Tíminn - 04.04.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.04.1931, Blaðsíða 2
78 TlMINN Þá var og bent á það, að fyrir- farandi hefðu bankahrun verið mjög tíð í nágrannalöndunum og , víðar og ríkin hefðu farið með jj gjaldþrotabú bankanna eins og i hver önnur gjaldþrot. Lokun Is- landsbanka væri því ekki neitt óþekt eða sérstakt tilfelli, er gæti jj veikt lánstraust Islendinga frem- ur en bankagjaldþrotin í ná- ! grannalöndunum hefðu veikt lánstraust þeirra þjóða. Þá var og bent á það, að ef ríkið tæki að meira eða minna leyti ábyrgð á Islandsbanka, þá myndi sú ábyrgð líkleg til þess að skerð lánstraust landsins mun meir, en þótt bankinn væri gerð- ur upp. Bankinn var búinn að glata trausti sínu utanlands og innan og rekstur bankans hafði sýnt minnkandi veltu og sífelld töp síðan 1919. Samkvæmt reikn- ingum bankans átti hann í árs- lok 1920: Hlutafé 4.5 milj. kr. Varasjóð 4 milj. kr. Gróði bank- ans á árunum 1920 til ársloka 1928, að frádregnum þeim arði, sem hluthöfum hefir verið greidd- ur, 8,3 milj. kr. Samtals hefir því bankinn haft til þess að mæta töpum með 16,8 milj. kr. Allt þetta fé er tapað og auk þess að minnsta kosti 3 milj. og 600 þús. kr., sem bankann vantaði til þess að eiga fyrir skuldum, sam- kvæmt mati nefndarinnar. Sam- tals hefir því tap bankans á ár- unum 1920 til ársloka 1929 num- ið 20 milj. og 400 þús. krónum. I skýrslu þeirri, sem banka- stjórn Islandsbanka sendi til al- mennings 1920, er það upplýst, að langsamlega mestur hluti af fé hans var lánað til verzlunar, eða 23 milj. kr. Þar næst til íiskiveiða 7 og 3/4 milj. kr. og til annarar starfsemi, húsabygginga o. fl. 8 milj. kr. Á hvaða atvinnu- vegum og hvaða mönnum hefir nú bankinn tapað? Þetta verður alþjóð að fá að vita, þar sem hún verður að borga brúsann. Ekki var þá hægt að sjá það af reikningum íslandsbanka nema að nokkru ieyti, hvemig hagur bankans stóð frá ári til árs. Um þetta farast Har. Guðmundssyni svo orð í Alþt. 1930, B., 1979: „það er t. d. upplýst eftir þessari sömu skýrslu*), að ógreiddir vextir ai' ýmsum víxlum voru ekki færðir á venjulega viðskiptakontó þeirra manna, sem höfðu samþykkt. víxlana, heldur á „ýmsa skuldunauta". Einn stór skuldunautur bankans skuldar þar t. d. 40—50 þús. kr., sem eru ó- greiddir vextir af vixlum. Með þessu er beiniínis reynt að fela skuld þessa mjög vafasama skuldunauts. Gengis- munur er enginn reiknaður af póst- sjóðsláninu danska er hann mun nema um 820 þús. kr. Fleira mætti til tína, en þetta nægir til þess að sýna, að reikningarnir eru rangir, þótt bækur séu greinilega íærðar. Og þó er hitt stórkostlegasta fölsunin, að < miljónir tapaðra skulda ar eftir ár . taldar til eigna bankans. í Lögbirtingablaðinu 10. jan. síðastl. er yfirlit yfir hag bankans í árslok 1929. þar stendur, að bankinn eigi hvorki meira né minna en 5 miljónir og 700 þús. kr. eigið fé. par aí eru 4y2 milj. kr. hlutafé, en 1200 þús. kr. til þess að mæta tðpum. þessi vfirlýsing bankastjóra ís- landsbanka var prentuð 1G. jan. eða réttum hálfum mártuði áður en bank- inn lokaði og Pétur Magnússon bankastjóri og Jakob Möiler banka- eítirlitsmaður mátu, að bankinn ætti engan til. Og bankastj., sem gaf þessa yfirlýsingu 16. jan., hefir játað að það sé rétt, að bankinn eigi engan eyri, ekkert hlutafé og engan vara- sjóð þann 1. febr., hálfum mánuði eftir að þeir sögðu hankann eiga nærri 6 milj. kr.“. Skuldir íslandsbanka skiptust nokkurnveginn jafnt milli þriggja aðilja. Ríkissjóður Danmerkur, Prívatbankinn í Khöfn og Ham- brosbanki í London áttu um 10 milj. kr. hjá bankanum. Spari- sjóðsfé og annað innlánsfé var 9—10 milj. kr. og loks átti ríkis- sjóður 5V2 milj. (enska lánið) og Landsbankinn 4y2 milj. hjá bank- *) Skýrsla matsmjteudarirmaa- 1980. anum. Nú er það ljóst að ef ríkið tók ábyrgð á sparisjóðsfénu og öðru innlánsfé Islandsbanka eins og frumvarpið fer fram á, þá voru 2/3 hlutar af skuldum bank- ans, allar innlánsskuldimar í ábyrgð ríkisins. En hvað mundu þá hinir erlendu lánardrottnar. sem áttu y3 af skuldum bankans hafa sagt við því að hafa einir fé sitt ótryggt? Það er hætt við að þeir hefðu viljað fá tryggingu fyrir fé sínu og að ríkið hefði orðið að kaupa sér frið með því að láta þá tryggingu í té, til þess að geta haldið bankanum opnum. Frumvarp þetta var fellt í neðri deild með 17 atkvæðum framsóknar og jafnaðarmanna gegn 11 atkvæðum íhaldsmanna. X. Samtímis frumv. M. G. og ól. Th., sem getið er um í kaflanum á undan, fluttu þeir Hannes Jóns- son og Sveinn Ólafsson frum- varp (þingskjal 68) um að bú íslandsbanka skyldi tekið til skiptameðferðar. „Til þess að koma eigum bankans og inn- heimta skuldir hans, þarf lang- an tíma, lengri en ætlaður er til venjulegi’a gjaldþrotaskipta og aðra starfstilhögun en venjuleg er við gjaldþrotaskipti“, segir í greinargerð frumvarpsins, enda var sérstakri nefnd, skipaðri 3 mönnum, ætlað að sjá um skiptin og var búizt við, að innheimta skulda og skipti stæðu yfir í mörg ár. Er íhaldsmenn sáu að frumv. þeirra M. G. og ól. Th. náði ekki fram að ganga og að mestar lík- ur væru til að íslandsbanki yrði, samkv. frumv. H. J. og S. ÓL, tekinn til skiptameðferðar, fengu þeir afgreiðslu málsins frestað á þinginu. Á meðan söfnuðu þeir loforðum hjá innistæðueigendum í íslandsbanka, að þeir tækju fyr- ir nokkum hluta inneigna sinna hluti í bankanum. Samtímis leit- aði Sveinn Björnsson sendiherra, samkv. umboði stjómarinnar, sanminga um það við hina er- lendu lánardrottna bankans, að þeir legðu nokkurt fé fram til stuðnings bankanum. Árangurinn af þessum fjáraflatilraunum varð sá, að loforð fengust fyrir all- miklum fjárframlögum, þannig að hægt var að gera gagngerðar breytingartillögur við hið upphaf- lega frumvarp um skiptameðferð á búi ísiandsbanica. Stofna skyldi nýjan banka er héti Útvegsbanki Islands, með 1 y% milj. kr. hlutafjárframlagi úr ríkissjóði. Inn í Útvegsbank- ann átti svo bú Islandsbanka að renna, þó fyrst eftir að búið væri að leggja íslandsbanka til fé frá ríkissjóði, 3 milj. kr. af enska láninu, sem hlutafé, inn- ■stæðueigendur leggi fram minnst IV2 milj. kr., sem hlutafé, og að erlendir lánardrottnar legðu fram 41/2 milj. kr. í áhættu og hluta- fé. Erlenda hlutaféð má þá ekki nema meira en IV2 milj. kr. — Hið gamla hlutafé Islandsbanka, 41/2 milj. kr., skal afskrifað sem tapað og hlutabréfin felld úr gildi. Ef þessum skilyrðum væri ekk: fullnægt, átti 4. kafli laganna, sem var hið upphaflega frumvai-p um skiptameðferð á búi Islands- banka, að koma til framkvæmda og bankinn að takast til gjald- þrotaskipta. Ihaldsmenn í efri deild gerðu þó tilraunir til þess að bjarga gamla hlutafénu í íslandsbanka, sem allt var tapað og samkv. matinu 3,6 milj. kr. að auki. — Björn Kristjánsson og Jón Þor- láksson báru fram breytingartil- lögu þess efnis, að gamla hluta- féð skyldi fært niður í sannvirði með mati, og þegar hún var felld kom fram varatillaga frá sömu mönnum um að ríkissjóður tæki hlutabréfin eignaniámi. Var með því skapaður möguleiki fyrir því, að bréfia væru þó talin einhvers Hér með tilkynnist að Hannes G. Kristjánsson járnsm. frá Nesi við Stykkishólm andaðist 27. f. m. að Hörðubóli í Dalasýslu. Kona og bðrn virði. Sem betur fór var einnig þessi tillaga felld. Frumvarpið um Útvegsbanka Islands var samþykkt, og um síðir var skilyrðunum um Islands- banka fullnægt þannig, að bú hans, með fullkomlega 9 miljóna króna meðgjöf, rann inn í Út- vegsbankann. Reyndist 4. kafli frumvarpsins mjög heppilegt vopn til þess að afla meðgjafar- innai’ og tryggja greiðsluna og afhendingu Islandsbanka. Ríkið ber enga ábyrgð á Út- vegsbankanum. Það varð að taka 414 milj. kr. hluti í bahkanum, en auk þess eiga aðrir innistæðu- eigendur og útlendingar meir en 6 milj. kr., sem einnig stendur til tryggingar bankanum. Þótt mikið af þessu fé sé ekki annað en verðlausar kröfur úr þrotabúi Islandsbanka, þá er þó nokkur von um að góð stjóm á Útvegs- bankanum og bætt aðstaða muni geta endurheimt nokkuð af þess- um verðlausu kröfum. En um ó- fyrirsjáanlegan tíma verður rík- issjóður að greiða vexti og af- borganir af þessum IV2 milj., sem verja varð til meðgjafar með þrotabúi Islandsbanka og til stofnunar Útvegsbankans. Uiu Vz milj. kr. á ári eykur þetta vaxta- og afborganabirði ríkis- sjóðs. Töp erlenda hlutaf járbank- ans — íslandsbanka —, sem þingið varðaði ekki framai* en Alþýðubrauðgerðina, hvíla nú á ríkissjóði með Vi miljónar króna þunga á ári hverju. En þetta má heita gott hjá ööru verra. Ef þingið hefði látið að vilja Jóns Þorlákssonai’ og annara í- haldsmanna um að .taka ábyrgð á Islandsbanka, hefði einnig þungi þeirra meir en 6 miljóna kr., sem innlendir og erlendir lán- ardrottnar hans urðu að afhenda sem meðgjöf bankans, hvílt á ríkissjóði. Og enn meira: Þungi hinna væntanlegu tapa, sem virt- ust fylgja bankanum eins og erfðasyndin mönnunum, banka- stjómin gamla, hin pólitíska lánastai'fsemi bankans, erlenda hlutaféð; allt hefði þetta hvílt á þjóðinni og eyðilagt alla mögu- leika til framþróunar. Hannes Jónsson. ----0--- Frumvarp til iaga um lax- og silungsveiði. I Morgunbl. 22. febr. sl. er greinarkorn með þessari yfir- skrift, eftir Gísla nokkum Gísla- son frá Lambhaga 1 Skilmanna- hreppi i Borgarfjarðarsýslu. Þar sem grein þessi er með afbrigðum heimskuleg, álít ég hana á engan hátt svaraverða. En fyrir hitt er sízt að synja, að ekki verði einhver einfeldningur- inn til að trúa og því rita ég þessar línur. Höfundurinn talar um hlunn- indarán í sambandi við frum- varpið, þó að í gegnum það allt skíni eins og rauður þráður: Auk- in hlannindi með samstarfi og íæktun. Ekki einungis á þeim jörðum sem nú hafa hlunnindi, heldur á 10-fallt fleiri. Þó minnist hann á veiði-að- ferðir. Verður þar eins og fyrri allt öfugt. Hampar hann hættu- legustu veiðiaðferðinni, dráttar- netunum, en níðir stangaveiðina, sem er hættulaus, að dómi reynsl- unnar og allra kunnáttumanna. Að stangaveiði er svo hættu- laus fiskstofninum, stafar af því, að lax sem farinn er að nálgast hiygningarstað og hrygninga- tíma, tekur alls ekki beitu eða flugu hvernig sem að er farið. Það er einmitt sá lax sem hrygn- ir fyrst að haustinu og því líkleg- astur til að koma upp afkvæm- um sínum. Það er því ekkert undarlegt fyrirbrigði, að ár þser, þar sem stangaveiði hefir verið stunduð um lengra tíma, eru lax- auðug-ustu' ár landsins. Aftur má með dráttametum sópa öllu upp, einkum þar sem lax og silungur dregur sig sam- an af sérstökum ástæðum, t. d. við ósa, meðan hann er að venja sig við ferska vatnið, hindranir á gönguleið og lá hrygningarstöð- um. I tærum smáám, auðdræg- um, má svo að segja drepa hverja bröndu. Þessi veiðiaðferð er álíka þryggileg og að skera ærnar á sumarmálum. Greinarhöf. spyr í einfeldni sinni hvort þörf sé á slíkum frið- unarráðstöfunum, sem era í frv. og þvi megi ekki nota hin þjóð- legu(!) veiðarfæri, því enn gangi lax og silungur í margar ár hér á landi. Þetta sýnir betur en allt annað einfeldningshátt og skammsýni. Laxveiði hefir mjög gengið til þurðar á síðustu áratugum. Fjöldi af laxám eru þegai’ upp- \ eiddar, en þverr óðum í öðrum sem ekki njóta stangaveiði eða klaks. Að síðustu kemur hann með lokleysuna gömlu um að lax og silungur sé að flækjast með ströndum fram og við árósa, til að þvo af sér lús og þessháttar, er sé kenning löngu fordæmd af öllum vísindamönnum. Ég vil hér með nota tækifærið til að þakka laxalaganefndinni vel unnið verk. Greinargerð frum- varpsins, sem bæði er fróðlegt og skemmtileg og sem flestir ættu að lesa, ber greinilega með sér hversu geisimikið starf ligg- ur að baki samningu frumvarps þessa. Hún sýnir ákaflega ljóst hvert stefnir með laxamál okkar, ef svo er fram haldið, sem verið hefir. I öðra lagi hinn óútreikn- anlega hag, sem má af laxveiði vefða, ef rétt er stefnt og frum- varpið verður að lögum. Nefndin segii’ á einum stað: „Vér íslendingar stöndum á vegaómtum um veiðimál vor, eins og svo margt annað. Á aðra hönd liggur krókastígur sundrungar og þekkingarskorts. En á hina hönd- ina blasir gagnvegur samtaka og ræktunar. Hann liggur til hlunn- indaauka og hagsældar“. p. t. ísafirði 26. febr. 1931. ólafur Sigurðsson Hellulandi. ——0------- Skógræktarfélag Vestur-íslendlnga. Heimskringla skýrir frá þvi, að Skóg- ræktarfélagið liafi haldið fund í Winnipeg í janúar s. 1. par las Björn Magnússon upp bréf írá Sig- urði Sigurðssyni búnaðarmálastjóra, Jóni Rögnvaldssyni og Hálconi Bjarnasyni skógfræðinema, þar sem þeir þökkuðu fyrir trjáfræ það, sem sent hafði verið til íslands. Kvað Björn Magnússon liafa verið sendai' 78 únzur af fræi til íslands. Hefir fræi þessu verið sáð hér á landi. Einnig las B. M. upp lög hins Nýja Skógræktarfélags íslands og annað bréf frá Sigurði Sigurðssyni, þar sem liann æskir samvinnu milli skóg- ræktarfélaganna austan hafs og vest- an. Einnig talaði J. J. Thorson, fyrv. sambandsþingmaður, og kvað við leitni skógræktarfélagsins í alla staði virðingarverða og lofaði Björn Magn- ússon fyrir dugnað hans og úhuga. Kvað Thorson vel til fallið, að gjöfin frá Kanada til íslands í minningu um þúsund ára hátíðina verði að ein- hverju leyti í þarfir skógræktarmáls- ins. Segir Heimskringla loks, að sam- þykkt hafi verið á fundinum, að senda beiðni til allra þeirra, er til íslands fóru í sumar frá Kanada, að þeir mæltu með þvf við Kanada- stjórnina, að gjöf Kanada til íslands veröi styrkur til Bkógræktar. Takmörk sérf ræðinnar I nýútkomnu amerísku tíma- riti er g-rein eftir enskan fræði- mann: Harold J. Laski, prófessor í stjórnvísindum (pólitical science) við University of Lond- on. Nafn greinarinnar er „tak- mörk sérfræðingsins“ (The lini- tations of the Expert). Grein þessi er of löng til þess að þýða hana orð fyrir orð, skal því aðeins tekinn nokkur útdrátt- ur úr helztu atriðum. Prófessor Laski byrjar á því að lýsa núverandi ástandi og skipulagi í hinum mentaða heimi yfirleitt. Að nú sé svo komið, að varla verði fótspor stigið eða verk unnið án þess að leita ráða eða álits sérfræðings í þeirri grein, sem um er að ræða. En það er nokkuð annað, segir hann, að ■leiita ráða sérfræðihgs og að fara að ráðum hans skilyrðis- og breytingalaust. Sérfræðingurinn hefir sín takmörk, og þessi tak- mörk eru aðallega fólgin í því, að honum gengur illa, eða er jafnvel ómöguleg-t að skoða hlutina í öðru ljósi en því, sem stafar af hinum bóklærðu vísindalegu fræð- um, en ekki í ljósi almennrar skynsemi. Þegar verkfræðingur- inn er að reikna út framleiðslu- möguleika nýrrar verksmiðju, hættir honum jafnan til að skoða mennina, sem þar eiga að starfa, sem vélai’, er framleiði svo og svo margar einingar verks á svo og svo löngum tíma. Hann gleym- ir því, að þeir eru lifandi verar með sérstæðum vilja og mis- jafnri orku og að einn óhagsýnn verkstjóri getur gert fyrirtækið óarðbært. — Þekking og mentun sérfræðingsins er jafnan ófrjáls og lítt sveigjanleg í straum- hvörfum lífsins. Hann er seinn að að setja sig inn í óvanalegar kringumstæður og reynsla, sem ekki er samkvæm hans eigin reynslu, telur hann verðlausa. Það er alviðurkent, hve sérfræð- ingum hættir til að vera stétta- bundnir. Þetta stafar af þröng- sýni, sem er eitt höfuðeihkenni sérfræðingsins. Hugsanalíf og skoðanir einstaklingsins mark- ast af því lífi, sem hann lifir eða umhverfinu, sem hann hrærist í, og af þeirri mentun og þekkingu, sem hann hefir aflað sér. Því tak- markaðri og einskorðaðri sem starf hans og þekking er, því þrengri og takmarkaðri verður líka hugsanaferill hans og sjón- deildarhringur, og því erfiðar gengur honum að koma sérfræði sinni í hagnýtt og skynsamlegt samband við lífið eins og það raunveralega er. Allar nýjungar, sem ekki koma beint frá stéttar- bræðrunum, eru jafnan efaðar og smáðar, og nýjungar yfirleitt eru sjaldan hafðar í hávegum meðal þeirra hvaðan sem þær koma. Þegar Postem og Lister kunn gjörðu sínar merkilegu uppgötv- anir fj andskapaðist fjöldi lækna við þá fyrir að dirfast að koma fram með slíka fásinnu; það var nfl. ekltert um það í bókunum, sem þeir höfðu lært. Ýmsar igreinar, sem í fljótu bragði virð- ast vera skyldar, eru oft ein- kennilega fjarskyldar. Læknar, þó ágætir séu, eru t. d. oftast al- óhæfir til þess að hafa yfirstjóm í heilbrigðismálum. Þetta stafar af því, að þó að þeir séu vel að sér í líkamsbyggingu fólksins, sjúkdómum þess og eðli þeirra, eru þeir oftast ófróðir um hugs-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.