Tíminn - 05.03.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.03.1932, Blaðsíða 2
36 TlMINN nefndum Alþingis með tilmælum um frekari aðgerðir af hálfu lög- gjafarvaidsins. Verður nánar skýrt frá efni þessa frv. um það leyti sem það eða tillögur í sö mu átt verða lagðar fram á Alþingi, sem vænt- anlega verður innan fárra daga. ----o_--- A viðavangi. prjátíu op þrjár miljónir. ílmldið veit, að ýinsir af lielztu mönnum þess hafa sukkað frá l)önk- unum 33 miljónum, er hvergi sér stað. Til að brciða yfir töp sín ljúga þeir samskonar éyðslu upp á ba;nd- ur. Síðustu daga hafa Mbl.-menn fyllt Rvík með sögum um að Sam- bandið ætlaði að biðja um ríkisá- byrgð á 20 miljónum, en kaupfélögin sjálf um samskonar ábyrgð á 13 miljónujn. Samtals 33 miljónir. Ó- þarft að geta þess, að engum sam- vinnumarmi liefir dottið í hug rík- isábyrgð á svo mikiu sem 33 aurum fyrir samvinnufélögin. Flótti Jóns JJorlákssonar. Viðbúið er að þórarinn á Hjalta- bakka verði bráðlega kvaddur tii þingsetu, með því að Jón þorl. legg- ur á flótta úr deildinni í iivert sinn sem þingskrifari sá, er Jón telur andstæðing sinn í landsmálum, tek- ur að vinna sitt umsamda starf í deildinni. Múhameðstrúarmenn hefja tímatal sitt frá þeim tíma þegar for- kólfur þeirra, falsspámaðurinn Mú- liameð, flýði úr ættborg sinni. íhald- ið ætti á sinn hátt að minnast fiötta formanns sins, með því að miða aldur flokksins við fyrsta flótta hans í vetur. Konsúlavínið og Ísleiíur Briem. Alveg eins og ihaldsmenn vilja breiða yfir skuldatöp bankanna ;i þeirra mönnum, með því að búa til skemmtilegar sögur um að kaupfé- lögin þurfi ríkisábyrgð á tugum miljóna, þannig fói-u þeir að í á- fengismálunum. í haust komst upp um Isleif Briem, áður skrifara hjá íranska ræðismanninum, að hann hefði fengið áfengi með óleyfilegu móti, undir nafni ræðismannsins. Isleifur þrætti fyrir brot sitt í fyrstu, en ræðismaður þurfti leyfi stjórnar sinnar til að geta gefið skýrslu til dómstólanna. Hann fékk leyfið og lagði fram gögn í málinti, sem hreinsuðu hann en sönnúðu sekt skrifarans, enda fór svo, er Briem sá livernig komið var,' að hann með- gekk þegar í stað brot sitt. I-Iafði hann stungið undir stól bréfum frá ræðismanninum, er honn ritaði bréf til stjórnarinnar, þar sem hann bað Jarðareígn og jarðarafnot. i. Fyrir aldarfjórðungi síðan, var sú skoðun ríkjandi hér á landi, að það væri nauðsýniegt, að bændurnir, sem byggju á jörðunum, ættu þær. Hver bóndi átti að eiga sina jörð, allir áttu að verða sjálfseignarbænd- ur. Eignarréturinn, með voninni um hækkanda verö á jörðinni, fyrir hverja umbót, er hún féklc, átti að knýja fram og þroska eigingimina, og það átti að verða til þess, að meira væri gert að varanlegum framtíðar um- bótum á jörðinni. Vegna þessa hugsunarliáttar urðu lögin um sölu þjóð- og kirkjujarða til. þau voru samin af góðum hug til bændanna, en þau voru byggð á al- gerum misskilningi, og hafa gert bændastéttinni meiri bölvun en marg- an grunar. En þau urðu til þess, að jarðirnar sem það opinbera átti, voru seldar. Borgúnárskilmálar voru .mjög góðir, og verðið lágt, og þætti það ekki nógu lágt, voru látin fara frain yfirmöt. Og nú er svo komið, að til- tölulega fáar jarðir eru eftir óseldar, en þó samt enn nægilegt, tii þess að hægt er að snúa frá villunni, og koma góðu skiþulagi á jarðeignina í Iandinu, ef menn skilja sinn vitj- unartíma, og láta ekki „fljóta sofandi að feigðarósi". II. það takmark, sem átti að nást með Framsóknarfélag Reykjavikur Fundur verður haldinn í Sambandshúsinu á miðvikudaginn kemur kl. 8V2. HANNES JÓNSSON dýralæknir hefur umræður um iðnaðarmál og leggur fram álit iðnaðarnefndar. FÉLAGSSTJÓRNIN. ^ um vernd gegn því að óviðkomandi menn flyttu inn vín á nafni hans. En'nfremur hafði ísleifur búið til bréf og ritað nafn ræðis- mannsins undir. Sekt hans er þess- vegna fullsönnuð. — Tvennt er merkilegt við vinmál þetta. Annað er það, að þetta konsúlavín, sem geymt var í kjallara póstmeistara, virðist að einhverju leyti hafa geng- ið til að ölva íhaldsskrílinn í þing- rofsvikunni i fyrravor. Hitt atriðið er það, að íhaldið liefir dreift þeim orðróm út um land, að landstjórnin ætlaði að hilma yfir brotið, af þvi að einhverjir Framsóknarmenn hefðu verið Isleifi samsékir. íhaldið beitir alltaf þessari sömu aðferð, að reyna að breiða yfir afbrot sinna manna með því að búa til vísvit- andi lygasögur um andstæðinga sina. B. P. Vinir alþýðunnar. Jón Baldvinsson foringi Alþýðu- flokksins hjálpar nú Jóni þorláks- syni til að flytja stjómarskrárbreyt- ingu á Alþingi í því skyni að hnekkja „bændavaldinu". Segja sum- ir, að J. Bald. eigi að halda uppi svörum fyrir nafna sinn fyrst um sinn, þegar þingskrifarar stökkva honum á brott úr deildinni. Allt er þetta í minningu hveitibrauðsdag- anna sælu á siðastliðnu vori, þegar Olafur Tliors stóð á Alþingissvölun- um og kallaði út yfir mannfjökl- ann; Nú tökum við Héðinn Valde- marsson höndum saman. En til eru frá þeim vetri ýmsar aðrar myndir af „vinum alþýðunnar". Ein er sú, þegar Eggert Claessen fvrir skömmu síðan „leið út af“ á lögfræðinga- fundi undir fyrirlestri hjá Helga Tómassyni og heyrðist endurtaka töl- una 15 í sífellu í svefnrofunum. Skýring þessarar dularfullu tölu var sú, að Claessen var þá í þann veg- inn að taka út 15 stefnur á Alþýðu- samb. En í dag er C.Iaessen „vin- ur alþýðunnar" og lætur safna und- irskriftum reykvískra verkamanna tii að koma fram kjördæmaskipun ílialdsins. -----0----- Sænsk-íslenzka félagið í Svíþjóð hefir í vetur gefið út prýðilega bók, um 100 bls. að stærð, með ýmsum rítgjorðúm viðkomandi íslandi og sænsk-islenzkum málefnum. Bókin liefst á stuttum fonnála eftir próf. Wessen,' formann sænsk-íslenzka fé- lagsins. þá er grein eftir Jónas Jóns- son ráðherra um sænsk-islenzkt menningarsamstarf. Próf. Jón Ilelga- son i Khöfn ritar tvær greinar, aðra urn íslenzkar bókmenntir á siðara hiuta 15. aldar og hina um íslenzka málþióun frá dögum Odds Gott- skálkssonar til Fjölnismanna. Dag Strömbáck málfræðingur skrifar um islenzka þjóðtrú. þá er þýðing af sögu eftir Jón Trausta: „í fjörunni". Síðasta ritgcrðin er ræða um ísland, sem Ivar Wennerström ríkisþing- maður flutti á aðalfundi sænsk-ísl. félagsins 28. sept. sl. Segir höf., að íslendingar hafi framkvæmt bók- menntalega endurreisn um aldamót- in 1800, pólitíska endurreisn um miðja 19. öld, og nú sé verið að framkvæma endurreisn í atvinnu- og verzlunarmálum með forgöngu Framsóknarflokksins. Bókin mun hafa verið send ýmsum íslenzkum blöðum. Hefir Mbl. brugðist fremur illa við, og lireytt ónotum í sænska félagið. Er illl og ómaklegt, að hegða sér svo, þegar íslandi er sýnd vinsemd, og verður Mbl. vitanlega að una því þó að einhver af verkum Framsóknarflokksins kunni að vekja rneiri eftirtekt er- lendis cn bautasteinar íhaldsins. ------------o--- Aíþingi. Fátt hefir enn gerzt. í þinginu, er tíðindum sæti. Ýms ný frumvörp hafa komið fram til 1. umræðu og vcrið vísað til nefnda, en nefndirnar eru eigi farnar að afgreiða eða skila frá sér málum svo að teljanda sé. I-Iér verða talin ýms þeirra mála, sem flutt voru síðastl. viku: 1. Samgöngmnálanefnd Nd. flutti frv. um heimild handa atvinnum.rh. til að veita Transamerican Airlines Corporation leyfi til loftíerða á ís- landi o. fl. — Leyfið skal gilda til 75 ára frá dags. þess að telja, og fyrstu 15 árin af leyfistimanum má enginn annar Bandarikjaþegn lialda liér uppi loftferðum ínilli íslands og annara landa með póstflutning og farþega fyrir borgun. Ákveða má í leyfinu að réttur leyfishafa sam- kvæmt því skuli fallinn niður, liafi hann eigi komiö á föstum loftferðurn milli íslands og annara landa fyrir árslok 1936. Leyfishafa skal og heimilt að lialda uppi loftferðum innanlands til flutninga á mönnum eða varningi fyrir borgun. Verði öðru félagi veitt einkaleyfi til þess síðar, fellur niður réttur leyfishafa til þess samtímis. það hefir áður veiið skýrt nokkuð frá þessu máli hér í blaðinu samkvæmt viðtali við hr. Guðmund Grimsson liéraðsdómara frá Norðui- Dakota, scm hér er staddur fyrir hönd flugfélagsins til þess að sen.ja um málið við stjórn og þing. 2. Meirilil. fjárhagsn. Nd. flytur frv. ríkisskattanefnd eftir beiðni íjár- málaráðh. Nefndina eiga að skipa 3 menn og 2 varamenn, er tæki þar sæti i forfölluin aðalmanna. Fjár- málaráðh. skipar menn í nefndina til 6 ára þannig, að einn nefndarmaður fer frá annaðhvert ár. Einn nefndar- manna skal hafa þekkingu á land- búnaði og annar á sjávarútvegi og viðskiptum. Nefndin á að úrskurða útvegi og viðskiptum. Nefndin á að úrskurða kærur út af úrskurðum yf- irskattanefnda um álagningu tekju- og eignaskatts og útsvara. í 2. lagi á nefndin að hafa eftirlit með störfum skattanefnda, skattstjóra og yfir- skattanefnda. Nefndin eða umboðs- menn hennar skulu og yfirfara skattaskrár og framtalsskýrslur. Skulu nefndarmenn eða þeir er liún kveður til þess ferðast urn á milli skattanefnda í þessu skyni, þegar ástæða þykir til. Fjármálaráðh. ákveður þóknun ríkisskattanefndar, er greiðist úr ríkissjóði. — í greinar- gerð frv. er sagt að milliþinganefnd- in í tolla- og skattamálum, sem starfaði á síðasta kjörtímabili, hafi óskipt verið þeirrar skoðunar, að slík nefnd væri nauðsynleg, enda tók hún ákvæði um nefndina upp í frum- vörp þau, er hún flutti. — í lögum um útsvör frá 1926 er ákveðið, að æðsta úrskurðarvald um útsvarskær- ur sé hjá atvinnumálaráðuneytinu, þangað til landsyfirskattanefnd verð ur sett á stofn. Nú á ríkisskatta- nefndin að fá þetta úrskurðarvald. . 3. Frumv. til ábúðarlaga flytja þeir enn Jörundur Brynjólfsson og Bernharð Stefánsson. Hcfir það áður verið flutt á þremur þingum, en eigi hlotið afgreiðslu. Nokkrar breytingar hafa nú verið gerðar á frumv., og þar á meðal tekið að nokkru tillit til breytingartillagna þeirra, er land- búnaðarnefnd Nd. flutti við frv. í fyrra. 4. Frumv. um kartöflukjallara og markaðsskála í Reykjavík flytur landbúnaðarneínd Nd. Er það áður kunnugt frá síðasta þingi. Meðmæli frá Búnaðarfél. ísl. og Búnaðarþingi fylgja þessu frumv. 5. Frumv. um nýbýli flytur Jör. Brynjólfsson. Var það einnig flutt á siðasta vetrarþingi, en dagaði uppi. Frumv. er nú flutt óbreytt að öðru en því, að í ákvæðum um stundar- sakir er heimilt að fresís. greiðslum úr rikissjóði er frv. geri\ ráð fyrir. 6. Frumv. um innflutning á kar- töflum o. fl. flytur landbúnaðarnefnd Nd. Frumv. þetta er sniðið eftir frv. um sama efni, cr afgreitt var frá síðasta Búnaðarþingi. Miðar það að því tvennu, ag örva menn til aukinn- ar kartöfluræktar og greiða fyrir markaði á þeim innanlands. í 1. gr. frv. er ákveðið, að þann hluta hvers árs, sem nægar birgðir eru fyrir í landinu, að dómi Búnaðarfél. ísl., af innlendum kartöflum, er bannað að flytja inn kartöflur frá öðrum lönd- um. Atvinnumálaráðh. skal auglýsa bannið 3 vikum áður en það hefst. 1 4. gr. frv. er atvinnumálaráðherra lieimilað að greiða allt að helmingi flutningskostnaðar með skipum rílc- isins á kartöflum frá þeim héruðum, sem aflögufær eru, til þeirra lands- hluta, sem verða að kaupa þær að. Er þetta kreppuráðstöfun, sem á að hvetja þjóðina til þess að búa að sínu. 7. Frumv. um breytingu á fátækra- lögum flytja Magnús Torfason, Jón •Tónsson og Ingvar Pálmason, þar sem ákveðið er að eftir 16 ára aldur geti hver sá, sem liefir íslenzkan 1 íkisborgararétt, unnið sér fram- færslurétt í þéirri sveit, er hann hefir dvalist í 2 ár samfleytt,. eða haft löglegt heimilisfang, enda hafi liann eigi þegið endurkræfan sveitarstyrk á þeim missirum. í greinarg. frv. segir: Enn vill það mjög við brenna, að sveitarfélög, þaðan er miklir fólks- ílutningar eru, verða illa úti, sakir þess, að þau fá þungar búsifjar af fluttu fólki, er þar á framfærslurétt, samkvæmt gildandi lögum. En tekjur þeirra rýrna með fólksfækkuninni, svo að þau mega sízt við slíkurn sendingum. 8. Frumv. til stjórnskipunarlaga um breyt. á stjórnarskránni flytja Jón þorl., Jón Bald. og Pétur Magn. í Ed. það eru fulltrúar íhalds- flokksins og Alþýðuflolcksins, sem störfuðu í milliþinganefnd um kjör- dæmaskipunina. Er það að mestu samlilj. því frv. um stjórnarskrár- breytingu, sem ihaldið flutti á síð- asta þingi og kunnugt er orðið. Aðal- ákvæði frv. eru þau, að hver þing- flokkur fái þingsæti í samræmi við lieildaratkvæðatölu flokkanna við al- mennar kosningar og tala þingmanna er óákveðin. Varaþingmenn skulu kosnir samtimis og þingmenn. Kosn- ingarréttur skal bundinn við 21 árs aldur. Frumvarpið virðist vera sam- eign ílialds- og Alþýðufloklcsins; og fylgir þvi nefndarálit íhaldsfulltrú- anna í kjördæmanefnd, og fylgirit eítir Jón þorláksson. Grein P. Z. neðanmáls í blaðinu er rituð fyrir rúmum mánuði. sölu þjóð- og kirkjujarðanna, að allir bændur yrðu óðalsbændur, hefir ekki náðst, og það næst aldrei. það eru í dag öriitlu íleiri sjálfseignarbændur en' það voru þegar lögin voru sam- þykkt. Og margir þeirra, eru ekki cigendur að jörðinni nema að nafn- inu til. Ástandið, hvað þetta snertir, er ákaflega' misjafnt í sýslunum. Enn eru ínargir einstaklingar, sem eiga margar jarðir hver, og byggja þær öðrum. Bændur eru til, sem eiga á milli 10 og 20 jarðir, og margir kaup- staðarbúar eiga jarðir um allt land. Sumar eru þær byggðar öðrum, sum- ar hafðar að lótaskinni, með úti- búskap, sem hvorki er nytjanda til sóma né viðkomanda sveitarféiagi til uppbyggingar. Loks eiga nokkrir er- lendir menn jarðir, og rennur af- gjald þeirra burt úr landinu. Af þessu er það augljóst, að því fer mjög fjarri, að allir bændur séu sjálfs.eignarbændur. Enn er um helm- ingur allra bænda landsins leiguliðar. En þó það hafi ekki heppnaSt og muni aldrei heppnast, að gera alla bændur að sjálfseignarbændum, þá verður því ekki neitað, að það hefir ýtt undir framkvæmdir til umbóta á þeim jörðum, sem komizt hafa í sjálfsábúð. E11 þetta stafar meira af af því, að til þessa tíma hefir tekizt að búa svo að leiguliðum, að lítt er sæmandi siðaðri þjóð. þeir búa enn við þau kjör, að þeirn hefir beinlínis verið haldið frá því að gera jarða- bætur. Og vegna þess að það hefir verið vanrækt að skapa þeim viðun- andi löggjöf að búa við, lítur svo út, sem sjálfsábúðin hvetji menn til framkvæmda. En hér við bætist svo bæði að tímarnir liafa breyzt, svo meiri fram- kvæmdahugur er í mönnum og svo hefir það opinbera ýtt mjög undir framkvæmdirnar með jarðræktar- styrknum. Honum var eins og sjálfsábúðinni, ætlað að stuðia að því, að varanlegar framkvæmdir ykj- ust. Og meiningin með að láta þær aukast, er sú, að með því verði land- ið byggilegra, vegna þess að lífs- baráttan verði léttari. Á þessu sið- asta byggist tilveruréttur styrksins. Heildin á að vinna að því að gera niðjunum léttari lífsbaráttuna. þess- vegna er réttmætt að styrkja þær framkvæindir, sem að því stuðla. En með því fyrirkomulagi sem nú ríkir næst þetta ekki. Sami góði til- gangurinn sem lá til grundvallar fyrir því að „allir bændur áttu að gerast að sjálfseignarbændum", lá til grundvallar fyrír samþykkt og framkvæmd jarðrœktai'laganna. En hvorugur næst. Eignarrétturinn knúði kannske fram meiri fram- kvæmdir, vegna vonar í meiri arði, og jarðræktarstyrkurinn hefir kom- ið af stað framkvæmd, sem ella hefði beðið, en hvorugt styður að því að léttara verði að búa í land- inu nema rétt í bili. Maðurinn sem fær styrkinn og maðurinn sem gerir framkvæmdina býr að henni, en þegar jörðin næst er seld, þá er hún seld þeim rnun dýrari, sem það nú er orðið léttara að búa á henni en öðrum jörðum, vegna framkvæmd- anna, og úr því þarf hinn nýi ábú- andi að borga vexti af því, og verð- ur afstaða hans því að engu leyti betri en þeirra, sem áður bjuggu á jörðinni á meðan hún var verri, en að sama skapi ódýrari. Hvoi'ki sjálfseignin né jarðræktar- styrkurinn hafa því megnaö að styðja að þvi, að landið yrði byggi- legra fyrir niðja okkar, en það átti að vera tilgangur þessara laga beggja. En þau geta létt undir með þeim er þáðu styrkinn, og þeim sem keypti þjóðjörðina. III. Nú er það að athuga i þessu sain- bandi, að þjóðinni fjöigar árlega. Nýju borgararnir sem vaxa úpp, þurfa að afla sér lífsnauðsynja til að lifa. þeir þurfa að íá atvinnu. Hún er orðin ærið margbreytileg at- vinnan, sem um er að ræða í okkar margbrotna þjóðfélagi, með eins milc- illi verkaskiftingu og þegar er kom- in á. Og atvinnan geiur kaup, sem t. d. má greiða í peningum, en þeir eru ekki annað en gjaldmiðill, eða ávísun á lífsnauðsynjar. Og allar líkamlegar þarfir oklcar eru þess eðlis, að þeim verður ekki fullnægt, nema með' afurðum sem ýmist eru dregnar úr djúpi hafsins eða skauti jarðarinnar, þegar frá er skilið loft- ið, sem við allir öndum að okkur, og sem enginn hefir eignarrétt á enn sem komið er. En af þessu leiðir það, að því fleiri menn sem lifa í heiminum, þvi meira þarf af lífsnauðsynjum, og því hærra verð fær landið og auðæfi hafsins. þess vegna hækkar allt land í verði eftir því sem fólki fjölgar, þó enginn snerti það, og því meira, sem fleiri menn þurfa að nota sama landsvæð- ið. þetta kemur mjög greinilega í ljós i bæjunum. Hér í Reykjavik hafa lóðir margfaldast í verði á aldai'- fjórðungi. Og þó er þetta miklu greini- legra i stórbæjum heimsins. þar eru lóðir, sem nú eru svo dýrar, að met- rinn kostar þúsundir króna, en sem liöfðu sama og ekkert verð meðan fólkið var svo fátt, að það sá ekki ástæðu til að nota það land, nema lítið sem ekki. Af þessu er auðsætt, að allt land heíir í sér fólgið fram- tíðarverðmæti. það er ekki komið í ljós enn, en það kemur i ijós smám- saman, eftir því sem íólki í heimin- um, og hverju landi, smá fjölgar. Allri slíkri framtíðar-verðhækkUn landsins fleygir þjóðin frá sér og í liendur einstaklinganna, með þvi að selja landið í þeirri eign. Sama gera vitanlega bæjarfélög, sem liafa eign- ast landið, sem bærinn er byggður á. þctta er gert hér í Reykjavik, og þetta er gert með þjóð- og kirkju- jarðirnar. Og einstaklingar, sem eiga landið undir bæjunum, hafa kjör þeirra, sem í bæjunum búa mjög i hendi sér. það er til, í smáþorpum hér á landi, að þeir sem eiga landið, leigja það svo dýrt, að borga verður krónu og meira undir hvern fer- metra, sem hús standa á, og hálfa uppskeru úr göiðum um áratugi fyr- ir að fá að rækta hann og nota. Og þó er víða til verri dæmi en þetta, þó þau séu ekki mörg hér á landi. Hér þurfa menn að læra að sjá framtíðina í réttu ljósi. Menn þurfa að skilja, að í landinu liggur fram- tíðarverðmæti. Og menn verða að skilja, að það á heildin að eiga. Og skilji menn það, þá kemur hitt, að búa þannig um afnotarétt landeins,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.