikill bóndasonur úr Þingeyjarsýslu, einmitt þaðan, sem var lang- bjartast yfir alþýðumenningunni á Islandi. Og ég ákvað að leggja aura í að stofna blað með um 60 öðrum ísl. alþýðumönnum víðs- vegar að, en flestum þó úr Þing- eyjarsýslu. Blað þetta (Tíminn) átti að berjast fyrir alhliða framsókn landsmanna, en ein- dregið á móti „Filisteunum“. Og ennþá eru liðin mörg ár. Bóndasonurinn úr fátæka bænum í Þingeyjarsýslu hefir gerst ann- ar aðal leiðtogi framsækinna sona og dætra Islands. Hann hef- ir frá því fyrsta orðið að mæta aðkasti og árásum „Filisteanna" í landinu, sem eðlilegt er, því enginn hefir reynst jafn hættu- legur svikaiðju þeirra. Og þó að „Ottesenamir“ eða „Filisteamir“ væm ekki bjartir í huga mínum frá bemskuárunum, hafði mér aldrei dottið í hug að þeir notuðu jafn svívirðileg með- ul til að ofsækja og reyna að eyðileggja mesta framsóknar- mann núlifandi kynslóðar hér á landi, sem náði hámarki í fyrra, þegar þeir ætluðu að reyna að telja þjóðinni trú um að hann væri brjálaður. I lið með „Fili- steunum“ hafa, þó undarlegt sé, gengið ýmsir menn, sem hafa sitthvað til síns ágætis. Einn þeirra er Pétur Ottesen. Faðir hans var fremur vinsæll kaupmað- ur og ríkur, og móðurfrændur hans eru margir greindir og mæt- ir menn, enda líka langflestir ein- dregnir andstæðingar íhaldsins. Ottesen er einnig nokkuð greind- ur á sumum sviðum, þægilegur í viðmóti og tungumjúkur og hefir reynst allgóður markaðshaldari fyrir kaupmennina á Akranesi. Hann skrifar mörgum kjósendum sínum vingjamleg bréf öðru- hvoru með talsvert sniðugum blekkingum um þjóðmálin, „heilsuleysi“ ráðherranna o. fl. Þetta og kannske fleira hefir gert hann dálítið vinsælan, svo honum hefir tekist að smjúga inn á menn og villa mörgum sýn um skeið. Menn hafa varla trúað því að hann sem fæst við búskap, skuli hafa gengið eins óskiptur á hönd fjárglæframönnunum í landinu eins og er að sýna sig betur og betur. Nýlega var Ottesen á þing- málafundi í Borgamesi fyrir í- haldið og reyndi hann þar að hjálpa því með sínum alkunnu blekkingum, hávaða og tíeyringa- hugleiðingum. En ekkert dugði. Þar ásakaði hann stjómina fyrir að hafa látið gera ofmikið. Vildi láta verkin bíða eins og meðan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.