Tíminn - 02.05.1931, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.05.1931, Blaðsíða 4
114 TÍMINN Póstskilín Áskorun til lesenda Tímans Með því, að áríðandi þykir, að blaðið berist út um landið svo greiðlega sem unnt er nú fyrir kosningarnar og með því að grunur leikur á, að blaðaafgreiðslan á ýmsum póstafgreiðslu- og bréfhirðinga- stöðvum í landinu sé ekki í því lagi sem skyldi, verða nú um tíma, af blaðsins hálfu sérstakar ráðstafanir gjörðar til þess, að hafa eftir- iit með því, hvort óþarfai hindranir verða á leið þess til lesendanna og hvað slíkum töfum má valda. Er því hérmeð fastlega skorað á lesendur blaðsins að tilkynna afgreiðslunni í Reykjavík svo fljótt sem unnt er, ef vanskil verða á blaðinu. Jafnframt er sérstaldega skorað á trúnaðarmenn Framsóknar- flokksins, að tilkynna það tafarlaust símleiðis, ef vanskilin eru almenn, þar í héraði, sem þeir þekkja til. I tilkynningum um vanskil óskast sérstaklega tekið fram, frá hvaða póst- eða bréfhirðingastöð blaðið á að afgreiðast endanlega, enn- fremur, ef ástæða er til að ætla, að önnur póstafgreiðslustöð valdi van- skiiunum og hvaða líkur eru til, að svo sé. Sé kunnugt um vanrækslu eða aðrar ákveðnar misfellur á af- greiðslu blaða á viðkomandi póstafgreiðslustöð óskast þess getið sér- staklega og sannanir fram færðar, ef unnt er. Sérstaklega óskast þess getið, ef afgreiðslunni er svo hagað, að óviðkomandi menn hafa að- gang að blaðasending/m, eftirlitslaust. Séu færðar sönnur á, að póstafgreiðslumenn séu að einhverju leyti valdir að vanskilum, verða af blaðsins hálfu, tafarlaust gjörðar ráð- stafanir til, að þeir verði kærðir fyrir viðkomandi yfirvöldum. Sveita- og bæjamenning Landið okkar hefir verið byggt af sveitamönnum með sveita- menningu. Bændur landsins voru stoðir búanna, og búin stólparn- ir, sem allt stóð á. Á síðastliðnum aldarfjórðungi hefir orðið á þessu breyting. Nýjar atvinnu- greinar hafa rutt sér til rúms, og um leið myndast nýjar stéttir í þjóðfélaginu. Kaupstaðimir, þar sem meginið af þeim þjóðfélags- borgurum bjuggu, sem ekki voru bændur eða stunduðu búnað, uxu, og uxu ört, enda rekstursfé landsins beint þangað. Fyrst í stað urðu kaupstaðimir alveg með bændamenning. Þeir voru vaxnir upp úr sveitinni, og fólldð, sem þar settist að var flutt úr sveitinni eftir að það þar hafði tekið á sig stimpil sveitamenn- ingarinnar. Á allra síðustu árum hefir þetta breyzt nokkuð. í kaupstöð- unum hefir vaxið upp fólk, sem þar er fætt, og sem ekki hefir orðið fyrir áhrifum sveitamenn- ingarinnar. Þetta fólk er nú að tileinka sér sama menningarblæ og sést í stórborgum álfunnar, það er að byrja að koma hér bæjamenning. Mér finnst rétt að gera nú of- urlítdnn samanburð á þeirri ólíku menningu, sem sveitalífið og bæjalífið skapa. Mér finnst það sérstaklega vera tímabært nú, þegar rætt er um það í alvöru að breyta til mikilla muna þeirri at- stöðu, sem sveitirnar og bæirnir til þessa hafa haft, til að hafa áhrif á löggjöf landsins. Ég á hér við kjördæmabreytingar þær, sem íhaldsmenn og jafnaðarmenn ætl- uðu sér að koma fram í vetur og að vetri og sem eftir því sem skilja má jafnaðarmenn og Magn- ús Guðmundsson, sem hingað til er eini íhaldsmaðurinn, sem um málið hefir skrifað, hafa gengið út á það að gera allt landið að einu kjördæmi, og hlutfallskosn- ingu um lista er miðstjómirnar í Reykjavík skömtuðu mönnum. Með því var vitanlegt að áhrif- um bændamenningarinnar var lok ið. Allir þurfa að gera sér þetta mál ljóst. Þeir þurfa að gera sér ljóst hvert kjördæmin, sem nú em eigi að hverfa. Hvort allt Alþing eigi að vera landskjönð, og hver líkindi eru þá til þess að sveita eða bæjamenningin ráði. En hvað er það, sem skilur sveita- og bændamenning að? Þeir menn, sem stunda landbún- að neyðast til að hugsa öðruvísi en kaupstaðarbúixm. Aðeins það, að hann getur ekki alltaf skropp- ið inn í næstu búð og keypt það, sem hann vanhagar um, gerir að hann verður að hugsa meira um framtíðina. 'öll, eða svo að segja öll þau verk, sem hann gerir, og sem viðkoma búnaðinum verður hann alltaf að vinna með hlið- sjón af framtíðinni. Þetta stafar ekki af því að honum sé þetta svo sérstaklega eiginlegt, heldur af því að móðir náttúra, sem hann er að skipta við, neyðir hann til þess. Verk, sem sumum og stund- um hefir þótt lítilfj örlegt, eins og t. d. að mjólka kýr, verður ekki gert svo vel sé nema sá, sem það framkvæmir, hafi hugfast að gera það þannig að það komi að sem beztu gagni bæði fyrir nútíð og framtíð. í margfalt fyllra mæll gildir þetta um jarðabætur og jarðvinnslu alla, um kynbætur og allt er að þeim lýtur og um all- ar byggingar og endurbætur jarð- anna. Bóndinn hefir möguleika til þess að vera að skapa og uin- bæta, til þess að vera að full- komna og fegra, og getur að því leyti orðið náinn samverkamaður og aðstoðarmaður þess alheims- kraftar, sem stöðugt er að full- komna og fegra heiminn og mannlífið. Undir því hve vel bændunum tekst að vinna í sam- ræmi við framsóknaröfl tilverunn- ar, eftir því fer hve góðir bændur þeir eru. Þetta er vitanlega mis- jafnt, en enginn, sem við búskap fæstgetur komizt hjá því að hugsa meira eða minna um framtíðina, og vinna meira eða minna að ]>ví skapa. Þetta sífellda samstai’f við nátt- úruna og þetta stöðuga tillit til framtíðarinnar, sem bóndinn þarf að taka, mótar menning hans Hann hugsar máhn, áður en hann tekur afstöðu til þeirra, og tekur ætíð afstöðuna meðfram með til- liti til þess sem muni verða í framtíðinni. Hann er varfærinn, | oft nokkuð seinn að átta sig á ; hlutunum, og seinn að breyta til, ! en hann gerir ekkert óathugað. | Bæjamenningin er allt önnur. Þar er aflað í dag og eytt á morg- un. Þar er ekki verið að hugsa um framtíðina, enda ekkert sem knýr til þess í daglegu störfun- um. Maðurinn, sem dregur fisk- inn úr djúpunum, getur ekki dregið hann svo að líkur séu til að gangi betur að draga þar á morgun. Maðurinn, sem þvær fiskinn getur ekki þvegið hann svo, að það hafi neina þýðingu fyrir þann, sem tekur við að þvo fisk af honum o. s. frv. Þetta verður til þess að sjálft lífsstarf- ið knýr bæjarmanninn ekki til þess að vera með hálfan huga fram í framtíð,inni, eins og það gerir með sveitamanniim, og þetta setur svo sitt mark á menn- ing og lífsviðshorf beggja. Bæja- maðurinn tekur afstöðu til mál- anna á svipstundu, og hún mark- ast af dagsáhrifunum, sveitamað- urinn hugsar sig um og afstaða hans markast af framtíðinni ekki síður en líðandi stund. Þessvegna geta ofstopamenn á svipstundu hóað saman æsinga- fundum í kaupstöðunum, og látið þá hrópa þetta í dag og hitt á morgun, en í sveitunum verður slíkt ekki gert. Hér í Reykjavík sjást slíkir fundir, og venjulega eru þátttakendur menn á þeim aldri, að þeir gætu verið fæddir hér og algjörlega lausir við öll áhrif sveitamenningarinnar. Einn af þekktustu mönnum í stj órnmálunum hélt því fram á fundi meðal menntamanna hér í vetur, að það væri heilbrigt og sjálfsagt að hver maður hugsaði um að safna fé, leggja fyrir til ellinnar og til að meta ófyrirsjáan legum óhöppum, er alltaf gætu komið fyrir. Hann er fluttur í bæ- inn og mótaður af sveitmenning- unni.Mörgum ungu menntamonn- unum.sem eru að læra til að verðö embættismenn þjóðfélagsins, þótti þetta einhver sú hatramasta vit- leysa, seim þeir höfðu heyrt. Þeir voru aldir upp við bæjamenning- una, og hafa líklega lært af frú Guðrúnu Lárusdóttur að líta til fuglanna, sem ekki safna í korn- hlöður, en ekki gætt hins, að frú- in, sem er úr sveit gleymir að lifa eftir því. Enn er það hraðinn, sem ein- kennir bæjamenninguna. Allt þarf að ganga „í hvelli“. Þesá vegna mega þeir ekki vera að því að gjörhugsa málin, og ekki vera að því að hugsa um hverjar afleið- ingar þau hafa fyrir framtíðina. Fleira mætti benda á, er skilur bæja- og sveitamenning, svo sem ytri siðu — sýnast og vera — o. fl. Nú vil ég biðja menn að athuga hversu heppilegt þeim finnst að gera allt landið að einu kjördæmi, láta miðstjórnir flokkanna búa til listana og svo kjósa um þá um land allt? Ég get ekld gert að því að mér rís hugur við því að sjá áhrifin frá bæjamenningunni vaxa í starfi Alþingis og óar við afleiðingunum. En hvað finrist kjósendum? P. Z. [fð lioiðl látækra Við fátæku mennirnir í höfuð- borginni verðum að sætta okkur við það þótt við eignumst aldrei skrifborð, hvað þá heldur skrif- stofu. En matborð munum við fiestir hafa undir höndum, sem eigum fyrir fjölskyldu að sjá. Frá því borði verða ritsmíðar okkar að koma, ef þær verða nokkrar til. Það eru í senn okkar innanrík- is- og utanríkismál, að ná í ein- ihverja björg á þetta borð handa konu og börnum og öldruðum foreldrum. Þessi umsvif vegna matborðs- ins hafa löngum valdið okkur svo miklum áhyggjum — einkum ef við fáum ekki að strita daglega, að við höfum vanizt á að hlusta vandlega eftir, ef verða mætti að við heyrðum talað um kaup- hækkun. Herópið :Hærra kaup, er líklega orðið sumum okkar hjart- fólgnara en Englandingum sálm- urinn heimskunni, sem á íslenzku byrjar á sama upphafsorði. En þótt ég hafi oft glaðst yfir framgangi þessara orða, þá hefir reynzlan kennt mér, að þau eru engin lausnarorð — jafnvel ekki í nútíð, hvað þá heldur í fram- tíð. Ég hefi svo oft heynt herópið: Iiærra kaup! enduróma frá her- búðum þeirra, sem selja okkur björgina á borðið. Og þá er þetta bergmál orðið: Hærra verð. Það UPPBOD verður haldið laugardaginn 9. maí n. k. að Minna-Mosfelli í Mosfellssveit og þar seldar margar góðar mjólkurkýr, úrvals ær, og góðir hestar. Ennfremur verkfæri og allskonar áhöld og lausatjármunir. Reykjavík, 1. maí 1931 Guðm Kr. Guðmuudsson. Nýtízku byggingarefni: „ETERNIT“-asbest-sement-skífur og báruplötur, í þök á íbúðar- hús og útihús, er lítið dýrara en bárujárn, en í reyndinni margfalt ódýrara, því viðhaldskostnaður er enginn. „ETERNIT" hrímar ekki innan og breytir sér ekki við híta og kulda. „ETERNIT“-þök, rauð blá eða grá eru falleg og gera húsin ásjá- leg og aðlaðandi. „ETERNIT“-veggplötur er tilvalið efni í utanhússklæðningu og innan á fjósveggi til rakavarna. HARÐVIÐAR-gólfborð, harðviðar-hurðir og hurðarumbúnaður. KORKPLÖTUR (Korkotex) til að klæða með útveggi innan. „Korkotex“ er tvímælalaust beztu veggplöturaar á markaðinum. Leitið upplýsinga. Jón Loftsson Austurstr. 14. Reykjavík. Sími 1291. c-r sterkasta og um leið ömurleg- asta bergmál, sem ég hefi heyrt. Og því ei ekki kastað frá kletta- borgum kaupsýslunnar út í blá- inn. Ég hefi séð það ritað með ómáanlegu letri á flesta hluti sem ég kaupi til daglegra þarfa. Það stendur jafnvel greypt á matborðinu mínu. Þess vegna hefir mér upp á síðkastið fundizt falskir tónar kveða við í þessum tvísöng: Iíærra verð. — Hærra kaup. En mér varð þetta ekki full- ijóst fyr en eitt sinn í vetur, að ég kynntist i veruleika dularfullu fyrirbrigði. Tildrögin voru þau, að mér var sagt, að hægt væri að fá glænýjan málsfisk og það- an af stærri — fyrir hálfvirði. Ekki væri annað en síma og eft- ir nokkrar mínúitur væri fiskur- inn kominn heim. Ég þóttist í fyrstu viss um, að þetta væri upphafleg-a frásögn einhvers erki- skrumara í Reykjavíkurbæ. En þá var því bætt við til nán- ari skýringar og staðfestu, að hér væri ríkisstjórnin að verki. Hún léti björgunarskipið Þór afla fiskjar þegar í milli væri, og sá fiskur væri seldur nýr, saltaður og reyktur á sannvirði, sem hér í Reykjavík væri sem næst hálf- virði. Ég hafði áður fengið nokkra reynslu fyrir því, að þegar eitt- hvað gott er sagt um ríkisstjóm- ina hérna í Reykjavík, þá er þaö líka satt, svo ég trúði, þótt orðin „hálfvirði“ og „sannvii’ði“ létu mér kynlega í eyrum. Þegar ég kom heim til mín átti ég ánægjulegt símtal við af- greiðslumann hins svonefnda Þórsíiskjar. Og það er vafalaust meikasta fjárhagslega símtalið, sem ég hefi átt við nokkum mann í þessari borg. Sama dag fékk ég á matborð mitt málsverð, sem var jafnt sjúkrafæða og ríkismannaréttur — fyrir hálfvirði. Mér brá kyn- íega við. Var þá Reykjavík orðin æfintýraborg fyrir hina fátæku? Mér kom til hugar sagan af Mídasi konungi og hinum tigna, göfuga gesti, sem gaf honum það ráð að stökkva hreinu, tæru lind- arvatni á blómin í garðinum og á brauðið á borginu sínu, sem Mídas var sjálfur búinn að breyta í dauðan og ískaldan gullmálm með blindum óskum ágimdar sinnar. Þessi óbrotni málsverður — seldur sannvirði — birrtist mér í fyrstu sem dularfullt fyrirbrigði í dýrtíð Reykjavíkur eins og tæra lindarvatnið Midas konungi í gull- garðinum. Nú eru komnir vordagar. Æfin- týrið um sannvirði og hálfvirði veturinn 1931 stendur skrifað eftirleiðis sem einhver merkasta verðlækkun í sögu Reykjavíkur og landsins alls. Þórsfiskurinn er nú sennilega vinsælust vara á öllu Islandi. Mér þætti því ekki ótrúlegt þótt Reykvíkingum og þeim mönnum öðrum, sem mest hafa trúað á mátt hinna síhækkandi herópa, hærra vöruverð, hærra kaup, fari líkt og þeim, sem ég hefi átt tal við um þessa verð- lækkun á vöru, sem um langt skeið mun verða „daglegt brauð“ Revkvíkinga og flestra lands- manna. Okkur skilst að þessi ráð- stöfun stjómarinnar sé hvort- tveggja í senn: hjálparhönd, sem ríkisvaldið réttir hinum fátæku í landinu og brautryðjandastarf í þágu almennings um nýja lausn á ráðgátu hinnar reykvísku dýr- tíðar. Okkur hefir skilizt svo, sem þessi lausn sé ekki hærra vöru- verð, hærra káup, heldur lækkandi verð á hverri vöru, sem lands- búar þurfa að kaupa, hvar sem við verður komið, og því næst lægra kaup, þegar verðlækkun er orðin almenn og stöðug. Lausnarorðið frá þessu nýja sjónarmiði er því jafneinfalt, sem það virtist í fyrstu ótrúlegt í búð- um og á sölutorgum bæjarins, þar sem gullþorsti Mídasar hefir ver- ið helzt til mikill. Lausnarorðið er sannvirði og á að baki sér þá trygging, sem betri er en silfur og gull. iSú trygging er sanngjör og víð- sýn umhyggja fyrir heill og far- sæld allrar þjóðarinnar. Verkamaður í Reykjavík. ----o----- Slökkvidæla. Magnús Kjaran ltaup- maður hefir i'lutt. hingað slökkvi- dælu, sem allt bendir til að sé mjög hentug fyrir minni þorp og sérstæð- ar stórbyggingar. Bauð liann bluða mönnum að sjá dæluna vinna. Aðal- kostur dælunnar er sá, að hana má setja í samhand við hvaða bifreið sem er, og vél bifreiðar dælir svo vatninu. Dælan, sem sýnd var, dælir 250—300 lítrum ai' vatni á inínútu og spýtur því í 25 metra hæð, en vatnið getur hún dregið að sér um langan veg. Verð dælunnar með öllum út- búnaði er 900 kr. ----O----- Ritstjóri: Gísli Guðmuudsson. Ásvallagötu 27. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta. f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.