Tíminn - 20.04.1931, Blaðsíða 2
98
TlMINN
Islenzk
stjórnmál og
stjórnmálamenn
Útdráttur úr einni rit-
gerðinni í bókinni: Is-
land i stöpsleven. —
Stockholm 1930.
Fyrir Alþingishátíðina komu út
margar bækur um ísland, meira
og minna vingjamlegar og sann-
ar. En af bókum þessum er ein,
sem ber af þeim öllum, er ég hefi
lesið, að skarpleik og skilningi, og
er það merkilegt þar sem höfund-
urinn hefir tiltölulega stuttan
tíma dvalið hér á landi. En á
honum sannast að „glöggt er
gestsaugað“ Bókin er eftir rit-
stjóra eins stærsta dagblaðsins í
Svíþjóð, Ejnar Fors Bergström
og heitir „Island i stöpsleven“.
Bók þessi væri vel þess verð, að
hún væri öll þýdd eða útdráttur
úr henni, a íslenzku, því að hún
á eigi síður erindi til okkar Islena-
inga en til annara þjóða.
Hér fer á1 eftir útdráttur úr
einum kafla bókarinnar, um ís-
lenzkastjómmálaflokka og stjóm-
málamenn.
„Islenzk stjórnmál eru sam-
bland af vingjarnleik og ein-
hverju öðru, sem er langt frá
því að vera nokkurskonar vin-
gjarnleiki", byrjai* höfundurinn.
„Þeir, sem eru heimspekilegir í
hugsunarhætti, segja ef til vill að
stj ómmálalífið sé spegilmynd af
náttúru landsins, þar sem jökul-
hlaup, jarðskjálftar, eldgos og
brennisteinsgufumar eru. En ef
maður, í fullri alvöm leitar að
orsökunum til sérkennanna í ís-
lenzku stjórnmálalífi, þarf ekki
að leita svo langt. Ættemi
þjóðarinnar getur jafnvel verið
nægileg skýring. Eru Islending-
amir ekki í ætt við Norðmennina
á vesturströnd Noregs, sem hafa
sett sinn svip á norskt stjóm-
málalíf? Og renna ekki dropar af
írsku blóði í æðum íslending-
anna?“
En auk þessa eru margar aðrar
ástæður. Um langan aldur höfðu
Islendingar svo að segja engan
pólitískan rétt, og vantar þar aí
leiðandi stjómmálaæfingu og þá
festu, sem myndast við langvar-
andi stjórnmálastarfsemi.
Þegar maður gengur um hina
litlu sali Alþingis, finnst manni
kannske að hér hljóti að vera
heimkynni friðar og vináttu. En
skýringin á þeim biturleika, sem
ríkis í íslenzku stjórmnálalífi,
liggur í raun og veru mest í því,
að þingið er svo lítið og þjóðin
fámenn. Og þar í liggur, ef til
vill, orsökin til þessara lymsku-
legu og heiftugu árása, sem dag-
lega eru í blöðunum á foringjana,
og í raun og veru oftast eru auð-
virðilegir smámunir, sem um er
deilt*).
--------Islenzkur ráðherra má
ekki gera hið allra minnsta at-
vik, svo það valdi ekki heiftug-
um árásum, og ef núv. dóms- og
kennslumálaráðh. Jónas Jónsson,
sem nú er allra manna mest
umtalaður í íslenzku stjóimmála-
lífi, gerir eitthvað þá veigra mót-
stöðumenn hans sér ekki við að
nota sín kröftugustu illyrði og
ærumeiðingar. Allt blæs upp; lítil-
fjörlegasta embættisveiting gefur
ástæðu til margra dálka greina,
og þegai' hann í dansk-íslenzku
nefndinni talar vingjamlega um
Dani er ekki langt frá því, að
hann sé ásakaður um landráð. Og
allt virðist líka benda á að sein-
asta árásin á hann sé af sömu
rótum runnin sem allar þær fyrn,
þótt það í öðru landi hefði verið
erfitt að taka ekki þekktan sál-
sýkisfræðing alvarlega, þegar
*) þetta er ritað um það leyti, sem
deilumar stóðu. yfir um framkomu
iæknanna gegn Jórtaei Jónssyni ráð-
herr aí fyrravetur. Ritstj.
hann segir mesta stjórnmálamann
landsins sinnisveikan.
Jónas Jónsson er ekki steyptur
í venjulegu móti, en hann er þrátt
fyrir það óvenjulega heilsteyptur
maður, mikill gáfumaður, starfs-
maður meiri en flestir aðrir og
hefir viljakraft, sem nú á ekki
sinn líka á íslandi. Hann er eng-
inn „charmör“, jafnvel ekki þeg-
ar hann vill vera elskulegur. En
hann vill eitthvað og það sem
hann vill er þýðingarmikið. Þessi
sjálfmenntaði maður hefir mynd-
að og stjórnar í 'raun og veru nú-
veranda stjórnarflokknum. Hann
er samvinnumaður, sem vill blása
anda samvinnustefnunnar í þjóð-
félagið. Hann er einráður og
óhlífinn, og beygir sig ekki fyrir
gömlum siðvenjum. Fvrir þetta
hefir hann fengið allmarga mót-
stöðumenn, og þar á meðal ís-
lenzku læknana. — Hann er eisk-
aður meira en flestir aðrir og líka
hataður. 1 deilunum gefur hann
mótstöðumönnum sínum ekkert
eftir.
Það er ekki laust við að merkir
menn á Islandi, sem eru utan við
stjómmálin, álíti þetta stjórn-
málaþref mestu hættu landsins,
og miklu alvarlegra en hættuna
af áhrifum eða yfin'áðum annara
þjóða. Menn óttast, nýja Sturl-
ungaöld. Þá var það innanlands-
ófriðurinn, sem rændi landið
frelsi og kom því undir Noregs-
konung.
En þetta er kannske ekki svo
alvarlegt. Þegar alþingismennirn-
ir safnast saman í kaffisalinn í
útbyggingu Alþingishússins er
þar- þá oftast vopnahlé og rikl
friðarins. En mesta hættan, sem
af þessum hávaða öllum gæti
stafai* er, að það fari eins og
fyrir hjarðsveininum, sem allt-
af hrópaði, að úlfurinn væri að
koma. En ef hann kæmi einhvern-
tíma, væri það kannske enginn,
sem kærði sig um að hlusta á
hrópin. Vegna þess að enginn
trúir lengur á þau.
Ennþá vdrðist ekki vera neitt
nálægt því, að fólki leiðist stjórn-
málabaráttan, eða að það sé
þreytt á að kjósa. Fyrir stjórn-
málunum er yfirleitt brennandi
áhugi. Og það er ekki eins og í
Svíþjóð, að hægt sé að sjá fyrir
hvemig kosningar muni fara, og
hve óstöðugar stjómirnar sitja í
sessi, sést bezt á, að engin stjórn
á íslandi hefir síðan 1918 að land-
ið varð sjálfstætt, setið af kosn-
ingahríð.
Höfundurinn segir frá komu
sinni í stjómarráðið, sem honum
finnst bera af öðrum húsum í
bænum, er honum þykir yfirleitt
flest Ijót og ósmekkleg. Lýsir
hann forsætisráðherra, Tryggva
Þórhallssyni og segir hann mik-
inn áhrifamann bæði í stjómmál-
unum og íslenzku þjóðlífi yfir-
leitt, að hann sé eins og stéttar-
bróðir hans, Jónas Jónsson,
menntamaður af bændaættum og
menntamönnum kominn, en í
þjónustu bændanna, sem fulltrúi
þeirra, og sé hann reyndar allt 1
senn: bóndi, prestur vísindamað-
ur og stjórnmálamaður. Segir
höfundur síðan frá stefnuski"á
Framsóknarflokksins, sem sé að-
allega að efla landbúnaðinn.
Þá segir höfundur frá viðtali
sínu við Jón Þorláksson.
„Jón Þorláksson er“, segir hann,
„vafalaust meiri verkfræðingur og
verzlunarmaður en stjómmála-
maður, enda er hann að missa
stjómina á flokknum, „Sjálf-
stæðisflokknum“, sem nýlega hef-
ir fengið þetta, langt frá því
„aktuella“ nafn, fyrst löngu eftir
að Island var orðið sjálfstætt“.
Eftir lýsingu Jóns Þorlákssonar á
stefnuskrá flokksins finnst höf-
undi heldur lítill munur á stefnu-
skrá hans og Framsóknai: flokks-
ins. Þá talar hann um, að allt
bendi til þess, að ólafur Thors nái
alltaf meiri og meiri vóldum í
flokknum og muni það verða til
þess að skerpa mótsetningamar
milli Framsóknar og „Sjálfstæð-
isflokksins“, þar sem ólafur sé
fulltrúi stórútgerðarinnar.
En álit höfundar á Sigurði
Eggerz er dálítið öðruvísi en á
hinum stj órnmálamönnunum, sem
hann talar um. Um hann segir
höfundur meðal annars:
„Eggerz starfar alltaf og reynir
ennþá, eins og áður, að láta bera
á sér í íslenzkum stjómmálum,
með því að blása alstaðar upp
óvináttu á milli Dana og Islend-
inga, þar sem einhver vísir er til
hennar, og skapa óvináttu, þar
sem engin er til áður, og hyggst
hann ætla að lifa á þessu. Þóct
maður verði að hrósa honum fyr-
ir lægni hans, þegar hans eiginn
flokkur fór í mola, að byrja þá
að slá taktinn í öðrum flokk, þá
er það ólíklegt, að hann eigi raikla
framtíð fyrir sér. Hann á þó
nokkuð eftir af trúðleikarahæfi-
leikum sínum, en er í rauninni
ekkert annað en útslitinn jafn-
vægismeistari, nokkurskonar leyf-
ar frá gamla tímanum, sem orðið
hafa eftir“.
Margt fleira segir höf. í ritgerð
þessari, sem gaman væri að taka
með, en ekki er rúm fyrir.
Gl. R.
----o----
Fjármálarógur íhaldsmanna.
Magnús Guðmundsson er end-
urskoðandi landsreikninganna og
hefir verið dögum oftar að snuðra
í ríkisbókhaldinu, hvort hann
fyndi ekki einhver dæmi þess, að
núverandi stjórn væri álíka ógæt-
in í meðferð landsfjár eins og
hann var 1920—21. Eitt sinn
þóttist hann hafa fundið feitan
drátt. Hann sá stóra fúlgu tekna
úr landhelgissjóði í einu nokkru
eftir nýjár, og þykist nú viss um
að stjórnin hafi veiið auralaus og
gripið úr landhelgssjóði til dag-
legra þarfa, eins og hann hafði
tekið endurgreiðslu landsverzlun-
ar og látið verða að eyðslueyri
1920—21. Bar M. G. síðan róg
þennan persónulega út um bæinn.
En er málið var athugað kom í
ljós að illgirni M. G. var enn sem
fyr meiri máttar en greind hans.
Umrædd greiðsla var framlag
landhelgissjóðs til landhelgis-
gæzlu, að mestu endurgreiðsla til
i'íkissjóðs fyrir 1930, samkvæmt
lögum, sem M. G. hefði átt að
þekkja. Er stórvítavert, að endur-
skoðandi LR. noti aðstöðu sína til
að bera út róg um landsstj órnina
fyrir að inna af hendi skyldu-
kvaðir ríksins. *
----o----
Dánarminning
þann 4. jan. síðastl. andaðist á
heiinili sinu, Brekkukoti i Hjaltadal,
ekkjan Margrét Lárusdóttir eftir
stutta legu. Hún var 78 ára að aldri.
Margrét sál. var að aðlisfari hátt-
prúð, vönduð og dagfarsgóð kona og
svo hjálpsöm, að hún vildi hvers
manns vandræði leysa. Hún var gift
Sigurði Sölvasyni, en rnissti hann
eftir margra ára sambúð 18. nóv.
1917. þau bjuggu mörg ár í Breklui-
koti og var heimili þeirra jafnan við-
brugðið fyrir frábæra gestrisni og
hverskonar greiða, er í té var hægt
að láta. Jiau hjón eignuðust sjö börn,
misstu tvö i æsku og tvö á fullorð-
ins aldri, en á lífi eru sonur og dótt-
ir hér ú landi og dóttir í Ameríku.
Auk þess ólu þau upp tvær fóstur-
dætur og reyndust sem sínum eigin
börnum. Margrét sál. var frábær
dugnaðarkona og er með henni fall-
in í valinn ein af þessum traustu
stofnum, sem með kostgæfni stund-
aði sín skyldustöf fjarri ys og há-
reisti nútímans og gat sér í hvívetna
góðan orðstír. Slikrai' konu er ætið
hægt að minnast með hlýju liugar-
fari og þakklæti fyrir liðnar stundir.
Blessuð sé liennar minning.
Einn af samferSamönnum.
NB. Vesturheimsblöðin Lögberg og
Heimskringla eru vinsamlega beðin
að taka upp þessa dánarfregn.
-----o-----
P.W.Jacobsen&Sön
Timburverzlun.
Símnefni: Granfuru. Carl Lundsgade
StofnaS 1824. Köbenhavn.
Afgrreiðum frá Kaupmannahöfn feæði artórar og litlar pontanir og
heila skipsfarma frá Svíþjóð. Sís og umboðsa&lar annast pantanir.
:: :: :: EIK OG EFNI I ÞILFAR TIL SKIPA. :: :: ::
H AV N E 1 n 0 Ll L E N
KAUPMANNAHOFN
mælir með sínu alviðurkennda RÚGMJÖLI og HVEITI.
Meiri vörugæði ófáanleg
S.X.S. ©iciftlr oirxgörrgrfJL 'ViÖ o~k:le\xr
Seljum og mörgum öðrum íslenzkum verzlunum.
|l@ Aaglýsingar 1 Timaimm fara Tlðast og era mest lesuar! @l|
Messuíall í annað sinn
Frá því var skýrt í síðasta
blaði, að Heimdellingar (þ. e.
„ungir“ íhaldsmenn) hefðu ætlað
að syngja Islendingabrag suður í
Tjarnargötu á föstudagskvöld, en
farizt fyrir af því að „mannskap-
urinn“ reyndist of treggáfaður til
að læra ljóðið.
Á laugai'dag var stjórn félags-
ins hinsvegar staðráðin í að láta
þetta ekki farast fyrir, hvað sem
tautaði. Á því skyni var kafli úr
ljóðinu prentaðui' aftan á fregn-
miða um fund í „sæluhúsinu“,
sem dreift var út á götunum um
lcvöldið. Taldi nú stjórnin, sem
von var, að allir læsir félags-
menn ættu að geta haft yfir ljóð-
iö skammlaust.
Fregnmiði þessi var prentaður
á hvítan pappír. En um það leyti
sem fundir hófust um kvöldið,
birtist á götunum fregnmiði á
bláum pappír, en mjög svipað-
ur að öðru leyti. Öðru megin á
bláa miðanum stóðu fréttir um
sæluhúsfundinn, en hin hliðin leit
svona út:
Fregnmiði ritskýrendafélagsins
Brot úr Islendingabrag Jóns Ólafssonar:
En þeir fólai*, sem frelsi vort svíkja1)
og flýja’ í lið með níðingafans,2)
sem af útlendum upphefð sér sníkja,8)
:,: eru svívii'ða og pest föðuUands :,: 4)
Bölvi þeim ættjörð á deyjanda degi,
daprasta formæling ýli þeim strá,
en brimrót, fossar, fjöllin há
veiti frið stundar-langan þeim eigi!
Frjá(s því að Islandsþjóð
hún þekkir heims um slóð
:,: ei djöfullegra dáðlaust þing,
en danskan Islending! :,:5)
1) Sbr. Jón Þorláksson, sem var með „uppkastinu11
1908.
2) Sbr. Sigurð Eggerz, sem gekk í lið með íhald-
inu og plokkaði nafnið af flokknum sínum dauðum.
3) Sbr. Einar Arnórsson, sem varð ráðherra af náð
Danakonungs árið 1915.
4) Sbr. Morgunblaðið og fjólumar.
5) Sbr. Direktör Jensen, sem fór úr jakkanum á
Hvammstanga.
Þá féll hinum „ungu íhalds-
mönnum11 allur ketill í eld og
hættu við sönginn í annað sinn.
Tvær stökui' eftir N. N.
Yfirhöfnin illa fer,
en undirklæðin sanna,
að bolsar hafa brugðir sér
í brækur íhaldsmanna.
Sé þér aldrei afturkvæmt,
íhaldskaupa-Héðinn.
Líf þitt er til dauða dæmt
— dómurinn upp er kveðinn.
-----o——
Næsta blað kemur út á morgun.
Þeir héldu, að hugarfarið yrði
misskilið og að „stóru mennirnir“
myndu verða vondir!
Á síðastliðnu hausti var mér
undirrituðum dregið svart gimbr-
arlamb, með mínu marki, sem er
blaðstýft fr. biti aftan hægra.
Hálftaf aft. vinstra.
Þar sem ég á ekki lámb þetta,
bið ég réttan eiganda að gefa sig
fram sem fyrst og semja við mig
um markið.
Erlingur Ólafsson,
Týsgötu 4 B. Reykjavík.
Ritstjóri: Gísli Guðmundsson.
Ásvallagötu 27. Sími 1245.
Prentamiðjan Acta.