Tíminn - 08.08.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.08.1931, Blaðsíða 2
184 TÍMINN um tilfellunum segii* útvarpið landsmönnum frá afbrotunum. En íhaldið þolir ekki að fá sinn dóm, dóm almenningsálitsins. Ihaldið vill fá að brjóta lög og reglur, og það heimtar þögn um afbrot sín. Mannsöldrum saman hefir hin svokallaða yfirstétt ls- lands lifað þannig, að lögin hafa ekki náð til hennar. Og þessai'i svokölluðu „yfirstétt“ finnst að enn sé tími til að lifa og láta eins og áður. Þessvegna eru langir fingur afbrotamennskunnar teygð- ir inn í atkvæðakassana, í fé ekkna og munaðarleysingja, í fiskveð bankanna, í sjóði Bruna- bótafélagins o. s. frv. íhaldið vill, að slík æfintýri haldi áfram. Rétt- lætið á að vera fyrir þá um- komulausu. Rétturinn til að drýgja glæpi og siðferðileg af- brot, í þögn og óátalið, hann til- heyrir flóttaliði „yfirstéttarinn- ar“ gömlu, kjamanum í íhaldinu. En tímarnir eru breyttir. Arm- ur laganna og aðhald almennings- álitsins er farið að ná til hinna seku, þó að þeir hyggi sig vemd- aða í skjaldborg íhaldsins. Framvegis verður erfitt fyrir íhaldið að gera helgistað þjóðar- innar að ræningjabæli. F. M. ----o----- Mjólkin og þjóðin. Fyrir nokkrum árum og til skamms tíma hefir verið tilfinn- anlegur mjólkurskortur hér í Reykjavík, svo að slegist var um hvem mjólkurdropa, sem til bæj- arins kom eða fáanlegur var hjá mjólkurframleiðendum bæjarins, sem þá seldu mjólkina beint til neytenda, eins og þeir reyndar gera enn meira og minna. Þá var ekki um að ræða neinn mjólkuriðnað, eða áhyggjur út af því, hvemig ætti að koma mjólk- inni í peninga. Og þá var líka af- sakanlegt, þótt ekki væru strang- ar kröfur neytendanna um hreinlæti framleiðendanna, sem seldu mjólkina í fjósunum. Þótt Reykjavík væri þá illa stödd vegna mjólkurskorts — og margir aðrir bæir hér á landi, þá var það ekkert einsdæmi héi*, heldur átti hið sama sér stað víða um lönd, og skal aðeins minna á vandræðin í Vínarborg fyrstu árin eftir stríðslokin, og mörgum munu minnisstæð í sambandi við „Austurrísku börnin“, sem aðrar þjóðir tóku þá til fósturs, fyrst og fremst vegna stórkostlegs mjólkurskorts heima fyrir og þó einkanlega í Vín. Nú, er þetta mjög að breytast bæði hér og annarsstaðar. Mjólk- urframleiðsla hefir stórum auk- ist, og á mjólkinni eins og svo mörgu öðru nú, er orðin offram- leiðsla — samanborið við kaup- getu fjöldans. — Jafnvel í Vín- arborg eru nú orðin vandræði að koma út mjólkinni og mjólkuríðn- aðarvörunum. Danir, — frægasta mjólkuriðn- aðarþjóðin — hefir haft tryggan og nægilegan markað fyrir sínar mjólkuriðnaðarvörur í Bretlandi. En nú er mjólkurframleiðsla og mjólkuriðnaður mjög í vexti í nýlendum Breta í Nýja Sjálandi og Ástralíu. Er hið mesta kapp á það lagt, að ryðja brautina fyrir sölu mjólkurafurða þeirra heima í Bretlandi, og varið til þess stórkostlegum fjárupphæð- um árlega, að auglýsa þær á allan mögulegan hátt, en sá kostnaður er tekinn inn aftur með lítilfjör- legu útflutningsgjaldi á mjólkur- vörunum. Það munar drjúgum fyrir N.-Sj álandsvöruiuar, að hið mikla veitingahúsafélag Aterated Bread Compagny í Englandi hef- ir skuldbundið sig til að selja einungis smjör og ost frá Nýja- Sjálandi, því að það félag hefir um 8 milj. gesta á viku. — Ein upphrópunin til þjóðarinnar brezku í sambandi við þetta er þessi: „Fylg þú brezka fánanum við öll þín kaup“! Dönum stendur um þessar mundir stuggur af aðgerðum Breta til þess að auka heima hjá sér sölu mjólkurafurða frá ný- lendunum, enda er ekki smátt í húfi fyrir þeim, ef brezki mark- aðurinn bregst þeim að mun eins og bezt má ráða af því, að ný- mjólkurneyzla Dana, sem er talin um 150 lítrar á mann um áríð, svarar til aðeins 6% af allri m j ólkurf ramleiðslunni. Smjörið, sem þeir selja úr landi fer mest- alt til Bretlands, og smjörút- flutningurínn nemur alls 4—500 milj. kr. árlega. Þar sem smjörgjörð er mikil verða víða vandræði með áfimar (og mysuna) en þar hjálpar svínaræktin upp á sakirnar hjá Dönum. En bregðist smjörsalan, sjá þeir* fram á að nauðsynlegt verður að auka nýmjólkumeyzl- una heima fyrir, og þá verður eitthvað að gera til þess að halda fram kostum mjólkurinnar og nauðsyn hennar fyrir heilbrigði manna. Hér á 1 andi hefir á síðustu árum aukizt til verulegra muna ræktun og mjólkurframleiðsla í og við kaupstaðina og í þeim sveitum, sem selt geta mjólk til kaupstaðanna. Og þótt ekki sé enn sem komið er um offram- leiðslu að ræða, þá er þó svo komið hér í Reykjavík að suma tíma ársins er að verða melri framleiðsla og aðflutningur mjólkur en sem svarar eftirspurn neytenda af mjólk, skyri og ost- um, og svínarækt er hér ekki svo teljandi sé, er tekið geti við áf- um og mysu. Verður þessvegna lítið úr þessum úrgangsefnum mjólkurinnar. Sama er að segja :um mjólkurbúin austanfjalls, að markaðurinn er þröngur fyrir iðnaðarvörur þeirra og* úrgangs- vörur. Dregur það vitanlega úr góðri afkomu þeirra og úr stækk- un kúabúanna í aðfangasveitum þeirra, en þar með er settur hem- ill á það gagn, sem annars mætti verða að áveitunum í áveitusveit- unum, og dregur úr áhuga manna fyrir aukinni túnrækt þar og annarsstaðar í þeim sveitum. Fyrir stríð höfðu rjómabúin náð góðum markaði fyrir smjör sitt í Englandi, og margur mun ímynda sér að þar megi enn vinna markað fyrir íslenzkt smjör. Hvað vörugæðin snertir, ætti heldur ekkert að vera því til fyrirstöðu að vinna markað fyrir smjörið í Englandi, þar sem tækin og aðstaða öll ail fram- leiðslu góðrar vöru er nú ólíkt betri en áður. En af þeim á- stæðum, sem bent er á hér að framan — um aukinn innflutning til Bretlands frá nýlendunum, og því kappi, sem lagt er á að auka hann enn meir, — er hæpið að þar verði um mikinn markað að ræða, og óvíst hvort hægt væri að finna hann annarsstaðar er- lendis. Það má því búast við að við verðum sjálfir að mestu leyti og* einir neytendur þeirrar mjóikur og mjólkurafurða, sem framleidd- ar verða í landinu. Einhverjum kynni þá að detta í hug, að mjólk- urframleiðslan sé nóg, og ástæðu- laust að auka hana, þegar eftir- spum kaupstaðanna eftir mjólk og mjólkurafurðum er fullnægt, ef litlar líkur eru til að hægt verði í framtíðinni að selja ís- lenzkar mjólkurafurðir á erlend- um markaði. Flestum mun þó finnast sem slík hugsun komi eins og skúr úr heiðskíru lofti, að offramleiðsla mjólkur sé hér í aðsigi, enda fer því fjarri að svo sé í raun og veru. Þess var getið hér að framan, að nýmjólkurframleiðslan í Dan- mörku væri talin um 150 1. á mann og samsvaraði um 6% eða nálega 2/33 af allri mj ólkurfram- leiðslunni í landinu. Hér á landi lætur nærrí að mjólkurframleiðsl- an sé um 50 milj. lítra á ári eða um 460 lítrar á mann. Væri ný- mj ólkurneyzlan hér eins og í Dan- mörku, þá næmi hún nál. V3 eða 11/33 af framleiðslunni en 2/3 væru þá notaðir á annan hátt, til f ramleiðslu mj ólkurafurða. Af þessu má sjá, að mjólkurfram- leiðsla okkar er aðeins 2/u af mjólkurframleiðslu Dana í hlut- íalli við mannfjölda. Ef talið er að meðalkýrin hér á landi mjólki 2500 1. á ári, þá hafa Danir sem svarar einni ísl. kýrnyt á mann, en hér verður nálega öþa maður um kýrnytina. Nú er mjólkurframleiðsla Dana vitanlega enginn mælikvarði fyrir því, hversu mikið við eigum að framleiða af mjólk, en það er fróðlegt að benda á þetta til sam- anburðar. Ómöguleg't er að vita neitt um það, hversu mikil nýmjólkurneyzl- an er hér á landi á mann, sökum þess, að engar skýrslur eru til um hagnýtingu mjólkurinnar, en fyrir Reykjavík sérstaklega má e. t. v. fara nokkuð nærri um þetta, og* þó ekki nema af handa- hófi. Eftir upplýsingum frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur hefir það s. 1. ár selt tæpl. 1,4 milj. lítra nýmjólkur í bæinn, og gizka má á að aðrir selj endur hafi þá selt hér álíka mikla mjólk. Alis væri þá mjólkursalan í bæinn 2,8 milj. lítra er skiptist á 28. þús. íbúa og korna þá 100 lítrar á rnann yfir árið, en það er 274 gr. eða ríflega 1 peli á mann á dag. Hversu lítið þetta er verður mönnum ljóst ef þeir athuga að það samsvarar vænum kaffibolla. Þó svo virðist sem eftirspurn eftir mjólk hér í Reykjavík sé nú fullnægt, mikinn hluta ársins, má fullyrða að mjólkurneyzlan sé minni en hún ætti að vera og enda þarf að vera, til þess að vel sé, því að það er kunnugra en frá þurfi að segja, að mjólkin er ein- hver hin ailra fjölhæfasta og hollasta fæðutegund, sem menn geta veitt sér, og hreysti hverr- ar uppvaxandi kynslóðar er að verulegu leyti undir því komin, að börnin og unglingarnir fái nóga mjóik í uppvextinum. Mjólkin hefir, að segja má, öll væri engin framtíð, lán á lán ofan til þess að jafna tekjúhalla bæjar- ins endaði ekki nema á einn veg. Jafnaðarmenn vildu velja þá leið að jafna þessari V2 miljón króna niður á bæjarbúa og út- vega tekjurnar þannig, en Fram- sóknarmenn bentu á það, að fjár- hagsáætlun bæjarins yrði að lækka, svona há væri hún ekki framkvæmanleg. Með aðstoð Al- þingis yrði að þvinga verðlagið niður og þannig um leið kostnað- inn við allar framkvæmdir bæjar og einstaklinga. Það væri og leið- in til að glæða atvinnulífið og mundi atvinnuleysið þá minka, því að framleiðslukostnaðurinn væri svo hár, að atvinnuvegirnir bæru sig ekki. En íhaldsmenn vildu nú hafa þetta þannig, — að taka 1 miljón og tvö hundruð þúsund króna lán til framkvæmda. Og hversvegna? — Það er vegna þess, að margir þeirra hafa yfir að ráða eignum, sem standa þeim í háu verði og enn aðrir reka verzlun með þung- um gömlum skuldabyrðum. Til þess að geta haldið þessu gang- andi verður að hafa umsetning- una sem mesta að krónutali og viðhalda kaupgetu almennings. Þessvegna er reynt að halda þessu uppi, þessari svikamillu, sem vit- anlega getur ekki snúist til lengd- ar. Hátt innlent verð og hár þau efni að bjóða, sem maður- inn þarfnast sér til viðurværis, þar. á meðal vitamin og kalk- efnið, sem ung-viðunum eru nauð- synleg til beinmyndunar. Fulltíða og öldruðu fólki eru kalkefni síð- ur nauðsynleg og fyrir gamla fólkið eru þau jafnvel skaðleg, af því að þau valda ofmikilli söfnun kalks í líkamanum. En þá getur mjólkursýran í súru skyri og súrri mjólk komið í góðar þarf- ir, til þess að leysa upp kalkefn- in úr mjólkinni. Og það eru sennilega þessi áhrif búlgörsku súrmjólkurinnar (yoghurt), sem gefa Búlgörum hreysti og iang- lífi og sama gagn hefir þá líka súra skyríð gert okkur á liðnum öldum. Og sennilega væri það blátt áfram heilbrigðisráðstöfun, ef hlutast væri til um það að allir fulltíða menn neyttu súr- skyrs eða súrmjólkur, helzt dag- lega, þótt í smáum stíl væri. Hinsvegar væri einkum börnun- um holt nýja skyrið og nýmjólk- in. Yoghurt mjólk er nú seld hér frá Mjólkurbúi Ölvesinga og kölluð heilsumjólk. Óefað líður margt barnið fyrir mjólkurskort í uppvextinum, stundum vegna fátæktar foreldr- anna, en eflaust líka stundum blátt áfram af því að mönnum er ekki ljóst hverja þýðingu mjólk- in hefir fyrir heilbrigði og þroska barnanna. Það er víða um heim lagt fram stórfé til umfangs- mikilla vísindalegra rannsókna um næringarþarfir og hagfræði- lega fóðrun búfjárins og upp- eldi ungviðanna, svo að þau verði hraust, þroskamikil og afurða- drjúg á gagnsaldrinum, en á hinu ber miklu minna, að tilsvarandi rannsóknir séu gerðar um fæði barna (og fullorðinna) til þess að þau verði hraust, þroska- og þolmikil á uppvaxtar- og fullorð- ins árum, og þó sá engu eytt að óþörfu eða 1 óhófi. Holt og gott mataræði er þó eitt undirstöðu- atriði góðrar heilsu, og gæti það dregið ekki óverulega úr barátt- unni við sjúkdómana, ef meira væri hugsað um þessi mál en nú er gert, enda þótt nokkru þyrfti tii að kosta. líér eru forðagæzlumenn, sem hafa það hlutverk að líta eftir fóðurbirgðum manna og fóðrun búpenings, og gefa fyrirskipanir ef eitthvað þykir á bresta um þessi mál. En ekkert eftirlit er haft með því hvemig viðurværi fólksins er, eða hvort heimilin eru sér nóg í þeim efnum. Ef meðal nýmjólkurneyzlan hér framleiðslukostnaður o. s. frv., jafnhliða mjög tregri sölu á öll- um afurðum landsins og afarlágu verði, hlýtur að enda með vönt- un ;á veltufé, sem bjarga má í bráð með aukinni seðlaveltu, en afleiðingin verður vitanlega „inflation“ og verðfall á krónunni með öllum sínum ægilega afleið- ingum. Þessa staðreynd verða meim að horfast í augu við, því seiima því verra. Reykjavíkurbæ hefir nú geng- ið svo báglega að framkvæma sína fjárhagsáætlun að all-flestar stærstu framkvæmdimar em ógerðar, vegna peningaleysis. Bærinn hefir hvergi getað fengið ián. Fjöldi húsa hér í bænum er vatnslaus mikinn eða allan hluta sólarhringsins og fáar fram- kvæmdir eru jafn aðkallandi og aukning vatnsveitunnar, en bær- inn getur ekki framkvæmt þetta, peningarnir eru ekki til og hafa ekki fengist að láni. Fjöldi af mannvirkjum, sem átti að fram- kvæma hér í bænum, svo sem gatnagerð á Laugavegi, Skóla- vörðuholti og margt og margt fleira og fyrir hundruð þúsunda króna er ennþá óhreyft, vegna þess að peningana vantar. Ástandið er því þannig, að íhaldið í bæjarstjóminni hefir ekki getað framkvæmt sína eigin Oheilindi íhaldsins. Terklegar framkvæmdir bæjar og ríkis. I. Undanfarna daga hefir verið rætt talsvert á Alþingi um fjár- haginn og horfurnar um atvinnu og afkomu næsta árs, sérstaklega næsta vetur. Umræður og athug- un á þessu vandamáli okkar, og flest alira þjóða nútímans, era sannarlega nauðsynlegar, því ef látið er reka á reiðanum án skyn- samlegrar úrlausnar, væri það í mesta máta óskynsamlegt, svo ekki sje meira sagt. Hitt er nú annað máil, að bak við þessar tillögur sumar virðist liggja lítil alvara, eða engin, og þær bomar fram aðeins til að sýnast, án þess að hugur fylgi máli, eða að tillögurnar eru born- ar fram af engri íhugun. Þær tillögur sem ég á hér sér- staklega við eru tillögur íhalds- manna, verður varla annað séð en að þær séu fram bornar með fullum óheilindum, eins og nú skal sýnt. II. í umræðum á Alþingi og í blöðum íhaldsmanna er því haldið fram, að ríkið sé mjög illa stætt, að of mikið hafi verið framkvæmt undanfarin ár, talsvert mikill tekjuhalli sé fyrirsjáanlegur á fjárlögum þessa árs, og að útlitið sé þannig, að ekki sé líklegt að breyting verði til bóta á næsta ári. — Ihaldsmenn hafa jafn- framt og þrátt fyrir þetta hótað því að koma í veg fyrir að verð- tollslögin verði framlengd og þýð- ir það tekjumissi fyrir ríkissjóð, sem nemur hátt á aðra miljón króna. En þótt að íhaldsmenn sjái nú að sér með verðtollinn og þó að ástandið viðvíkjandi hag ríkis- sjóðs sé nokkru betra en íhaldið heldur fram, þá eru horfurnar hvergi nærri góðar og engar líkur til þess að tekjuafgangur verði fyrir hendi á næsta ári. Þess vegna er það alveg auðsætt að atvinnubótum verður ekki á kom- ið, nema tekjuauka verði aflað til þess að gera það. En mótblástur íhaldsmanna gegn fmmvarpi Jón- asar Þorbergssonar og Steingríms Steinþórssonar um öflun tekna til atvinnubóta sýnir að hjá íhalds- mönnum fylgir enginn hugur máli. En vegna afstöðu íhaldsmanna um fjárhagsástæður og fram- kvæmdir ríkisins og vegna at- vinnubótatillögu þein-ar, sem að framan greinir er fróðlegt að gefa framkvæmdum Reykjavíkurbæjar og fjárhag auga til samanburðar. — I Reykjavík hefir íhaldið ráð- ið óskorað í áratugi og ræður enn með fullum meirahluta í bæjar- stjórn. Hjer er víst ekki atvinnu- leysi. Hér er víst nóg um verk- legar framkvæmdir hjá bæj,ar- félaginu. Hér er sjálfsagt ekki tómahljóð í bæjarsjóðnum. Hér er víst líka nóg lánstraust. — Ilér hefir hið forsjála íhald ráðið. Eins og bæjarbúa mun reka minni til var fjárhagsáætlun bæjarins þannig úr garði gerð fyrir yfirstandandi ár, að jafnað var niður á bæjarbúa rúmum 2 miljónum króna. En þrátt fyrir það stóðust þó ekki á tekjur og útgjöld á fj árhagsáætluninni svo tekjuhallinn varð um V2 miljón og til þess að jafna hann ákvað meiri hlutinn í bæjarstjóm að taka Vá miljón króna ián. En auk þess átti að taka lán til aukning- ar vatnsveitunnar kr. 700.000,00. — Jafnaðarmenn og Framsóknar- menn í bæjarstjóminni voru ósammála íhaldinu um þessa að- ferð. Báðir bentu á að í þessu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.