Tíminn - 05.05.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.05.1931, Blaðsíða 3
TIMINN 121 Húsmæðraskólinn á Hallormsstað. iandinu. Þar er engin eldstó. Allt er soðið við gufu frá hverunum og við rafmagn. Aldrei hefir því- líkt átak hér á landi verið gert fyiT sérmenntun íslenzkra kvenna ens og á síðasta kjörtímabili. Framsóknarflokkurinn bar öll þessi mál fram til sigurs. Án foi*- ustu þess flokks í málum þessum hefði ekkert verið aðhafst. Um allar þessar umbætur á menntun kvenna hafa bæði Ingibjörg H. Bjamason og Guðrún Lárusdótt- ir annaðhvort verið afskiftalaus- ar eða andvígar. steinsteypu byggt við samkomu- j hús sveitarinnar. Kostaði 6 þús. ! 8. í Fljótshlíð hefir verið reist heimangönguskólahús úr steini, hjá Kollabæ. Það kostaði 28 þús. kr. 9. í Austurlandeyjum var byggt hús úr timbri fyrir heim- angönguskóla. Kostar 14 þús. kr. 10. i Þverárhreppi í Mýrasýslu var reist steinsteypuhús fyrir heimangönguskóla skammt frá Norðtungu. Það kostaði 8 þús. krónur. 11. Að Hrafnagili í Eyjafirði Skólahúsið á Brúarlandi. II. BARNASKÓLAR 1. Bamaskóli að Brúarlandi í Mosfellssveit. Stór og vegleg bygging, með ágætri heimavist fyrir 20—30 böm og íbúð fyrir kennara. I kjallara samkomu- og veitingasalir fyrir almenna fundi í sveitinni. Kostar 80 þús. 2. í Viðey hjá Reykjavík, ný- reistur heimangönguskóli úr steini. Kostar 21 þús. kr. 3. Á Klébergi á Kjalarnesi hefir verið reistur annar stór- myndarlegur heimangönguskóli. Kostar 40 þús. kr. 4. Að Reykholti í Biskupstung- var reist hús fyrir heimangöngu- skóla í sambandi við samkomu- hús sveitarinnar. Það kostaði 9 þús. kr. 12. Að Þverá í Öxnadalshreppi var reist hús fyrir heimangöngu- skóla, úr steinsteypu. Kostaði 11 þús. kr. 13. í Flateyjarhreppi í Suður- Þingeyjarsýslu var byggður úr steinsteypu heimangönguskóli, sem kostaði 22 þús. kr. 14. Hjá Skinnastað var reistur heimavistarskóli úr steinsteypu, með raflýsingu. Kostar um 40 þús. kr. Skólahúsið í Fljótshlíð. um hafa Tungnamenn, með styrk úr landssjóði, reist heimavistav- skóla fyrir börn sín. Ennfremur byggt þar rafstöð fyrir slíólann og sundlaug. Húsið hefir kostað um 60 þús. kr. 5. I Hrunamannahreppi í Ár- nessýslu hefir verið reist stórt og myndarlegt heimavistarskóla- hús, með sal fyrir sveitarfundi og leikfimi. Húsið er hitað við hverahita og kostar um 57 þús. krónur. 6. Timburhús fyrir heiman- gönguskóla hefir verið reist að Stórólfshvoli. Kostar 14 þús. kr. 7. Að Byggðarholti í Austur- Skaftafellssýslu var skólahús úr 15. í sömu sýslu var byggður úr steinsteypu heimangönguskóli að Snartastöðum. Ilann kostaði 22 þús. kr. 16. Að Ilallbjarnarstöðum á Tjömesi* var byggður heiman- gönguskóli úr steini. Hann kost- aði 5500 kr. III. HÉRAÐSSKÓLAR 1. Laugaskóli. Fyrir forgöngu Framsóknar- manna var í byrjun yfirstandandi kjörtímabils breytt hlutfallinu um greiðslu ríkissjóðs til héraðs- skóla, þannig að í stað 2/s hluta greiðir ríkið nú helming af bygg- ingarkostnaði. Fyrir þá uppbót sem Þingeyingar fengu þannig, reistu þeir ofan á sundlaug þá, sem áður var til, austurálmu hússins. Hún kostaði tæp 30 þús. Nemendur eru um 80. 2. Laugarvatnsskóli. í tuttugu og fimm ár höfðu Sunnlendingar leitazt við að koma upp ungmennaskóla í hér- aðinu, en allar tilraunir jafnan strandað á sveitardrætti og met- ingi um það í hvaða sveit skólinn skyldi standa. Loks var svo kom- ið veturinn 1926, að sýslunefnd Árnesinga samþykbti nálega í einu hljóði að skólinn skyldi íeistur að Laugarvatni, og að sýslan legði fram 50 þús. kr. til j byggingarinnar. Alþingi studdi j máiið og fyrir forgöngú Jónasar ' Jónssonar alþm. samþykkti þing- : ið að sr. Kjartan Helgason prest- ur í Hruna skyldi leystur frá em- : bætti með fullum launum, ef liann 'tæki að sér forstöðu skól- ans. En þegar hér var komið máium reis fyrverandi þingnnaö- í ur Arnesinga, Eiríkui' Einarsson útibússtjóri, upp gegn málinu og kveikti sundi'ungaranda um alla i sýsluna með því að ala á hinni gömlu hreppapólitik um staðinn. Jón Magnússgn, sem þá var kennslimiálaráðherra, hafði verið tregur í málinu, en ætlaði þó að láta það nú fram að ganga, ef samhugur héldizt eystra. En er deilur hófust um staðiim að nýjú snéri hann við blaðinu og neitaði að samþykkja skólastaðinn, teikninguna og að leggja nokk- urt fé fram úr ríkissjóði. Var þá ekki annað sýnilegt en að hinum eyðileggjandi öflum hefði tekizt að halda áfram vinnu þeirra manna, sem eftir móðu- harðindin fluttu Skálholtsskóla burtu af Suðurlandi. Full ástæða var til að annar aldarfjórðungur gæti eyðst í að teygja lopann um hvaða hreppur ætti að verða þeirrar gæfu aðnjótandi að skóla- húsið yrði reist þar. Eftir kosningarnar 1927 breytt- ist viðhorfið. Fimm hreppar í Árnessýslu lögðu fram 40 þús. lil skólabyggingar að Laugar- vatni. Sýslan lagði fram 20 þús. og mikið fé safnaðist í gjöfum frá ýmsum áhugasömum mönn- um hér á landi og í Ameríku. Hinn fyrsti nútímalistamaður á Islandi, Þórarinn Þorláksson hafði í-eist sér hús á Laugar- vatni, því að honum þótti fegurð staðarins fullnægja lund sinni. Eftir að skóiinn var reistur hafa flestir íslenzkir listamenn haldið trygð við skoðun hins fyrsta málara, og gefið skólanum hsta- verk eftir sig. Er hann nú auðug- astur af listaverkum allra skóla hér á landi. Skólahúsið á Laugarvatni var reist á árunum 1928, 1929 og 1930. Það er nú stærsti heima- vistarskóli á Islandi. Getur hann tekið á móti 130 nemendum að vetri til. Á sumrin verður rekið þar hótel og hvíldarheimili. Geta búið þar í einu 100 gestir. Enginn reykháfur er á þessari miklu skólabyggingu. Hveravatnið hitar húsið og er leitt í sundlaugina, en allur matur er eldaður við hvera- gufu, sem leidd er gegnum húsið og við raforku. Byggingarnefnd skólans hefir keypt af ábúandan- um hálfa jörðina, og tryggt stofnuninni kauprétt á liinum helmingnum. Að ósk stofnendanna hafa þeir Guðjón Samúelsson húsameistari og' Benedikt Gröndal verkfræðingur metið hve njikið hefði þurft af kolum til að vinna verk jarðhitans, ef slíkt hús hefði veríð reist á miðju Suðurláglend- inu við Þjórsárbrú. Kom þá í Ijós að jarðhitunin samsvai'ar vöxtum af um,180 þús. krónum, og þó meira, ef reiknuð væri vinna við að kynda kolunum. Þessi náttúru- gæði koma skólanum og nemend- um hans að haldi á hverju ári, og má fullyrða að nemendum og Hvanneyri skar þá upp úr með það, að .hann myndi gefa 1000 kr. til endurbyggingar, ef skólinn yrði reistur á hverastað, Urðu nú margir áhugamenn í héraði til að gefa ríflegar gjafir í saraa skyni. Ungmennafélög héraðsins hétu 20 þús. kr. framlagi og sýslu nefnd Mýrasýslu ákvað fyrir for- göngu Sigurðar bónda Fjeldsted í Ferjukoti að leggja 30 þús. kr. fram ef Borgfirðingar gerðu hið sama. Og Borgfirðingar brugðust líka hið bezta við, en landið lagði helming fram á móti framlögum héraðsbúa. Með góðu samkomulagi allra Skólahúsið að ílellisholti í Hrunamannahreppi aðstandendum þeirra séu alger- lega sparaðar 60 þús. kr. ef mjög lágt er reiknað, miðað við að nem- endahópurinn allur hefði orðið að búa við dýrtíð höfuðstaðai'skól- anna. Samherji Jóns heitins Magnússonar, frá þeim tíma er hann stöðvaði skólamál Sunnlend- inga, Magnús Guðmundsson, virð- ist álíta skyldu sína við hinn látna vin, að halda uppi vonlausri baráttu um héraðsskóla Sunnlend- inga. En erfiðlega mun honum ganga að telja mönnum trú um, er hann þekkja, að hann sjálfur hefði að engu metið náttúrugæði, sem gefa af sér peningasparn- aði árlega eins og bankainnstæða I hlutaðeigenda var ákveðið að hinn I nýi skóli skyldi reistur að Reyk- holti, á hól sunnan við bæinn. Guð jón Samúelsson húsameistari gerði teikninguna, og er það mál manna, að skóli þessi muni. verða ein hin fegursta bygging á land- inu. Húsið er með aðalhliðar móti .vestri og suðri. En í kverkinni, þar sem álmumar mætst, er tum mikill. Er eldhús skólans þar í kjallara, en megin inngangur í húsið á neðstu hæð. Borðstofa er í kjallara móti suðri og skólastof- ur þar yfir. En í vesturálmunni er sundlaug næst turninum, þar sem áður var hin fræga hlaða, en kennarabústaðir og heimavist- Eldhús með gufusuðupottum (Laugarvatnsskóli) upp á 180 þús. kr., ef slík gæði hefðu verið persónuleg eign hans. 3. Reykholtsskóli. Lengi hafði verið haldið uppi ungmennaskóla að Hvítárbakka í Borgarfirði. En húsin voru illa byggð og hrörleg og aðstaða skól ans erfið á margan veg. Sáu hin- ir beztu menn í héraðinu, að full þörf var að endurbyggja skólann á betra stað.Og á miðju yfirstand andi kjörtímabili var baráttan uin Laugar og Laugarvatn enduð með fullkomnum ósigri þeirra, sem lítilsvirtu hverastaðina fyrir skóla heimili. Halldór skólastjóri ’á ir í gamla fjósinu, sem er fjarst innganginum í vesturálmunni, og á efri hæðum hússins. Mbl. reyndi um tíma að gera lítið úr Reykholtsskóla með því að minna á að steinhlaða og steinfjós, sem reist hafði verið þar af íhaldsstjórninni á bezta byggingarstað jarðarinnar, hefði verið ummyndað í nokkurn hluta hinnar nýju byggingar. En ekki hefir sú andúð spillt fyrir málinu. Héraðsbúar standa fast saman um skólabygginguna, og öllum er til þekkja lízt sem hún verði mikil héraðspi’ýði. Má vera, að sumum þyki sem Reykholti hafi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.