Tíminn - 25.07.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.07.1931, Blaðsíða 1
,2Kf<jteifesía ÍT f m a n s er í €œf jargötu 6 a. ©pin öaglega fL 9—6 Sími 2353 ^uftafUað (Sfaífeferi 09 af^reiöslumaöur C i m a n s tx S a n 11» e i 9 p o r s t e i n si> 6tttr, Sctfjargötu 6 a. KeyfjaDÍf. II. árg. Reykjavík, í júlí 1931. 5. blað. flirlit id iikkn Indland Gandhi hefir nú sætzt við ensku stjórnina. Hann var látinn laus úr fangelsinu 28. jan. s. 1. og hafði setið þar rúma 8 mánuði. Sú einkennilega baráttuaðferð, sem Gandhi og menn hans notuðu g-egn Englendingum vakti undrun um allan heim. Þeir báru ekki vopn og réðust ekki heldur á embættismenn ensku stjórnarinn- ar eða hersveita hennar. En þeir neituðu að taka tillit til brezkra laga eða hlýða brezkum embættis- mönnum. Þeir hvöttu fölkið til að neita að greiða opinber gjöld. Og á ýmsan hátt reyndi þessi undar- legi uppreisnarher að gjöra stjórninni h'fið leitt. Fólkið lagð- ist niður á járnbrautai'teinana og hreyfði sig- ekki úr stað, heldur beið þangað til það var borið burt. Það safnaðist saman á opin- berum stöðum, og vék ekki það- an, fyr en það var rekið burt með valdi. Það skipti ekki við enska kaupmenn, enskar verksmiðjur og keypti yfiiieitt ekki enskar vörur. Og sjálfur gjörði Gandhi út flokk manna til saltvinnslu til þess að geta brotið lög Englend- inga urn salteinkasöluna. Sjáifur gekk hann að þessu verki, og stundaði það þangað til Englend- ingar tóku hann höndum í tjaldi hans að næturlagi og fluttu hann í fangelsi, langa vegu. Var hann fluttur í járnbrautarvagni, en þar sem lestin fór um, vissi enginn að þar var Gandhi innan veggja og að Englendingar væru að fara með hann 1 fangelsi. En Gandhi sætti ekki illri meðferð í fang- elsinu. Brezku yfirvöldirx hefðu sjálfsagt ekki þorað að taka hann af lífi, þó að þau hefðu viljað, fremur en rússneska stjórnin að senda Tolstoy til Siberíu á sínum tíma. En málum Englendinga í Ind- landi var litlu betur komið, þó að Gandhi sæti í fangelsi, Sum- staðar sló í bardaga. Fylgismenn Gandhis héldu áfram sinni kyr- látlegu mótstöðu gegn lögunum ög gengu franr hjá vörubúðum enskra kaupmanna. Brezkir verk- smiðjueigendur kvöituðu sáran yfir því, að ekkeit seldist í Ind- landi. Brezka stjórnin hafði á sínum tíma skipað nefnd til að rann- saka hag Indverja og gjöra til- lögur um stjórnarfyrirkomulag landsins. Formaður þeirrar nefndar var Sir John Simon, og er nefndin kennd við hann. Nefndin fór til Indlands og dvaldi þar uni hríð til að kynna sér þjóðarhaginn. Árangurinn af starfi hennar var nefndaráiit í tveim stórum bindum, sem út kom seint á sumri 1930. Indverj- ar höfðu ekki tekið þátt í nefnd- arstörfum, og nefndarálitið vakti mikla gvemju í lndlandi og sum- staðar blóðuga uppreisn. Ástand- ið varð alvarlegra með degi hverjum. Brezkir póstar og lög- regluþjónar urðu fyrir árásum í afskekktari héröðum og fullt út- lit var fyrir að hin fjölmenna indverska bændastétt væri að ranka við sér og gæti þar dreg- ið til tíðinda. Á sama tíma fóru kommúnistar að láta talsvert á sér bera í hinum stæni borgum. Þá ákvað enska stjórnin að kveðja til ráðstefnu og sáttaum- i leitana í Lundúnum fulltrúa allra pólitískra flokka í Indlandi og heima fyrir. Flokkur Gandhi neitaði þátttöku. En frá öðrum flokkum í Indlandi komu fulltrú- ar til Lundúna og sömuleiðis I þjóðhöfðingjar úr þeim hlutum landsins, sem ekki lúta nema að litlu leyti stjórn Englendinga. Fundurinn (the round table con- ference = ráðstefnan við hring- borðið, eins og hann var kallað- vr í Englandi) var settur 12. nóv. 1930 af Bretakonungi sjálf- um og stóð til 19. jan. 1931. Um gjörvallan heim var ráðstefnu þessari fylgt með hinni mestu athygli og þó fyrst og fremst í Lundúnum, þar sem koma hinna austurlenzku gesta var talin til hinna sjaldgæfustu og einkenni- leg*ustu viðburða. Af hálfu verkamannaflokksins enska mætti forsætisráðherra MacDonald, utanríkisráðherrami Henderson, nýlendumálaráðherr- ann Thomas, forseti efri mál- stofunnar Sankey lávarður 0. fl. íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn höfðu fjóra fulltrúa hvor, þar á meðal (af hálfu Frjálsl. flokksins) Reading lá- varð, sem áður var landsstjóri Breta í Indlandi. Úr hinum brezka hluta Ind- lands mættu 59 fulltrúar. Eins og áður var sagt, var þar enginn af flokksmönnum Gandhis. Ýmsir sem þarna mættu, komu beina leið úr fangelsum Indlands, þar sem þeir höfðu verið sakaðir um andstöðu gegn stjórninni. Meðal indversku fulltrúanna voru tvær konur, önnur Múhamedstrúar. En það sem mestan Austur- landablæ setti á þessa einkenni- legu samkomu, vora hinir ind- versku þjóðhöfðingjar og full- trúar þeirra, 16 að tölu alls, flestir íklæddir austurlenzkum búningum og gulli og demöntum skreyttir, sem lifandi tákn hinna fornu Austurlandakonunga, sem börn Vesturlanda lesa um á fremstu blaðsíðum mannkynssög- unnar. Fyrsti dagur ráðstefnunnar spáði strax góðu um samkomu- lagið. Einn af fulltrúum Indverja, Múhameðstrúarmaðurinn Jin- nah, kvaddi sér þá hljóðs og á- varpaði stjórnaríormenn brezku s j álf st j órnarnýlendnanna (Can- ada, Ástralíu og Suður-Afríku), sem þarna voru viðstaddir, og lýsti ánægju sinni yfir, að þeir væru þar mættir, er ný sjálf- stjórnarnýlenda væri að bætast í hópinn. Fyrst voru almennar umræður um Indlandsmálin og stóðu yfir nærri vikutíma, og var lítið á þeim ræðuhöldum að græða. En um sama leyti kom fram yfir- lýsing frá indversku þjóðhöfð- ingjunum, sem vakti hina mestu athygli og varð undirstaða undir starfsemi fundarins. Þjóðhöfð- ingjamir lýstu yfir því að þeir vildu ræða möguleikana til að stofna „Bandaríki Indlands“. En einn af meginerfiðleikum Ind- landsmálanna hefir einmitt verið sá, að höfðingjar þessir hafa engum viljað lúta nema Eng- landskonungi og ekki viljað taka þátt í neinu samstarfi eða sam- eiginlegri löggjöf einstakra lands- hluta. Þeir, sem lítið þekkja til Ind- landsmálanna, vita ekki annað en að Indverjar séu þjóðarheild, hliðstæð t. d. íbúunum í hinum ýmsu ríkjum Evrópu og hafi yf- irleitt sameiginlegra hagsmuna að gæta. En því fer fjarri að svo sé. Hér er um að ræða land- svæði sem er litlu minna en hálf Norðurálfan. Landinu er frá fomu fari skipt í mörg ríki og ýms þeirra lúta enn stjórn höfð- ingja af hinum fornu konunga- ættum. Þar við bætist annar erf- iðleiki, sem vér Vesturlandamenn eigum erfitt með að gjöra oss grein fyrir, en þaö eru trúar- brögðin og stéttaskiptingin. — Hindúar skiptast frá fornu fari í 4 stéttir, sem í rauninni mega ekki eiga nein skipti saman og myndar hver um sig þjóðfélag út af fyrir sig. Þar við bætist svo hin skarpa aðgreining milli Hindúa og Múhameðstrúamianna sem sín á milli hafa átt í hörð- um deilum og blóðugum bardög- um. Kennisetningar þessara tveggja trúarflokka rekast oft ó- þægilega á í hinu praktiska lífi. Hjá Hindúum er kýrin t. d. heil- agt dýr og má ekki firra hana lífi. En hjá Múhameðstrúar- mönnum er kýrin fórnardýr! Þegar svo er ástatt, er ekki auð- velt að fá fólkið til að neyta kosningarréttar í sameiningu eða skipta landinu í kjöi’dæmi, með sameiginlegum hagsmunum, eftir landfræðilegri legu. Eftir að samkomulag vai’ orðið um þá úrlausn, að Indland skyldi vera ríkjasamband, var höfuð- verkefni ráðstefnunnar að gjöra tillögur um stjómskipunarlög sambandsríkisins. Var kosin nefnd til að leysa það verk af hendi, og var Sankey lávarður formaður ■ nefndarinnar. Til grundvallar hinni indversku stjórnarskrá voru lögð stjórn- skipunarlög Bandaríkja Norður- Ameríku, brezka heimsveldisins og keisaradæmisins þýzka, eink- um þau síðastnefndu. Stjórnar- skrárfrumvarpið var tilbúið um miðjan janúar. Höfuðatriði þess eru sem hér segir: Indland er ríkjasamband, og enski landsstjórinn er æðsti em- bættismaður þess. Einstök ríki innan sambandsins hafa löggjaf- arþing og sjálfsákvörðunarrétt um sum mál. Löggjafarvald al- ríkisins hafa sambandsþingið og landsstjórinn í sameiningu. — Landsstjórinn tilnefnir ráðu- neyti, sem ber ábyrgð fyrir sam- bandsþinginu og hlítir vantrausti eins og venja er í þingræðislönd- um. E11 landsstjórinn hefir ótak- markað neitunarvald. Sömuleiðis eru honum falin aðalvöldin í her- málum og utanríkismálum og auk þess hefir hann sérstakan íhlut- unarrétt um afgreiðslu fjárlaga og lántökur ríkisins, svo fram- arlega sem hann telur að láns- trausti ríkisins út á við sé hætta búin. Ef ríkjasambandið er upp- hafið eða uppreisn brýzt út, getur hann tekið öll völd lands- ins í sínar hendur. Að undanteknum þeim tilfell- Fimm þýdd smákvæði Þrep. (Joroslav Vrolicky). Ein eru hdreist hdllarrib úr hvitum marmara, þakin dúkum, rned kopargrindum d livora hlib. Önnur, úr steypu, stefnu inn í stœbilegt hús í mjúkri bugðu einföld, skrautlaus, en sterk og stinn. Þribju eru bœbi brött og Ijót, brakandi stigi, mdðar fjalir. A hliðarveggjunum saggi og sót. En dldrei kemst mitt hjarta hjd, d hvaða Jrrep, sem stig ég fœti, ab liugsun sú það sœki á; að niður þau öll með angurskvöl andvörpunum og beizkum tárum, svo drin vart fá bœtt það böl, — að nibur Jjau öll, eins rausnarrik rib úr marmara og stiga úr fjölum jafnt eru borin libin lik. Þrá. (.Ricliarda Huclc). Til að vera hjd þér allt vildi ég bera, fóðurlaus, vinalaus, félaus að vera. Mig langar til þin eins og lœkinn til stranda, eins og svöluna d haustin til suðrœnna landa, — eins og íslending dreymi undir erlendum hlyni um mjallhvita jökla i mdnaskini-----------. Va.fasa.mi. (Manuel de Silva Gayo). Siðan frd mér fórstu d braut finnst mér ekki lífib bœrt. Vafi einn i þeirri þraut þó mér gelur huggun fœrt, — vafi sd, hvort verri er vissa sú, að lifa dn þin, eða sú, að sértu hér, sifelld þjdning bíbur mín. Gáia. (Franz v. Königsbrun-Schaup). Eg dtti mikla dst, sem af ég mdtti ei segja ég dtti mikla sorg, sem um ég varð ab þegja ég dtti mikla sök sem eg ekki mdtti jdta, ég þekki lítið leiði og leyfist ekki ab grdta. Efþú vili, að endurhljómi« (Fr. RUckert). Ef þú vílt, ab endurhljómi önnur hjörtu við þitt lag, syngdu þd meb sorgarrómi, syngdu ekki gleðibragl Margur aldrei hér i heimi hefir reynt hvab gleðin er, enginn sd, er ekki geymi einhvern harm i brjósti sér. Magnús Ásgeirsson fœrði i islenzkan búning. um, sem nefnd eru hér að fram- an, hefir indverska þjóðin, sam- kvæmt stjórnarskrárfrv., fullt fjárforræði. Sambandsþingið get- ur hagað skatta- og tollalöggjöf eftir sínu eigin höfði. Þannig geta Indverjar t. d. lagt svo háa tolla sem þeim sýnist á enskar vörur, ef þeir álíta að þær skaði innlenda framleiðslu. Hefir Gandhi og flokkur hans hér unn- ið stóran sigur í baráttunni við Englendinga. Sambandsþingið skiptist í tvær"* 1 deildir. I efri deild verða 100— 150 fulltrúar, sem kosnir verða af löggjafarþingum einstakra ríkja. I neðri deild verða 250 fulltrúar kosnir af kosningabær- um mönnum um land allt til 5 ára í senn. Kosningafyrirkomu- lagið er ennþá óákveðið og er þar um mikið vandamál að ræða. Kosningarrétturinn er bundinn ! við 21 ár, en ekki almennur. j Er giskað á, að 10—25% af þjóð- j inni fái kosningarrétt eftir þessu ; ; fyrirkomulagi. En skilyrðin eru ! j að hafa umráð yfir fasteign eða j hafa notið hærri menntunar. Kon- j ur hafa kosningarrétt, ef þær I fullnægja þessum skilyrðum. j Stéttir eða trúarbrögð skulu { ekki hafa áhrif á réttindi borgar- anna. Herinn skal skipaður Indverjum undir stjórn enskra liðsforingja. Þetta síðara ákvæði þykir nauð- synlegt af því að hermenn af hærri „stéttum“ myndu neita að sýna liðsforingjum af lægri ,,stétt“' tilhlýðilega virðingu, og því eina úrlausnin fyrst um sinn að yfirmennimir séu útlendingar. Embættismenn ríkisins skulu vera indverskir og jafn aðgangur að embættum fyrir allar stéttir. Neðri málstofa enska þingsins samþykkti indverska stjórnar- skrárfrv. fyrir sitt leyti þann 26. jan. Churchill fyrv. fjármálaráð- herra gjörði tilraun til að vekja andstöðu gegn því í Ihaldsflokkn- um, en mistókst. Framgangur stjórnskipulaganna og stefnu hins indverska sambandsríkis er nú undir Indverjum sjálfum komin. Rétt eftir að ráðstefnunni sleit, var Gandhi eins og áður er getið, iátinn laus úr fangelsinu. Árang- urinn af starf ráðstefnunnar var yfirleitt vel tekið í Indlandi. Og stuttu síðar varð samkomulag milli Gandhi og framkvæmda- nefndar Þjóðernisflokksins ann- arsvegar og enska landstjórans hinsvegai-. Aðalatriðin voru þessi: Þjóðernisflokkurínn tekur þátt í framhaldsumræðum um stjóm- arskrárfrumvarpið, hættir að hvetja þjóðina til að óhlýðnast lögunum og afnema bannið á enskum vörum. Ennfremur fellur flokkurinn frá kröfu sinni um réttarrannsókn í tilefni af of- sóknum stjómarinnar gegn þjóð- ernissinnum. Englendingar fella úr gildi ýmsar ráðstafanir, sem gjörðar hafa verið vegna hinna almennu óhlýðni við lögin. Fangai-, sem ekki hafa gjört sig seka í ofbeld- isverkum skulu látnir lausir. Eignir, sem stjórnin hefir lagt hald á vegna vangoldinna skatta verða afhentar aftur þeirra fyrri eigendum og íbúar saltvinnslu-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.