Tíminn - 06.02.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.02.1932, Blaðsíða 2
18 TIMINN Ju R&yk j avikurannáll Framsóknarflokkur- inn og Reykjavík íhaldsmeirihlutinn í bæjarstjórn Reykjavíkur ber alla aðalábyrgð á þvi hvernig komið er fyrir bæjar- félaginu og atvinnuvegunum í bæn- um. Framsóknarmenn hafa marg- varað við því að íhaldið væri meó þeirri dýrtíð, sem það hefir skapað hér að útiloka alla möguleika til íramleiðslu í bænum. Fyrir nokkrum árum átti bærinn mikið af lóðum og löndum og með því að eiga þær áfram, gat bæjar- félagið ráðið hvernig bærinn byggð- ist og komið í veg fyrir hina skipu- lagslausu og dýru dreifingu húsanna. Og jafnframt gat bærinn þá komið í veg fyrir hækkun á lóðaverði, hús- eignum og húsaleigu, sem lóðabrask- ið hefir komið á stað og iiggur nú eins og mara á öllu atvinnulifi í bænum. í stað þess að kaupa lóðir, „út- mældi" bærinn sínar eigin lóðir, eða lét á erfðafestu með skilmálum, sem nálgaðist eignaafsal — án endur- gjalds —. Lóðir, sem bærinn „út- mældi“ einstakiingum fyrir ekki neitt komust á stuttum tíma í geypiverð. þannig kom ihaldið hinni frjálsu samkeppni inn í kaup og sölu lóða og fasteigna í bænum með allri þeirri böivun, sem af hefir leitt fyrir bæjarfélagið. — Lóðir margfölduðust í verði. Bærinn óx ört. Landskikar, sem bærinn hafði afhent fyrir ekkert urðu tuga þúsunda virði. Fáir ein- staklingar urðu ríkir, bærinn fátæk- ur. Fyrst ganga lóðir til þurðar í miðbænum. Toppur verðlagsöldunnar sézt í lóð Jóns þorlákssonar við Austur- og Pósthússtræti — lóð und- ir meðal hús, kostar mfkið á annað hundrað þúsund. •— Ársleiga húss- ins er um 50 þúsund krónur. Alla þessa leigu af mörgum dýrum húsum verður framleiðslan í Reykja- vík að greiða ár eftir ár *— annars- staðar verða þessir pehingar ekki teknir. Framleiðslan er eina pen- ingauppsprettan. Æðarnar, sem til þeirrar uppsprettu liggja frá dýru húseignunum í miðbænum eru æði stórar. En þrátt fyrir það þótt lóðir sem íhaldið „seldi“ fyrir ekkert, séu nú í geypiverði, heldur íhaldið á- I. Ein af þekktustu bókum, sem út hafa komið í Evrópu á siðustu árum, ber sama heiti og þessi grein. það er sagan um hermennina þýzku, sem komu heim aftur eftir miklar hörm- ungar á vígvellinum, og með ósigur, sem ytri atvik höfðu valdið, en ekki hugleysi þeirra, sem í baráttuna voru sendir. Einhver fyrsti dómurinn,sem gömlu dómararnir í hæstarétti dæmdu eftir að prófessorarnir höfðu dæmt sinn nafnkunna dóm út af sekt íslands- bankastjóranna, var um Helga Tóm- asson, um það hvort það hefði verið sæmilegt af honum sem lækni að búa til lygasögu um það, að einn af ráð- lierrum landsins væri brjálaður, og yrði vegna öryggis þjóðarinnar að fara úr stjórninni innan 12 tíma. Málið sem gömlu dómararnir áttu úr að skera var þetta: Getur þjóðfélagið haft í þjónustu sinni lækni, sem fer þannig að, annaðhvort af heimsku eða öðru verra? Getur læknir sem eltki þekkir sundur heilbrigða menn frá dauðveikum liaft ábyrgð á 80 varnarlausum sjúklingum, sem þjóð- félagið kostar.? Gömlu dómararnir höfðu verið burtu úr hæstarétti. Áður liöfðu þeir dæmt B. Iír. sýknan gagnvart Sam- bandinu. þeir höfðu dæmt Tímann fyrir litlar sakir, þar sem B. Kr. hafði stórar. þeir höfðu dæmt Jóh. Jóh. saklausan af vaxtatökunni. Nú höfðu þeir fengið sér hvíld og prófessorarn- ir dæmt í íslandsbankamáiinu. Svo komu þeir aftur heim og dæmdu Helga Tómasson sýknan saka af til- ræði sínu. Árslaun varð hann að fá svo að vel væri við hann gert. það kom sér vel að dómsmálaráðherrann var nýbúinn að spara álíka fúlgu á einu ári á tveimur kynsjúkdóma- fram að selja lóðir sem alltaf eru að hækka. Stefnan hefir verið og er, að auðga fáa menn á kostnað hinna. þetta er sannanlegt með ótal dæm- um, t. d. er íhaldið gaf einum bæjar- fulltrúanum og nokkrum félögum hans lóðir fyrir mikið á annað hund- rað þús. í Félagsgarðstúni — milli Smáragötu og Laufásvegar — og samþykkir svo í ár að leggja engar götur um lönd bæjarins, til þess að bæjarfulltrúinn geti selt bæjarbúum þessa gjöf með nógu háu verði. þessi, alveg blygðunarlausa fjár- plógsstefna íhaldsins í lóðamálum, hefir haft miklu alvarlegri afleið- ingar fyrir bæjarfélagið og þjóðina en flest annað. Vegna lóðabrasksins sem íhaldið hefir stofnað til í bæn- um, haía fasteignir hér margfald- ast í verði og húsaleiga hefir marg- faldast bæði í verzlunarhúsum og í- búðum. Verzlanirnar, sem selja fólk- inu lífsnauðsynjar í dýru húsnæði, hafa þurft háa álagningu til þess að geta borið liúsaleiguna og hið háa kaupgjald þess fólks, sem vinnur við verzlanirnar, býr í dýrum húsum við dýra húsaleigu og við dýrar líís- nauðsynjar. Kaupgjald verkamanna hefir og margfaldast. þó eru kjörin þannig, að verkamaður með fjögur börn fer þegar á sveitina ef hann missir nokkra vinnudaga á ári. Hér hefir barátta verkamanna ver- ið einhliða: kröfur um liækkanda kaupgjald. Kaupið hefir hækkað — en hækkunin runnið jafnharðan ofan í vasa milliliðanna og braskaranna. Verkamenn hefir vantað þann þátt starfseminnar, er tiðkast alstaðar meðal verkamanna i siðuðum lönd- um, að efla félagsskap til þess að ti'ýggja sér húsaleigu og allar lífs- nauðsynjar með sannvirði gegn um öflugan lífrænan félagsskap — sem ekki er eintómt kaupgjaldsstríð. -— Aðalatriðið fyrir verkamennina er að kaupgetan vaxi. Hin einhliða starfsemi þeirra hér hefir leitt af sér: hækkanda kaup — minnkandi kaupgetu — vaxandi fátækt. — því milliliðirnir og braskararnir hafa hækkað lífsnauðsynjarnar örar en verkamennirnir kaupgjaldið. Hækkunin hefir smátt og smátt sogið merg og blóð úr framleiðsl- unni og nú heimta útgerðarmenn eftirgjöf á þriðjungi af gjöldum til hafnarinnar og 15—20% lækkun á kaupgjaldi; þeir telja sig annars ekki geta haldið áfram. Sama er með ýmsa atvinnuvegi út um landið. læknum í Reykjavík, sem gerzt höfðu nokkuð kröfuharðir við ríkissjóðinn. „Vér héldum heirn", gátu þeir sagt gömlu dómararnir Páll Einarsson og Eggert Briern. þeim hafði fundist ónotalega kalt meðan þeir voru á ferðinni, meðan verið var að lesa upp prófessoradóminn, með andblæ hins nýja tíma. það er af mörgum ástæðum nauð- synlegt að kryfja til mergjar dóminn um Helga Tómasson. En það er líka full ástæða til að fræða þjóðina um margt í sambandi við dóminn, ekki sízt til þess að. borgarar landsins skilji til fulls þá afstöðu sem gömlu lögfræðingarnir í landinu hafa, sem börn sinnar kynslóöar, til vandamála nútímans. þess er sérstaklega mikil þörl' út af launabót Helga Tómasson- ai', af því að borgarar landsins hafa kveðið upp alveg gagnstæðan dóm um liinn burtvikna mann. Hann er sennilega meira og almennar for- dæmdur fyrir frumhlaup sitt, heldur ; en nolíkui' annar Islendingur hefir verið fyrir nokkra einstaka yfirsjón. það sem þarf að reyna að skilja og skýra, er mismunurinn á hugsunar- hætti borgaranna og liugsun gömlu dómaranna. En til að skilja þetta mól, verður að líta til baka, lita á séreinkenni íslendinga sem mótast hafa í menntaskólanum í Rvík og háskól- anum í Kaupmannahöfn frá þvi um 1880 og fram yfir aldamótin síðustu. það sem einkennir beztu menn ís- lendinga fyr ó 19. öldinni, þá sem gengið höfðu sömu braut, var ekki fyrst og l'remst yfirburða gáfur, þó þar væri um mikið að tala, bæði hjá Fjölnismönnum og pólitískum sam- herjum Jóns Sigurðssonar, heldur manndómur, þrek og drengskapur. Hugsjónir og starf Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar, eru undirstaða allra andlegra og efnalegra umbóta, sem íslenzka þjóðin hefir tekið á síðastliðnum hundrað árum. þessir menn unnu öllu því sem var fagurt og gott í fari þjóðar sinnar, ekki r A víðavangi. Útvarpsræða forsætisráðherra á nýársdag hefir sezt ónotalega fyr- ir brjóstið á-Mbl.-liðinu. þessar inn- ántökur íhaldsins út af útvarpsræð- unni koma fram í greinarstúf i Mbl. í dag, með yfirskriftinni: „Úr bréfi að austan". Er það eftir annari fram- komu blaðsins við Austfirðinga að eigna þeim ritheimsku þessa, eftir öll þau fyrirlitningárummæli, sem það hefir liaft um bændur á Héraði undanfarið. það er vitanlega rétt, að útvarpsræða ráðherrans stakk mjög í stúf við ýmislegt, sem Mbl. hefir sagt um kreppuna. Eins og bent hefir verið á hér í blaðinu notar Mbl. hverja erlenda ílugufregn til þess að vekja ótta og óhug meðal almennings hér i landinu. Er Jæssi íi'amkoina lítt skiljanleg, n.ema ef vera sltyidi, að braskarastéttin ætlaði sér að nota kreppuna til þess að ^draga dug úr landsfólkinu svo um muni, til þess að það verði auðflegnara eftir á. það sem Mbi. hneykslast ó í út- útvarpsræðunni, er að forsætisráð- herrann livatti landsmenn til bjart- sýni og karlmannlegra átaka í eriið- leikunum. Mun það og sammæli allra góðra drengja, að sæmra sé leiðandi mönnum, að telja liug í þjóðina en að drepa úr lienni kjark- inn, þegar mest ó ríður. JJeir „ómönnuðu". í sambandi við umræður um kjör- dæmaskipunai-málið um daginn sagði Mbl., að islenzka sveitafólkið væri „ómannaðasti hluti þjóðarinnar". þennan dóm fær bændastéttin nú hjá íhaldinu af því að hún vildi ekki láta svifta sig fyi'irvaralaust þeim áhrif- um, sem hún frá upphafi hefir haft á skipun Alþingis og kaus því heldur að fela umboð sitt Framsóknarmönn- um en kosningabandalagi ílialdsins og socialista. Ef til vill finnst Mbl. ýmsir af atburðum síðustu daga benda á það, að „bardagamennirnir" við sjávarsiðuna séu „nmnnaðra" fólk en bændurnir, og er ihaldinu vitan- lega frjálst að hafa þá skoðun. En gleymið er Reykjavikuríhaldið ‘á marga liluti, þegar það talar um hina „ómþnnuðu" bændastétt. Hvar væri nú dýrð íslenzks „sjálfstæðis", ef sveitafólkið hefði ekki varðveitt móð- uimál þjóðarinnar á hörmungatím- um — og gjöri það raunar enn — og fornbókmenntirnar, sem borið hafa síður hinu veika og smóa. Jón Sig- urðsson og Jónas Hallgrímsson fundu til sársauka með sinni veiku þjóð, og þeir lilúðu að hverju lautar- blómi, sem reyndi að teygja sig upp í sólarljósið. En um leið litu þessir brautryðjendur hinnar litlu og fá- tæku þjóðar ó sig sem jafnoka beztu manna meðal erlendra þjóða. þess vegna voru þeir svo mikils virtir af erlendum mönnum, að þeir báru með sér öli einkenni manndóms og menningar. Enska skáldið Wells segir að Per- ikles hafi sett manndómsmerki sitt á Aþenuborg meðan liann lifði. Hið sama má segja um Jón Sig- urðsson. Hann stækkaði samtíð sina með manndómi sínum, með því að vera jafningi þeirra mestu og verndari þeirra veiku, þegar því- var að skifta. En eftir daga Jóns, eftir 1880, smækka viðfangsefnin, forustan í þjóðlífinu verður þróttlítil og hik- andi. Kynslóðin smækkar og mann- dómurinn minnkar. Vitaskuld þokaði landinu áfram á marga vegu, þó að annar svipur væri ó þjóðlífinu heldur en á meðan hinna miklu forgöngumanna naut við. Og meðal háslcólagengnu mann- anna fró þessu andlega hnignunai'- tímabili mó a. m. k. nefna þrjá, sem i bezta skilningi tillieyrðu samtið Jóns Sigurðssonar. það voru þeíi’ Páll Briom, Skúli Thoroddsen og Magnús Torfason. Um hinn síðasta má segja, að í 40 ár er hann búinn að vera sem embættismaður vernd- ari lítilmagnans, og hinn sterki liðs- maður í fylkingarbrjósti drengilegra þjóðfélagsátaka, en um leið ólivikull andstæðingur „klíkuskapar" og „snobisma". Og að launum þessarar gamaldagsframkomu hefir hann alla sína starfstíð beinlínis verið ofsótt- ur af hinni „nýju“ samtíð, sem ekki kunni við þennan hugsunarhátt. Skúli missti sýslumannsembættið og heilsuna, af því hann vildi ekki ganga á mála hjá ranglætinu og j naín íslands út um heiminn? Hvai' væri islenzk menning nú stödd, ef „íjólur" Valtýs ættu að koma í stað- inn fyrir Hávamál eða Heimskringlu, eða orðsnilld Fengers í staðinn fyrir þann málsmekk, sem Njála og Lax- dæla hafa innrætt íslenzkum böm- um fyrir atb.eina hinna „ómönn- uðu“? „Lanyavitleysa" ihaldsins um ríkisskuldirnar. Mbl. er nú byrjað á sama þvætt- ingnum og i vor viðvikjandi ríkis- skuldunum. Vill blaðið halda því fram, að ríkisreikningurinn 1930 fari að einhverju leyti i bága við það, sem Tíminn sagði urn fjármálin fyrir kosningarnar. Hafa hinir hraðgóf- uðu ritstjórar Mbl. annaðhvort gleymt því, sem um var deilt eða aldrei skiiið það, nema livorttveggja sé. Tíininn veit ekki til þess að neitt haíi verið um það þráttað, hvað þau lán næmu samtals hárri upphæð, sem ríkið ber ábyrgð á, þegar tekin eru í einu öll lón, sem fengin haía verið inn í landið með tilstyrk rikis- ins, þai' ó meðal til bankastai'fsemi, sbr. ræðu fjórmálaróðherrans, sem birt var í Tímanum. það sem um var deilt, þar það, hvað af skuldun- um liefði farið i rekstursútgjöld rik- issjóðsins sjólfs á hinum ýmsu tím- um og hvað ekki. þess vegna er það mögulegt, þó Mbl. skilji það ekki, að fengnar séu t. d. 15 miljónir inn i landið á einu óri með atbeina rikis- ins, þá séu rekstrarskuldir ríkissjóðs- ins sjólfs ekki nema 11 miljónir, svo að teknar séu þær tölur, sem Mbi. nefnir En fjármólavizka íhaldsins er alltaf svipuð. í útvarpsumræðum í vor um fjórmálin, stóð Ólafur Tliors eins og glópur frammi fyrir lands- lýðnum og gat ekki svarað fyrir spurnum Eysteins skattstjóra af þvi að Ólafur vissi hvorki upp né niður í því, sem um var rætt. Mbl. fetar nú í kosningafótspor Ólafs. Fjörbaugsmennimir. þegai' upp komst um sviknu mæli- kerin á Hesteyri skrifaði Richard Thors langa grein í Morgunblaðið og afsakaði sig og bræður sína með því, að ekki munaði meira en 6% á stærð keranna frá réttu máli. Kvað hann þá Kveldúlfana ekki mundu leggja sig niður við svo lit- ilfjörlega sviksemi, sbr. orðatiltækið „Allt er mikið hjá mér“. Kerin eru nú að vísu svikin um meira en 6%, heigulskapnum. Og aldrei myndi Skúli hafa skriíað undir eitt eða neitt til viðurkenningar Helga Tóm assyni, eftir að hann hafði gert frum- hlaup sitt. Ef til vill er eitt skjal, sem betur en flest annað bregður ljósi yfir sér- einkenni gáfnalags og andlegra á- taka á þessu umrædda dvalatíma- bili. þetta skjal er eftir Guðm. Hannesson. G. H. er að eðlisfari fljótgreindur maður og bóklesinn. Eftir mikla erfiðismuni tókst honum að komast á þing og verða þing- maður Húnvetninga, kosinn með miklum vonum um að hann yrði stór stjarna ó hinum pólitíska himni. Á fyrsta þinginu sem hann sat á, kom í ljós veilan í gáfnafari hans, sama veilan, sem var höfuðeinkenni samtíðarinnar, vöntunin að geta dregið réttar ályktanir aí glöggum lorsendum. þetta gáfnapi'óf var framkvæmt í meðferð hins svonefnda héramáls. Á fyrsta þinginu sem G. H. sat á, 1914, var flutt frv. um inn- flutning ó liérum og friðun þeirra. G. H. var form. í nefnd þeirri, sem fékk þetta vandamól til meðferðar. Hann las mikið um efnið og safnaði heimildum. En því meira sem hann safnaði af vitneskju, því meir bogn- aði greind hans undir þunga rök- semdanna. Hann sýndi fram á, að hérarnir væru afarskaðleg dýr, nær- göngulir í harðindum, nöguðu börk af trjánum, eyddu matjurtagarða, og engar girðingar héldu þeim. Nefndar- ólitið var samfelld röð af sönnun- um móti innflutningi héra á ís- landi, og ekki ein einasta röksemd með, ekki einu sinni það að gott væri at eta héraket. En neíndarálitið endaði með því að lagt var til að þessi skaðadýr væru flutt inn, og á sama veg greiddi G. H. atkvæði um málið. Héraálit G. H. gerði höf. þess kunnan á íslandi, og mun lengi í minnum haft, af óstæðum sem síðar verða greindar. Ef leita skyldi orsaka þessarar en þó að það væri rétt sem Thors- bræðui' halda frain um stærðarmun- inn, þá væri engin alsökun i þvi fólgin. 279 gr. hegningarlaganna mæl- ir svo um, að hver, sem i sviksam- legum tilgangi notar röng eða íöls- uð áhöld, til þess að svikja menn með þeim, skai sæta íangelsi við vatn og brauð ekki skemur én 5 daga eða betrunarhússvinnu allt að 2 árum og ef miklar sakir eru, allt að ö ára hegningarvinnu og er hegn- ingin ekki bundin við neinar ákveðn- ar prósentur. Aftur á móti virðist svo sem Thorsarana hafi rómað eitt- livað i eldri lög, þótt þá haíi mis- minnt um prósentuuppliæðina, því að í fornlöguin íslendinga, sem leggja reísingu við sviknum mælum hversu lítill sem munurinn er, ér svo ákveðið, að só skuli vera sekur fjörbaugsmaður, sem inæli svikur svo muni 5% eða ineira og „svai'i slíku fyrir sem liann liafi stolit jafn- miklu“. * Morgunblaðið og listin. Eg vai'ð forviða af undrun, pr ég fyrir skönmiu vai'ð þess var að Mbl. flutti útdrætti úr dómum nafnkunnra enskra listdómara um listsýningu Kristjáns Magnússonai' í Lundúnum ó þessu liausti, því blaðið hefur hing- að til elcki með neinu móti viljað viðurkenna þennan listamann. Fyrii' nokkrum órum kom Kr. Magnússon liingað til landsins frá Vesturheimi og liafði hann þar hlotið hina beztu dóma um list sina. Málaði hann almikið hér heima og hélt sýn- ingar, en Mbl. var þá ekki alveg á þvi að viðurkenna þennan unga lista- mann. — En Kristjón var stórhuga og hélt til Englands, tií Lundúna og hafði þar fyrstu sýningu sína og fékk hlýlega dóma. Man ég ekki til að Mbl. gæti neitt um þær viðtökur, er sýning hans fékk. En einn listdómur mun hafa komið í Mbl. ura Kristján; var dómui' sá ákaflega niðrandi og var Kristjáni fundið allt til foráttu og talinn einskis nýtur sem málari. Var dómur þessi ekki í sem beztu samræmi við það sem útlendir list- dómarar höíðu ritað um þann hinn sama mann. — En svo kemur að því eins og í upphaíi er nefnt, að Krist- ján heldur, í annað sinn sýningu i Lundúnum á verkum sínum og voru dómarnir þarlendis enn á ný hinir lofsamlegustu. þó loksins kemst það inn i gegnum hinar þykku höfuð- skeljar þeirra Mbl.-mannanna að hér hnignunar í hinni Hafnarlærðu kyn- slóð, ber á fleira en eitt að lita. þekktasti skólamaður íhaldsins liefir játað, að menntaskólinn eins og hann var 1927, væri lakai' útbúinn en 24 af 25 samskonar skólar, er liann kynnti sér í næstu löndum. Unglingarnir komu i þennan van- rækta skóla, lentu síðan til Dan- merkui', þegai' í haldsstefna Estrups hlekkjaði dönsku þjóðina, sem þó hafði orku til að kúga íslendinga og sýna þeim lítilsvirðingu í hvi- vetna. Undir þessum kynlegu upp- eldisóhrifum i lélegum menntaskóla og aftui'haldssömum liáskóla, hjá ei lendri yfirþjóð, þroskaðist sá sólar- gróður, sem átti eftir að fæða af sér mikið af héralegum niðurstöðum i þjóðlífi íslendinga. Viðhorf flestra embættismanna ís- lenzkra, sem fengu þroska sinn á Estrupsöldinni og fyrst á eftir mót- aðist af þessari aðstöðu. Jieir litu upp til Dana og voru um leið hálf- hræddir við þá og menn úr öðrum stærri löndum. þeir voru beygðii' þar. En heima gótu þeii' orðið leið- togar. því sannfærðari sem þessir menn voru um að þeir væru minni fyrir sér en Danir, því fúsari voru þeir til mikillætis og frekju gagn- vart væntanlegum undirmönnum sínum á íslandi. Litlar sálir, sem mæta kúgun í æsku, eru fúsar til að beygja sig fyrir þeim sterkari, en sparka í þann sem talinn er minna- máttar. Nú var horfinn andi Jóns Sigurðs-- sonar og Fjölnismanna. Nú uxu upp í Danmörku lagamenn sem ekkí þráðu að fylgja ráði hins mikla skálds Fjölnismanna. þá langaði ekki til að ganga með karlmannshug að ströngu staríi. þeir höfðu ekki allir neitt verulega sterka löngun til að styðja sig með dug við lagasverð- ið og allra sízt að það skildi vera bjart. Nokkrir þessara manna sýndu síðar með afskiftum sínum af fé ekkna og munaðarleysingja, að þó langaði ekki heldur til að miðla af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.