Tíminn - 21.03.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.03.1931, Blaðsíða 1
Ojatbferi og afgrcioslumaour Ciman* er Kannpeio. porsteinaoóttir, CoHfjargötu 6 a. jSeyfjuiítf. ^oteifcsía Cfmaní er í £o:fjaraötu 6 a. (Dpin oaaieaa fl. <j—é Simi 2363 XV. árg. Reykjavík, 21. mmrz 1931. Þrotabúíð ttiíkla Um síðustu aldamót var mikið rœtt um það á Alþingi að leggja Landsbankann niður og að veita nokkrum dönskum mönnum rétt til þess að stofna hlutabanka í staðinn, er fengi seðlaútgáfurétt- inn. Méð naumindum tókst að bjarga Landsbankanum og fékk hann leyfi til þess að hafa í um- ferð 3/i milj. kr. í seðlum. En Islandsbanki var stofnaður 1902 með hlutafé að upphæð 3 miljónir og auk þess fékk hann rétt til seðlaútgáfu í landinu í 30 ár. Var mikið rætt um það hvort réttara væri að taka lán handa Lands- bankanum og efla fjármagn hans á þann hátt eða að veita útlend- um hluthöfum leyfi til banka- reksturs hér á landi. En endirinn varð sá, að síðari leiðin var val- inn og Islandsbanki stofnaður. Er það fyrsta útlenda veltuféð, sem nokkru nam sem veitt var inn í landið. Það var í höndum útlend- inga, sem í framkvæmdinni réðu landsamlega mestu um, hvernig því vai' stjómað og hvernig at- vinnuvegirnir voru studdir. Nú munu fáir efast um það, að betra hefði verið, að landið hefði tekið 'féð að láni og um leið verið ein- rátt um, hvernig það var lánað út. Strax fór að bóla á því, að hin- ir erlendu hluthafar Islandsbanka vildu tryggja aðstöðu sína sem bezt og ná sem flesifcum fríðindum fyrir banka sinn. Hlutaféð var brátt aukið upp í 4Va milj. kr. og bankinn fékk þvert á móti til- gangi sínum og áliti þjóðbankans danska, rétt til þess að taka á móti og ávaxta sparisjóðsfé. Þannig lagði íslandsbanki undir sig sparisjóðina í Reykjavík, Akureyri og íSeyðisfirði. Þá fékk hann leyfi til þess að lækka gull- trygginguna fyrir seðlunum og loks leyfi til að gefa út banka- vaxtabréf. Islandsbanki hafði skapað sér frá öndverðu aðstöðu til þess að fá mikil viðskipti og verða vold- ugur. Meðal annars má sjá það á ummælum L. H. Bjarnasonar hæstaréttardómara o. fl.f að bank- inn hefir veitt ýmsum þingmönn- um og mest ráðandi mönnum þjóðarinnar aðstöðu til þess, með hagstæðum lánum og öðrum fríð- indum, að kaupa hluti í bankan- um. Á þann hátt skapaði bankinn sér velvild og hagsmunaaðstöðu hjá hinum ráðandi mönnum þjóð- arinnar. En það kemur brátt í Ijós, að liagsmunir þjóðarinnar og hlut- ' hafa íslandshanka fara ekki vel saman. Hluthafarnir hugsa fyrst og fremst um að fá góðan arð af hlutafénu, og bankinn leggur því frá öndverðu út á þá braut að hafa fáa og stóra viðskiptamenn, sem gáfu bankanum mikinn gróða, ef allt gekk vel, en á hinn bóginn gátu ekki tryggt lánin svo vel, að örugt væri, ef illa gekk. Fyrsta alvarlega tapið, sem bankinn varð fyrir, leiddi af við- skiptum hans við P. J. Th. & Co. 1914. Tapaði bankinn þar mörg- um hundruðum þúsunda króna og hlutabréf hans féliu um langt skeið mjög í verði. En bankinn virtist rétta við von bráðar. Við- skipti hans júkust stórum og náðu hámarki sínu á árunum 1916—1920. Fékk bankinn þá leyfi þingsins hvað eftir annað til þess að auka seðlaveltu sína. Seðlarnir flóðu yfir landið, dýr- tíðin og braskið jókst að sama skapi, þangað til á síðara hluta ársins 1920, að bankinn var'kom- inn í alvarlega kreppu og stór- fé tapað. Hann gat ekki annast yfirfærslur og gengi krónunnar var stórfallið. En hvernig stóð á því, að þing- ið gaf samþykki sitt til hinnar gengdaiiausu seðlaaukningar ls- landsbanka? Ástæðan er einungis sú, að hinir útlendu hluthafar höfðu tryggt þannig aðstöðu Is- landsbanka að vilji bankastjór- anna var einvaldur í þinginu. Að vísu mæltu lög og reglugerðir Is- landsbanka þannig fyrir, að bank- anum skyldi stjórnað af 7 manna fulltrúaráði, væru 3 fulltrúar kosnir af hinum erlendu hluthöf- um, 3 af Alþingi og ráðherra Is- lands (síðar forsætisráðherra) var sjálfkjörinn formaður þess. Höfðu Islendingar því að nafninu meirahlutaaðstöðu í fulltrúaráð- inu. „En í framkvæmdinni urðu þegar þau hausavíxl á þessU, að fulltrúaráðið fékk lengst af ekki leyfi til annars en að undirskrifa reikninginn og taka við launun- um". (L. H. Bjarnason hæsta réttardómari, í Tímanum, 21. júní 1922). Orsökin til þessara hausa- víxla í stjórn baiikans var meðal annars sú, að fulltrúar erlendu hluthafanna höfðu leyfi til þess að vera búsettir í útlöndum og var þess eigi krafizt, að þeir hefðu hér umboðsmann og þeir fulltrúar, sem Alþingi kaus áttu oft heima víðsvegar út um land. Fulltrúaráðið, sem samkvæmt lög- um bankans átti að annast aðal- stjórn hans, hafði því enga að- stöðu til þess og var í reyndinni ekki annað en nafnið tómt. Við Þetta bættist svo, að fram til 1920 var einn bankastjórinn út- lendingur og var hann skoðaður sem aðalbankastjóri og réði lang- mestu um rekstur bankans. Það var af honum og hans upplýsing- um, sem meirihluti þingmanna stjórnaðist. Fulltrúaráðið vissi ekkert um reksturinn, gat engar skýrslur gefið og fékk auk þess laun sín frá bankanum. En það voru ekki hluthafarnir einir, heldur einnig fuUtrúaráðið og bankastjórarnir, sem ábötuð- ust á gróða bankans, par sem þeir fengu mjög háa ágóðahluti. Árið 1919, þegar kreppan vai að skella yfir bankann og stórkost- leg töp voru mynduð og í aðsigi, námu laun bankastjóranna af bankanum: annars kr. 80.957.00 og hins kr. 70.957.00, þar af var ágóðahluti hvers bankastjóra kr. 40.957.00. Laun fuUtrúa ráðs manna 7 námu fyrir hvern kr. 12.702.00, þar af ágóðahluti kr. 11.702.00. Hefir því launafúlga yfirstjórnar bankans það ár num- ið samtals meir en f jórðung úr miljón eða nákvæmlega kr. 233.828.00. Með hina miklu ábatavon fram- undan og hinn sterka vilja hlut- hafanna til þess að græða á fé sínu að baki sér, er það ekki nema mannlegt þótt bankastjór- arnir reyndu að þenja viðskipti bankans sem mest.. Þetta hefir sjálfsagt átt sinn þátt í seðla- flóðinu mikla. Hluthafarnir og bankastjórnin hugsaði fyrst og fremst um sinn hag, en gætti miður sjálfsagðrar varfærni og hagsmuna þjóðarinnar. Enða kemst L. H. Bjarnason hæsta- réttardómari þannig að orði um þetta atriði í Tímanum 21. jan. 1922, þar sem hann gefur yfirlit yfir helztu liðina í reikningum Is- landsbanka á árunum 1910—1920, að sér virðist að sér virðist mynd- in af þeim viðskiptum, er þeir sýni „líkust æðaslætti fárveiks manns"*). Af því, sem sagt hefir verið hér að framan, sést því ljóslega, að í framkvæmdinni er Islands- banki fyrst og fremst rekinn sem prívatstofnun með hagsmuni hlut- liafa og yfirstjórnar bankans fyr- •ir augum og að hagsmunir bank- ans og hagsmunir þjóðarinnar íóru ekki saman. II. Eftir seðlaflóðið mikla og af- leiðingar þess: Gengisfall krón- unnar, dýrtíðina og kreppuna varð Islandsbanki aldrei sjálf- bjarga. Varð því Alþingi ærið oft að hlaupa undir bagga með bankanum, til þess að hægt væri að halda honum opnum. Á þinginu 1921 bar Bjarni Jónsson þm. Dalamanna fram frumvarp til laga um heimiid handa stjórninni til þess að taka 15 miljöna kr. gjaldeyrislán. Magnús Guðmundsson, sem þa var fjarmálaráðherra, tók lán- tökuheimild þessari heldur fá- lega til að byrja með. En skoðun hans breyttist furðu fljótt, er flokkur hans, íhaldsflokkurinn, sem þá gekk undir nafninu sparn- aðarbandalagið, benti honum á, að lánsins væri full þörf ekki síst til þess að hjálpa Islands- banka, sem þá var kominn alveg að þrotum. Lánsheimildin var því samþykkt og M. G. tók sam- kvæmt henni enska lánið ili- ræmda, að upphæð 500 þús. pund sterling eða rúmlega 11 miljónir króna eftir núveranda gengi. Lán þetta var fyrst og fremst tekið vegna íslandsbanka, enda lánaði M. G. bankanum af enska láninu 280 þús. pund eða nokkuð á 7. miljón króna. Fór fé þetta til greiðslu á skuldum bankans er- lendis. Ennfremur fékk bankinn hjá dönsku stjórninni gjaidfrest á nál. 5 milj. kr., sem hann skuldaði danska póstsjóðnum, sökum þess að bánkinn hafði ekki getað yfirfært í lengri tíma. Þetta bjargaði bankanum í biU, en í árslok 1926 er hann aftur kominn í þrot og þarfnast hjálp- ar. Á þinginu 1927 fær J. Þorláks- son heimUd þingsins til þess að taka nærri 10 miljóna kr. rekst- urslán í Ameríku handa Lands- bankanum. Átti lán þetta að greiðast að fuUu einusinni á ári. Landsbankinn þurfti aldrei sjálf- ur á láni þessu að halda, en J. Þ. lét þá Landsbankann taka 1 milj. króna af láninu til þess að lána Islandsbanka. Landsbankinn greiddi þessa miljón eftir ár eins og um var samið við hina amerísku lánardrottna. En þegar íslandsbanki varð að loka í fyrra skuldaði hann enn Landsbankan- 18. blað. *) Leturbr. mln. a 3. um mikinn hluta af þessu láni. Ef Jón Þorláksson og íhalds- flokkurinn hefðu sigrað við kosn- ingarnar 1927, hvað mundi flokk- urinn með J. Þ. í broddi fyUcing- ar hafa gert þegar Islandsbanki komst enn í þrot? Mundi hann hafa látið Landsbankann hefja stærri fúlgu af ameríska láninu til þess að lána Islandsbanka? Og er Islandsbanki gat ekki greitt féð aftur, hvernig hefði þá farið fyrir Landsbankanum ? Hefði hann hrunið fyrst og Is- landsbanki svo komið á eftir? En er þessi hjálp nægði ekki heldur, þá var Islandsbanki leysti- ur undan þeirri skyldu sinni 1926, 1927 og 1928, að draga inn 1 milj. kr. af seðlum sínum ár hvert. Þetta var það sama sem að lana bankanum beinlínis 2/3 úr milj. á ári (seðlana -=- málm- forðanum, sem var til trygg- ingar seðlunum) eða 2 milj. króna öU þrjú árin. En allt þetta reyndist ekki nægileg hjálp handa Islands- banka. Var því Landsbankinn lát- inn lána honum miljón á miljón oi'an, þannig að skuld Islands- banka við Landsbankann nam talsvert á fimmtu miljón, er bankinn varð að loka í fyrra. Má af þessu sjá, að sá stuðn- ingur, sem Alþingi veitti bank- anum, var mikill. Enda var því stöðugt haldið fram af stuðn- ingsmönnum bankans á þingi, að hann væri þjóðbanki og aðalvið- skiftabanki landsins, er hann þurfti á hjálp þingsins að halda. En aftur virtust sömu menn skilja það þannig, að Islands- banki væri einkastofnun, ef Al- þingi ætlaði að fara fram á að fá eitthvað nánar að vita um hag bankans. m. Ætla mætti að hin alvarlega fjárþróng Islandsbanka og hinar stóru fjárfúlgur er ríkissjóður og Iiandsbankinn urðu að leggja bankanum til, hefðu hvatt yfir- stjórn Islandsbanka til hins mesta sparnaðar um rekstur og útgjöld bankans. Reynslan virðist þá benda nokkuð í aðra átt. Þegar kreppan var í aðsigi og fjárhag Islandsbanka tók að haUa, var þingmaður einn f enginn tU að meta bankann. Er það mat frægt orðið sökum þess, að það var svo fjarri sönnu og réttu, að það hef- ir raskað trausti manna á öUum mötum, svo verulega munar. Fyr- ir þetta starf fékk maðurinn þó margar þúsundir. 5 þús. krónur hafa verið nefndar. En þrátt fyrir þessar aðgjörð- ir þrengdist hagur bankans óð- um, svo sýnt var að gjaldþrot var fyrir dyrum 1921, ef ekki kæmi hjálp. Var þá skipt um bankastjóra, og þótt hinir fráfar- andi bankastjórar væru fyrst og fremst ábyrgir fyrú* því, hvernig komið var fyrir Islandsbanka, voru þeir síður en svo látnir sæta nokkru harðræði frá bankanum. Bankinn keypti hinn útlenda bankastjóra af sér með 70 þús. guUkróna þóknun, eftir því, sem menn vita bezt og mun því ekki hafa verið mótmælt, en hinn inn- lendi bankastjóri fékk 4—6 þús. kr. árlega eftirlaun með dýrtíðar- uppbót. Um tölur þessar vita menn ekki fuUkomlega því þser hafa verið eins og margt fleira bankaleyndarmál, sem þingið eða Svar Einars Árnasonar f jármálaráfi- herra við fyrirspurnum J6ns Þor- lákssonar um bráðabirgðauppgí&r á tekjum eg gjöidum ríkissjóð* árið 1930. Flutt í efri deild fóstud. 20. amnr. Ég þarf ekki að eyða löngum tíma til að svara þessari fyrir- spurn frá hv. 1. landskj. á þskj. 140. Fyrirspurnin snertir nær ein- göngu fyrirkomulagsatriði þeirr- ar bráðabirgðaskýrslu, er ég flutti við 1. umr. fjárlagafrv. um tekjur og gjöld ríkissjóðsins árið 1930. Er fyrirspurnin í 4 Uðum, og skal farið nokkram orðum um þá í þeirri röð, sem Þeir eru framsettir. Um 1. liðinn er það að segja, að það er aUs ekki nýtt, þó færð- ar séu greiðslur frá einu ári tU annars. Það hafa stjórnirnar gert flestar eða aUar á undanfömum árum. Stafar þetta að nokkru leyti af því að svo langt thnabil líður, frá því að fjárlög eru fuU- samin, þangað tU þau koma tU framkvæmda. Ýmsar upphœðir, sem standa á f járlögum næsta árs eru greiddar á næsta ári é undan, en ekki reikningsfærðar endan- iega fyr en á því ári er viðkom- andi fjárlög gilda fyrir. Er þettíi eðrir fengu ekkert að vita um. Nú voru skipaðir 8 bankastjór- ar í stað hinna sem frá fóru. Við einn þeirra, E. Claessen, gerði Jón Magnússon forsætisráðherra samning um að hann f engi í laun 40 þús. krónur á ári í tíu ár, en hinir tveir f engu 24 þús. kr. hver að launum á ári. En þetta eru smágreiðalur hjá öðrum stærri. FuUyrða má, að Islandsbanki haf í verið búinn að tapa öUu eig- in fé, hlutafé og varasjóði, 1920. Samt greiðir hann hluthöfunum arð af hlutafénu og nema þær greiðslur sem hér segir: 1920 6 af hndr. kr. 270 þús, 1922 5--------—-225 — 1928 5--------— 225 — 1924 5 ¦--------— 225 — 1925 4 — — _ 180 — Samtals kr. 1. milj. 225 þús. Mest af þessum arði var greitt í dönskum krónum. Á þinginu í fyrra var talið að þessi upphæð muni nema 1 milj. 350 þús. í ís- lenzkum krónum. Langsamlega mestur hluti hefir verið borgaður erlendum hluthöfum og því faríð út úr landinu. El'tir að íslandsbanki er búinn að tapa öUu sinu hlutaf é og ef tir að hann árs árlega þarf á hjálp ríkissjóðs og Landsbankans að halda, tekur hann af veltufé sínu og landsmanna 1 milj. 350 þúa. krónur og sendir til útlanda, sem arð hluthafanna. Samtímis þessu er íslandsbanki stöðugt að borga af skuldum sín- um í útlöndum með fé því, sem hann fær lánað hjá ríkissjóði ög Landsbankanum. Islandsbanki hef- ir stöðugt frá því 1920 verið a8 flytja fé út ur landinu. ÍMeira).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.