Tíminn - 27.06.1931, Síða 3

Tíminn - 27.06.1931, Síða 3
TlMINN 168 Sumargistihús verður opnað 1 Reykholti 1. júlí n. k. Ungfrú Margrét Auðunsdóttir Reykholti gefur upplýsingar, Landspitalinn. Tveir kandídatar verða ráðnir á Landspítalann 1. október þ. á., annar á liandlæknisdeild til 6 mánaða, en liinn til eins árs, (6 mán. á lyfl.deild og 6 mán. á handl.deild). Laun kr. 150.00 á mán., auk fæðis og húsnæðis. Umsóknir send- ist skrifstofu spítalans fyrir 15. ágúst. STJÓRN LANDSPÍTÁLÁNS. kostnaður við umhleðslu hér sé 12—15 kr. fyrir hverja smálest og er þá ekki að furða þó gert sé allt, sem hægt er, til að losna við umhleðslu hér. Ég' ætla í þessu sambandi að nefna eitt lítið dæmi. Af áburði sem e. s. Súðin kom með frá Noregi í vetur, komu 350 smálestir, sem þurfti að geyma og flytja svo á ýmsar hafnir með vorinu. Ef nú áburðinum hefði verið skipað upp hér í Reykjavík, hann geymdur hér og skipað út aftur, hefði nálega allt, sem fékkst fyrir flutnfínginn á honum frá útlöndum og hingað tií lands farið í umhleðslukostnaðinn. Varð því að taka það ráð, að umhlaða honum á Akureyri, þar sem kostnaðurinn við það reyndist rúmlega helmingi minni en hér. Þó þetta sé aðeins lítið dæmi, sýn- ir það þó ljóslega, að þania voru handtök tekin frá atvinnulitlum Reykjavíkurbúum, af því Reykja- vík var ekki samkeppnisfær á þessu sviði; og þeim fjölgar stöð- ugt handtökunum, sem héðan missast, ef ekki verður aðgert. Þá iiggur næst fyrir að athuga hvers vegna upp- og útskipun er svo dýr hér; ekki er það af því að vinnulaunin séu hærri hér en t. d. á Akureyri. Orsökin er við höfnina. Bryggjuplássum og vöru geymsluhúsum er hér óhag- anlega fyrir komið; vörugeymslu- húsin liggja svo langt frá hafnar- bakkanum, að aka verður vörun- um á mótorvögnum frá skipshlið að þeim og liggur það í augum uppi, að það gerist ekki kostnað- arlaust, burt séð frá þeim skemmdum, sem vörur verða oft fyrir á þeirri leið, þegar unnið er að út- og uppskipun í vondu veðri. Allstaðar, þar sem ég þekki til erlendis, er kostað kapps um að hafa vöruskýli sem næst hafnar- bakkanum, helzt þannig, að bóm- ur skipanna ná inn í skýlisdyrn- ar. Vörumar ern síðan geymdar í skýlunum þar til þeim annað- hvort er skipað um borð í annað skip (umhleðsluvörur) eða ekið í vörugeymsluhús eigendanna. Ef hér við höfnina væru byggð þannig löguð skýli, mundi kostn- aður við út- og uppskipun minnka ótrúlega mikið; ég býst við að umhleðslukostnaður mundi flutningskostnaði vmi 141 þúsund krónur. Nú má gera ráð fyrir því, að það myndi kosta um 60 þús. kr. meira á ári að viðhalda vel mal- arvegi á milli Reykjavíkur og Öl- fusár, en að viðhalda vegi með slitlagi úr járnbentri steinsteypu. Sparnaðurinn við flutninga og vegaviðhaldi yrði því um 201 þús. krónur á ári. Kostnaðurinn við að leggja slit- lag úr járnbentri steinsteypu 2,75 m. breitt og 15 cm. þykkt í miðju, myndi verða um 2,5 miljón kr. fyrir 60 km. Vextir af 2,5 milj króna með 7% er 175 þús. kr. á ári. Spam- aðurinn á flutningskostnaði og vegaviðhaldi með því að nota slitlag úr jámbentri steinsteypu er eftir áðurnefndum útreikningi 201 þús. kr. á ári. Mismunurinn á þessmn tveim upphæðum er 26 þús. krónur, sem nota mætti á fyrsta árinu eftir að steinsteypan væri lögð til þess að afborga þær 2,5 milj. sem hún myndi kosta. Það má búast við, að slitlag úr steinsteypu þyrfti viðgerðar með þegar það er 20 ára gamalt. Hinn frægi verkfræðingur, próf. Agg, gerir í bók sinni („Construct- ion of Roads and Pavements") ráð fyrir því, að steinsteypa, sem hefir orðið fyrir mikill umferð, haf rýrnað í verði um 25% þegar hún er 20 ára gömul og að hún þurfi þá viðgerðar með, sem er mjög auðvelt að gera með því t. d. að setja nokkra cm. af stein- steypu ofan á hið gamla slitlag. fara úr eins og áður er sagt, 12 til 15 kr. niður í 4—5 kr. fyrir hverja smálest. Það væri nægi- legt til að gera Reylcj avík sam- keppnisfæra sem umhleðsluhöfn og þá um leið sjálfsagðan verzl- unarmillilið fyrir þá staði, sem á millilið þurfa að halda. Það væri óskandi að hafnar- nefnd Reykjavíkur athugaði þetta atriði vandlega, og notaði tækifærið nú méðan verið er að gera við hina nýhrundu bryggju, að láta setja undirstöður og gera aðrar ráðstafanir, sem nauðsyn- legar eru til þess að hægt sé að byggja þar vöruskýli, því ég er í engum vafa um að þau verði byggð hér við höfnina þó seinna verði. Verzlunarstéttin 'nér mun krefjast þess, þegar hún verður þess vör, að verzlunin er að dragast frá Reykjavík vegna dýr- leika hafnarinnar. Eimskipafé,- lagið mun krefjast þess þegar það hættir að geta borið hinn gífurlega umhleðslukostnað, sem það þarf að borga hér. Verkalýð- urinn mun krefjast þess, þegar hann sér fyrir atvinnumissi vegna dýrleika hafnarinnar. P. L. ----o--- Fréttir. Alþingi hefir verið kvatt saman 15. júlí n. k. Tíðin (vikuna 21.—27. júní) Um síðustu helgi brá til rigninga og SA- áttar hér á landi eftir að óvenjuleg þurkatíð liafði gengið um allt land í einar 0 vikur — eða siðan 27. apríl. Á því tímabili kom varla dropi úr lofti á Suður- og Vesturlandi og varla teljandi á Norðurlandi. Á Austurlandi haíði verið nokkur úrkoma með köfi- um, en þá samfara kalsaveðri. Um siðustu helgi var alllivöss N-átt um allt land með rigningu og kalsaveðri. Norðanlands snjóaði niður undir sjó og á Suðurlandi sást grána á fjalla- brúnum. Á mánudag hirti upp með logni, en gekk siðan i SA-átt með rigningu. Hefir tíð verið umhleyp- ingasöm í vikunni og flesta daga rigning sunnanlands. í Reykjavík hefir úrkoman mælst 15 mm. yfir vikuna, í Kvígyndisdal við Patreks- fjörð um 20 mm, á Fagradal við Vipnafj. 8.5 mm. og á Kirkjubæjar- klaustri 47 mm. Ilitinn várð mestur 17 st. í Reykjavík, en lægstur 4.6 st. Slitlagið á veginum á milli Reykjavíkur og Ölfusár myndi þvi hafa rýrnað í verði um 600 þús. krónur eftir 20 ár. En þótt gert sé ráð fyrir að flutningar aukist ekkert á næstu 20 árum og aldrei sparist meira árlega á flutningskostnaði og vegaviðhaldi en reiknað var fyrsta árinu eftir að slitlag úr steinsteypu er lagt, þá hefir sparnaðurinn orðið á þessum 20 árum með 7% vöxtum og vaxta- vöxtum að 1. milj. 160 þús. kr. Hinn hreini gi’óði af því, að leggja þetta slitlag úr jámbentri steinsteypu, yrði því um 50 þús. krónur eftir að það hefir verið notað í 20 ár, þó gert sé ráð fyr- ir því óhugsanlega að umferðin aukist ekkert á næstu áratugum. Eg hefi í þessum útreikning- um áætlað eins varlega og frekast er unnt. Það er t. d. ástæða til að ætla að hlutfallið á milli kostnaðar við flutninga eftir vondum og góðum vegum sé ennþá hærra á Islandi en í Bandaríkjunum, því það sem að- allega gerir flutningskostnað há- an eftir vondum vegum er eyðsla á benzini og slit á bílum, en bæði benzínið og bílar miklu dýrara hér en í Bandaríkjunum. Aftur á móti mun kaup bílstjóra, slysa- tryggingar og önnur föst útgjöld við rekstur bíla vera lægri hér á landi en í Vesturheimi. Þessvegna má búast við, að það sé meira en 27% dýrara að ferðast eftir mal- arvegum heldur en eftir steypt- um vegum hér á íslandi. Og ef slitlög úr jámbentri steinsteypu Útvarpið. Út af árásum,* 1 sem út- varpið hefir orðið fyrri í dagblöðum hér, vegna þess að ekki varð úr því, að leikritinu „Hallsteinn og Dóra" yrði útvarpað, hefir formaður út- varpsráðsins, Helgi Hjörvar, skýrt svo frá, að útvarpsráðið hafi litið svo á, að útvarpinu bæri aðeins að semja við leikstjóra, en hann .hmsvegar samningsaðili gagnvart leikendum og höfundi. Greiðsla frá útvarpinu beint til höfundar hafi því ekki verið áformuð. Greiðsla sú, 350 kr., sem koma átti fyrir leikinn, segir liann að nægt hefði t.il að borga leikendum venjulegt kaup og höfundi 100 kr. Dánarfregn. Hinn 21. júní s. 1. lézt frú Sigríður Bjarnadóttir, kona Jóns Ólafssonar kaupfélagsstjóra í Króks- fjarðarnesi. Skólahúsið nýja í Reykholti verður opnað sem gisti- og dvaiai-staður fyr- ii' ferðafólk nú um næstu mánaða- mót. þar er ákjósanlegur staður fyr- ir þá, sem ætla sér að eyða sumar- lcyfinu i Borgarfirði. þegar farið er um Kaldadal milli súður- og norður- lands, er Reykholt i leiðinni. — Eng- inn þarf að óttast kvef eða kulda inn an veggja i Reykholti, því að mið- stöðvarofnarnir, sem hitaðir eru með vatninu úr Skriflu, eru 80 stiga heit- ir nótt og dag. í Reykholti er síma- stöð og hílvegur lieim í hlað. Fyrsta skófatnaSarverksmiðjan á á íslandi hefir nýlega verið sett á stofn í Reykjavík. Eigandi hénnar er Eiríkur Leifsson kaupmaður á Lauga- vegi 25. Er hér að vísu um byrjun að ræða, en má vænta að fari vax- andi. I verksmiðjunni eru búnir til inniskór og leikfimisskór mest úr innlendu efni, sauðskinni og sel- skinni. Verltsmiðjan framleiðir 80— 100 pör af skóm á dag nú, en flest fólkið er óvant vinnunni ennþá, en framleiðslan vex að sjálfsögðu, þeg- ar því eykst æfing. þó ekki sé hér um stóriðnað að ræða, er þó iiægt að vinna þarna álitlega vöru úr 5—6 þús. sauðskinnum. Er vert að veita fyrirtækinu eftirtekt. Hverskonar við leitni, sem hafin er til að vinna markaðshæfa vöru úr innlendu efni er verð athygli og styrktar almenn- ings. Vilja ekki þeir, sem telja sig mesta sjálfstæðismcnn hér í landi, sýna þjóðrækni sína með því að ganga í fötum úr íslenzku efni og íslenzka slcó á fótunum? Landbúnaðarkreppa í Danmörku. Landbúnaðurinn danski á við óvenju- lega örðugleika að 'stríða nú. Ein aðalframleiðsluvara bændanna, svína- kjötið, hefir á skömmum tíma hrað- fallið svo í verði, að voði þykir fyrir dyrum. Svínaræktin er sú aðferð, væri sett á veginn á milli Reykja víkur og Ölfusár, þá1 væri hægt að nota stóra bíla til vöru- og fólksflutninga. Það er meira en helmingi ódýrara pr. tonn km. að flytja vörur með 5 tonna bíl en með 1,5 eða 2 tonna bíl. Með því að hafa gott skipulag á flutn- ingum og nota stóra bíla til vöru- flutninga mætti spara stórfé. I Vesturheimi og víðast í Ev- rópu eru eingöngu notaðir stórir bílar til langra fólksflutninga, bíl- ar sem hafa sæti fyrir 20—40 manns. Með þesskonar bílum kostar farið á milli Boston og New York (ca. 400 km.) 2 doll- ara (9 krónur). Hér á landi má ]?ví spara stórfé með því að nota hentug, ódýr og fullkomin far- artæki, en þau er aðeins hægt að nota ef vegirnir eru góðir. Það hefir sannast allsslaðar er- lendis, að þegar góðir bílvegir hafi verið lagðir, þá hefir um- ferðin eftir þeim margfaldast á nokkrum árum og það oftast mikið meira en nokkur þorði að áætla. Rílunum fjölgaði hér á landi úr 634 árið 1927 upp í 1539 árið 1930 eða um 143% á þessu tíma- bili og það er enginn vafi á, að bílunum mun halda áfram að fjölga. Vöruflutningar á milli Reykja- víkur og Suðurlandsundirlendis- ins eru mikið minni en þeir þurfa að vera, vegna þess, að lítt færir vegir gera flutningana alltof dýra. Ef vöruflutningar væru ódýrir, þá myndu þeir stórkostlega auk- ast. Og ef steyptur vegur væri sem dönsku hændurnir nota til að geta hagnýlt til fulls mjólkurfram- leiðsluna. Undanrennan er aðallega gefin svínunum og á þann liátt. gjört verð úr henni. Með því verðlagi, sem verið hefir á fleski tii skamms tíma, hefir svínaræktin horgað sig mjög vel. Til þess að gefa iiugmynd um hvað Danir hafa haft upp úr svín- unum skulu nefndar eftirfarandi tölur, teknar eftir dönskum skýrsl- um: Árið 1914 lagði 0 mánaða svín sig að meðaltali á 62 danskar krón- ur, 1920 á 280 kr„ 1922 á 156 kr„ 1927 á 96 kr. og 1930 á 93 kr„ en eftir varðlaginu i júnímánuði í ár aðeins á 40 kr. Samvinnufélög bænd- anna iiafa viða haldið fundi til að ræða ráðstafanir til að rétta hag bændanna og hefir þar oinnig verið leitað til hins opinbera um aðstoð. Sum félögin hafa gripið til þess úr- ra’ðis að verja fé úr varasjóði til að draga úr afleiðingum verðfallsins í liiii í von um að eitthvað rakni úr liráðlega. — Aðalmarkaðurinn fyrir danska svínakjötið cr í Englandi. jþingkosningar á Spáni fara fram jiessq, dagana. Konnngssinnar virðast eiga fáa fomiælendur og er lítið um framboð af þeirra hálfu. þingmenn verða um 500. Fjórar spánskar borgir keppast um að verða aðsetursstaður þingsins og hefir a. m. k. ein þeirra \ boðist til að lcggja fram fé að nokkru til þinghaldsins, ef svo mætti verða. Líklcgast er talið, að þingið verði háð i höfuðborginni Madrid. En sú borg stendur inni á miðri hásléttunni og hitinn um liásumarið er þar 40 stig í skugganum. Er ekki ósennilegt, að þingmennirnir verði' þungir til vinnu í slíku loftslagi. lagður á milli Reykjavíkur og Ölfusár, þá myndu fólksflutning- ar á milli þessara staða margfald- ast á stuttum tíma. Mundu það ekki vera fáir, sem væru í Reykjavík á sunnudögnm að sumrinu til ef þeir gætu ferð- ast ódýrt á einni klukkustund austur í ölfus eftir sléttum og ryklausum vegi? Mundi það ekki einnig vera hollara fyrir verka- lýð Reykjavíkur að dvelja í sveit- inni í frístundum sínum á sumrin en að vera heima í lélegum húsa- kynnum eða ganga eftir óhreinum götum borgarinnar? Það er verið að tala um að lækka dýrtíðina í Reykjavík, en lnað er fátt sem getur eins vel slitið upp rætur hennar eins og góðar og ódýrar samgöngur á milli Reykjavíkur og stærstu sveitar landsins. Góður bílvegur á milli Reykja- víkur og Ölfusár mundi hafa bein áhrif á líf og lifnaðarhætti um 2/5 hluta af öllum landsmönnum og óbeinlínis myndu allir íslending- ar verða gæða hans njótandi. Frá fjárhagslegu sjónarmiði eingöngu er sjálfsagt að leggja slitlag úr steinsteypu á þennan veg þó ekkert tillit sé tekið til þeirra þæginda og þeirra áhrifa sem því fylgja. Það er ekki hægt að áætla hve mikið íslenzka þjóð- in mundi hagnast fjárhagslega og menningarlega af þessu verki. En tölumar að framan sýna, að verkið er réttmætt frá fjárhags- legu sjónarmiði og það er vafa- laust eitt af þýðingarmestu fjár- Bændur Biðjið verzlanir ykkar um lieyhrifur frá Trésmiðjunni Fjölni með aluminium- tindum og aluminiumstýfuðum haus, en gætið þess vandlega að kaupa að'eins þær hrifur icm eru með okkar stirapli bæði á hausnum og skaftinu. íhaldið og þjóðskipulagið. Hér eru nokkur sýnishorn af því, hvernig ihaldið vill vernda þjóðskipu lagið: í fyrravetur ætlaði það að steypa landsstjórninni með því, að tolja þjóðinni trú um að einn ráð- herrann væri haldinn hættulegum sjúkdómi. í vor leitar það aðstoðar konungsvaldsins til aö kalla til þing- setu menn, sem ekki höfðu umboð til að samþykkja lög. Nú þegar ihaldið hefir beðið kosningaósigur, predikar Jakob Möller fyrir flokksmönnum sinum að „taka rétt sinn“ á annan liátt en lög mæla fyrri. þetta eru mennirnir, sem hrigisað hafa soeial- istum um fjandskap við „þjóðskipu- lagið“. En hvert verður öryggi borg- aranna, ef Jakob Möller og hans lík- ar fá að ráða?. Ennþá er þjóðskipu- lagið sterkara en íhaldið. hags- og menningarmálum þjóð- arinnar. Ef til vill virðist sumum að 2,75 m. breytt slitlag vera of mjótt, en það má breikka það þegar þess þarf með. Undirbygg- ing vegarins ætti að vera 5,5 m. breið. Það þarf því að 1,38 m. breitt slitlag úr möl báðu megin við steinsteypuna, sem aðeins væri notað til þess að mætast á og þyrfti því næstum ekkert við- hald. Þannig gerðir vegir hafa verið notaðir í Bandaríkjunum þar sem umíerðin er lítil og gef- ist ágætlega. Bandaríkjamenn leggja naum- ast vegi nema að þeir séu gróða- fyrirtæki og slitlag úr jái’nbentri steinsteypu hlýtur að gefa þehn góðan arð, því þeir hafa lagt 80 þúsund km. af steyptum vegum og það næstum eingöngu á síð- ustu 10 árum. Ef peninga vantar til að leggja þetta slitlag, þá á að taka lán til vegagerðar eins og til jarða bóta, skipakaupa, arðberandi at- vinnufyrirtækja o. s. frv., þegai’ hún hefir í för með sér fjárhags- legan gróða fyrir þjóðina. Vonandi er að þeir, sem þetta mál kernur mest við, láti til sín heyra á næsta Alþingi til að koma þessu þjóðþrifamáli í framkvæmd. Islendingar borga fyrir slitlag, úr járnbentri steinsteypu, á veg- inn á milli Reykjavíkur og ölfus- ár hvort sem þeir fá það eða ekki, og þeir boi-ga mest ef þeir fá það ekki. Jón Gunnarsson -----o----

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.