Tíminn - 10.08.1931, Side 2

Tíminn - 10.08.1931, Side 2
2 TlMINN tíðindi, þá er á fáum sviðum eins mikill vandi að velja, hvað taka skal og hverju hafna. En svo sem áður er vikið að, hljóta og eiga fréttirnar að vera eitt höfuðatriði í gtarfsemi útvarpsins, ekki sízt hér á landi í strjálbýlinu. Fyrirlestrar og upplestur. Þær raddir, sem komið hafa fram um þetta efni, fara yfirleitt í þá átt, að fá meira af fyrirlestrum, en þó einkum meira af upplestri úr bókmenntum, þar á meðal á ljóð- um. Ég hef áður vikið nokkuð að þessu og að því, að margir virð- ast ófúsari að lesa upp annara rit heldur en að koma með nýtt efni. Kvartað hefur verið um það, að fyrirlestrar væru stundum of mjög bútaðir sundur, of langt væri að hafa viku á milli, þó að röð fyrirlestra væri. Stundum hafa ýms atvik valdið þessari til- högun, stundum hafa ræðumenn sjálfir óskað eftir því, en í seinni tíð hefir verið að jafnaði stilt svo til, að samstæð erindi væru sem mest hvern dag af öðrum, tvö saman að minnsta kosti, og það má ætla, að þessari höfuðreglu verði fylgt í framtíðinni. Það kann að vera álitamál, og hefir verið á það bent og um það deilt, hvort rétt sé að hafa útvarpserindi yfirleitt ekki lengri en 20—25 mínútur. Rejmslan mun sýna, að hættulegt og þreyt- andi getur verið að hafa erindi lengra, nema það sé því nýstár- legra og skemmtilegra. En við það eitt má ekki miða. Það er allt annað, að sitja í sal og horfa á ræðumann jafnframt því sem hann talar, heldur en að hafa að- eins röddina eina. Þá þarf meira til, að halda athygli áheyranda lengi jafnvakandi. Auk þess verð- ur útvarpið af öðrum ástæðum og samkvæmt starfsháttum sín- um að venja menn við að vera svo stuttorða og gagnorða sem unnt er. Nokkur heildaráætlun var gerð í upphafi fyrir liðna veturinn um fyrirlestraefni, um sérstök efni, t. d. landbúnað, sjávarútveg, heilbrigðismál, bókmenntir o. s. frv., og svo um ýms önnur al- menn efni. Eins og kunnugt er, tók Búnaðarfélag íslands algert í sínar hendur fyrirlestrahald um landbúnaðinn, og mun svo verða framvegis fyrst um sinn. Hér er ekki hægt að fara mörgum orðum um fyrirlestrastarfsemi útvarpsins það sem af er. En eindregin ánægja hefir verið lát- in í ljós yfir mörgum þeim er- indum, sem flutt hafa verið í út- varpið í vetur, þó að ekki verði nánar rakið hér. Söngur. Raddir þær, sem borist hafa um sönginn í útvarpið, hafa eindregið verið í þá átt, að biðja um meira af söng, og þá sér í lagi meira af kórsöng og meira af ís- lenzkum lögum. Ég kem seinna að íslenzku lögunum. En um kór- sönginn er það að segja, að mikl- ir erfiðleikar eru á því, að geta haft hann oft, þegar af því, að söngfélögin þykjast ekki nema sjaldan svo æfð, að þau séu við- búin að syngja í útvarpið. Verður þetta auðvitað helzt um það leyti, sem félögin halda opinbera hljómleika hvort sem er. Ráð- stafanir hafa verið gerðar til þess að fá „kvartetta" til að syngja við og við, auk einsöngv- aranna. Hljómleikar. Mestur meiri hluti dagskrárefnis hjá útlendum stöðvum, sem ganga frá morgni til kvölds, eru allskonar hljóm- leikar, víða hvar um 3/4 hlutar alls efnisins. Svo mundi og verða hér, ef dagskrá útvarpsins yrði aukin eða lengd, þá mundi það einkum verða með auknum hljóð- færaslætti, eða þá endurvarpi frá útlendum stöðvum, en það kemur í sama stað, því að yfirleitt yrði ekki endurvarpað nema hljóð- færaslætti. Langflestar athugasemdir við útvarpið í vetur snerta einmitt hljóðfærasláttinn, en ekki eru þær á eina lund. Allmargar kröf- ur hafa komið fram um það, að auka hljómlistina eða hljóðfæra- sláttinn að mun, að fluttar væri stórar tónsmíðar með skýringum, að fá meira af orgelleik o. s. frv. En líka kveður við annan tón sumstaðar. Margir segja frómt frá því, að þeir skilji ekki þessa „útlendu músík“, eða þyki lítið til hennar koma, og biðja út- varpið blessað að draga úr henni eða losa sig alveg við hana. Með þessari „útlendu músík“ mun einkum átt við þá föstu hljóm- leika, sem verið hafa tvisvar í viku, og svo einnig orgelhljóm- leikana. Margir fara fram á þetta með prúðmennsku og hóg- værð hjartans, og margir biðja heldur um rímur eða harmóníku í staðinn. Aðrir era nokkru styggari í málaleitun sinni og vissir um að hafa rétt fyrir sér, en sumir biðja um „jassmúsík". í einni blaðagrein (aðs. í Lögr.) er komist svo að orði um hljóð- færaleik útvarpsins og um hljóð- færaslátt almennt, að hann geti „að vísu verið góður til að stytta stundir iðjuleysingjum og leit- ingjum, en á ekkert erindi við alþjóð manna“. Þetta sýnir bæði hlálega og grátlega í senn, með hvílíkri van- stilling og fásinnu menn geta stundum tekið því, sem þeir eru ekki vanir við sjálfir eða kunna ekki að meta. Nú þó að vafalaust megi með rökum finna að hljóm- leikum útvarpsins í vetur og meðferð verkefnanna, eins og á hverjum öðnim hljómleikum, þá er þó hitt ekki síður vitanlegt, að sumt hefir þar verið flutt með ágætum vel, og enn margt svo, að mjög sómasamlegt hefði þótt hjá þeim þjóðum, sem fremst standa í allri tónmennt og strangastar kröfur gera um þau efni. Þess er og skylt að geta, að margir hafa látið það mjög eindregið í ljós, að bezta efni út- varpsins, og sér kærkomnast, i væri einmitt þeir hljómíeikarnir, sem aðrir hafa kvartað um að væru fyrir ofan eða utan sinn skilning. í þessu efni, eins og víðai’, kann að vierða vandratað meðalhófið, þar sem annarsvegar eru skoðanir og kröfur þeirra manna, sem fyrst og fremst halda fram rétti listarinnar og bærastir eru þar um að dæma, en hinsvegar er það, sem í svip- inn kann að hafa meira gengi í eyrum fjöldans. Útvarpið vei'ður að vísu að vera „alþýðlegt“, í þess orðs beztu merkingu, en það má aldrei fyrir þær sakir gleyma hinum ströng-u kröfum hreinnar og göfugrar listar. 1 tón- listinni, sem öllum fögrum listum fremur á heima á sviði útvarps- ins, verður það að leitast við að túlka fyrir allri alþýðu jafnvel hina hæstu og dýpstu tónsnild og gera smátt og smátt hina tor- skildari fegurð í tónanna heimi augljósa og aðlaðandi fyrir sem 1 flesta. Hvergi stendur útvarpið betur að vígi en á þessu sviði að brúa djúpið milli þeirra, sem geta veitt sér hinar fegurstu skemtan- ’ ir fjölmennisins, og hinna, sem af- i skekktir eru og fjarri settir slíkri j andans nautn. Almenningur á Is- ! landi er mjög lítið vanur „ldass- iskri músík“, eða þungskildum hljóðfæraleik, og engan þarf áð undra það, þó að slíkt efni þyki „útlent“ fyrst í stað. Það er vert að minnast þess, í þessu sam- bandi, að slík skáldskaparþjóð og ljóðaþjóð sem Islendingar eru, þurfti þó heilan mannsaldur til að láta sér skiljast það, að Einar Benediktsson væri mikið skáld, af því að hann var þungskilinn. Hvað mundi þá um tónsmíðarnar, sem þjóðin er alveg óvön? Eitt er það í hljómleikum út- varpsins, bæði í söng og þó eink- um í hljóðfæraleik, sem mjög hef- ir verið þakkað og mjög hefir verið beðið um að' auka og endur- taka án afláts. En það eru ís- lenzku lögin eða þjóðlögin. Hvað sem segja má á öðrum sviðum, þá virðist útvarpið þar hafa náð inn að hjarta mikils fjölda manna. Margar raddir hafa komið fram um það, að í útvarpið ætti helzt eingöngu að leika „íslenzk lög“. Nú skal ég ekki fara mörgum orð- um um þetta efni, en mér fremri menn á þessu sviði segja svo, að almenningur virðist ekki gera sér það ljóst, hversu lítið sé til af „íslenzkum lögum“ og hve fljótt þan gangi til þurrðar, ef gengið er á röðina til að setja þau á dag- skrá útviarpsins. En þegar talað er um „íslenzk“ lög í þessu sam- bandi, þá er auðvitað ekki átt við þau lög ein, sem eru af íslenzkum uppruna eða eftir íslenzka menn, því að þau eru næsta fá, heldur líka öll þau lög, sem eru nokkuð kunn almenningi og sungin hafa verið í landinu við íslenzk ljóð og íslenzka söngtexta. En þó að öll þessi lög séu tekin með og til tínd, verða þau samt fá, og of- miklar endurtekningar yrðu óum- flýjanlegar, ef binda ætti dag- skrá útvarpsins að verulegu leyti við þau. Svo segja þeir vísu menn. Væntanlega verður svo til hag- að í framtíðinni, að tegundir hljóðfæraleiks verða. aðgreindar nokkuð og skipt niður á vissa daga, meir en hægt var til þessa, svo að léttur og alþýðlegur hljóð- færaleikur sé suma daga, en þyngri viðfangsefni meir aðra daga, og er þetta í samræmi við margar bendingar, sem borizt hafa. Má á þennan hátt meir gera öllum til hæfis. Þeir, sem á þetta mál hlýða, og beðist hafa undan hinum þungskildari hljóðfæraleik, þurfa ekki að kvíða því, að rétt- ur þeirra verði fyrir borð borinn, né óskir þeirra að engu hafðar. Útvarpið mun engu síður leggja áherzlu á þann hljóðfæraleik, sem er ljúfur og auðskilinn. Út- varpið á þar meira verkefni fyrir höndum en að „stytta stundir iðjuleysingjum og letingjum", eins og þar stóð. Það á vissulega eftir að létta undir margt hand- arvik og margt þarflegt verk, sem unnið verður á kyrrlátum heimilum, meðan hljómar út- varpsins glæða viljann og friða þreyttan hug*). Margir hafa látið í ljós, að það sæmdi illa, að útvarpið notaði grammófón og að lítið þætti til þeirra hljómleika koma. I þessu hlýtur að vera nokkur misskiln- ingur, því að vitanlegt má það vera, að jafnvel hina fegurstu og merkilegustu tónlist má taka upp á grammófónplötur, og eina leiðin til þess að flytja Islend- ingum mörg hin stóru tónverk út- lendra snillinga, óperur og þess konar, er einmitt grammófónninn. Sama er um söng hinna frægustu söngvara. Og þessi leið mun verða farin. Auk þess mun sú leið verða farin, eftir því sem auðið er, að fá tekið upp á gi'ammófónplótur sem mest af ís- lenzkum lögum, einkum einsöng og kórsöng, eins og það verður bezt fengið, og hefir útvarpið þegar byrjað á ráðstöfunum í þú átt. Útvarpsnotendur eru yfirleitt sólgnir í einsöng, en nú er svo um hina íslenzku söngvara, ekki sízt þá, sem útvarpið á hægast með að ná til, að þeir syngja að jafn- aði mestmegnis útlenda söngva, *) Daginn áður en þetta var flutt í útvarpið, skrifar liúsfreyja í sveit á Vesturlandi. „Hingaö kom viðtæki 1. jan. 1931, og þau umskipti, það er valla með orðum hægt að lýsa þeim. Húsbóndinn . . . breytti þá allri vinnu, svo að öll útistörf eru búin kl. 7y2, eftir það setjumst við öll inn í hiýja stoíuna okkar (sem áður var lítt notuð) og hlustum þar á allt. það er áreiðanlegt, að unglingar vinna betur og við kvenþjóðin vinnum margfalt meira í höndum, það er eins og allt verði margfalt léttara. Lífið í sveitinni hjá okkur hefir verið svo þunglamalegt, en útvarpið mun breyta því í betra og heilbrigðara líf“. útlend lög og útlent mál (þeir virðast ekki hafa nægilegt ís- lenzkt efni). Nærri má nú geta, hvort ekki er eins gott að heyra þá þessa sömu söngva sungna af hinum beztu söngvurum, sem til eru, þó að söngur þeirra hafi ver- ið tekinn upp á grammófónplötu. Hvergi nýtur grammófónninn sín betur en í útvarpi, og útvarpið getur jafnan haft hin beztu og dýrustu tæki og þær birgðir- og úrval af plötum, sem fáir eða enginn meðal almennings getur veitt sér. Þó að einhverjum leið- ist lélegur grammófónn, sem hafður er til þess að glamra á úr- þvættislög, þá tjáir ekki að for- dæma þessa merkilegu uppfynd- ingu í heild sinni fyrir það. Enda niunu og fáir, sem hlusta sér til yndis á hljómleika útlendra út- varpsstöðva, vara sig á því eða gruna það, og þeir mundu varla trúa því, hversu oft þessar stöðv- ar nota einmitt grammófóninn. Ýmsir hafa beðið um meira af danslögum, sumir sérstaklega um hljómleika frá kaffihúsunum í Reykjavík. Líkur eru til, að samn- ingar takist við kaffihúsin urn þetta, þó að það sé útaf fyrir sig ekki mikilsvert. Danslögum hefir, eins og kunnugt er, verið útvarpað hvert laugai'dagskvöld í vetur. Mun næsta vetur haft á þessu fast skipulag, svo að hægt sé að nota danslög útvarpsins á samlvomum út um sveitir og arm- arstaðai' og til gleðskapar á heim- ilum fyrir þá, sem það vilja. Eins og nefnt var áðan, hafa ailmargir óskað eftir að fá „harmónikumúsík‘‘‘ í útvarpið. Sá hængur er nú á því, hvað sem öðru líður, að vel færir menn í þeirri mennt munu hér ekld til. En grammófónplötur útlendra harmoníkuleikara er hægt að fá, og má vænta þess, að útvarpið daufheyrist ekki við þessari bæn, heldur gleðji hlustendur* sína einnig með harmóníku við og við. Kemur þá að því efni, sem mjög oft heíir verið nefnt og beðið um í sömu andi'ánm og harmóníkuspil, en það eru rímur og kvæðalög. En þó hafa mikiu fleiri óskað eftir þeim heldui' en harmóníkunni. Eins og kunnugt er, haíá rímur verið kveðnar í út- vai'pið flest laugardagskvöld síð- ari hluta vetrarins, og þarf ekki að eía, að útvarpið mun fram- yegis gleðja hlustendur sína, þá sem þessa skemmtan þrá, með hinni góðu og þjóðlegu kvæðalist. Þó að einhverjir telji þessa list úrelta og lítilsverða, mun útvarp- ið ekki í þessu, fremur en öðru, láta þá eina ráða, sem einhverj- um mótmælum hreyfa. Barnasögurnar eru eitt það efni, sem talsvei't hefir verið að fundið, og er útvarpsráðinu vel ljóst, að sumar þær aðfinnslur eiga við rök að styðjast. Útvarps- ráðið hefir með vilja hleypt mörgum mönnum að þessu efni og látið hvern mann um það sjálfan, hvemig hann færi með það. Þetta verkefni er ágætt reynslusvið á margan hátt. En margar þær aðfinnslur, sem fram hafa komið við bamasögurnar yfirleitt, eru ekkert annað en hót- fyndni og runnar af sömu rót og margar aðrar, að forsmá það, sem er öðrum ætlað en manni sjálf- um. Margir þeii', sem sagt hafa barnasögur, hafa orðið allra manna vinsælastir út um land, bæði meðal barna og fullorðinna. Annað mál er það, að útvarpið þarf að skipuleggja betur en ver- ið hefir starfsemi sína fyrir böm- in, og má vera að teknir verði færri tímar en lengri í senn; líka þarf að flytja bömunum fleira en sögur eingöngu. „Gamanvísur“. Allmargar óskir hafa borizt útvarpsráðinu um að fá að heyra sungnar „gamanvís- ur“ í útvarpið, og hefir útvarps- ráðið reynt þetta efni nokkrum sinnum, eins og kunnugt er. Hér er að vísu ekki um auðugan garð að gresja, því að gamanvísna- söngvarar eru fáir; hitt er þó lakara, að gamanvísumar sjálfar virðast fáskrúðugar, og meir en það. Ef sleppt er pólitískum skop- vísum, sem stundum em góðar — en hæpið er fyrir útvarpið að taka þær — þá er engu líkara en gamanvísnasöngvaramir, sem láta til sín heyra hér á landi, kæmu úr allt annari veröld en flestir aðrir menn lifa í, og sú veröld virðist vera bæði heimsk og klúr í senn. Því að aðalefnið í vísum þeirra er æ og æ hið sama, smekKlaus og viðbjóðsleg hálfyrði um samdrátt karls og konu, eða þá lýsingar á kvenfólki, sem er of feitt eða afskræmilega skapað. Allt þetta er heldur fátæklegt gleðiefni. Geti gamanvísnasöngv- ararnir ekki hafið sig upp úr þessu díki, þá verða þeir að vera þar áfram, en geta ekki átt heima í útvarpinu. Messiu’nar eru efalaust mjög vinsælar, og er það að vonum, því áð mikill hátíðleiki fylgir góðum kirkjusöng og orgelleik, og mess- umar, sem útvarpið flytur, standa því í heild sinni langt framar þeim messugerðum, sem hægt er að hafa í fámenni út um land. Það væri mikið efni út af fyrir sig að tala um messurnar og útvarpið, en ég skal hér vera fá- orður um það. Útvarpsráðið ákvað, að útvarpa skyldi einni messu hvern venjulegan helgidag, en tveimur að jafnaði á hátíðum. iSumir hafa óskað að fá meira af messum, en ekki er heldur að dyijast þess, að heyrst hafa radd- ir um hið gagnstæða. Útvarpsráð- ið mun leitast við í framtíðinni að fá sem flesta kennimenn til að prédika í útvarpið, svo tilbreyt- ing í messugerðum verði meiri. Þær raddir, sem borist hafa um messutímann, benda til, að ár- degismessur séu hentugri fyrir flestar byggðir. Þess skal getið, að fáeinar radd- ir hafa borizt um það, að hafa húslestur eða bæn eða vers úr Passíusálmum á rúmhelgum kvöldum að vetrinum. Endui'vai'p. Margir munu hafa vonast eftir því, að útvarpsstöð- in endurvai-paði meira en orðið er frá útlendum stöðvum, og bjóst útvarpsráðið sjálft við, að svo mætti verða. En ekki er að ræða um slíkt að neinu gagni fyr en fengin er fullkomin endurvarps- stöð (móttökustöð), en hún kost- ar nokkra tugi þúsunda. Útvarps- ráðið hefir sótt fast að fá slíka stöð sem allra fyrst, en fé hefir ekki fengizt að svo komnu. Það getur þó varla dregizt mjög lengi, og mun þá endurvarp verða einn liður á dagskrá útvai'psins. Stjóinmálaumiæðuinai' hefir áður verið minnst á sérstaklega, og skal ég ekki fjölyrða um þær í þessu sambandi. En eins og áð- ur hefir verið skýrt frá, vai’ hvaðanæfa óskað mjög eftir þeim, enda er það vitanlegt, að mikill fjöldi manna hefir brotizt í að fá sér útvarpstæki, ekki sízt til þess að geta á þann hátt fylgst betui með í stjórnmálum. Tungumálakennsla er sú grein útvarpsstarfseminnar, sem einna erfiðast er um að segja, hve mik- ið er rækt af hlustendum. Erlend- ar stöðvar kenna jafnaðarlega all- mikið erlendar tungur í sínu landi, og þótti sjálfsagc að gera tib'aun með slíka kennslu hér nú þegar. Utvarpsráðið hefir beðist eftir skýrslum um þátttökuna, og bár- ust tilkynmngar frá hér um bil 300 nemendum, ef hver málaflokk- ur er talinn sér. En síðar varð litvarpsráðinu kunnugt um all- marga fleiri, eða samtals hátt á fjórða hundrað. Sé nú gert ráð fyrir, að ekki hafi nema annar hver nemandi tilkynnt þátttöku, og það mun ekki óvarlega áætl- að, svarar því, að verið hafi 7— 800 nemendur (sumir tvítaldir, ef þeir stunduðu bæði málin). Mjög miklir erfiðleikar eru um hentugan tíma fyrir tungumála- kennsluna. Bezti tíminn þar, eins

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.