Tíminn - 05.12.1931, Qupperneq 1

Tíminn - 05.12.1931, Qupperneq 1
©jaíbferi og afgrci6sluma&ur Címani et S a n n r e i 9 f>orsteinsöóttir, Sœfjargötu 6 a. ^CYfjaoíf. J^fgrcibsía C í m a n s er í €œf jargðtu 6 cl ©pin öag,Iega> fL 9—6 Sírai 2333 . XV. árg. Reykjavík, 5. desember 1931. 73. blað. Þegar reynir á I. Síðustu árin af þeim tug aldar- innar, sem nú er nýliðinn, eru eitt glæsilegasta tímibilið í sögu Islendinga. Það eru hinar geisi- legu framfarir þessara ára, sem valdð hafa athygli á Islandi nú- tímans. Svo að segja allir af þeim takmarkaða fjölda erlendra manna, sem einhver kynni höfðu af Islandi fyrir þann tíma, þekktu það sem „sögueyjuna“ sem hálf óbyggilegt jökla- og eldfjallaland, sem var til þess fallið að tala um og dást að í fjarlægð, en ekki til að lifa í nútíma menningarlífi. I augum frænda vorra á meginland- inu var ísland gröf hinna frægu germönsku forfeðra, en ekki framtíðarland nýrra kynslóða. En síðast á áratugnum, sem nú er liðinn, gjörði íslenzka þjóðin átak, sem vakti á henni athygli úti um heiminn. Á þeim árum urðu tímamót í íslenzkri lífsskoð- un. Trúin á landið fór eins og heitur straumur um þj óðarsálina. Það kom fram í verki, bæði í framtaki einstaklinganna og lög- gjafarstefnu hins opinbera, að þessi trú var einlæg. Þessi nýja lífsskoðun — trúin á landið — er andinn í verkum hinna síðustu ára. Það er hún, sem hefir skapað hina stórfelldu ummyndun óarðbærrar moldar í fögur tún. Það er hún, sem hefir skapað hinar nýju reisulegu steinbyggingar í stað moldarbæj- anna. Það er hún, sem hefir gjört fossana lýsandi. Það er hún, sem hefir gefið æskulýð sveitanna hina nýju og veglegu héraðaskóla, þar sem böm þjóðarinnar orna sér við ylinn frá hjartarótum landsins sjálfs. Það er hún, sem hefir fært þjóðinni samgöngur, sem engan mann dreymdi um fyr- ir 10 árum og talsímasamband heim á fremstu dalabæi. Það er hún, sém hefir gefið þjóðinni þor og manndóm til að gjöra kröfu til hinna allra fullkomnustu menning- artækja nútímahugvitsins. Þessi nýja lífsskoðun — þessi trú — hefir flutt fjöll á Islandi á síðustu árum. Iiátíðin mikla á Þingvöllum í fyrra var glæsilegasta augnablik þessa glæsilega tímabils. Við vit- um það, íslendingar, að hinir er- lendu menn, sem hér dvöldu þá dagá, fóru heim með aðrar hug- myndir um land og þjóð en þeir höfðu komið með. Þeir fluttu með sér út um heiminn furðulegar frá- sagnir — ekki um eldfjöllin eða hina íslenzku fortíð fyrst og fremst ■— heldur um hið nýja landnám og hina nýju þjóð á Is- landi. Á þann veg falla orð þeirra manna yfirleitt, sem ritað hafa um Island í tilefni af hátíðar- árinu. II. Árið sem nú er að líða, hefir fært nýjan svip yfir íslenzkt at- hafnalíf. Og þeir eru margir, eins og eðiilegt er, sem eiga erfitt með að átta sig á umskiptunum, sem orðið hafa og af hverju þau eru komin. Við höfum komizt að raun um það, nú eins og áður, að við erum háðir utanaðkomandi áhrif- um í okkar eigin athöfnum. Við- skiptakreppan mikla, sem nú þjakar allan heiminn, hefir gripið inn í framsóknarbaráttu þjóðar- innar um stundarsakir. Þeirri sömu orku, sem fyrir einu ári síðan var beitt, að því að auka framfarir í landinu og bæta lífs- kjör almennings frá því, sem áð- ur var, verður nú fyrst um sinn að snúa til varnar gegn þeim öfl- um, sem steðja að landinu utan frá og eiga sér þann aðdraganda, sem ekki er á okkar færi að ráða við. Augnablik eins og þau, sem nú eru að líða, eru hverri þjóð hættu- leg. Það kostar mikið erfiði og mikla skynsamlega íhugun að sætta sig við breytinguna. En tvær hættur eru alvarlegastar: Að þjóðina skorti afl til að stand- ast sjálfa baráttuna og að hún missi trúna á það, sem hún sjálf hefir vel gjört. Tímar eins og þeir, sem nú standa yfir, eru ákaflega heppileg- ir fyrir þá menn, sem láta sér fátt finnast um framfarir og tregir eru til djarfmannlegra átaka. Slíkir menn þekkja ætíð sinn vitjunartíma. Þegar erfiðleikarnir steðja að úr öllum áttum og at- vinnuvegimir berjast í bökkum, koma íhaldsmennirnir fram með boðskap kyrstöðunnar. Þeir segja þjóðinni, að hún hafi verið of bjartsýn og áræðin á góðu árun- um, að hún hafi búið of mikið í haginn fyrir framtíðina, að það fé, sem lagt hefir verið í ræktun, samgöngubætur, menntun, aukin húsakynni og umbætur á lífsskil- yrðum yfirleitt, muni aldrei geta borið ávöxt. Þannig reyna þessir menn að nota vonleysið í erfiðu árunum til að búa í haginn fyrir íh'aldsstefn- una í næsta góðæri. En til er líka annar flokkur manna, sem gjarnan vill hafa hag af kreppunni á svipaðan hátt og íhaldsmennirnir. Það eru byltinga- mennirnir, sem vilja kollvarpa nú- veranda þjóðskipulagi. Byltinga- mennirnir segja, að erfiðleikarnir séu sönnun þess, að núveranda stjórnarfyrirkomulag sé hættu- legt. Þessir menn reyna að vega að þjóðfélaginu, þegar það er veikast fyrir, t. d. með fjarstæð- um kröfum, sem þeir vita fyrir- fram, að ekki er hægt að uppfylla. Báðir þessir flokkar manna, íhaldsmennirnir og niðurrifsmenn- irnir, sjá sér á vissan hátt hag í erfiðleikum þjóðfélagsins. Báðir nota þeir krepputímana til að ræna almenning trúnni á þá möguleika til framfara, sem hann hefir áunnið sér með skipulags- bundinni þjóðfélagssamvinnu, sem þroskast hefir um aldaraðir og á að halda áfram á þeim vegi eins iengi og mannkynið á lífsbraut sinni. III. Reynsla krepputímans bendir fram á leið til nýrra verkefna. Þó krepputíminn hafi staðið hér skemur en með öðrum þjóðum og afleiðingar hans séu hvergi nærri eins þungar hér og víðast annars- staðar, hefir hann þó þegar leitt í ljós, betur en nokkuð annað gat gjört, ýmislegt af því, sem áfátt er í þjóðarbúskapnum. Það er trú- legt, að kreppan eigi eftir að kenna þjóðinni ýmsar nýjar vinnuaðferðir í þeirri framsóknar- baráttu, sem hafin er og á að verða áframhaldandi. Það er vafa- laust, að hún leiðir í ljós eitt- hvað, sem betur hefði mátt gjöra og með öðrum hætti en beinast lá fyrir í upphafi. En eitt meginatriði hefir komið skýrast í ljós það, sem af er krepputímanum og á vafalaust eftir að sannast enn betur: Að því fer fjarri, að þjóðin liafi ver- ið of athafnasöm í góðærinu und- anfarið — að það hefði þvert á móti verið æskilegt, að hún hefði getað gjört miklu meira, — ef •geta hefði leyft og ráðrúm unnizt. Það munu bændurnir mæla nú um land allt, að ekki veiti af því litla verði, sem nú fæst fyrir bús- afurðirnar, þó ekki bætist við kaup á þeim fóðurbæti, sem nú sparast vegna nýræktarinnar og sá vinnukraftur, sem nú er hægt að vera án, af því að fóðrið er fljótfengnara en áður. 0g yfir- leitt munu menn taka undir það, að hart mundi vera ofan á alla aðra erfiðleika, að vera án þeirra annara almenningsframkvæmda, sem skapast hafa á undanförnum árum. Og einmitt hið geisilega verðfall framleiðslunnar leiðir það í ljós, hve tiltölulega auðvelt hefði verið fyrir þjóðina að standa straum af búskap sínum nú, ef verðlagið hefði verið með eðlileg- um hætti. Það, sem kreppan sannar, er því ekki það, að þjóðin hafi verið of ör til fí’amfaranna, heldur að fram- farirnar hefðu þurft að vera enm þá meiri. Reynslan leiðir í ljós, að með- ferð 0g sala hinnar íslenzku fram- leiðslu er hvergi nærri svo sem vera ætti. íslendingar eru of mik- ið upp á aðrar þjóðir komnir um innflutning á vörum, sem hægt er og verður að framleiða í landinu sjálfu. Reynslan sýnir, að við- skiptasambönd þjóðarinnar eru of fá og óstöðug, að ekki hefir verið gjört ■ nógu mikið að því að tryggja framleiðslunni markaði og gjöra hana hæfa fyrir þá markaði, sem tryggastir verða í nánustu framtíð. Nokkuð af þessum verkefnum verðum við sjálfsagt knúðir til að leysa nú þegar á krepputímanum, og það sem eftir er, verðum við að búa okkur undir að leysa strax og kreppunni léttir. Aðrar þjóðir hafa fyr orðið að gjöra erfið átök á erfiðum tímum. Það þrekvirki, sem dönsku bænd- urnir unnu á síðustu áratugum 19. aldar, mætti vel verða okkur fslendingum til fyrirmyndar. Dan- ir höfðu þá alveg nýlega misst þriðjunginn af landi sínu, í ófriði við volduga nábúa. Þá varð þjóð- in fyrir því geisilega áfalli, að kornið, aðalútflutningsvara lands- ins varð skyndilega verðlaust, vegna samkeppninnar frá hinum koi’nauðgu löndum Vesturheims. Dönsku samvinnubændurnir unnu þá það manndómsverk, sem aldrei gleymist. Á meðan sárin eftir styrjöldina voru enn ógróin, gjör- breyttu þeir allri framleiðslu danska landbúnaðarins. Danskt korn hvarf af heimsmarkaðinum, og í þess stað komu nýjar af- urðir, smjör, svínakjöt og egg, sem í skjótri svipan ruddu sér til rúms meðal hinna erlendu neyt- enda. Nú flytja Danir inn korn til manneldis og jafnvel fóðrið handa búpeningnum að meira og minna leyti. Framfarir danska landbún- aðarins urðu ekki af því, að Dan- mörk sé betra landbúnaðarland en mörg önnur. Velmegun danskra bænda, sem staðið hefir í hálfa öld, er þeim sjálfum að þakka, en ekki landinu. Hún er vottur um lífskraft kynstofnsins og fé- lagsstarfseminnar — og annað ekki. IV. Hin mikla heimskreppa er reynslutími fyrir hið unga ís- lenzka sjálfstæði — fyrsti alvar- legi reynslutíminn. Engin formleg viðurkenning, enginn samningur, hversu traust- lega, sem saminn er, engar upp- hrópanir um ættjarðarást, geta gjört þá þjóð sjálfstæða, sem sjálf lætur undan síga, þegar erfiðlega gengur í hernaði lífsbaráttunnar og manndómsins er þörf. Ef íslenzka þjóðin lætur þröng- sýna kyrstöðumenn eða ábyrgðar- laus niðurrífsmenn drepa úr sér kjarkinn í ári, þegar fiskur veð- ur um öll mið og einmuna góð- æri er milli fjalls og fjöru — þá er, ekki framar til sjálfstæði á Is- landi. Ef þessi sama þjóð lætur telja sér trú um, að hún hafi verið of bjartsýn og athafnasöm meðan hún hafði ráðrúm til, og að hún eigi að láta hendur falla í skaut, þegar aftur rofar til — þá hefir verið of mikið talað og of mikið ritað um ágæti hins íslenzka kyn- stofns eins og hann er nú. Á alla þjóðina leggjast afleið- ingar heimskreppunnar með nokkrum þunga — en misjöfnum þó. Á bændastéttinni í sveitum landsins, sem nú verður að greiða allt of hátt kaupgjald, og verka- fólki kauptúnanna, því sem stop- ula atvinnu hefir, kemur krepp- an þyngst niður. Það er milliliðastéttin, hinir hærra launuðu starfsmenn ríkis og einstaklinga, stærstu atvinnu- rekendur og allvænn hópur af húsa- og lóðaeigendum kaupstað- anna, sem hingað til hafa fengið minnst að kenna á kreppunni per- sónulega. En það réttlæti, sem nú kveður sér. hljóðs og ekki verður niður þaggað, heimtar, að þeir, sem í skjóli þjóðfélagsins njóta mestra gæða þegar vel lætur í ári, taki líka á sig þyngri byrðar en aðrir, þegar á reynir. Undirtektir kaupmannablað- anna undir jafn sjálfsagða ráð- stöfun og tiltölulega litla fórn og innflutningshöftin, sýna, að hug- arfar hinna fórnfúsu er raunveru- lega fjarlægt stundum, þegar nauðsyn þjóðfélagsins kallar. En þjóðfélagið hefir ekki efni á að veita slíkum röddum áheyrn eins og nú standa sakir. Mann- dómstilfinning þjóðarinnar krefst þess, að það verði ekki eing-öngu fátækir bændur og verkamenn, sem fá að kenna á erfiðleikum at- vinnuveganna. Hið fámenna ís- lenzka þjóðfélag má ekki við því, að neinn skerist úr leik, þegar á reynir. ----0---- Framsóknarfélag Rvíkur heldur aðalfund í Sambandshúsinu næsta þriðjudagskvöld kl. 81/2- Hræðsla Vegna verðfalls á íslenzkum afurð- um, sem er nú svo gífurlegt, að verð- ið á mörgum helztu framleiðsluvör- um landsmanna, er nú komið langt niður fyrir það, sem fékkst fyrir sömu vörur 1913, eru framleiðendur, bankar, og raunar þjóðin öll, í vand- ræðum með aðkallandi greiðslur. A hinn bóginn er ekkert, sem bendir á að hungursneyð sé í aðsígi. það «r fullt af matvælum i landinu. Noröur við Eyjafjörð eru til 50 þús. tunn- ur af síld, sem talið er að erfitt muni vera að selja erlendis. Mikill hluti þess forða, er fyrsta flokks vara. En ennþá er engin eftirspurn í landinu sjálfu eftir þessari góðu og ódýru fæðutegund. Af einhverri undarlegri meinloku reyna sumir íhaldsmenn að draga kjark úr þjóðinni og auka þannig erfiðleika hennar í sambandi við verðfallið og heimskreppuna. þannig laumar afdankaður blaðamaður við Mbl. þeim vísdómi nýlega inn i myndablað, sem aðallega er lesið af konum og bömum, að nú sé í þann veginn að lokast allur markaður fyr- ir ísl. fisk í Englandi. Og hver var ástæðan? Frétt hafði komið um, að einn tiltekinn útgerðarmaður í Hull vildi bægja af markaðinum erlendum fiski. Sagan var tómur uppspuni, og nógu vitlaust að dreifa henni út í Mbl., þótt ekki væri líka farið að byrla fólki ósannindin inn í mynda- biöðum unglinga. Annari sögu hafa Mbl. dreift út ný- lega, um að ég hafi átt að segja í þingræðu í sumar, að rétt v»ri að þjóðfélagið slægi eign sinni á helm- ing sparifjáreignar manna i bönkum og sparisjóðum. Ég man ekki til, að þingið hafi yfirleitt skipt sér, síð- ustu 10 árin af sparifé landsmanna í sambandi við skattheimtu. Og hafi umræður verið um það mál, hefi ég engan þótt átt í þeim, og gæti vita- skuld aldrei komið til hugar að skatta ætti sparifé sérstaklega. Mér er með öllu óljóst hvaö íhalds- menn meina með því að kvelja sjálfa sig með því að búa til hættur, *em hvergi eru til. Ástandið í landinu gefur enga ástæðu til hræðslu eða kvíða. þjóðin er hraust og vinnufær. Hún hefir nú meira en nokkru sinni áður af rækt- uðu landi, vegum, símum, bátum, skipum, fiskreitum, kælihúsum a m. fl. af undirstöðuatriðum íramleiðslu. Heimski-eppa gengur yfir og vörur falla, en nóg skilyrði til að afla mat- væla. það, sem mest riöur á í bili, er að nokkur liluti lands- manna lifi einfaldara lífi en áður. þar er ekki átt fyrst og fremst viö hina fátæku, þó að sumir af hinum sjálf- völdu talsmönnum þeirra vilji skilja orð mín svo. Ég vil taka glöggt dæmi. Kaupmaður í Reykjavik hefir byggt sér „villu" fyrir 100 þús. kr. Hann kærir til bæjarstjómar, að hann geti ekki borgað útsvar sitt, af því að íé sitt sé fast í skrauthýsinu. þessi mað- ur þarf að gera einfalda lífsvenju- breytingu. Hann þarf að færa saman bú sitt og búa í einu homi af höll sinni, og taka aðrar íjölskyldur í það sem umfram er, svo að hann geti borið sinn hlut af þunga bæjarfélags- ins, ekki sízt við að hjálpa þeim, sem bágast eiga og kreppan næðir mest á. það, sem allir verða aö gjöra sér ljóst nú, er að þær stéttir þjóðfélags- ins, sem hafa eytt miklu í vín, tóbak, skrautklæði, dýrar villur o. fl. verða að eyða miklu minna en áður. Margt af þessu fólki verður að íara að vinna í sveita síns andlitis og á að gera það. þetta fólk hefir lifað ,diátt'' á því að skapa dýrtíðina. það hefir tekiö stór lán úr bönkunum, sem það ekki borgar. það hefir byggt sér „villur". það hefir eytt miklu í víníöng og veizlur. Á ferðum utanlands hslir

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.