Tíminn - 06.06.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.06.1931, Blaðsíða 1
,2%teiiteía Ifmans er i £œfjaraötu 6 a. (Dpin oagleg/i fl. 9—6 Sírití 2353 ©jaíbfeti og afgrcio&hmia&ur Qlxmans tt H a n n p e i g f>orstetnsöóttir, £ojfjargötu 6 a. iveyfjaDtf. XV. árg. Reykjavík, 6. júní 1931. 46. blað. Viðskiptasiðf ræði Kveldúlfanna Kafli úr útgerðarsögunni. Síðastliöiii ÍO—15 ár hafa verið atburðarík í atvinnulífi Is- lendinga. Á styrjaldarárunum \ hafði skolast hingað að hlutlausu landi talsvert af auði í hendur einstakra stóratvinnurekenda og meira en áður þektust dæmi til. Er öllum almenningi kunnugt kunnugt hve fallvaltur sá gróði hefir reynst, en skaplyndi það er honum fylgdi hjá þeim, er mest höfðu féð á milli hand- anna, stórútvegsmönnunum, hélzt og varð landlægt. Þeir, sem eitt sinn höfðu talið- sig eða verið taldir ríkir, kunnu ekki að sníða sér stakk eftir vexti, er úr fjár- afla þeirra dró, en hfðu áfram sama eyðslulífinu. I stað dug- legra, gætinna óg sparsamra at- hafnamanna, er um og eftir alda- mótin ráku atvinnufyrirtækin, myndaðist nú heil stétt arftaka þeirra, óhófsamra stóráhættu- manna, er margir hverjir kunnu engin skil á hvort þeir höfðu eigið fé eða annara undir hönd- um. Menn eins og Proppébræð- ur, Thorsbræður, Óskar Hall- dórsson, Ásgeir Pétursson, Gísli Johnsen og Copland, svo nokkur nöfn séu nefnd, kepptu hver við annan í óhófseyðslunni utanlands og innan og varð ekki annað séð á daglegu lífi þeirra né höllum þeim, er þeir reistu sér, en að hér væru á ferðinni miljónaeig- endur, en eins og komið hefir á daginn hafa flestir þeirra verið milj ónaskuldarar. Þegar svo var komið, að skuld einhvers þessara, , máttarstólpa þjóðfélagsins" var orðin það há hjá aðalpeningalind þeirra, ls- landsbanka, að bankinn nennti ekki að burðast með alla þá tölu- stafi í bókum sínum og bæta við þá vöxtum, var það ráð að jafn- aði tekið, að strika út eina eða tvær miljónir og var það kallað að „gefa eftir". Síðan hófust lántökur og skuldahækkanir þess- ara sömu manna á nýjan leik. Þess munu jafnvel dæmi, þó lygilegt megi þykja, að bankinn hafi keypt mann, sem skuldaði honum miljónir, til þess að „taka að sér" framvegis Vz miljón af sinum eigin skuldum, með 125 þúsund króna borgun út í hönd! Sumir þessara manna heltust þó úr lestinni um sinn, á þann hátt, að þeir urðu gjaldþrota. En venjulega komu þeir fljótt til bankans aftur í nýju gervi með h/f. fyrir framan eða aftan nafnið sitt, og fengu þá „lánuð" atvinnutækin, er bankinn hafði af þeim tekið upp í eldri skuld- imar. Þurfti þá og nýtt rekst- urslán, því um hlutafjárframlög- in er líkt að segja og um stríðs- gróðann, að þau virðast hafa horfið fljótlega og óvíst hvert. En bankarnir hafa tapað 33 miljónum af veltufé þjóðarinnar. Og þessi geysilegu töp halda nú við háum vöxtum í landinu. Á seinna hluta síðasta áratuga er stjórn alls þorra „máttar- stólpanna" á atvinnufyrirtækjum sínum orðin það bágborin, að all- ar eignir þeirra, fastar og lausar, atvinnustöðvar, hús, skip, veiðar- færi o. s. frv., er veðsett bönk- unum og oft langt fram yfir sannvirði. Til þess að fá nauð- synleg reksturslán, var því ekki um annað að gera en að bjóða aðeins nafn sitt sem tryggingu eða að gefa jafnframt tryggingu í framleiðslunni jafnóðum og hún varð til. Sá hængur var þó á því síðarnefnda, að ekki var löglegt að veðsetja fisk á annan hátt en að setja hann að hand- veði, þ. e. bankinn varð að taka hann í sínar vörzlur. En því varð auðvitað ekki við komið í flestum tilfellum. Þá hljóp þing- ið 1927 undir bagga með útgerð- armönnum og setti lög um það, að þeim væri heimilt að veðsetja óveiddan og veiddan afla fyrir- fram fyrir eina vertíð í einu, og máttu þeir sjálfir geyma fisk- inn. Atvinnustarfsemin horfði því þannig við hjá þessum mönnum: allar eignir þeirra voru veðsettar og til þess að geta haldið skip- unum út, urðu þeir að fá rekst- urslán hjá bönkunum gegn veði í óveiddum afla, þ .e. fiskinum í sjónum. Yrði ágóði á vertíðinni lenti hann hjá „atvinnurekandan- um", en yrði tap, hlaut það að lend'a á bönkunum og þar með þjóðinni, sem ábyrgist skuldir bankanna. Hér er því áreiðanlega um að ræða verstu tegund rfkis- reksturs, sem þekkst hefir. Með lögunum frá 1927 var út- gerðarmönnum veitt stórfeld lagalég ívilnun, þar eð þeim var leyft að veðsetja hluti, sem ekki voru til og óvíst var hvort verða myndu til. Heimild sú, sem bönk- unum var veitt til þess að lána þeim út á óveiddan afla, er sama eðlis og ef bændum, sem áður hefðu veðsett bújörð sína og bú- stofn allan, fram yfir sannvirði, væri heimilaður aðgangur að lánsfé bankanna gegn veði í væntanlegum heyfeng á næsta sumri eða væntanlegum lömbum á næsta vori. Það eru því engin smáræðis sérréttindi til lánsfjár baakanna, sem hinum stórskuld- ugu útgerðarmönnum voru veitt með lögunum 1927, á ábyrgð alls þjóðfélagsins. En sérréttindum fylgja skyld- ur. Og nú reyndi á siðf erðisþroska útgerðarmannastéttarinnar. Lík- lega er það einsdæmi að þjóðfé- lag hafi veitt heilli stétt manna, sem flestir eru eignalausir, eða verra en eignalausir, önnur eins fríðindi. Og útgerðarmannastétt- inni bar sérstök skylda til að sýna nú félagsþroska sinn og þekkingu á skyldum sínum gagn- vart þjóðfélaginu, er stóð í á- byrgðinni fyrir þá og jós í þá sparifé sínu. Þjóðin hafði sýnt útgerðarmönnum meira traust en öðrum borgurum og áhætta þess var nægileg, þótt í gegn kæmi fulllur heiðarleiki stéttarinnar. En á þeim stutta tíma sem lið- inn er frá. því lögin voru sett, hefir það komið í ljós, að traustið á stéttinni var oftraust og heið- arleikinn minni en skyldi. Eyðslu- stéttinni var orðið svo tamt að skoða veltufé bankanna sem sitt eigið fé, að henni hefir ekM þótt taka því að bæta réð sitt að neinu, þótt henni væru veitt for- réttindi fram yfir alla aðra þegna þjóðfélagsins. Svo sjálf- sagt þótti henni að féð gengi til sín, hvað sem öllum tryggingum líði. Og keppni eins stærsta út- gerðarfélagsins í það, að ná í milliliðagróðann af fisksölu, virð- ist hafa blindað forstjóra þess svo, að þeir telji sér alls ekki skylt að virða rétt bankanna og þjóðarinnar, þegar um gróðavon fyrir þá sjálfa er að ræða. Almenningi er nú kunnugt um aðferð Þórðar Flygenring gagnvart bönkunum á síðast- liðnu ári. Hann hafði sem fleiri notfært sér heimild laganna frá 1927 og tekið lán í bönkunum svo morgum hundruðum þús- unda kröna skifti, út á veiddan og óveiddan afla. Þegar hann varð gjaldþrota, áttu yfír 400 þúsund kr. af skuldum hans að vera fulltryggðar með fiskveði. En þá kemur í ljós, að allur fisk- urinn að heita má hefir gengið til Kveldúlfs, ýmist upp í eldri stórskuld Þórðar við félagið eða gegn greiðslu, sem Þórður hafði síðan eytt en ekki látið ganga til bankanna. Af því að fram- ferði forstjóra Kveldúlfs í þessu máli' varpar skýru ljósi yfir það, hvernig helztu fyrirsvarsmenn útgerðarmannastéttarinnar rækja þjóðfélagsskyldur sínar og á hvaða stigi viðskiftasiðfræði og almennur heiðarleiki þerra stend- ur, er ekki nema sjálfsagt að þjóðinni verði gefinn kostur á að kynna sér afskifti þeirra af hinni refsiverðu fisksölu Þórðar Flyg- enrings. 400 þús. kr. tap bank- anna á Þórði Flygenring lendir óhjákvæmilega á einn eða annan hátt á allri þjóðinni, og hún á því heimtingu á þvi að fá gögnin lögð á borðið. Hér er ekki tækifæri til að skýra frá nema aðaldráttum þess, sem upplýstist við hina op- inberu réttarrannsókn gegn Þórði Flygenring og er aðallega stuðst við dómsforsendurnar. Við rannsóknina sannaðist að sumarið 1929 hafði Þórður gert sig sekan um samskonar svik- semi gagnvart bönkunum og árið 1930, þ. e. selt veðsettan fisk og eytt andvirðinu. Til þess að svik- semin kæmist ekki upp, leitaði hann á náðir vina sinna og kunn- ingja, framkvæmdastjóra Kveld- úlfs, tjáði þeim vandkvæði sín og bað þá um. að leysa út fyrir sig í bönkunum víxla þá, er fiskur- inn hafði verið að veði fyrir. Þetta gekk eftir nokkuð stapp. Kveldúlfur leysti út víxlana, svo að bankamir urðu ekki í það sinn varir við svikin, en Þórður komst út af þessu í 137 þús. króna iskuld við Kvöldúlf. Ekki varaði Kveldúlfur bankana við að eiga framvegis viðskifti við Þórð. Þvert á móti bar Þórður það fyrir réttinum að hann hafi lof- að Kveldúlfi því að greiða 137 þús. króna skuldina með fyrstu iánum, er hann fengi í bönkun- um 1930 út á óveiddan afla. En á vertíðinni 1930 lét Kveldúlfur sér ekki nægja að taka lánin sem Þórður fékk í bönkunum upp í skuld sína, heldur tók hann veð- setta fiskinn líka jafnóðum að heita mátti og hann kom í land. Og ekki nóg með það. Kveldúlfur sendi togara sína til Hafnarfjarð- ar tál þess að taka kol og salt af Þórði, sem hann hafði ætlað llnu- veiðurum sínum. Kveðst Þórður þó hafa margsinnis sagt einum af forstjórum Kveldúlfs fyrir og eftir áramótin 1929—30, að hann yrði að gefa sig upp, því skuld- irnar væru óviðráðanlegar. Lítur út fyrir, að forstjórarnir hafi lítt kært sig um að Þórður f ram- seldi bú sitt meðan skuld hans til Kveldúlfs var ekki greidd. En þetta „vinarbragð" forstjóranna, að taka veðsetta fiskinn af Þórði hafði þær afleiðingar fyrir hann, sem nú eru á daginn komnar. Bankarnir kröfðu, sem sjálf- sagt var, Kveldúlf um andvirði fisks þess, sem til hans hafði runnið, en bankarnir áttu með réttu að fá, en Kveldúlfur neit- aði að láta eyri af því og eru bankarnir nú í máli við félagið út af andvirðinu. I stað þess að skila aftur veðinu var Pét- ur Magnússon sendur í bankana til þéss að biðja um eftirgjafir Þórði til handa og að málshöfð- un gegn honum yrði látin falla niður. Það náði þó ekki fram að ganga, en kunnugir eru ekki í neinum vafa um, að þeirri mála- leitan hefði verið öðruvísi tekið af þeirri stjóm Íslandsbanka er hrökklaðist úr sessi á þinginu 1930. Það skal endurtekið, að þjóðin öll á heimtingu á því, að gögn- in séu lögð skýrt og afdráttar- laust á borðið. En Flygenrings- og Kveldúlfsmálin munu standa framvegis sem óbrotgjarn minn- isvarði um réttindaveizlur ís- lenzku þjóðarinnar til hinnar stórskuldugu útgerðarstéttar og manndóm þann, heiðarleik og drenglyndi, er í móti kom. Og mörgum myndi finnast, að Ólafi Thors, sem er einn af framkvæmdastjórum Kveldúlfs, hefði verið.sæmra að taka dálítið minna upp í sig en hann gjörði þegar minnst var á Flygenrings- málið og veðsetta fiskinn í út- varpsumræðunum fyrir mánuðí síðan. WerMlMk tala áBÍIdudal. Nýlega fór Jón Þorl. um vest- urhluta Barðastrandarsýslu og boðaði þar til nokkurra lands- málafunda í þeim tilgangi að rétta hluta Hákonar í Haga móti Bergi sýslumanni, sem nú þykir miklu líklegri til að ná kosningu. Bíldudalur hefir fram til þessa verið rambyggilegt vígi fyrir í- haldið. Þótti þeim Hákoni og Jóni miklu skifta hversu færi þar og urðu þeim það mikil vonbrigði er í ljós kom að meirihlutinn í þeim hreppi fylgdi Framsókn. En annað enn leiðinlegra kom fyrir þá Jón og Hákon. I lok fundarins kom í ræðustólinn eimi af hreppsnefndarmönnunum, myndarmaður hinn mesti. Sagði hann sorglega sögu af íhalds- framkvæmdunum á Bíldudal. Á stríðsárunum var þorpið að 'gera sér rafstöð. Halldór Guðmunds- son stóð fyrir því verki. Vatns- afl skyldi nota, en skip sökk með þriðjunginn af þrýstipípunum. Þá var gerður samningur við Pípu- gerðina í Rvík, að steypa pípur í staðinn. Jón Þorl. var þá og er enn einn aðaleigandi þess fyrir- tækis. Pípurnar voru búnar tíl, og settar niður um haust Þær kostuðu 8000 kr. Samningur var gerður um pípurnar, að ef eitt- hvað gengi miður vel með þær, þá skyldi nefnd úr verkfræðinga- félaginu leggja þar á úrslitadóm. Nokkra eftir að pípumar vom settar niður spmngu þær og komu stór gos úr hverri sprungu, en rafvélarnar hættu að ganga. Urðu allar pípumar ónýtar. — Hæstiréttur verkfræðingafélags- ins dæmdi íbúum Bíldudals 1200 kr. í skaðabætur. Jón Þorl. fékk 6800 fyrir þessa handónýtu vöm. Nú kom röðin að Hákoni. Hann var þingmaðurinn. Stöðin hafði fengið lán úr viðlagasjóði, en gat illa borgað vexti og afborganir, því að verkið varð mörgum sinn- um dýrara en áætlað var. Vildu þorpsbúar nú biðja Hákon að fá eftirgjöf á láninu, þar sem þeir hefðu orðið fyrir svo miklum skakkaföllum með pípumar. En Hákon virðist ekki hafa hreyft því á þinginu. Nú heimtaði þessi forsvars- maður Bíldudals svar af þeim báðum. Jón svaraði með dræmingi. Viðurkenndi að hann hefði átt mikið í pípugerðinni, og verið þar í stjórn. Taldi hafa orðið mistök á steypunni og að þorps- búar hefðu fengið sínar 1200 kr. í skaðabætur og þar við yrði að sitja. Hákoni vafðist tunga um tönn. En eiginlega skildu fundar- menn helzt, að hann myndi ekki hafa viljað tala um þetta verk- fræðis-afrek Jóns Þorl. nema sem allra minnst. Annars er margt furðulegt við þetta rnál. Fyrst að maður sem kallar sig verkfræðing skyldi hugsa til að hafa pípur úr steypu utan um vatn með miklum þrýst- ingi. 1 öðm lagi, að Jón skyldi geta fengið sig til, að fyrirtæki sem hann átti og stýrði, gerði verkfræðingafélagið, þ. e. hans eigin klíku, að úrshtadómstól í máli, sem svo mjög snerti hags- muni hans. 1 þriðja lagi er dóm- ur þessa félags sannarlega mjög hagstæður fyrir pípugerðina, þar sem allt verkið varð gersamlega ónýtt fyrir Bílddæhnga, og þar sem þeir höfðu treyst á sérfræð- isvit eiganda verksmiðjunnar. Að lokum er hhfð Hákonar við flokksforingja sinn meir en skilj- anleg. En allt þetta mál er dýrt og vont fyrir Bíldudal. Þorpið hefir þessa skuld eftir, og trún- aðarmenn þess hafa einhvem- veginn engu getað til vegar kom- ið, þeim til bjargar. Það er leiðin- legt fyrir Jón Þprláksson að geta hvergi farið um, hvorki í Reykja- vik eða út á landi öðm vísi en að reka sig á áþreifanlega sönnun fyrir því, hvað gáfur hans og þekking ná skammt. Hér í Reykjavík kinkar Kveldúlfsbúkk- inn kolli framan í Ölaf Thors með hverri f jöru, eins og sýnilegt tákn um afburðagáfur „heila heilanna" er Ólafur nefndi svo. Austanfjalls þakka bændur í Fló- anum fyrir skurðina, sem ekki áttu að frjósa. I Borgarfirði er Gljúfurárbrúin og á Bfldudal eru sementspípurnar, sem kostuðu þorpið 8000 kr. og sem aldrei hefði átt að reyna að gera, því að hverjum leikmanni var fyrir fram sýnilegt, að hér var um dæmafáa slysalausn að ræða. Fundarmaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.