Tíminn - 28.03.1931, Blaðsíða 1
©faíbferi
og afsreit>slumaí>ur Címans «f
Kannpeia, p o rsteiTisöótíir,
Ccefjargötu 6 a. XeyfjaDtf.
'imans er í Cœfjargðtu 6 a.
©pin ba$lea,afL 9—6
Sími 2353
XT. árg.
Reykjavík, 28. marz 1931.
Þrotabúíð míkla
Framh.
IV.
Þegar það er athugað, sem
skýrt hefir verið frá hér að
framan, að ríkissjóður og Lands-
bankinn hafa orðið að styrkja
íslandsbanka með stórfé og að
síður en svo hefir verið gætt
sparnaðar við rekstur bankans,
verður það óskiljanlegt að stjórn
og þing skyldi ekki taka í taum-
ana. Skal stuttlega skýrt frá,
hvernig á því stoð.
Það er auðsætt að yfirstjórn
íslandsbanka var það ljóst á
miðju ári 1920, áður en verðfallið
og hin eiginlega kreppa byrjaði,að
hvorki traust né hagur bankans
stóð með fullum blóma. Réði hún
þess vegna einn af alþingismönn-
unum til þess að athuga bank-
ann. Gaf hann út skýrslu um á-
rangurinn af rannsókn sinni og
skýrir hann í skýrslu þessari
svo frá:
„Á fundi fulltrúaráðs íslandsbanka
í júlíbyrjun, var ákveðið að líta eftir
starfsemi bankans nokkru gjör, en
áður hefir verið gert. Skyldi aðgæta:
1) við hverjum atvinnugreinum
bankinn einkum gæfi sig. 2) hvernig
lán hans vœru trygð. 3) að hverju
leyti mætti kenna bankanum um
yfirstandandi viðskiftakreppu, og 4)
hvað hæft væri í ýmsum ásökunum,
sem komið hafa fram við hann".
Þá upplýsir hann, að bankinn
hefði lánað til verzlunar 23 milj.
til fiskiveiða 7y4 milj. og til
ýmislegs annars, rúmlega 8 milj.
ÖU þessi lán væru ágætlega
tryggð og því með öllu óhugsandi
að bankinn biði nokkurt tap við
þau.
Bankastjórnin gaf skýrsluna út
með þessum ummælum meðal
annars:
„Skýrslu þessa sendir bankinn í
þeim tilgangi að gefa almenningi
tækifæri til að kynnast störfum
bankans nokkuð gjör og sjá órétt-
mæti árása þeirra, sem gerðar hafa
verið á bankann.
Rvík, 20. ág. 1920.
Bankastjórnin"
En í ársbyrjun 1921 er bank-
inn kominn að greiðsluþrotum.
Hann getur ekki yfirfært og
óumsamdar skuldir hans við út-
lönd eru taldar þá á þinginu
meira en 10 milj. kr.
Á þinginu 1921 voru allir flokk-
ar sammála um að eitthvað þyrfti
að gjöra til að forða atvinnu og
framleiðslu frá tjóni af völdum
Islandsbanka. En flokkunum kom
ekki saman um það á hvern hátt
og með hvaða skilyrðum.
Framsóknarmenn, 9 að tölu —
yfirgnæfandi meirihluti flokksins
á þingi — bera fram tillögu til
þingsályktunar á þingskjali 623,
þar sem iagt er til, að saméinað
þing kjósi með hlutbundinni
kosningu þrjá menn í fjármála-
nefhd. Er verkefni nefndarinnar
ákveðið í tillögunni og segir þar
meðal annars:
„Ef gerðar verða ráðstafanir á
þessu ári til að landið eignist hluti
1 íslandsbanka, skal íicfuiliu rann-
saka allan hag bankans, og vera í
ráðum með landsstjórninni ef kaup
verða framkvæmd. Nefndin skal
leggja fyrir næsta þing skýrslu um
rannsóknina".
En þessi tillaga Framsóknar-
manna náði ekki fram að ganga
á þinginu.
Aðrir þingmenn, sem síðar
mynduðu íhaldsflokkinn, voru
ýmist alveg á móti rannsókn á
bankanum eða lögðu ekki næga
áherzlu á það atriði. — Efitir
mikið þjark var svo málið af-
greitt sem „Lög um seðlaútgáfu
íslandsbanka, hlutafjárauka o.
fl.". Þingskjal 675:
„Hlutafé íslandsbanka skal auka
um 100%, á þann hátt, að ríkis-
stjórnin leggur hlutafjáraukann fram
úr ríkissjóði, þegar er hún hefir látiB
fara fram nákvæma athugun á hag
bankans*), enda séu hlutafjárfram-
lögin þá að hennar dómi tiltækileg.
Verð hlutabréfa þeirra, sem ríkis-
sjóður tekur, skal ákveðið af 5 mönn-
um, tveim kosnum af sameinuðu Al-
þingi með óhlutbundnum kosning-
um*), tveim útnefndum af hluthöf-
um íslandsbanka og oddamanni, sem
hæstiréttur tilnefnir" (5. gr.).
Framsóknarmenn vildu, eins og
áður er sagt frá, að allur hagur
bankans væri athugaður af 3ja
manna nefnd, sem kosin væri af
sameinuðu þingi með hlutbundn-
um kosninguin.
Vegna þess að fyrirsjáanlegt
var, að nefnd sú er kosin var
samkv. lögunum, hafði enga að-
stöðu til þess að geta rannsakað
allan hag bankans, tóku Fram-
sóknarmenn og nokkrir aðrir
þingmenn ekki þátt í kosning-
unni. Hinir 2 nefndarmenn, sem
Alþingi kaus, voru því einungis
kosnir með 15 og 17 atkvæðum,
en 22 þingmenn skiluðu auðum
seðlum. Nefndin var þannig kos-
in af miklum minnihluta þings-
ins.
Kosningu hlutu Björn Krist-
jánsson alþm., sem hafði lýst því
yfir við umræður, að hann teldi
fullkomna athugun á íslands-
banka hættulega fyrir bankann,og
Þorsteinn Þorsteinsson hagstofu-
stjóri.
Það voru þannig „vinir"
Islandsbanka á Alþingi og bank-
inn sjálfur, sem kusu 4 af þeim
5 mönnum, sem sæti áttu í nefnd-
inni.
Einnig voru afgreidd á þessu
þingi „Lög um heimild til lán-
töku fyrir ríkissjóð" (þingskjal
676). Þau hljóða svo:
„Stjórninni er heimilt að taka fyrir
hönd ríkissjóðs það eða þau lán, sem
nauðsyn er á, til að greiða úr pen-
ingakreppu þeirri, sem nú er i landi,
og, ef til kemur, til að kaupa hluti í
íslandsbanka".
I hinu upphaflega frv. um lán-
tökuheimild ríkissjóðs (þingskjal
508) hljóðaði 2 gr. svo: „Af láni
þessu er stjórninni heimilt að
lána bönkunum í landinu, ef
nauðsyn krefur og svo mikið sem
nauðsyn krefur". Þetta var fellt
á þinginu og breyttingartillaga
(þingskj. 622), sem heimilaði
stjórninni að lána Islandsbanka
hið væntanlega lánsfé var tekin
aftur.
Samkvæmt lánsheimild þessari
tók svo Magnús Guðmundsson
enska lánið og lánaði íslands-
banka af því fé nokkuð á 7.
miljón króna, eftir núveranda
gengi. Af þeim gögnum, sem
fyrir liggja og ég hefi birt út-
drátt úr hér að framan virðist
heimild M. G. til þess að lána ls-
landsbanka þetta fé vera mjög
hæpin, ef ekki er þá um algjört
heimildarleysi að ræða.
19. blaS.
*) Leurbr. min. H. 3.
Eftir að íslandsbanki hefir
fengið nokkuð á 7 milj. af enska
láninu og getað samið til bráða-
birgða um skuld sína, 5 milj., við
póstsjóðinn danska, er fyrst
byrjað á því að meta hlutabréf
bankans. Metur nefndin þau á
91%, enda þótt gengi þeirra í
útlöndum væri miklu lægra og
þau stöðugt að falla í verði. En
einn bankastjórinn, E. Claessen,
var óánægður með þessa virð-
ingu, og vildi láta landið, ef það
keypti hlutabréfin, kaupa þau
yfir nafnverð. Af hlutafjárkaup-
um ríkissjóðs varð svo aldrei
neitt. Framsóknarflokkurinn var
í örum vexti og blað hans, Tím-
ínn, gerði mjög ákveðnar kröfur
um að ef hlutir væru keyptir í
Islandsbanka, þá væru það for-
gangshlutir. Þetta mun aðstand-
endum hafa þótt of hörð krafa.
Gangur málsins er þá þessi:
Þingið 1921 vill hjálpa Islands-
banka. „Vinir" bankans í þinginu
eru í miklum meirahluta og vilja
að ríkið kaupi helming af hlutafé
bankans að undangengnu mála-
myndar mati. En stjórnin er það
lin í framkvæmdum, að hun lán-
ar bankanum fyrst stórfé og læt-
ur ekki framkvæma matið fyr en
eftir á. Af hlutabréfakaupunum
verður því ekkert og hluthafar
Islandsbanka eru einráðir áfram.
V.
Á þinginu 1923 fluttu nær allir
Framsóknarþingmenn tillögu til
þingsályktunar í báðum deildum
þingsins, þar sem farið var fram
á, að í neðri deild væri skipuð
5 manna og í efri deild 3 manna
nefnd „til þess að kynna sér svo
sem unnt er fjárhagsaðstöðu Is-
landsbanka gagnvart ríkinu, og
þá sérstaklega tryggingar þær, er
hann hefir selt ríkissjóði fyrir
þeim hluta enska lánsins, er bank-
inn hefir fengið. Nefnd þessi leggi
álit sitt fyrir einkafund sam-
einaðs Alþingis nú fyrir þinglok,
og sé hún bundin þagnarskyldu
um hag bankans meðan hún er
að störfum". Rök Framsóknar-
manna fyrir tillögu þessari voru
meðal annars: Að eftir að Is-
landsbanki hefði fengið enska
lánið þá hefði hagur hans verið
það erfiður, að hann hefði orðið
að lána hjá Landsbankanum 2
miljónir króna, að landsmenn
ættu hjá bankanum, að seðl-
um og sparisjóðsfé meðtöldu,
yfir 20 milj. kr., að sá orðrómur
væri á, að hagur bankans stæði
ver en reikningar hans sýndu og
að það væri bankanum sjálfum
fyrir beztu, að hið sanna yrði al-
menning ljóst um afkomu hans.
Ihaldsmenn og aðrir vinir Is-
landsbanka töldu tillögu þessa
fjarstæðu og árás á bankann. Jón
Þorláksson bar fyrir sig mötin á
bankanum og fullyrti að „hvernig
sem reiknað er, á bankinn því um
2 milj. kr. í varasjóði. Hér við
bætist svo hlutaféð 4V^ milj. kr.,
sem einnig er til tryggingar fyrir
öllum skuldbindingum bankans.
Hjá Islandsbanka stendur QV2
milj. kr., sem hrein eign til
/tryggingar gegn tapi, umfram
það tap, sem nefndin*) áætlaði".
(Alþingistíð. C. bls. 131).
Og Sigurður Eggerz vitnaði:
„Bankastjórar Islandsbanka telja,
að þegar miðað sé við viðurstöður
nefndarinnar*), þá hafi hagur
*) Bankamatsnefndiu 1921.
bankans batnað síðan um 25%,
svo að hlutirnir ættu nú> að
standa í 116 kr. Bankanum hefir
farið það fram síðan rannsóknin
var gerð, en ekki aftur". (Aþ.tíð.
C. bls. 139). Framsóknarmönnum
og öðrum, sem vildu rannsaka
hag bankans átti að ganga illvilji
og tortryggni til að krefjast at-
hugunar á bankanum.
Þar um segir Jón Þorláksson:
„Nú er íslandsbanki eign hluta-
félags, svo sem kunnugt er, og meiri-
hluti stofnfjárins eign útlendinga.
pessi tilhögun hefir frá öndverðu
verið þyrnir í augum þeirra manna,
sem helzt vilja koma öllum atvinnu-
rekstri í hendur hins opinbera. peg-
ar fjárkreppan dundi yfir og það
vitnaðist, að þessi banki hefði orðið
fyrir nokkuð miklu tapi, sáu þessir
menn sér leik á borði. pað vöknuðu
hjá þeim vonir um að svo mundi
mega veikla bankann, að hann yrði
annaðhvort að gefast upp og hætta
cða ganga innundir yfirráS ríkisins").
Aðferðin átti að vera sú, að vekja
tortryggni gegn bankanum. Gera
menn hrædda um, að hann mundi
ekki standast tapið og fá með þessu
móti almenning og skiptavini bank-
ans til að taka innlansfé sitt út úr
honum. í þessu skyni var hafin róg-
burðarherferð gegn bankanum í
tveim blöðum hér í bænum, s.em
bæði eru og voru þá í höndum sömu
klíkunnar, annað ætlað almenningi
hér í bænum og við sjávarsíðuna og
hitt ætlað sveitamönnum". (Alþingis-
tíð. C. 127).
Þá töldu „vinir" bankans ekk-
ert gagn að starfi þingnefndar,
sem rannsakaði bankann í 3—4
wikur. Höfðu þeir auðsjáanlega
gleymit því, að litlu lengur hafði
sá þingmaður, sem athugaði
bankann 1920 verið að verki og
var það „plagg" þá talið af bank-
anum sterkt sönnunargagn og
siðferðisvottorð í þann tíð. Þá
töldu íhaldsmenn að þótt bankinn
hefði tapað ,4»luverðu fé", þá
væri það ekki tap fyrir þjóðina,
því að það færi bara úr einum
vasa landsmanna í annan, en ekki
út úr landinu.
En traustalending vina bank-
ans var sú, að Alþingi kæmi ekki
við töpin eða eyðslan í bankan-
um af því hér væri um einka-
banka að ræða, „því hér er ekki
um Landsbankann að ræða held-
ur einkabanka, þar sem menn út
í frá skiftir það ekki neinu,
hvaða laun eru greidd, fremur en
menn skiftir það, hvaða laun for-
stöðumaður Alþýðubrauðgerð-
arinnar ákveður sínum starfs-
mönnum" (Alþ.tíð. C, bls. 167).
Endirinn á þessu máli varð sá,
að þingsályktunartillaga Fram-
sóknarmanna var felld með svo-
hljóðandi breytingartillögu, sem
borin var fram í Efri deild af
Sig. H. Kvaran og í Neðri deild
af Jóni Þorlákssyni (þingskjal
340 og 349):
„Neðri (efri) deild Alþingis ályktar
að skora á landsstjórnina að láta
íjárhagsnefnd deildarinnar i té íull-
komna og nákvæma skýrslu um
tryggingar þær, er íslandsbanki hef-
ir sett fyrir enska láninu'.
Breytingartillaga þessi vair
samþykkt með öllum atkvæðum
íhaldsmanna og Sigurðar Eggerz,
í báðum deildum, gegn atkvæðum
allra Framsóknarmanna og Jak.
Möllers.
Auðvitað fengu fjárhagsnefnd-
ir þingsins engar skýrslur um á-
stand Islandsbanka, sem nokkru
máli skiftu, þar sem Sig. Eggerz
var þá forsætisráðherra og ný-
búinn að framkvæma „valdarán-
ið"*) alræmda, sem veitti honum
aðstöðu til þess að veita sjálfum
sér bankastjórastöðu síðar, og
þar sem hann hafði lýst því yfir
við umræðurnar á þinginu, að
hann teldi alla rannsókn á bank-
anum óþarfa og hættulega fyrir
bankann.
Og svo komst íhaldið til valda
við kosningarnar 1923. Islands-
banki hafði örugga aðstöðu í
skjóli þessara vina sinna og fékk
öll þau fríðindi, er hann vildi:
eftirgjöf á innlausn seðlanna,
meira lán úr Landsbankanum og
að lokum fyrstu miljónina af
ameríska láninu. Bankinn þurftá
alltaf á stuðningi að> halda, þrátt
fyrir góðærin og hann fékk tak-
markalausan stuðning á meðan í-
haldið sat að völdum. Honum var
líka styrktarþörf á þeim tíma, þar
sem hin öra gengishækkun Jóns
Þorlákssonar á árunum 1924 og
1925 kom mjög hart niður á Is-
landsbanka og gerði hinum stóru
skuldunautum hans ómögulegt að
standa nokkurnveginn í skilum.
Einnig minnkaði innlánsfé bank-
ans mjög meðal annars af kreppu
þeirri er gengishækkunin skap-
aði. Þannig er talið að innistæð-
ur Islandsb. á hlaupareikningi í
árslok 1925 hafi verið 19 milj. I
þessari upphæð er taUð póst-
sjóðslánið danska, 6 miljónir. Af
þeim 13 milj., sem þá eru eftir,
er sagt, að bankinn hafí mist 6
milj. árið 1926. (Alþ.t. B., 1927,
bls. 560). (Meira).
Hannes Jónsson.
Kyrrð
sú, er ríkt hefir í ibæjarblöðun-
um hér í Reykjavík í sambandi
við hneykslismál Knud Zimsen
borgarstjóra viðvíkjandi vátrygg-
ingarfélaginu „Albingia", er
næsta furðuleg. Hér er þó um
svo alvarlegt mál að ræða, að
ekki sæmir að niður falli. Með því
að þögn um þetta mál er með öllu
óviðunandi, mun Tíminn jafn-
skjótt, sem rúm vinnst til, taka
það til rækilegrar athugunar.
Samgöngubannið á Akureyri
vegna innflúensunnar hefir enn
ekki verið upphafið, en horfur á
að því verði létt af um páska-
leytið. I Reykjavík er nú veikin
að mestu horfin.
*) Leturbreyting mín.
H.J.
*) I B.-deild stjt 1922, bls. 181 birt-
ist svohljóðandi auglýsing: „Sam-
kvæmt 1. gr. laga, 2. jan. 1917, um
breyting á lögum nr. 17, 3. okt. 1903,
um aðra skipun & æðstu umboðs-
stjórn íslands, og eftir þegnlegum til-
lögum forsætisréðherrans, hefir Hans
Hátign konunginum, 6. þ. m., allra
mildilegast þóknast að ákveða þa
breyting á konungsúrskurði 12. febr.
1917 um skiftingmála milli deilda
stjórnarráðs íslands, sbr. konungsúr-
skurð 9. des. 1921, að forsætisráð-
herra undirskrifi með konungi skip-
unarbréf fyrir hinum æðstu embætt-
um, svo sem hæstaréttardómara,
biskups, landlæknis, símstjóra, og
undirriti ennfremur skipunarbréf
fyrir bankast]órastðSunum bæBi i
Landsbankanum og íslandsbanka.
(Leturbr. mín. H. J.). — J)etta er birt
öllum þeim til eftirbreytni, er hlut
eiga. að máli.
Forsœtisráðherrann 15. nóv. 1922.
Sig. Eggerz."
í marz 1924 veitti svo Sig. Eggerz
sjálfum sér bankastjórastoðuna í
íslandsbanka.