Tíminn - 31.10.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.10.1931, Blaðsíða 3
TlMINN 288 Innileg þökk sveHungum okkar fyrir vegleg samsæti, er þeir héldu okkur á sið* astliðnu hausti og dýra gjöf er þeir færðu okkur við áminnzt tækifæri. Reykjavik 26. okt. 1931. Sigriður Hansdóttir, Jón Finnsson. r\ fyrir satt, að svo hafi ekki verið. Magnús Jónsson guðfrœðiprófessor hafði því ekkert að leiðrétta í mín- um ummœlum. Hitt er ekki leiðrétt- ing, heldur upplýsing til viðbótar, að atkvæðagreiðslu var hagað eins og hann skýrir frá og hér hefir verið sagt, og lá þó sú upplýsing i þeim ummælum, sem Morgunblaðið hafði eftir mér. Ásgeir Ásgeírsson. ----O---- Aðsendír bréfkaflar. m. Samkvæmt skattaframtali mun út- gerðarfélagið Kveldúlfur hafa orðið fyrir tapi á síðastl. ári. Aftur á móti munu hinir mörgu forstjórar og aðrir háttsettir starfsmenn félagsins ekki hafa orðið fyrir efnahagstjóni. Sú regla gildir enn við togaraútgerð- ina, að greiða stjórnendum og skip- stjórum laun viðlíka þeim, sem Claessen fékk fyrir að ausa fénu út úr íslandsbanka, — hvað sem líður rekstursafkomu félaganna. Og á tap- ári Kveldúlfs hinu síðasta, byggði Ólafur Thórs sér skrauthýsi, til í- búðar handa sjálfum sér, sem mun hafa kostað hátt á annað hundrað þús. kr. En gróði Ólafs Thors mun ekki allur vera fenginn við að stjórna hnignandi sjávarútgerð, heldur er hann einkum og sérstak- lega reittur saman á því að kaupa fisk af smærri útgerðarfyrirtækjum og selja hann aftur með hagnaði. Félagið „Kveldúlfur er orðið gróða- liringur á vegum sjávarútgerðarinn- ar. íslenzk sjávarútgerð er, eins og aðrir atvinnuvegir landsins, stödd í miklum vanda. Hún er rekin með tapi á tap ofan. Margir af útgerðar- mönnum landsins eru ágætir menn og duglegir og sjómannastétt okkar mun vera ein hin vaskasta, sem til er á jörðu hér. En þessir menn eru sundraðir og flæktir í hugsunarvill- um og kenningafalsi frjálsrar sam- keppni. þessvegna eru þeir arðrænd- ir af fiskhringnum íslenzka. Finnst þér ekki furðulegt, að þessir menn, margir þeirra, skuli enn trúa á og verja það atvinnuskipulag, sem heimilar ekki merkilegri manni en Ólafi Thors að sitja uppi með gróða af striti þeirra sjálfra. því hvað er Ólafur Thors? Hann er ekki annað en ófyrirleitinn oflátungur. Enginn veit til þess, að hann hafi orðið neitt af eigin ramleik eða að hann hafi barist fyrir nýtilegu máli. Eigi að síður hefir úrelt verzlunarskipulag og sundrung útgerðarmanna skapað honum, á leiðum viðskiptanna, svip- aða aðstöðu eins og áður höfðu stigamenn á alfaral.eiðum, sem tóku fé af þeim, sem um veginn fóru. Hvenær heldurðu að þetta lagist? Hvenær heldurðu að mönnum skilj- ist það almennt að ekkert annað en samvinnuútgerð og réttlát hluta- skifti geta hrifið útgerðina úr ófarn- aði hófleysisins, samlceppninnar og verkamálastyrjaldanna? þcgar sjó- mennirnir eiga sjálfir útgerðarfyrir- tæki sín og selja sjálfir afla sinn gegnum sín eigin samvinnufélög, þá og fyr eklci, mun endurskapast samúðin milli starfs og stjórnar og réttlætið í skiftingu arðsins. Burt með stigamennina af leiðum ís- lenzkra atvinnuvega! (Meira). Snarfari. ----O—— Hjónabönd. Laugardaginn 17. októ- ber voru gefin saman í hjónband af séra Bjarna Jónssyni Guðný Anna Gunnarsdóttir kennslukona frá Esju- bergi og Brynjólfur Bjarnason Mel- steð vegaverkstjóri frá Framnesi. I-Ieimili þeirra verður að Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu. — Síðastliðinn laugardag voru gefin saman hjá lögmanni Jóhanna Sig- urðardóttir frá Saurbæ á Langanes- strönd og Ásgeir Jónsson plötusmiður í Landssmiðju íslands. — Laugar- daginn 10. þ. m. voru gefin saman í hjónaband í Hlíðarendakirkju af séra Sveinbirni Högnasyni, ungfrú Soffía Markúsdóttir frá Hallskoti í Fljóts- hlíð og Ólafur Guðnason gjaldlceri í vélsmiðjunni Steðji. Heimili þeirra er á Bergstaðastræti 83. ---O---- í haust var mér dreginn hrút- ur ca. 3—4 vetra, hvítur horn- skelltur með mínu marki: sýlt, biti framan hægra, sneitt aftan gagnbitað vinstra, sem ég ekki á mér vitanlega. Réttur eigandi getur vitjað hans til mín. Bjarni Sveinsson, Eskiholti. Borgarhreppi. Hestur rauður, með stórri blesu, lágvax- inn, mark heilrifað bæði, hefir tapast snemma í október, frá Geithálsi. Verði einhver var hestsins er hérmeð beðið að til- kynna í síma 33 eða 1280 Reykja- vík. FSr J. J. til Svíþjóðar Hefir Vísi skjátlast? Meðan ,T. ,T. ráðherra var ytra í haust, bárust þær fréttir hingað, að hann hefði fengið hinar beztu við- tökur í Svíþjóð — betri en íhalds- mönnum voru kærkomnar. Bæði Mbl. og Vísir ræddu um málið. Vísir komst að lokum að þeirri niður- stöðu, að J. J. hlyii að hafa orðið íslandi til minnkunar í Svíþjóð og ef einhverir Svíar hefðu gert för hans góða, myndu það hafa verið socialistar. Nú hafa borizt hingað úrklippur úr sænskum blöðum og kveður þar við í nokkuð öðrum tón en Vísir vill vera láta. Er þess fyrst að geta, að eitt af stærstu blöðum Svía, Svenska Dagbladet (íhaldsblað) birti mjög lofsamlega grein um J. J. áður en hann kom til Svíþjóðar og hefir efni hennar áður verið rakið hér í blaðinu. Daginn eftir komu J. J. til Stokkhólms, s.egir sama blað, að J- J. muni halda fyrirlestur í Sænsk- íslenzka félaginu kvöldið eftir. Blaðið bætir við að á stöðinni hafi stjórn félagsins og sendiherra íslendinga og Dana tekið á móti honum. Fyrsta daginn hafi hann kynnt sér hinar margháttuðu aðgerðir Stokkhólms- búa til að leysa húsnæðisvandræði með samvinnubyggingum. Annað af stærstu íhaldsblöðunum, Stockholms Tidningen, birtir sama dag langa grein um íslenzk stjórn- mál og um J. J. Telur hann einn af helztu áhrifamönnum á íslandi, segir að hann hafi mikinn áhuga á um- bótum lands síns og breyti sam- kvæmt því. Blaðið bætir við að til forgöngu hans megi sækja ekki all- lítið af framförum íslands á síðari árum. priðja stórblað sænskra ihalds- rnanna, Stockholms Dagbladet, minn- ist á ísland í sambandi við komu J. J., segir að hann sé einn af leiðtog- um bændafloklcsins, „och i alla av- seenden högst modema gentleman". Svenska Morgonbladet, sem líka virð- ist vera íhaldsblað, flytur grein urn J. J. það segir að við fyrstu sýn mætti ætla, að hann væri Ameriku- maður, en þegar menn fari að kynn- ast honum sjáist, að hann sé afkom- andi norrænna víkinga. Framkoma hans, orð og hreyfingar b.eri vott um orku og þrótt. Blaðið bætir við að æfisaga J. J. sé einkennileg. Hann sé sonur fátæks smábónda, bann sé sjálfmenntaður, en hafi brotizt áfram upp á eigin spýtur og átt mikinn þátt í að efla samvinnuhreyfinguna meðal íslenzkra bænda og í stofnun bændaflokksins, sem nú hafi meira- hluta á Alþingi. Að lokum segir blað- ið að sænsk-íslenzka félagið hafi boð- ið þessum merkilega gesti til lands- ins til að halda fyrirlestur um ísland, og að á þann fyrirlestur muni koma FERÐAMENN sem koma til Rvíkur, fá her- bergi og rúm með lækkuðu verði á Hverfisgötu 82. Kenni dönsku og byrjendum organleik. jr- __ _A_. Briem Laufásveg 6 — Sími 993. Brynjúlfur Björnsson tannlæknir, Hverfisgötu 14, Sími 270. Móttökutími 10-6. (Aðrar stund- ir eftir pöntun). — öli tannlækn- isverk framkvæmd. Lægst verð. Mest vandvirkni. meðal margra annara góðra manna tveir af ráðherrum Svía, Ekman og Gyldensvárd. Enn eitt íhaldsblað, Dagens Nyheter, minnist komu J. J. í greinarkorni. Segir það manninn fremur lítinn vexti, stilltan og hóglátan í fram- göngu, og að fáir sem mættu honum á götum Stokkhó.lms myndi renna grun í, að hann væri sá af íslenzlc- um stjómmálamönnum, sem mestur gustur stæði um. Að starfi til sé hann dóms- og kirkjumálaráðherra þjóðar sinnar en í raun og veru sé hann sá öxull, sem stjórnmál ís- lands snúist um. Á íslandi séu eigin- lega ekki nema tveir flokkar: Ann- ar með Jónasi Jónssyni og hinn á móti. Hann sé harðdrægur í skifturn, geri það sem honum sýnist vera rétt, hvað sem hver segi. Eftir fyrirlestur J. J. um ísland birtir Svenska Dagbladet mynd af J. J. og Tengdahl, formanni bæjar- stjórnarinnar í Stokkhólmi, er hanr. sýnir ráðherranum Stadshuset. Er þar sagt frá fyrirlestrinum, að þar hafi verið margt merkra manna ráðherrar, sendiherrar, nokkrir dóm- arar, þar á meðal hinn frægi Carl Lindhagen, yfirbókavörður háskóla- safnsins í Uppsölum o. fl. Um ræð- una segir blaðið, að hún hafi byrj að með skáldlegri lýsingu af nátt- úru landsins og íslenzkri menningu. pá hafi komið meginkjarni ræðunn- ar, þar sem fyrirlesarinn hafi í Ijós- um dráttum skýrt frá hinum marg- háttuðu framförum á fslandi. pað efni hafi verið nýtt og í mesta lagi fróðlegt, líka fyrir menn, sem hafi þekkt nokkuð mikið til íslenzkra staðhátta, „ett halvt funktionalist- iskt Island", sagan um litla þjóð, sem með tápi og lcjarki hefir byrj- að að beygja náttúrugæði landsins undir vilja mannsins. í veizlu, sem haldin var að ræðunni lokinni hafi Ekman forsætisráðherra haldið ræðu og látið í 1 jós aðdáun sína á hinni miklu umbótastarfsemi á íslandi. Bæði Ekman og ýmsir aðrir ræðu- menn höfðu þakkað J. J. hlýlega komti hans, að því er blaðið hermir. Litlu síðar segir íhaldsblað í Upp- sölum, Upsala Nya Tidning, frá komu J. J. til Uppsala og birtir mynd af honum og yfirbókaverði háskólabókasafnsins, Grape. Segir blaðið að hann sé einn aí' helztu stjórnmála- og menntamönnum Is- lands, að hann hafi beitt sér fyrir mikilsverðum umbótum á íslenzkum skólum og hafi þar í bænum kynnt sér ýmsar stofnanir háskólans í sam- bandi við fyrirhugaða háskólabygg- ingu í Reykjavík. Blaðið bætir við að J. J. virðist vera gæddur óvenju- legum lífsþrótti og víðsýni, enda eigi hann góðan þátt í nútímamenning- arbaráttu íslenzku þjóðarinnar. Á heimleiðinni dvaldi J. J. 2—3 daga í Gautaborg og var þar gestur Norræna félagsins og hélt fyrir það Opna i dag sölubúð í sambandi viö prjónadeild ullarverksmidjunnar „F r a m t í ð i n“ Frabkastíg 8. fyrir allskonar prjónafatnað úr íslenzku efni, Á KARLA, KONUR OG BÖRN. Vörurnar eru unnar í prjónaverksmiðju minni úr alíslenzku efni og á nýtízkuvélar og þar af leiðandi á fuUkomnari hátt en áður hefir þekkst hér á landi. Verðið er lægra en á útlendum ullar-prjónafatnaði, sem hing- að hefir fluzt. Notið nú íslenzku prjónafötin, sem taka fram þeim útlendu að efni, hollustu og styrkleika. Virðingarfyllst. Bogfi A. J. Þórðarson. Auglýsin^ Fréttastofa Ríkisútvarpsins mun í fréttaritun sinni eftirleiðis fylgja þeim reglum, að geta því aðeins um bækur, að þær séu henni sendar, og því að eins um samkomur og sýningar, hvers- konar sem eru, að aðgöngumiðar séu sendir. Ríkisútvarpiö. liinn sama fyrirlestur og í Stokk- hólmi. Daginn sem hann kom til bæjarins birtu þrjú stærstu blöðin í bænum greinar um ísland, og fóru um land og þjóð hinum vingjamleg- ustu orðum. Var þar í fararbroddi liið alþekta íhaldsblað: Göteborgs Ilandels och Sjöfartstidning. það segir að enginn geti með meira rétti talað um nútímaframfarir ís- lands en J. J., enda verði jafnvel mótstöðumenn hans að viðurkenna það. í sama streng taka Göteborgs Morgenpost og Göteborgsposten. Öll þessi blöð flytja síðan ítarlegan út- drátt úr fyrirlestrinum og auk þess Göteborgs Tidningen og Vestsvenslca Dagbladet. Segir það, að J. J., „Is- lands store politiker" hafi í gær hald- ið „ett fángslande och interessant föredrag om sin hemö“, að prófess- or Lindroth hafi sett samkomuna, síðan „„bestegs talerstolen av den celebre gásten". Síðan kemur frásögn um erindið, um fegurð og gæði landsins og um menningu þjóðar- innar. Blaðið lýkur máli sinu með því að landshöfðinginn í Gautaborg, Oscar von Sydow hafi fyrir hönd fé- lagsins og áheyrenda þakkað fyrir- lesturinn og látið í Ijós aðdáun sína íyrir íslenzku þjóðinni í fortíð og nútíð. í þessum mörgu og ítarlegu grein- um um ísland og íslenzk málefni í tilefni af komu J. J. til Svíþjóðar, kemur það glöggt fram hvílíka eftir- tekt umbótastarfsemi samvinnufélag- anna og . Framsóknarflokksins ís- lenzka hefir vakið hjá hinni sænsku frændþjóð. --—O---- Á víðavangi. Mbl. segir satt! Eftirfaranda greinarkom birtist i Morgunblaðinu í gær: „í tilkynningu frá Swedish-Inter- national Bureau segir, að seinustu skýrslur um ríkisskuldir Svía sýni, að þær sé alls kr. 1.873.994.819,65 eða tæplega 310 krónur á hvem í- búa í landinu. þykir það ekki mikið, og segir svo í tilkynningunni, að i Evrópu skuldi að eins Finnland, þýzkaland og Tékkóslóvakía minna á hvem íbúa heldur en Svíþjóð. — En þrátt fyrir miklar rikisskuldir, er ísland þó lægst, ef miðað er við mannfjölda.11*) Hingað til hefir Mbl. haldið því fram, að íslenzku ríkisskuldimar væru orsök kreppunnar hér á landi, og að ísland væri ver stætt fjár- hagslega en nokkurt annað nálægt ríki. þessi staðleysa, sem Mbl. hefir barið fram blákalt móti betri vitund, hefir hvað eftir annað verið hrakin hér í blaðinu. En nú hefir Mbl. sjálft í ógáti sagt sannleikann í þessu efni: ísland skuldar minna en nokkurt annað ríki í Norðurálfunni, að tiltölu við mannfjölda. *) Auðkennt hér. N/tt. Nntímelegt. j Ræðir: trúmál, frseðslumál, íheilsufræði, ástir, útilif, nýja 1 tímann o.fi. „JÖRГ Odýraata timaritið eftir stærð , 1. árg. tæpar 300 bls. V kostar 5 kr. Á Flytnr sögnr og ágætur f myndir. Mbl. og brezka íhaldið. Mbl. er ákaflega ánægt með kosn- ingasigur íhaldsflokksins í Englandi. Myndi gleði blaðsins verða eins inni- leg ef það kæmi á daginn, að brezka íhaldið notaði sér kosningasigurinn til að setja innflutningstoll á íslenzk- an saltfisk í Englandi? Vantraustið á ísafold. Vísir kvartar um, að Tíminn hafi mikil áhrif í sveitunum, en að ísa- fold „komi ekki að notum", og kenn- ir þar um hæfileikaskorti ritstjór- anna. Vill Jakob Möller ráða bót á þessu með því að láta íhaldið gefa út nýtt blað til að „vinna hylli“ bænda og senda það um sveitimar „ókeypis". ísafold hefir nú um langt skeið verið troðið upp á bændur í öll- um byggðum landsins óbeðið og flest- um í óþökk, og hefir það engan sýnilegan árangur borið, nema ef vera skyldi, að það hafi átt einhvern þátt í því, að fylgi íhaldsins hefir þorrið með ári hverju. En þó óhætt að full- yrða, að þar hafi meir um ráðið slæmur málstaður en fákænska Val- týs, þó landfræg sé. Hér eítir sem hingað til mun íhaldið komast að raun um, að bændur selja sig eigi á vald pólitískum fjandmönnum, fyrir nokkrar póstsendingar árlega af Mbl.- pappír og misnotaðri prentsvertu. -----O----- Fiá stjómlagaþlngi Spánvezja. — Skeyti frá Madrid dags. 7. þ. m. skýrir svo frá, að jafnaðarmenn hafi i þinginu borið fram breytingartil- lögur við stjómarskrárfrumvarpið, um þjóðnýtingu eigna, og vakti til- laga þessi miklar deilur í þjóðþing- inu. Zamora forsætisráðherra and- mælti tillögunni og hafði loks í hót- unum um að segja af sér, ef tillag- an væri samþykkt — Úr skeyti sama dag: Zamora hefir breytt á- kvörðun sinni og segir ekki af sér. Tilkynningu hans um þetta var tek- ið með miklum fögnuði af öllum flokkum. Páfabréf um hefmskreppnna. Páf- inn hefir gefið út bréf um fjárhags og viðskiptaástandið í heiminum og skorar á iðjuhölda og aðra atvinnu- rekendur að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg íyrir skort bágstaddra og veita eins mörguxn mönnum atvinnu og frekast er unt Páfabréf þetta hefir vakið undrun og athygli hvarvetna, því að „hinn heilagi faðir“ í Róm er ekki vanur að láta slik mál til sín taka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.