Tíminn - 21.03.1931, Side 4

Tíminn - 21.03.1931, Side 4
«0 TlMINN Jttrð til sttlu Jörðin Þorláksstaðir í Kjósar- hreppi fsest til kaups og ábúðar í nœstu fordögum. Jörðin er ein með beztu jörðum í Kjósarhreppi. — Allar nánari upplýsingar gef- ur eigandi jarðarinnar ÁSGEIR eyjölfsson, Blönduhlíð. Reykjavík. Jörðln LeiSólfsstaðir í Stokkseyrarhr. fæat til kaups og ábúðar frá næstu fardögum. Upplýsingar gefur HILMAR STEFÁNSSON, bankaútibússtjóri á Selfossi. Áfeng'isverzl. rikisins hefir til sölu hér á staðnum ýmiskonar KJARNA (essentsa) svo sem: Kingston extrastark, Jamaica extrastark, Jamaica einf., Romessents 10-faldan, Jamaica 10-faldan, Kingston, einf. Ennfremur fyrir rakara og hár- greiðslustofur ódýrar tegundir af Eau de Portugal, Eau de Quinine, Bayrum, Isvatn, Eau de Cologne. ig mjög ákveðin. Fimm innan- héraðsmenn tóku þar til máls: Sr. Sigurður Jónsson í Lundi, sr. Eiríkur Albertsson á Hesti, Böðv- ar Jónsson bóndi í Brennu í Lundareykjadal, Teitur bóndi Símonarson á Grímarstöðum í Andakíl og Þorst. bóndi Guð- mundsson á Skálpast. í Lunda- reykjadal. Allir eru þeir ein- dregnir Framsóknarmenn, en íhaldinu iagði enginn liðsyrði. Fundarstjóri var Ari hreppstjóri á Skálpastöðum. Talið er, að hann fylgi íhaldinu að málum, en fund- arstjóm fór honum vel úr hendi. Sr. Eiríkur á Hesti rakti í stór- um dráttum sögu íslenzks land- búnaðar síðustu áratugina og gjörði stutta en glögga grein fyr- ir meginerfiðleikum í atvinnu- rekstri bændastéttarinnar. Eftir því, sem magnast hefði fylgi Framsóknarflokksins og áhrif hans á löggjöfina aukizt, kvað hann aðstöðu hins opinbera til landbúnaðarins hafa gjörbreytzt. Nefndi hann síðan nokkur helztu framfaramál bændanna, sem hrundið hefði verið 1 framkvæmd fyrir atbeina Framsóknarflokks- ins, og þá fyrst og fremst jarð- ræktarlögin og Búnaðarbankann. Lífsbarátta okkar bændaxma heimtar það, að við styðjum þann stjómmálaflokk, sem mest tillit tekur til þarfa landbúnaðarins, sagði sr. Eiríkur, og þessvegna verðum við að fylgja Framsókn- arflokknum að málum. Annað væri óskynsamlegt. Var góður rómur gjörður að orðum hans, enda er sr. Eiríkur með snjöllustu ræðumönnum. Böðvar Jónsson bóndi í Brennu gjörði yfirlit um framfarastarf- semi núverandi stjómar. Stjóm- málastefnu Tryggva Þórhallsson- ar kvað hann hafa markað tíma- mót í sögu íslenzks landbúnaðar og tilsvarandi væru umbætur Jón- asar Jónssonar á kennslumálum og réttarfari. Síðast las ræðu- maður upp einskonar „svarta- iista“ um gamlar og nýjar syndir íhaldsflokksins. Brá þá mörgum í brún, því að þó að flestum væri það fuUIjóst áður, að íhaldið væri vont og hefði ýmislegt unnið al- menningi til óþurftar, mun mönn- um þó yfirleitt hafa hi’osið hugur við að heyra í einu lagi megin- drættina í pólitískri æfiferils- skýrslu þess flokks, sem meiri- hluti Borgfirðinga hefir borið ógæfu til að styðja nokkuð á ann- an áratug. Og eftir að Iiafa heyrt svör Ottesens, var erfitt að verj- ast þeirri hugsun, að þingmaður- inn gengi til muna lotinn undir sínum hluta af ábyrgðinni. Einna mesta athygli vakti þo ræða sr. Sigurðar í Lundi. Sr. Sigurður er nú hniginn á efra ald- ur og eigi haft afskipti af stjóm- máladeilum. Ræðuefni hans voru árásir stjómarandstæðinga á Jón- as Jónsson dómsmálaráðherra. Fór ræðumaður um þær hógvær- um orðum en þungum. Hjá eng- um manni hefi ég séð koma fram innilegri óbeit en hjá þessum virðulega öldungi, er hann veik orðum sínum að hneykshamáli TAPAST hefir síðastliðið sum- ai’ af afrétt Laxdælinga í Dala- sýslu: Rauðlitföróttur foli 4. vetra, frekar lítill. Mark: Sýlt hægra, stig framan vinstra. Ef einhver hefir orðið var við þenn- an hest, er hann beðinn að gjöra mér aðvart sem fvrst. Þorbergsstöðum 1. fe’or. 1931. Ágúst Benediktason. Síðastliðið haust vom mér dregin tvö lömb með mínu fjár- marki, heilrifað hægra, biti fr. vinstra. Lömb þessi á ég ekki og óska eftir að réttur eigandi gefi sig fram hið fyrsta. Þorbergsstöðum 1. febr. 1981. Jakob Benedíktsson. Síðastliðið haust var mér und- irrituðum dregið hvítt hrútlamb með mínu hreina marki: biti fr. hægra. Réttur eigandi vitji and- vii’ðis lambsins til mín, semji við mig um markið, og greiði aug- lýsingu þessa. Svanshóli í Strandasýslu. Ingimundur Grimsson. íhaldsins frá síðastl. vetri. En enginn mun á þeirri stundu hafa öfundað þingmanninn af hans hlutskipti. I fundarlokin var með nál. 2/s atkvæða samþykkt traustsyfirlýs- ing til núverandi ríkisstjómar, og ánægju lýst yfir framkvæmdum ó síðasta kjörtímabili. Þegar fundi lauk, var komiö fram um miðnætti. Var þó eigi við annað komanda en að allir kæmu heim að prestssetrinu (fundurinn var í þinghúsi hrepps- ins) og þægju þar góðgjörðir í annað sinn. Ég reið run nóttina inn að Brennu með Böðvari bónda og gisti þar. Á leiðinni stöldruð- um við á Gullberastöðum hjá Þor- steini oddvita og Kristínu konu hans. Höfðu þau bæði verið á fundinum. Þorsteinn er með gjörvilegustu yngri bændum í dalnum og forvígismaður í sveita- málum. Var orðið áliðið nætur, er við Böðvai’ komum að Brennu. Sá bær stendur innarlega í dalnum og er þar endastöð símans í Lundareykjadal, en þaðan ligg- ur símalína niður yfir hálsinn að Fitjum í Skorradal. Var línan inn Nýjungar Auk þeirra smá-vatnsaflsstöðva sem við nú höfum allt frá 30 Watts og uppeftir, höfum við nú einnig smá vindaflsstöðvar til þess að nota þar gem engir vatns- aflsmöguleikar eru fyrir hendi. Má þá heita, að nú sé öllum mögulegt að fá sér eitt eða fleiri ljós eftir efnum og ástæðum, auk þess sem áhöldin eru tilvalin til að hlaða útvarps rafgeima. — Undirritaðir gefa allar nánari upplýsingar. Bræðnrnir Ormsson Reykjavík. Námsskeið í meðferð og stjórn dráttarvéla, fyrir þá sem ætla sér að verða dráttarvélastjórar, verður haldið að tilhlutun Búnaðarfélags Is- lands, í Reykjavík. Það hefst 26. apríl n. k. og stendur yfir 2ja vikna tíma. Þeir, sem ætla sér að taka þátt í námskeiði þessu, tilkynni þátttöku sína sem fyrst til Búnaðarfélags Islands. Þátt- takendum verður veittur lítilsháttai' styrkur af félaginu. BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS. í Lundarreykjadal lögð á síðastl. sumri. Fundurinn í Lundi er með mín- um beztu endurminningum úr ferðinni. Blandaðist mér eigi hug- ur um, að þar hafði ég fyrir hitt marga góða drengi og örugga til áræðis. Næsta dag fylgdi Böðvar bóndi mér að Geitabergi í Svínadal, og gistum við þar um nóttina. Höfð- um við mælt okkur mót við Pét- ur á Hóli í Lundareykjadal, en við Böðvar urðum seint fyrir og var Pétur löngu lagður af stað, er þangað kom, og var gangandi. Hafði Böðvar lausan hest í taumi sem hann ætlaði Pétri. En svo hlálega vildi til, að við vorum all- an daginn með lausa hestinn í togi, en náðum eigi Pétri, enda var færðin vond.óskaði þess einn kunningi Péturs, að þetta yrði í síðasta sinn, sem hann þyrfti að vaða snjóinn fyrir íhaldið þar suður yfir hálsana, og var sú ósk vel meint, því ýmsir héraðs- menn vorkenna Pétri sambúðiua við braskarana í Reykjavík, og telja, að hann hafi haft upplag til annars betra. Þann 5. febr. stóð fundur á Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd. Þar býr Búi Jónsson, ungur mað- ur, og hefir byggt íbúðaxhús úr steini á jörðinni sl. sumar. Á Hvalfjarðarströnd var mér tjáð, að íhaldið hefði verið í meira hluta hingað til, en ekki varð þess vart á fundinum. Mun þingmað- urinn hafa haft í hyggju að koma þar fram vantrausti á stjórnina en horfið frá, er hann heyrði undirtektir fundarmanna. Samþykkt var áskorun til þing- mannsins um að „styðja núver- andi stjóm til gætilegrar af- greiðslu fjárlaganna“, borin fram af Sveini Hjálmarssyni. Við Böðvar fórum um nóttina út að Kalastaðakoti og gistum hjá Guðbrandi Thorlacius bónda þar. Vai' Pétui’ okkur samferða og gisti á sama stað. Guðbrandur er sonur sr. Einars Thorlacius í Saurbæ, en bræður Guðbr. eru Helgi bóndi á Tjöm á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu og Magnús lögfræðingur í Reykjavík. (Nl.). G. G. Fylla sinna gæzlunni fyrst og fremst. Þór er prýðilega fallinn til að vera síldarbátur. Ekkert virðist tfl fyrirstöðu, að hann geti aflað eins og gerist um togara á þeim stöðum. Sumir munu spyrja: Hvað ætl- ar stjómin að gera við síldina? Máske keppa við útgerðarmenn á ihinum þrönga erlenda markaði? Ekki er það tilgangurinn, held- ur hitt að bæta úr þörf lands- manna sjálfra, alveg eins og með fisksöluna í Reykjavík. Bændur landsins hafa hina hina mestu þörf fyrir ódýran fóður- bæti, bæði sfldarmjöl og saltaða síld. Fram að þessu hefir ekki með nokkurri eiginlegri framsýni verið bætt úr þessari þörf. Fyrst nú verður það hægt. Landið á dýra og góða síldar- verksmiðju á Siglufirði. Hún er vitaskuld byggð til að hjálpa útgerðarmönnum, einkum hin- um minni, til að fá unnið úr vöru sinni. Hún á líka að geta hjálpað bændum landsins til að geta fengið gott sfldarmjöl. En frá venjulegum framleiðendum hlýtur það að verða með verð- lagi heimsmarkaðarins. I þeim efnum er enginn annars bróðir í leik. Landstjómin er sá eini aðili, sem getur é réttmætan og eðli- legan hátt framleitt fóðurmjöl handa bændum ódýrara en út- gerðarmenn. Og það liggur í því, að landið á veiðiskip eins og Þór sem er keypt til að annast vissa vinnu við landið sunnan og vestanvert, alla vetrarmánuðina. Að sumrinu er ekki sérstakt verkefni fyrir Þór sem varðskip. Þrjú önnur skip eru til að gæta strandar, auk báta, sem verja sérstök svæði fyrir daglegum ágangi. Ef Þór veiðir síld í fóðurbæti handa bændum,þarf ríkið ekki að reikna sér leigu eftir skipið eins og venjulegir framleiðendur. Yfir- menn skipsins yrðu að vera á fullu kaupi yfir sumarið, þó skip- ið lægi inni á höfn. Þessvegna er hinn raunverulegi framleiðslu- kostnaður við síldveiði Þórs minni en annara framleiðenda, eða get- ur reiknast þannig. Ef Þór veiðir síld fyrir norðan og leggur hana inn í bræðsluna, á Siglufírði, þá getur landstjóm- .in að sjálfsögðu fengið sinn hlut af framleiðslunni til sölu innan- lands, þó að aðrir framleiðendur feli verksmiðjunni að selja fram- leiðslu þeirra aðallega á erlendum markaði. Á þennan hátt ætti að vera hægt að selja bændum landsins töluvert af síldarmjöli nokkru ódýrara heldur en aðrir framleið- endur geta gert. Auk þess mun koma til athugunar með fóður- sfld. En til þess að vel yrði ser fyrir í því efni þyrftu bændur að geta notað sömu tunnumar frá ári til árs, og sent þær tómar á vorin þangað, sem sfldin væri söltuð. Menn hristu höfuðið fullir af eiasemdum, þegar talað var um að láta varðskip veiða í soðið handa Reykjavíkurbúum. Nú er það orðinn veruleiki, sem er far- inn að hafa talsverða þýðingu fyrir afkomu manna í bænum. I fyrstu munu margir verða fullir efasemda um þá ráðagerð, að láta varðskip veiða síld í fóðurbæti handa bændum landsins. Reynslan sker úr í þvi efni eins og með fisksöluna. En um hitt munu ekki verða skiptar skoðanir meðal þeirra bænda, sem eru búnir að nota sfld og síldarmjöl sem fóðurbæti, að það væri meir en æskilegt að þessi ráðagerð geti lánast. Reynir þá á hvort meira mega sín góð- ar óskir þeirra, eða hrakspár böl- sýnna og skammsýnna manna. Hugsanlegt er að síldvieiði varð- skips geti haft enn aðra þýðingu fyrir þjóðarbúskapinn. Islenzk síld er í raun og veru ein hin bezta og ódýrasta fæða, sem fáan- leg er hér á landi. En hún er enn sáralítið notuð af landsins eigin börnum. Nábúaþjóðir og frændur íslendinga gera síldina að upp- áhaldsfæðu fátækra og ríkra í löndum sínum. En Islendingar kunna enn ekki að nota þessa ágætu fæðutegund, nena helzt til skepnufóðurs. Þessu þarf að breyta. Islending- ar hafa ekki efni á því að fyrir- líta af vankunnáttu og hleypidóm- um eina þá fæðutegund, sem mest er af í landinu, og sem get- ur verið að sama skapi ódýr eins og hún er holl, og ætti að vera auðfengin. Ekkert sýnist vera til fyrlr- stöðu að dálítið af veiði Þórs yrði saltað og kryddað til neyzlu í landinu sjálfu. Ef til vill mætti smátt og smátt kenna þjóðinni að nota síld til daglegrar fæðu eins og frændþjóðir íslendinga gera. Sú fræðsla ætti ekki sízt að veit- ast í heimavistarskólum landsins, og ef til vill í sumum sjúkrahús- unum. Mætti þá svo fara, að síð- ar á tímum þætti það furðulegt, að íslenzka þjóðin hefði um eitt skeið haldið sig svo ríka, að hún mætti ekki sýna á sér það fár tæklingssnið að nota síld til manneldis. Það eru ekki nema 5 ár síðan íslenzka ríkið eignaðist fyrsta strandgæzluskipið. Síðan eru skip- in orðin þrjú og verða tæplega fleiri fyrst um sinn. Árangurlnn af innlendri landhelgisgæzlu er þegar orðmn mikill, bæði í fjár- hagslegum efnum og um heil- brigðan þjóðarmetnað. En skipu- lagið er enn ungt, og þjóðin að safna reynslu. Hér hefir verið bent á einn lítinn þráð í þessum vef reynslunnar. Gæzluskipi er falið nýtt starf. En það er viðbót í málinu, ef afli skipsins getur orðið útgerðinni verulegur tekju- auki, og um leið minnkað dýrtíð- ina í Rvík og víðar um land. Þá er það nýjung, ef landsmenn all- margir geta vegna þessarar ný- breytni fengið til heimaneyzlu bezta fiskinn, sem aflast hér við land og áður þótti hæfilegur handa íbúum fjarlægra sóllanda. Og að lokum yrði það töluverð nýlunda, ef afdalabóndinn færi að finna, að landhelgisgæzlan gripi áþreifanlega inn í framleiðslu- hætti hans, svo að hann færi að gjöra ráð fyrir notgóðum fóður- bæti frá varðskipi landsins, við hliðina á töðunni af túninu sínu. Reynsla næsta sumars sýnir hvort Þórssíldin verður til gagns á jafnmörgum sveitaheimilum á vetri komanda, eins og Þórsfisk- urinn hjálpar mörgum manni nú í vetur í dýrtíðinni í Reykjavík. J. J. Ritstjóri: Gúrii tíuSmundmon. Asvallagötu 27. Sími 12át. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.