Tíminn - 14.03.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.03.1931, Blaðsíða 2
52 TlMINN úr öllum laxveiðiám á landinu, leggja fé til höfuðs honum frá því opinbera, sem ref í sauðfjár- löndum. Sýnir það eitt með öðru hvað við erum stutt & veg komn- ir í þessum málum, að það skuli hafa átt sér stað að friðlýstar selalagnir hafa verið leyfðar í ós- um laxveiðiánna, þar sem laxinn hefir orðið að ganga um. Líka ætti að gereyða öllum fisköndum, lómum, veiðibjöllum og þesskonar vargi af ám og vötnum, því að hann lifir á því, að veiða sílin í þúsundatali, því að þessi veiði- vargur gjörir miklu meiri skaða en margur hyggur. Bergvötnin og árnar sem laxinn hrygnir í og elzt upp í, þar til hann fer rtil sjávar, eru höfuð- stöðvar hans. Þar er undirstaða allrar framþróunar fyrir laxa- stofninn. Því eru þær stöðvar einnig dýrmætastar öllum lax- veiðieigendum. En undanfarið hefir það verið svo, að.eigendur þessara staða hafa allvíða sama sem engin hlunnindi haft af lax- veiðinni, því að þegar laxinn hef- ir verið kominn á þær stöðvar, er úti hinn löghelgaði veiðitími, og því þeim mönnum meinað að geta með nokkru móti á löglegan hátt notið veiðarinnar. En þessir stað- ir vóru til forna beztu veiðistöðv- arnar, af því að þá voru ámar minna girtar og í sumum stór- ánum alls ekki veitt neðantil, því að þá vantaði þekkingu og útbún- að. Kom laxinn því miklu fyr og meira á fyrgreinda staði. Annað er líka eftirtakanlegt. Á meðan veiðin fór fram mest í gmáánum, var sem laxinn héld- ist betur við, og var miklu meira af honum en síðar, er komið var í það ásigkomulag sem nú er. Hefir því þessi veiði ekki verið eins skaðleg fyrir viðhald og fjölgun laxanna, þó að oft væri hún stórtæk og í mesta máta óhyggileg. Mun það hafa komið af því, að þá hefir komizt miklu meira af laxi á gotstöðvamar og af þeim ástæðum hrygnt meira og því betur séð fyrir viðkom- unni. Það er hverjum manni í augum uppi, að sá lax, sem veidd- ur er á lögmæltum veiðitíma, hrygnir ekki úr því að veiðin fer fram fyrir hrygningartíma. Því verður að athuga það, að ef viku- friðunin er lengd og aðrar hættu- Sálsýkísfræðin og réttarfaríð Carl Lindhagen: Psykiat- rin och ráttsskipningen. Stockholm 1930. Bók þessa sendi mér einn af stjómendum sænsk-íslenzka • fé- lagsins í Svíþjóð, með ósk um að ég gæti hennar hér í blöðum. Undanfarin ár hefir mjög mik- ið verið um það rætt og ritað, að hve miklu leyti dómstólarnir ættu að taka tillit til vottorða sálsýkisfræðinganna. Notkunin af þesskonar vottorðum hefir mjög farið í vöxt á seinustu árum, sérstaklega hafa þau verið notuð í ýmsum erfðamálum og jafnvel í stjómmálum. Ættingjar, sem von eiga á að erfa miklar fjár- upphæðir fá þá einhvem geð- veikislæknir til þess að rannsaka þann mann, sem þeir eiga að erfa, fá vottorð um, að hann sé eitthvað geðbilaður og geti þess- vegna ekki verið fjár síns ráð- andi, fara síðan til dómstólanna og fá hann dæmdan óhæfan til þess að gæta fjár síns. Læknamir hafa krafizt að dómar yrðu eftir vottorðum þess- um dæmdir, en dómarar og mála- flutningsmenn hafa flestir verið mjög á annari skoðun. Fyrir skömmu skrifaði einn allra þekktasti dómari í Svíþjóð, Carl Lindhagen forseti dómstóls- ins í Stokkhólmi, bók um þetta efni. Bók þessi vakti mjög mjkla legar og gróftækar tálmanir minnkuðu, kemur laxinn bæði fyr og meira upp í hliðarárnar eða upp árnar. Þá er og annað í sam- bandi við þetta, að stangaveiði mundi aukazt þar til muna við þriggja sólarhringa vikufriðun, svo hefir það reynst í Noregi. Þar hverfur stangaveiðin, ef vikufriðun er tveir sólarhringar en kemur, ef þriggja sólarhringa víkufriðun er. Mun það mjög lík- legt, að sama yrði hér. Þetta at- riði hygg ég að hafi mikla þýð- ingu fyrir veiðina í bergánum. Það mundi gerbreyta meðferð þeirra, því að þá kæmi að því, að þær ár yrðu gerðar stangaveiðiár, er það sæist hve slík veiðiaðferð yrði verðmæt; því að eftir því sem veiðin yrði meiri og jafn- ari með stangaveiðinotunum, því vissari og meiri yrðu árlegar tekjur, og það sem er mest í var- ið, að laxinn mundi aukast til stórra muna, ef þessar fyrgreindu ár yrðu notaðar sem stangaveiði- ár, samhliða því að það mundi miklu hægra að veiða í klök í þeim. Þá kæmi og á daginn, að þeir sem veiða 1 lagnet og aðrar veiðivélar neðar með ánum, mundu við aukna friðun veiða minna fyrstu árin, á meðan lax- inn væri að fjölga, en það kæmi og fljótt í ljós, að þeirra veiði mundi margfaldast á tiltölulega stuttum tíma, svo að það væru mennimir sem græddu allra manna mest á breyttu fyrir- komulagi, ef rétt væri að öllu far- ið. Set ég hér nokkur atriði er ég tel nauðsyn á að standi í hinni nýju laxveiðilöggjöf: 1. Eigi má lax veiða í sjó. 2. Eigi má lax veiða í ám eða vötnum, nema 3 mánuði á sumri hverju. Sýslunefnd skal í hverju héraði setja fastar reglur um, hvenær veiðitími skuli byrja og enda. Á þessum veiðitíma skal þó lax friðaður 72 klukkustundir í viku hverri, frá miðaftni á íöstudögum til sama tíma á mánudögum, og skulu þá öll net, bæði laxa- og silunganet, tekin upp, og allar veiðivélar standa opnar, svo að lax hafi frjálsa göngu. 3. I á eða árkvísl má ekki setja neitt veiðitæki þannig, að nokkur hluti þess — meðtalið eftirtekt, varð aðalmnræðuefni blaðanna og seldist upp á skömm- um tíma. Einn læknir skrifaði dálítinn bækling á móti Lindhag- en, og Lindhagen svarar aftur með bók þeirri, sem hér verður sagt úr aðalefnið, og sem engu minni eftirtekt hefir vakið en sú fyrri. Prófessor Vilhelm Lundstett í Uppsölum hefii- sagt um bók þessa: „Lindhagen hefir með þessari bók sinni unnið verulegt menningarverk. Hann hefir gert borgurunum ómetanlegt gagn, með þessai'i tilraun sinni til þess að vemda réttindi þeirra í þjóð- félaginu". „Ég finn ekki að því“, segir Lindhagen, „þó að læknar láni vísindi sín til þess að gera gust- ukaverk, en þau mega ekki ganga svo langt, að þau taki fram fyr- ir hendumar á dómstólum og réttarfari. Dómari, sem á að gera upp á milli málsaðila og dæma eftir Guðs íögum og Sví- þjóðar, getur ekki litið á vitni, þótt að það sé sálsýkisfræðingur, sem einhvem boðbera af himnum sendan með ómengaðan vísinda- legan sannleika. Til þess að sýna að full ástæða er til þess að taka þessi „vísinda- legu“ vottorð með varúð, segir Lindhagen frá nokkrum málum, er hann hefir haft til meðferðar, legan sannleika". Eitt mála þessara reis út af gullsmið nokkrum í Stokkhólmi, að nafni Carl Feron. Hann var vel efnum búinn og hafði gefið eitthvað til góðgerðastarfsemi. leiðslugirðingar, steinar eða aðr- ar óeðlilegar tálmanir á göngu fiskjarins, sem heyra veiðitækj- um til — sé nær miðstraumslínu, en sem svari 14 af breidd árinn- ar eða kvíslarihnar að mið- straumslínu í meðalvexti. 4. Enginn maður má þvergirða á eða árkvísl þó einn eigi veiði í. 5. Lax má veiða á stöng þann ákveðna þriggja mánaða tíma á hverju sumri, en ekki með sting eða krók. 6. Til vísindalegra þarfa og laxaklaks má lax veiða á hverj- um tíma árs sem er. 7. Eigi má leggja net eða veiði- vélar úti fyrir ósamynnum, í stöðuvötn eða sjó, þar sem lax gengur, svo að för hans sé hindr- uð. 8. Ádráttarveiði í ám og vötn- um, þar sem lax gengur, má ibanna með samþykktum fiski- ræktarfélaga. En sé sú veiðiað- ferð leyfð, má ekki draga á nema frá dagmálum til náttmála og í árósum einungis fyrir göngu annarshvors flóðs. En þar sem settar eru út girðingar nálægt árósum, er allur ádráttur bann- aður í 3 kilómetra fjarlægð út frá þeim á alla vegu. Aldrei má draga á á friðunartíma. 9. Engin veiðarfæri má viðhafa er taka smálax. Skulu möskvar í iaxanetum ekki minni vera, þá votir eru, en 9 þumlungar um- máls. Net, hvort sem eru lagnet eða ádráttarnet, mega ekki tvö- föld vera. 10. Ólögleg veiðiáhöld teljast öll veiðitæki, sem notuð eru til veiði á friðunartímanum. 11. Hverjum manni er heimilt að skjóta sel og styggja í ám og árósum, er lax gengur um. Fyrir hvern sel sem drepinn er í laxám og ósum þeirra greiðist úr ríkis- sjóði 4 krónur. 12. Þar sem settar eru út lang- ar girðingar, sem eru 100 metr- ar og þar yfir, skal taka í þær skörð er ekki séu undir 8 metr- ar á vídd á hverjum 100 metr- um, skörð þessi skulu tekin í girðingarnar, þar sem álar liggja að þeim og dýpst er. Allt það tímabil, sem vikufriðun stendur yfir, skulu skörð þessi standa opin, og má ekkert það við þau vera, er geti fælt laxixm frá að leita í skörðin og fara um. þau. En Feron átti tvær systur, sem bjuggust við að erfa hann, og þeim líkaði ekki þetta háttalag bróður síns, og létu sálsýkis- fræðing rannsaka hann. Læknir- inn sagði Feron geðveikan og skipaði að flytja hann tafarlaust á geðveikrahæli, og var það gert. Eftir skamman tíma fékk Feron þó að yfirgefa hælið, mest fyrir tilstilli hjúkrunarkonunnar, sem hjúkraði honum á hælinu. Bjó hann síðan það sem eftir var sumarsins í sumarbústað sínum í Skerjagarðinum. Út af þessu varð Feron samt mjög niðurbeygður, seldi verzlun sína, og gaf þá starfsmönnum sínum ásamt hjúkrunarkonunni, Mathilda Nyberg, sem hann um sama leyti trúlofaðist, nokkuð af eigum sínum. Þegar systur hans heyrðu þessi tíðindi, fóru þær aftur á stúfana, heimsóktu sál- sýkisfræðinginn, dr. Söderlund, og báðu hann ásjár. Áframhald- ið lætur Lindhagen málaflutn- ingsmanninn, E. van de Welde, segja frá: „Þann 20. okt. 1927 kom gull- smiðurinn C. Feron og hjúkrun- arkonan Mathilda Nyberg heim til mín“, segir de Welde, „ög tjáðu mér raunir sínar, að Feron hefði verið lokaður inni á sjúkra- húsi um vorið, að hann byggist við því sama nú aftur, og að systur hans væru þegar búnar að gera ráðstafanir til þess, að láta taka hann, og báðust nú hjálpar". Málaflutningsmaðurinn segist straks hafa séð og fundið að Fer- on var alheilbrigður, fullskýr í 13. Skipa skal eftirlitsmenn við allar þær ár, sem búið er að stofna fiskiræktarfélög við, og kosti það opinbera það eftirlit, sem aðra löggæzlu. 14. Brot gegn almennum lax- veiðilögum varði frá 100—1000 króna sekt. Allt ólöglegt veiði- fang og öll ólögleg veiðiáhöld skulu upptæk, og skal fógeti taf- arlaust taka upp öll ólögleg veiði- gögn, og nema burtu ólögmætar girðingar. Sektin samkvæmt lög- um þessum renni að helmingi í sveitarsjóð þann, er hlut á að máli, og að helmingi til upp- ljóstrunarmanna, en andvirði ólög- legra veiðiáhalda renni eingöngu í sveitasjóði. Eins og áður er sagt, verður að auka friðun og vemda lax- leifar þær, sem eftir eru, með viturlegri og strangri löggjof og eftirliti, því ef það er ekki gert, er eyðing laxins vís hér í landi. Því ríður á, að löggjafamir skilji hvar komið er og taki ráð sín saman áðui- en yfir lýkur, með síðustu leifarnar af þeim ágæta og verðmæta fiski. ----o--- Þakkarorð Við undirrituð finnum hvöt til þess uð láta koma fyrir almenningssjónir, hvílíkt veglyndi og mannúð okkur hefir verið auðsýnt i sambandi við skyndilegt fráfall okkar elskaða son- ar og stjúpsonar, Guðmundar Kr. Breiðíjörð Ingjaldssonar, sem varð bráðkvaddur í desember síðastl., þá nemandi við Laugarvatnsskóla. — Vegna aðstöðu okkar í fjarlœgð og mitt i sárri sorg, urðum við að varpa öilum framkvæmdum og fyrirhöfnum, j sambandi við fráfall hins látna, á bak öðrum. Ber þá fyrsl og fremst að minnast skólastjórans sjálfs, Bjarna Bjarnasonar, sem i sáru mæðutilfelli okkar hefir á allan hátt sýnt okkur sanna göfugmennsku, og sæmd hin- um látna, og tekið á sig margvísleg- ar fyrirhafnir, með umsjá og allri umhyggju vegna fráfalls og greftrun- ar okkar sárt-tregaða ástvinar. Einn- ig ber að minnast með þökkum hinna annara kennara við skólann: Kristins Stefánssonar, Guðm. Ólafs- sonar og þórðar Kristleifssonar, er gerðu kveðjuathöfn, s.em fram fór við skólann svo hátíðlega, með ágætri ræðu, fögrum ljóðum og listrænum öllum svörum og að engin ástæða væri til þess að loka hann inni á sjúkrahúsi. Núi varð það að samkomulagi milli de Welde og föður hans, sem einnig er málaflutningsmað- ur, að haxm tæki að sér málið íyrir Feron í Stokkhólmi, en de Welde hjálpaði honum að komast úr landi, til þess að fá hann rann- sakaðan af útlendum sérfræð- ingum, Kvöldið eftir var ferðinni heit- ið til Beriínar með næturlestinni. En rétt áður en þeir fóru að heiman og niður að járnbrautar- lestinni, koma tveir lögregluþjón- ar heim til málaflutningsmaxms- ins de Welde til þess að spyrja um Feron. de Welde vilde ekki gefa þeim neinar upplýsingar um Feron, þegar þeir sögðu að það væri ekki fyrir neinn glæp, sem hans væri leitað, heldur að þeir væru hér eftir boði systra hans, og að þeir ættu að taka Feron, og fara með hann til dr. Söderlunds til þess að láta rannsaka hann þar. Það var sýnilegt, að Feron varð að flýja. Málaflutningsmaðurinn de Welde pantaði nú bíl, sem átti að bíða þeirra við aðaliimgangiim til þess að villa lögreglunni sýn, en þar voru lögregluþjónar á verði. De Welde og Feron fóru bakdyramegin og náðu þar í bíl, sem þeir ásamt unnustu Ferons tóku með til Södertelje og ætluðu að taka lestina þar í suðurleið- inni. de Welde skildi bílinn eftir fyrir utan bæinn, en gekk gjálfur inn að jámbrautastöðinni. Sá söng, þá er lík hins látna var flutt þaðan, að viðstöddum öllum skólan- um, í samúðarfullri hluttekning. Við þökkum samstilltan bróðurhug alls skólans, í sorgartilfelli okkar, ar meðal annars lýsti sér i sameinuðum gjöfum, til heiðurs hinum látna. Við biðjum allrar blessunar yfir þá stofnun, er svo vel reyndist okkai' elskaða ástvini, bæði lífs og liðnum. Við höfum hlotið átakanlega reynzlu fyrir því, að á þessari mannúðar- ríku menntastofnun sannast það, að „beztu blómin gróa í brjóstum, sem að geta fundið til“. Mættu slík blóm, rnannúðar og göfgi, með nefndri stofnun gróa um aldur og æfi. þá ber og loks að minnast, með þökkum, hinnar drengilegu fram- komu og atorkusemi fyrv. sveitunga hins látna, Sig. p. Skjaldbergs, kaupm. í Reykjavik, sem ásamt skólastjóra Laugarvatnsskóla, sá um allar framkvæmdir við greftrun hins látna í Reykjavík. ii öllum þeim, sem hér að unnu, og ■j öllum öðrum, sem í einhverri mynd , báru fram sína kærleiksfórn til I j handa hinum látna og okkur, í sárri i sorg, svift öllum möguleikum til neinnar þátttöku — færum við okkar dýpstu þakkir og biðjum guð, sem reisir niðurbrotna, að lata þá alla — og aðra sem flesta — mæta jafn miklum mannkærleika og við höfum rnætt á þessum vetri. Stóra-Vatnshorni i Haukadal, Dalasýslu, 25. febr. 1931. Jóhanna Andrésdóttii. Sigurjón Jónasson. -----o----- Aðalgeir Ðavíðsson óðalsbóndi að Stórulaugum í Reykjadal lézt i jan. s. 1. rúmlega sjötugur að aldri, og hafði búið þar yfir 45 ár. Hánn vai' lærisveiim Hjaltalíns og þorvaldar Tlioroddsen frá Möðruvöllum. Reynd- ist jafnan ágætur búhöldur, sam- vinnumaður og ótrauður framsóknar- maður. Hann byggði myndarlegt timburhús á jörð sinni fyrir siðustu aldamót. Eftir að böm hans, sem eru fjögur á lifi, og öll heima, urðu full- orðin, jukust framkvæmdir mikið: heit vatnsleiðsla tii upphitunar, girð- ingar, jarðabætur o. fl. Heimiiið hef- ir verið og er eitt hið prýðilegasta í allri sókninni. H. Til athugunar. — Síðan kaflinn: „Ferðaminningar úr Boi’garfirði", sem birtist i síðasta tbl. var ritaður, h.efir ritstj. blaðsins frétt, að raf- magnsstöð sé á Ósi í Skilamanna- lireppi auk þeirra stöðva, sem nefnd- ar voru i greininni. hann þá strax, að þar var setið um Feron. Þau héldu því áfram 1 bílnum til Eskiltuna. Þaðan sím- aði de Welde til leynilögreglu- þjóns síns í Stokkhólmi og fékk þær upplýsingar hjá honum, að allar stærstu landamærastöðvarn- ar væru aðvaraðar og beðnar að taka Feron fastan. Um nóttina gistu þau á litlu, gistihúsi úti í sveit, til þess að vekja ekki á sér eftirtekt. Kvöld- ið eftir, um 12 leytið, komust þau að lítilli landamærastöð uppi í Vermlandi. Þegar þau komu þar voru vaktaskipti á stöðinni, og vörðurinn, sem kom afgreiddi þau áður en hann hafði gengið inn á varðstöðina, og það vildi þeim til. Seinna upplýstist, að nýkomið skeyti lá inni á skrifborðinu, skip- un um að taka Feron fastan, ef hann kæmi þar. Þegar til Oslo kom, fóru þau með Feron til prófessors Vogt, sýndu honum sjúkdómslýsingu dr. Söderlunds, þar sem sagt var að veiki Ferons væri paralysie generale. Eftir raimsóknina neit- aði prófessor Vogt eindregið að svo væri. Eftir nokkra daga breyttist samt skoðun Vogts á þessu. Komumst við brátt að því, að hann hefði orðið fyrir áhrifum af stéttarbróður sínum í Stokk- hólmi. Fullyrti nú Vagt að Feron liði af paralysie generale, sem gæti brotizt út hvenær sem væri og að hann þyrði ekki að taka það á sína ábyrgð að láta hann vera lausan, og sagðist því vera tilneyddur að biðja lögregluna að taka hann fastan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.