Tíminn - 30.01.1932, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.01.1932, Blaðsíða 4
16 TÍJHlJfiHf (Framh. af 1. síðu). sjálfri sér nóg. Og síðara kostinn myndu allir þeir fremur taka, sem er sjálfstæði íslands alvörumál. Frelsisstríð Islendinga hefir verið með öðrum hætti en margra þjóða annara. Það hefir ekki kostað blóð. Frelsisbarátta íslend- inga var og er enn ekkert annað en hin almenna lífsbarátta. Island verður ekki varið með sprengi- kúlum eða eiturgasi, heldur með þreki og framsýni mannaðrar þjóðar. „íslenzka vikan‘r er eitt stóra átakið í varnarstríði íslands nú í kreppunni. Hún á að verða alþjóðarátak. Hvert íslenzkt heimili, sem gjörir sitt til þess að draga úr innflutninginum, með því að nota íslenzkar vörur í stað erlendra, er þátttakandi í þessu átaki. Og því vill Tíminn beina til gjörvallar þjóðarinnar, hvort sem um er að ræða pólitíska samherja eða andstæðinga: Gefið gaum að „íslenzku vikunni', 3.—10. apríl næstkomanda! Sýnið umheimin- um, að ísland geti fætt börn sín sjálft! Leyfið íslenzkum höndum að verja ísland í þeirri óblóðugu, og þó geigvænlegu, styrjöld, sem nú geisar um heiminn! -----o----- Beykjftvikiiraanáll fra&imyriiminflii ofl Reykjavík. Sá stóri sigur sem Framsóknar- ilokkuxinn liefir unniö við þær tvær kosningar, sem hann hefir tekið þátt í hér í Reykjavík er meiri en dæmi eru til hér á landi. — Fyrstu kosn ingarnar, sem flokkurinn tók veru- legan þátt i, voru bæjarstjórnar- kosningamar 1930; — þá gerðu and- stöðuflokkamir ráð fyrir að at- kvæðamagn flokksins hér i bænum væri i allra mesta lagi 300—500, en það reyndist hátt á fjórtánda hundr- að. Við kosningarnar i vor höfðu Framsóknarmenn eitt atkvæði á móti hverjum tveimur atkvæðum Alþýðu- flokksins, sem starfað hefir hér um 20 ár; hefir gefið hér út dagblað í fjölmörg ár og á allt aðalfylgi sitt hér í bænum. Tvö félög hafa Framsóknarmenn hér í Reykjavik: Félag ungra Fram- sóknarmanna og Framsóknarfélag Reykjavíkur. í báðum þessum félög- um hefir meðlimatalan fjórfaldast tvö seinustu árin. þótt Framsóknarmenn úti um landið hafi ef til vili ekki fylgst verulega með þessari stórfelldu aukningu á fylgi við stefnu Fram- sóknarflokksins hér í Reykjavík, þá er hitt víst, að andstæðingar flokks- ins í Rvík hafa veitt henni mikla eftirtekt og virðist standa nokkur geigur af. Kemur þetta meðal ann- ars fram í því, að á síðastliðnu hausti sendu nokkrir íhaldsmenn út bréf (dags. 30. sept.), þar sem þeir brýna menn lögeggjan að ganga nú í íhaldsfélögin, því það sé þeim hið mesta áhyggjuefni að félög andstæð- inganna sé vel skipulögð og með- limatala þeirra hækki sifellt, — við svo búið megi ekki lengur standa. þó að Reykjavík sé aðalvígi íhalds- ins „eru tiltölulega mjög fáir menn skráðir í landsmálafélaginu Verði“, segir í bréfinu. Hinsvegar er þar vakin athygli á að Framsóknarmenn í höfuðstaðnum hafi „skipað sér i fjölmennan, öflugan íélagsskap". í íhaldsblöðunum er einmitt alið á því og reynt að koma inn hjá al- menningi hér að Framsóknarflokkur- inn sé bænum fjandsamlegur. Árang- urinn af þessu verki íhaldsblaðanna virðist hafa orðið gagnstæður til- ganginum, enda virðist það til helzt til mikils mælst að ætla mönnum að trúa því að mikið á annað þúsund af gætnustu og beztu borgurum þessa bæjarfélags vilji í bæjar- og lands- málum vinna til ógagns því bæjar- félagi, þar sem þeir sjálfir eiga heima. það er líka eftirtektarvert að í á- deilunum á Framsóknarflokkinn vegna afstöðu hans til málefna Reykjavíkur, er — þótt undarlegt megi það heita — næstum aldrei nefnt neitt málefni, sem dæmi um fjandskap Framsóknarflokksins gagnvart Rvík. Undanfarið hafa ihaldsblöðin hvað eftir annað brýnt bæjarbúa á því, að „Tíminn“ hefði kallað þá „skríl“, „lágskríl" og „háskríl" o. s. frv.. — Tilefnið er aðallega það, að Fram- sóknarmenn hafa hvað eftir annað bent á það í blaðinu að uppeldis- málum bæjarins mundi mjög ábóta- vant og að aðalrætur þess mundi að finna i Gamla bamaskólanum; hér væri því að myndast skríll. Rétt- mæti þessarar viðvörunar, hefir sannast með framferði kommúnista í fyrra og nú, íhaldsmanna þing- rofsvikuna, og ungra íhaldsmanna við fundahöldin í bamaskólaportinu s. 1. vor, þar sem Sigurður Jónsson skólastjóri stýrði fundi, er hann kom engu tauti við, vegna skrílsláta yngri og eldri nemenda sinna. Dæmið er augljóst. Réttmæta og skynsamlega aðvörun Framsóknar- manna til bæjarbúa um meinsemd- ina í uppeldismálum nota íhalds- blöðin með sífelldum endurtekning- urn, til að telja bæjarbúum trú um, að „Tíminn“ kalli þá „skríl"! Og í þessum málum hafa Framsóknar- menn ekki látið sitja við orðin ein- tóm. Aðgerðir Framsóknarfl. í Nýja barnaskólanum, að svo miklu leyti sem flokkurinn íékk þar aðstöðu til að haía áhrif, eru verk, sem mikill hluti bæjarbúa þekkir. í næstu greinum verður í örstuttu máli bent á — með því að draga fram málefnin sjálf — hver hefir verið og er málefnaafstaða gömlu flokkanna — íhalds- og jafnaðar- manna — í velferðarmálum Reykja- víkur. Sýnt verður fram á afleiðing- ar þessarar málefnaafstöðu fyrir bæ- inn og þjóðfélagið, og að lokum verður rakin viðleitni Framsóknar- manna hér í bænum til bóta á þeim meinsemdum sem gömlu flokkamir hafa skapað. ----O----- Minnlngarorð. 4. sept. n. 1. lézt að heimili sínu, Borgareyri í Mjóafirði. Benidikt Sveinsson póstafgreiðslumaður og er þar til grafar genginn i hárri elli einn af fróðustu mönnum Austur- lands í ættvísi og sögu, enda var hann langminnugur og gagnrýninn. Benidikt bar ellina hraustlega og vel til síðustu daga, var líka um allt hinn mesti hófsmaður, en að skap- gerð glaðvær, prúðmannlegur og gjör- hugull. Hann var fæddur 2. janúar 1846 og varð því nær 86 ára gamall. Ættfeður Benidiktar frá annari hlið voru Hellisfirðingar og Eyfellingar síðari, sem margt manna er frá kom- ið víðsvegar um Austurland og er ættfærslu þeirrar að nokkuru getið í VIII. árg. „Óðins“, bls. 42, þar sem Benidiktar var minnst. En bróðir hans og litlu eldri var Sveinn Sveins- son, er fyrstur var skólastjóri á Hvanneyri. Foreldrar Bendiktar, Sveinn hrepp- stjóri Sigurðsson og Sigríður Bene- diktsdóttir, prests þorsteinssonar að Skorrastað, bjuggu fyrst á Ormsstöð- um í Norðfirði, en með þeim fluttist Benidikt á ungum aldri til Mjóafjarð- ar, þar sem hann lengst um dvaldi eftir það. UiS. nokkura vetur var hann þó fjarri að námi, en hvarf frá því í 4. bekk lærða skólans forna og gaf sig þá um sinn að ýmsum viðskiptastöríum, póstafgreiðslu o. fl., ó Eskifirði, ,en settist að búi á Borgar- eyri laust fyrir 1880 og bjó þar jafn- an síðan. Kona Benidiktar var Margrét Iljálmarsdóttir, hreppstjóra Her- mannssonar, Jónssonar í Firði, sem mörgum er af sögnum kunnur. Mar- grét er löngu látin, en af börnúm þeirra Benidiktar munu 12 á lífi vera, 4 vestan hafs og í Danmörku, en 8 hérlendis, í ýmsum stöðum; þar ó meðal Sveinn oddviti í Hlíð í Mjóafirði og Vilhjálmur verzlunar- stjóri í Neskaupstað. Aldrei safnaði Benidikt auði, en bjargálna var hann jafnan og hélt heimili sitt með rausn og prýði. Ur æsku til þroskaaldurs leiddi hann líka stóran og mannvænlegan bama- hóp, svo að fáir hafa í því efni meiru orkað, enda var Benidikt um fyrir- hyggju, þrautseigju og elju mörgum fyrirmynd. Hann gat þrátt fyrir ann- ríki og búsumhyggju, bæði við land og sjó, gefið sig við dægurmálunum SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS er á Amtmannsstíg 4 (niðri). Simi 1121. FERÐAMENN sem koma til Rvíkur, fá her- bergi og rúm með lækkuðu verði á Hverfisgrötu 82. SJálfs er hOndin hollust Kaupið írmlsnda framleiðalu, þegar hún er jafngóð crlendri og «kki dýrari. framieiðir: Kmtal&ápa, gnenaápu, atanift- sápu, handsápu, raksápu, þvotta- efni (Hreina hvítt), kerti aila- konar, skósverto, skógulu, leður- feiti, gólfáburð, vagnáburð, fœgi- lög og kreólínsbaðlyf. Kaupið HRGINS vðrur. Þser eru löngu þjóðkunnar og fást í flestum verzlunum landsins H. £. Hreinn Skúlayötu. Reykjavík. Sími 1885. Reyhjavík Sími 349 Niðursuðuvörur vorar: Kjöt.......11 kg. og >/2 kg. dósuin K»f»........1 — - l/i — - Bayjnr*bjúgn 1 - 1/2 - FiskaboUar -1 - - 1/2 - - Lax.......-1 - - 1/2 - hljéta alinenningslof Ef þér haflö akkl reynt vörur þessar, þá gjörlð þaft nú. Notdft innlendar vörur freœur en erlendar, meft þvl stuftlift þér aft þvi, að íslendingar verði sjálfum sér négir. Pantanlr afgreiddar fljótt og vel hvert á land sem er. Jörðin Höfðahús í Fáskrúðsfj ai/ðarhreppi er laus til kaups og ábúðar á næsta vori. Leiga getur komið til mála. Upplýsingar gefur eigandi og ábúandi jarðarinnar Stefán Þorsteinsson, Höfðahúsum í Fáskrúðsfirði. almennu, lesið mikið og jafnvel með ígripum ritað; munu þeir og vand- fundnir, er á gamalsaldri fylgja öll- um andlegum veðrabrigðum með jafnljósum skilningi og hleypidóma- laust sem hann gerði. Hjá deilu- málmium sneiddi hann þó oftast og tók lítinn verklegan þátt í meðferð opinberra mála, en ekki fór hann dult með álit sitt á þeirn, ef eftir var ieitað og lét sér þá eigi lynda yfir- borðsskoðun málanna eða órök- studda palladóma. Vinsæll var Benidikt með afbrigð- um og naut almenns trausts og hylli. Trúnaðarstörfin, sem honum voru fengin, vann hann með einstökustu alúð og nærgætni. Allir vissu að þar mátti hann ekki sjá blett eða hrukku og sagði þar ljóslega til hans drengi- lega metnaðar. Langt og farsælt æfistarf leysti Munið að ÞORS-MALTÖL er nú bragðbesta en annað maltöl, næf- ingarríkara en annað maltöl og því ódýrara en annað maltöl. Biðjið ávalt um Þórs—maltöl. Tómar flöskur Kaupum tómar flöskur á mánudögum og þriðjudögum. Heilflöskur á 15 aura og hálfflöskur á 10 aura. Flöskunum veitt móttaka í Nýborg. Viljum ekki láta hjá líða að minna yður á þetta, svo ekki þurfi að flytja fé úr landi fyrir það, sem líkur eru til að nægilegt sé til af og liggur gagnslaust hjá mönnum. Afengisverzlun Ríkisins. Námskeid fyrir stúlkur verður haldið í Laugarvatnsskóla frá 1. maí til 15. júní næstkomandi. Kennt verður matreiðsla 0g venjuleg hússtörf, íþróttir og söngur. Kostnaður við dvölina hér verður um kr. 130. Undirritaður gefur upplýsingar verði þess óskað. Laugarvatni 29. janúar 1932. F. h. skólanefndar. BJARNI BJARNASON. NÝ BÓK. Eftirkomendur eftir eigin vali eftir Gazzaro. Bók þessi skýrir frá nýjustu líffræðislegum rannsóknum á því hvemig sé hægt að ráða tölu og kynferði bama sinna. Hana þurfa öll hjón og hjónaefni að lesa. Send gegn póstkröfu hvert á íand sem er burðargjaldsfrítt. Verð kr. 3,00. Útgáfufélagið Hekla. Pósthólf 676, Reykjavík. T. W. Bnch (Idtasmiðia Buchs) Tietgensgade 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR. Demantssorti, hrafnsvart, kastorsorti, Parisarsorti 0g allir litir, fallegir og sterkir. Mælum með Nuralin-lit, á ull og baðmull og silki. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“og „Evolin“ eggjaduft, áfengis- lausir ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvert- an, „ökonom“ skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvinduolía o. fl. LITVÖRUR: Brúnspónn. Anilinlitir, Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögn. Þornar vel. Ágæt tegund,. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Bezta tegund, hreint kaffibragð og ilmur. Fæst alstaðar á Islaudl. Benidikt af hendi og skildi sam- vistarmönnum sínum eftir aðlaðandi fordæmi. Minningu hans verður því vel borgið hjá eftirkomöndum og örf- um, svo sem maklegt er. 31. des. 1931. Sv. HHótmæli. Félag barnakennara í Reykjavik hefir beðið Tímann að birta eftir- farandi fundarályktun: „Fundur stéttarfélags barnakenn- ara í Reykjavík mótmælir fastlega gerðum meirahluta bæjarstjómar Reykjavíkur á bæjarstjórnarfundi 21. jan. þ. á„ þar sem hún neitar beiðni barnakennara í Reykjavilt um ca. 10% uppbót á laun þeirra, sem borin var fram af kennurum vegna launa- lækkunar ríkisins. En á sama tíma samþykkir bæjarstjórn að veita öll- um starfsmönnum bæjarins, jafnt hálaunuðum, sem láglaunuðum 40% dýrtíðaruppbót (þá sömu og var áður). Mótmælin byggjast á þessu tvennu: f fyrsta lagi, að störf barnakenn- ara í Reykjavík eru eingöngu unnin í þágu bæjarfélagsins. í öðru lagi, að óhugsandi er að lifa við þau launakjör í Reykjavík, 188,01 kr. á mánuði, sem ekki er viðunandi út um land“. ATH.: í sambandi við fundará- lyktun þessa skal það tekið fram, að fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Reykjavíkur greiddu at- kvæði með því, að greidd væri um- rædd staðaruppbót úr bæjarsjóði vegna þeirrar sérstöðu, sem r.eyk- vískir bamakennarar eiga innan barnakennarastéttarinnar. Litu Fram- sóknarmennirnir svo á, að bæjarfé- lagið yrði í þessu tilfelli eins og mörgum öðrum, að taka afleiðing- unum af því, að Reykjavík er orðin dýrasti staðurinn á landinu. -----O----- Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Mímisveg 8. Sími 1246. Prentsm. Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.