Tíminn - 09.04.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.04.1931, Blaðsíða 3
TIMINN 83 13. Metúsalem Stefánsson ráðun. 14. Þórður Ólafsson fyrv. prestur. 15. Guðgeir Jóhannsson kennari. 16. Pálmi Einarsson ráðunautur. 17. Þorst. G. Sigurðsson kennari. 18. Guðbr. Magnússon forstj. 19. Magnús Stefánsson verzlm. 20. Jóhann Hjörleifsson verkstj. 21. Helgi Hjörvar kennari. 22. Jóhann Fr. Kristjánss. bygg- ingameistari. 23. Hallgr. Hallgrímsson mag. 24. Alexander Guðmundss. mjólk- urfi'æðingur. 25. Magnús Bjömsson bókari. 26. Hallgr. Sigtryggsson verzlun- arfulltrúi. 27. Stefán Rafnar bókari. 28. Jón N. Jónasson kennari. 29. Sigurður Ólason stud. jur. 30. Helgi Þórarinsson bókari. 31. Skúli Guðmundsson bókari. 32. Ólafur Kvaran símstjóri. 33. Davíð Ámason rafvirki. 34. Guðjón Teitsson fulltrúi. 35. Sigfús Jónsson trésmiður. 36. Jón Bergsteinsson bústjóri. 37. Helgi Lámsson bókai’i. 38. Páll Zóphoníasson ráðun. 39. Arnþór Þorsteinsson frkvstj. 40. Rannv. Þorsteinsdóttir gjald- keri. 41. Vemh. Jónsson verzlm. 42. Gunnar Jóhanness. stud.theol. 43. Stefán Jónsson spítalaráðsm. 44. Björn Rögnvaldsson bygg- ingameistari. 45. Guðjón Guðjónsson skólastj. 46. Guðm. Kr. Guðmundss. full- trúi. 47. Páll E. ólason bankastj. 48. Jónas Þorbergsson útvarps- stjóri. 49. Gunnar Ámason búfræðingur. 50. Júlíus Ólafsson vélstjóri. 51. Pálmi Loftsson útgerðarstj. 52. Bjöm Þórðarson lögm. 53. Guðm. Hlíðdal verkfræðingur. 54. Gísli Brynjólfsson stud theol. 55. Jón Eyþórss. veðurfræðingur. 56. Valgeir Helgason cand. theol. 57. Guðrún Hannesdóttir frú. 58. Jón Þórðarson prentari. 59. Sigurður Sigurðsson búnaðar- málastjóri. 60. Ingvar Kjaran skipstjóri. Gl.Helgi Briem bankastjóri. 62. Sigurg. Friðriksson bókav. 63. Guðmundur Bjömsson. 64. Þórh. Bjamason prentari. 65. Hólmfr. Jónsdóttir kensluk. 66. Ásgeir Sigurðsson forstj. 67. Guðbj. Guðmundsson prent- smiðjustjóri. 68. Ragnar ólafsson lögfr. 69. Tryggvi ólafsson frá Víðivöll- um. 70. Aðalst. Sigmundsson kennari. Fulltmi fyrir Framsóknarfélag Seyðisfjarðar er Guðbrandur Magnússon forstjóri í Reykjavík. -----o---- Ósannsöglí Mbl. Morgunbl. sagði fyrir nokkrum dögum, að Esja hefði \’erið látin koma inn á Grundarfjörð til þess að taka einn farþega, sem stjórnin hefði viljað koma til Rvík- ur. En skrá yfir farþegana frá Grundarfirði er þessi, eftir því sem kunnugur maður vestra hefir tjáð Tímanuni (liefir hann til frekari stað- festingar tilgreint heimilisföng þeirra): Kristján Hjaltason Vindási, Iíristján Jónsson Eiði, Gunnar Stef- ánsson Eiði, þorsteinn Guðmundsson Naustum, Sigurjón Halldórsson Bár, Guðmundur Bjarnason Naustál, Björgvin Bjarnason Naustál, Finnur Kjartansson þórdísarstöðum, Pétur Konráðsson Mýrarhúsum, Halldór Guðmundsson Bryggju, Sigurður Helgason Bryggju, þórdís þorleifs- dóttir Grund, Guðrún Ámadóttir Bryggju, Valdís Björnsdóttir Bryggju, Guðrún Kristjánsdóttir Móahúð, Ósk- ar Clausen Bryggju. Um sama leyti skýrði Mbl. svo frá, að af Framsóknannönnunum, sem þingið sækja, byggju 70 í strand- ferðaskipinu Súðin, hér á höfninni, og 90 hefðu þar fæði. Sannleikurinn er sá, að 9 af aðkomumönnunum fengu, eftir beiðni frá skrifstofu þingsins, leyfi til þess að sofa í skipinu, með- an það liggur hér, en enginn maSur hefir þar fæði, ekki einu sinni skips- höfnin. Hefir Tíminn þessar upplýs- ingar frá skrifstofu Skipaútgjörðar- innar. Hreystiverk. Svo sem kunnugt er strandaði enskur togari nýlega á söndum V estur-Skaftafellssýslu. Mann- björg varð, en ekki þótti líklegt að skipinu yrði náð. Hefir reynsl- an sýnt, að nálega aldrei tekst að taka skip aftur á flot af sönd- unum, þó að þau séu lítt skemmd. Eitt sinn náði björgunarskipið „Geir“ skipi þar út, en það var í blíðskaparveðri að sumarlagi. I Einar Einarsson skipstjóri. þetta sinn kom óðinn á strand- staðinn og enskt herskip sem er hér við land, en í bæði skiptin reyndist ókleift að ná sambandi við skipið. Þá kom Ægir austur. . Veður var þá fremur hagstætt en þó svo, að fyrirfram var ólík- legt að björgun myndi takast. Skipið var svo langt uppi, að ná- lega mátti ganga út í það með fjöru. En að Ægi tókst samt að bjarga skipinu mun þrennu að þakka: Þolanlegu veðri, framúr- skaranda dugnaði Einars Einars- sonar skipstjóra og allrar skips- hafnarinnar, og að lokum því, að Ægir er að nokkru leyti útbúinn sem björgunarskip. Hér fer á eftir lýsing af björg- uninni: Árd. laugardaginn 21. mai’z 1931 kom Ægir upp undir Sjávar- felsmel til þess að athuga togar- ann Lord Beaconsfield, sem hafði strandað þar miðvikudaginn 18. þ. m. Um hálfa aðra sjómílu frá land var farið yfir sandrif á 7 metra dýpi, en af því óvanalega gott var í sjóinn, eftir því sem tíðkast um þetta leyti árs, var þetta alveg hættulaust fyrir Ægi. Á leiðinni inn að næsta sandrifi, sem var um 500 metra frá togar- anum var sumstaðar 12—13 metra dýp.i. Akkeri var varpað kl. 10,30 í ca. 700—800 metra fjarlægð frá togaranum. Eftir það var bátum skotið út og kom- izt í land til að athuga ásigkomu- lag togarans. Það gekk allvel að komast í land, með því að sæta ( lögum yfir tvö sandrif sem braut á, á milli togarans og Ægis, einn- ig voru talsverð brot við sandinn sjálfan. Þegar komið var um borð í togarann kom í ljós að mikill sjór var í skipinu, það mik- ill að tvö eldstæði ketilsins voru í kafi, þar sem skipið lá með 25° halla. Af því ekki voru nein til- tök að ná þama í fólk til þess að dæla skipið, þar sem langt var til bæja, var snúið að því ráði að hita ketilinn upp, en sá galli var þó á því, að ekki var hægt að nota nema eitt eldstæði, þar að auk vantaði ca. 4 tonn af vatni á ketilinn sem varð að láta á hann áður en upphitun byrjaði. Áður en farið var frá borði í þetta sinn var annar dragstreng- ur togarans rakinn niður af vind- unni. Þetta gekk bæði seinlega og var allerfitt með svo fáum mönn- um, sökum þess, að vindan var gufulaus, og stirð af því skipið lá á hlðinni. Menn sem komu þama ofan á sandixm meðan ver- ið var við togarann, ætluðu varla að trúa því að menn af sjó hefðu komið þarna í land og því síður að þeir ætluðu að reyna að taka með sér taug úr öðrum diag- strengnum út úr briminu, þegar þeir færu aftur um borð. — Mennimir úr land hjálpuðu skip- verjum síðan vel og drengilega að koma bátnum á flot, en er skipsmenn • fóru að afturstafni togarans til þess að ná í drag- strenginn voru þeir svo óheppnir að fá stórt ólag, sem skellti bátn- um upp undir afturstafn togar- ans, braut hann lítilsháttar, fyllti hann og kollvætti alla fimm, sem í bátnum voru. Þeir slörkuðu síð- an út úr briminu og höfðu með sár mjóan vír úr dragstreng tog- arans, svo að þeir gætu síðar dregið hann til sín. Á flóðinu um kvöldið var farið í land með fimm menn, svo þeir gætu ausið sjó á ketilinn svo hægt væri að hita hann upp til þess að dæla skipið og voru þeir að þessu alla nótt- ina. Þá var einnig sambandi náð við hinn dragstreng togarans, svo hann yrði dreginn til Ægis næsta dag. Um kvöldið var farið út fyrir rifið, sem var um hálfa aðra mílu frá landi, til þess að vera við öllu búinn ef brimaði um nóttina. Snemma næsta morgun var farið upp undir aftur, lagst fyrir akkeri og báðum drag- strengjum togarans náð um borð í Ægi. Þetta gekk þó mjög seint, sökum þess hvað þungt var að draga þá í sandinum, enda var ekki hægt að koma nær togaran- um en það, að Ægir var í 573 metra fjarlægð frá honum þegar byrjað var að taka í hann. Á að- fallinu á sunnudagskvöldið var búið að dæla sjónum úr togaran- um og litlu áður enn byrjað var að toga í hann um flóðið var skrúfa togarans látin ganga fulla ferð aftur á til þess að róta sand- inum frá afturstafni þess. Rétt um háflóðið losnaði togarinn, var eftir það dreginn út á sjó og settir í hann dráttarvírar frá Ægi og hann dreginn til Reykja- víkur. I hvert skipti, sem bátur var sendur um borð í togarann eða inn yfir sandrifin fyllti hann, svo að stór heppni var að ekki skyldi hljótast slys af, enda var allrar varúðar gætt. X. ---o--- Ósiður. Margir óska eftir, að ísland verði ferðamannaland, en aðrir sjá svo stóra ókosti við það, að þeir óska að íslendingar fái að njóta fegurðar lands síns einir. En hvers sem ís- lendingar sjálfir óska, eru miklar líkur til að ferðamannastraumur aukizt hér, svo ísland verði annar Noregur eða Sviss í þeim efnum. það gerir hin fjölbreytta náttúrufeg- urð og hið „friðsæla fjalldala skaut1. Og enginn efi er á, að útlendur ferðamannastraumur er æskilegur að ýmsu leyti. Hann flytur með sér mikið fé, sem eftir verður í landinu, eykur markað fyrir ýmsar afurðir landsmanna, lyftir undir með vega- lagningu og samgöngutæki langt upp til sveita, o. fl. En til að auka ferðir útlendinga og gera þeim ánægjulegra í landinu, vantar gistihús (sumar- hótel). það er þreytandi og óaðgengi- legt fyrir útlendinga, sem alltaf eru vanir að gista á gistihúsum, þegar þeir eru á ferðalagi, að þurfa að knýja á náðir „privat“-fólks um verustaði á bæjunum, og hálfgerð plága fyrir sveitabæinn að þurfa að sinna ferðamönnum um hásláttinn. En með veitinga- eða hótelstarfinu vilja oft fljóta þeir ókostir, sem mörgum hugsandi manni óar við og sem margir ibúar ferðamannaland- anna telja plágu í þjóðlífinu. það er hinn snapandi og skríðandi lýður, er skapast umhverfis íerða- mennina. En að svo er í ferðamanna- löndunum — og gott útlit fyrir að eins verði hér —, mun mikið að kenna ósið sem kallaður er „drykkju- peningar“. það er sem só siður, að borga ekki fólki, sem gengur um beina, en láta það lifa af hinum svokölluðu „drykkjupeningum", sem fara þá mjög eftir því, sem skriðið er fyrir gestunum. Peningafólk, sem ferðast um, er orðið vant því að umgangast þessa skríðandi þjóna eins og hálfgerða rakka, sem það fleygir í aurum til að hafa sem bezta. En þetta er illur siður og and- styggilegur. það sem selt er, á að vera með ákveðnu verði og þjónarnir að fá sitt ákveðna kaup, en ekki að sníkja út úr ferðamönnum lífsviður- væri sitt. Islendingar ættu nú að ganga á undan öðrum þjóðum og láta ekki „drykkjupeningasiðinn" þrífast og ala þá upp um ieið sjálfstæða og frjálsborna menn, er fást við veit- ingastörf. í því starfi er ekki sizt þörf á menntuðum, sjálfstæðum og leiðbeinandi mönnum. Mér er líka nær að halda, að ísiendingum láti heldur illa drykkjupeningasiðurinn. Á það bendir mjög dæmi frá þjóð- hátíðinni á þingvöllum s. 1. vor. Eft- ir því sem sagt er, þá greiddu engir veitingamenn þar kaup — nema drykkjupeninga — frammistöðufólki sínu, að undanteknum einum, er aug- lýsti á veitingatjaldi sínu, að þar væru „engir drykkj upeningar". — þetta hefir auðvitað valdið þessum eina sölustað miklum aukakostnaði, að reyna að stríða á móti hinum er- lenda ósið. En mér er sagt af mönn- um, nákunnugum hátíðarhöldunum, að þessi veitingamaður muni samt liafa verið sá eini, sem sloppið hafi skaðlítill frá veitingastarfi sínu á þingvallahátíðinni. Virðist mér að draga megi þá ályktun af þessu, að nú sem stendur vilji þjóðin heldur hafa „hrein kaup“, heldur en drykkjupeningaósiðinn. En því ekki að „byrgja brunninn" í íima og af- nema orsakirnar fyrir höfuðókosti þeim, er fylgir ferðamannastraumn- um í öðrum löndum, þ. e. þýlyndi veitingafólksins. — Ákveðið kaup fyrir ákveðið starf — eða ákveðinn ágóðahluti í fyrirtækinu — þarf að verða í þessum rekstri sem öðrum fyrir þá, sem að honum vinna, og gestirnir eiga að greiða ákveðið gjald fyrir greiðann sem þeir þiggja. — Drykkjupeningarnir eiga að hverfa. það væri sómi fyrir þjóðina. Bóndi. ----0---- Öryggi s|ómann.a, Öld eftir öld höfum vér háð harða baráttu við sjóinn, til hans höfum vér sótt mesta velmegun vora og í hann misst það bezta, sem vér átt- um. Ár eftir ár hafa margir orðið að láta lífið í þessari baráttu og fólk orðið að horfa eftir ástvinum sínum í síðasta sinn. þrátt fyrir þetta hefir oss aldrei orðið á að skoða sjóinn sem óvin vorn. Hann gefur og hann tekur, og engum dettur i hug að halda að hann eigi fulla sök á því sem illa fer. í þessu sambandi verður manni allt af frekar á að hugsa hvað mik- ið er oss sjálfum að kenna að svona fór, og maður kemst þá oft að þeirri niðurstöðu að einhverju er ábótavant, skipaeftirlit er ekki eins gott, og vera skyldi, og skipum sem fund- inn er á einhver galli, er boðið meira en þau þola. þar við bætist að öryggi við sigl- ingar með ströndum fram er ekki eins gott og það getur verið, og samsvarar alls ekki þeim skilyrðum sem framþróunin veitir, það er því samvizkuspursmál hvað mörg líf vina vorra vér höfum á samvizk- unni, vegna þessarar vanrækslu vorrar. Vér höfum reist vita hingað og þangað eftir beztu getu. þeir eru góðir til að ferðast eftir í björtu veðri, en þegar kolsvört hríðin skell- ur á, og smábátarnir verða að yfir- gefa veiðarfæri sín til að reyna að bjarga lífinu og ná til lands — livað sést þá? Ekkert. þeir hafa bara hugmynd um vita sem ætti að sjást ef væri bjart, eða ef hríðinni stytti upp. En það hefir oft orðið um seinan, vér vitum um hræðileg dæmi, skip hafa farist í brimgarðinum rétt framan við vita og í hléunum milli bylja glotti vitinn framan í menn- ina sem biðu dauðans. Spumingin verður því um það, hvað vér getum gert til að minka eða afstýra slysum á sjó, og það verður aðeins hægt með bættu öryggi á útbúnaði skipa, og með Radio- áttavitanum. Radio-áttavitinn er eittlivað hið snjallasta áhald, sem útbúið hefir verið til leiðbeiningar við siglingar, jafnt í loftinu sem á sjónum. Með honum er hægt með mikilli ná- kvæmni, að finna afstöðú sína til hvaða loftskeytastöðvar sem er, hvernig sem viðrar, i hæfilegri fjar- lægð frá stöðinni, sem fer eftir «endi- afli hennar, og getur orðið ábyggi- legt í 2—300 mílna fjarlægð. Radio-áttavitinn er i raun og veru ekkert annað en venjulegur góður móttakari eins og menn nota í heimahúsum til að hlusta á útvarp- ið. Munurinn liggur aðeins í þvi, að loftnetið er notað öðruvísi en venjulega gerist, og með því þannig hægt að sjá úr hvaða átt hljóðið kemur sem berst að eyrum manns. Vanalegt loftnet er fært til þess að geta tekið á móti hljóðinu (það er að segja rafsegulbylgjunum) hvaðan sem það berst, en ef vér vindum loftnetið upp í hönk, þannig, að hægt er að snúa því eins og manni sýnist, breytist þetta algerlega. þegar hönkinni er snúið þannig, að hún vei’ði flöt við hinum að- steðjandi segulbylgjum, munu þær hitta báða arma hankarinnar jafnt, og þá mun heyi’ast hæst í stöðinni, en þegar annar hvor kantur hank- arinnar snýr að henni, munu segul- bylgjurnar fyrst hitta þann kantinn sem nær er en seinna þann sem fjær er. þótt þetta teki ekki nema þúsundasta hluta úr sekúndu, mun það samt valda fasta skekkju, sem dregur mjög úr straumorkunni og gera það að verkum, að nú heyrist stöðin miklu ver eða kannske alls ekki. þegar loftnetið er undið þannig upp í hönk af hæfilegri stærð, og þvi þannig fyrir komið, að auðvelt verði að snúa því í sambandi við nauð- synlegan „skala", er hægt að nota það til að finna afstöðu sína til hvaða stöðvar sem maður heyrir; og hafi maður tvær stöðvar með hæfilegu millibili, er hægt að sjá stað skips- ins eða hvar það er, alveg nákvæm- lega. Á skipum er alltaf notað sérstakt loftnet til að miða með, þau eru oft útbúin á mismunanda hátt eftir því frá hvaða firma þau cru. Sumstaðar er loftnetið fínn einangraður vír undinn inn í koparhólk, sem svo stendur upp úr lofti stjómpallsins, cn úr hólkinum liggur ás sem hægt er að snúa að neðan og les þá loft- skeytamaðurinn eftir heym, hvaðan hljóðið berst í sambandi við átta- vitann og tekur það aðeins augna- blik. Sumstaðar eru tvær hankir undnar í kross, og áframhald af þeim svo undið í spólu innan í móttakaran- um sjálfum. þannig hefir Marconi það í sínum miðunarstöðvum, þarf þá ekkert að snúa loftnetinu sjálfu, heldur bara spólunni í móttakaran- um og er það mjög auðvelt. Vegna þess að hönkin hefir tvær hliðar kemur hljóðið til með að heyrast jafnvel úr tveimur áttum og maður getur ekki vitað livort stöðin er til hægri eða vinstri nema að nota sérstakan þráð sem liggur ióðrétt upp í mastrið og getur því tekið móti hljóði úr hvaða átt sem það lcemur, þegar þessi þráður er tengdur við liönkina jarðarmegin segir hann undir eins til um á hvaða hönd stöðin er. Aftur verður að taka þennan þráð úr sambandi þegar mið- unin er lesin af. Maður skyldi nú ætla að miðunin sé tekin þar sem hljóðið er sterk- ast, en svo er ekki, sem kemur af því, að þar verður það of breitt af- lestrar. þessvegna er aflestrarskíf- unni komið þannig fyrir að stöðin er í þeirri átt sem hljóðið er veik- ast. þar tekur það mestum viðbrigð- um og þar er hægt að lesa af upp á gráðu. Ef langt er til stöðvar þeirrar, sem á að miða, getur verið að hljóðið deyi út áður en kantur hankarinnar nær að benda í áttina til stöðvarinnar. þá verður að snúa henni til beggja hliða þangað til merkin fara aftur að heyrast, mið- ast þá stöðin þar mitt á milli. það er vitanlegt nú, að þjóðverjar not- uðu ekkert annað en miðunarstöðv- ar til að gera loftárásimar á London i heimsstyrjöldinni. þeir fengu af- stöðu sína senda frá miðunarstöðv- um í þýzkalandi og Belgíu og hög-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.