Tíminn - 07.11.1931, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.11.1931, Blaðsíða 4
288 TlSEINN Tilkynning. Allar umsóknir um styrk úr verkfærakaupasjóði vorið 1932, séu komnar til Búnaðarfélags Islands fyrir 1. jan. 1932. Styrkur veitist til kaupanna á eftirtöldum verkfærum, alt að helmingi verðs: Plógum, herfum (diskaherfi, hankmoherfl, tindaherfi, rótherfl og saxherfi), hestarekum og valtajárnum. Ef ekki eru beiðnir um styrk á framangreindum verkfærum má styrkja kaup á steingálgum, áburðardreifurum (fyrir fastan búpenings- áburð og tilbúinn áburð) og sáðvélum. Ef einstaklingar innan búnaðarfélaga nota ekki þann styrk, sem þeir geta orðið aðnjótandi, geta búnaðarfélög fengið styrk til kaupa á steypumótum fyrir valtara, allt að helming verðs og tii dráttarvéla með nauðsynlegum jarðvinnsluáhöldum, allt að fjórðung verðs. Umsókniv séu siilaöar iil Búnaðavfélags fslands og sendist til þess eftiv aö stjóvn viðkomanda hvepps« búnaöavfélags hefir áritað hana meðmælum sínum. Búnaðarfélag íslands. Munið að ÞÓRS-MALTÖL er nú bragðbetra en annað maltöl, nær- ingarríkara en annað maltöl og þvi ódýrara en annað maltöl. Biðjið ávalt um Þ ór s-maltöl. í haust var mér dregið hvítt gimbrarlamb, sem eg ekki á, með mínu marki, blaðstýft fr. h. biti aftan, gagnhlutað vinstra. Réttur eigandi getur vitjað andvirðisins til mín og samið við mig um markið. Runólfur öuðmundsson Hjálmholti — Árnessýslu. >vInG A % s co Slmi 249 Niðursuðuvörur vorar: Auglýsing nm varnir gegn útvarpstruflunum. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið hefir þann 28. okótber síð- astl. gefið út viðauka við reglugerð um vamir gegn útvarpstruflunum frá 13. maí 1930. Verður þá 1. grein nefndrar reglugerðar, þannig aukin, svohljóðandi: 1. gr. „Hér eftir má ekki setja upp eða nota nein rafmagnstæki, sem geta valdið tilfinnanlegum truflunum á viðtöku loftskeyta eða útvarps, nema þau hafi sérstakan útbúnað, sem deyfi truflanir frá þeim og hindri þær í að berast út, að svo miklu leyti, sem stjórn útvarpsins telur fullnægjandi. Eigi má heldur selja eða láta af hendi til annara slík truflandi tæki nema með leyfi útvarps- stjóra, enda séu truflanir frá þeim áður útilokaðar eins og unnt er og talið verður fullnægjandi". 2. grein reglugerðarinnar hljóðar þannig: 2. gr. „Slík raftæki, er vænta má að geti valdið verulegum truflunum, eru venjulegir rafhreiflar, rafalar, lyftur, ryksugur, bónvélar, þvottavélar, loftdæl- ur, hárþurkunartæki, rafmagnshárklippur, kælitæki, ljósauglýsingatæki og önnur sjálfvirk tæki, er í sífellu kveikja og slökkva á Jjósum, hitastillar og tæki með hitastilli í (svo sem hitakoddar, sumar tegundir sti’okjárna, o. fl.), ozontæki, reykeyðarar, hleðslutæki, afriðlar, logsuðutæki, bogaljós, lækninga- tæki (svo sem teslatæki, röntgentæki, o. fl.), og yfirleitt öll tæki, þar sem neistar geta myndast, og truflandi rafmagnssveiflur kviknað á annan hátt, og borizt út eftir rafmagnslínum, símalínum eða þvíl., eða beint gegnum loftið, með svo miklum styrk, að þær valdi óþægindum hjá öðrum. Nú eru einhver þeirra tækja sem að framan eru talin, eða önnur raf- magnstæki, sem valdið geta truflunum á útvarpi, þannig ger, að eigi er unnt að deyfa nægilega truflanir frá þeim, ,eða það er sérstaklega kostnaðarsamt og er þá óheimilt að nota þau án sérstaks leyfis útvarpsstjóra, sem þá á- kveður á liverjum tímum dags má nota þau. Hraðskiftistraumtæki þau, sem almennt eru nefnd „Tesla“-tæki og önnur lík truflandi áhöld má þó aldrei nota nema á þeim timum dags sem hér segir: Á virkum dögum frá kl. 12 á miðnætti til kl. 9 árdegis, kl. 10%—12 árdegis og kl. 2—4 síðdegis. Á helgum dögum frá kl. 12 á miðnætti til kl. 10 árdegis. þessu má þó breyta með auglýsingu frá útvai-psstjóra, ef þurfa þykir". Samkvæmt þessu er óheimilt að selja, láta af hendi, setja upp. eða nota nein þau rafmagnstæki, sem geta valdið tilfinnan- legum truflunum, án þess að gera ráðstafanir, til þess að koma í veg fyrir slíkar truflanir eftir því sem unnt er og stjórn útvarpsins telur fullnægjandi. Ennfremur er óheimilt að nota tæki þau, sem ekki er unnt að deyfa nægilega, svo og hraðskiptistraumtæki þau, sem eru nefnd „Tesla“-tæki og önnur lík truflandi áhöld á öðrum tímum dags, en fyrir er mælt í reglugerðinni. Deyfingu útvarpstruflana mega annast allir löggiltir rafvirkjar. Ber að tilkynna Viðgerðarstofu útvarpsins (sími 459), þegar deyfing hefir verið framkvæmd og er óheimilt að selja ný tæki eða nota eldri tæki fyr en fengið er vottorð Viðgerðarstofu útvarpsins um, að deyf- ingin sé fullnægjandi. Þessi síðustu fyrirmæli geta þó, fyrst um sinn, aðeins gilt fyrir Reykjavík. Viðgerðarstofa útvarpsins veitir frekari upplýsingar. Reykjavík, 4. nóvember 1931. JÓNAS ÞORBERGSSON útvarpsstjóri. Hallur Hallsson tannlæknir, Austurstræti 14. Reykjavík. Viðtalstími 10—6. Alltaf lægsta verð ó tilbúnum tönnum. — Fljót afgreiðsla fyrir -------aðkomufólk.-------- framleiðendum miklu örðugri en tekju- og eignarskatturinn, sem eigi er lagður á nema um afgang sé að ræða af tekjum manna. Hvort halda menn að ýti íremur undir menn við rekstur fram- leiðslufyrirtækja að greiða nokk- urn hluta af nettó-hagnaði af rekstrinum til ríkissjóðs eða sæta tollaálögum þannig, að framleiðsl- an fái eigi borið sig? Það má sjálfsagt deila um það, hvort skattar og tollar í heild hér á landi séu eigi of háir, í hlutfaili við greiðslugetu þjóðarinnar, og þá einkum vegna þess, að tiltölu- lega lítill hluti af því fé, sem ríkissjóður tekur til notkunar er notaður beint til arðgefandi fyrir tækja, en það, orkar eigi tví- mælis, að með því að taka meira af þessu fé með tekju- og eignar- skatti, og minna með þeim toll- um, sem að framan hefir verið getið um, mundi batna efnahagur almennings og létta á framleiðsl- unni. Þá hefir því og verið haldið fram, að ef eigna- og tekjuskatt- ur væri hækkaður, enda þótt toll- ar væri lækkaðir að sama skapi, væri þar með gengið á skatt- stofna sveita- og bæjarfélaga, þar sem útsvörum er jafnað niður eft- ir efnum og ástæðum. Þessi mót- bára er vægast sagt á misskilningi byggð. Skattstofnar sveita- og bæjarfélaga og ríkissjóðs sam- eiginlega eru tekjur og eignir íbúa landsins,þ.e. gjaldgeta þeirra. Það er þessvegna eigi gengið á skattstofna sveita- og bæjar- sjóða nema því að eins, að skatt- ar og tollar til ríkissjóðs í heild séu hækkaðir. En þótt eignar- og Kjöt.......11 fag. og lÍ2 kg. dósum Eeefn . ... -1 — - */a — Bsyjantbjfign 1 - ■ l/2 - Fiskabollur -1 — - */2 — tnx........- 1 - - 1/2 - hljótfi almenulngrslof Ef þér hafið ekkl reynt vörur þessar, þá gjöriS það nú. Notlð innlendar vörur fremur on erlendar, með þvi stuðliö þér að þvi, að íslendlngar verðl sjálfum sér négir. Pantanir afgreiddar fljótt og vel hvert á land sem er. tekjuskattur sé hækkaður hefir það engin áhrif á sameiginlega gjaldgetu íbúa landsins til sveita- og bæjarþarfa ef tollar eru lækk- aðir að sama skapi. Þegar málið er tekið upp á þeim grundvelli, sem að framan er lagður, er alls eigi til að dreifa hækkun á þeirri upphæð, sem tekin verði til ríkis- þarfa. Hér er um að ræða við hvað skuli miða skattgreiðslu manna. Hvort hún skuli að veru- legu leyti fara eftir því hve mik- ið mun þurfa að kaupa af nauð- synjavörum eða hvort hún skuli fremur miðast við það hversu mikið menn hafa afgangs þegar brýnustu þörfum hefir verið full- nægt. Ýmsar mótbárur hafa og kom- ið fram gegn skatti þessum j í þá átt, að hann væri erfiður í innheimtu og misjafnlega hár ár frá ári og því óstöðugur tekju- stofn fyrir ríkið. Mjög má greiða fyrir um inn- heimtu skattsins með því að láta greiða mánaðarlega um mikinn hluta hvers árs, og með því að skylda atvinnurekendur, til þess að halda eftir af launum manna fyrir skattinum og nota skatt- merki við framkvæmdina. Það er að vísu rétt, að tekjuskattur myndi verða nokkru óstöðugri tekjuliður fyrir ríkissjóð heldur en t. d. nauðsynjavörutollur, en ráða má bót á því með því að leggja fyrir nokkuð af skatt- tekjunum í góðum árum og geyma til hinna verri. Auk þess er lagt til hér að framan, að eignaskattur verði lækkaður einn- ig, og er hann allra gjaldstofna SJálfs er hðndln hollust Kaupið innlenda framlelðalu, þegar hún er jafngóð erlsndri og ekki dýrari. framleiðir: Kristalsápu, grænsápu, stanga- sápu, handsápu, raksópu, þvotta- efni (Hreins hvítt), kerti alls- konar, skósvertu, skógulu, leður- feiti, gólfáburð, vagnáburð, fægi- lög og kreólínsbaðlyf. Kaupið H R E IN S vörur. Þær eru löngu þjóðkunnar og fást í flestum verzlunum landsins H. f. Hreinn Skúlagötu. Reykjavík. Sími 1825. Maltextrakt Filsner Biór Bayer Hvitöl. Ölgerðin il Skðllagrí sson stöðugust tekjulind og mundi jafna mjög upp óstöðugleika tekjuskattsins. Þessar mótbárur eru því eigi þannig vaxnar, að þær standi fyrir réttlátri og nauðsynlegri leiðréttingu þessa máls. Fasteignaskatt til ríkis virðist mega hækka frá því sem nú er, og þó einkum af ónotuðum lóðum í kaupstöðum. Því verður eigi með rökum neitað, að mikill hluti aðgjörða þess opinbera veldur stórkostlegri verðhækkun á landi því, sem að mannvirkjunum ligg- ur. Fasteignaskatturinn hefir það sér til ágætis, auk þess að vera stöðugur tekjustofn fyrir ríkis- sjóðinn, að hann heldur niðri vei'ði fasteigna og lands. En hátt j landverð er til erfiðleika allri framleiðslu. Ef eigi er fasteigna- skattur, getur hæglega svo farið, að allar þær umbætur, sem hið opinbera lætur gera, renni í vasa lóða- og jarðeigenda. Einkum er þetta áberandi í kaupstöðum landsins og helzt í Reykjavík. Einstakir menn láta lóðir sínar standa óbyggðar inni í miðjum bænum og bíða eftir verðhækkun- inni. Hirða þeir svo að lokum við sölu lóðanna vænan hlut af því fé, sem hið opinbera hefir lagt fram til þess að bæta aðstöðu bæjarbúa, en þeir verða síðan að svara vöxtum og afborgunum af verði lóðanna. Á ónotuðum bygg- ingarlóðum í kaupstöðum ætti því aðalskatthækkunin að koma. Um fasteignaskattinn verður þetta að nægja að sinni, en það mál er þess vert, að því væri sérstakur gaumur gefinn. Þá vil ég minnast stuttlega þriðju leiðarinnar, til þess að vega upp á móti afnámi tolla, er ég nefndi hér að framan. Ríkið hefir nú þegar einkasölur á áfengi, tóbaki og viðtækjum. Hinar tvær fyrnefndu eru reknar með það fyrir augum, að láta ríkissjóðinn njóta verzlunarhagn- aðarins af óþarfavörum, en hin síðastnefnda hefir, jafnframt því að vera ágóðafyrirtæki, annað hlutverk, þ. e. að sjá um að not- endur fái fyrir peninga sína ein- göngu góða vöru, og að eigi verði of margar tegundir tækja í notk- un. Með þessu móti verður mikl- um óþægindum afstýrt við öflun varastykkja til tækjanna,og mikill peningasparnaður fenginn fyrir almenning. Virðist sjálfsagt að halda áfram á þeirri braut, sem farið hefir verið inn á með stofn- un Viðtækjaverzlunar ríkisins og einkasölu á tóbaki, og tryggja rík- issjóði verzlunarhagnaðinn af fleiri vörutegundum, en almenn- ingi í landinu góða vöru og skipu- lagða verzlun. Þær vörur, sem mér virðist liggja næst, að teknar yrði einkasölur á, eru lyf, kol, olía, byggingarefni, bifreiðar, mótor- vélar og varahlutir til þeirra. Eru það tvær síðasttöldu vörurnar, er einkum þyrftu að sæta skipu- lagðri meðferð í verzlun vegna tegundafjölda þess, er til landsins er fluttur og veldur óskaplegu tjóni vegna öflunar varahluta og ónógra gæða ýmsra tegundanna. Ótaldir eru þeir peningar, er sjáv- arútvegsmenn hafa orðið að greiða vegna ónýtra véla, og eigi allsjaldan kemur það fyrir, að bátar, sem hafa óalgengar vélar, missa af miklum feng vegna örð- ugleika á að ná í varahluti. Slíkt þyrfti eigi að koma fyrir ef skipu- lögð væri verzlun með þessar vörutegundir. Fjórar fyrnefndu tegundirnar eru allt nauðsynja- vörur, sem gefa góðan verzlunai'- hagnað. Oft er því haldið fram, að hags- munir alþýðu við sjó og til sveita geti eigi farið saman. Kenningar slíkar eiga ekki rétt á sér, og fullvíst er, að í skattamálum fara hagsmunir þessara aðila saman. Breytingar á skattalöggjöf lands- ins í þá átt, sem að framan er getið, yrðu til mikilla hagsbóta fyrir allan almenning í landinu, bændur í sveit og við sjó, og verkafólk. Þeir einu, sem þyngri álögur hlytu yrðu efna- og há- tekjumenn og eyðslustéttir lands- ins. Mun það og sanna sig, að mótspyrna gegn umbótum í þess- um efnum munu úr þeirra átt koma. Með því að koma á einkasölu á tóbaki á síðasta þingi, hefir Framsóknarflokkurinn hafizt handa í þessum efnum, og hljóta aðrar breytingar í sömu áttir að fylgja á eftir. ----o---- Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Mímisveg 8. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta 1931

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.