Tíminn - 17.10.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.10.1931, Blaðsíða 2
220 TlMINN tilraun til launalækkunar mundu fylgja snarpar launadeilur, valdandi stöðvun og eyðandi tíma, sem betur væri notaður til bjargræðis. Og það er, þegar nú, svo komið, að hvorugt þolir þann leikskap, hvorki útgerðin, né atvinnuþörfin. Launalækkun er lieldur hvorki eina né aðal-atriðið í iækkun kostnaðar, heldur atriði, sem lcemur fram af sjálfu sér þegjandi og hljóðalaust, þegar svo gengur, að lækkunar er þörf. Aðalatriði kostn- aðarlækkunar e.r það, að hinni ítr- ustu hagsýni og sparsemi sé fylgt í ölium rekstrinum, i smáu og stóru. þetta er það, sem öllu máli skiptir. Og það er skilyrðið fyrir því tvennu: að framleiðslutækin geti haldizt 'við, og að vinnulaun aðvinnenda verði svo sæmileg, sem reksturinn getur þolað á hverjum tíma. En þessu takmarki verður að eins náð með hlutaskiptum, þar sem hver einstakur skipverji á afkbmu sína undir því, hvernig hann sjálfur og aðrir umgangast allt, i skipi og á. Ef slík útgerð getur ekki gefið sæmileg vinnulaun, þá er það sýnt, að stór- útgerð hér er dauðadæmd. Eða hverj- ir mundu geta haldið uppi atvinnu- rekstri, sem ekki svaraði vinnulaun- um? í grein þeirri frá 1929, sein vitnað er til í 1. kafla, var það lagt til, að hlutaskiptum væri hagað svo, að af óskiptum afla væri tekinn allur rekst- urslcostnaður, svo og vátrygging, við- hald og fyrnings skips, en afgangur- inn gengi til vinnulauna og vaxta- greiðslu af skipsverði (arði af liluta- fé). það skal játað, að nokkur vand- kvæði mundu verða á því, að finna hlutfallið á milli skips og skipshafn- ar, við skiptingu aflans, að frádregn- um reksturskostnaði, þ. e.: hve mikiil hluti af eftirstöðvum afians væri ætl- aður skipi, til vátryggingar, viðhalds og fyrningar, og hve mikill liluti til launagreiðslu og arðs af lilutaeign í skipi, eða vaxta af skipsverði. Mætti húast við eitthvað skiptum skoðunum um þetta atriði í byrjun. En reynst- an mundi bráðlega leiða 1 Ijós, hvað réttlátt og sanngjamt væri í því efni. En færi svo, að ekki næðist sam- komulag um þetta, sem ég geri ráð fyrir, að yrði fremur sem undantekn- ingar, þá ætti ekki að hefja strið um það, heldur taka hinn upp, að leigja skipin, og yrði það þá innifalið í leig- unni, sem skipin þurfa til viðhalds o. s. frv. þegar skipshöfn þannig leig- ir skip og gerir út sjálf, greiðist af óskiptum afla, eða aflaverði, reksturs- kostnaður og skipsleiga, og afgangur- inn skiptist í hiuti meðal skipverja, eftir reglum, sem þar um þarf að setja. Á þenna hátt kæmi þá fram tvenns konar útgerð með launafyrirkomulag- inu: „Hlutaskipti af hreinum arði (afla)“, önnur rekin af skipaeigend- um, hin af skipshöfnum. Mundi þá reynslan skera úr því, hvor heppi- legri væri. Gæti sú reynsla orðið mik- ils virði fyrir framtíð islenzkrar framleiðslu og framþróunar. Annað atriði, sem nokkurt. vand- hæfi kynni á að verða, að ráða til lykta, við hlutaskipta-útgerð, er hlutaskiptin meðal skipverja innbyrð- is. Um þetta hefi ég ekki komið fram með ákveðnar tillögur, í fyrri ritum mínum um þessi efni, heldur gert ráð fyrir, að um það mundu sjó- mcnn koma sér saman. En síðar hefi ég sannfærst um, að einnig um þetta atriði er full þörf ákveðinna bend- inga og tillaga, enda kom það þegar fam við leiguna á Andra. þar samdi skipshöfnin svo sín á milli, að hlutir skipverja skyldu ákveðnir í „réttum lilntfölluin eftir kauptaxta þeim, sem hverjum þeirra er ákveðinn í kaup- gjaldssamningum hinna ýmsu félaga, sjómanna, vélstjóra o. s. frv.“. Leigusali (skipseigandi) hafði enga aðstöðu til þess að láta samninga skipverja innbyrðis til sín taka, enda hefði verið óheppilegt og óviðeigandi, við þetta fyrsta byrjunarspor til lilutaskipta-útgerðar, að koma þá jafnframt með breytingartilraunir á lilutföllum innbyrðis launakjara, meðal einstaklinga skipshafnarinnar. Breytingartillögur i þá átt ættu helzt að koma fram meðal skipshafnanna sjálfra, og ætti bezt við, að yfirmenn- irnir ættu upptökin að þeim, þar sem aðalefni þeirra mundi verða iiátta- breyting á þeirra eigin launakjörum. Er hér átt við premíugreiðsluna af brúttó afla. Um hana hefi ég skrif- að allítarlega neðanmáls í dagbiaðið „Vísi“ í jan.—febr. 1931, og fordæmt hana með öllu, sem óheilbrigða og skaðlega. það væri því frá einni plágu til annarar, að nota hana sem grundvöll hlutaskipta, þar sem hvers- konar premía af brúttó, er hinn allra ólæilbrigðasti og vitlausasti grund- völlur, sem unnt er að finna, til þess að byggja á launagreiðsiur. Að sjálfsögðu á að vera, og hlýtur ávallt að verða allmikill munur á launum einstakra skipverja, oftir gagnsemi, dugnaði, verklagni, árcið- anlcik o. fl. En launamunurinn á ekki að skapast af neinu í líkingu við brúttó-premiu, heldur af mismun- andi hlutarhæð á eirnim og sama grundvelli. Skal nú bent á þá aðferð, sem mér virðist ofur-einföld og vandalítil, en sem jafnframt er til þess fallin, að kjöra hvern þann mis- mun á launakjörum, sem æskilegt kann að þykja. Aðferðin er þessi: Fullgildur háseti hefir einn hlut, og fullgildur kyndari sama. Netamenn, yfirkyndarar, báts- maður, stýrimenn, vélstjórar og skip- stjóri liafa hækkandi hluti, miðað við hásetahlut. Hækkunin verður- á þann hátt, að hærri hlutamönnunum er ákveðinn lx/io, V-/b, 1)4; W2, l2/3» l3/4, 2, 2 og brot, 3 o. s. frv. hlutir. Lækkandi kaup, t. d. aðstoðarmat- sveins og viðvaninga (lærlinga), á- kveðst með broti úr hlut, svo sem: 3/4, y2, y± o. s. frv. það getur vitanlega orðið álitamál, live marga hluti t. d. skipstjóri á að hafa ú móti háseta. Skipstjórar eiga að vera vel launaðir, og þó með hófi, svo að munurinn verði .ekki allt of himinhrópandi milli þeirra og ann- ara skipverja, eins og opt hefir ver- ið. Of mikill munur veldur óánægju hinna lægra launuðu, og hún getur bakað meiri skaða, en sem nemi lít- ilfjörlegri lilutarhækkun yfirmanna. Hér verður því að gæta alls hófs, og sýna sanngimi á allar hliðar. þó haldið sé fram, í greinum mín- um, bæði fyr og nú, hlutaskiptum, sem hinu æskilegasta og bezta iauna-fyrirkomulagi við útgerð, geri ég mér iitla von um, að það kom- izt á yfir allt, þegar í stað, enda sé ég ekkert á móti því, miklu fremur máske æskilegt, að útgerð vor sé rekin með ýmsum mismunandi hætti. Gæti við það myndazt gagn- legur samanburður, sem valdið gæti lagfæringum og umbótum á víxl á hinum ýmsu rekstursháttum. þannig mundu hlutaskiptin geta orðið æski- legur mælikvarði fyrir því, hve hátt kaupgjald þær útgerðir þyldu, er reknar yrðu áfram með ákveðnum samningslaunum, og eigi síður hinu, hvernig launakjörum þar skyldi skipað. Færi svo, sem nú var sagt, yrði út- gerð vor rekin með þrennum mis- munandi hætti: Nokkrir skipaeigend- ur rækju á líkan hátt því, sem ver- ið hefir. Nokkrir rækju með hluta- skiptum. Og nokkrir leigðu skip sín efnilegum skipshöfnum. Enginn ætti að amast við annars útgerðarhætti, heldur heldur þvert á móti styðja, ef svo bæri undir. því að ekki ve.it, fyr en reynir, nema nýjar brautir, sem ruddar kynnu að verða, reynd- ust greiðari hinum gömlu, og væri það öllum gagn. það liggur í hlutarins eðli, að við hlutaskipti kemur allur afli skips til skipta, svo lifur sem fiskur, og sérhvað annað, er til fellst. Lifrin hefir verið notuð sem premía, til uppbótar fastalaunum. Með bluta- skiptum hverfur allt slíkt, þar sem hluturinn sjálfur er í rauninni ekk- ert annað en hækkandi og lækkandi premía, eftir árangri starfsins. Stórútgerðin hér (togarar og línu- veiðarar) hefir sagt upp launasamn- ingum frá 1. jan. n. k., og ætti þá, ef að vanda lætur, að vera von á nýrri togstreytu um launaákvæði, öllum málsaðilum til tjóns. En til slíks má ekki koma. það virðist og svo, sem okki mundi vandalaust, að finna grundvöll undir hvort heldur sem er, ákveðin launaframboð eða ákvcðnar launakröfur, þar sem eng- inn getur gizkað á, hvert muni verða verð fiskjar og yfirleitt arður út- gerðar næsta ár. Ætti að fella laun sjómanna í hlutfalli við verðfall sjávarafurða nú, mundu þau með öllu verða óviðunandi. Ætti hins veg- ar að ákveða hærri laun, en útgerð- in gæti borið, hver ætti þá að bera tapið? Væntanlega mundu bankarnir verða ófúsir á, að leggja fram rekst- ursfé á þeim grundvelli. Hið eina, sem bjargað getur við, eða haldið uppi útgerð vor íslend- inga, eins og nú er komið, er stórum aukinn sparnaður og hagsýni á öll- um sviðum og öllum kostnaðarliðum, að fráteknum mannalaunum. Með því einu móti er von um, að útgerð- irnar bæru sig svo, að skipshafnir uppbæru lífvænleg laun, enda. þótt eitthvað yrðu lægri en verið hefir. — En — slíkt er hugsanlegt, að eins með hlutaskiptum. það, sem nú þarf að leggja á- herzlu á, er því það, að fyrirbyggja allar launadeilur, en ganga að því, með fullri alvöru og krapti, að koma á hlutaskiptum á öllum íslenzkum skipum, smáum og stórum, eða öll- um fjölda þeirra, svo að ekki stöðv- ist, eða lendi í algjörðu hruni fram- leiðsla þjóðarinnar til sjávarins, sem öllum lieilskygnum mönnum má ljóst vera, til hvers mundi leiða. Gjöra má ráð fyrir, að bankar vor- ir og landsstjórn mundu styðja til- raunir í þessa átt. En ekki er víst, að það nægi. Til þess gæti komið, að þessir tveir aðilar þyrftu að beita sér beint fyrir því, að rekstursfyrir- komulag sjávarútvegsins í heild kæmist á heilbrigðan grundvöll, eins og ég benti á í nefndri Vísisgrein minni 1931, — sjá niðurlag þeirrar greinar. ---—O------ Fréttir Jónas Jónsson ráðherra og Jón Árnason bankaráðsformaður komu úr utanför snemma í þessari viku. Hjónaband. þann 10. þ. m. voru gefin saman hér í bænum ungfrú Anna Jónsdóttir og Stefán Jóhanns- son, bæði frá Skálum á Langanesi. Sr. Ásmundur Guðmundsson dócent “ gaf þau saman. Páll E. Ólason bankastjóri hefir til- kynnt bæjarstjórn, að hann geti eigi, sökum annríkis, mætt á fundum fyrst um sinn. Helgi Briem bankastjóri mætir sem varamaður í hans stað, og *í forföllum hans frú Aðalbjörg Sig- urðardóttir. Félag ungra Framsóknarmanna liélt fund í Sambandshúsinu s. 1. mið- vikudag, þann fyrsta á haustinu. Selfoss strandaði í Hvammsfirði í fyrradag, og sat þar um 4 klst. fast- iir á skeri, en losnaði með ílóði og fór þá til Stykkishólms. Varðskipið Ægir fór vestur með lcafara til að at- liuga skemmdirnar. Selfoss hefir meðferðis mikið af kjöti til útlanda. Áfengissmyglun. Lögreglan í Rvík hefir liaft hendur í hári tveggja á- fengissmyglara í skipinu „Botnía". Voru þeir báðir dæmdir í sektir. Eimskipafélagið hefir sagt upp öll- um brytunum á skipum sínum frá næstu áramótum. Ætlar félagið sér að reka sjálft framvegis fæðissölu á skipunum eins og ríkisútgerðin gjörir nú. Nýlega er hingað kominn frá Winni- peg Karl Jónasson byggingameistari, ættaður frá Hrauni í Aðaldal. Hefir bann dvalið um 20 ár vestra. Stjóm Flóaáveitufélagsins héltfund sl. fimmtudag, og var atvinnumála- ráðherra mættur á fundinum. A þeim fundi var samþykkt, að Flóaáveitu- félagið tæki áveituna að fullu í sínar hendur nú þegar. Skipasmíðastöð í Rvík. RíkisStjórn- in hefir samkv. þál. síðasta þings skipað þriggja manna nefnd til að rannsaka möguleika til að koma upp skipasmíðastöð í Rvílc. Skipaðir eru í nefndina Pálmi Loftsson útgerðar- s+jóri, formaður, þórarinn Kristjáns- son hafnarstjóri, eftir till. bæjar- stjórnar og Ásgeir þorsteinsson skrif- stofustjóri, eftir till. útgerðarmanna. — Pálmi Loftsson hefir áður ritað ítarlega um mál þetta hér í blað- inu. Atlanzhafsflugið um ísland Trans- continental Airlines Corporation, Vegna áhrifa templara gerbreytt- ist prestastétt landsins frá því að hafa verið drykkfeld í mesta lagi og til þess að verða bindindis- hneigð eða hófsöm og mikill styrkur í baráttunni við ofdrykkj- una, og hefir það ástand yfirleitt haldizt til þessa dags. Ef til vill sýnir fátt betur hversu dómur al- menningsálitsins getur verið gagnlegur í sambandi við notkun áfengis heldur en hin mikla um- breyting prestastéttarinnar. En um leið sést hve hættulegt er at- hæfi íhaldsblaðanna og íhalds- leiðtoganna sem mæla bót ölæði og slarki, þar á meðal samúðar- skeyti 25 ára stúdenta til ung- linga þeirra sem brotlegir urðu á Þingvöllum í vor sem leið. Bæði Mbl. og Vísir dáðust að embætt- ismönnum þeim, sem hér áttu hlut að máli. Góðtemplarar komu banninu á hér á landi. Það er staðreynd sem ekki verður á móti mælt. Versti þröskuldur vínbannsins voru þær stéttir, sem nú mynda kjarna í- haldsflokksins, læknar, sem veittu víni út í straumum, lög- íræðingar, sem sáu brot á lögun- um gegnum gleraugu, sem gerðu sjón þeirra óskýra, stjórnmála- menn, sem aldir höfðu verið upp í skóla drykkjuskapar náms- rnanna í Khöfn, kaupsýslumenn, sem fluttu smyglað vín inn í mélsekkjum og saltbunkum. — Bannið hefði lánast fullkomlega hér á landi, að því er innri á- stæður snerti, ef íhaldsöfl lands- ins og hin íhaldssömu blöð hefðu ekki unnið því allt það tjón er þau gátu. Baráttan við áfengið á íslandi. Fýrir nokkrum vikum breytti ég að nokkru fyrirkomulagi á vínveitingum á Hótel Borg. Frá þeim tíma að Jón Magnússon og Sig. Eggerz opnuðu landið fyrir Spánarvínum hefir eitt gistihús í Reykjavík haft leyfi til að selja Spánarvín með mat, tvisvar á dag. Þegar bærinn og landið hjálpuðu til að reist yrði myndar- legt gistihús í höfuðstaðnum, var vínleyfið flutt frá Hótel Is- land að Hótel Borg. Ég stytti nokkuð sölutímann með breytingu þeirri, sem gerð var í sept. síðast- liðinn, en gerði tímann meira samfeldan að kvöldi til, í því skyni að freista, að þessi vín- notkun yrði meir í samræmi við það sem þekkist hjá sómasamlegu fólki, heldur en verið hafði, að ýmsu leyti, samkvæmt skipulagi J. M. og Sig. Eggerz. Verða í grein þessari leidd rök að ágöll- um þeim sem voru á því skipu- lagi. Meðan ég var erlendis frétti ég að nokkrir leiðtogar góðtemplara og Mbl.manna hefðu hneykslast mjög á tilraun þessari, að þeir hefðu eins og á byltingardögun- um í vor haldið borgarafundi bæði í „guttó“ og „fjalakettin- um“, og að Felix Guðmundsson og Jakob Möller hefðu stýrt þess- um nýja siðabótar her. Fyrir til- stuðlan þessara fjandmanna á- fengis á Islandi var svo safnað undirskriftum góðra borgara í bænum til að mótmæla þeim sið- ferðisháska sem hengi yfir höfð- um höfuðstaðarbúa í sambandi við vínleyfið á Hótel Borg. Sjálft árásarefni það sem Felix Guðmundsson og Jakob Möller hafa valið sér er næsta lítið. I landi þar sem allir geta keypt vín sem vilja, samkvæmt lögum sem 40 af 42 þingmönnum hafa samþykkt, er aðstaðan með á- fengi sú, að vín getur verið á svo að segja hverju heimili í landinu. Hótel Borg er ekki nema eitt af þessum mörgu privat heimilum, sem getur haft áfengi til neyzlu. Og því miður er veruleikinn sá að mikill hluti af þeim stéttum sem veitir J. M. nú víggengi við Ivosningar, notar vín almennt á heimilum sínum. Herferð þeirra félaga F. G. og J. M. er þess- vegna sviplík því að lagt væri af stað í veiðiför til að drepa skógarþresti með 42 sm. fallbyss- um. En ég' vil nota tækifæri það, sem nú hefir verið gefið frá hálfu hinna verkasmáu en orð- mörgu templara, og frá málpípum hinna vínþyrstu Mbl.-manna til að ræða málið í heild sinni, áfengis- baráttu Islendinga eins og hún er nú, og hin sérstöku einkenni, sem fram koma hér á landi. Eftir því, sem góðar heimildir sanna hefir vínnautn legið í landi frá fornöld, en eins og við er að búast, var mótstöðuaflið sterkast meðan þjóðin var frjáls og vel mennt. Á hnignunaröldinni varð drykkjuskapurinn að almennu þjóðarlesti. Um 1700 var andrík- asti kennimaður landsins reiddur ósjálfbjarga af drykk milli búða á Þingvöllum, í stað þess að ein- valalið J. M. er nú flutt í bílum í sama ástandi milli heimila beztu manna í bænum. Fáum árum síð- ar flugust Jón Vídalín og Oddur iögmaður á dauðadrukknir á stór- býli á Vesturlandi. Þannig hélt vínnautnin áfram og um 1880 flugust tveir af þekktustu leið- togum þeirrar tíðar á um miðja nótt, báðir dauðadrukknir, á prestssetri á Norðurlandi, unz prestskonan kom til og skildi þá eins 0g óvita. Nokkru fyrir þann tíma var ofdrykkja presta almenn á íslandi og urðu af því bæði slys og meiðsli. Meðal náms- manna erlendis, þeirra, sem bjuggu sig undir embættisnám var ofdrykkjan almennur löstur, og olli því að sorgleg fyrirlitning lagðist, þar sem þeir lærðu, á menn þessa og land það, sem hafði alið þá og átti síðar að fá þessa sömu menn sem oddvita að loknu mámi. Svo trygg hefir drykkjuskaparómenningin verið í sambandi við embættisnám á Is- landi, að þegar bannið var ungt hér á landi létu mjög margir af þáverandi kennurum menntaskól- ans nöfn sín sjást undir ávarpi er hallmælti banninu. Og nú síð- ast, vorið 1931, þegar nokkrir ný- bakaðir stúdentar úr íhaldsheim- ilum í Reykjavík, gerðust ölvað- á Þingvöllum, réðust á kirkjuna og frömdu þar ýmiskonar siðleys- isathafnir, þá afsakaði Mbl. óláns- pilta þessa og Jakob Möller, hinn nýbakaði góðtemplari beitti öllum þeim dugnaði, sem hin nýja stúkumælska veitti honum til, að afsaka þjóðarsmán þessa í blaði sínu. Tvíveðrungurinn í áfengis- siðgæði Mbl.manna sést glöggt á þessu. Sem templar hefir J. M. vafalaust verið búinn að læra nógu mikið af Felix og Pétri Zo- phoniassyni til að sjá hversu óverjanda framferði piltunna var. En á hinn bóginn voru „venjur“ embættismannaefna. J. M. þekkti þær vel frá námsárum sínum. Hann vissi vel um hin óskrifuðu lög, sem myndast höfðu í Khöfn, þegar óánægðir námsmenn, sem i'undu, að þeir voru álitnir „paria“ í dvalarlandinu, um rétt námsmanna til ölæðis, á hátíðleg- um augnablikum. Æskuendur- minningar og æskuáhrifin urðu yfirsterkari hinni nýfengnu templaramenningu J. M. og hann lét blað sitt falla fyrir freisting- unni að mæla kirkjuspjöllum bót, af því þau höfðu gerst í sam- bandi við ofdrykkju embættis- mannaefna. Jafnvel hin grandvöru góðtemplarahjón, Ástvaldur og Guðrún Lárusdóttir létu kirkju- spjöllin á Þingvöllum óumtöluð í „umvöndunarriti“ því er þau gefa út. Góðtemplarar gerðu fyrsta, stóra átakið, sem gert var hér á landi móti ofdrykkjunni; og var starfsemi reglunnar þá að mörgu leyti mögnuð alvöru og lífsþrótti. En í öllum aðalatriðum var hreyf- ing sú borin uppi af fátækustu stéttum þjóðarinnar. Mbl.menn þeirrar tíðar voru eins og nú gefnir fyrir ölæði og töluðu ekki um hófsemi eða góða siði í sam- bandi við vínnautn, nema til blekkinga við atkvæðaveiðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.