Tíminn - 05.03.1932, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.03.1932, Blaðsíða 4
TlMINN í ráði er að halda^í Keykholtsskóla eftirgreind námsskeið á vori komanda: 1. Pyrir konur: Kennsla í matreiðslu, einkum í notkun síldar. Garð- ræktarkennsla og fyrirlestrar. Einnig ætlað til hvíldar og kynningar. Námsskeiðið stendur yfir frá 1.—7. maí. 2. íþróttanámskeið. Kent verður sund, glímur, ýmsar útiíþróttir og ef til vill fleira. Námsskeiðið stendur yfir frá ’10. maí til 10. júní. Námsskeiðsfólk leggi sér til rúmföt Dvölin verður gerð þátttakendum sem ódýrust. Umsóknir sendist til skólastjóra, Kristins Stefánssonar í Reykholti. Námskeið fyrir sundkennara verður haldið í Reykjavík allan maímánuð n. k., að til- hlutun í. S. í. Kennsla verður bæði bókleg og verkleg. Fyrirlestrar verða fluttir í sambandi við námskeiðið. Aðaláherzla verður lögð á að kenna almenn sund til hlítar, sundbjörgun og lífgun; einnig skriðsnnd (crawl), og dýfingar ef þess er óskað. Sundkennarar eiga að fá alla þá framhalds sundmenntun á námskeiðinu, sem þeir óska. Aðalkennarar verða þeir: Jón og Ólaf- ur Pálssynir, sundkennarar. TJmsóknir skulu sendar til forseta I. S. I. pósthólf 546, Reykjavík, (símar 9J9 og 1064), sem gefur allar frekari upplýsingar um námskeiðið, sem hefst 1. rnaUn. k. Stjórn íþróttasambands íslands. Á meðan birgðir endast seljum vér ágætis fóðursíld fyrir kr. 7,50 tunnuna, senda kaupendum að kostnaðarlausu á hvaða höfn á landinu sem vera skal, þar sem strandferða- skip ríkisins hafa viðkomu. Skilyrði fyrir þessu lága verði er þó, að keyptar séu minnst. 100 tunnur í einu. Með þessu verði er síldin sá lang ódýrasti fóðui'bætir, sem hugsanlegt er að fá og ættu bændur því að byrgja sig upp fyi'ir næsta vetur, meðan tími er til. Búnaðar- og hreppsfélög, sem kaupa síld í samlögum fyrir hreppa eða héi’uð, geta væntanlega fengið hagkvæm lán til slíkra kaupa. — Nánari upplýsingar því viðvíkjandi gefur Páll Zophoniasson í'áðunautur Búnaðai'félags íslands. Reykjavík - Símí 1733. T. W. Buch (Xiitasmiðja Buchs) Tietgensgade 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR. Demantssorti, hrafnsvart, kastorsorti, Parisarsorti ©g allir litir, fallegir og sterkir. Mælum með Nuralin-lit, á ull og baðmull og silki. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“og „Evolin“ eggjaduft, áfengis- lausir ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvert- an, „ökonom“ skósvertan, sj álfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvinduolía o. fl. Brúnspónn. LITVÖRUR: Anilinlitir, Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögn. Þomar vel. Ágæt tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Bezta tegund, hreint kaffibragð og ilmur. Fæst alstaðar á íslandi. Minning Snorra. íslendingurinn finnur tæplega hve land hans og þjóð er fátæk að arfi frá íyrri kynslóðum fyr en hann kynnist öðrum löndum og þjóðum af eigin reynd. þegar hann reikar milli veglegrft halla og annara mann- virkja, frá undaníörnum öldum, rennur honum ósjálírátt til rifja hve litið forfeðurnir hafa skilið eftir handa kynslóðinni, sem nú hyggir ísland. Enda er varla liægt að fara viða ftn þess að reka sig á iitia trú á menningu íslendinga. En einn bjarma leggur þó sérstaklega á menningu þeirra hjá mörgum mennt- uðúm mönnum erlendis, og það eru foi'nbókmenntii' okkai'. Vegna þeirra hefir dregizt athygli ýmsra ágætra manna að íslandi og íslenzku þjóð- inni. Vegna þeirra erum við ennþá sérstök þjóð. Vegna okkar gömlu bókmennta nýtúr isienzka þjóðin virðingar og vinarliuga margra góðra manna erlendis. það er blátt áfram miklu betra að vera íslending- ur — sérstaklega utaniands — vegna iörnbókmenntanna. Ekki samt svo að skilja, að íslenzka þjóðin geti lifað eingöngu á fornri frægð. Mestu skiftir auðvitað menntun og skipu- iag þjóðfélagsins í nútíð og fram- tíð. En það er svo undarlega margt, sem menn eiga þeiin að þakka, sem iifað hafa og starfað á undan okkur. Og þó að það sé meira erlendum mönnum, þá er það menningar- skortur að sýna ekki minningu okk- ar beztu forfeðra ræktarsemi. Aði'ai' menningarþjóðir sýna sínum beztu forfeðrum margskonar ræktarsemi og henna börnum sínum að meta lífs- starf þeirra. —■ En hvað gerum við íslendingar? Sá sem hefir gert okkar garð íræg- astan og varpað mestum ljóma á íslenzkt menntalif, er auðvitað bónd- inn í Reykholti, Snorri Sturluson. En hvað gerum við fyrir minningu lians? Sigurður Nordal skrifaði góða bók um hann fyrir nokkrum árum og vel sé honum fyrir það. Jónas Jónsson og nokkrir áhugasamir menn aðrir, hafa nýlega gengizt fyrir að reisa æskulýðsskóla á bæ Snorra. þó þetta sé hvorttveggja gott, vantar ýmislegt ennþá. — Eftii' síðustu aldamót var einhver hreyf- ing uppi um að reisa Snorra minn- ismerki. Var fjársöfnun hafin til þessa, en árangurinn hefir líklega ekki orðið mikill. En það vill svo vel ti! að Snorri sjálfur hefir skilið eftir sig minnisvarða, auk ritverka sinna. það er Snorralaug. Er það býsna einkennilegt, að sami maður- inn, sem varanlegustu og stærstu verkin hefir skrifað, skuli líka hafa byggt Snorralaug og neðanjarðar- leiðslu þá, sem notuð er fyrir heita vatnið frá hvernum Skriplu heim undir nýja skólahúsið. Væri ekki of mikið þó að peningum þeim, sem spöruðust við að nota þessa gömlu ieiðslu Snorra væri varið sérstaklega til minningar um hann í Reykholti! Er merkilegt mjög að þessi 7 alda gömlu mannvirki skuli enn standa, þar sem við eigum varla nokkurt mannvirki eldra en eins eða tveggja mannsaldra. Og þau sýna meða) annars að Snorri hefir verið jafnvel 7 öidum á undan öllum öðram í heiminum með að nota jarðhitann í þágu mannanna, en sem líkindi eru til að mikill ríkdómur sé í fyrir framtíð okkar þjóðar. SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS er á Amtmannsstíg 4 (niðri). Sími 1121. FERÐAMENN sem koma til Rvíkur, fá her- bergi og rúm með lækkuðu verði á Hverfisgötu 82. Reykjayík Simi 849 Niðursuðuvörur vorar: Kj#t ......11 kg. og */2 kg. dósiíiö Kæfa .... - 1 - - t/2 - - BayJarabjAgn 1 - • 1/2 - FlskaboUar -1 - - 1/2 - - Lax.......- 1 - - 1/2 - - hljóte almenalufrslcf Ef þór hafið ekki reynt vftrur þessar, þá gjörið það nú. Notfð Innlendar vörur fremur en erlendar, með þvi stuölið þér að þvl, nð íslendingrar verði ejálfum sér nóg-ir. Pantanir afgreiddar fljótt og vol hvert & land sem er. Flestar meimiugarþjóðir myndu á- lita Snorralaug mikiun dýrgrip, sem þær sýndu allan þann sóma er þær kynnu. En hvað gerum við íslend- ingar? Sá sem þessar línur ritar hef- ir hvað eftir annað utanlands og innan orðið að hlusta á ófagrar lýs- ingar erlendra manna á liirðingu og umliverfi Snorralaugar, manna, sem komið hafa tii íslands í vinar- huga og jafnvei gert. sér dýra og erfiða ferð til að koina að Reykholti. Og með kinnroða fyrir hönd is- lenzku þjóðarinnar hefir ekki verið hægt annað en finna, að hin leiða lýsing hinna erlendu gesta hafi að mikiu leyti verið sönn. Ekki svo að skilja, að þarna sé sök ánúanda Reykholts, heldur allrar þjoSarinnar. það minnsta sem þarf að gera er að gjöra laglegan grasflöt — og kannske grasbekki — umhverfis laugina og einfaida snotra girðingu þar fyrir utan. Mætti þarna gjarnan vera á Jaglegu spjaldi dálítil útskýr- ing um laugina og liitaleiðslu Snorra. Og öðrum minnisvarða á að koma upp og hlynna að í Reykliolti. það er bókasafn um og eftir Snorra. þessa var svolítið minnst við víxlu- skólans í Reykholti s. 1. haust. Síðan hefir sá er þessar línur skrifar átt tal við hina ágætu íslandsvini pró- Auálýsíng Eftirfarandi skip: Bolli 1. S. 125, Geysir í. S. 126, Svend 1. S. 315, Eli 1. S. 338 og hálft skipið Bjöm 1. S. 443, með vél, rá og reiða, seglum og öðru tilheyrandi, svo og skipið Hekla í. S. 127, eign þrotabús Marselliusar Bernharðssonar, ísafirði, eru til sölu. Lysthafendur snúi sér til undirritaðs skiptaráðanda, er gefur nánari upplýsingar. Tilboð sendist innan 25. marz næstkomanda. Skiftaráðandinn Isafii'ði, 24. febrúar 1932. Oddur Oíslason. Jörd til sölu. Þrír fjórðu hlutar jarðarinnar Þverholt í Álftaneshreppi í Mýrasýslu fæst til kaups og ábúðar í næstkomandi fardögum, ,með mjög aðgengilegum skilmálum. Sernja ber við eiganda jarðarinnar GUÐM. EIRÍKSSON, Þverholti. íessor Fr. Paasche í Noregi, sem fús- lega tekur að sér að safna því sem skiifað hefir verið um Snorra þar, og í Sviþjóð þá professor E. Wessen og Gunnar Lejström, sem gera hið sama þar í iandi. Einnig í Dan- mörku hina ágætu íslenzku fræði- menn Finn Jónsson, Sigfús Blöndal og Jón Helgason, sem allir tóku á- gætlega í að greiða fyrir málinu. þetta mál er því i góðra manna höndum á Norðurlöndum. Og eins býst ég við að finnist góðir vinir íslands hæði hér á Englandi og ann- arsstaðar, sem vilji hjálpa til að ná þvi sem skrifað hefir verið á ýms- um málum. Ekki er ósennilegt að einhverjir íslendingar í Vesturheimi vildu eitthvað greiða íyrir málinu. En sumt af útgáfum verka Sriorra og það sem um þau og höfuudinn hefir verið skrifað, er því nær ófá- anlegt eða mjög dýrt. Til að kaupa þessi verk, sem ómissandi væru í safnið, þarf dálítið af peningum. Sem dæmi er sannar þetta, rakst einn ágætur íslendingur i Höfn um daginn á eitt eintak hjá fornbóksala af fyrstu prentaðri Heimskringlu (þýðing eftir Peter Klanssori) og átti það að fást fyrir 90 kr. danskar. þetta er svo sjaldséð útgáfa, að hún er venjulega talin ófáanleg. En þetta sýnir hve nauðsynlegt er að hafa einhverja handbæra aura til að kaupa fyrir ýmislegt í safnið. En margt kváðu vinir okkar (ytra) að myndi fást ókeypis handa safninu hjá útgefendunum. það er víst varla að vænta í þessu harðæri að fjárveiting fáizt frá Al- þingi til styrktar safninu, en vilja nú ekki einhverjir góöir njenn, sem hafa einhver auraráð, styrkja safn þetta? því úr þessu verður þó altaf reynt að koma því upp. Og ef ein- hverjir sjóðir eru til á íslandi, til að koma upp minnismerki um Snorra, væri þeim þá ekki vel varið til styrktar þessu Snorrasafni? Tilvalinn staður fyrir safnið er í turnherberginu í hinu ágæta nýja skóiahúsi í Reykholti. það væri vel til fallið að auka safnið af ísl. og norrænum fræðum svo að í Reykholti yrði Mímisbrunn- ur í þeim efnum. Hafa svo þar ó- dýran en þægilegan verustað á sumrin, þar sem merm gætu komið víðsvegar að og bæði hvílt sig og stundað íslenzk og fornnorræn fræði. þar yrði þá mennta- og iivíldar- heimili. Ætti þetta að vera sómi og ánægja fyrir íslenzku þjóðina og á- góði á margan hátt. Menntamenn úr ýmsum löndum, sem vendu komur sinar að Reykholti, myndu geta átt þar ánægjulega daga saman og farið þaðan eftir sumardvöl sína fróðari um íslenzka tungu, menn og mál- efni fyrr og síðar og hlýrri huga til lands og þjóðar. London, 10. febr. 1932. Vigíús Guðmundsson. --—o------ Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Mímisveg 8. Sími 1245. Prentsm. Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.