Tíminn - 04.04.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.04.1931, Blaðsíða 1
©jaíbfeti o$ afgrciösluma&ur Címans cr KannDeig £>orsteinsöóttir, £a?fjargötu 6 a. Xevfjainf. J2^fa,tei5sía Cimans er í Cœfjargötu 6 a. ©pin baglega fl. 9—6 Sími 2353 XT. árg. Reykjavík, 4. apríl 1931. 22. blað. Þrotabúíð míkia VI. Eftir að íhaldsflokkurínn komst í minna hluta við síðustu kjör- dæmakosningar 1927, hélt Jón Þorláksson áfram að vera um- boðsmaður erlendu hluthafanna í íslandsbanka óg margir sem trú- að hafa á fjáirmálavit J. Þ. munu hafa treyst því, að ekkert værí að óttast á meðan hann hefði að- stöðu til þess að gæta hagsmuna bankans. Árin 1927—1928 og 1929 voru einnig hagstæð um framleiðslu og verzlun og héldu margir að bankinn mundi á þeim árum jafna sig nokkuð eftir gengishækkunaráfallið og rétta við hag sinn. En því ber samt ekki að leyna, að alltaf voru sög- ur að skjóta upp höfðinu um einstaka menn, sem skulduðu Is- landsbanka stórfé og ykju þær stöðugt, en ættu ekki nálægt því fyrir skuldum. Þannig var það almælt, að 1926 hefði Jakob Möller áætlað tap útbús bankans á Seyðisfirði 600 þús. kr. og að mikill hluti af því tapi væri hjá einum manni, Stefáni Th. Jóns- syni. Ekki verður séð að bankaeftir- litsmaður Jakob Möller eða bankastjórar Islandsbanka hafi gert sér nokkurt far um að fylgj- ast sérstaklega með bankarekstr- inum á Seyðisfirði, þótt vitað væri um þetta tap 1926. Það er fyrst snemma á árinu 1929 að einn af bankastjórum Islands- banka, Kristján Karlsson, fer til Seyðisfjarðar til þess að athuga útbúið þar. Niðurstaðan af þeirri för bankastjórans virðist engin. Engin óánægja heyrist, engar aðgerðir, allt situr við það gamla og útlán úthúisins ganga sinn gang eins og venjulega. En um sumarið 1929 er banka- eftirlitsmaður J. Möller staddur í útlöndum og veikist þar og er veikur all lengi. Erf þá Svav- ar Guðmundsson settur banka- eftirlitsmaður. Tryggvi Þórhalls- son forsætisráðherra og Einar Árnason fjármálaráðherra senda hann svo til Seyðisfjarðar, tQ þess að athuga útibúið og fá vitneskju um' hvernig hagur þess sé og nú fæst loksins glögg skýrsla um ástandið: Útbúið hef- ir lánað Stefáni Th. Jónssyni meirahlutann af því fé, sem það hafði til umráða og Svavar áJít- ur tap útbúsins á Stefáni einum nálægt 2 milj. kr. Ekkert hafði fengizt að vita um ástandið á Seyðisfirði fyr en forsætis- og fjármálaráðherra knúðu fram skýrslu um málið. VII. Skýrsla Svavars vakti allmikla eftirtekt og blaðaumræður, en engan óróa skapaði hún samt um Islandsbanka hér heima og innistæðueigendur rótuðu ekki venju fremur við fé sínu. 25. jan. var kosið í bæjarstjórn í Reykjavík. Kosningahríðin var hörð, en aldrei var minnst á Is- landsbanka eða stjórn hans á hinum mörgu kjósendafundum, sem haldnir voru. Sýnir þetta að engum datt þá í hug,að bankinn væri kominn að því að loka. Eins og þruma úr heiðskíru lofti kom því sú fregn, að Islands- banki hefði lokað á laugardags- kvöldið 1. febr. og mundi ekki geta opnað aftur af eigin ramleik. En smátt og smátt kom skýr- ing á málinu. Privatbankinn í Kaupmannahöfn hafði sagt upp fyrir áramótin allstóru láni sem íslandsbanki hafði haft þar fyrir- farandi ár. Uppsögn Privatbank- ans á láninu haf ði síast út til lán- ardrottna bankans erlendis. Hlutabréfin hríðféllu og urðu nær verðlaus og traust Islands- banka erlendis var þorrið með öllu. En hversvegna sagði Privat- bankinn upp láninu? Vegna þess, að allmikill hluti af því var tryggður með víxlum Stefáns Th. Jónssonar á Seyðisfirði og mun bankanum ekki hafa litist á þá tryggingu, er fréttin kom um ástandið á Seyðisfirði. Pri- vatbankinn fór því fram á það við Islandsbanka, að fá aðra víxla eða tryggingu fyrir láninu, en íslandsbanki gat ekki orðið við þeirri ósk bankans, auk þess sem greiðsluloforð frá íslands- banka til Privatbankans munu hafa reynst, vægast sagt, ekki sem ábyggilegust. Hræðslan við Islandsbanka var orðin almenn erlendis. Viðskifta- banki íslandsbanka í Englandi „spurði íslandsbanka hvort nú væri nokkur óróleiki á ferðinni og hvernig standi á því, að hluta- bréf bankans hafi allt í einu fall- ið í verði. Þá er sagt að Is- landsbankastjórnin hafi gert bankann rólegan með því að svara á þá lund, að hún vissi ekki neina ástæðu til þess að hlutabréfin falli í verði, og að hún vissi ekki til, að hér innanlands væru neinir erfiðleikar*). Ég segi aftur, að það er ekki undarlegt, að viðskiftabanki íslandsbanka kveini, ef það er rétt, að hann hafi fengið slíka yfirlýsingu 2—3 dögum áður en bankinn lokaði*). Ég veit ekki hvað er að spilla lánstrausti og áliti landsins út á við, ef það er ekki gert, þegar svona er farið að". (Fjármála- ráðherra E. Á. Alþt. 1930, B., 1880—1881). Þá upplýstist það einnig, að bankastjórnin hafði haldið ls- landsbanka opnum síðasta mán- uðinn með því að afla sér og taka á móti innlánsfé í bankann. „28. des. síðastl. er lagt þar inn vegna bæjarsjóðs Reykjavík- ur 750 þús. kr. og um svipað leyti 565 þús. kr. vegna ríkis- bankans þýzka. Er það fé til tryggingar útvarpsstöðvarinnar. Þessir tveir aðiljar, bæjarsjóður Reykjavíkur og ríkisbankinn þýzki, hafa því lagt bankanum til þessa einu miljón 315 þús. kr. og þetta fé hefir fleytt íslands- banka frá því um áramót og þangað til hann lokaði. Mig undr- ar það ef bankastjórar íslands- banka hafa tekið við þessari einu milj. 315 þús. í fullkomlega góðri trú á það, að þeir gætu skilað því aftur hvenær sem þess væri kraf- izt, nema þeir hafi séð skemur fram í tímann en gera verður ráð fyrir um menn í slíkri stöðu, sem þeir eru, og vitað minna um hag bankans en þeim var skylt". (Har. Guðm. Alþt. 1930 B, 1980). *) Leturbreyting mín. H. J. Þessar aðfarir bankastjóra Is- landsbanka verða ekki skýrðar með öðru en því, að þeir með aðstoð íhaldsflokksins hafi ætlað að knýja þingið til þess enn einu sinni að hjálpa bankanum. Og i þetta skipti þurfti á stærri hjálp að halda en nokkru sinni fyr, ef íslandsbanki átti að geta opnað. VIII. Á sunnudagskvöldið 2. febr, og mánudagsnóttina var fundur haldinn í sameinuðu þingi, til þess að ræða um lokun íslands- banka. Hafði bankaráðið skipað þá Jakob Möller bankaeftirlits- mann og Pétur Magnússon hæsta- réttarmálaflutningsmann, til þess að athuga hag bankans. Var lögð fram svohljóðandi yfirlýsing frá þeim: „Samkvæmt tilmælum forsætisráð- herra og bankastjórnar íslandsbanka liöfum við undirritaðir undanfarinn sólarhi-ing athugað, svo sem föng voru 4, viðskipti og skuldatryggingar allra meiriháttar viðskiftamanna við aðalsetur íslandsbanka, með hliðsjón af rannsókn meðundirritaðs banka- eftirlitsmanns frá árinu 1926. Eftir þessa athugun á viðskiftum aðal- bankans og samkv. upplýsingum bankastjórnar og því, sera að öðru leyti liggur fyrir um útibú bankans, þar á meðal skoðunargerð setts bankaeftirlitsmanns á útibúinu á Seyðisfirði frá siðastl. hausii, virðist öKEúr, að muni láta mjög nærri því, að bankinn eigi fyrir öllum skuldum að frátöldu hlutafé. (Leturbr. mín. H. J.). Er þetta' álit miðað við það að bankinn geti haldið áfram störf- um sínum á eðlilegan hátt. Reykjavík 2. febr. 1930. .Takob Möller. Pétur Magnússon." Ennfremur var lagt fyrir þing- fundinn bréf frá bankastjórn Is- landsbanka, til fjármálaráðherra, og í því farið fram á það að ríkið tæki ábyrgð á skuldbindingum bankans og sæi bankamun jafn- framt fyrir l'/2 milj. kr í rekst- ursfé. Um matið fórust Ólafi Thors á næsta þingfundi, 3. febr., svo orð: „Um mat þessara manna er það að segja, að vitaskuld verður að við- urkenna, að frestur sá, er þeim var settur, er stuttur. En hann er ekki styttri en venja er til erlendis, þegar um slíka rannsókn er að ræða undir líkum kringumstæðum, og það þótt rannsaka þurfi miklu stærri og margþættari banka en íslandsbanka. Rannsóknin var auðveld fyrir það, að bankaeftirlitsmaðurinn hefir áður framkvæmt nákvæma rannsókn á bankanum, sem að sjálfsögðu hefir flýtt fyrir bráðábirgðarrannsókninni. En um hæfni rannsóknarmanna til starfans er óhætt að fullyrða, að Jakob Möllcr hiifir lengi notið viður kenningar fyrir að vera einn gleggsti fjármálamaður þjóðarinnar, en Pétur Magnússon er í senn gáfaður maður og vel kunnur fjármála- og atvinnu- lífinu og óvenju varfærinn. Veit ég það af langri viðkynningu, að hann segir sízt of mikið undir slíkum kringumstæðum. Ég tel því alveg á- stæðulaust að vefengja dóm þeirra um, að bankinu eigi fyrir skuldum, ef liann fær að starfa áfram (Letur- breyting mín. H. J.). (Alþt. 1930 C, bls. 11—12). Á þingfundi hélt Jón Þorláks- son umboðsmaður erlendu hlut- liafanna því mjög fast fram, að fallizt yrði á að verða við þessum tilmælum bankasttjórnarinnar til fjármálaráðherra. Vísaði hann til álits þeirra J. M. og Péturs Magnússonar, og taldi hag bank- ans samkv. þvi standa þannig að þetta væri sjálfsögð lausn á mál- inu. Fylgdu íhaldsmenn J. Þ. fast að málum. Hinsvegar munu aðrir þingmenn hafa verið búnir að læra það af hinum mörgu mötum á íslandsbanka, að þeim væri var- lega treystandi og þá ekki sízt þessu síðasta mati, sem að nokkru var byggt á öðrum mötum, og gert á svo skömmum tíma — sól- arhring — að enginn möguleiki var til þess að matsmennirnir gætu kynnt sér ástand bankans. Ennfremur var það að ríkið tæki ábyrgð á öllum skuldum bankans — ca. 35 milj. — svo gífurleg ábyrgð, að þeir þingflokkar, sem voru óháðir Islandsbanka munu ekki hafa talið að slíkt gæti kom- ið til mála. Enda fór nú svo, að J. Þ. og íhaldsflokknum tókst ekki að koma fram, að ríkið tæki ábyrgð á skuldbindingum Islandsbanka og lánaði iy2 milj. kr. til rekst- urs bankanum. Síðar á þinginu skipaði fjár- fjármálaráðherra þá Helga Briem bankastjóra og hæstaréttarmála- flutningsmennina Sveinbjörn Jónsson og Stefán Jóh. Stefáns- son, til þess að meta Islands- banka. Niðurstaða þessarar mats- nefndar varð sú, að ef miðað væri við, að bankinn héldi áfram rekstri, eða skuldir hans heimtar inn vægilega og á mörgum árum með aðstoð lánsstofnunar, er gæti yfirtekið öll hin heilbrigðu viðskifti, þá væri skuldir bankans umfrarn eignir 3 millj. og sex- hundruð þúsund kr. íslandsbanki ætti 3 milj. og 600 þús. krónum minna en ekki neitt. Um þetta mat er nú vitað, að það er ekki of hátt. Það er þegar búið að af- skrifa hærri upphæð en nemur 3 milj. og sex hundruð þús. kr. Eins og flestum mun kunnugt birtist leiðrétting í blöðunum frá bankastjórum Islandsbanka þegar er álit matsnefndarinnar síðustu varð kunnugt. Töldu þeir matið ósanngjarnt og töpin metin of hátt. Álitu þeir eins og Pétur Magnússon og Jakob Möller, að bankinn ætti sem næst fyrir skuldum. — Reynslan hefir nú sýnt hverjir höfðu réttara fyrir sér og nú óttast menn einungis þetta: að töp Islandsbanka muni reynast miklu meiri en síðasta matsnefndin áætlaði þau. Á þinginu 1930 ætlaði íslands- banki enn að fá hjálp hjá ríkinu. Og í þettja sinn ótakmark- aða hjálp. Þá, í fyrsta sinn, fær bankinn ekki vilja sínum framgengt hjá þinginu. Bankinn á sömu vini og áður í þinginu — íhaldsmennina — og sömu aðferð er beitt af vinum bankans og æf- inlega fyrirfarandi, villandi skýrslum um afkomu bankans og hliðhollum mötum. Fyrst á þing- inu 1930, frá því fslandsbanki var stofnaður 1903, eru þeir menn orðnir í meirahluta, sem sýnilega meta meira hagsmuni þjóðarinnar en hagsmuni einka- bankans útlenda, fslandsbanka. Eftir fundinn í sameinuðu Al- þingi aðfaranótt málnudagsins 3. febr. 1930, breytast kröfur í- haldsins til Alþingis frá því að heimta allt fyrir hönd Islands- banka, í að bjarga því mesta, sem bjargað yrði af gömlum fríð- indum bankans. rx. Á fundi í neðri deild 3. febr. var til umræðu frumvarp Ólafs Thors og Magn. Guðmundssonar um breytingu á lögum nr. 6, 31. maí 1921, um seðlaútgáfu Is- landsbanka, hlutafjárauka o. fl. Aðalákvæði frv. voru þau: 1) að ríkissjóður legði íslandsbanka til nú þegar forgangshlutafé að upp- hæð 3 miljónir króna. 2) að ríkis- sjóður ábyrgðist innlánsfé og annað innstæðufé bankans í hlaupandi viðskiptum til loka leyfistímans, 31. des. 1933. 3) „verð hinna eldri hlutabréfa skal ákveðið með mati og nafnverð þeirra fært niður í samræmi við það á næsta aðalfundi bankans. Matið skal framkvæmt af banka- eftirlitsmanni og 4 öðrum mönn- um, sem kosnir eru með hlut- fallskosningu í sameimiðu þingi". Greinargerðin hljóðaði svo: „Frv. þetta er flutt í þeim til- gangi, að afstýra því þjóðartjoni, (Leturbr. mín. H. J.) sem stöðv- un íslandsbanka, er nú vdrðist yfirvofandi, mundi hafa í för með sér". Samkvæmt skýringu flutnings- manna frumvarpsins og annara íhaldsmanna, átti þetta þjóðar- tjón einkum að vera fólgið í tvennu: 1) stöðvun atvinnufyrir- tækja. 2) lánstraustsspjöllum fyr- ir ríkið, einkum sökum þess, að þingið og stjórnin skipaði meira- hluta bankastjómarinnar, og svo héti bankinn Islandsbanki og hefði verið og væri enn seðla- banki. Mundi því verða litið svo á, sem skuldbindingar Islands- banka væru skuldbindingar lands- ins. En reyndin varð sú, að engin atvinnufyrirtæki stöðvuðust vegna greiðsluþrota íslands- banka, enda kom það í ljós og sannaðist við umræðurnar um málið, að síðan 1920 hafði fs- landsbanki stöðugt verið að minnka skuldir sínar við útlönd, en að sama skapi og þó nokkuð frekai', stofnað til nýrra skulda, og stöðugt aukið þær, við ríkis- sjóð og .Landsbankann. I raun og veru rak því bankinn á þessu tímabili einungis útlánsstarfsemi á fé þessara tveggja aðilja, ríkis- sjóðs og Landsbankans. Að því er snertir síðaii ástæð- una, þá var það viðurkennt, að stofnendur íslandsbanka hefðu verið siingari í samningum en Alþingi, er þeir fengu nafn þings og stjórnar til þess að prýða bankann með, en hinsvegar væri það vitanlegt, eins og bent hefir verið á hér að framan, að það voru hinir erlendu hluthafar og umboðsmenn þeirra hér á landi, sem raunverulega stjórnuðu Is- landsbanka, enda lýst því yfir á Alþingi, að þingi og stjórn kæmi ekki fremur við launagreiðslur eða útlánastarfsemi Islandsbanka heldur en „hvaða laun forstöðu- maður Alþýðubrauðgerðarinnar ákvæði sínum starfsmönnum". Ennfremur vissu allir erlendir fjármálamenn, sem viðskipti hefðu við Island, að Islandsbanki væri einkabanki, er sem slíkur hefði á sínum tíma fengið rétt til seðlaútgáfu, að nafnið Islands- banki væri aðeins ein af gylling- unum á bankanum, að Lands- bankinn væri þjóðbankinn og eign þjóðarinnar, og að ríkið sem ríki, bæri þessvegna enga ábyrgð á íslandsbanka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.