Tíminn - 21.11.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.11.1931, Blaðsíða 1
^fgteifcsía QT i m a n s er í €œf jargðtu 6 a. (Dpin ðaa,lea,a fl. 9—6 Simi 2353 ^ "^ "<®r 'W ^ ©faíbfeti 09 afa.reiðsluma&ur tTimanf «r Kannneia, p ors t c i n&bóttir, Sœfjargötu 6 a. &eYrjat>& XV. árg. Reykjavík, 21. nóv. 1931. 71. blað. íslendingar! Notíð íslenzkar vörur! 1. Ægileg styrjöld í viðskiptum og atvirmulífi geysar nú um víða veröld. Ennþá er ekki séð fyrir endann á þeirri baráttu. Voldug- ustu ríki heimsins riða á grunnin- um og neyðin bíður fyrir dyrum hjá miljónum manna. Viðskiptakreppan mikla hefir komið hart niður á okkur Islend- ingum. Útflutningsvörur okkar hafa fallið stórkostlega í verði, og sumar eru nú svo að segja verð- lausar og óseljanlegar. Og þó hefir þungi kreppunnar lagst þyngra á margar aðrar þjóðir en Islendinga. Flestar þjóðir heimsins grípa til sama ráðs: Að takmarka inn- flutning á erlendum vörum og búa að sinni eigin framleiðslu, að svo miklu leyti sem unnt er og beinum sparnaði verður ekki við komið. Frakkar, sem bezt eru stæðir fjárhagslega af öllum þjóðum álfunnar hafa leitt í lög innflutn- ingsbann á ýmsum vörum, sem hægt er að framleiða heima fyrir. I Bandaríkjunum gilda geisiháir innflutningstollar. Og sjálft Eng- land, höfuðvígi frjálsrar verzlun- ar, grípur nú til opinberra ráð- stafana til þess að koma í veg fyrir að meira flytjist inn en þjóð- in getur borgað og knýja hana til að nota sína eigin framleiðslu. Takmörkun aðflutningsins er neyðarvörn þjóðanna gegn yfir- vofanda fjárhagshruni. Um það má deila, hvort sú vörn sé í öllum tilfellum æskileg, en hún er knúin fram af ríkjanda neyðarástandi. Svo mikið er víst, að íslenzka þjóðin verður í þessu efni að fylgja dæmi annara, svo framar- lega, sem hún ætlar sér að vera sjálfbjarga í framtíðinni og halda rétti sínum meðal þjóðanna. Nú er það mikla augnablik upp runnið, að Islendingar eiga að sýna það, hvort þeir geti staðið, einir sér og óstuddir, þegar mest reynir á lífskraft þjóðfélaganna og þrautseigju. n. Stærsta verkefnið, sem liggur fyrir þjóðinni nú þegar á næstu mánuðum, er að færa búskaparlag sitt í það horf, að hinar verð- lágu íslenzku útflutningsvörur nægi til að borga allt það, sem þjóðin þarf til annara að sækja. Og ráðið er ekki nema eitt. Greiðslugetan verður ekki aukin. Eina ráðið er að sækja minna til annara en áður. Alstaðar þar sem því verður með nokkru móti við komið, verðum við íslendingar nú að nota íslenzka framleiðslu í staS erlendrar. Hvert krónuvirði, sem hægt er að framleiða til notkunar í land- inu í„ stað þess, sem áður var keypt frá útlöndum, miðar að því að skapa vinnu handa ís- lenzku fólki og auka sjálfstæði íslands út á við. III. Heimilisfaðir einn í Reykjavík hafði fyrir nokkrum dögurn, orð á því við kunningja sinn, að á heimili sínu hefði þann daginn ekkert verið á borðum nema ís- lenzkur matur, og að hann hefði aldrei staðið ánægðari upp frá borðum en einmitt þann dag. Það er alveg vafalaust, að fólk yfirleitt, einkum í bæjunum, gæti gjört mikla breytingu á matar- æði sínu í þá átt, að neyta inn- lendra fæðutegunda í stað er- lendra. Islenzk síld er enn svo að segja óþekkt á Islandi! Allt fram á síðustu mánuði hafa íslenzkar matvörubúðir verzlað með út- lenda osta, þó að gnægar birgð- ir séu fyrirliggjandi í landinu sjálfu. Árið 1929 voru fluttir inn ostar fyrir 46 þús. &. Kjöt og fisk á auðvitað að nota svo mik- ið sem unnt er, eins og markað- inum er nú komið erlendis. Smjör og smjörlíki er framleitt meir en nóg. Tólg má nota í stað er- lendrar plöntufeiti o. s. frv. Islenzku skipin, sem sigla milli landa, kaupa oft og tíðum mest- an hluta matvælanna erlendis. Á þessu þarf að verða gagngerð breyting, og er einmitt tækifæri til að breyta þessu nú, þegar Eimskipafélagið er að taka í sín- ar hendur matfeiðslu og fæðis- sölu á skipunum. Sláturfélag Suðurlands getur auðveldlega soðið niður kjöt og fisk, sem fullnægir allri eftir- spurn eftir slíkum niðursuðuvör- um eins og stendur, svo að ó- þarft er að kaupa slíkt frá út- löndum. Og innan mjög stutts tíma má gjöra ráð fyrir, að mjólkurniðursuða i hinu nýja mjólkurbúi Kaupfélags Borg- firðinga verði komin í gang, svo að hægt sé að spara innkaup nið- ursoðinnar mjólkur frá útlöndum. Árið 1929 hefir samkv. verzlun- arskýrslunum verið flutt inn niðursuða fyrir rúml. 140 þús. kr., egg fyrir 140 bús.; feiti fyrir 259 þús., mjólkurafurðir fyrir 517 þús. og garðávexti og aldini fyrir 1 milj. 960 þús. Þar af kar- töflur fyrir- um 330 þús. Um þennan innflutning, eins og hann er nú, liggja engar skýrsl- ur. En hann verður að hverfa al- veg að svo miklu leyti sem unnt er með því að nota og auka í staðinn tilsvarandi íslenzka fram- leiðslu. Efni í ullarfatnað var flutt inn árið 1929 fyrir nærri eina miljón króna og tilbúinn fatnaður fyrir hálfa sjöttu miljón. Á sama tíma sem þjóðin kaupir árlega ullarefni fyrir miljónir króna liggur íslenzka ullin verð- laus eða óseld í geymsluhúsunum. Mikið af þeim tilbúna fatnaði, sem inn er fluttur, er líka ullarfatnað- ur. Og er ekki hægt að flytja inn í landið eitthvað af þeirri miklu saumavinnu, sem liggur í tilbúna fatnaðinum? Hér á landi eru nú starfandi þrjár ullarverksmiðjur: Gefjun, Alafoss og Framtíðin, sem búa til fataefni og prjónles úr ís"- lenzkri ull. Og fatnaður úr ís- lenzka efninu er tiltölulega ódýr og hentugur í okkar kalda lofts- lagi. Hér í Reykjavík eru búin til sjóklæði, sem munu að gæðum fyllilega jafnast á við erlend sjó- klæði. Tilbúin net voru flutt inn í landið árið 1929 fyrir um 900 þús. kr. Bæði net og ýms önnur veið- arfæri er hægt að búa til í land- inu. Innfluttur skófatnaður erlendur nemur um tveim miljónum króna árlega. Er ekki hægt að láta inn- lenda framleiðslu koma í staðinn fyrir eitthvað af þessu? Hér á landi eru tæki til að súta leður, miklu meira en nú er gjört. Geta ekki íslenzku skósmiðirnir, sem nú hafa atvinnu af skornum skammti búið til t. d. sterka og ódýra verkamannaskó úr íslenzku efní, sem kemur í staðinn fyrir útlenda skó úr leðri eða gúmmí*). Á einum stað í Reykjavík var s. 1. vetur byrjað að búa til leikfimis- og inniskó. I skólum og í íþrótta- félögum er mikið notað af slíkum skóm. Æskilegt væri að láta búa þá til í landinu sjálfu. Kaffibætir, sápa, skósverta, ýmiskonar húsmunir o. fl. er framleitt í landinu sjálfu. Og það eru fullar líkur til, að ekki óveru- legan hluta af vélum og verkfær- um, sem þjóðin þarf að nota, sé einnig hægt að framleiða hér. Allt þetta verðum við að taka fremur en erlendu vörurnar á þeim krepputímum, sem nú standa yfir til þess að vera sjálfbjarga. En jafnframt því sem þjóðin leggur sig fram um það, að búa að sinni eigin framleiðslu, á hún vitanlega heimting á, að þessi inn- lenda framleiðsla sé vönduð eftir fremsta megni, svo að hún standi hinni erlendu á sporði. Og einu má ekki heldur gleyma. Það af erlendum vörum, sem óhjá- kvæmilegt er að kaupa einnig nú — eigum við að flytja með ís- lenzkum skipum. Vöru, sem ekki er a. m. k. annaðhvort framleidd á íslandi eða flutt hingað með íslenzku skipi, á enginn íslendingur að kaupa eins og nú stendur á, og engin verzlun á að leyfa sér að bjóða slíka vöru. Það er sjálfstæðismál íslend- inga. Það eru herlög viðskipta-i styrjaldarinnar, sem gilda um heim allan, og verða að gilda einnig hér. rv. Hér að framan hafa verið nefndir nokkrir af möguleikum íslenzku þjóðarinnar til að láta íslenzka framleiðslu koma í stað erlendrar meðan kreppan stendur yfir. En þeir möguleikar eru vafa- laust miklu fleiri. Skilyrðið til þess, að þetta megi takast viðunanlega, er að ein- staklingarnir verði samtaka. Áður fyr var kornvaran til manneldis eina erlenda neyzluvar- an, sem íslenzka þjóðin gat ekki án verið. Ef nóg korn fluttist inn í landið og innlenda framleiðslan var í meðallagi — þá var talið góðæri á Islandi í þá daga. Árið 1929 voru innfluttar vörur til íslands samtals um 77 miljónir króna. Þar af eru kornvörur til Dýrtiðaruppbótin og kreppan Á síðasta þingi bar Jón Bald- vinsson fram till. í Ed. um að framlengja dýrtíðaruppbót em- bættismanna um tvö ár, bæði fyrir árin 1932 og 1933. Ég bar fram breytingartill. um að ekki skyldi ákveða uppbótina nema fyrir eitt ár í einu. Benti á að verðlækkun sú sem fallin var á afurðir landsins, væri svo stór- kostleg, að vafasamt væri um sanngirni fyrirfram ákveðinnar dýrtíðaruppbótar. Allir íhaldsmenn í Ed. og Jón Baldvinsson gengu móti till. minni og féll hún með jöfnum atkv. Ihald og socialistar sam- einuðust þannig um að ákveða dýrtíðarupbót fyrir tvö ár, jafnt af háum launum sem lágum, án þess að líta á hag annara borgara í landinu. Ég sá að launagreiðslumál rík- isins var á rangri braut, og að kreppa sú er nú stendur yfir hlyti að knýja Alþingi og stjórnir ýmiskonar framleiðslufélaga til að taka til athugunar hvort hin hærri laun, séu ekki of há fyrir gjaldgetu borgaranna í landinu. 1 eðlilegu áframhaldi af þessu tilkynnti ég ríkisféhirði, að ég óskaði eftir að laun mín væru greidd án dýrtíðarupbótar. Dýr- tíðaruppbótin mun þá hafa verið um 1800 kr. af árslaunum ráð- ' herranna. Ég gerði ráð fyrir, að ýmsir þeir opinberir starfsmenn, sem eru í hærri launaflokki, svo sem biskup, landsbókavörður, forn- menjavörður, dómarar í hæsta- rétti, bankastjórar og betur laun- aðir starfsmenn í bönkum lands- ins myndu álíta viðkunnanlegt að falla frá kröfu um dýrtíðarupp- bót, þegar verðfallið þrengdi svo mjög að almenningi, sem stendur að framleiðslunni í landinu. Ég varð þó ekki var við neitt slíkt. En hitt frétti ég að embætt- isliði Mbl. hér í bænum þætti það meir en hláleg meinloka af starfs- manni landsins að taka ekki dýr- tíðaruppbót. Ég held að því hafi fundizt það boða óvissu framtíð- aruppbótar af hærri launum, ef eitthvert skarð yrði höggvið í múr samheldni þeirra, sem laun fá úr ríkissjóði. Mér skilst ennfremur að togara- eigandi einn hér í bænum, hafi beinlínis skrifað árásargreinar um mig í íhaldsblöðin fyrir þessa goð- gá að þiggja ekki dýrtíðaruppbót í harðæri. Hann mun hafa spurt um hve mikil laun ég fengi fyrir að vera skólastjóri Samvinnuskól- ans. Ég vona því um leið, að ef landið gerði eins góð kaup við alla starfsmenn sína um kaup- greiðslur, eins og Sambandið við mig fyrir forstöðu Samvinnuskól- ans, þá sparaði landið nokkrar miljónir á ári í launagreiðslum frá því sem nú tíðkast. Erlendis hefir talsvert borið á því, að einstakir menn hafa lækk- að kaup sitt sjálfir, með skír- skotum til hinnar almennu kreppu og áhrifa hennar á hag almenn- ings. Hér þarf hið sama að koma fram, frá þeim fjölmennu launa- stéttum, sem eru betur settar i því efni en almenningur í landinu. En ef starfsmenn landsins á hærri launum, og menn sem hafa háar tekjur sem forstjórar í fé- lögum sem velta miklum pening- um eins og t. d. í Kveldúlfi og Alliance, leggja ekki á sig neinar fórnir í þessu efni af fúsum vilja, þá verður ekki annars úrkosta fyrir Alþingi en að jafna metin í þessu efni, með breytingu á tekjuskattslögunum, meðan stend- ur á mestu kreppunni. Með innflutningshöftunum er unnið á móti óhófseyðslu í verzl- uninni til að verjast falli krón- unnar, og til að verja landsmenn fyrir heimskulegri skuldasöfnun erlendis. En um leið þarf ríkissjóð- ur að haldá við gjaldgetu sinni. Og í harðæri eru launagreiðslurn- ar stærsti liðurinn. Til að halda þar jafnvægi er ekki önnur leið opin en sú, að þeir sem breiðari hafa bökin taki á sig meira af byrðum þjóðfélagsins. Þess vegna verður nú á þingi í vetur að hækka skatta á tekjum, sem eru *) Innflutningur á gúmmístígvélum og gúmmískóm (auk skóhlífa) nam meira en hálfri miljón árið 1930. par vi8 bœtizt svo leBurskófatnaBurinn. manneldis ekki nema Z% miljón króna! Vitanlega ber í þessu sambandi að taka tillit til hinna gjörbreyttu framleiðsluhátta. Svokallaðar framleiðsluvörur eru nú um 60% af öllum innflutningnum. En þó að öllum framleiðslu- vörunum sé sleppt — og talsvert af þeim má þó framleiða heima fyrir — og neyzluvörurnar einar teknar til samanburðar við það sem áður var, verða þó eftir rúm- lega 30 miljónir króna. Af þessum rúml. 30 miljónum, er kornmaturinn, sem áður fyr var það eina, sem nokkru nam í innflutningi Islendinga, ekki nema Sy^ miljón eða einn tíundi hluti. Þó að við nútíma íslendingar neituðum okkur um níu tíundu hlutana af þessum 30 miljónum, ættum við að geta lifað fyllilega eins góðu lífi og forfeður vorir gjörðu á sama tíma, sem þeir vörðu móðurmáUð og gullaldar- minningarnar fyrir voðaöflum náttúrunnar og erlendri kúgun. Enginn ætlast til þess nú, að við Islendingar tökum upp hinar fábreyttu lífsvenjur forfeðra vorra á 17., 18. eða 19. öld. Slíkar f órnir eru ekki heimtað- ar nú af okkur Islendingum. Og engar fórnir eru heldur af okkur heimtaðar, líkar þeim, sem Norðurálfuþjóðirnar vel flestar urðu að færa í heimsstyrjöldinni. Island heimtar ekki mannfórnir eins og þær, sem færðar eru á vígvöllunum. En þessu verður hver Islend- ingur að gjöra sér grein fyrir eins og nú stendur á: Að okkar þjóð er í samskon- ar vanda stödd og aðrar þjóðir um víða veröld. Að okkar úrræði í kreppunni verður að vera hið sama og annara þjóða: Að fram- leiða lífsnauðsynjar okkar sjálfir að svo miklu leyti, sem í okkar valdi stendur. I^ Allt með Sslenskum skipum? ^fi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.