Tíminn - 11.06.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.06.1931, Blaðsíða 2
154 TIMINN Framsóknarmenn í Reykjavík eru beðnir að kjósa snemma á föstudag, ef þeir koma því við. Framsóknarmenn eru beðnír að ganga til kjörstaðar, þeir sem fullhraustir eru. Hinsvegar mun skrifstofa listans hafa við hendína bíla handa þeim sem lasburða eru eða eiga óhægt um kjörfundarsókn af öðrum ástæðum. því sem menn segja. En nú er hann samt kominn í bæinn aftur. Á hverjum degi, síðan þetta bar við, hafa verið haldnir stjórnmálafundir einhverstaðar. Og á fimmtudaginn þann 15. apríl var skorað á Tryggva þórhallsson að segja af sér, sem hann auðvi ...’) Lesendur Tímans hafa sjálf- sagt orðið hissa á að frétta um hinar siðlausu aðfarir gag-nvart heimili forsætisráðherra í bylt- ingarvikunni. Sennilega hafa þeir orðið nokkuð mikið undrandi, sem heyrðu Jón Þorláksson lýsa því yfir að framkoma Reykvík- inga (og í því efni var aðeins um upphlaupsliðið að ræða) hefði verið sérlega „prúðmannleg-'1 þessa daga! Sá maður sem eins og Jón Þorláksson hefir iifað með í þessum æsingum og að nokkru leyti komið henni af stað, og orð- ið að síðustu fórnarlamb þeirra, þarf að vera meir en lítið brjóst- heill til að geta lagt sér í munn þvílík orð. Og undrun manna, sem standa utan við þessar æsingar, bæði í Reykjavík og annarsstaðar verð- ur áreiðanlega enn meiri er þeir sjá að hér er ekki um neitt augnabliksfyrirbrigði að ræða. Hér koma fram ný og ný afglöp, Einar Arnórsson hefir á fund- um hér í Rvík og í Vísi talað. um að Framsóknarstjómin hefði notað landsfé í sína þágu í ferða- lög, varðskipa og bíla. Allar stjómir nota varðskip, hesta og bíla í ferðalög. Hannes Hafstein fór til Grímseyjar á varðskipi 1905. Magnús Guð- mundsson fór á varðskipi í kosn- ingaleiðangur norður 1927, og lét skipið bíða eftir sér 4 tíma á Hvammstanga meðan verið var að gera við úrið hans! Jón Þorl. lét Óðinn sækja sig upp í Borg- ames 1926, eftir að hann og Tr. Þórhallsson höfðu felit Sig. Egg- erz vestur í Dölum. Eftir kenningu Einars Amórs- sonar hafa þeir Hannes, Magnús og Jón verið þjófar að kolum þeim, er skipið brenndi, meðan þeir voru innanborðs. Annars hefir núverandi stjóm notað varðskipin í þarfir al- mennings á margan hátt, til að flytja sjúka menn milli hafna, sjómenn, skólafólk á fræðiferð- um, embættismenn landsins í op- inberum ferðum o. s. frv. Þegar efstu menn flokkanna og um- boðsmenn þeirra fóm með varð- skipum milli hafna á framboðs- fundina síðastliðið vor, þá var sú ferð gerð í þjónustu almennra hagsmuna. Með því einu móti gátu kjósendur landsins kynnst skoðunum og áhugamálum fram- bjóðendanna. Og flokkarnir höfðu fullkomið jafnrétti í þessari ferð, svo að stjómarflokkurinn hafði að engu leyti betri aðstöðu en hinir. Jón Magnússon byrjaði að hafa á ríkiskostnað hesta fyrir stjóm- arráðið. Magnús Guðmundsson og Sigurður Eggerz notuðu þessa hesta í kosningaleiðangur. Magn- ús fór með þá norður í Skaga- fjörð. Hann lét ríkisvaldið kosta för sína að þessu leyti móti öðr- um flokkum. Var Magnús þjófur að hestunum og því heyi, sem þeir átu, eins og Einar Arnórs- son virðist hugsa sér? Dæmi um það hve sanngjam- lega núveiandi stjóm hefir búið *) Stíllinn er gjörður í „íhalds- skólanum“ svonefnda (Gagnfræða- skóla Reykvíkinga), sem Agúst Bjarnason húskólakennaxi veitir for- stöðu. nýjar og nýjar sannanir fyrir því að landið er að eignast vísi að manntegund, sem getur svift þjóðina frelsi, mannorði og von um framtíðarlíf fyrir menntaða íslenzka þjóð á íslandi. „Verkin hafa talað“ í þessu efni fyrir nokkum hluta íhalds- æskunnar í Reykjavík. ÖIl þjóðin þarf að skilja hvað hér er á ferð- um, og hvaða hætta getur af því stafað fyrir land og lýð. Hér verður ekki komizt utan um þá staðreynd að skrílmyndun er að gerast hér á landi, í höfuðstaðn- um og væntanlega víðar. Það er ekki sannað, að þessi menningar- sýki hafi enn náð nema til lítils minni hluta af hinni uppvaxandi kynslóð. En hér er þó um sjúk- dóm að ræða, sem er alvarlegur. Og öryggi þjóðfélagsins minnkar en vex ekki, ef það kemur í Ijós að menn í hinum þýðingarmestu trúnaðarstöðum við uppeldismál landsins eru gegnsýrðir af hugs- unarhætti, sem er sérstaklega óafsakanlegur fyrir þá menn, sem eiga að hjálpa foreldrunum til að móta hina ungu kynslóð til dáð- mikils lífs. Þingrofið og kosninga- baráttan í Reykjavík hafa opnað augu þjóðarinnar fyrii' þeirri hættu, sem hér vofir yfir. J. J. að andstæðingum sínum, er það, að í tíð fyrverandi dómsmálaráð- herra, Jónasar Jónssonar, mun einn hinn harðsnúnasti íhalds- maður, Hákon alþm. í Haga, a. m. k. fimm sinnum hafa verið sóttur og fluttur með varðskipi að Haga, og Þórarinn á Hjalta- bakka norður á Blönduós. Fram- sóknarstjómin leit jafnt á þarfir allra, líka í þessum efnum. En úr því Einar Amórsson kennir sig mann til að byrja á umræðum um eigingimi stjóm- málamanna yfirleitt. Þá virðist einsætt að athuga, hvernig hann er sjálfur í þeim efnum. Hér skal tvennt tekið til athug- unar. Bitlingasaga hans hjá íhaldinu og kostnaður við hann í lögjafnaðamefnd, og þó aðeins tekin nokkur ár. Það var sannað á þingi 1930, að Einar hafði fengið á þrem ár- um' sem íhaldið fór með völd, rúmlega 60 þús. kr. úr ríkissjóði fyrir vinnu sína og leiðbeiningar íhaldinu til handa. Einar er þann- ig hin mesta beinaskjóða, sem nokkur stjórn hefir reynt að fylla. Hann hefir hámað ríkissjóð- inn í sig hjá íhaldinu eins og há- karl minni dýr í hafinu. Einar hefir setið í lögjafnaðar- nefnd frá því hún tók til starfa. Hann fékk Jón Magnússon til að ákveða hverjum nefndarmanni 2000 kr. laun fyrir þetta starf, og ferðakostnað eftir reikningi. Voru þeir reikningar oft í harð- ara lagi, eins og síðar mun sýnt verða. Tíminn benti á fyrri árum sln- um á þessa ógegnd, að Bjami, Einar og Jóh. Jóh., sem allir voru hálaunaðir menn, skyldu taka 2000 kr. auk ferðakostnaðar fyrir nokkurra daga aukastarf. Vegna áhrifa Tímans ákvað þingið að þóknun þessi skyldi lækka ofan í 500 kr. á mann. Einari Arnórssyni þótti þetta harðir kostir. Bein var tekið úr munni hans, bein, sem hann ætl- aði að búa að alla æfi. Og Einar fór í mál við landið út af því, að beinið mætti ekki minnka. Vonarbréf Jóns Magnús- sonar átti að vera meira virt en ákvörðun Alþingis. Einar varði sjálfur mál sitt fyrir undirrétti og hæstarétti og tapaði því algerlega. Lagavizka hans var ekki meiri en raun bar vitni um. Hann sýndi þá, eins og í því að skilja ekki mun á þing- slitum og þingrofi, að hann er einhver aumasti liðléttingur í lagaskýringum, sem þetta land hefir átt. Eftir að Tíminn var búinn að koma fram þessum sparnaði, fann Einar nýja leið til að eyða pen- ingum úr ríkissjóði í sambandi við lögjafnaðarnefnd. Ferðir hans og þeirra félaga til Khafnar verða í allra dýrasta lagi. Áiið 1925, þegar íhaldið sparaði sem mest á öllum framkvæmdum, eyddi hann í þessa stuttu ferð til Kaupmannahafnar 4447 krónum, en Jóh. Jóh. 5084 kr. Tíminn átaldi þessa hneykslanlegu reikn- inga og 1927 eyðir Einar ekki nema tæpum 3000 kr. í ferðina, en Jóh. Jóh. nálega 3400 kr. Á þingi 1928 gerði Framsóknar- stjómin þá breytingu á þessu, að ætla hverjum af hinum 4 nefndarmönnum 1500 ísl. krónur i ferðakostnað til Khafnar og að kaupið skyldi með öllu falla nið- ur. En Einar var ekki af baki dottinn, því að 1929 nær hann 1500 kr. í Danmörku hjá sendi- herra og lætur útborga sér þær í dönskum krónum. Með því móti tókst honum að koma ferðafé sínu upp í liðlega 1800 kr. Hinir þrír nefndarmennimir: Jóh. Jóh., Jónas Jónsson og Jón Baldvins- son hlýddu lögunum eins og vera bar og fengu hinar 1500 tilskyldu íslenzku krónur. Fullur sparnað- ur varð á þessu árið 1930. Þá í fyrsta skifti fengu nefndarmenn- imir hvorki kaup eða ferðapen- inga. Framsóknarflokknum og stjóminni hafði þá tekist að pína Einar stig af stigi, þar til hann, í stað þess að fá mörg þús. kr. fyrir nokkurra daga ferð og smástarf, var farinn að vinna föðurlandinu fyrir ekkert í þessu efni. En það er bezt að segja það eins og það er, að Einar ger- ir þetta nauðugur. Hann finnur líkt til og hungraður hákarl í nánd við feitan sel, þegar hann kemur auga á landssjóðinn. Ein- ar veit að það er Jónas Jónsson sem hefir sett fégimd íhalds- manna í nefndinni þessar skorð- ur, einmitt eftir að J. J. sjálfur kom í nefndina og gat sjálfur haft hagsmuni af að gerast sam- sekur Einari og Jóh. um fjár- braðl úr ríkissjóði. Verkin tala hér sem endranær. Árið 1925 eyða þrír íhaldsmenn, Einar, Bjarni og Jóh. Jóh. 15,756 kr. í ferð þessa til Danmerkur. Árið 1927 eyða 4 fulltrúar, þar af Jónas Jónsson og Jón Bald- vinsson ekki nema 11,856 kr. En árið 1929, þegar J. J. er búinn að koma eyðslu þessari enn niður til muna, kosta sömu 4 menn ekki nema 7884 kr. eða um það bil helmingi minna held- ur en Jón Þorl., sá sparsami fjármálamaður, lét þrjá vini sína eyða 1925 fyrir sömu ferð. Og hátíðaárið 1930 fékk nefndin í fyrsta sinn ekkert kaup. Von er að Einar Amórsson sé C-liatinn er Framsóknarlistinn. drjúgur yfir hinni stöku óeigin- girni sinni við ríkissjóð, og þyki dæmalaust að vita hvað fyrver- andi dómsmálaráðherra J. J. hafi gert miklar kröfur sér til handa. Kjósandi. ----o--- HÉiir íhiÉs Sá orðrómur er farinn að ber- ast um bæinn, og borgarstjóri borinn fyrir, að sigri Framsókn við kosningarnar, þá verði helm- ingnum af þeim mönnum, sem nú hafa vinnu hjá Reykjavíkur- bæ, samtals 70 mönnum, sagt upp vinnu, en sigri íhaldið, þá muni engum þessara manna verða sagt upp vinnunni. Er hér um hina lúalegustu hót- un að ræða. Og hana svo viður- styggilega, að ólíklegt er að nokkur maður láti hana koroa að tilætluðum notum. Ekki er um fjárskort að ræða, úr því að allir geta fengið vinn- una ef íhaldið sigrar. Og nóg era verkefnin. Og nóg er vinnuþörfin, og hún ein er svo aðkallandi, hún ein er svo brýn, að það kemur alls ekk- ert málinu við, hvort Framsókn eða íhaldið sigrar, úr því að nög- ir era peningar til þess að vinna fyrir. Og ætli Knútur borgarstjóri, Jakob Möller og Einar Arnórs- son að svifta 70 heimilisfeður atvinnu, aðeins fyrir það, að þjóðin treysti betur Framsóknar- mönnum en íhaldinu að fara með völdin í landinu, hvaða aðferðum myndi þá íhaldið yfirleitt leyfa sér að beita gegn andstæðingum sínum í landinu, ef það með að- stoð sinna nýju bandamanna fengi einhverskonar meirahluta- aðstöðu við kosningamar ? Þá hefir ennfremur borist um bæinn að tvö firmu, sem undan- farið hafa selt byggingarefni hér í bænum, láti þau boð út ganga, að þeir láni alls ekki byggingar- efni fyr en eftir kosningar. Þau vilji alls ekki lána timbur og sement ef Framsókn sitji á- fram við völd, þá muni veðdeild- in ekki verða starfrækt. En ef íhaldið sigri, þá skuli menn fá lánað byggingarefni eftir þörf- um. Er hér um samskonar hótun að ræða. Veðdeildin hefir aldrei látið úti jafnmikið fé á jafnskömmum tíma eins og síðan Framsóknar- stjómin kom til valda. Engum flokki er betur ti'eyst- andi til þess að beina starfsemi veðdeildarinnar í það horf, að hún bæti sem fyrst og sem bezt úr húsnæðisvandræðunum, en einmitt Framsóknarflokknum. Ein aðferðin í því efni væri sú, að varast að festa fé veðdeildar- innar í jafnríkum mæli og áður í mjög dýrum einbýlishúsum. En almenningur ætti sízt að harma það þótt þessi hótandi MUNIÐ FLOKKSFUND FRAMSÓKNARMANNA í K. R. húsinu kl. 8 í kvöld. Allir fylgismenn C-listans vel komnir meðan húsrúm leyfir. firmu hættu að verzla með bygg- ingarefni, því óefað yrði ein- hverjir til þess að selja hér timbur og sement og það þótt það væri ekki útaf eins mikið dýrara, en sumstaðar annarstað- ar á landinu, eins og hingað til hefir átt sér stað. Reykvískir borgarar! Haldið þið að enginn mundi fást til að „höndla“ með bygg- ingarefni upp á þau býti, að hafa ráð á því að borga t. d. 63 þús. krónur í útsvar af fyrirtæk- inu á ári. En þetta er annari þessari verzlun gert að greiða í bæjarsjóð á þessu ári. Og haldið þið að það sé nokk- uð annað en ódrengileg kosninga- hótun að firmað vilji ekki vinna til að græða svo mikið fé á næstu áram, að það hafi ástæðu til að borga 63 þúsund krónur í útsvar — þótt Framsóknarstjóm fari með völd í landinu. Þetta lét Völundur sig hafa, að græða svona mikið í tíð Fram- sóknarstjómarinnar, sem setið hefir að völdum til þessa! ---~o--- thaldsrógur um lánstraust landsins. Kommúnistar, Mbl. og Jón Öl- afsson í Rangárvallasýslu segja að íslenzka ríkið sé vegna lántöku landsins í haust komið undir eft- irlit eins eða fleiri enskra stór- banka. I allt fyrrasumar hélt Mbl. því fram og sumir íhaldsmenn, að ís- lenzka ríkið brysti gersamlega lánstraust erlendis. En hvemig fór? Claessen fór til útlanda að fá lán í veðdeild sína og ícom tómhentur. En hon- um mun hafa verið tilkynnt, að hann mundi geta fengið lán ef hann hefði ríkisábyrgð. Jakob Möller fór út um sama leyti að útvega lán í Sogið fyrir Reykjavíkurbæ. Hann fékk sama svarið. Reykjavík gat ekkert fengið út á sitt eigið álit, en hún gat fengið lán ef ríkið ábyrgðist fyrir hana. Knútur Zimsen leitaði fyrir sér um smálán í London hjá félagi, sem bærinn hafði áður skipt við. Félagið neitaði um litla viðbót, nema ef það hefði hér sinn trún- aðarmann til að fylgjast með í reikningum bæjarins. Bréf þessa efnis varð Knútur að lesa upp fyrir bæjarstjórn Reykja- víkur. Rógur Mbl. um að íslenzka rík- ið sé háð bönkum og eftirliti er- lendis vegna sinna lána eru til- hæfulaus og vísvitandi ósannindi þeirra er slíku halda fram. Kjósið C-listann. Hákarlar í ríkíssjóði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.