Tíminn - 06.02.1932, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.02.1932, Blaðsíða 4
ao TÍMINN Góð bújörð óskast keypt / >vw‘* , á Suðurlandi (á svæðinu frá Snæfelisjökli til Eyjafjallajökuls). Tilboð með öllum upplýsingum um jörðina, svo og verð og greiðsluskilmála, sendist í lokuðu umslagi í afgreiðslu Tímans fyrir 20. apríl, merkt „Bújörð“. “• i—;n'. . - Kandidatsstaða á Landsspítalanum verður laus 1. apríl næstkomandi. Staðan er til 1 árs, 6 mán. á lyflæknis- og 6 mán. á handlæknisdeild. Umsóknir sendist stjórn spítalans fyrir 1. marz 1932. STJÓRN SPÍTALANS. Frh. af 1. síðu. oftast verið nokkuð óvægilegar. Tvennt er það þó einkum, sem telja má í mesta máta átöluvert í því sambandi. Annað er hin margendurtekna og fávíslega tregða atvinnurekenda í því að viðurkenna verkamannafél. sem samningsaðila. Þessháttar þverúð er 'vitanlega alveg tilgangslaus og kemur atvinnurekendunum ekki að neinu haldi, þegar til lengdar lætur. Hinsvegar hafa íslenzkir verkamenn nú síðustu árin sýnt ófyrirgefanlegt ofur- kapp í því, að nota viðkvæma augnabliksaðstöðu, til að knýja sín mál fram til sigurs. Slíkar tiltektir eru næsta hæpnar, og vafasamur hagur að þeim til frambúðar fyrir þá, sem slíkum vopnum beita. Áreiðanlega væri það öllum fyrir beztu í þessu landi, að hægt yrði, og það fremur fyr en síðar, að losna við eða a. m. k. hindra að meira eða minna leyti, ýmsa stærstu agnúana, sem nú eru á baráttuaðferðum, og jafnframt að finna leiðir til lausna á vinnu- deilunum almennt á auðveldara hátt og óskaðvænna en nú er. Og nú ætti að vera tími til kominn að -hefjast handa í þessu efni, og byggja þar á reynslu annara þjóða, jafnhliða okkar eigin 'reyiisiu og tilliti til ís- lenzkra staðhátta. Hvað á að gjöra? Það er sýnilega tvennt, sem nú á næstunni verður að gjöra í þeim tilgangi að draga úr því böli, sem vinnudeilurnar leiða yf- ir þjóðfélagið. I fyrsta lagi verður að vinna að því, að meðal atvinnurekenda og verkamanna komist á það skipulag, sem gjörir þeim mögu- legt að gjöra út um deilumál sín í heild og á friðsamlegan hátt, án þess að til vinnustöðvunar þurfi að koma. Þar gæti reynsla Eng- lendinga verið okkur hollur skóli. í öðru lagi þurfum við að eign- ast skynsamlega og hóglega lög- gjöf, sem kveður á um, hvað lög- legt sé og ólöglegt í vinnudeilum og gjöri ráð fyrir þeirri íhlutun af hálfu hins opinbera, sem nyt- samleg hefir reynst hjá öðrum þjóðum. Hér að framan hefir verið gjörð grein fyrir því helzta, sem aðrar þjóðir hafa reynt í þessum efnum. Þær ráðstafanir, sem þar ef . hann gœti prédikað fagnaðarei'- indi sitt íyrir stórþjóðunum. Allmikl- ir erfiðleikar eru þó á þeirri leið, einkurn ef stór skólabörn fengju að heyra vísindin. Á Norðurlöndum vita bömin að Haraldur hárfagri, Hákon sonur hans, Ólafur Tryggvason, Ól- afur helgi, Haraldur harðráði, Magn- ús góði, Sverrir, Kristján IV. og allir herkonungar Vasaættarinnar tóku sjálfir ákvarðanir um styrjaldir og gengu i fylkingarbrjósti. í Englandi vita börnin um Cromwell og í þýzka- laridi um Frikrik mikla. Um Napó- leon er vitað, að hann tók ákvarðanir um marga styrjöld og var peisónu- lega „undir eldi“ a. m. k. í annari hverri orustu, bæði sem ræðismaður og keisari. En þó að skólabörnin viti þetta, þá sýnist það ekki snerta sál heiinspek- ingsins. Hann heldur vonglaður út i krossferðina til að afst.ýra styrjöldum með jafnmiklu trúnaðartrausti og þórður sýnir við að svelta geðveika menn og Páll við að laga sagnfræð- ina með beinum yfirheyrslum á dauð- um mönnum. Matthías þórðarson vann sína frægð i „byltingu" íhaldsins síðast- liðið vor, sem stjómlagafræðingur. þegar Jón þorláksson og lið hans var vonlaust um að geta myndað ihaldsstjórn með Gunnari á Selalæk og sócialistum, þá datt þvi í hug að fá konunginn hingað heim til að koma Framsóknarstjóminni frá og ihaldinu að. Matthías hafði verið fylgdarmaður konungs í fyrra og treysti á lconungsvináttu sína, og sím- ar til Kristjáns X. að nú skuli hann skakka leikinn og koma heim hið snarasta. Blöð íhaldsins höfðu bann- er um að ræða eru þessar helzt- ar: 1. Samvinna milli aðila sjálfra, með launanefndum, sáttanefndum eða gerðardómum, sem, með hagsmuni umbjóðenda sinna fyr- ir augum, sporna við því að lagt sé út í baráttu, sem hvorugur að- ilinn getur haft neitt upp úr nema skaða. 2. Samkomulag milli félaga at- vinnurekenda og verkamanna (sem líka gæti verið lögákveðið) um lögmæti vinnustöðvunar yfir-- leitt, hve mikið atkvæðamagn í stéttarfélagi skuli vera nauðsyn- legt til þess að hefja vinnustöðv- un og með hve löngum fyrirvara vinnustöðvunin skuli tilkynnt. 3. Lögákveðinn gjörðardómur, sem dæmi um, hvenær vinnu- stöðvun sé lögmæt og um ágrein- ing, sem rís út af gjörðum samn- ingum, (en hefir hinsvegar ekki úrskurðarvald um launakjör, þeg- ar deila rís í sambandi við nýja samninga). 4. Lögskipaður sáttasemjari, sem af hálfu hins opinbera miðlar málum milli deiluaðila, í þeim til- gangi að koma á frjálsu sam- komulagi milli þeirra. 5. Lögákveðinn rannsóknarrétt- ur í vinnudeilum, sem hefir vald til að krefja hlutaðeigendur um allar upplýsingar, er að deilunm lúta, og birta þær síðan opinber- lega, í því skyni að láta almenn- ingsálitið hafa áhrif á úrslit deilunnar. 6. Lögákveðinn dómstóll í vinnudeilum, sem hefir vald til að kveða upp bindandi úrskurði um launakjör. Allar þessar ráðstafanir hafa gefizt vel, og haft mikil áhrif, að einni undantekinni. Dómstólarnir með úrskurðar- valdi um launakjör hafa reynzt illa. Þeir hafa víða mætt mót- spyrnu' bæði frá vinnuveitendum og verkamönnum, og það hefir verið ómögulegt að fá verka- mennina til að hlýða þeim, þeg- ar á reyndi. Hér á landi hefir ein af þess- um aðferðum verið reynd. Það eru lögin um sáttatilraunir í vinnudeiium, sem samþykkt voru á þinginu 1925, hafa gefizt vei og notið hylli allra hlutaðeigenda. Framsóknarflokkurinn og vinnudeiiurnar. Sá hluti þjóðarinnar, sem skip- sungiö forsætisráðherra fyrir að leggja til við konung að leysa upp þingið, og þau höfðu ráðist á konung fyrir að gera skyldu sína. En sanii fiokkur sendir Matthías inn um bak- dyr konungshallarinnar til þess að hann, ábyrgðarlaus og umboðslaus með öllu geti lokkað konung til íslands í því skyni að fella frá völd- um löglega stjórn og koma ólöglegri stjórn að. Matthías liafði engan rétt til að blanda sér i gerðir konungs sem em- bættismanns íslenzku þjóðarinnar. Konungur virðist hafa tekið bak- tjaldamakki Matthíasar með fálæti, sem við átti. En sökum áfergju þeirr- ar sem Matthías sýndi i að koma er- indi ílialdsins á framfæri, bar óvenju mikið á því í Kaupmannahöfn, og var lieimskuflan hans iiaft að at- hlægi og varð lionum og flokki lians til stórrar minnkunar. Brot Matthías- ar var i því fólgið, að reyna með lirekkjum og lævísi í skjóli konungs- valdsins að hafa áhrif og koma íram fynr landsins hönd, þar sem rtkisstjórnin ein hafði umboð til að starfa. í öllu þessu atferli kom frain sama hugsunarvillan og hjá G. H. í álitinu fræga. það er alveg sama hvar tekið er á verkum „leiðtoga" þeirra, sem vax- íð höfðu upp á umræddu liarðinda- tímabili. Undir stjórn J. M. og Jóh. Jóh. var lögreglan í Reykjavík kúguð og fyrirlitin. Helzta starf hennar var að bera út reikninga og flýja með Jóni Kjartanssyni. þó að óknytta- menn bæjarins hræktu á lögregluna fékk hún enga vemd hjá yfirvöldun- um. Hegningarhúsið var í svo aumu ástandi að hraustir menn gátu ar sér í Framsóknarflokkinn, hefir haft þá sérstöðu, að vera tiltölulega litið riðinn við vinnu- deilumar í landinu á undanförn- um árum. Flokkurinn á upphaf sitt í sveitunum, og þar er enn meginþorri hans. Á síðustu árum hefir að vísu fylgi flokksins í kaupstöðum vaxið óðfluga. En það fólk, sem hnigið hefir til fylgis við Framsóknarflokkinn þar, stendur yfirleitt ekki í fremstu röð í vinnudeilunum. Flokkurinn hefir því ennþá sömu aðstöðuna og hann hefir alltaf haft, að geta litið óhlutdrægt á baráttuna milli atvinnurekenda og verkamanna í kaupstöðunum og slegið á öfgarnar til beggja handa. Þessi aðstaða Framsóknar- flokksins hefir haft góð áhrif hingað til. Það voru tveir Fram- sóknarmenn, sem fluttu frum- varpið um sáttasemjara á þing- inu 1925. Og í vinnustöðvuninm miklu í ársbyrjun 1929 var það forsætisráðherra Framsóknar- ilokksins, sem með áhrifum sín- um og samningalægni tókst að binda enda á hina kvíðvænlegu déilu og tryggja vinnufriðinn á 50 gufuskipum í þrjú ár. Undaníarið, og sérstaklega nú á síðasta ári, hafa af andstöðu- flokkum Framsóknarflokksins, bæði til hægri og vinstri, verið gjörðar talsvert harðar ogr'Ttrek- aðar tilraunir til að draga bænda- stéttina inn í þá ógæíusamlegu baráttu, sem á sér stað milli hinna stríðandi stétta við sjávar- síðuna. Af hálfu Mbl.-Iiðsins hef- ir verið reynt að lauma þeirri meinlegu villu inn hjá bændum, að þeir eigi samleið í atvinnu- málum með stórútgerðarmönnum og kaupsýslubi'öskurum Reykja- víkur. Þessa kenningu hafa í- haldsmenn Rvíkur boðað á sama tíma sem þeir hafa talið eftir hátt og í hljóði hvern eyri, sem lagður hefir verið fram úr ríkis- sjóði til að leggja vegi og síma, rækta tún eða bæta að öðru leyti atvinnuskilyrði bændanna. Á hinu leytinu hafa foringjar verka- manna nú á síðustu tímum sýnt sig í furðulegri og næsta fávís- legri ái'eitni við ýms af sam- vinnufélögum bændanna. Sumir þessara manna virðast haldnir af þeirri blindni, að kaupfélögin séu venjulegir vinnuveitendur, sem berjist við verkamennina um arðinn af aflanum eins og misst. þar heilsuna á nokkrum mán- uðum. En í þessu sama húsi störf- uðu þeir sem dómarar, ár eftir ár, Jóh. Jóh., Páll Einarsson og Eggert Briem. Enginn þeirra virðist hafa látið sér koma i hug hver voru kjór þeirra manna, sem þeir í nafni i'étt- vísinnar dæmdu til að búa i þessari hræðilegu vistarveru. Einn af þessum dómurum sat á þingi og þagði, þar til aðrir beindu ljósi inn í myrkva- stofu þeirra. En Páli og Briem virð- ast aldrei hafa séð ástæðu til þess að benda stjórn og þingi á þá eymd þjóðfélagsins, sem fólst undir dóm- sölum þeirra. Smátt og smátt virðist þetta ein- kennilega sálarástand „leiðtoganna1 hafa náð til liðsmannanna. Reykjavík hefir verið „tilraunabær" í höndum þessarar manntegundar. í nálega mannsaldur hefir Knútur Zimsen ver- ið höfuðsmaður þessa kynþáttar í bænum, og liaft óslitinn meirahluta. I öll þessi ár liefir liver einasti mað- ur í bænum vitað að borgarstjói'inn var hluthafi i þeirri verzlun, sem bærinn skipti einna mest við. Og um nokkur undanfarin ár hefir það verið skjalfest að sami borgarstjóri, sem mun hafa um 20 þús. kr. í laun, fær nokkur þúsund krónur árlega frá út- lendu gróðafélagi, sem bærinn trygg- ir hjá fyrir eldsvoða. það er öldungis víst, að í engu germönsku landi myndi boi'garstjóri í höfuðborg vera endurkosinn, ef bæjarbúar vissu að hann hefði ekki þroskaðri vclsæmis- smekk en þessar staðreyndir bera vitni um. Hér hefir verið gerður lítilsháttar „þverskurður" til að skilja gáfnafar, menntun og hugsjónir mikils hluta togarafélögin í Rvík. En undar- legt má það virðast, ef meirihluti verkamanna lætur sér ekki skilj- ast það, að kaupfélögin eru ekk- ert annað en sjálfbjargarviðleitni bændanna, viðleitni til þess að hafa lífsnauðsynjar til hnífs og skeiðar upp úr sinni eigin vinnu, á sama hátt og samtök verka- mannanna í eðli sínu eiga að miða að því að sjá um, að þeir fái að njóta sæmilegs árangurs af striti sínu. Þrátt fyrir þetta er andstæð- ingum Framsóknarflokksins al- veg óhætt að spara sér allar von- ir um, að sveitafólkið muni láta fleka sig inn í hjaðningavíg kaup- streitunnar við sjávarsíðuna. Framsóknarflokkurinn munu eins og hingað til skilja sitt hlutverk, að standa á verði gegn því að forsj árlaus atvinnubarátta verði látin leiða þjóðina út í ófarnað. Framsóknarflokkurinn er þess al- búinn að taka á þessum málum með þeirri óhlutdrægni og festu, sem með þarf, og vekja ofur- kappsmennina til skilnings á því, að þolinmæði þjóðfélagsins er ekki og á ekki að vera ótakmörk- uð. Öryggið í landinu. Auk þess almenna tjóns, sem vinnudeilurnar á síðustu árum hafa haft í för með sér, vekjast upp í sambandi við þessa bar- áttu önnur umhugsunarefni, sem ekki eru síður alvarleg — við- burðii', sem í sambandi við önn- ur samskonar atvik undir öðrum kringumstæðum, verður að taka til opinberrar íhugunar. í sambandi við hina pólitísku og atvinnulegu baráttu í bæjun- um hafa nú á síðustu tímum verið framdar ýmsar þær tiltekt- ir, sem lýsa nokkuð lítilli ábyrgð- artilfinningu hjá sumum þeim mönnum, sem fæddir eru með þá þungu og vandfylltu skyldu, að vera borgarar í lítilsmeganda af þeirri stétt, sem liefir talið sig borna til forustu frá því um 1880 og íram undir lieimsstyrjöldina. Menn sjá uppeldisálirifin lieima fyrir og erlendis, viðhorfið til konungsvalds- ins, annarsvegar miðaldalega auð- i mýkt, hinsvegar frekju að misnota | embætti konungs þar sem því mætti við koma. Menn sjá brotasilfur hugs- unarinnar i öi'ugum ályktunum mið- að við forsendui', i „vísinda“-upp- götvunum, sem börn geta hrakið, 1 bjánalegum útskýringum á lífi dá- inna manna, í vandræðalegri feimni frannni fyrir útlendingum, í undar- lega grimmu tilfinningarleysi með varnarlausum olbogabörnum þjóðfé- lagsins og í værum svefni lítil- mennskunnar gagnvart mistökum valdhafa, sem sýna eigingirni í um- iioðsstarfi fyrii' almenning. En þegar betur er að gáð, þá er einmitt í þessu almenna ástandi mik- 'il afsökun fyrir hvern einstakling. Samtíð Fjölnismanna og Jóns Sig- urðssonar stækkaði leiðtogana og gerði meðalmennina meiri en meðal- menn. Á sama hátt tókst hinni and- legu hallærissamtíð að draga úr og minnka enn meir, það sem lítið var í byrjun. Hugsunarháttur héramáls- ins stendur eins og táknmynd yfir miklu af ályktunum og ráðsmennsku tímabilsins. Framh. n. JOrðtn Gýgjarhólskof í Biskupstungnahreppi fæst til á- búðar í næstkomandi fardögum. Jörðin er þurlend. Allar slægjur út úr túninu. Mjög góð ræktun- arskilyrði. Matjurtagarðar ágæt- ir. Bílvegur heim í tún. Semja ber við Margréti Guðniundsdóttur Gýgjarhóli. og ungu ríki, sem lítil tök hefir á að vernda lagalegan rétt þjóð- félagsins gegn hnefarétti þeirra einstaklinga, sem telja sér sæm- anda, að taka sér til fyrirmynd- ar, þau þroskastig mannanna, þegar hnefarétturinn var hinn æðsti réttur. Tíminn benti á það síðastliðið vor — og lagði á það þunga á- herzlu — að aðgerðir íhalds- flokksins í Reykjavík margar hverjar, þá, sem , þingmenn flokksins báru ábyrgð á, myndu geta orðið óheppileg fyrirmynd, þegar næsta stóra vinnudeilan skylli yfir þetta land. Þrátt fyrir þá aðvörun var al- þjóð manna vitni að því, að pré- dikuð var í íhaldsblöðunum og af áberandi mönnum bylting — að hætti kommúnista .— í landi, sem engan her á til að vernda ríkisvald sitt eða stjórnarskrá. Það er býsna kátleg ráðstöfun forlaganna, að maðurinn, sem að- allega stóð fyrir þessum skrifum, skuli nú fyrir nokkrum dögum hafa þurft að þiggja lögregluað- stoð til þess að forða honurn frá nærgöngulum kommúnistum, sem gjarnan vildu framkvæma „bylt- inguna“ eins og íhaldsmaðurinn sjálfur hafði kennt. Það er vitanlega bersýnilegt hverjum manni, að ef framhald á að verða af þeim atburðum, sem gjörst hafa í Keflavík, Vest- mannaeyjum og Reykjavík nú síðasta mánuðinn, þá er þar um bein fjörráð að ræða við ís- ienzkt sjálfstæði, því að íslenzka þjóðin hefir ekki gjört ráð fyrir þeim öryggisráðstöfunum, sem aðrar þjóðir hafa við hendina til að framfylgja sínu ríkisvaldi. Tíminn hefir ávalt verið þeirr- ar skoðunar, að fólkið á Islandi væri svo mannað öðrum fremur, að rangt væri að vantreysta því til að mynda sjálft nægilega trausta skjaldborg um lögin í landinu og að vernd almennings- álitsins væri hin bezta vernd. Þess vegna var Tíminn á móti ríkis- lögreglufrumvarpi íhaldsins sæll- ar minningar og er enn. Og þó aö ýmsir atburðir síðustu daga séu ekki friðvænlegir, er þess að vænta í lengstu lög, að öfgaflokk- arnir hliðri sér hjá að gjöra þess- háttar verndarráðstafanir óhjá- kvæmilegar. Tíminn vill ennþá treysta því til fullnustu, að al- menningsáitið fordæmi hvem þann .mann, sem gjörist friðrofi innan þessa varnarlitla þjóðfélags, og að sú fordæming muni reynast þess megnug að halda niðri hnefaréttinum í þessu landi. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Mímisveg 8. Sími 1245. Prentsm. Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.