Tíminn - 17.10.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.10.1931, Blaðsíða 1
C í ni a n s er í €œf jarððtu 6 a. (Dpin baglega H. 9—6 SútU 2353 (Sfaíbfeti 09 afgrciðslumaður íimans tt llannvtxo, p o r 5 t ciusðótHr, Scefjargötu 6 a. JSfyfjaMf. XV. árg. Reykjavík, 17. okt. 1931. _J 66. blað. Hfýja.1* leidir „Neyð kennir naktri konu að spinna". Svo er um kreppurnar, að á þeim verður seint lát, nema menn finni nýjar leiðir til að láta atvinnurekstur bera sig og tekj- ur hrökkva fyrir gjöldum. Krepp- urnar reka á eftir harðri hendi ttm að nota þá möguleika, sem bjóðast og á stundum hafa verið vanræktir um langt skeið. Krepp- an setur atvinnurekstur og við- skiptahætti undir smásjá og kem- ur þá í ljós, að sumstaðar má spara frá því sem verið hefir og annarsstaðar má gera ráðstafanir til betri afkomu eftir nýjum leið- um, sem áður eru ónotaðar. En oftlega seinkar það bráðum bata, að því fylgir óhjákvæmilegur kostnaður, að ryðja hinar nýju leiðir. Hin fyrstu spor eru þung- stigin. Sem dæmi um nýjar leiðir til að láta atvinnurekstur bera sig má nefna útflutninginn á frystu kjöti, sem S. 1. S. hefir haft for- göngu um undanfarin ár. Er það mikið happ, að sú leið til að afla nýs markaðar og viðunanda verð- lags hefir þegar verið tekin fyrir nokkrum árum. Byrjunarerfið- leikarnir eru að mestu yfirstignir og hinn nýi markaður- á nú rík- an þátt í að halda uppi kjötverð- inu. Kjötframleiðslan væri nú í kalda koli, ef allt sæti við salt- kjötið eitt. Hefir samvinna bænd- anna þar orðið á undan smáút- gerðinni um að nota nýjar að- ferðir til varðveizlu á nýmeti. Saltið er gamalt^og gott, en þó ekki einhlítt, og nýjar aðferðir til að varðveita matvörur á hinni löngu leið milli framleiðenda og neytenda ryðja sér óðum til rúms. Islenzk framleiðsla stendur höll- um fæti í samkeppninni við fram- leiðslu annara þjóða, ef eingöngu er „geiplað á saltinu". Ef sam- vinnan væri eins langt komin við sjávarsíðuna og í sveitum lands- ins, þá væri og lengra komið við- leitninni til að auka verðmæti fiskjarins en raun er á. Þá má og nefna hin nýju, myndarlegu mjólkurbú, sem eru að rísa upp. Mjólkurbú Flóamanna og mjólkurbú ölfusinga taka við mjólk af stórum sveitum, sem áð- ur voru mjög illa settar um að koma mjólk og mjólkurafurðum í verð. Og nú eru Borgfirðingar og Mýramenn að koma sér upp mjólkurbúi, sem nær til mikils hluta hins frjósama héraðs. Þá má ekki gleyma Mjólkurfélagi Reykjavíkur og Kaupfélagi Ey- firðinga, sem eru brautryðjend- urnir á þessu sviði og sýnir það sig enn hvers sámvinnan má sín í lífsbaráttu hinna smærri at- vinnurekenda. Samvinnan ein ger- ir færar hinar nýju leiðir til að afla launa fyrir starf sjómannsins og bóndans. Árangur samvinnunn- ar um mjólkurvinnslu og sölu sýn- ir sig þegar í þeirri kreppu, sem nú stendur yfir. Þær sveitir verða nú harðast út, sem hafa slátur- afurðir einar að selja, en mjólk- urvinnslan léttir mikið undir, þar ;;em samvinna og samgöngur hafa gert kleift að nota betur hina inn- i?ndu markaðsmöguleika en áður var. Ræktun og samvinna sveit- anna kemur alþjóð að notum. Hún fullnægir þörfum kaupstaðanna, , sem áður var ófullnægt og bætir I þar lífsskilyrðin jafnt og í sveit- j unum sjálfum. Sveitir og kaup- [ staðir eru í því efni engar and- stæður, heldur samverkamenn. Sjávarútvegurinn á nú í vök að verjast vegna sílækkanda verðs á saltfiski. Verðfall þriggja síðustu ára er geigvænlegt fyrir þessa höfuðatvinnugrein.Og á sama tíma hafa óseldar fiskbirgðir um ára- mót þrefaldast, enda hefir fram- leiðslan allt að því tvöfaldast á síðustu fjórum árum. Er því áþekkt um sjávarútgerð hér á landi og landbúnað í kornyrkj-a- löndum að ekki er óttalaust um offramleiðslu. Eina ráðið til að komast úr ógöngum offramleiðslu á saltfiski, er öflun nýrra mark- aða. En nýir- saltfiskmarkaðir hafa enn ekki fundizt, þrátt fyrir dýra leit. Beztur árangur fæst væntanlega með breyttri verkun og nýjum geymsluaðferðum. Ef bægt er að koma nýjum fiski, ís- uðum eða frystum, á nýja mark- aði, þá léttir jafnframt á saltfisk- markaðinum. Katólskir íbúar Suð- urlanda taka ekki endalaust við saltfiskinum. En um alla Mið- evrópu búa miljónir manna, sem hungrar eftir nýjum og góðum fiski. Enski markaðurinn tekur væntanlega og við meirum fiski en þangað hefir fluzt. Til þessa markaðar hefir íslenzkur smá- bátaútvegur ekki náð ennþá, nema að mjög miklu leyti. Og þó veið- ist á smábátana mikið af fiski, sem er ýmist verðlaus eða verð- lítill ef hann fer í salt. En ein- mitt sömu fisktegundirnar eru verðhæstar á ísfiskmarkaðinum. Ef því væri hægt að deila aflan- um á markaðina eftir því hvar fæst bezt verð fyrir hverja teg- und, þá er mikið unnið um það að gera útveginn aftur að arð- vænlegum atvinnuvegi. Smábátaútvegurinn er ekki lít- ill þáttur í íslenzkri útgerð. Helm- ingur alls aflans fæst á báta. Á síðustu tveim áratugum hefir stórfé verið lagt í véla- og báta- kaup. Stærri bátar og sterkari vélar eru keyptar og gömlum kastað. Marglæti um vélakaup og fjöldi tegundanna hefir kostað út- gerðina mikla peninga. Islenzk- ir sjómenn eru afkastamiklir og aflasælir og una því illa að hafa ekki hin beztu tæki. Það er hálf- ur afli í því að búa vel í hendurn- ar á sér. En það skai góðan mark- að til, að arðurinn verði að sama skapi. Það liggur stórfé í tækjum smáútgerðarinnar og dýrmæt orka í vöðvum sjómannanna. Og þó hallar síðari árin á ógæfuhlið um afkomu smáútgerðarinnar á stór- um svæðum. Nýir markaðir og deiling aflans á markaðina eftir verðlagi tegundanna getur ein bjargað. I þessu efni á kreppan að geta skapað fjörkipp. ísfiskútilutning- ur af smábátum hefir einstaka sinnum átt sér stað, einkum frá Isafirði, Flateyri og Vestmanna- eyjum. En misjafnlega hefir f gengið, enda fylgja barnasjúk- dómar allri nýbreytni. Nú í haust hefir verið hafizt handa með meiri festu en áður. Samvinnuútgerð Isfirðinga hefir samið við þrjá togara um útfluting .á ísuðum bátafiski og útgerðarmenn á Suð- ureyri og Flateyri hafa samið við tvo togara um flutninga. Togar- arnir eru að vísu nokkuð dýrir til þessara flutninga, en þeir hafa þann kost að fljótlegt er að fylla þá og þeir eru skjótir í ferðum á markaðinn. Ekki verður annað sagt en að þessar tilraunir hafi gengið vel til þessa, og valda þó ógæftir auknum kostnaði, sem ekki er gott að áætla. En sjómenn hafa haft vinnu, saltfiskmarkað- inum er ekki íþyngt og bankarnir hafa, vegna hinnar öru umsetning- ar, sloppið við hin löngu lán, sem saltfiskframleiðslan heimtar. Þá hefir stjórnin og hafizt handa um framkvæmd laga frá sumarþinginu um útfluting á nýjum fiski. Aðalframkæmdin hefir verið falin framkvæmdar- stjóra ríkisútgerðarinnar, Pálma Loftssyni, farsælum manni við öll störf. Til ráðuneytis hefir hann þrjá menn, Júlíus Guðmundsson stórkaupmann, ólaf Gíslason stór- kaupmann og Ólaf Gíslason út- gerðarmann úr Viðey. Tvö stærri skip hafa nú verið leigð til flutninganna og hafa þau þegar farið þrjár ferðir frá Austfjörð- um, en næsti farmur verður flutt- ur frá Siglufirði og Húsavík. Salan erlendis hefir farið batn- andi og virðist ekkert því til fyr- irstöðu, að þessar tilraunir geti haldið áfram meðan haustvertíðin endist og e. t. v. lengur. Er það vel farið að tilraunir eru nú gerðar með togurum og öðrum stærri, flutningaskipum. Fæst þá samanburður á því hvaða skipastærð er hentugust. Þegar byrjað verður að flytja ís- aðan bátafisk til Þýzkalands á Miðevrópumarkaðina kemur raun-v ar ekki til greina að nota önnur en stór skip. En gott er ef togar- arnir gefast vel hinar styttri leið- ir. Togararnir eru verðmæt eign, sem ekki má liggja ónotuð, og gætu þeir unnið tvöfalt gagn, þeg- ar þeirra eigin veiðar bera sig illa, ef þeir standa í fiskflutingum og halda smáútgerðinni í gangi. Er ekkert ósennilegt, að slík fisksala gæti borið sig, þó togararnir yrðu að stöðva veiðar um stund, því afli landhelginnar er verðmeiri á ísfiskmarkaði en veiðin utan land- helgi. Og auk þess getur fiskur- inn komizt nýrri á markað, því margir smábátar eru ekki lengi að fylla einn togara þegar á sjó gefur. Þessi fiskútflutningur er allur með samvinnusniði. Hver fram- leiðandi leggur sinn fisk í sölu- félagið og félagið er öllum opið, sem nýjan fisk hafa að selja, á því svæði, sem skipin ná. til. Án samvinnu bátaeigendanna er þessi nýbreytni um fisksöluna ókleif. Hér þurfa margir smáir að vinna saman til að gera eitt stórt. Þar sem þessar tilraunir eru, er nú aðalvon bátaútvegsins, og er gott til þess að vita, að sjávarbændur eru nú lagðir út á sömu leiðir og landbændur hafa áður kannað, bæði um aukna samvinnu og skipting afurðanna í ís og salt. Undir árangrinum á smáútgerðin mikið um afkomu framtíðarinnar. Nú er mikið rætt og krafið um atvinnubætur. Er þá venjulega átt við aukin störf, seni ríki, bæj- ar- og sveitarfélög sjái aðþrengd- um verkamönnum fyrir. Er hvor- tveggja örðugt fyrir sveitar- og bæjarfélögin, að sjá fyrir fé til ÍTtgerö á grundvelli hreinna hlutaskipta Eftir sr. Magnús Bl. Jónsson frá Vallanesi. [Nokkrir sjómenn á Norðfirði hafd nú fyrir stuttu hafið togaraútgerð með cinskonar samvinnusniði. í því skyni hafa sjómennirnir tekið á leigu botnvörpunginn Andra og gjöra hann út á eigin ábyrgð, en vinna sjálfir á skipinu. Höf. eftirfarandi greinar hefir verið í ráðum með sjómönnun- um um útgerð þessa. — Árið 1929 ritaði sr. M. Bl. J. um samvinnu- útgerð í eitt af dagblöðunum í Rvík. Hlutu' tillögur hans þá litlar undir- tektir til framkvæmda. Varð út af þeim tillögum ritdeila nokkur milli höf. og Ólafs Thors, svo sem vikið er að í greininni]. pér hafið, herra ritstjóri, óskað, að ég léti blaði yðar í té álit mitt í stór- um dráttum á þessu máli, og þá sér- staklega með tilliti til leigunnar a b/v Andra, sem nýlega er fram- kvæmd að tilhlutun minni og þar næst almennt um þetta og önnur atriði útgerðarmálanna. Viðleitni skal nú sýnd í þessa átt. SkipshafnaútgerS. pað hefir lengi vakað fyrir mér, að hlutaskipti væri réttasti, sanngjarn- asti og friðvænlegasti greiðslumáti vinnulauna við alla sjávarutgerð, hvort sem er á smærri eða stærri skipum, og hver sem út gerir, hvort heldur einstaklingar, útgerðarfélag eða skipshöfn. Um þetta var í fyrsta sinn skrifað, og upp á því stungið, að því er togaraútgerð snertir, í neðan- málsgrein eftir mig í blaðinu „Vísi" í jan. og febr. 1929. pað sem kom mér af stað, til að skrifa um útgerðarmál- in (togara) þá, var verkfallið og kaupdeilan þann vetur, jafnframt því sem deilan styrkti þá skoðun mína — og breytti í fasta sannfæringu — að hlutaskipti væri eina leiðin út úr ógöngunum, og hin eina endilega lausn málsins. pað hefir ennfremur verið skoð- un mín, að lokamark fyrirkomulags- in á rekstri sjávarútvegs vors, á stærri sem smærri skipum, ætti að vera það, að hann kæmist, að meira eða minna hluta, á hendur sjómanna sjálfra, svo að myndast geti hja oss sjálfstæð og öflug sjómannastétt, sem ræki fiskveiðar af eigin mætti og á eigin ábyrgð, í stað þess að vera leiguþjónar annara manna, sem mis- jafnlega verður oft sýnt um rekstur- inn, að vonum, eða láta sér misjafn- lega annt um hann. Slíkt fyrirkomulag hefir marga kosti fram yfir það, sem verið hefir, svo sem: 1. það hefði þroskandi áhrif á sjó- mannastéttina, samfara ábyrgðartil- iinningu og stórum auknu manngildi. slíkra framkvæmda og eins hitt að finna verkefni, sem'skapi arð í framtíðinni, en sé að öðru unn- ið verður skuldabyrðin þung. En af hverju stafar atvinnuleysið ? Af örðugleikum atvinnuveganna vegna sílækkanda verðs á afurð- unum. Bezta atvinnubótin er því að styðja atvinnuvegina á nýjum- leiðum til að bæta hag sinn. Það eru atvinnubætur fyrir bóndann og sjómanninn, sem nú fá minnk- anda arð af jafnmiklu starfi og verkamanninn, sem á atvinnu sína undir því að atvinnurekstur geti borið sig. Eftir nýjum leiðum komumst við fljótar út úr krepp- unni. Ásgeir Ásgeírsson. 2. Öllu yrði veitt nánari eftirtekt, hvað til hags væri og hvað til skaða. 3. í rekstrinum yrði gætt nauðsyn- legs sparnaðar og hagsýni í hvivetna, eftir föngum. 4. Launafyrirkomulagið yrði hluta- skipti af netto arði. 5. Hlutaskiptin mundu með timan- um leiða í ljós, hver launakjör væru \ hæfileg á samskonar skipum, þegar ákveðin laun væru greidd. Er sá sam- anburður mjög æskilegur, og mundi draga úr vinnulaunadeilum. því að jöfnum hondum mundi einnig rekin útgerð á þann hátt, einkum fyrst í stað, meðan hlutaskiptin væru að ryðja sér til rúms. Sjómannarekstur hugsa ég mér að kæmist á á þann hátt, að skipstjóri, stýrimenn, vélstjórar og nokkrir úr- vals hásetar, sem allir þekktust og bæru traust hverir til annara, gengj- ust fyrir félagsstofnun, réðu svo ann- an hluta skipshafnar, að því til- skildu, að hann gengi i útgerðarfé- lagið, er síðan tæki a leigu eða keypti sér skip. Öll væri skipshöfnin sam- ábyrg fyrir rekstrinum. Slíku félagi ætti að vera innan handar að fá reksturslán i bönkum gegn v.eði í fiski, eins og öðrum út- gerðum. I>að er nú þessi braut, sem skips- höfnin á b/v Andra hefir gengið inn á. En jafnframt er þar með brotinn ísinn fyrir aðrar skipshafnir,sem vildu reyna hið sama. Samvinna hefir náðst við banka, og má gjöra ráð fyrir, að þar yrði fylgt sömu stefnu afram. Hin ýmsu félög sjómanna hafa ým- ist beinlínis viðurkennt nýbreytui þessa opinberlega, með fundarálykt- un eða óbeint með þögn, svo að eigi þarf að bera það mál undir þau framar. pað gæti þvi aðeins strand- að a skipaeigendum, að skipshafnir af skipum, sem ekki hafa farið, eða ætla að fara, á veiðar, fengju þau lán- uð á líkan hátt og Andra. En það tel ég ekki líklegt. pað er þú nú skeð (faktum), sem 1929 var dæmt sem fjarstæða (vit- leysa) hjá mér að togarl er farinn á veiSar með hreinn hlutaskipta- fyrirkomnlagi. Ég hefi bent á það bæði 1929 og aftur 1931, að breyta þyrfti til, að ýmsu leyti, um rekstursfyrirkomulag togaranna og útgerða yfirleitt, án þess að það hafi haft áhrif, varla í orði og því síður í verki. Nú hefir ár- ferðið og þær aðstæður að ég hafði skip til umsjónar, lagt tækifærið upp í hendur mér, að koma því að nokkru leyti í framkvæmd — með góðri sam- vinnu skipshafnar Andra og banka 0. fl. — sem ég áður hefi haldið fram. Sú reynsla, sem fæst við þessa til- raun, mætti máske verða til nokkurr- ar bendingar i þessu efni, þótt taka verði tillit til hins óútreiknanlega við- skiptalífs erlendis nú og þess, að til- raunin er gjörð með aðeins einu skipi. En — allt virðist betra en það, að horfa á framleiðslutækin liggja við festar og hina vösku sjógarpa vora ganga atvinnulausa i landi. II. Hlutaskipta-útgerðir yfirleitt. Eins og nú horfir við, um verðfall afurða m. fl., má öllum vera það ljóst, að með öllu er óhugsandi að reka útgerð með sama sniði og sama kostnaði, sem tiðkast hefir undanfar- ið. Hinsvegar má útgerðin islenzka og sjávarframleiðsla ekki ganga hið minnsta saman, því síður leggjast niður, eða falla í kalda kol, þar sem tilvei'a og framtíð þjóðarinnar stend- ur og fellur með þessu. Eina leiðin út úr ógöngunum er: hreyttir rekst- urshættir, og þá á þann veg, að breyt- ingarnar miði að stórfelldri lækkun útgerðarkostnaðar. En þessu takmarki verður ekki náð með launalækkun einna saman, sem nú virðist liggja í loftinu, og vitan- lega ekki að ástœðulausu. En hverri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.