Tíminn - 22.12.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.12.1931, Blaðsíða 2
264 TlMlNHf Kveldræður í Kennaraskólanum. I dag bar að garði góðan gest, „Kvöldræður í Kennaraskólanum", eftir síra Magnús Helgason, áður skólastjóra. Prestafélagið á þakkir skyldar fyrir að koma til leiðar út- gáfu þessarar bókar, því til þessa beíir fátt komið út af því, sem síra Magnús á verðmætt í fórum sínum eftir hálfrar aldar prestskap og kennslustörf. Munu þeir, sem notið hafa leiðsögu hans og umsjár, flestir hafa „lifað heitu tilhugalífi" til þeirr- ar bókar, er flytti alþjóð úrval af ræðum hans og fyrirlestrum. Nú er sú fyrsta komin út og nættu fleiri á eftir fara. Veit ég þó, að sá ljóður er á ráði síra Magnúsar í þessu efm, að hann er óframfærinn. Svo hefir þó ekki verið gagnvart sóknarbörn- nm eða nemendum, hvorki í viðræð- ur, prédikunum né fyrirlestrum. Augliti ti) auglitis er enginn örlát- ari. En hann hefir verið óframfær- inn um það, að láta „á þrykk út ganga" hugsanir sínar og tilfinning- ar. þetta orðatilta:ki „að láta á þrykk út ganga" gefur mér skýriuguna. pað minnir mig á þá, sem loka augunum um leið og þeir opna munninn og hamast við ritmoksturinn eins og þeir væru í mógröfum. Grunnfær hugsun og sljó tilfinning er ófeimin og gerir litlar kröfui'. þessvegna er svo margt einskisvirði af þvi, sem út hefir komið, frá því byrjað var að prenta postillur á þessu landi. það- an renni ég huganum til hinna mörgu kennimanna, sem auðmýktin, dómgreindin og smekkvísin hefir stöðvað á miðri leið. íslenzkar bók- menntir eiga mörg slík kyrlát leiði. Djúp liugsun og innileg tilfinning er aldrei ánægð með hinu ytri búning, sem hún fær til að birtast í riti með- al mannanna og gerir sér því eklci fjölfarið. Tilefnið til útkomunnar þarf oft að koma utan að; eru til þess mörg dæmi um ágæt rit. „Kvöidræður" eru vel til fundið heiti á þessaii bók. það er í þeim meiri fróðleikur en tiðkast um „ræð- ur“, og þær eru bornar uppi aí heit- ari tilfinningu en venjulegt er um „fyrirlestra". „Kvöldræður" minnir mig á kvöldvökur, þar sem farið var með guðsorð og gamlar sögur. Séra Magnús flutti þessi erindi á skóla- samkomum meðan hann var skóla- stjóri Kennaraskólans. þær stundir er'u nemendum hans og samkennur- um ógleymanlegar. Efnisyfirlitið seg- ir til um innihaldið: Signýjarhátið, þjórsárdalur, Landnámabók, Guð- mundur biskup Arason, Ættjarðar- ást, Sturluhgáöldin, Æfintýri, Sigurö- ur Hranason, Siðaskiptin, Manngildi o. íl. þessi heiti vekja skýrar og hlýjar endurminningar hjá þeim, sem á hafa hlýtt. Kennaraskólinn er tiinburkumbaldi. þar eru engir veg- legir salir. En þeir, sem hafa átt kost á að hlýða á ræður í hátíða- Norðurför fimmtubekkinga menntaskólans í júní 1931. [Vegna rúmleysis í blaðinu hefir ferðasaga þessi beðið birtingar all- lengi. — Ritstj.j. I förinni tóku >átt nálega allir nemendur bekkjarins, 20 að tölu. Leiðtogi fararinnar var Guðm. G. Bárðarson kennari. Lagt var af stað frá Reykjavík síðari hluta dags 10. júní. Flutti varðskipið Óðinn leiðangursmenn og var haldið stanslanst áfram til Akureyrar. Komum við þangað um kvöldið 11. júní. Fengu nem- endur gistingu í heimavist Akur- eyrarskóla um nóttina. Á Akur- eyri bættist í hópinn 11 nemendur frá Akureyrarskóla undir forustu Steindórs Steindórssonar kennara. 12. júní að morgni fórum við með Óðni frá Akureyri til Gríms- eyjar og stóðum þar við ca. 3 klst. Leiðbeindi Óðinn Geirdal okkur um nyjuna, fór með okkur austur á fuglabjargið, er moraði af fugli og sýndi okkur útbúnað þann, sem notaður er, þegar sígið er, og veitti oss ýmsar fróðlegar upplýsingar um fuglaveiðarnar, og um atvinnu- og félagslíf eyjar- búa. sölum erlendra háskóla eða háreist- um dómkirkjum muna þó ekki há- tíðlegri stundir. Kvöldræður síra Magnúsar eru „klassiskar". Ég þekki engar hlið- stæður nema ef vera skyldi skóla- ræður E.^ Tegnérs, biskupsins og skáldsins mikla, en þær eru i fremstu röð sígildra, sænskra bók- mennta. þær ræður eru þrungnar af hellenksri fegurð og speki og róm- antískri andagiit. En kvöldræður séra Magúsar ,eru íslenzkar og kristi- legar. Dæmi og líkingar eru sóttar í íslendingasögur, þjóðsögur og Biblí- una svo, að „maður skoðai sjálfan sig og sjna samtíð í þessari fornaldar skuggsjá, sér þar löstu og kostu, ástríður og syndir nútíðarinnar i fornaldargervi. Hjörtu mannanna eru furðu lik á tuttugustu öld og þrett- ándu“. það sem áður var þekking verður líf og boðskapur. En boðskap- urinn er Krists, hvort sem söguefnið er íslenzkt eða hebreskt. Frásögn og málfar er séra Magnúsar. Um þá hluti eru lionum fáir líkir. Sá stíll verður ekki lærður, heldur þróast hann á íslenzku sveitaheimili, þar sem jöfnum höndum eru lesnar Is- lendingasðgur, þjóðsögur, Biblía og ljóð góðskáldanna. Æskuheimilið i Birtingaholti og áhrif góðrar og gáf- aðrar móður skín í gegn um efni og form. það er móske ókirkjulegt að segja það, en mér virðist liöfundur þessara erinda hafi aldrei „umvenzt", heldur hafi líf hans fallið eins og djúpur, lygn straumur eftir einuin farvegi frá barnæsku til hárrar elli. þar hafa lieiðin, þjóðleg og kristin fræði faliið saman án árekstra. En er ekki svo um íslenzka menning yfirleitt, að hún hafi sogið í sig allt verðmætt, sem varð á vegi hennar frá upphafi íslands byggðar, án snöggra hugarfarsbyltinga og alda- hvarfs? þroskasaga margra ágætra manna og þjóðmenninga afsannar ýmislegt í tilbúmni trúfræði þröng- sýnna skólaspekínga. Ég hefi bent á, að „Kvöldræðurn- ar“ hafa menningar- og bókmennta- gildi umfram flestar bækur, sem út eru gefnar. En þær eru hvorki samd- ar né birtar til að verða bautasteinn höfundarins. þær eiga ekkert skylt við bækur, sem eru eins og útskorn- ir askar til að standa á stofuborði og aldrei hefir komið matur í. þær hafa listagildi, en eru fluttar til að liafa lífsgildi. þar er boðskapur sög- unnar og guðspjallanna fluttur fyrst kennaraefnum landsins og nú all'ri þjóðinni. Höfundurinn miklast hvergi af list sinni, heldur leitast við að móta hug áheyrenda og les- enda í. anda kristindóms og þjóö- rækni. Og það er gert svo mjúklega og laðandi að áhrifin bregðast ekki. Um Grundtvig er það sagt, að hann taldi ættjarðarást og kristin- dóm þær stoðir, er hann vissi traust- astar til að byggja á þjóðmenningu. „Eg er á sama máli“, segir séra Magnús, „okkur liggur lífið á að Frá Grímsey flutti óðinn okk- ur beina leið til Kópaskers, kom- um við þar seint um kvöldið. Tók Björn Þórarinsson kaupfélags- stjóri- á móti okkur, veitti okkur kaffi og lánaði okkur hásrúm til að búa um okkur í um nóttina. Var ferðinni heitið þaðan suður í Ásbyrgi. Hafði Björn útvegað 2 kassabíia til fararinnar. Var lagt af stað þangað síðla nætur, og skyldi Óðinn bíða okkar á Kópa- skeri. Staldrað var við í Axar- gnúp til að skoða Grettisbælið. I Ásbyrgi fengum við ágætis veður, gengum um byrgið beggjavegna cg í gegnum skóginn inn í botn á byrginu. Skógurinn var mjög brotinn og kurlaður af snjó- þyngslum", nema þær hríslur, sem voru nógu grannar til að geta svignað. Ýmsar getgátur komu farm um það hvernig byrgið væri myndað. Mun þeirra annarstaðar getið. Um miðaftansleytið komum við aftur til Kópaskers og var þegar haldið af stað vestur á Tjörnes og setti Óðinn okkur á land undir Hallbjarnarstaðakamb, vestan í nesinu, og reistum við þar tjöld okkar. Sunnudaginn 14. júní skoðuðum við pliocen jarðlögin á Tjörnesi, alla leið frá Hringvershvilft út í Höskuldsvík. Eiga þau lög eigi treysta þessar stoðir í þjóðlífi okkar. Okkur skulu engar betri reynast til að koma stöðvun á losæðið og þrótti i ungar sálir og tryggja sæmd og gæfu þjóðar okkar. — Setjið börnum og unglingum fyrir sjónir göfugmenni gullaldar vorrar, Njál, sem allir trúðu, því að það var mælt, að hann lygi aldrei, Ingjald í Hergilsey, sem hiklaust kaus að láta lífið hcldur en bregðast manni, er hann hafði heitið ásjá, Kolskegg á Hlíðarenda, sem á örlagastund gat þetta dýrlega svar: „Hvorki mun ég á þessu níðast og á engu öðru því, er mér er til trúað“. — En þó ég bendi á rækt og ást á ættjörð, átthögum og tungu, til varnar gegn ómennsku og siðleysi, þá er mér það fullkomlega ljóst, að hinn eini trausti grundvöllui' undir siðgæði hverrar þjóðar, og um leið allrar gæfu hennar, er trúin og þá auðvit- að efst á blaði kristna trúin, svo sem Jesú sjálfur kenndi hana með orðum sínum og lífernj. — Ég óska eftir meiri kristindómi til að gera Islendinga að vönduðum mönnum og göfuglyndum, koma þeim til að elska sannleik og réttvísi í hverju máli og vilja hver öðrum hvarvetna gott, gefa þeim þrótt til að starfa, þol til að líða, án þess að bugast, og lialda vakandi hjá þeim glaðii von um eilífa framför og sigur liins góða. — þó að ísland verði aldrei aftui' það, sem það áður var, „önd- vegi andans í Norðurhöfum", þá svífur mér æ fyrir sjónum sú fram- tíðarliugsjón, að íslendingar mcgi verða gagnmenntaðasta og jafn- menntaðasta þjóðin I heimi. Guð styrki okkur öll til að vinna að því einhuga". Slikur er boðskapur þessa ágæta kennimanns. Síra Magnús óskar þess tvenns, að milda þjóð sina og herð<4 þó sumum kunni að virðast það and- stætt. „það heyrist vera hvort öðru gagnstætt, að vera öllum og öllu ó- háður, sjálfum sér trúr, og svo hitt, að fórna öllu og sjálfum sér með, fyrir aðra; og þó er það lífsins mikla mark og mið og mesti vandi að sameina þetta livoi'ttveggja, að eignast sjálfan sig tii að gefa sjálf- an sig“. Kemur sú liugsjón skýrt fram í hinu ágæta erindi um Sigurð Hranason. Viðureign hans og kon- unganna Eysteins og Sigul’ðar, or þó mjúk eins og íslenzk glíma. pessi þjóðlega íþrótt, þar sem fer saman þrek og mýkt, er ímynd drengilegr- ar viðureignar. Svo skyldi hver góð- ur Islendingur skapi farinn. ,Kvöldræðurnar“ eru góður gestur. það er eins og séra Magnús Helga- son komi sjálfur inn úr dyrunum, mikill vexti og fyrirmannlegur. það er mildi og festa i svip hans og skemmtan í viðræðum. Hann hefir yfirbragð bóndans, prestsins og kennarans. Og allt rennur þetta saman í eitt í boðskap hans, íslenzk menning, kristindómur og upplýs- ing. Ásgeir Ásgeirsson. sinn líka í nálæg’um löndum. 1 Hringvershvilft fundum vér enn nokkur bein úr hvalbeinagrind- inni, er undirritaður fann þar fyrir fáum árum. Rækilega voru athuguð hin mörgu fornu skelja- lög, er finnast í þessari þykku jarðmyndun. Var þá sólskin og gott veður. Um kvöldið þegar vér vorum gengnir til hvílu í tjöldunum, heyrðum vér hvin úti, líkt og stormbylur færi yfir, en þá var logn og bærðust tjöldin eigi. Er vér litum út, sáum vér að hrunið hafði 50—60 metra hár hamar í forvöðunum norðan við tjöldin í sjó niður og skapaðist þar stór grjóturð. Lagði rykmökk úr rústunum er vér litum út. — Fyrir 4 stundum höfðum vér verið þar á göngu og margir vaðið þar fyrir hamrana. Daginn eftir (15. júní) fluttum víð farangurinn á bát inn að Köldukvísl, en leiðangursmenn gengu á landi. Þar varð að bera faraÆigurinn upp 60—70 m. háa bratta bakka og tók þar bíll við er ílutti hann til Húsavíkur. Kári Sigurjónsson á Hallbjarnarstöð- um útvegaði okkur bát og hjálp- aði okkur við flutninginn, var okkur á margan hátt til liðsinnis. Á Húsavík fengum vér ágæt- ar viðtökur hjá Sigurði Bjark- Hr. G. Brietn og vélasalurinn. í meir en heilt ár hefir þeirri sögu verið dreift út um bæinn, að ég hafi teiknað vélasalinn í nýju sím- stöðinni of lágan, þannig, að hann væri lítt eða okki notliæfur, og að minnsta kosti að umbót á honum kostaði ííkissjóð of fjár. Nú hefi ég sannað, svo að ekki verður á móti mælt, að þessi saga er tilhæfulaus uppspuni. Aður en ég teiknaði vélasalinn hér liafði ég skoðað þrjá samskonar vélasali i Stockhólmi. Sá nýjasti var lægri en vélasalurinn hér, hinir lítið eitt hærri. Forstöðumenn símans í Stockhólmi sögðu að hér væri um engan gagnsemdarmun að ræða. Nýjasti salurinn væri jafngóður og hinir, aðeins ekki eins „flott“. Af grein minni sézt að ég heti gert allt sem ég gat til að spara skynsamlega fyrir landiö 1 sam- bandi við vélasalinn. Af grein hr. G. Briem sézt að liann og landssíma- stjóri G. Olafson fara í þessu efni liiklaust eftir kröfum útlending- anna, án þess að liugsa um kostn- aðinn, eða byggja á sjálfstæðum at- hugunum. Nú er búið að teikna salinn, eins og ég áleit rétt vera. það er búið að byggja hann og s.etja í hann mest af vólunum. Reynzlan hefir skorið úr. Salurinn er í alla staði góður, engu siður en nýjasti vélasalurinn i Stokldiólmi. Með dómi reynslunnar er þess vegna hrundið ölluin árás- um á mig í sambandi við vélasal símans. Mér liefir tekizt það sem ég ætlaði, að íá góðan sal með sem minnstum kostnaði. Um þetta aðalatriði málsins þarf •ekki framar að deila. En út af grein lir. G. B. í síðasta tbl. Timans vil ég gera fáeinai' atliugasemdir sérstak- lega. 1. það er með öllu óviðkomanda málinu um vélasalinn, þó aðskýrsla hr. G. G. kunni að vera rituð 4 dögum á undan miimi skýrslu. 2. Hr. B. G. segir að salurinn á neðstu hæð undir vélasalnum liefði mátt vera 20 cm. lægri en liann er. þetta er leiðinlegt fyrir hr. G. B., þvi liann gaf sjálfur upp málið á þessari hæð til okkar landssíma- stjóra. Sú hæð er þessvegna ákveðin á hans ábyrgð. Eftir þessu hefir hann eytt að óþörfu 20 cm. í þá hæð og ætlað að eyða öðrum 30 cm. aö óþörfu i vélasalinn, ef aðrir hefðu þar ekki ráðið betur fram úr. 3. Hr. G. B. segir skemmtilega sögu af verkfræðisviti því, sem notað liefir verið í sambandi við vélapönt- unina í salinn. Hr. G. B. segir að Gísli heitinn landssímastjóri hafi í siglingu sinni liitt forráðamenn þess firma í Osló, sem smiðar þessar vél- ar fyrir íslenzka símann og þar er lionum sagt, að ekki verði hægt að koma nema 7000 númerum í salinn. lind kaupfélagsstjóra. Skoðuðum vér bókasafn Þingeyinga, sem stofnað var 1886. Einn af stofn- endum safnsins, Benedikt Jóns- son frá Auðnum, var olckur þar til leiðbeiningar. Hefir liann átt langmestan þátt í að skapa og efla þetta merkilega bókasafn. Hann er ná 86 ára, en mjög ern og síárvakur um velferð safnsins. ?fir safnið hefir nú nýlega verið reist snolur bókahlaða úr steini með lestrasal. Er þar fjölbreytt bókaval, um 5 þúsund bindi. Á Húsavík fengum vér 2 flutn- ingabíla, bárum á þá farangur- inn, og settust nemendur ofan á og var þannig ekið um kvöldið inn að Laugaskóla. Stansað var á leið inn að Laxamýri og i Aðaldalshrauni, til að skoða hraunblöðrum í hrauninu. Voru þar dyr inn að ganga og inni rúm fyrir rnarga, menn og hraunhvelf- ing yfir. Var þar sungið um „táp og fjör og fríska menn“ og sitt- hvað fleira. Vér fengum gistingu á Lauga- skóla um nóttina. Leið okkur þar vel og tóku flestir laug í sund- laug skólans. Næsta dag (16. júní) var ekið á tveim flutningabílum upp heiði áleiðis til Mývatns. Torfærur fyrir bíla voru efst á heiðinni er ýta varð bílunum yfir. Að lok- Síðan fer hann beint til Stockhólms og hittir firmað, sem selur vélarnar liingað. Gísli er þrjá daga í Stock- liólmi og þá er búið að fjölga um 2000 númer í salnum, tala númer- anna þá orðin 9000, eins og ákveðið var frá íyrstu. 4. Mér þótti máli skipta að fá að sjá skeytin, sem höfðu farið milli Gísla heitins símstjóra og sérfræðings hans í þessum málum, hr. G. Briem og skrifaði um það til núverandi símstjóra. Hann svarar sem hér seg- ir. Má það furðulegt heita, að þessi skeyti eru nú ekki lengur til. Bréf hr. G. Hlíðdal er á þessa leið. Rvík, 15. des, 1931. þar sem þér, herra húsameistari, liafið farið þess á leit, að fá að sjá bréf þau og skeyti, sem á rnilli liala farið, viðvíkjandi liei'bergjaskipun og loíthæðum í nýju símastöðiimi, verð ég að tilkynna yður, að ekkert af þessum plöggum fyrirfinnast nú í skjalasafni símans. þó eru eftirtald- ar skrásetningar I skrásetningarbók- inni: 3. apríl 1930: E. B. send teikning af nýja símahúsinu fyrir sjálfvirku stöðina. 15. apríi 1930: Hæð á bjálkum i jft veljarasal. 29. maí 1930: Smábreytingar við- vikjandi sjálfvirku stöðinni. 12. s.ept. 1930: Útgert um nýju bygg- inguna mjög bráðlega. 10. desbr. 1930: Gefin upp mál frá gólli og undir þak. G. J. Hlíðdal settur. Ég sendi lir. G. B. fulliiaðarteikn- ingu af vélasalnum 3. apríl 1930, eins og ákveðið var að salurinn ætti að vera. Á þeirri teikningu voru skrifuð bæði iiatar og hæðarmál, þar á meðal hæðin á salnum 3,51 m. Um jietta v.erður ekki deilt. Frumteikn- ingin er enn til á skrifstofunni og teikning sú, sem lir. G. B. fær, er „ljóskopia" af frumheimildum. Nú breytir hr. G. B. þessu liæðar- máli úr 3,51 m. í 3,80 m. Á eigin ábyrgð breytir hann í stórvægilegu atriði teikningu minni af símahús- inu, án þess að minnast á það einu orði við mig, eða tilkynna mér það. Löngu seinna, þegar liúsið er í bygg- inu segist liann liafa látið Steinsen verkfræðing fá sína útgáfu af teikn- ingunni, og þar er vélasalurinn 3,80 m. Steinsen minnir að hann hafi sýnt aðstoðarmanni mínum hr. Ein- ari Erlendssyni þessa teikningu, en hr. E. E. þverneitar að hafa nokk- urntima séð liana. Sést af þessu live ósanngjarnt það er að kenna mér um þessa vanhuguðu breytingu, sem var óþörf með öllu, og aigerlega gerð a annara ábyrgð án minnan vitundar. 6. En til þess að sýna hr. G. B. að hann hefir ekki að öllu leyti gætt þeirrai- fyrirhyggju og ráðdeildar um fé landsins, i sambandi við þá hlið á byggingu símastöðvarinnar, sem um komum vér að mýrarsundi og varð eigi yfir það komizt með bíla. Bárum vér farangurinn af bílunum yfir sundið og var hann skilinn þar eftir, en vér fórum gangandi til Mývatns- sveitar. Hjálmar bóndi á Ljóts- stöðum, er var í vegagerð þar fyrir ofan heiði, lét sækja far- angur vorn á bíl okkur að kostn- aðarlausu. Stansað var um stund á Arnarvatni og þegnar góðgerð- ir hjá Sigurði bónda Jónssyni. Síðan var haldið að Álftagerði og þar stigið á tvo mótorbáta, er fluttu okkur yfir Mývatn að Reykjahlíð. Það var þykt loft jænnan dag, kaldur gustur af austri. Vér settum tjöld vor í Rfeykjahlíð og vorum þar hold- votir tvo daga (17. og 18. júní). Þá daga var hægviðri, bjart loft og lengst af sólskin. Var fagurt um að litast í þessari einkenni- legu fjallasveit og fagurt útsýni til hálendisins umhverfis í þessu góðviðri. Fyrri daginn fórum vér austur að Reykjahlíðarnámum og skoð- uðum brennisteinshverina og brennisteinsnámuna í Námufjalli. Á þeirri leið fórum vér fram hjá Bjarnarflagi og Hraunsdal, þar sem hraungos urðu snemma á 18. öld (1725) og 1928. Einnig var farið norður að Kxöflu og Víti. Á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.