Tíminn - 25.07.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.07.1931, Blaðsíða 2
2 TÍMINN héraðanna fá leyfi til að vinna salt til eigin notkunar. Nú átti Gandhi eftir að ná samkomulagi við sína flokksmenn. I marzmánuði stóð allsherjar- fundur indverskra þjóðernissinna í Karachi. En rétt eftir að fund- urinn kom saman gjörðust ýms viðsjárverð tíðindi. Þrír indversk- ir uppreisnarmenn voru um þetta leyti teknir af lífi í fangelsinu í Lahore. 1 tilefni af aftökunni héldu verkamenn í Cawnpore kröfugöngu í virðingarskyni við þá látnu. Um sama leyti brut- ust út óeirðir. Enska stjórnin seg- ir, að þær hafi verið milli Hindúa og Múhameðstrúarmanna, en 500 raenn særðust eða létu lífið, eftir því sem opinberar fregnir herma. Ungur þjóðemissinni veitti Gandhi banatilræði, og taldi hann hafa brugðist málstað sínum. En tilræði þetta hafði öfug áhrif við það sem til var ætlast því að þjóðfundurinn hneig nú svo að segja einróma til fylgis við Gandhi. Þann 30. marz gaf fund- urinn með 298 atkv. gegn 2 Gandhi umboð til að koma fram fyrir sína hönd á væntanlegri framhaldsráðstefnu. Er þá talið að mótstaða þjóðernisflokksins sé úr sögunni, en á því velti nú, hvort Gandhi geti samið við Mú- hameðstrúarmenn um það, á hvern hátt réttur þeirra skuli tryggður innan ríkisins. I Englandi hefir Churchill haldið áfram andstöðu við hina nýju stefnu í málinu. Baldwin foringi Ihaldsflokksins hefir hins- vegar lofað þátttöku af hálfu flokksins í lausn málsins, en gjörir það að skilyrði, að fram- haldsráðstefnan verði haldin í Englandi en ekki í Indlandi, eins og urn hafði verið talað. I fornöld og á miðöldunum var Indland einskonar æfintýraheim- ur í augum Vesturlandabúa. Á 4. öld f. Kr. ætlaði Alexander mikli að leggja landið undir sig en hermenn hans veigruðu sér við að hlýða og sögðu, að Alexander væri að fara með sig á heims- enda. En nú er menning Indverja svipuð gáta og landið áður. ----o---- Jóna í Skógum. Sumarið 1929 kom ég heim til átt- liaga minna, öxarfjarðar í Norður- þingeyjarsýslu, eftir margra ára fjarvistir. Á þessum árum hafði margt breyzt. Fólkið, sem var ungt, þegar ég fór, var nú orðið allroskið, börnin orðin vaxnir menn og konur o. s. frv. Fn hún Jóna í Skógum var furðulítið breytt að öðru en því, að nú studdist hún við tvær hækjur, því að gigtin liafði gjört henni ófært að neyta fóta sinna. þegar ég heilsaði Jónu, sá ég sama hiýja brosið og jafnan hafði mætt mér, þegar ég var barn. Og svipurinn allur bar þess vott, að enn var sálin ung, þótt lik- aminn væri tekinu að hrörna. Jónina Rannveig Davíðsdóttir hét hún fullu nafni, þótt liitt væri mér og ölium liennar kurmingjum tam- aia, að nefna liana Jónu í Skógum. Hún var fædd að Ferjubakka í Öxar- firði 7. jan. 1852. Um tvítugt mun hún hafa flutzt að Skógum til lrjón- anna Björns Gunnlaugssonar og Arn- þrúðar Jónsdóttur. Ekki er nrér kunn- ugt um, hvort hún kom þá beint úr foreldraliúsum, en hitt veit ég, að aldrei átti hún heimili utan Öxar- fjarðar. í Skógum dvaldi hún eftir þetta alla æfi, unz hún andaðist þar seint í marzmánuði í fyrra (1930), þá til heimilis lijá Kristveigu, dóttur Björns og Arnþrúðar, og Gunnari Árnasyni, manni hennar. í fljótu bili mætti ætla, að hér væri tæplega unr svo merkan æfiferil að ræða, að umtalsvert sé. En þó að Jóna væri ekki víðförul um dagana eða æfistörfin nrargiirotin, þá var æfi- starf hennar með þeim hætti, að ekki er hversdagslegt. þau Skógahjón, Björn og Arnþrúð- ur, eignuðust sjö börn, er komust til fullorðins ára. Auk þess var jafnan mannmargt í Skógum ættingja, venzlamanna og vinnuhjúa og rausn í búi í hvívetna. Starf húsfreyjunnar var því ærið umfangsmikið. En hún átti jafnan „hauk í horni“ við barna- gæzluna, þar sem Jóna var. Svo hafa þau sjálf sagt mér, Skógabörn, að oft liafi opinn faðmur Jónu verið þeirra griðastaður, er móðir þeirra hafði öðru að sinna, og einfaldar barnasög- ur eða æfintýri, framsett við þeirra bæfi, verið huggun í hörmum þeirra; sögur, er Jóna hafði að mestu numið af vörum annara, en geymdi i minni tii hinstu stundar. þessi börn uxu, og yfir Skógaheim- ilið fi'iðsæla og barnahópinn glað- væra brá dimmum mótlætisskuggum. Hinir eldri hurfu yfir á landið ókunna og í hóp hinna yngri hjugg- ust og sltörð. En Jóna yfirgaf ekki heimilið, jafnvel þó að systkini henn- ar í Vesturheimi, sem hún jafnan unni af heilum huga, hvettu hana til að koma á sinn fund. Heima i Skóg- um kaus hún heldur að dvelja. þar tók hún svo aftur ástfóstri við börn þeirra barna, er hún í æsku sinni hafði borið á örmum sér. Til hennar gátu þau börn flúið sem annarar móður, eins og þeirra foreldrar höfðu áður gjört. Nú fengu þau að heyra sömu sögurnar, sem pabba eða mömmu þeirra hafði áður orðið til skemmtunar á þeirra barnsaldri. Og sögumar og æfintýrin hennar Jónu urðu þá enn á ný til hinnar sömu blessunar og áður höfðu þau orðið. Og nýi ættliðurinn kunni ekki síður að meta tdýjuna og umhyggjuna hennar Jónu en sá eldri hafði fyrr- um gjört. Loks er æfikvöldið tók að nálgast auðnaðist Jónu að bera þriðja ættlið liins sama kynstofns á örntum sér og ekki örgrant, að fyrstu kvistir liins fjórða ættliðs fengju að kanna blíðu hennar og umhyggju. Og' þó að ættarmeiðurinn frá Skógum væri þá orðinn marggreindur og stæði víðat' fótum en á Skógaheimili einu sam- an, þá var sem Jónu virtist sjálf- sagt að reyna að rétta hlýja hönd að hverjum nýjum kvisti, hverjum veikburða nýgræðingi. Fórnfýsi og umhyggju móðurinnar er við brugðið. En nú spyr ég: Er sú ást minna virði, sú fórnfýsi siðri, sem ég hefi reynt að segja hér frá? Ég held varla. „Um héraðsbrest ei getur, þótt hrökkvi sprek í tvennt", kvað skábi- ið á Sandi. þau orð komu mér ó- sjálfrátt í liug, er mér barst til eyrna andlát Jónu i Skógum. Hvergi var þess getib í blöðum eða tímarit- um, það ég til veit. En þó að líkam- inn væri lítt nýtur orðinn, sá er þar hvarf til moldar, varð þó að sjónar- sviftir mikill. Úr jarðarsölum er horfin kona, sem gleymdi sínum eig- in lífsþægindum, æskudraumum sín- um og vonum, kröfum sínum til lífsins, vegna ástar tii barna, sem voru henni iíkamlega óskyld. Er það ekki einmitt þesskonar ást, sem „bræðir andans ís“? Má ekki einmitt vænta þess, að upp af henni rísi „fyrir ókomna tíma sól“? S. p. -----o----- Grammófónn og útvarp Vegna þess að raddir hafa um >að heyrzt við og. við, að grammó- fónn sé óhæfilega mikið notaður við útvarpið, vil ég leyfa mér að fara nokkrum orðum um það efni. Mér vitanlega hefir þó þessi starfsemi útvarpsins ekki sætt miklum aðfinnslum opinberlega eða yfirleitt tónverk þau, er út- varpið hefir flutt á þennan hátt. Þó hefir nýlega í grein í Alþbl. verið minnst á það, að mönnum væri engin „þægð í þessu grammófónurgi“ o. s. frv. Nú er það flestum mönnum vit- anlegt, að grammófónninn, eigi síður en mörg önnur hljóðfæri, hefir nú á síðari tímum tekið svo miklum umbótum að undrum sætir, svo að þeir eru notaðir við margskonar kennslu víðsvegar um heim allan, og sé um verulega góðan grammófón að ræða, njóta jafnvel hin sígildu meistaraverk tónlistarinnar sín mjög vel. Það á því ekki saman nema nafnið, þegar talað er um grammófóna nú, eins og þeir eru, eða eins og þeir voru fyrir nokkrum ár- um. Það hlýtur því að vera jafn- vel nafnið eitt, sem kemui' svo ó- þægilega við taugar manna, en ekki hljómar þeir, er grammó- fónninn flytur, séu góð verk flutt, og er þá naumast um annað að ræða hjá þeim, sem því halda fram og nefna þennan tónflutn- ing hinu virðulega(!) nafni „urg“, en að þekkingarleysi eða jafnvel hótfyndni ráði dómgreind þeirra um þetta. Það er vitanlegt, að útvarps- stöðvar víðs vegar um heim hafa tekið grammófóninn í þjónustu sína og nota hann mikið. Hins er síður gætt, að aðstaðan í slík- um efnum er allt önnur og betri allsstaðar erlendis en hér. Við íslendingar höfum ekki eins mörgum góðum listamönnum á að skipa eins og stærri þjóðimar. Okkur vantar einnig tilfinnanlega fullkomna symfonihljómsveit, en hér er að eins til vísir til slíkrar hljómsveitar. Þegar nú svo er ástatt hjá oss, sem kunnugt er, að við höfum fá- um mönnum á að skipa, er tekið gætu að sér að flytja stórar tón- srníðar í fjölmennri hljómsveit, en þurfum hinsvegar að hafa nægi- legt verkefni fyrir útvarpið á hverju kvöld í 365 daga ársins og helzt við sem flestra hæfi, má öll- um vera það ljóst, að við vei'ðum að nota grammófóninn að miklu leyti. Hins vegar má fyllilega gera ráð fyrir því, að innl. kraft- ar verði notaðir svo sem völ er á og líklegt er að leysi hlutverk sín vel af hendi. Síðastliðinn vet- ur var Hljómsveit Reykjavíkur útvarpinu hin mesta stoð; hún flutti oft ágætar tónsmíðar, og voru þær að jafnaði vel fluttar, enda gengu allir þeir, sem þar áttu hlut að máli, mjög vel fram, þrátt fyrir marga erfiðleika og slæmar aðstæður, auk þess, sem hljómsveitin var fámenn og á bernskuskeiði. En nú er ekki svo vel, að við getum átt von á því að fá notið aðstoðar Hljómsveit- ar Reykjavíkur næsta vetur, og tel ég það illa farið, ekki einungis útvaipsins vegna heldur og vegna allra framfara tónlistarinnar í landinu, en þær byggjast erlendis einmitt helzt og bezt á fullkomn- um og góðum hljómsveitum. Svo mun og verða hjer, sem allsstaðar annars staðar, er fram líða stund- ir, og þurfa allir íslendingar að vera samtaka um að efla þá við- leitni, sem sýnd hefir verið og farið í þessa átt. Gæti Tónlistar- skólinn starfað áfram og tekið viðunandi framförum á líkan hátt og hann gerði síðastliðinn vetur, mundi útvarpinu verða ómetan- legt gagn að, en á meðan við eig- um enga fullnægjandi hljómsveit, verður útvarpið að nota grammó- fóninn. Á þann hátt getur þjóðin hlustað á ýms af hinum ódauð- legu meistaraverkum ágætlega flutt og sjer til mikils gagns, því nú er mjög vandað til allrar „upp- töku“ á grammófón og ávalt not- aðir úrvals listamenn og hljóm- sveitir til að syngja eða spila tónverkin, svo að þau náist sem bezt og nákvæmast á grammófón- inn sem unt er, og er síður en svo, að hægt sé að kalla slíkar Ura útvarpið Fyi'ir löngu er það alkunnugt hér á landi að Konungl. leikhús- inu í Kaupmannah. hefir verið haldið uppi með stórkostlegum ríkisstyrk. Þó hefir ekki verið skortur á öðrum leikhúsum þar sem hafa borið sig styrklaust. Danir hafa ætíð verið taldir bú- menn góðir og þjóðin fremur sparsöm. En hversvegna verja þeir þá ríkisfé í þetta? Það er af því að Konungl. leikhúsið hef- ir alltaf átt að vera og verið meningartæki þjóðai-innar, eink- um til þess að kenna og varð- veita hi-eint og gott mál þjóðar- innar — dönskuna. Þar í landi — eins og annarsstaðar — er alt- af mikil hætta að málið spillist af mállískum, latmælum og hirðu- leysi fjöldans. 1 Kgl. leikhúsinu er iieitað að málið sé talað skýrt og hreint — hvert orð. Hið sama gildir um allt sem sungið er. Ef íslendingur á tal t. d. við Jóta, og jafnvel marga Kaupmanna- hafnarbúa, er hann oft í vand- ræðum að skilja þá; en komi hann í Konungl. leikhúsið eða önnur leikhús — þau beztu — skilur hann hvert orð. — Svo mikill er munurinn. Við slík leikhús er þess vand- lega gætt að sýna aldrei léleg leikrit, heldur vönduð að efni og formi. Venjulega eru þau mjög fróðleg og hafa mikið menning- argildi — aðeins notaðir valdir leikendur, og útbúnaður allur að sama skapi. Nú hafa íslendingar eignast hliðstætt menningartæki, út- varpsstöðina við Reykjavík. Má ætla að þess verði stutt að bíða að meiri hluti íslendinga hlusti á Útvarpið. Þaðan geta þeir fengið margháttaðan fróðleik og fagn- aðarauka. — Er það gleðileg til- hugsun fyrir alla þá sem láta sér annt um betri líðan fólksins í hinum einangruðu sveitabyggð- um landsins. Hér er um svo merkilegt og áhrifaríkt menning- artæki að ræða, að hneyksli væri .ef þaðan bærist nokkuð annað. en það, sem er vel fallið til að auka gleði og göfga hugsunarhátt hlustenda. Það á að verða hollur skóli fyrir alla íslendinga. Þess var áður getið, að aðaltil- gangur Kgl. leikhússins í Kmh. var að fegra og bæta mál Dana. — Ekki ætti íslendingum síður að vera hugleikið að varðveita málið sitt. Af Norðurlandaþjóð- unum hefir þeim einum tekizt að geyma tunguna fornu og fögru ■því nær óbreytta. Einangrun landsins hefir sennilega hjálpað bezt, og' síðar sögumar, sem fólk- ið lærði og æfðist í að segja frá. — Eftir að sagnaritunin hófst, urðu hér til svo merkilegar gull- aldarbókmenntir, að þær hafa framar öllu öðru orðið til þess að bera hróður þessarar smáþjóð- ar út um allan heim. — Þrátt fyrir þetta kom þó svo hrapar- legt málskemmdatímabil yfir landið, að „lærðu“ mennimir — embættismennirnir — héldu að „fínna“ væri að rita embættis- bréf og skýrslur sínar á útlend- um málagraut. Þar við bættist svo að verzlun landsins varð að mestu leyti í höndum Dana. Dönsku kaupmennimir notuðu sitt mál, eða hrognamál. Þeir færðu viðskiftabækur sínar á dönsku og alla viðskiftareikninga til landsmanna. Vitaskuld varð þetta allt til að spilla meira og meira máli þjóðarinnar, einkum í nágrenni veralana og embætt- ismanna, sem sumir voru líka út- lendingar. Við sem nú lifum hljótum að hugsa um það með sársauka hversu afskaplega okkar fagra máli var misþyrmt, en við hljót- um líka að hugsa um það með gleði að alþýðufólkið reyndist svo fastheldið við tungu sína, að það ■bar gæfu til að bjarga henni. — Við og við reyndu þjóðræknir og menntaðir landar vorir að bæta ritmálið, en verulegur skriður komst ekki á málhreinsunarstarf- ið fyr en útgefendur Fjölnis hóf- ust handa; voru það emkum þeir Jónas Hallgrímsson, Konráð Gísla- son, Jón Sigurðsson o. fl.. Þeir unnu stærsta málhreinsunarsigur- inn. I þeirra fótspor hafa svo flestir íslenzkir rithöfundar fetað. Má því vera, að nú uggi menn ekki menn ekki að sér lengur. En svo má ekki verða. Nú er ekki lengur hægt að treysta á einangr- unina. Island er komið inn í hringiðu menningarinnar. Vofir þess vegna yfir oss alveg sama .málspillingarhættan og öðrum þjóðum. Útvai-pið getur mikið hjálpað í þessu efni, en það getur líka skaðað, ef ekki er dyggilega stað- ið á verði. Og því má aldrei gleyma. Ánægjulegt er að minnast þess, að flestir, sem talað hafa í út- varpið í vetur, hafa flutt erindi sín með réttum framburði og á, svo góðu máli, að vel mætti verða alþýðu til fyrii-myndar. Helzt hef- ir borið út af þessu í upplestri skáldsagna, þar sem lesarinn hef- ir viljað láta bera óþai-flega mik- ið á sinni eign hrifning. Þá þyk- ir og mörgum að ekki sé tilgerð- arlaus flutningur errlendra frétta. Þetta mega þó smámunir kallast, og varla ástæða til að óttast að valdi málskemmdum heldur hlátri. Hitt ei' öllu verra, að komið hefir fyrir, að konur hafa lesið upp fréttir, sem ekki virðast kunna að hneigja íslenzku. Mikið er það að vöxtum, sem hefir verið útvarpað af hljómleik- um, en ekki að sama skapi vin- sælt, Og víst er um það, að marg- ir hafa strax farið að loka við- tökutækjum sínum fyrir þeim há- vaða. I raun og veru er þetta mjög eðlilegt. Til þess að skilja óþekkta og flókna hljómleika, þarf mikla söngþekkingu; hana hafa fæstir til að bera og kunna því ekki að meta listina sem í þeim verkum er fólgin. Þeir, sem mesta söngþekkingu hafa, þurfa ekki hjálpar útvarpsins. Til hinna á þetta lítið erindi. Langflestr íslendingar unna sönglistinni, framar flestu öðru, sem til fagnaðar er notað. Hún veldur oft svo mikilli hrifning, að hún rnegnar að flytja sál mannsins í æðra veldi. Líklega hafa flestir fundið hið sanna og skáldið sem kvað: „Hin ljúfa sönglist leiðir á lífið fagran blæ. Hún sorg og ólund eyðir og elur himinfræ“. Sjálfsagt er að kann- ast við það, að síðan þetta var kveðið hefir söngkunnáttu farið mikið fram hér á landi, en samt gat söngurinn haft þessi áhrif meðan hann var einfaldari. Nú virðast útlendar eftirstælingar vera að komast út í öfgar. Kemur þetta skýrast í ljós hjá einsöngv- urum. Framburður orðanna er oft svo bjagaður eða óskýr, að ís- lenzkur hlustandi getur varla trú- að að það sé landi hans sem er að tala. IJér kemur fram lítilsvirð- ing á íslenzku máli; eins og hitt sé „fínna“ að stæla sem mest út- lendan raddblæ. Og svo er radd- skjálftinn. Ósjálfrátt kemur hlustanda í hug sjúkur maður eða kona, sem ekki getur stjómað rödd sinni fyrir köldu-skjálfta- hrolli. Ekki verður komizt hjá að geta þeirra, sem mest ber á í þessu efni, það eru þeir: Eggert Stef- ánsson, Kristján Kristjánsson og Einar Markan. Slíku ætti ekki að útvarpa. Einkennilegt er það, að ef menn halda að það fegri söng- inn mest, að stæla útlenda söngv- ara, þá skuli ekki vera byrjað á því að herma eftii' Itölum. Þeir munu þó enn í dag vera taldir standa einna fremst í söngíþrótt- inni, og einmitt þeir heimta skýr- an framburð og að eðlileg rödd fái að njóta sín. Reynslan hefir ætíð sýnt að örðugt er að breyta rótgrónum vana. Haldi nú þetta áfrám óátalið helgast það vanan- um. Fólkið fer að halda að þetta sé „fínt“ — eins og andlitsfarði — fyrst „lærðu“ söngvaramir hafi það svona — og útvarpsráðið hafi ekkert við það að athuga. Þá er stór hætta að apakatta- hátturinn sitji kyr í öndvegi og valdi sorglegum málskemmdum. Bjöm Sigfússon á Komsá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.